Möguleikar til menntunar fyrr og nú

Save this PDF as:
 WORD  PNG  TXT  JPG

Storlek: px
Starta visningen från sidan:

Download "Möguleikar til menntunar fyrr og nú"

Transkript

1 Möguleikar til menntunar fyrr og nú Samanburður á réttindum heyrnarskertra barna til séraðstoðar í grunnskólum á Íslandi og í Stokkhólmi Harpa Viðarsdóttir Lokaverkefni til BA-prófs Uppeldis- og Menntunarfræðideild

2

3 Möguleikar til menntunar fyrr og nú Samanburður á réttindum heyrnarskertra barna til sérþjónustu í grunnskólum á Íslandi og í Stokkhólmi Harpa Viðarsdóttir Lokaverkefni til BA-prófs í Uppeldsi- og Menntunarfræði Leiðbeinandi: Anh-Dao Tran Uppeldis- og Menntunarfræðideild Menntavísindasvið Háskóla Íslands Júní 2016

4

5 Möguleikar til menntunar fyrr og nú Ritgerð þessi er 14 eininga lokaverkefni til BA-prófs í Uppeldis- og Menntunarfræði við Uppeldis- og Menntunarfræðideild Menntavísindasviði Háskóla Íslands Harpa Viðarsdóttir, 2016 Óheimild er að afrita ritgerðina á nokkurn hátt nema með leyfi höfundar Prentun: Rafrænt Reykjavík, 2016

6

7 Ágrip Lokaritgerð þessi er unnin til BA prófs í Uppeldis- og menntunarfræði við Háskóla Íslands vorið Ritgerðin fjallar um menntun heyrnarlausra og heyrnarskertra barna í grunnskólum og hvernig hún hefur þróast í gegnum árin, með áherslu á réttindum barnanna á séraðstoð í almennum grunnskóla. Verkefni þetta er rannsóknarritgerð þar sem hún verður byggð á öðrum rannsóknum, útgefnum greinum, bókum og upplýsingum frá stofnunum. Farið verður ýtarlega ofan í lög og reglur, Aðalnámskrár, heimasíður sveitarfélaga og grunnskóla með það í huga hvort að upplýsingar um séraðstoð sé nægjanleg. Markmið ritgerðarinnar er fyrst og fremst að kynna mér réttindi heyrnarskertra barna til séraðstoðar í grunnskólum og bera saman Ísland við Stokkhólms svæðið, en heimildir sína að töluverður munur er á milli sveitarfélaga innan sama lands sem og milli þessara tveggja landa. Svíþjóð virðist vera betur í statt búið með námsgögn og sérfræðiaðstoð svo að heyrnarskert börn hafi tækifæri til þess að sækja almennan grunnskóla eða sérskóla fyrir heyrnarskertra. Það er mín von að ritgerð þessi muni nýtast fleirum en mér og verði til þess að opna augu fólks um mikilvægi þess að réttur barna til séraðstoðar í grunnskóla sé uppfylltur. 3

8 Table of Contents Ágrip... 3 Myndir og töflur... 5 Formáli Inngangur Bakgrunnur Fræðilegur Bakgrunnur Heyrnarleysi Táknmál sem móðurmál Nám barna með heyrnarskerðingu Námsárangur barna með heyrnarskerðingu Mikilvægi fagfólks Réttur heyrnarskertra barna til séraðstoðar í grunnskóla Barnasáttmáli Sameinuðu Þjóðanna Lög um málefni fatlaðra einstaklinga Lög um grunnskóla Aðalnámskrá Grunnskóla á Íslandi Aðalnámskrá Grunnskóla í Svíþjóð Söguleg þróun Menntun heyrnarskertra barna á Íslandi Menntun heyrnarskertra barna á Stokkhólmssvæðinu Kennsluhættir Nútíminn Sveitarfélög og skólar Upplýsingar um séraðstoð Lokaorð og umræður Umræður Lokaorð Heimildarskrá

9 Myndir og töflur Mynd 1. sýnir að samkvæmt upplýsingum frá Heyrnar- og Talmeinarstöð Ísland eru 65 prósent viðskiptavina eldri en 65 ára, 10 prósent eru börn undir 18 ára og 15 prósent eru fólk á öðrum aldri. Mynd 2. sýnir upplýsingar sem einnig voru fengnar frá Heyrnar- og Talmeinarstöð Íslands um fjölda viðskipta vina þeirra sem fengið hafa ígrædd heyrnartæki 5

10 Formáli Ritgerð þessi er lokaverkefni mitt til BA gráðu í Uppeldis- og menntunarfræði við Háskóla Íslands. Þetta er 14 eininga ritgerð sem er unnin undir leiðsögn Anh-Dao Tran. Mig langar til þess að nota þetta tækifæri til þess að þakka Anh-Dao fyrir frábæra leiðsögn og skemmtilega fundi sem fram fóru á skype, einnig vil ég þakka henni fyrir allan þann stuðning og skilning sem hún veitti mér við skrif ritgerðarinnar. Sérstökum þökkum vil ég koma til Guðrúnar Helgu Ástríðardóttur sem í gegnum allt mitt nám frá stúdent til Háskólanáms, var mín stoð og stytta og gerði mér námið auðveldara og skemmtilegra. Auk þess vil ég þakka fjölskyldu minni og sérstaklega sambýlismanni mínum Helga Michael fyrir stuðning og þolinmæði í þessu námi. Reykjavík,. 20 6

11 1 Inngangur Í þesari ritgerð mun ég fjalla um réttindi heyrnarlausra barna til menntunar á Íslandi og í Svíþjóð þar sem ég mun taka fyrir Stokkhólms svæðið. Markmið með þessari ritgerð er því að varpa ljósi á þann hóp í samfélaginu sem er að mínu mati lítið í umfjölluninni, sér í lagi þegar kemur að réttindum til séraðstoðar í grunnskóla. Einnig mun ég skoða söguna um menntun heyrnarlausra barna og rekja hana til dagsins í dag, en einnig réttindi fatlaðra til séraðstoðar í grunnskóla sem og að fara ofan í skilgreininguna á hvað heyrnarleysi og heyrnarskerðing er. Til þess að gera ykkur lesendum auðveldara með lestur ritgerðarinnar mun ég nota hugtakið heyrnarskerðing bæði fyrir heyrnarleysi og heyrnarskerðingu. Einnig mun ég takmarka mig við Stokkhólms svæðið í stað þess að taka fyrir alla Svíþjóð þar sem íbúafjöldi er um níu milljónir en á Stokkhólms svæðinu eru aðeins um tvær milljónir,taldi ég því að til þess að fá sem sanngjarnasta niðurstöðu væri betra að bera saman Stokkhólms svæðið við Ísland. Áhugi fyrir efninu kviknaði þegar grein birtist inn á vef Vísis um að tvær íslenskar fjölskyldur neyddust til þess að flytja úr landi vegna skorts á þjónustu í skólum og námsgögnum fyrir heyrnarskert börn þeirra, og langaði mig þar af leiðandi rýna betur í stöðu barna með heyrnarskerðingu. Skólaganga getur verið frábær lífsreynsla fyrir einn en á sama tíma hræðileg fyrir annan, en að sækja sér menntun má segja sé ávallt af hinu góða. Allir eru ekki gerðir til þess að læra í stórum hópum, þola áreiti í heilan dag eða vera með bros á vör allan þann tíma á meðan skólinn er. Öll erum við misjöfn og í grunnskóla koma ólíkir einstaklingar saman í eina skólastofu og er oft á tíðum verið að steypa þau í sama mót. Ágreiningar i félagsskapnum koma upp og stundum getur skólaganga verið hrein martröð fyrir börnin. Í svona aðstæðum er mikilvægt að fagaðilar fari rétt að í kennslu og grípi snemma inní. Hindranir geta orðið í vegi fyrir hverjum sem er og miserfitt er að yfirstíga þær, en ef hindrun verður að fjalli sem ómögulegt er að klífa yfir vandast málið. Með þessum orðum er mér síðan hugsað til þeirra sem minna mega sín og eiga jafnvel erfiðara með að aðlagast hefðbundnu skólakerfi. Í viðtali við Valdísi Ingibjörgu Jónsdóttur heyrnar- og talmeinafræðing á Akureyri (Dagblaðið vísir,2007) segir hún frá dóttur sinni sem fæddist heyrnarlaus. Dóttir hennar hóf skólagöngu sína í almennri deild í grunnskóla þar sem hún átti erfitt uppdráttar, hún einangraðist, eignaðist enga vini og var einsömul í fríminútum og fylgdist með krökkunum að leik. Valdís sem starfaði sem heyrnar- og talmeinafræðingur og kenndi í sérdeild í grunnskóla ákvað því að taka dóttur sína til sín svo hún gæti haft samskipti við önnur börn (Dagblaðið Vísir, 2007). 7

12 Sem foreldri getur það verið erfitt að horfa uppá barnið sitt einangrast frá umheiminum, vinalaus og einmanna. Sjálf eigum ég og sambýlismaður minn barn með sérþarfir sem náði aldrei að tengjast öðrum börnum almennilega vegna hennar fötlunar. Foreldrarhlutverkið er að mínu mati mjög krefjandi, og er mitt persónulega álit að það sé fátt sem getur undirbúið foreldra/forráðarmenn undir þetta hlutverk. Þegar dóttir okkar var 4 ára lék grunur á að hún væri á eftir í þroska þar sem hún virtist ekki fylgja jafnöldrum sínum eftir. Við fórum ásamt dóttur okkar í gegnum greiningarferli á Greiningar og ráðgjafastöð ríkisins og við fimm ára aldur greindist dóttir okkar með ódæmigerða einhverfu, athyglisbrest og væga þroskaröskun. Hún var enn í leikskóla og fékk góða aðstoð frá sérhæfðum kennara sem veitti henni þann stuðning og aðstoð sem hún þurfti. Þegar leikskóla lauk fengum við mikinn kvíða fyrir grunnskólagöngu hennar. Kvíði fyrir grunnskólgöngu barna sinna á kannski við um marga foreldra, og var hann mikill fyrir okkur foreldrana þegar kom að því að dóttir okkar átti að hefja sína grunnskólagöngu. Vegna greiningar dóttur okkar fannst okkur námið ekki við hennar hæfi, skipulag skólastarfsins og vöntun á kennurunum settu síðan strik í reikninginn, þrátt fyrir góðan vilja umsjónakennara hennar. Okkur var sagt að erfitt væri að finna sérkennara og tíma fyrir sérkennslu, en opið skólakerfi var við skólann þar sem73 nemendur voru saman í einni stórri skólastofu og hávaðinn mikill. Árið 2009 tókum við þá ákvörðun að flytjast erlendis og fara í nám, sambýlismaður minn sótti um skóla í Svíþjóð og fékk inngöngu í skóla þar í landi árið Við ákváðum þá að flutt yrði til Svíþjóðar haustið Eftir flutning til Svíþjóðar byrjaði dóttir okkar að blómstra, hér voru sérfræðingar og kennarar í kringum okkur sem gerðu allt mögulegt svo henni myndi líða vel og fengum við stuðning frá sveitarafélaginu okkar varðandi leit af skóla og sérfræðiaðstoð. Við foreldrar vorum með í skipulagi kennslunnar og voru kennararnir í miklu samstarfi við okkur, og er þessi staða enn í dag 5 árum seinna. Í þessu ferli lærði ég að skólarnir sem og Sveitarfélögin verða að vera í stakk búnir að taka á móti öllum þeim börnum sem skólana sækja. Félagslegur þroski er einnig gríðarlega mikilvægur fyrir þroska barnsins og verða skólarnir að bjóða uppá hentugt umhverfi fyrir nemendur. Perónuleg reynsla sýnir að sérþjónusta fyrir börn með fatlanir sé ábótavant á Íslandi, og er því áhugavert að vita hvort Svíþjóð standi betur að sér í þeim málum. Ritgerðin mun því vera samanburður á réttindum heyrnarskertra barna til sérþjónustu í grunnskólum Íslandi og höfuðborgarsvæðinu í Svíþjóð, Stokkhólmi. Ritgerð mín mun skiptast niður í fimm kafla og nokkra undir kafla. Í fyrsta kafla mun ég fjalla um nýjustu rannsóknir um séraðstoð heyrnarskertra barna í grunnskólum, fara nánar í skilgreiningu á heyrnarskerðingu og orsök hennar. Í öðrum kafla mun ég fara ofan í 8

13 réttindi fatlaðra barna í grunnskólum með athygli á heyrnarskert börn, þar sem ég mun fara ofan í lög og reglur, Aðalnámskrár og sáttmála. Í þriðja kafla mun ég fara ofan í söguna þar sem ég mun skoða hvernig menntun heyrnarskertra barna bæði á Íslandi og í Stokkhólmi byrjaði og hvernig henni var háttað. Þar mun ég einnig taka fyrir þá skóla sem í boði voru og hverjjr áttu rétt á að mennta sig. Í fjórða kafla mun ég síðan fjalla um menntuna heyrnarskertra barna eins og henni er háttað í dag, skoða nokkra skóla sem að taka á móti heyrnarskertum börnum bæði á Íslandi og á höfuðborgarsvæðinu í Svíþjóð, Stokkhólmi. Í kaflanum mun ég einnig taka fyrir upplýsingar sem eru að finna hjá sveitarfélögum beggja landa. Í lokin munu ég draga saman niðurstöður úr þessum köflum, bera löndin saman og ályktun dregin. Með þessari ritgerð vonast ég til þess að hjálpa lesendum og ekki síst foreldrum heyrnarskertra barna í að skilja betur þá séraðstoð sem þessi fámenni hópur þarf á að halda þegar kemur að grunnskólagöngu 9

