Fjárskipti milli hjóna

Storlek: px
Starta visningen från sidan:

Download "Fjárskipti milli hjóna"

Transkript

1 Meistararitgerð í lögfræði Fjárskipti milli hjóna Meginreglan um helmingaskipti og skáskiptaheimild 104. gr. laga nr. 31/1993 Magnús Bragi Ingólfsson Hrefna Friðriksdóttir Júní 2014

2 2

3 EFNISYFIRLIT 1 Inngangur Bakgrunnur Sögulegt yfirlit Þróun frá húsbóndavaldi til lagasetningar á 20. öld Lagasetning í sifjamálum um aldamótin Þróun laga um fjármál hjóna á 20. öld til gildistöku laga 31/ Hjúskaparlög nr. 31/ Nánar um norræna samvinnu um hjúskaparlög Norræn samvinna um hjúskaparlög fyrr og síðar Sameiginleg sjónarmið í norrænni hjúskaparlöggjöf Almennt um hjúskap og fjármál hjóna Hjúskapur og réttaráhrif hans á fjármál hjóna Tölfræði og upplýsingar um tíðni skilnaða Tegundir eigna maka í hjúskap Almennt Hjúskapareign Séreign Nánar um kaupmála Forræði eigna og takmarkanir á því Ábyrgð á skuldbindingum Helmingaskipti Inngangur Fjárslit milli hjóna Almennt Einkaskipti Fjárskiptasamningur Fjárskiptasamningi vikið til hliðar eða ógiltur Opinber skipti Opinber skipti við lok hjúskapar Helmingaskipti Meginreglan um helmingaskipti Sjónarmið að baki helmingaskiptareglunnar

4 3.3.3 Helmingaskiptareglan í framkvæmd Helstu álitamál varðandi,,hrein helmingaskipti Séreign eða hjúskapareign Gildi kaupmála milli hjóna Gildi gjafar eða arfs sem séreignar Verðmæti sem koma í stað séreignar eða verða til fyrir séreign Tímamörk við fjárskipti Tímamark eigna og skulda Tímamark við verðmat eigna Heimildir til að halda verðmætum utan skipta eða leiðrétta helmingaskipti Almennt Verðmæti sem geta fallið utan skipta skv gr. hjskl Fyrsti töluliður Annar töluliður Þriðji töluliður Fjórði töluliður Fimmti töluliður Endurgjaldskrafa 107. gr. hjskl Almennt Ákvæði 1. mgr gr. hjskl Ákvæði 2. mgr gr. hjskl Skáskipti 104. gr. hjskl Inngangur Almennt um skáskipti Skáskipti í tíð laga nr. 60/ Almennt Hvaðan stafa eignir sem koma undir skiptin Bersýnilega ósanngjarnt með tilliti til aðstæðna Lengd hjónabands og fjárhagsleg samstaða Ályktanir af framkvæmd 57. gr. laga nr. 60/ Skáskipti 104. gr. laga nr. 31/ Almennt Munur á 104. gr. hjskl. og 57. gr. laga nr. 60/

5 4.4.3 Krafan um bersýnilega ósanngirni Aðeins um fjárskipti í óvígðri sambúð Efnisatriði skáskiptareglu 104. gr. í dómaframkvæmd Inngangur Framlag við stofnun Fjárhagur hjóna í hjúskapnum Arfur og gjafir Lengd hjúskapar Áhrif annarra sjónarmiða á sanngirnismatið Ákvæði 2. mgr gr Ályktun af dómaframkvæmd ákvæða 104. gr Hvernig fara fjárskipti fram eftir skáskiptareglunni Lögbundin skáskipti 111. gr. hjskl Skáskipti 59. gr. norsku hjúskaparlaganna Bakgrunnur 59. gr. norsku hjúskaparlaganna Sjónarmið að baki skáskiptareglu 59. gr Nánar um skáskiptaheimildina Niðurstaða Ályktanir og umræður um helmingaskipti og skáskipti Almennt Vægi helmingaskiptareglu 103. gr. í dag Sjónarmið varðandi breytingu á 104. gr Er þörf á breytingu á reglum um fjárskipti? Lokaorð