14 2 Bakgrunnur Samkvæmt Hagstofu Íslands voru rúmlega íbúar búsettir á Íslandi í janúar 2016 (Hagstofa Íslands, 2016). Af þessum fjölda samkvæmt upplýsingum frá Heyrnar- og talmeinastöð Íslands (desember 2013) fæðast um 0,1% barna heyrnarskert eða um eitt barn á tveggja ára fresti. Má rekja þessa lágu prósentu til bættrar heilsuverndar mæðra og bólusetningum síðustu áratuga sem hefur tekist að fyrirbyggja heyrnarleysi nýbura af völdum sýkinga á meðgöngu (hettusótt, rauðir hundar, heilahimnubólga o.s.frv). Langflest börn sem fæðst hafa heyrnarskert frá aldamótum hafa gengist undir inngrip eða kuðungsígræðslu sem gerir þeim kleift að nema hljóð og heyra. En um 95% foreldra barna sem fæðast heyrnarlaus eru báðir heyrandi og kjósa þarf af leiðandi þetta inngrip fyrir börn sín (Heyrnar- og talmeinarstöð Íslans, 2013). Þó eru til dæmi um að fjölskyldur hafi afþakkað þetta inngrip fyrir börn sín sem fæðst hafa heyrnarlaus en í þeim tilvikum er um að ræða foreldra sem bæði eru heyrnarlaus og kjósa að börn þeirra fylgi þeirra menningu, og hefur börnum sem nota tákmál sem móðurmál því aukist lítillega með árunum (Heyrnar- og talmeinastöð Íslands, 2013). Einnig kemur fram frá upplýsingum frá Heyrnar- og talmeinastöð Íslands (HTÍ) að um eintaklingar eru skráðir heyrnartækjanotendur, en um einstaklingar til viðbótar eru skráðir hjá þremur öðrum einkafyrirtækjum. Talið er að 75% eigenda heyrnartækja noti þau reglulega (Heyrnar- og talmeinarstöð Íslands, Desember 2014). Einnig kemur fram að tæp 10% viðskiptavina HTÍ séu börn undir 18 ára aldri, einstaklingar eru alvarlega heyrnarskertir eða heyrnarlausir með meðalheyrn verri en 90dB og um einstaklingar eru döff einstaklingar eða alveg heyrnarlausir sem nota táknmál sem tjáskiptamál (Heyrnar- og Talmeinastöð Íslands,2014). Heyrnar- og Talmeinarstöð á Íslandi þjónustar einstaklinga með heyrnarskerðingu, samkvæmt upplýsingum frá þeim eru um 6125 einstaklingar sem notast við heyrnartæki (Heyrnar- og talmeinarstöð Íslands, e.d). Hér fyrir neðan eru upplýsingar um hvernig hópur viðskiptavina skiptist eftir aldri sem og fjöldi þeirra sem fengið hafa ígrædd heyrnartæki með aðstoð Heyrnar- og Talmeinarstöð Íslands. 10

15 Viðskiptavinir Heyrnar- og talmeinastöð á Íslandi 10% 15% 65% >65 ára 18 ára og yngri Annar aldur Mynd 1: Samkvæmt upplýsingum frá Heyrnar- og talmeinarstöð Íslands eru um 65 prósent viðskiptavina einstaklingar eldri en 65 ára, 10 prósent eru börn undir 18 ára aldri og 15 prósent er fólk á á aldursbilinu ára Um 87 einstaklingar sem eru skráðir hjá HTÍ hafa gengist undir kuðungsígræðslu og af þeim eru 21 barn undir 18 ára aldri, og eru nokkur börn á biðlista. Af börnum á skólalaldri nota um 170 börn af 260 heyrnartæki á öðru eða báðum eyrum. Fjöldi einstaklinga með ígrædd heyrnatæki (kuðungsígræðslu) Fullorðnir Börn Mynd 2. Myndin sínir fjölda viðskiptavina sem fengið hafa ígrædd heyrnartæki (Kuðungsígræðslu) og er þeim skipt í fullorðna einstaklinga og börn undir 18 ára. Í Svíþjóð búa um rúmlega 9,5 milljónir manns (The world bank, e.d) og er talið að um 1,3 milljónir búi við lélega heyrn þar í landi. Tölulegar upplýsingar sýna að um 10. Þúsund börn séu heyrnarlaus og um 70. Þúsund börn fæðast heyrnarlaus ár hvert (Funka, 2016). Fram kemur einnig að um 30.þúsund svíar nota táknmál sem fyrsta mál. 11

16 Samkvæmt þessum tölum er ágætis fjöldi barna bæði á Íslandi og í Svíþjóð sem notast við táknmál til tjáningar og samskipta, og er það ljóst að þessi hópur þarf því einhverskonar stuðning og/eða aðstoð til þess að geta átt mögleika á að mennta sig sem og að tjá sig við aðra talandi í því samfélagi sem þeir búa í. Rannsóknir sína að börn með heyrnarskerðingu eru í áhættuhóp í lestri og skrift, þar sem þau dragast aftur úr og uppfylla ekki skilyrðin (Allard og Roos, 2016). Sagan sínir einnig að heyrnarlaus börn hafa ekki alltaf haft þann valmöguleika að mennta sig. Áður fyrr voru heyrnarlausir ekki taldar heilar manneskjur þar sem geta þeirra til tjáningar var takmörkuð og voru þau því ekki samþykkt af samfélaginu (Loftur Guttormsson, 2008). Þegar umfjöllun um heyrnarlausa í dag er skoðuð er erfitt að finna eitthvað um menntun heyrnarlausra barna í dag, hvernig hún fer fram og hvaða séraðstoð börnin eiga rétt á. Aðalnámskrá grunnskólanna sem gefin er út af Menntamálaráðuneytinu sem og lög útgefin af Alþingi hafa að geyma sér ákvæði um heyrnarlausa, táknmál og menntun en þegar leitað er til dæmis eftir upplýsingum á heimasíðum Sveitarfélaganna á Íslandi og Stokkhólmi þá er mikill munur. Sveitarfélögin á Íslandi virðast ekki eða hafa ekki nein sérákvæði eða áætlun um menntun heyrnarnalausra barna eins og flestar af heimasíðum sveitarfélagana á Stokkhólms svæðinu. Vegna þessa hef ég mikinn áhuga á að kanna þetta betur og athuga hvort að heyrnarlaus börn séu í raun bara gleymdur hópur í samfélaginu þegar kemur að menntun. 12

17 3 Fræðilegur Bakgrunnur Í þessum kafla munu koma fram þær rannsóknir sem gerðar hafa verið með heyrnarskertum börnum í grunnskólum víða um heim. Einnig mun vera farið nánar ofan í hvað heyrnarskerðing er, orsök hennar og mismunandi tegundir heyrnarskerðingar. 3.1 Heyrnarleysi Samkvæmt heyrnar- og talmeinarstöð Íslands (HTÍ) er heyrnarskerðing skilgreind á þrjá vegu. Fyrst er það talin heyrnarskerðing þegar barn hefur heyrn á bilinu 20 desibil (db), en börn með þessa heyrn þurfa flest öll heyrnartæki og geta samkvæmt HTÍ fylgt eftir í skóla án nokkurar aðstoðar annarar en heyrnartækis. Í öðru lagi er mikil heyrnarskerðing þegar heyrn barna er að meðaltali verri en 50 db, en þau börn þurfa einnig heyrnartæki sem og aðra aðstoð þegar þau eru í grunnskóla, til að mynda FM búnað sem hjálpar þeim að heyra betur og útilokar klið sem getur myndast í skólastofum. Í þriðja lagi er það algjört heyrnarleysi þar sem heyrn er að meðaltali verri en 90 db og eru börn sem hafa þessa skertu heyrn annað hvort send í kuðungsígræðslu eða táknmálskennslu, en það fer eftir foreldrum ( Heyrnar- og talmeinastöð Íslands ). Landssamband heyrnarlausra í Svíþjóð skilgreinir heyrnarskerðingu aðeins öðruvísi en á Íslandi, en skilgreiningarnar eru á fjóra vegu í stað þriggja. Létt heyrnarskerðing við heyrn á bilinu db, væg heyrnarskerðing við db, mikil heyrnarskerðing vð db og síðan mjög mikil eða algjört heyrnarleysi við 90 db eða verri en 90 db eru. Desibil er sú mælieining sem er notuð þegar mæla á hljóð (Hörsellinjen, janúar 2016). Heyrnarlausir og heyrnarskertir eru um það bil 5% af fólkinu í heiminum og til þess að gera þess tölu skýrari eru það um 360 milljónir manna, og þar af 32 milljónir barna (World Health Organization, 2015). Margar ástæður eru fyrir því að einstaklingur sé heyrnarskertur en bæði er heyrnarskerðing meðfætt og áunnið (Embætti Landlæknis,2013;Hörsellinjen 2016) Þar að segja manneskja fæðist heyrnarskert þar sem líffræðilegir þættir orsaka heyrnarskerðingu, eða að manneskjan missi heyrnina sökum sjúkdóma eða annara þátta í umhverfinu, svo sem óvænts hávaða (World Health Organization. 2015; Embætti landlæknis, 2013). Samkvæmt World Health Organization (2015) er meðfætt heyrnarskerðing þegar einstaklingur fæðist heyrnarskertur eða verður fljótlega heyrnarskertur eftir fæðingu. Erfðafræðilegir þættir geta einnig orsakað heyrnarskerðingu, en börn geta fæðst heyrnarskert ef þau eiga heyrnarskerta foreldra/foreldri. (Hörsellinjen, 2016). World Health Organization (2015) og Landsamband Heyrnarlausra í Svíþjóð telja upp nokkra þætti sem geta orsakað heyrnarskerðingu fósturs við eða eftir fæðingu þar sem ástand 13

18 móður hefur mikil áhrif á fóstrið. Þessir þættir eru meðal annars, rauðir hundar, sárasótt eða ýmsar aðrar sýkingar sem geta orsakað heyrnarleysi hjá fóstri. Einnig getur lág fæðingarþyngd barns, súrefnisskortur við fæðingu og notkun áfengis eða annara vímuefna móður haft áhrif (World Health Organization, 2015; Hörsellinjen, 2016) Skýrsla sem gefin var út árið 2014 af National Institute of health getur einstaklingur einnig orðið heyrnarskertur einhvern tímann á lífsleiðinni og eru ýmsir þættir sem gætu orsakað heyrnarmissi. Sjúkdómar á borð við mislinga og heilahimnubólgu geta valdið heyrnarmissi en einnig geta sýkingar í eyra, skyndilegur hávaði, mikill langvarandi hávaði, taugasjúkdómar eða höfuðmeiðsl valdið heyrnarskerðingu (Natinal institute of health, 2014; World healt Organization,2015). Samkvæmt WHO er Langvarandi eyrnarbólga hjá börnum ein af helstu ástæðum heyrnarskerðingar hjá börnum. 3.2 Táknmál sem móðurmál Samkvæmt orðabók er móðurmál skilgreint sem það tungumál sem er ríkismál í hverju landi fyrir sig og fyrsta tungumál sem einstaklingar reiða sig á til tjáningar og samskipta (Íslensk orðabók, e.d). táknmál er ekki alþjóðlegt túngumál heldur hefur hver þjóð sitt eigð táknmál, íslenska táknmálið er því ekki skiljanlegt annarsstaðar en margt er þó líkt með táknmálum heimsins þegar kemur að grundvallarmálfræði (Félag heyrnarlausra, e.d). Inni á heimasíðu Félags heyrnarlausra kemur einnig sú skilgreining á táknmáli fram að táknmál sé byggt á táknum og hvernig þeim er raðað saman byggist á sérstökum málfræðireglum (Félag heyrnarlausra, 2016). Það eru ekki einungis handahreyfingar sem að mynda tákn heldur er eitt tákn samblanda af handaformi, hreyfingu, myndunarstað, afstöðu og munnhreyfingu (Félag heyrnarlausra, 2016). Samkvæmt Íslenska og sænska Alþingi kemur fram að táknmál sé fyrsta mál þeirra sem þurfa að nota það til samskipta og tjáningar, sem segir að táknmálið sé viðurkennt móðurmál þeirra sem það þurfa að nota (Menntamálaráðuneytið nr 61/2011; språklag nr 600/2009). Mörg börn í dag bæði á Íslandi sem og erlendis fara í kuðungsígræðslu sem gerir þeim þá kleift að nema hljóð og gætu þar af leiðandi átt auðveldrara með að læra talað mál. Samkvæmt upplýsingum frá Heyrnar- og talmeinarstöð Íslands og Hörselboken í Svíþjóð er kuðungsígræðsla það inngrip sem notað er, en það er tæki sem komið er fyrir í innra og ytra eyra með aðgerð. Tækið samanstendur af tveimur pörtum, innri og ytri parti. Ytri parturinn samanstendur af hljóðnema, sendi og talgervli og innri parturinn úr viðtæki og rafskauti (Heyrnar- og talmeinarstöð Íslands, e.d). Ytri parturinn er festur bakið við eyrað og er tilgangur hans að nema hljóð og senda það til innri partsins sem festur er í innra eyrað sem örvar síðan heyrnartaugina og sem gefur merki um hljóð (Hörselboken, 2016). 14

19 Þessi ígræðsla gefur heyrnarskertum einstaklingum sem ekki geta numið hljóð tækifæri á að heyra og þar af leiðandi að skilja talað mál (Heyrnar- og talmeinarstöð Íslands, e.d). 3.3 Nám barna með heyrnarskerðingu Erfitt er að segja nákvæmlega til um hverskonar aðstoð heyrnarskert börn þurfa til þess að geta verið inní almennum bekk, þar sem heyrnarskerðing er breytt hugtak og getur þýtt allt frá vægri heyrnarskerðing til algjörs heyrnarleysis. Heyrnarskerðing er líkamleg fötlun þar sem skert heyrn er talin til líkamlegar skerðingar, þar sem það hindrar einstakling til framkvæmdar með fullri getu (Íslensk orðabok, e.d). Einstaklingar með heyrnarskerðingu falla einnig undir hóp fatlaðra einstaklinga samkvæmt lögum, en í þeim kemur fram að fatlaður einstaklingur er sá sem til að mynda er með þroskahömlun, hreyfihömlun, geðfötlun eða sjón- og heyrnarskerðingu (Lög um málefni fatlaðra nr 59/1992) Fram kemur í bókunum um Almenningsfræðslu á Íslandi að heyrnarskertir einstaklingar hafi verið settir í sama hóp og vangefnir einstaklingar (Loftur Guðmundsson, 2008). Af þessu er hægt að draga ýmsar ályktanir, til að mynda mætti telja að um fáfræði væri að ræða, sem gæti hafa verið mögulega megin ástæða fyrir því að heyrnarskertir hefðu takmarkað aðgengi til menntunar. Fáar rannsóknir fundust um hvernig menntun heyrnarskertra barna fór fram, hvort táknmál sé notað við kennslu í almennum skólum eða í sérskólum og sér deildum fyrir heyrnarskert börn. En til þess að einstaklingar með heyrnarskerðingu geti haft möguleika á að vera í hefðbundnum skóla þurfa margir þættir að ganga upp. Karen Rut Gísladóttir (2011) fjallar um í doktors ritgerð sinni að einstaklingar sem heyra ekki þurfi að læra á allt annan hátt en heyrandi börn, til að mynda í gegnum skriflegt form. Þeir sem koma að kennslu heyrnarskertra barna verða því að hafa þekkingu og kunnáttu til þess að geta kennt þessum börnum, sérstaklega þeim börnum sem eru með táknmál sem sitt móðurmál (Karen Rut Gísladóttir, 2014). Óhindruð samskipti milli kennara og barns með heyrnaskerðingu er því mikilvægur þáttur í kennslu heyrnarskertra barna, kennarar og aðrir sem umgangast barnið þurfa að hafa kunnáttu til þess að svo fari. Varaaflestur spilar mikilvægan þátt í námi heyrnarskertra barna og með handahreyfingum og táknmáli er hægt að gera námið aðgengilegra ( Easterbrooks, Tucci og Trussel, 2014). Easterbrooks og félagar (2014) nefna einnig að börn með heyrnarskerðingu þurfa aðstoð við að kóða hið talaða mál bæði skriflega og mállega, til þess að það beri árángur verða að vera til viðeigandi námsgögn sem gera börnunum kleift að læra talað mál í gegnum sitt eigið móðurmál sem er þá táknmál. Visual Phonics (VP) er aðferð sem hefur verið notuð í Ameríku þar sem sérstök handahreyfing er fyrir 15

20 hvert hljóð í enska tungumálinu. Þessi handahreyfing er notuð svo að heyrnarskert börn geti tengt talað málið við það skriflega, hún er notuð með töluðu máli og gerir það börnum kleift á að læra á auðveldari hátt. Þessi aðferð hefur sýnt jákvæðan árangur í lestri og lesskilningi bæði hjá börnum og fullorðnum með heyrnarskerðingu ( Easterbrooks, Tucci og Trussel, 2014) 3.4 Námsárangur barna með heyrnarskerðingu Nýlegar erlendar rannsóknir benda til að börn með heyrnarskerðingu sýni slakari árángur í grunnskóla en þeir sem heyrandi eru, þrátt fyrir bætta þjónustu við þá nemendur (Nagle, Newman, Marschark og Shaver, 2015). Nagle, Newman og fleiri (2015) benda á í rannsókn sinni að þær rannsóknir sem hafa verið gerðar um árangur heyrnarskertra barna lýsa ekki raunverulegum árangri barnanna. Fram kemur einnig í sömu rannsókn að niðurstöður sem þessar eru ekki marktækar þar sem yfirleitt er verið að meta árangur barna í sérskólum eða sérdeildum fyrir börn með heyrnarskerðingu, og bera þann árangur saman við jafnaldra í hefðbundnum bekkjum. (Nagle, Newman, Marschark og Shaver, 2015). Einnig kemur fram að skortur sé fjöbreyttari rannsóknum þar sem oftast er einblítt á bóklegu greinarnar á borð við stærðfræði og lestur, en aðrar námsgreinar sem kenndar eru til að mynda listir og íþróttir verða útundan (Nagle, Newman, Marschark og Shaver, 2015). Lesvefurinn sem er unnin af Menntavísindasviði Háskóla Íslands í samvinnu við Menntamálaráðuneytið er hægt að sjá hvernig lestur er metin hjá heyrandi börnum, þar sem þau taka viss próf í grunnskóla sem metur kunnáttu þeirra í lestri og lesskilningi. Inn á lesvefnum er ekki tekið fram hvernig þessir þættir eru metnir hjá börnum með heyrnarskerðingu, og er ekki heldur mikið um erlendar rannsóknir um sama efni. Ein sú viðamesta rannsókn sem metur námskunnáttu barna er PISA rannsóknin eða Program for international student assesment, en sú rannsókn er á vegum OECD (Efnahags- og framfarastofnun) og metur hún kunnáttu og hæfni 15 ára nemenda í lestri, stærðfræði, nátturufræði og þrautalausn og er þessi rannsókn alþjóðleg þar sem 32 þjóðir taka þátt. (Námsmatstofnun, e.d). Samkvæmt upplýsingum sem fengust frá starfsmanni Efnahags- og framfarastofnunarinnar er PISA prófið sem lagt er fyrir þá nemendur sem hafa einhverjar líkamlegar hindranir eða þroskafrávik sérmerkt með kóða þar sem hægt er að skoða niðurstöðurnar sérstaklega og sjá hvort munur sé á nemendum með fatlanir og þeim sem ekki eru fatlaðir (Námsmatsstofnun, 2012). Í grein sem birt var í tímaritinu Deaf studies and Deaf Education eftir þau Lederberg, Miller, Easterbrooks og Connor kemur fram að rannsókn sem þau framkvæmdu var 16

21 einungis ein af fimm rannsóknum um lestur heyrnarlausra barna árið 2014 (Connor, Easterbrooks, Lederberg og Millder,2014). Fram kemur í greininni að fáar rannsóknir fundust um sama efni, og erfitt var að finna gögn um lestrarkunnáttu, kennsluhætti eða námsárangur heyrnarskertra barna. Connor, Easterbrooks og félagar (2014) nefna einnig sem er lykilpunktur í rannsókn þeirra um mikilvægi þess heyrnarskert börn fái aðstoð við lestur áður en grunnskólaganga hefst, að mikilvægt sé að grípa snemma inní og byrja kenna börnunum að lesa (Connor, Easterbrooks, Lederberg og Millder, 2014). Þó að fram komi að börn með heyrnarskerðingu séu oftar ekki á eftir sínum jafnöldrum þegar kemur að lestri, lesskilningi og stærðfræði eru nokkrir ljósir punktar. 3.5 Mikilvægi fagfólks Í grein eftir þær Karen Wise Lindeman og Kathleen Magiera (2014) er fjallað um heyrnarskert barn á fyrsta ári í grunnskóla sem er einnig fyrsta barnið með heyrnarskerðingu sem sá skólinn tekur á móti. Barnið var með heyrnartæki og hafði því möguleika á að nema hljóð en notaðist þó við táknmál. Þar sem engin áætlun var til um kennslu heyrnarskertra barna lögðust kennarar á eitt, stofnuðu teymi með sérfræðingum til þess að gera skólagönguna eins auðvelda og hægt var fyrir þennan nemenda. Kennarar og aðrir fræðimenn sem komu að kennslu þessa nemenda unnu eftir svokölluð Coteaching kerfi, þar sem allir einstaklingar í teyminu tóku upp kennslustundirnar á myndband og gátu þar af leiðandi greint hvað fór vel og hvað mætti gera betur. Talfræðingur skipti sköpun í þessu teymi og var kennurum innan handar í kennslunni, vikulegir fundir um kennsluhætti og skipulagningu voru grundvöllur fyrir því að barninu leið vel og náði góðum námsárangri (Linderman og Magiera, 2014). Linderman og Magiera (2014) nefna þó í grein sinni að þó svo þessi aðferð co-teaching hafi virkað vel þá er vert að nefna að mikilvægt hafi verið að barnið yrði samþykkt af bekkjarfélögum sínum, og var unnið markvisst að því að fræða hin börnin um fötlun barnins og samkvæmt Linderman og Magiera (2014) heppnaðist það mjög vel. Nagle, Newman og fleiri (2015) fjalla einnig um það í grein sinni að samvinna kennara, sérfræðinga, heimilis og skóla er grundvallarþáttur þegar kemur að menntun barna með heyrnarskerðingu. Börnin þurfa sérstaka aðstoð til þess að ná þeim markmiðum sem skólinn setur fyrir, og er því mikilvægt að mynduð sé teymisvinna í kringum börnin með það að markmiði að aðstoða þá að ná þessum markmiðum (Nagle, Newman, Marschark og Shaver, 2015). Fram kemur í rannsókn Karenar Rutar Gísladóttur (2011) að heyrnarlaus börn þurfa oftar en ekki að treysta túlk til þess að skilja heyrandi samfélag, og getur það verið mikilvægur þáttur í námi heyrnarskertra barna að þau hafi túlk sem að aðstoðar þau að skilja og skrifa talað mál. 17

22 Þær spurninga sem leitast verður svara við í þessari ritgerð eru eftirtaldar: Hver eru réttindi heyrnarskertra barna til séraðstoðar í grunnskólum samkvæmt lögum og reglum í Svíþjóð og á Íslandi? Hvers konar aðstoðar þurfa heyrnarskert börn? Hvaða úrræði eru fyrir heyrnarlaus börn í Sveitarfélögum innan Stokkhólmssvæðisins og í ólíkum landshlutum Íslandi? 18

23 4 Réttur heyrnarskertra barna til séraðstoðar í grunnskóla Barnasáttmáli Sameinuðu Þjóðanna er samningur milli þeirra aðildarríkja sem undir hann hafa skrifað, þar er kveðið á um að öll börn eiga jafnan rétt til náms og að taka skal tillit til sérþarfa fatlaðra einstaklinga (lög um samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins nr. 23/2013) Menninga- og menntamálaráðuneytið á Íslandi og Skolverket í Svíþjóð sem er menntamálastofnun Svíþjóðar, gefa síðan út Aðalnámskrár fyrir grunnskóla til þess að starfa eftir, en þar er meðal annars farið ýtarlegra ofan í tilgang grunnskólanna, réttindi til menntunar við hæfi og námsgreinar (Menninga- og menntamálaráðuneytið, 2011; Skolverket, 2011). Í þessum kafla mun vera ýtarlega fjallað um rétt barna til séraðstoðar í grunnskóla með tilliti til Barnasáttmálans, Aðalnámskrár og Lögum um grunnskóla. 4.1 Barnasáttmáli Sameinuðu Þjóðanna Í dag eru 192 sjálfstæð ríki sem eru aðilar að og hafa skrifað undir sáttmálann sem gefin er út af Sameinuðu þjóðunum. Sameinuðu þjóðirnar standa saman og mynda félag fullvalda ríkja, sem í sameiningu vinna saman að lausn eða hafa áhrif á alþjóðarvettvangi eða einstök lönd (lög um samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins, 2013). 2. grein Barnasáttmálans kveður á um að þau ríki sem aðilar eru að sáttmálanum skulu virða og tryggja hverju barni innan sinnar lögusögu þau réttindi sem kveðið er á um í sáttmálanum án mismunnar af einhverju tagi (Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins nr 2/1989). Í sömu grein kemur einnig fram að öll börn skulu njóta þessara verndar án tillits til trúar, þjóðernis, félagslegrar stöðu,eignar, fötlunar eða annara ástæðna. Barnasáttmálinn stuðlar að jafnrétti og að öll börn hafi meðfæddan rétt til lífs, og skulu aðildar ríki sjá til eftir fremsta megni að börn fái að lifa og þroskast (lög um samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins, 1989). Réttindi til menntunar er tekin fram í 28. grein sáttmálans þar sem aðildarríkin eigi að viðurkenna rétt barns til menntunar, að öll börnin fái að njóta sömu tækifæra til náms (Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins nr 28/1989). Ennfremur kemur fram að þau ríki sem aðilar eru að sáttmálanum að börn hvort þau séu andlega- eða líkamlega fötluð skuli fá að njóta lífsins til fulls, við sómasamlegar aðstæður sem tryggja virðingu þess og stuðla að sjálfsbörg og virkri þátttöku í samfélaginu. Fötluð börn eiga einnig rétt á óheftum aðgangi að menntun og fái að njóta hennar með aðstoð ef þörf talin á (Samningur sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins nr 28/1989) Svíþjóð var eitt af fyrstu löndunum til þess að skrifa undir Barnasáttmála Sameinuðu Þjóðanna, en það var einungis einu ári eftir að samingurinn varð fullgerður eða árið

24 (Barnombudsmannen, 2015). Samkvæmt Alþingi í Svíþjóð var Umboðsmanni barna þar í landi sett það hlutverk og veitt full heimild að annast og standa vörð um réttindi barna og ungmenna í Svíþjóð og starfa samkvæmt Barnasáttmála Sameinuðu Þjóðanna (Lag om barnombudsmannen nr 335/1993). Umboðsmaður barna á þar af leiðandi að sjá til þess að lögum og reglum útgefnum af Alþingi í Svíþjóð sem koma að börnum séu fylgt eftir, og vinna þeir til að mynda mjög náið með félagsmálstofnun ( Barnombudsmannen. 2015). Skrifað var undir Barnasáttmála Sameinuðu Þjóðanna fyrir Íslands hönd í janúar árið Sáttmálinn öðlaðist ekki gildi fyrr en tveimur árum seinna eða árið 1992, og var síðan leiddur í lög árið 2013 (Umbosðmaður barna, 2014). Alþingi gaf út Barnaverndarlög sem tóku gildi í maí árið 2002 með það að markmiði að standa vörð um réttindi barna og skyldur foreldra í uppeldi barna sinna (Barnaverndarlög, 2002). 4.2 Lög um málefni fatlaðra einstaklinga Alþingi á Íslandi gefur út lög um málefni fatlaðra einstaklinga (Lög um málefni fatlaðra nr 59/1992) þar sem fram kemur að einstaklingar með fötlun eiga að vera jafnir öðrum þjóðfélagsþegnum. Lögin eiga að tryggja einstaklingi með fötlun skilyrði til þess að lifa eðlilegu lífi (Lög um málefni fatlaðs fólks nr 59/1992). Einnig kemur fram að einstaklingar með fötlun eigi rétt á þjónustu ef þarf og eru sveitarfélögin ábyrgð fyrir að veita og skipuleggja þessa þjónustu (Lög um málefni fatlaðs fólks nr 59/1992). Ef við lítum svo yfir haf og skoðum lög um málefni fatlaðst fólks í Svíþjóð segja lögin einnig til um að réttur fólks með fatlanir sé að létta þeim lífið og veita þeim þá þjónustu til þess (Lag om stöd och service till vissa funktionshindrade nr 387/1993). Sveitarfélög þar í landi bera einnig ábyrgð á að þjónusta til þessar einstaklingar í hvernig formi sem hún er veitt og að henni sé fylgt eftir svo lengi sem einstaklingur þarf á henni að halda (Lag om stöd och service till vissa funktionshindrade nr 387/1993). Sveitarfélögin eru þar með gerð ábyrgð fyrir að veita þessa þjónustu til allra einstaklinga með fötlun. Skýrt er tekið fram í lögum um málefni fatlaðra nr 59/1992 á Íslandi að markmið þeirra sé að tryggja einstaklingum með fötlun jafnrétti og sambærilegum lífskjörum og annara þjóðfélagsþegna (Lög um málefni fatlaðra einstaklinga nr 59/1992). Lög kveða einnig á um að það sé réttur heyrnarskertra barna að öðlast þekkingu og leikni á tveimur málum, þar að segja þeirra móðurmáli, táknmáli, sem og töluðu máli (Språklag 2009/600; Lög um stöðu íslenskra tungu og íslenskt táknmáls nr 61/2011) Samkvæmt landsambandi heyrnarlausra í Svíþjóð (Sveriges Dövas Riksförbund) er það réttur hvers barns að fá kennslu á sínu móðurmáli, og meta þeir það þannig að samskipt milli kennara og 20