6 1 Inngangur Fjölskyldan er grunneining samfélagsins. Kjarni fjölskyldunar má segja að felist í hjúskap, og munu flestir einstaklingar ganga í annað eða bæði á lífsleiðinni. Þannig hafa allar lagareglur sem varða hjúskap mikil áhrif á einstaklinga samfélagsins, og er erfitt að ímynda sér reglur sem varða jafn persónulega hluti og samband lífsförunauta. Hugtakið hjúskapur hefur verið notað að lögum til að lýsa ákveðnu réttarástandi síðan í Kristinrétti 1275, og hefur frá upphafi haft víðtæk áhrif á réttarstöðu einstaklinga. 1 Hjúskapur er ekki skilgreindur nákvæmlega í hjúskaparlögum nr. 31/1993 (hér eftir hjskl.), en honum hefur verið lýst sem lífssambandi tveggja einstaklinga sem stofnað er til með formlegum yfirlýsingum fyrir löggiltum vígslumanni sem hann staðfestir með formlegum hætti. 23 Oft er hugsað um hjúskap sem langtímasamband tveggja maka sem nær til æviloka, en ljóst er að svo er ekki alltaf. Ýmislegt getur komið upp og aðstæður og einstaklingar breyst með tímanum, og hefur það verið nútímalegt sjónarmið í hjúskaparrétti að standa ekki of mikið í vegi fyrir því ef fólk vill ganga úr sambúð eða hjúskap. Þegar svo stendur á verður yfirleitt mikið tilfinningarót sem kann að skyggja á fjárhagslegu hlið hjúskaparins, en það er einmitt sú hlið sem löggjafinn lætur sig varða fremur en annað. Í dag reynir mikið á fjárskiptareglur milli hjóna. Í mörgum tilfellum tekst hjónum að leiða skilnaðinn til lykta með fjárskiptasamningi sem þau gera sjálf eða með hjálp lögfræðinga. Eftir sem áður er þó oft deilt um fjárskiptin, og komist aðilar ekki að samkomulagi verður aðeins skorið úr með opinberum skiptum. Helmingaskiptareglan er meginregla sem gildir við fjárslit milli hjóna, og mikið þarf til að vikið sé frá henni. Reglan á sér langan sess í norrænni hjúskaparlöggjöf, og hefur verið talin leiða til fjárhagslegrar samstöðu milli hjóna á meðan hjúskapnum stendur, sem og að tryggja fjárhagslega stöðu beggja maka við skilnaðinn. Helmingaskiptareglan er þó ekki gallalaus, og því er heimilt að víkja frá henni og beita svokölluðum skáskiptum. Þegar samfélag breytist hratt á lagaumhverfið það til að verða úrelt ef löggjafinn heldur ekki í við þróunina með lagabreytingum. Á Íslandi hafa reglur um fjárskipti við slit hjúskapar ekki breyst mikið í langan tíma, en frá 1923 hefur verið við fjárskipti byggt á helmingaskiptareglu sem sterkri meginreglu með heimild til skáskipta. 1 Ármann Snævarr: Hjúskapar- og sambúðarréttur, bls Hrefna Friðriksdóttir:,,Sifja- og erfðaréttur, bls Upprunalega skilgreiningin var lífssamband eins karls og einnar konu. Eftir gildistöku laga nr. 65/2010 væri skilgreiningin meira viðeigandi svona með tilliti til núgildandi 1. gr. hjúskaparlaganna. 3 Skilgreiningin er efnislega sú sama og á við um hjúskap á hinum Norðurlöndunum. Hér má sjá til samanburðar Peter Lødrup: Familieretten, bls. 42: Ekteskapet er i rettslig forstand en forbindelse mellom en mann og en kvinne som inngås i bestemte former og som samfunnet gir sig autorisasjon og tillegger visse rettsvirkninger. 6