25 nemanda skulu vera hnökralaus (Sveriges Döva Riksförbund, 2015). Þessi réttur er þeirra samskvæmt lögum og eiga því skólar að útvega þeim túlk og kennslu við hæfi. 4.3 Lög um grunnskóla Bæði Ísland og Svíþjóð hafa gefið út Lög um Grunnskóla. Samkvæmt umboðsmanni barna á Íslandi eru lög þessi gefin út fyrir grundvallarstarfsemi allra Grunnskóla sem reknir eru af Sveitarfélögunum sem og einkareknum grunnskólum sem hlotið hafa viðurkenningu samkvæmt lögum og til viðurkennds náms á grunnskólastigi, til að mynda heimakennslu, fjarkennslu eða dreifnáms. (Umboðsmaður Barna Grunnskóli. 2014). Samkvæmt Alþingi í Svíþjóð (Riksdagen) gilda þessi lög einnig um sérskóla, einkarekin frístundarheimili og frístundarheimili sem rekin eru af sveitarfélögum (Skollag, nr 800/2010). Eins og grunnskólalögin á Íslandi eru lög um grunnskóla sem gefin eru út af sænska Alþingi eða Riksdagen með svipuðu sniði. Í lögunum er tekið fram hvernig grunnskólinn á að koma til móts við nemendur, til dæmis hvaða námsfög á að kenna, einkunnagjöf og hvert hlutverk sveitarfélaganna er gagnvart grunnskólum sínum. Til að mynda er tekið fram að grunnskólamenntun í Svíþjóð skuli vera gjaldfrjáls að fullu, þar sem fram kemur að bókakostnaður og efniskostnaður eigi kostaður af skólanum eða Sveitarfélögum (Skollag, nr 800/2010). Grunnskólalögin voru sett á Íslandi ári 1974 með skólaskyldu á grunnskólastigi fyrir börn á aldrinum 6 16 ára (Lög um grunnskóla nr 98/2008). Svíþjóð setti lög um skólaskyldu nokkrum árum seinn eða ekki fyrr en árð 1985 (Skolverket, e.d), með skólaskyldu á grunnskólastigi fyrir öll börn á aldrinum 6 16 ára sem spannar 10 ára grunnskólagöngu. Lög þessi samræmast Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna 28.grein um rétt allra barna til menntunar. Lögin kveða á í báðum löndum um að hlutverk grunnskólana í samvinnu við heimilin eigi að stuðla að alhliða þroska allra nemenda og þáttöku þeirra í lýðræðisþjóðfélagi (Lög um grunnskóla nr.98/2008; Skollag nr 800/2010). Önnur grein grunnskólaganna á Íslandi segir til um að það sé hlutverk grunnskólans að aðlaga starf sitt að þörfum nemenda og stuðla að velferð og menntun hvers og eins. Börn skulu einnig fá tækifæri til þess að nýta sköpunarkraft sinn og afla sér þekkingar, en grunnskólinn skal einnig vera í samstarfi við heimili barnins með það að markmiði að stuðla að farsælu skólakerfi og velferð barnanna. Skólanefnd sem er starfhæf í hverju sveitarfélagi fyrir sig hefur það starf að sjá til þess að öll skólaskyld börn njóti lögboðinnar fræðslu, hafa yfirsín með framkvæmd skólanámskrár (Lög um grunnskóla nr 98/2008). Í 17.grein grunnskólalaga á Íslandi er kveðið á um rétt barna með sérþarfir. Þar kemur fram að öll börn sem þurfa aðstoð í námi vegna sértækra námsörðuleika vegna fötlunar 21

26 eða tilfinninga- eða félagslegra örðuleika eiga rétt á að komið sé á móts við þau í námi. Ef talið er að þau þurfi stuðning í námi eiga þau rétt á sérstökum stuðning í námi í samræmi við metnar sérþarfir (Lög um grunnskóla nr.98/2008 ). þó svo að skólanum og sveitarfélögunum ber skylda að veita þessa þjónustu bera foreldrar einnig ábyrgð á námi barnanna sinna (Lög um grunnskóla nr.98/2008 ), þeirra er ábyrgðin að skrá börnin i skóla og fylgjast með námi þeirra. Lög um grunnskóla í Svíþjóð hafa að geyma svipuð ákveði og á Íslandi, nema lengd grunnskólans spannar níu ár í stað tíu ára, þar sem börn byrja við 7 ára aldur í hefðbundum grunnskóla. Á sjötta aldursári hafa foreldrar val um Förskolaklass sem er undirbúningsbekkur fyrir skólann eða áframhaldandi leikskólagöngu ef börnin hafa verið þar (Skollag nr 800/2010). 4.4 Aðalnámskrá Grunnskóla á Íslandi Aðalnámskrá grunnskóla sem var endurgerð árið 2011 fjallar um í sjöundu grein að öll börn eigi rétt á að stunda nám í almennum grunnskóla (Mennta- og menningarmálaráðuneytið, 2011), án tillits til fatlana, tilfinningalegra- eða félagslegra erfiðleika. Samkvæmt þessari grein í Aðalnámskrá grunnskólanna ber skólunum s að aðlaga námið að nemendum sínum eins vel og hægt er og að námið sé á þeirra forsendum (Mennta- og menningarmálaráðuneytið, 2011). Nútíma skólakerfi á Íslandi kveður á um að grunnskólar landins séu skólar án aðgreininga, sem byggir á því að allir nemendur séu jafnir og fá jafna þátttöku og viðurkenningu innan veggja skólans. Allir nemendur eiga rétt á að vera með samnemendum sínum í skólastofu og þeir sem á þurfa að halda fái eigi að veita sérstakan stuðning vegna líkamlegs eða andlegs atgervis (Mennta- og menningarmálaráðuneytið, 2011). Heyrnarskert börn sem ekki tala íslenskt mál heldur notast við sitt eigið tungumál sem er táknmál, eiga því samkvæmt námskránni rétt á aðstoð við nám. Mikilvægt er því að heyrnarskert börn sem á þurfa að halda fái viðeigandi aðstoð þegar kemur að skólagöngu, bæði þegar kemur að náminu sjálfi sem og félagslega þættinum. Í 19 kafla Aðalnámskrár kemur fram að heyrnarskert börn hafi rétt á að þróa og læra bæði sitt eigið móðurmál sem er íslenskt táknmál sem og íslenska tungu, og er það réttur þeirra samkvæmt lögum nr 61/2011 um íslenskt tákmnál og íslenska tungu. Í aðalnámskrá er kveðið á um að kunnátta í bæði íslensku og íslensku tungumáli sé ein af meginundirstöðum í menntun heyrnarskertra og heyrnarlausra nemenda, og leggja þurfi áherslu á að öflugt samstarf heimila og skóla í þjálfun í íslensku táknmáli á öllum stigum grunnskóla (Aðalnámskrá Grunnskóla, 2013). Kennarar spila veigamikið hlutverk í að 22

27 stuðla að þekkingu nemenda í íslensku tungumáli, íslenskt táknmál er jafnt að vígi við íslenskuna og eiga heyrnarskertir nemendur sem og heyrnarlausir rétt á að námi við hæfi (Aðalnámskrá Grunnskóla, 2013). Flest börn á aldrinum 6 til 16 ára eyða meirihlutann úr deginum í skólanum og er því hlutverk grunnskólanna stórt. Samkvæmt aðalnámskrá er grunnskólin sá staður þar sem nemendur eiga að getað aflað sér þekkingar, leikni og hæfni til áframhaldandi menntunar sem og veganesti til framtíðar (Mennta- og menningarmálaráðuneytið, 2011). 4.5 Aðalnámskrá Grunnskóla í Svíþjóð Skolverket í Svíþjóð gefur út námskrár fyrir öll skólastiginn nema Háskólastig. Námskráinn fyrir grunnskóla er með svipuðu sniði og Aðalanámskráinn á Íslandi fyrir utan einn kafla. En Aðalnámskrá grunnskóla í Svíþjóð kveður á um að grunnskólinn stuðli að því að nemendur tileinki sér þá lýðræðislegu hugsun sem sænska samfélagið byggir á, virðingu gangvart náunganum og að stuðla að lífslöngum áhuga á að læra (skolverket, 2011). Grunnskólum í svíþjóð ber einnig skylda að kenna nemenendum sínum jafnrétti, og að mismunum af öllu tagi sé ekki liðin og að skólinn eigi að vera staður þar sem nemendur fá tækifæri til þess að efla sjálfsmynd sína og þroskast (Skolverket, 2011). Í námskránni kemur einnig fram að kennsla skuli vera aðlöguð að hverjum nemenda fyrir sig með tilliti til bakgrunns, þekkingu og tungumáls. Heyrnarskert börn eiga rétt á námi við hæfi í almennum grunnskólum ef foreldrar kjósa svo, einstaklingsnámskrá skal þá vera gerð eftir þörfum hvers nemenda fyrir sig (Skolverket, 2011). Líkt og Aðalnámskrá grunnskóla á Íslandi eru kaflar um hverja námsgrein fyrir sig þar sem fjallað er um menntagildi, tilgang, hæfniviðmið, kennsluhætti og námsmat (Mennta- og menningarmálaráðuneyti, 2011; Skolverket, 2011). Flestar námsgreinar eru þær sömu í báðum löndum en benda má þó á að í Aðalnámskránni í Svíþjóð er námsgreinin Táknmál fyrir heyrandi sem er í boði fyrir nemendur í 4 9 bekk. Nemendur læra bæði að tjá sig á táknmáli og skilja táknmál og hafa þar af leiðandi möguleika til þess að hafa samskipti við einstaklinga sem nota táknmál sem tjáningarform (Skolverket, 2011). Þessi námsgrein gæti verið góður möguleiki fyrir heyrnarskerta nemendur í grunnskóla að aðlagast heyrandi samfélagi. 23

28 5 Söguleg þróun Heyrnarskert börn og fullorðnir hafa ekki alltaf átt þann möguleika á að mennta sig, en heimildir sína að heyrnarskertir voru taldir vanhæfnir til menntunar og gætu þar af leiðandi ekki lært (Glansholm,2006). 20 öldin markaði mikilvæga tíma fyrir menntuna heyrnarskertra og má þar nefna menntaskyldu heyrnarskertra og sérstakir skólar fyrir heyrnarskerta (Loftur Guttormsson, 2008). Réttur heyrnarskertra barna til menntunar var því lítill og mun þessi kafla fara ofan í sögu menntunar frá 19 öld á Íslandi og í Stokkhólmi /Svíþjóð og rekja hana til dagsins í dag. 5.1 Menntun heyrnarskertra barna á Íslandi Samkvæmt rannsókn Karenar Rutar Gísladóttur (2011) var menntun heyrnarlausra barna ekki sýnileg á Íslandi fyrr en árið 1867, (Karen Rut Gísladóttir, 2011) en kennslu skylda fyrir heyrnarlaus og heyrnarskert börn var sett árið 1884 ( Borgarskjalasafn Reykjavíkur, 2014). Með henni átti viðeigandi menntun að vera í boði fyrir heyrnarlaus börn á aldrinum ára gömul sem á þeim tíma voru kölluð daufdumb börn ( Loftur Guttormsson, 2008). Ekki var gert ráð fyrir að heyrnarlaus börn myndu sækja almenna skóla og fór menntun þeirra því fram í sérskólum frá árinu 1867 sem var fyrsta úrræðið fyrir svo fámennan hóp á Íslandi (Loftur Guttormsson, 2008). Hið opinbera og fagfólk var ekki eitt um þá ályktun að heyrnarlaus börn ættu heima í sérskóla. Viðhorf íslendinga á þessum tíma til heyrnarlausra einstaklinga var að sá hópur gætu ekki gengið í almennan skóla, að börnin gætu ekki fylgt almennri kennslu, og var því sú ákvörðun tekin af því opinbera að sérstakur skóli yrði fyrir heyrnar- og mállaus börn frá ára aldri. Þessi tilskipun eins og hún var nefnd mætti líta á sem upphaf af fyrstu ákvæðum um skólaskyldu barna á íslandi sem var sett á árið 1872 (Loftur Guttormsson, 2008). Fyrsta sér stofnunin fyrir heyrnarskert börn var sett á laggirnar árið 1899, en það var sérskóli sem fékk nafnheitina Málleysingjaskólinn þar sem bæði heyrnarskert og mállaus börn gátu sótt skólann. Skólinn var fyrstu um sinn staðsettur að Stóra- Hrauni í Árnessýslu en fluttist síðar um set til Reykjavíkur og var Margrét Th. Bjarnadótir Rasmus ráðin sem forstöðukona (Bryndís Guðmundsdóttir og Guðmundur Egilsson, 1989). Málleysingjaskólinn átti að bjóða uppá menntun fyrir öll heyrnar- og mállaus börn sem og vangefin börn á Íslandi, og voru börn sem búsett voru fjarri skólanum komið fyrir á heimilum í borginni (Bryndís Guðmundsdóttir og Guðmundur Egilsson, 1989). Þó svo að Málleysingjaskólinn væri fyrir öll börn á Íslandi voru nemendur fáir, flest voru þau 16 en fæst voru þau 6 og má rekja það til fjarlægðar við skólann eða val foreldra um aðra kennslu. Fingramál var ríkjandi tjáningarform í kennslu en Margrét sótti menntun sína til 24

29 Danmerkur til þess að bæta kennsluhætti við Málleysingjakólann, og fengu nemendur við skólann kennslu í skrift, reikningi, handmennt og kristinfræði (Bryndís Guðmundsdóttir og Guðmundur Egilsson, 1989). Eins og kom fram hér að ofan markaði 20 öldin mikilvæga tíma fyrir heyrnarskert börn, en fyrstu lögin um kennslu heyrnar- og málleysingja voru sett á árið Með þessu lögum sem gefin út voru a Alþingi jókst fjöldi nemenda við skólann og yngri börn fengu tækifæti til þess að sækja nám. En áður fyrr fengu heyrnarskert börn frá 10 ára aldri kennslu en með komu kennsluskyldunnar 1922 fengu börn niður í 8 ára gömul einnig tækifæri (Bryndís Guðmundsdóttir og Guðmundur Egilsson, 1989). Árið 1944 urðu miklar breytingar á Málleysingjakólanum, skólinn réð nýjan forstöðumann Brand Jónsson til starfa og nafnið á skólanum breyttist og varð að Heyrnleysingjaskólinn. Brandur Jónsson fæddur 20. Nóvember 1911 var kennari að mennt en einnig með próf í kennslu heyrnarlausra þar sem hann lærði í Bandaríkjunum (Bragi Ásgeirsson, 2011). Brandur hafði áður fyrr kennt við Málleysingjaskólann en reynsla hans og menntun kom aðallega erlendis frá. Brandur var mikilvægur í baráttu við að bætta réttindi heyrnarskertra barna, þar sem heyrnarskert börn voru sett í sama hóp og vangefin börn, reyndi hann að gera almenningi ljóst að heyrnarskert börn væru ekki afbrigðileg, treg eða vangefin (Bragi Ásgeirsson, 2011). Þegar Brandur tók við Heyrnleysingjaskólanum árið 1944 urðu ekki einungis breytingar á nafni skólans heldur varð skólinn einungis skóli fyrir heyrnar- og mállaus börn. (Bryndís Guðmundsdóttir og Guðmundur Egilsson, 1989). Með þessum breytingum á skólanum lækkaði skólaskyldualdur um fjögur ár, en skólaskylda var sett á fyrir börn allt niður í fjögurra ára árið 1962 en einnig fengu börn eldri en sextán ára tækifæri til menntunar. Starfsmenn heyrnleysingjaskólans voru því ekki einungis menntaðir kennarar heldur voru ráðnar fóstrur, og var þeirra hlutverk að efla félags- og tjáningarþroska nemendanna. Fóstrurnar sáu mikið um uppeldishlutverk barnanna sem dvöldu á heimavist við Heyrnleysingjaskólann, og fólst starf þeirra meðal annars í að vera í nánum samskiptum við foreldra barnanna (Sveitarstjórnarmál, 1977). Hlutverk heyrnleysingjaskólans var að undirbúa þá nemendur sem skólann sóttu undir áframhaldandi menntun eða starfs í framtíðinni. Má svipa þessu til Aðalanámskráar eins og hún er í dag (Bryndís Guðmndsdóttir og Guðmundur Egilsson, 1989). Samkvæmt bók Bryndísar og Guðmundar (1989) skiptist skólin í þrjár deildar eftir aldri barnanna, Forskóli fyrir fjögurra ára til sjö ára, Grunnskóladeild fyrir sjö til sextán ára og að síðustu Framhaldsdeild fyrir börn eldri en sextán ára. Heyrnleysingjaskólinn hóf síðan samstarf við Hlíðarskóla í Reykjavík (1972), en Hlíðarskóli var og er almennur skóli. Þar var sérdeild fyrir Heyrnar skert börn, og hefur Heyrnleysingjaskólinn verið deild í Hlíðarskóla frá árinu 2002 þegar Heyrnleysingjaskólinn var þá lagður niður (Hlíðaskóli, 1954). 25

30 Undir stjórn Margrétar Th. Bjarnardóttur fór kennsla til heyrnarskertra barna var fingramál ríkjandi tjáningarmáti. Kennt var í þrjár klukkustundir dag hvern og fengu nemendur kennslu í skrift, reikning, handment og kristinfræði (Bryndís Guðmundsdóttir og Guðmundur Egilsson, 1989). Þar sem nokkrir nemendur voru ungir og fjarri heimilum sínum var oft erfitt fyrir þá að venjast fjarlægðinni og aðstæðum í skólanum. Til þess að gera þeim lífið aðeins auðveldara var það ráð tekið að binda þá við önnur börn þar sem yngstu nemendurnir áttu tilhneygingu til þess að strjúka (Bryndís Guðmundsdóttir og Guðmundur Egilsson, 1989). Eftir að Brandur Jónsson tók við stöðu forstöðumanns breyttust kennsluhættir, lagð var meiri áhersla á að kenna nemendum talað mál og að skilja talað mál, þó svo að táknmál hafi ekki verið bannað var mesta áherslan lögð á að læra talaða íslensku (Bryndís Guðmundsdóttir og Guðmundur Egilsson, 1989). Til þess að standa undir kröfum um kennslu sendi Brandur kennara sína til sérmenntunar Starf innan Heyrnleysingjaskólans hefur verið mikið til umfjöllunar í fjölmiðlun og hafa einstaklingar sem þar hafa verið stigið fram og lýst því ofbeldi sem þar fram fór. Í samtali við Hönnu Láru Ólafsdóttur sem birt var í Íslenska ríksissjónvarpinu þann 10.maí 2015, segir hún frá einelti og tilraunar til kynferðislegs ofbeldis. (Ríkissjónvarpið, 10.maí,2015). Einnig greindi hún frá bágri kennslu og lélegu skipulagi. Hanna Lára er ekki sú eina sem stigið hefur fram og líst því sem fram fór í skólanum, Anna Jóna (morgunblaðið, 5 mars 2007) steig einnig fram og sagði frá kennsluháttum og óhæfum kennurum. Hún nefnir meðal annars að nemendur hafi haft í erfiðleikum að skilja kennara þar sem táknmál var ekki notað, heldur var áhersla lögð á að nemendur við skólann lærðu að lesa af vörum (morgunblaðið, 5 mars 2007). Anna Jóna nefndi einnig að áframhaldandi nám eftir heyrnleysingja skólann hafði ekki verið möguleiki þar sem námið þar hafi ekki verið metið til einkunna (morgunblaðið, 2 mars 2007). 5.2 Menntun heyrnarskertra barna á Stokkhólmssvæðinu Fram til 1953 voru heyrnarskertir í Svíþjóð taldir daufdumbir, þar sem talið var að vegna skertrar heyrnar eða heyranrleysis gátu einstaklingar ekki talað eða myndað hljóð (Wintzell, 2001). Fyrsti skólinn fyrir heyrnarskertra og blinda var stofnaður í Stokkhólmi árið 1809 og fylgdu síðan fleiri sveitarfélög þar á eftir og uppúr 1800 voru komnir skólar í flestum landshlutum Svíþjóðar (Wintzell, 2001). Rannsóknir sýna að táknmál var notað við kennslu árið 1809, en var því síðan hætt um 1880 eins og í fleiri löndum þegar táknmálsbannið var sett á (Heiling,1993). Eins og í fleiri löndum var erfitt fyrir einstaklinga sem notuðu táknmál sem tjáningarmáta að fá kennslu á sínu tungumáli og var því skólagangan þeim mjög erfið. 26

SVONA Á AÐ SKIPTA UM PERU

SVONA Á AÐ SKIPTA UM PERU SVONA Á AÐ SKIPTA UM PERU? Leiðarvísir til að skipta um ljósaperu. Ertu að grínast? Reyndar, nei. Við viljum deila góðu fréttunum um LED ljósaperurnar hvernig þær geta lækkað orkureikninginn þinn og lýst

Läs mer

Mamma, pabbi, hvað er að?

Mamma, pabbi, hvað er að? Fræðslurit Krabbameinsfélagsins Mamma, pabbi, hvað er að? Þegar mamma eða pabbi fær krabbamein hefur það áhrif á alla fjölskylduna. Hér er sagt frá því hvernig þetta snertir börnin og hvernig foreldrar

Läs mer

Börn á Norðurlöndum Ungt fólk hefur áhrif!

Börn á Norðurlöndum Ungt fólk hefur áhrif! Börn á Norðurlöndum Ungt fólk hefur áhrif! Nordens Välfärdscenter Hugmyndarit Niðurstöður verkefnisins Snemmbær úrræði fyrir fjölskyldur 1 Börn á Norðurlöndum Ungt fólk hefur áhrif! Útgefandi: Nordens

Läs mer

Námsferð til Malmö í Svíþjóð.

Námsferð til Malmö í Svíþjóð. Námsferð til Malmö í Svíþjóð. Leikskóli Fjallabyggðar 06.06. 10.06. 2012 1 Á vordögum 2011 komu upp umræður hvort að leikskólinn gæti ekki farið í námsferð erlendis, þar sem átta ár var síðan Leikskálar

Läs mer

Málþroski og læsi Færni til framtíðar- Leikskólinn Lækjarbrekka Hólmavík HANDBÓK

Málþroski og læsi Færni til framtíðar- Leikskólinn Lækjarbrekka Hólmavík HANDBÓK Málþroski og læsi Færni til framtíðar- Leikskólinn Lækjarbrekka Hólmavík HANDBÓK Þróunarverkefni unnið með leikskólum Húnaþings Vestra og Austur Húnavatnssýslu 2015-2017 2 Efnisyfirlit Tilurð verkefnisins...

Läs mer

Börn á Norðurlöndum. Norræna velferðarmiðstöðin. Snemmbær úrræði fyrir börn og fjölskyldur

Börn á Norðurlöndum. Norræna velferðarmiðstöðin. Snemmbær úrræði fyrir börn og fjölskyldur Börn á Norðurlöndum Norræna velferðarmiðstöðin Hugmyndarit Snemmbær úrræði fyrir börn og fjölskyldur 1 Börn á Norðurlöndum Snemmbær úrræði fyrir börn og fjölskyldur Útgefandi: Norræna velferðarmiðstöðin

Läs mer

Að ryðja úr vegi. ólík sjónarhorn starfsendurhæfingar. Kristjana Fenger, lektor í iðjuþjálfunarfræði við Háskólann á Akureyri

Að ryðja úr vegi. ólík sjónarhorn starfsendurhæfingar. Kristjana Fenger, lektor í iðjuþjálfunarfræði við Háskólann á Akureyri Að ryðja úr vegi ólík sjónarhorn starfsendurhæfingar Kristjana Fenger, lektor í iðjuþjálfunarfræði við Háskólann á Akureyri 1 Yfirlit Líkanið um iðju mannsins (e. Model of Human Occupation) Hvað hjálpaði

Läs mer

Áherslur Ferðamálastofu við breyttar aðstæður

Áherslur Ferðamálastofu við breyttar aðstæður Áherslur Ferðamálastofu við breyttar aðstæður Helstu áherslur í starfseminni 2009 Ólöf Ýrr Atladóttir, ferðamálastjóri 20/11/2008 Ferðamálaþing iðnaðarráðuneytis og Ferðamálastofu 2008 Yfirlit Almennar

Läs mer

Ert þú með réttu gleraugun? Stuðningsefni til að samþætta sjónarmið barnaréttinda og ungmenna við starf Norrænu ráðherranefndarinnar

Ert þú með réttu gleraugun? Stuðningsefni til að samþætta sjónarmið barnaréttinda og ungmenna við starf Norrænu ráðherranefndarinnar Stuðningsefni til að samþætta sjónarmið barnaréttinda og ungmenna við starf Norrænu ráðherranefndarinnar 1 2 5 3 4 Stuðningsefni til að samþætta sjónarmið barnaréttinda og ungmenna við starf Norrænu ráðherranefndarinnar

Läs mer

Efnisyfirlit. Inngangur Markmið Leiðir að markmiðum Heimildaskrá

Efnisyfirlit. Inngangur Markmið Leiðir að markmiðum Heimildaskrá Efnisyfirlit Inngangur Markmið Leiðir að markmiðum Heimildaskrá 3 4 5 12 2 Inngangur Samantektin sem hér birtist er afrakstur af vinnu æskulýðsráðs vegna stefnumótunar í æskulýðsmálum. Stefnumótunin á

Läs mer

Að sjá illa en líða vel Krister Inde

Að sjá illa en líða vel Krister Inde Að sjá illa en líða vel Krister Inde 1 Krister Inde Að sjá illa en líða vel Bækur og fræðirit á sænsku eftir Krister Inde eða undir ritstjórn hans: 1975 Synträning med optik (ásamt Örjan Bäckman), Liber

Läs mer

Allt sem ég gerði skorti innihald

Allt sem ég gerði skorti innihald Hugvísindasvið Allt sem ég gerði skorti innihald Þýðing á Gæsku eftir Eirík Örn Norðdahl og inngangur að henni Ritgerð til BA-prófs í íslensku sem öðru máli Anna Emelie Heuman Maí 2014 Háskóli Íslands

Läs mer

Norrænn byggingardagur Nordisk Byggdag NBD

Norrænn byggingardagur Nordisk Byggdag NBD Norrænn byggingardagur Nordisk Byggdag 1927 2007 NBD 4 Formáli Norrænn byggingardagur NBD I Stokkhólmur 1927 NBD II Helsinki 1932 NBD III Ósló 1938 NBD IV Kaupmannahöfn 1946 NBD V Stokkhólmur 1950 NBD

Läs mer

Ætti að heimila langlífari sambúðarmaka að sitja í óskiptu búi?