7 Í þessari ritgerð verða skoðaðar þær höfuðreglur sem gilda um fjárskipti hjóna. Þó verður sérstök áheyrsla lögð á að skoða skáskiptareglu 104. gr. hjskl. sem frávik frá meginreglunni um helmingaskipti. Reynt verður að svara spurningunni um hvort fjárskiptareglur í núverandi mynd sinni séu æskilegasta staðan, eða hvort samfélagsbreytingar kalli á framsæknari túlkun eða jafnvel breytingar á ákvæðum 103. gr. um helmingaskiptaregluna og 104. gr. um skáskipti. Sérstaklega er athyglisvert að skoða til samanburðar þróun skáskipta í Noregi og núgildandi 59. gr. norsku hjúskaparlaganna, en hún er einsdæmi meðal hjúskaparlaga Norðurlandanna. Í öðrum kafla er að finna almenna umfjöllun um skilnaði hjóna og sögulega þróun helmingaskipta- og skáskiptareglunnar. Umfjöllun um lagalegan bakgrunn hjúskapar og fjárskipta hjóna við skilnað er óumflýjanlegur vegna efnis ritgerðarinnar. Einnig verður þar farið gróflega yfir reglur sem gilda almennt um fjármál hjóna og hafa áhrif á fjárskipti við mögulegan skilnað. Þriðji kaflinn er tileinkaður meginreglunni um helmingaskipti. Þar er í byrjun fjallað almennt um fjárskipti milli hjóna. Þá er helmingaskiptareglunni gerð nokkuð góð skil, farið yfir sjónarmið sem liggja að baki henni og hvernig henni er beitt. Farið verður yfir heimildir til að víkja frá henni í afmörkuðum tilvikum og reifaðir dómar umfjölluninni til skýringar. Í fjórða kafla er fjallað nokkuð ýtarlega um skáskiptaheimild 104. gr. hjskl. Umfjöllunin í kaflanum verður byggð á skrifum fræðimanna og rannsókn á dómum Hæstaréttar. Sérstaklega er vikið sjónum að þeim dómum Hæstaréttar sem hafa fallið um skáskipti og skoðuð þau efnisatriði sem lögð eru þar til grundvallar. Þá er gert stuttlega grein fyrir skáskiptaheimild norsku hjúskaparlaganna til samanburðar við þá íslensku. Loks eru í fimmta kafla niðurstöður og ályktanir dregnar saman af umfjöllunninni í heild. Þar verður velt upp sjónarmiðum og lagarökum um hvort takmarka þurfi vægi helmingaskiptareglunnar með víðtækari skáskiptaheimild, eða hvort að núverandi staða kalli ef til vill ekki á breytingar. 7

8 2 Bakgrunnur 2.1 Sögulegt yfirlit Þróun frá húsbóndavaldi til lagasetningar á 20. öld. Allt frá því að maður og kona fóru að sameinast í einhverju formi hjónabands hefur skapast þörf á að taka afstöðu til þess hvað skal gerast ef það þau óska þess að ganga úr hjónabandinu. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan að forn viðhorf giltu um hjúskap og eining hjóna varð vart slitið nema þá helst fyrir tilætlan karlsins. Það var aðeins á færi karlsins að segja hjúskapi sínum slitið í forngermönskum rétti. Þetta viðhorf gilti hér á landi vel framan af og sjást þess merki í Íslendingasögum okkar. 4 Þá var byggt á þeirri hugmynd að karlinn ætti allt búið og hefði forræði yfir öllum eignum. Við skilnað hélt bóndinn þannig mestu af búinu, en konunni var þó heimilt að taka með sér mund eða heimanfylgju eftir atvikum. 5 Því má segja að í forngermönskum rétti hafi verið byggt á séreignarsjónarmiðum við fjárskipti. Ættin sem eining skipti miklu máli og miðuðust reglur og lög þess tíma við það. Stefnt var að því að halda eignum innan fjölskyldunnar og fór um hjúskap og erfðir eftir veraldlegri löggjöf en ekki kristninni. 6 Áhrif kaþólskra viðhorfa á ákvæði Grágásar eru þó augljós, 7 og telja þar meðal annars þau sjónarmið að hjúskapurinn sé heilagur og að mestu órjúfanlegur. Á 12. og 13. öld giltu, að kaþólskri hefð, þau viðhorf að jafnvel hjúskaparbrot gæti aðeins veitt rétt til skilnaðar að borði og sæng. Aðilum var þá ekki heimilt að ganga aftur í hjúskap eftir slíkan skilnað, enda gat dauðinn einn leyst aðila undan heilögu hjónabandi. 8 Í Grágás eru þannig ekki taldar til margar lögmætar ástæður skilnaðar. Þar er til dæmis nefnd sem ástæða að ef annað hjóna vinnur hinu þann áverka, sem meiri sár metast. Þau sár sem meiri metast samkvæmt Grágás eru mjög grófar líkamsárásir, svo sem holsár; að særa inn til mergjar, og heilsár; að kljúfa höfuð inn að heila. 9 Það þurfti því mikið til svo að skilnaður væri heimilaður. Aðrar ástæður úr Grágás hljóma meira eins og núgildandi reglur um ógildingu, s.s að hjúskapurinn sé ekki stofnaður þvert á lög um að skyldir aðilar megi ekki gangast í hjónaband. 10 Aðrar ástæður, s.s hórdómur eða strok annars hjóna eru ekki nefndar. Það var því aðeins í mjög takmörkuðum tilvikum sem mögulegt var að slíta hjúskap Ármann Snævarr: Hjúskapar- og sambúðarréttur, bls Ármann Snævarr: Sifjaréttur I-III, bls Sigurður Líndal: Réttarsöguþættir, bls Ármann Snævarr: Hjúskapar- og sambúðarréttur, bls Ármann Snævarr: Hjúskapar- og sambúðarréttur, bls Höf. óþekktur:,,hefndir á Íslandi í fornöld, bls Ármann Snævarr: Hjúskapar- og sambúðarréttur, bls Ármann Snævarr: Hjúskapar- og sambúðarréttur, bls