Ætti að heimila langlífari sambúðarmaka að sitja í óskiptu búi? BA-ritgerð í lögfræði Ætti að heimila langlífari sambúðarmaka að sitja í óskiptu búi? Guðbjörg Sandra Guðjónsdóttir Elísabet Gísladóttir Júní 2015 EFNISYFIRLIT 1 Inngangur... 3 2 Almennt um óvígð sambúð...

Läs mer

Frumvarp til laga um breytingar á lagaákvæðum er varða framfærslu barna og meðlag skv. barnalögum nr. 76/2003.

Frumvarp til laga um breytingar á lagaákvæðum er varða framfærslu barna og meðlag skv. barnalögum nr. 76/2003. Frumvarp til laga um breytingar á lagaákvæðum er varða framfærslu barna og meðlag skv. barnalögum nr. 76/2003. 1. gr. Eftirfarandi breytingar verða á 54. gr. laganna: a. 1. mgr. 54. gr. orðast svo: Barn

Läs mer

Hann, hún og það... eða hvað?

Hann, hún og það... eða hvað? Háskóli Íslands Hugvísindasvið Almenn málvísindi Hann, hún og það... eða hvað? Um kynhlutlausa persónufornafnið hán Ritgerð til BA-prófs í almennum málvísindum Selma Margrét Sverrisdóttir Kt.: 200990-3319

Läs mer

2. Meginmál Hvað hefur verið rannsakað?

2. Meginmál Hvað hefur verið rannsakað? Ágrip Drengjum líður verr í skóla en stúlkum, ná lakari námsárangri og fremja fleiri agabrot. Rannsóknir hafa sýnt þennan mun á högum kynjanna um árabil og virðist hann fara vaxandi. Samræmd próf sýna

Läs mer

Veiledningshefte. En arbeidsdag på liv og død

Veiledningshefte. En arbeidsdag på liv og død Veiledningshefte DITT VALG En arbeidsdag på liv og død Norsk Íslenska Svenska English Ditt valg En arbeidsdag på liv og død Veiledning Ved hjelp av musikk og dikt blir brukeren satt i en følelsesmessig

Läs mer

Ritnefnd: Arnbjörg Eiðsdóttir, Helga Sigurjónsdóttir, Þóra Kemp og Þorsteinn Hjartarson.

Ritnefnd: Arnbjörg Eiðsdóttir, Helga Sigurjónsdóttir, Þóra Kemp og Þorsteinn Hjartarson. Ferð starfsmanna Þjónustumiðstöðvar Breiðholts til Stokkhólms í október 2010 Undirbúningsnefnd: Bryndís Ó. Gestsdóttir, Eydís D. Sverrisdóttir, Helga Sigurjónsdóttir, Jóhanna Erla Guðjónsdóttir, Kolbrún

Läs mer

Fjárskipti milli hjóna

Fjárskipti milli hjóna Meistararitgerð í lögfræði Fjárskipti milli hjóna Meginreglan um helmingaskipti og skáskiptaheimild 104. gr. laga nr. 31/1993 Magnús Bragi Ingólfsson Hrefna Friðriksdóttir Júní 2014 2 EFNISYFIRLIT 1 Inngangur...

Läs mer

Skólanámskrá Óskalands

Skólanámskrá Óskalands Skólanámskrá Óskalands Leikskólinn Óskaland Finnmörk 1 Sími: 4834139 netfang: oskaland@hveragerdi.is leikskólastjóri: Gunnvör Kolbeinsdóttir aðstoðarleikskólastjóri: Guðlaug Jónsdóttir Efnisyfirlit. Inngangur...

Läs mer

UNGT FÓLK ÁN ATVINNU - VIRKNI ÞESS OG MENNTUN

UNGT FÓLK ÁN ATVINNU - VIRKNI ÞESS OG MENNTUN 2009 UNGT FÓLK ÁN ATVINNU - VIRKNI ÞESS OG MENNTUN,,Þetta er leiðinlegt líf, ég er búinn að vera það lengi atvinnulaus, er alltaf í tölvunni á nóttunni, þetta verður bara að stoppa." Tilvitnun í ungan

Läs mer

Vellíðan í vinnunni. Vinnueftirlit ríkisins Fræðslu- og leiðbeiningarit nr. 13

Vellíðan í vinnunni. Vinnueftirlit ríkisins Fræðslu- og leiðbeiningarit nr. 13 Vellíðan í vinnunni Vinnueftirlit ríkisins Fræðslu- og leiðbeiningarit nr. 13 Texti: Hólmfríður K. Gunnarsdóttir Forsíða: Fiskikonurnar, 1971, Hildur Hákonardóttir/Myndstef Teikningar: Gísli J. Ástþórsson

Läs mer

List- og menningarfræðsla á Íslandi. Anne Bamford

List- og menningarfræðsla á Íslandi. Anne Bamford List- og menningarfræðsla á Íslandi Anne Bamford Mennta- og menningarmálaráðuneyti : Apríl 2011 Útgefandi: Mennta- og menningarmálaráðuneyti Sölvhólsgötu 4 150 Reykjavík Sími: 545 9500 Bréfasími: 562 3068

Läs mer

Ásýnd og skipulag bújarða

Ásýnd og skipulag bújarða RÁÐUNAUTAFUNDUR 2001 Ásýnd og skipulag bújarða Grétar Einarsson 1 og Ólafur Guðmundsson 2 1 Rannsóknastofnun landbúnaðarins, bútæknideild 2 Byggingafulltrúi YFIRLIT Í eftirfarandi pistli er í upphafi fjallað

Läs mer

Skólanámskrá. Útgefandi: Leikskólinn Holt Stapagötu 10, 260 Reykjanesbæ

Skólanámskrá. Útgefandi: Leikskólinn Holt Stapagötu 10, 260 Reykjanesbæ Skólanámskrá Útgefandi: Leikskólinn Holt Stapagötu 10, 260 Reykjanesbæ Skólanámskrá Leikskólinn Holt v/ Stapagötu, 260 Reykjanesbæ Sími: 4203175 Gsm: 8996104 Netfang: holt@reykjanesbaer.is Veffang: http://leikskolinnholt.is

Läs mer

ÞJÓNUSTA VIÐ FÖTLUÐ BÖRN OG FULLORÐNA TRAUST SVEIGJANLEIKI ÞRÓUN FRAMTÍÐARSÝN- OG STEFNA

ÞJÓNUSTA VIÐ FÖTLUÐ BÖRN OG FULLORÐNA TRAUST SVEIGJANLEIKI ÞRÓUN FRAMTÍÐARSÝN- OG STEFNA Drög desember 2006 MÓTUM FRAMTÍÐ ÞJÓNUSTA VIÐ FÖTLUÐ BÖRN OG FULLORÐNA 2007-2016 TRAUST SVEIGJANLEIKI ÞRÓUN FRAMTÍÐARSÝN- OG STEFNA ð Desember 2006 EFNISYFIRLIT 1. FRAMTÍÐARSÝN OG -STEFNA...3 1.1 Inngangur...3

Läs mer

NTR- ráðstefna í Svíþjóð 2012

NTR- ráðstefna í Svíþjóð 2012 1 NTR- ráðstefna í Svíþjóð 2012 Þetta yfirlit er unnið af Guðríði Sigurbjörnsdóttur St.Rv. og Karli Rúnar Þórssyni STH. Hér er ekki um að ræða ýtarlega samantekt á öllu því sem fram fór enda upplifun hvers

Läs mer

Nr janúar 2006 REGLUGERÐ. um framkvæmdasamning við Norðurlandasamning um almannatryggingar frá 18. ágúst 2003.

Nr janúar 2006 REGLUGERÐ. um framkvæmdasamning við Norðurlandasamning um almannatryggingar frá 18. ágúst 2003. REGLUGERÐ um framkvæmdasamning við Norðurlandasamning um almannatryggingar frá 18. ágúst 2003. 1. gr. Norðurlandasamningur um almannatryggingar frá 18. ágúst 2003, sbr. lög nr. 66/2004 um lögfestingu Norðurlandasamnings

Läs mer

Kennarasamband Íslands, 18. desember 2016

Kennarasamband Íslands, 18. desember 2016 Kennarasamband Íslands, 18. desember 2016 Skýrsla KÍ um stjórnarfund í norrænu kennarasamtökunum (NLS) 29. nóvember 2016 í Reykjavík. Kennarasamtökin í NLS skiptast á að fara með formennsku til eins árs

Läs mer

TILLÖGUR ÍSLENSKRAR MÁLNEFNDAR AÐ ÍSLENSKRI MÁLSTEFNU

TILLÖGUR ÍSLENSKRAR MÁLNEFNDAR AÐ ÍSLENSKRI MÁLSTEFNU TILLÖGUR ÍSLENSKRAR MÁLNEFNDAR AÐ ÍSLENSKRI MÁLSTEFNU Íslenska til alls Tillögur Íslenskrar málnefndar að íslenskri málstefnu Menntamálaráðuneyti 2008 Menntamálaráðuneyti : Rit 38 Nóvember 2008 Útgefandi:

Läs mer

Reglugerð um aðgerðir gegn einelti á vinnustað

Reglugerð um aðgerðir gegn einelti á vinnustað Reglugerð um aðgerðir gegn einelti á vinnustað 1000/2004 I. KAFLI Gildissvið og orðskýringar. 1. gr. Gildissvið. Reglugerð þessi gildir um aðgerðir gegn einelti á vinnustað sem lög nr. 46/1980, um aðbúnað,

Läs mer

TILSKIPUN EVRÓPUÞINGSINS OG RÁÐSINS 2014/24/ESB. frá 26. febrúar 2014

TILSKIPUN EVRÓPUÞINGSINS OG RÁÐSINS 2014/24/ESB. frá 26. febrúar 2014 TILSKIPUN EVRÓPUÞINGSINS OG RÁÐSINS 2014/24/ESB frá 26. febrúar 2014 um opinber innkaup og niðurfellingu tilskipunar 2004/18/EB EVRÓPUÞINGIÐ OG RÁÐ EVRÓPUSAMBANDSINS HAFA, með hliðsjón af sáttmálanum um

Läs mer

Skýrsla velferðarráðherra um aðgerðir samkvæmt aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar vegna ofbeldis karla gegn konum í nánum samböndum.

Skýrsla velferðarráðherra um aðgerðir samkvæmt aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar vegna ofbeldis karla gegn konum í nánum samböndum. Skýrsla velferðarráðherra um aðgerðir samkvæmt aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar vegna ofbeldis karla gegn konum í nánum samböndum. (Lögð fyrir Alþingi á 139. löggjafarþingi 2010 2011.) EFNISYFIRLIT TILLÖGUR

Läs mer

Sópun snjós af hjólaleiðum og hálkuvarnir með saltpækli. Þróunarverkefni Veturinn

Sópun snjós af hjólaleiðum og hálkuvarnir með saltpækli. Þróunarverkefni Veturinn Sópun snjós af hjólaleiðum og hálkuvarnir með saltpækli Þróunarverkefni Veturinn 2015-2016 Titill skýrslu SKÝRSLA - UPPLÝSINGABLAÐ Sópun snjós af hjólaleiðum og hálkuvarnir með saltpækli Þróunarverkefni.

Läs mer

Bankbok som lärobok. Lennart Högstedt

Bankbok som lärobok. Lennart Högstedt Bankabók sem kennslubók Sænskur banki dreifði árið 1999 bók til allra viðskiptavina sinna. Ætlunin var að hún yrði eins konar leiðbeiningar fyrir daglegt líf og aðstoð við að skilja, einfalda og ná betri

Läs mer

Sérfræðinám í Svíþjóð - Vænn kostur -

Sérfræðinám í Svíþjóð - Vænn kostur - Sérfræðinám í Svíþjóð - Vænn kostur - Kristín Huld Haraldsdóttir 1, Tómas Guðbjartsson 2 1 Handlækningdeild Háskólasjúkrahússins í Lundi. Fågelhundsvägen 62, 226 53 Lund, Sverige. Netfang: kristin.huldharaldsdottir@skane.se

Läs mer

Tæknileg úrræði og heilabilun á Norðurlöndunum

Tæknileg úrræði og heilabilun á Norðurlöndunum Tæknileg úrræði og heilabilun á Norðurlöndunum Foto: BK Grafiske Tæknileg úrræði til stuðnings í daglegu lífi fyrir fólk með heilabilun Viðtalskönnun unnin í Danmörku, Finnlandi, Íslandi, Noregi og Svíþjóð.

Läs mer

Greinargerð. um innflutning á heyrnartækjum og hlutum í þau á vegum Heyrnar- og talmeinastöðvar Íslands frá 1. janúar 1997 til 31.

Greinargerð. um innflutning á heyrnartækjum og hlutum í þau á vegum Heyrnar- og talmeinastöðvar Íslands frá 1. janúar 1997 til 31. Greinargerð um innflutning á heyrnartækjum og hlutum í þau á vegum Heyrnar- og talmeinastöðvar Íslands frá 1. janúar 1997 til 31. maí 2001 Janúar 2002 Efnisyfirlit 1 INNGANGUR... 2 2 UM STARFSEMI HTÍ...

Läs mer

Frá styrkjakerfi til heilbrigðs rekstrarumhverfis

Frá styrkjakerfi til heilbrigðs rekstrarumhverfis Mars 1990 Frá styrkjakerfi til heilbrigðs rekstrarumhverfis Um byggðaaðgerðir á Norðurlöndum síðustu áratugina eftir Kristófer Oliversson NordREFO Efnisyfirlit Forord... 4 Formáli... 5 1 Inngangur... 6

Läs mer

Betri líðan - Bættur hagur með

Betri líðan - Bættur hagur með BB B Betri líðan - Bættur hagur með - Mælinum Byggingarstaður Öryggisstig Vika TEXTI: HEIKKI LAITINEN MARI KIURULA TEIKNINGAR: HARRI PAKARINEN ÞÝÐING: BORGÞÓR KÆRNESTED UMSJÓN: VINNUEFTIRLIT RÍKISINS FINNSK

Läs mer

Íslensk kvikmyndagerð fyrir íslenska menningu, áhorfendur og tungu.