9 Eftir aldamótin 1500 giltu hér ýmsar reglur um málefni hjúskapar og skilnaðar, og ekki auðvelt að segja til um nákvæmlega hvaða reglur giltu á hverjum tíma. Farið var eftir ýmsum tilskipunum og konungsbréfum frá Danmörku og Noregi, ásamt hjónabandsgreinum frá 1587, og var allur gangur á því hvort þær voru birtar hér á landi eða ekki. 12 Nokkrar breytingar urðu þó á þessum tíma, bæði á skilyrðum um hjónavígslu og skilnað. Sem dæmi má nefna að samkvæmt 2. gr. tilskipunarinnar 3. júní 1746 var skilyrði veitingu hjúskapar að annað hjóna væri læst á bók, og hefði fengið uppfræðslu í kristnum fræðum. 13 Þrátt fyrir að dönsku og norsku lög Kristjáns V. giltu ekki á Íslandi fóru hjón að semja fjármál sín undir þær reglur. Í þeim var mælt fyrir um eina gerð helmingaskiptareglu eigna við skilnað, en þar var einnig að finna reglur um forræði á eignum. Að hjón semdu sig undir þessi lög heyrði til undantekninga í fyrstu, en smám saman mun helmingaskiptareglunni hafa vaxið ásmegin hér á landi. Þannig var hún orðin meginregla við fjárskipti hjóna þegar komið var fram að aldamótum Skilnaðir voru oftast í formi skilnaðar að borði og sæng sem útilokaði aðilum að giftast aftur, og voru slík leyfi auðfengin þegar fór að líða á 18. öld. 15 Um það leyti fór svo hjónum að vera gert kleift að sækja um lögskilnað eftir 3 ára skilnað að borði og sæng, en sú regla kom að stórum hluta til fyrir venju Lagasetning í sifjamálum um aldamótin 1900 Í kringum aldamótin 1900 var fjárhagsleg vernd húsfreyju við skilnað eitt af þeim sjónarmiðum sem horft var til við lagasetningu. Þó breyttist staðan lítið sem ekkert í lagaframkvæmd. Þetta endurspeglast í lögum nr. 3/1900 um fjármál hjóna þar sem slegið var föstum mörgum reglum sem mótað hafði fyrir, meðal annars um sameiginlegt bú hjúskaparaðila, helmingaskipti við skilnað og fleira. Ef aðilar vildu víkja frá því var nauðsynlegt að gera kaupmála, og semja þannig um möguleg fjárskipti. 17 Bóndinn hafði forráð eigna á meðan hjúskapurinn lifði, þótt þau forráð væru bundin takmörkunum að því er varðar skráðar eignir konunnar. Arfur og gjafir voru séreignir hjóna, ásamt eignum sem voru lýstar séreignir með kaupmála. 18 Þessi ákvæði voru gagnrýnd fyrir það að hafa takmarkað vægi í hjúskap og að veita konum sýndarvernd við skilnaðinn. Veruleikinn væri sá að sárasjaldgæft væri að konur ættu 12 Ármann Snævarr: Hjúskapar- og sambúðarréttur, bls Ármann Snævarr: Þróun íslenskra réttarreglna um hjónavígslutálma frá siðaskiptum til vorra daga, bls Ármann Snævarr: Fyrirlestrar í sifjarétti III, bls Ármann Snævarr: Hjúskapar- og sambúðarréttur, bls Ármann Snævarr: Hjúskapar- og sambúðarréttur, bls Ármann Snævarr: Sifjaréttur I-III, bls Ármann Snævarr: Hjúskapar- og sambúðarréttur, bls

10 arf eða fengu gjafir sem voru lýstar séreignir. Þá væri það nánast óheyrt að kona væri skráður eigandi eignar sem heyrði undir hjúskapinn heldur mun það nær alltaf hafa verið maðurinn. Til viðbótar var það yfirleitt maðurinn sem stofnaði til skulda. Skuldheimtumönnum var svo heimilt að fullnusta kröfum á hendur bóndanum með því að ganga að hjúskapareign konunnar. 19 Síðar komu lög nr. 39/1921 um stofnun og slit hjúskapar. Þau fjölluðu um ýmis réttarfarsleg atriði varðandi hjónaskilnaði, og festu margar gildandi reglur um skilyrði skilnaðar að borði og sæng og lögskilnaðar. Í þeim var þó ekki fjallað um hin eiginlegu fjárskipti eða aðrar reglur um fjármál hjóna og skyldur þeirra á milli Þróun laga um fjármál hjóna á 20. öld til gildistöku laga 31/1993 Ljóst var að snemma á 20. öld þurfti breytinga við í lögum um fjármál hjóna. Kvennafélög á Norðurlöndunum kröfðust réttarbóta og ljóst var að lög nr. 3/1900 tryggðu ekki mikilvæg atriði eins og jafnan rétt kynjanna með fullnægjandi hætti. 20 Settar voru á laggirnar norrænar samvinnunefndir til að endurskoða sifjalöggjöfina árið 1909, og kom af þeirri vinnu nýtt frumvarp um fjármálaskipan hjóna. 21 Íslendingar tóku reyndar ekki þátt í samvinnunefndunum á þeim tíma, en byggðu samt sem áður frumvörp um sifja- og barnarétt á norrænni löggjöf. Það varð einnig raunin um þetta tilvik, og var gert íslenskt frumvarp sem endurspeglaði áherslur og sjónarmið norrænu samvinnunefndanna. 22 Frumvörpin voru að mestu samhljóma fyrir Norðurlöndin og tóku gildi á Íslandi með lögum um réttindi og skyldur hjóna nr. 20/1923. Sambærileg lög tóku gildi 1920 í Svíðþjóð, 1925 í Danmörku, 1927 í Noregi og 1929 í Finnlandi. Löggjöf norrænu þjóðanna sem kom fram á þessum tíma þótti verulega nútímaleg. Þau losuðu hjúskaparrétt undan mörgum eldri viðmiðum og voru byggð á nútímalegum sjónarmiðum. Þegar lögin voru sett voru þau nokkuð á undan sinni samtíð, og var það ekki fyrr en áratugum síðar að aðrar Evrópuþjóðir byggðu sína hjúskaparlöggjöf á sambærilegum sjónarmiðum og þeim sem voru leiðandi við setningu norrænu laganna. 23 Kveikjan að lögunum er augljós, en löggjöf um hjúskaparrétt hafði ekki haldið í við hugmyndir manna um jafnrétti kynjanna og breytta stöðu kvenna í samfélaginu. Konur höfðu 19 Ármann Snævarr: Hjúskapar- og sambúðarréttur, bls Ármann Snævarr: Hjúskapar- og sambúðarréttur, bls Ármann Snævarr: Hjúskapar- og sambúðarréttur, bls Guðný Björk Eydal:,,Íslenskur sifjaréttur og fjölskyldustefna frá fyrirvinnuskipan til jafnréttis, bls Anders Agell: Åktenskap, Samboende, Partnerskab, bls