Íslensk kvikmyndagerð fyrir íslenska menningu, áhorfendur og tungu. Íslensk kvikmyndagerð fyrir íslenska menningu, áhorfendur og tungu. Greining á starfsskilyrðum kvikmyndagerðar á Íslandi Yfirlit helstu niðurstöður Skýrsla unnin fyrir mennta og menningarmálaráðuneyti

Läs mer

Fullriggaren Malevik. Robert Johansson, Anna Malmsköld, Camilla Wingne

Fullriggaren Malevik. Robert Johansson, Anna Malmsköld, Camilla Wingne Flaggskipið Male alevik Flaggskipið Malevik er skóli fyrir 6 16 ára gamla nemendur. Kennararnir eiga samstarf um að þróa kennsluáætlanir þannig að nemendur geti fundið samhengi allt frá fyrsta ári til

Läs mer

Skýrsla Vatnalaganefndar

Skýrsla Vatnalaganefndar Skýrsla Vatnalaganefndar Skýrsla Vatnalaganefndar ásamt ritgerðum, álitum og öðru efni sem nefndin hefur aflað September 2008 Efnisyfirlit Efnisyfirlit... 5 Samantekt Tillögur Vatnalaganefndar... 9 1.

Läs mer

Tóbakslausar aðgerðir. Betri batahorfur með því að vera laus við tóbak

Tóbakslausar aðgerðir. Betri batahorfur með því að vera laus við tóbak Tóbakslausar aðgerðir Betri batahorfur með því að vera laus við tóbak EFNISYFIRLIT 3 LAUS VIÐ TÓBAK FYRIR AÐGERÐ 4 NÚ ER TÆKIFÆRIÐ! 5 LAUS VIÐ TÓBAK EFTIR AÐGERÐ 6 FREKARI UPPLÝSINGAR OG AÐSTOÐ 2 Laus

Läs mer

Þriðjudagur, 7. júní fundur samkeppnisráðs. Uppgreiðslugjald af neytendalánum. I. Málavextir

Þriðjudagur, 7. júní fundur samkeppnisráðs. Uppgreiðslugjald af neytendalánum. I. Málavextir Þriðjudagur, 7. júní 2005 241. fundur samkeppnisráðs Ákvörðun nr. 19/2005 Uppgreiðslugjald af neytendalánum I. Málavextir 1. Erindi Neytendasamtakanna Neytendasamtökin sendu Samkeppnisstofnun erindi, dags.

Läs mer

Skipulag sérgreina lækninga á Landspítala - háskólasjúkrahúsi

Skipulag sérgreina lækninga á Landspítala - háskólasjúkrahúsi Apríl 2007 Skipulag sérgreina lækninga á Landspítala - háskólasjúkrahúsi Magnús Pétursson forstjóri LSH 2 1. Inngangur Skipulag lækninga á stærri sjúkrahúsum byggist á sérgreinum lækninga. Nær öll sjúkrahús

Läs mer

Aravísur. sungnar Ara Páli Kristinssyni fimmtugum 28. september 2010

Aravísur. sungnar Ara Páli Kristinssyni fimmtugum 28. september 2010 Aravísur sungnar Ara Páli Kristinssyni fimmtugum 28. september 2010 Menningar- og minningarsjóður Mette Magnussen Reykjavík 2010 Höfundar Umsjón: Jóhannes B. Sigtryggsson og Kári Kaaber. Bók þessa má afrita

Läs mer

Leiðarvísir fyrir tónmöskva

Leiðarvísir fyrir tónmöskva Leiðarvísir fyrir tónmöskva og ráðleggingar um hvað þarf helst að hafa til hliðsjónar við val á búnaði. Samstarfsnefnd Heyrnarskertra á Norðurlöndum 2016 Höfundur: Gudvin Helleve Umbrot: Clasgöran Strömgren,

Läs mer

Fegurðin fæðist á ný. Fljótvirk, langvirk mýking andlitslína Einföld fegrunaraðferð. Juvéderm ULTRA samanstendur af þremur vörum

Fegurðin fæðist á ný. Fljótvirk, langvirk mýking andlitslína Einföld fegrunaraðferð. Juvéderm ULTRA samanstendur af þremur vörum 1 Fegurðin fæðist á ný Fljótvirk, langvirk mýking andlitslína Einföld fegrunaraðferð 2 3 Elskaðu húðina þína... Það að eldast er ein af staðreyndum lífsins. Sumir eldast betur en aðrir á meðan sumir eru

Läs mer

Myndlist í mótun þjóðernis

Myndlist í mótun þjóðernis Myndlist í mótun þjóðernis Myndlist í Finnlandi um aldamótin 1900 Asta Johanna F. Laukkanen Lokaverkefni til B.Ed-prófs í grunnskólakennarafræði Leiðsögukennari: Ólafur Kvaran Kennaradeild Menntavísindasvið

Läs mer

Um mikilvægi rannsóknaseturs á sviði opinberrar stjórnsýslu

Um mikilvægi rannsóknaseturs á sviði opinberrar stjórnsýslu Um mikilvægi rannsóknaseturs á sviði opinberrar stjórnsýslu Ómar H. Kristmundsson dósent í opinberri stjórnsýslu við Háskóla Íslands 2. tbl. 3. árg. 2007 Erindi og greinar Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála,

Läs mer

Norrænn dagur um daufblindu 2017 innblástur til samstarts

Norrænn dagur um daufblindu 2017 innblástur til samstarts Norrænn dagur um daufblindu 2017 innblástur til samstarts 4 septembur 2017 kl. 10.00 17.30 Aalborg Kongres & Kultur Center, Álaborg, Danmörku Norrænn dagur um daufblindu mun hvetja til áframhaldandi góðs

Läs mer

Äventyrsmatematik. Sven-Gunnar Furmark

Äventyrsmatematik. Sven-Gunnar Furmark Ævintýr intýrastærðfræði Í samþættingarverkefni, sem meðal annars fjallar um íþróttir og stærðfræði, fást nemendur við að leysa þraut sem kemur fram í frásögn, ævintýri sem nemendur lifa sig inn í. Unnið

Läs mer

MENNINGARHEIMAR MÆTAST ÁHRIF TRÚAR, MENNINGAR OG ARFLEIFÐAR Á SAMSKIPTI OG MEÐFERÐ INNAN HEILBRIGÐISÞJÓNUSTUNNAR

MENNINGARHEIMAR MÆTAST ÁHRIF TRÚAR, MENNINGAR OG ARFLEIFÐAR Á SAMSKIPTI OG MEÐFERÐ INNAN HEILBRIGÐISÞJÓNUSTUNNAR Landlæknisembættið Directorate of Health MENNINGARHEIMAR MÆTAST ÁHRIF TRÚAR, MENNINGAR OG ARFLEIFÐAR Á SAMSKIPTI OG MEÐFERÐ INNAN HEILBRIGÐISÞJÓNUSTUNNAR Rit Landlæknisembættisins nr. 2 2001 MENNINGARHEIMAR

Läs mer

Bifreiðaskrá. S k a t t m a t í s t a ð g r e i ð s l u B i f r e i ð a h l u n n i n d i RÍKISSKATTSTJÓRI

Bifreiðaskrá. S k a t t m a t í s t a ð g r e i ð s l u B i f r e i ð a h l u n n i n d i RÍKISSKATTSTJÓRI Bifreiðaskrá 2006 S k a t t m a t í s t a ð g r e i ð s l u B i f r e i ð a h l u n n i n d i RÍKISSKATTSTJÓRI Bifreiðategundir og umboð þeirra Tegund ALFA ROMEO AUDI BMW CITROEN CHEVROLET FIAT FORD HONDA

Läs mer

Minnihlutastjórnir á Íslandi og Norðurlöndum

Minnihlutastjórnir á Íslandi og Norðurlöndum Minnihlutastjórnir á Íslandi og Norðurlöndum Helgi Skúli Kjartansson Söguþinginu var ekki fyrr lokið en Ríkisútvarpið birti eftirfarandi frétt: Fredrik Reinfeldt, forsætisráðherra Svíþjóðar, staðfestir

Läs mer

TILLAGA AÐ MATSÁÆTLUN

TILLAGA AÐ MATSÁÆTLUN TILLAGA AÐ MATSÁÆTLUN 5.000 TONNA FRAMLEIÐSLA LAXA FISKELDIS EHF Á LAXI Í SJÓKVÍUM Í BERURFIRÐI Berufjörður Verkefnastjóri: Einar Örn Gunnarsson Reykjavík 20. júní 2016 1 Útdráttur Einkahlutafélagið Laxar

Läs mer

Språkproven i ISLEX problem och potential

Språkproven i ISLEX problem och potential Språkproven i ISLEX problem och potential Anna Helga Hannesdóttir Uppläggning ISLEX som utgångspunkt för en principiell, teoretisk diskussion Genren och tekniken Språkproven och ordförrådet i ISLEX islex.is

Läs mer

Förändring av resvanor hos bilnationen Island. Några små steg på vägen

Förändring av resvanor hos bilnationen Island. Några små steg på vägen Förändring av resvanor hos bilnationen Island Några små steg på vägen Vem är jag? Guðbjörg Lilja Erlendsdóttir Civil ingenjör Hos Efla Konsult, från 1998 Trafiksäkerhet och trafikplanering Alt som angår

Läs mer

Líkan til samanburðar á hagkvæmni steyptra og malbikaðra slitlaga

Líkan til samanburðar á hagkvæmni steyptra og malbikaðra slitlaga Verknúmer 5VR08006 Skýrsla nr. 09-11 Líkan til samanburðar á hagkvæmni steyptra og malbikaðra slitlaga Ásbjörn Jóhannesson Nýsköpunarmiðstöð Íslands Reykjavík 2009 Nýsköpunarmiðstöð Íslands Skýrsla Líkan

Läs mer

Árs- og samfélagsskýrsla 2016

Árs- og samfélagsskýrsla 2016 Árs- og samfélagsskýrsla 2016 1 Ársskýrsla 2016 2 Isavia ohf. S A M F É L A G U M H V E R F I HLUTI AF GÓÐ U FERÐ ALAGI E F N A H A G U R 3 Ársskýrsla 2016 EFNISYFIRLIT UM ISAVIA 4 ISAVIA Í SAMFÉLAGINU

Läs mer

Dagskrá. Ráðstefna á Nordica hotel mars Mótum framtíð. Stefnur og straumar í félagslegri þjónustu Gildi samþættingar nýir tímar ný sýn

Dagskrá. Ráðstefna á Nordica hotel mars Mótum framtíð. Stefnur og straumar í félagslegri þjónustu Gildi samþættingar nýir tímar ný sýn Dagskrá Ráðstefna á Nordica hotel 29. - 30. mars 2007 Mótum framtíð Stefnur og straumar í félagslegri þjónustu Gildi samþættingar nýir tímar ný sýn Aðalsalur Ráðstefnustjóri Ragnhildur Arnljótsdóttir,

Läs mer

Konsten att inte berätta allt

Konsten att inte berätta allt List istin in að s segj gja ekki allt lt Í stað þess að kennarinn afhjúpi sjálfur leyndardóma stærðfræðinnar geta nemendur fengið sem verkefni að leita upplýsinga og gera grein fyrir uppgötvunum sínum.

Läs mer

Beinþynning. Inngangur

Beinþynning. Inngangur usturströnd 5 170 Seltjarnarnes Sími: 510 1900 Inngangur einþynning einþynning einkennist af minnkuðum beinmassa ásamt röskun á eðlilegri beinuppbyggingu. Með beinþynningarbroti (fragility fracture) er

Läs mer

ndersöka och h upptäc

ndersöka och h upptäc Að rannsaka og uppgötv götva stærðfræði Rannsóknarvinna í stærðfræði er vinnumáti þar sem nemendum gefst kostur á að uppgötva stærðfræði. Í greininni er því lýst hvernig hópur kennara við framhaldsskóla

Läs mer

Helga Maureen Gylfadóttir Drífa Kristín Þrastardóttir Pétur H. Ármannsson Guðný Gerður Gunnarsdóttir. Húsakönnun. Vogahverfi.

Helga Maureen Gylfadóttir Drífa Kristín Þrastardóttir Pétur H. Ármannsson Guðný Gerður Gunnarsdóttir. Húsakönnun. Vogahverfi. Helga Maureen Gylfadóttir Drífa Kristín Þrastardóttir Pétur H. Ármannsson Guðný Gerður Gunnarsdóttir Húsakönnun Vogahverfi Reykjavík 2010 Minjasafn Reykjavíkur Skýrsla nr. 151 Húsakönnun Vogar Barðavogur

Läs mer

SKATTUR Á MENN Einstaklingsskattaréttur

SKATTUR Á MENN Einstaklingsskattaréttur SKATTUR Á MENN Einstaklingsskattaréttur Inngangur að tekjuskattlagningu Ásmundur G. Vilhjálmsson Glærupakki þrjú Almenni hlutinn hefur vægið 5 til 6, en sérstaki hlutinn 7 til 8 Efnisyfirlit Almennt um

Läs mer

Skýrsla Fjármálaskrifstofu

Skýrsla Fjármálaskrifstofu Skýrsla Fjármálaskrifstofu Við framlagningu ársreiknings Reykjavíkurborgar 2014 0 R15030149 Borgarráð Ársreikningur Reykjavíkurborgar 2014 samanstendur af samstæðuuppgjöri, A og B hluta, og uppgjöri A

Läs mer

Villa Villekulla och andra hus

Villa Villekulla och andra hus Húsið hennar Línu Lang angsokks og önnur hús. Þema um Astrid Lindgren er á dagskrá hjá nemendum í 1. bekk. Í bókunum hennar eru ýmis mikilvæg hús eins og Sjónarhóll og Sólbakki. Börnin velta þessum húsum

Läs mer

komudagur 13.12.2U11 F.h. Sambands íslenskra sveitarfélaga, Guðjón Bragason, sviðsstjóri lögfræði- og velferðarsviðs

komudagur 13.12.2U11 F.h. Sambands íslenskra sveitarfélaga, Guðjón Bragason, sviðsstjóri lögfræði- og velferðarsviðs From: Guðjón Bragason rmailto:audion.braaason@samband.is1 Alþingi Sent: 13. desember 2011 11:41 E d Þ 1dn/787 To: Elín Valdís Þorsteinsdóttir; Nefndasvið umsagnir Erlnul nr. P 14U//o/ Subject: Stjórnarskrá

Läs mer

BA ritgerð. Bókasafns- og upplýsingafræði. Skrá yfir rit um konur og stjórnmál og jafnrétti Kristrún Daníelsdóttir

BA ritgerð. Bókasafns- og upplýsingafræði. Skrá yfir rit um konur og stjórnmál og jafnrétti Kristrún Daníelsdóttir BA ritgerð Bókasafns- og upplýsingafræði Skrá yfir rit um konur og stjórnmál og jafnrétti 1885-1991 Kristrún Daníelsdóttir Júní 2017 Skrá yfir rit um konur og stjórnmál og jafnrétti Ritgerð þessi er lokaverkefni

Läs mer

28.10. 07.11. 2010. Norræn listahátíð Nordisk kulturfestival Reykjavík. Dagskrá Program

28.10. 07.11. 2010. Norræn listahátíð Nordisk kulturfestival Reykjavík. Dagskrá Program 28.10. 07.11. 2010 Norræn listahátíð Nordisk kulturfestival Reykjavík Dagskrá Program 2 Þjóðþing Norðurlandanna De nordiska nationalförsamlingarna Alþingi, Ísland Folketinget, Danmark Eduskunta, Suomi

Läs mer

Saga landsliðs karla. Saga landsliðsins. Sigmundur Ó. Steinarsson. Glæsileg knattspyrnubók í máli og myndum.