11 meiri tækifæri til að sinna vinnu utan heimilis og mennta sig, 24 að ógleymdum kosningaréttinum sem vannst hér á landi Mögulega munu þó mestu hafa skipt hugmyndir um jafnan rétt konu og karls í hjúskap, og um að framlag til heimilsins væri vinna og ætti að teljast sem verðmætasköpun. Lögin á öllum Norðurlöndunum hafa verið talin endurspegla vel samfélagslegar breytingar sem áttu sér stað eftir aldamótin. Þar hafa verið taldar til breytingar á hlutverki kynjanna, breytt fjölskyldumynstur og þróun í efnahagsmálum almennings. 26 Lög nr. 20/1923 voru tímamótalög á marga vegu. Þau fjölluðu nokkuð ítarlega um fjármál hjóna. Þar var stórt skref stigið í réttindabaráttu kvenna, en lög 3/1900 voru eins og áður segir gagnrýnd fyrir að veita konum sýndarvernd. Ráðandi sjónarmið laganna frá 1923 voru eins og áður sagði að skapa jafnstöðu hjóna og tryggja fjárhagslegt sjálfstæði aðila hjúskaparins. Ábyrgð beggja hjóna og forræði þeirra á sínum eignum var styrkt verulega. Ábyrgðin var aðeins takmörkuð til verndar heimilisins í ákvæðum um takmarkanir á ráðstöfunarrétti hjóna á eignum sem eru fjölskyldunni nauðsynlegar. Ekki var vikið frá reglum um séreignir og hjúskapareignir og hvernig þær kæmu til fjárskipta. Reglum um kaupmála voru gerð betri skil og þær gerðar skýrari, svo að auðveldara væri að skrá eignir sem séreignir annars maka. 27 Þótt að jafnræði maka innan hjúskaparins hafi verið styrkt verulega og um leið fjárhagslegt sjálfstæði þeirra var reynt að falla ekki frá sjónarmiðinu um fjárhagslega samstöðu hjóna. Í þessu skyni var í lögunum kveðið á um gagnkvæma framfærsluskyldu hjóna, og var reglan um helmingaskipti við skilnað meginreglan. 28 Lög 20/1923 voru mjög framsýn og stóðust tímans tönn þrátt fyrir miklar sviptingar í samfélagsforminu á næstu áratugum. Þegar lögin voru sett voru tiltölulega fáar konur á vinnumarkaðinum, og hefur því verið sagt að lögin hafi verið á undan sinni samtíð. 29 Samhliða þeim giltu lög nr. 39/1921, sem voru leyst af hólmi með lögum nr. 60/1972 um stofnun og slit hjúskapar. Lögum 20/1923 var breytt lítillega yfir öldina, en féllu ekki úr gildi fyrr en með núgildandi hjúskaparlögum. nr. 31/1993 sem sameinuðu reglur um réttindi og skyldur hjóna og skilyrði fyrir stofnun og slitum hjúskapar í einn lagabálk. 24 Guðný Björk Eydal:,,Íslenskur sifjaréttur og fjölskyldustefna frá fyrirvinnuskipan til jafnréttis, bls Rétt er að minnast á að hann var fyrst bundinn fremur háu aldurstakmarki, 40 ára aldri. 26 Anders Agell: Nordisk äktenskapsrätt, bls Ármann Snævarr: Hjúskapar- og sambúðarréttur, bls Guðrún Erlendsdóttir:,,Fjármál hjóna og sambúðarfólks, bls Guðný Björk Eydal:,,Íslenskur sifjaréttur og fjölskyldustefna frá fyrirvinnuskipan til jafnréttis, bls