Saga landsliðs karla. Saga landsliðsins. Sigmundur Ó. Steinarsson. Glæsileg knattspyrnubók í máli og myndum. Allir landsle ik ir (417) Íslands fram að HM í Brasilíu 2014 L andsleik jasaga Íslands í k nat tspy rnu Sigmundur Ó. Steinarsson Glæsileg knattspyrnubók í máli og myndum. Sigmundur Ó. Steinarsson ISBN

Läs mer

NORÐURLÖND NORÐURLÖND VINNUBÓK VINNUBÓK

NORÐURLÖND NORÐURLÖND VINNUBÓK VINNUBÓK NORÐURLÖND VINNUBÓK Vinnubók þessi er ætluð nemendum sem nota námsefnið Norðurlönd eftir Kristínu Snæland. Í vinnubókinni er að finna verkefni sem ætlast er til að nemendur vinni samhliða lestri kennslubókarinnar.

Läs mer

Margrét Pála Ólafsdóttir

Margrét Pála Ólafsdóttir Margrét Pála Ólafsdóttir Curriculum Vitae Nám 1981 Fóstra frá Fósturskóla Íslands, fóstra 1996 Diplóma í stjórnun (30 einingar) frá Fósturskóla Íslands. 1997 Nám í eigindlegri og megindlegri aðferðafræði

Läs mer

Nordisk skolbarometer

Nordisk skolbarometer Nordisk skolbarometer Attityder till skolan år 2000 Nord 2001 Innehållsförteckning Förord................................................................ 3 Inledning..............................................................

Läs mer

Alþingi. Erilidi YIT. P ^ j (Qty I komudagur ZOH. 2.00^ Ráðgjafarnefnd um opinberar eftirlitsreglur

Alþingi. Erilidi YIT. P ^ j (Qty I komudagur ZOH. 2.00^ Ráðgjafarnefnd um opinberar eftirlitsreglur Ráðgjafarnefnd um opinberar eftirlitsreglur Alþingi Erilidi YIT. P ^ j (Qty I komudagur ZOH. 2.00^ Efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis Skrifstofu Alþingis Austurstræti 8-10 150 Reykjavík Reykjavík, 20.

Läs mer

NÁTTÚRUFILÍÐISTOFNUN ÍSLANDS. Heimildir um náttúrufar í og við Reykjavík EFNISYFIRLIT

NÁTTÚRUFILÍÐISTOFNUN ÍSLANDS. Heimildir um náttúrufar í og við Reykjavík EFNISYFIRLIT Heimildir um náttúrufar í og við Reykjavík Skýrslur Náttúrufræðistofnunar Íslands um eyjar í Kollatlrði, Álfsnes, Geldinganes, Öskjuhlíð, Fossvog og Reykjavíkurflugvöll frá árunum 1985-1997 Samantekt:

Läs mer

Árbók Íslands 2007 Heimir Þorleifsson tók saman

Árbók Íslands 2007 Heimir Þorleifsson tók saman Árbók Íslands 2007 Heimir Þorleifsson tók saman EFNISYFIRLIT Bls. Árferði... 99 Brunar... 102 Búnaður... 104 Embætti og störf... 108 Forseti Íslands... 111 Iðnaður... 112 Íbúar Íslands... 113 Íþróttir...

Läs mer

NORÐURLÖND NORÐURLÖND VINNUBLÖÐ

NORÐURLÖND NORÐURLÖND VINNUBLÖÐ NORÐURLÖND VINNUBLÖÐ 1 NÁMSGAGNASTOFNUN 07456 Heimurinn frá A Ö Skoðaðu heimskortið á bls. 86 og 87 í Kortabók handa grunnskólum. Finndu löndin og höfin á kortinu og settu bókstafina á rétta staði. a.

Läs mer

Alþingi Erindi nr. Þ 143/1211 komudagur 7.3.2014

Alþingi Erindi nr. Þ 143/1211 komudagur 7.3.2014 Alþingi Erindi nr. Þ 143/1211 komudagur 7.3.2014 Alþingi N efndasvið A usturstræ ti 8-10 150 R eykjavík N EYTEN DASTOFA Reykjavík, 07.03.2014 Tilv. 2012/0852-0.0.01 HS Efni: Umsögn vegna tillögu, umhverfis-

Läs mer

Velkomin til Tyrklands!*

Velkomin til Tyrklands!* Velkomin til Tyrklands!* ALLT SEM ÞÚ ÞARFT AÐ VITA: FARARSTJÓRAR / ÞÍN UPPLIFUN / SKOÐUNARFERÐIR / NYTSAMLEGAR UPPLÝSINGAR / HEIMFERÐIN VELKOMIN TIL ALANYA Alanya er uppáhalds áfangastaður allra okkar

Läs mer

Afstaða almennings og dómara til refsinga

Afstaða almennings og dómara til refsinga Afstaða almennings og dómara til refsinga Prófessor í félagsfræði Ráðstefna í þjóðfélagsfræði Ísafirði, 8.-9. apríl 2011 Raddir fjölmiðla og bloggara: Eftir stendur að Hæstiréttur tekur enn of vægt á alvarlegum

Läs mer

Trafiksäkerhet och tätortsplanering

Trafiksäkerhet och tätortsplanering Thesis 119 Trafiksäkerhet och tätortsplanering -En analys av Reykjavíks lokalgatunät med GIS 60 50 y = 7,78x R 2 = 0,947 y = 2,173x R 2 = 0,7479 Industriområden 40 Öppet Äldre områden Antal olyckor 30

Läs mer

Velkomin til Tyrklands!*

Velkomin til Tyrklands!* Velkomin til Tyrklands!* ALLT SEM ÞÚ ÞARFT AÐ VITA: FARARSTJÓRAR / ÞÍN UPPLIFUN / SKOÐUNARFERÐIR / NYTSAMLEGAR UPPLÝSINGAR / HEIMFERÐIN VELKOMIN TIL ANTALYA Stórborgin Antalya er einn aðalferðamannastaðurinn

Läs mer

MANNSLÍKAMINN VERKEFNI LITRÓF NÁTTÚRUNNAR NÁMSGAGNASTOFNUN 09932

MANNSLÍKAMINN VERKEFNI LITRÓF NÁTTÚRUNNAR NÁMSGAGNASTOFNUN 09932 MNNSLÍKMINN LITRÓF NÁTTÚRUNNR VERKEFNI NÁMSGGNSTOFNUN 09932 06. JÚLÍ 2011 Mannslíkaminn Verkefni Liber. Heiti á frummálinu: Spektrum iologi ISN 21 21983 4 2011 Susanne Fabricius 2011 íslensk þýðing og

Läs mer

Varför har vi ben? Annika Sorsa, Päivi Perkkilä

Varför har vi ben? Annika Sorsa, Päivi Perkkilä Hvers s vegna höfum við v fætur? Í greininni er lýst heildrænu verkefni í 2. bekk þar sem spurningar barnanna og verk skipta mestu máli. Meginviðfangsefnið er stoðkerfi líkamans, beinagrind og fætur. Nemendurnir

Läs mer

Alþingi Erindi nr. Þ 141/181 komudagur 22.10.2012

Alþingi Erindi nr. Þ 141/181 komudagur 22.10.2012 Alþingi Erindi nr. Þ 141/181 komudagur 22.10.2012 Alþingi Nefndasvið Austurstræti 8-10 150 Reykjavík & N EYTEN DASTOFA Reykjavík, 22.10.2012 Tilv. 2012/0852-0.0.01 EG Efni: Frum varp til laga um skipan

Läs mer

Velkomin til Tyrklands!*

Velkomin til Tyrklands!* Velkomin til Tyrklands!* ALLT SEM ÞÚ ÞARFT AÐ VITA: FARARSTJÓRAR / ÞÍN UPPLIFUN / SKOÐUNARFERÐIR / NYTSAMLEGAR UPPLÝSINGAR / HEIMFERÐIN VELKOMIN TIL SIDE Á tímum rómversku keisaranna var Side blómstrandi

Läs mer

SVENSKSPRÅKIGA LÄSER ISLÄNDSKA. En undersökning om lexikaliska likheter i svenska och isländska. Elina Tergujeff

SVENSKSPRÅKIGA LÄSER ISLÄNDSKA. En undersökning om lexikaliska likheter i svenska och isländska. Elina Tergujeff SVENSKSPRÅKIGA LÄSER ISLÄNDSKA. En undersökning om lexikaliska likheter i svenska och isländska. Elina Tergujeff Biämnesavhandling i svenska språket Institutionen för språk Jyväskylä universitet Hösten

Läs mer

Alþingi Enndinr.Þ /,?/// komudagur /JS.

Alþingi Enndinr.Þ /,?/// komudagur /JS. ALÞÝÐUSAM BAND ÍSLANDS Nefndasvið Alþingis Menntamálanefnd Austurstræti 8-10 150 Reykjavík Alþingi Enndinr.Þ /,?/// komudagur /JS. Reykjavík, 6. maí 2008 Tilvísun: 200804-0044 Br. á lögum um Lánasjóð íslenskra

Läs mer

Pöntunarlisti Rósaklúbbsins haustið 2004

Pöntunarlisti Rósaklúbbsins haustið 2004 Pöntunarlisti Rósaklúbbsins haustið 2004 Nr. 1 Bleik en lýsast Stór 7 cm Þétt fyllt, 1-7 í klasa sterkur sætur ilmur 3m hæð x 2m breidd Má rækta sem klifurrós Harðgerði 6-7 Ekki reynd hérlendis Blómstrar

Läs mer

Norden i Världen Världen i Norden. Ramprogram för Nordiska rådets verksamhet

Norden i Världen Världen i Norden. Ramprogram för Nordiska rådets verksamhet Norden i Världen Världen i Norden Ramprogram för Nordiska rådets verksamhet Norden i Världen Världen i Norden Ramprogram för Nordiska rådets verksamhet ANP 2009:702 ISBN 978-92-893-1602-6 Nordiska rådet,

Läs mer

Efnisyfirlit. Vor og sumar 22 Völuvísa Blátt lítið blóm eitt er Þú sólargeisli... 23

Efnisyfirlit. Vor og sumar 22 Völuvísa Blátt lítið blóm eitt er Þú sólargeisli... 23 Efnisyfirlit Dýr og dýravinir 5 Siggi var úti brot-... 6 Ding Dong... 6 Krumminn í hlíðinni... 7 Komdu kisa mín... 7 Fiskarnir tveir... 8 Út um mela og móa... 9 Göngum, göngum... 9 Krummi krunkar úti...

Läs mer

Sociolingvistisk forskning på Island och viktiga restproblem

Sociolingvistisk forskning på Island och viktiga restproblem Sociolingvistisk forskning på Island och viktiga restproblem Höskuldur Þráinsson Háskóla Íslands Societal Conditions for Language Change Exploratory Workshop, Schæffergården, Oct. 19 21 2014 Presentationens

Läs mer

Att bygga upp människor. Mannavett mycket Reykjavik 10-12 september 2009 Adolf Hólm Petersen Ragnheiður Linda Skúladóttir

Att bygga upp människor. Mannavett mycket Reykjavik 10-12 september 2009 Adolf Hólm Petersen Ragnheiður Linda Skúladóttir Att bygga upp människor Mannavett mycket Reykjavik 10-12 september 2009 Adolf Hólm Petersen Ragnheiður Linda Skúladóttir 1 Adolf Hólm Petersen, adolf@hringsja.is Utbildning: Lärardiplom 1985 fil kand massmediekunskap

Läs mer

Efterställda svarsord i ett isländskt inringningsprogram

Efterställda svarsord i ett isländskt inringningsprogram Efterställda svarsord i ett isländskt inringningsprogram HELGA HILMISDÓTTIR 1 Inledning Följande telefonintervju med en tidigare partisekreterare utgjorde en av de stora nyheterna på Island just före parlamentsvalet

Läs mer

Fjällrackor, isspjärnor och snötäckta sommarängar om översättning från modern isländska

Fjällrackor, isspjärnor och snötäckta sommarängar om översättning från modern isländska Fjällrackor, isspjärnor och snötäckta sommarängar om översättning från modern isländska Anna Gunnarsdotter Grönberg universitetslektor i nordiska språk och översättare ISLEX-minarium 23/11 2011 1 Foto:

Läs mer

Strategi för främjande av elektronisk handel i Norden

Strategi för främjande av elektronisk handel i Norden Strategi för främjande av elektronisk handel i Norden ANP 2004:778 Strategi för främjande av elektronisk handel i Norden ANP 2004:778 Nordisk Ministerråd, København 2004 ISBN 92-893-1076-6 Nordisk Ministerråd

Läs mer