12 2.2 Hjúskaparlög nr. 31/1993 Hjúskaparlög nr. 31/1993 er heildstæð löggjöf sem tekur á öllum þáttum hjúskaparins, stofnun, réttaráhrifum og lokum hans. 30 Lögin voru byggð á niðurstöðum norrænnar samvinnu um sifjalöggjöf sem hafði það að leiðarljósi að samræma eftir föngum löggjöf um hjúskaparrétt, barna- og erfðarétt. 31 Frumvarp það sem varð að íslensku hjúskaparlögunum var samið af Sifjalaganefnd. Nefndin hafði meðal annars það hlutverk að fylgjast með nýjungum í sifjalöggjöf, endurskoða gildandi löggjöf og taka þátt í norrænu samstarfi á þeim vettvangi. 32 Ein mikilvæg breyting var að fella tvo lagabálka og aðrar reglur í eina heildstæða löggjöf á sviði hjúskaparréttar. Það var meðal annars skoðun sifjalaganefndar að þær reglur sem vörðuðu fjárskipti hjóna og voru í skiptalögum ættu frekar heima í hjskl. Því eru reglur um fjárskipti milli hjóna að finna aðallega í hjskl., en einnig er að finna nokkrar efnislega samhljóða reglur í lögum nr. 20/1991 um skipti á dánarbúum o.fl. (hér eftir skiptalög). 33 Lögð var áheyrsla á þau grunnsjónarmið sem voru einkennandi fyrir norrænan hjúskaparrétt, meðal annars að hjúskapur sé frjálst samkomulag karls og konu. 34 Eitt af þessum sjónarmiðum er að greiða fyrir stofnun og slitum hjúskapar, að fækka tálmnunum sem gilda fyrir þessum athöfnum. 35 Þó er tekið fram í athugasemdum sem fylgdu frumvarpi laganna að sifjalaganefnd hafi talið rétt að sporna við stofnun og slitum upp að vissu marki. Reynt er að koma í veg fyrir hjúskaparslit sem ráðin eru í bráðræði með reglum um sáttarstarfsemi, sérstaklega þegar skilnaðurinn getur komið niður á ósjálfráða börnum. 36 Um þetta gilda reglur 42. gr. hjúskaparlaganna um sáttaumleitan. Meðal breytinga í nýju lögunum eru heillegt yfirlit yfir eignamynstrið í í VIII. kafla þess. Reglur um samþykki maka til ráðstöfunar á eignum sem fjölskyldan notar eða innbú þess voru bættar og hertar. Sem dæmi um slíkt má nefna 65. gr. hjskl. um að ef samþykki maka liggi ekki til grundvallar löggerningum sem nefndir eru í ákvæðinu, séu þeir ógildanlegir þrátt fyrir grandleysi viðsemjandans. 37 Eins og áður var rakið hefur þróun sögunnar verið frá upphafi nánast á einn veg, að auka á frjálsræði og sjálfstæði einstaklinganna til þess að ganga í hjúskap, styrkja forræði maka yfir eignum sínum á meðan hjúskapurinn stendur og loks fækka 30 Ármann Snævarr: Hjúskapar- og sambúðarréttur, bls Alþt A-deild, bls Alþt A-deild, bls Alþt A-deild, bls Með breytingarlögum nr. 65/2010 var hugtakinu hjúskapur breytt úr samkomulagi karls og konu í samkomulag tveggja einstaklinga. Sjá frekari umfjöllun um lagabreytinguna að neðan. 35 Alþt A-deild, bls Alþt A-deild, bls Ármann Snævarr: Hjúskapar- og sambúðarréttur, bls

13 hindrunum við því að hjón gangi úr hjúskapnum. Þessi viðhorf endurspeglast skýrt þegar borin eru saman lög 20/1923 og núgildandi hjskl. Það er varla hægt að fjalla um hjskl. án þess að minnast á þá mikilvægu breytingu á þeim sem var gerð með lögum nr. 65/2010. Fram að gildistöku þeirra voru í gildi lög um staðfesta samvist nr. 87/1996, ásamt stökum reglum úr fjölmörgum lagabálkum þar sem talað var um slíka samvist. Kjarni breytingarlaganna frá 2010 fólst í því að breyta hjskl. á þann hátt að þar sem hjúskapur var takmarkaður við samband karls og konu er nú fjallað um samband einstaklinga. 38 Markmiðið með setningu laganna var að búa svo um hnútana að nákvæmlega sömu reglur giltu um hjúskap og sambúð einstaklinga af sama kyni og karls og konu, í stað þeirrar stefnu sem áður gilti, að um slík sambúðarform giltu að mestu sambærilegar reglur. Til marks um þetta segir í nefndaráliti meirihluta allsherjarnefndar sem fjallaði um málið að markmiðið hafi verið að afmá mismuninn sem felst í mismunandi löggjöf. 39 Mjög sambærilegar breytingar voru gerðar á norsku hjúskaparlögunum nr. 47/1991 með lögum 53/2008 og sænsku hjúskaparlögunum nr. 230/1987 með lögum nr. 253/ Mögulega hafa hugmyndir um sjálfstæði einstaklinga í hjúskap, fjárhagslegt og félagslegt, greitt fyrir þeim hugmyndum sem lögfestar voru með frumvarpinu. 2.3 Nánar um norræna samvinnu um hjúskaparlög Norræn samvinna um hjúskaparlög fyrr og síðar Sagt hefur verið að hjúskaparréttur og sifjaréttur séu fyrir hefð orðin réttarsvið sem heyra undir norrænt lagasamstarf. 41 Norrænt samstarf um sifja- og hjúskaparlöggjöf á sér langa sögu. Eins og áður hefur verið rakið giltu norrænar réttarreglur um sifjamál hér nánast frá upphafi. Það verður þó varla kallað eiginleg norræn lögfræðileg samvinna. Fyrsta norræna lögfræðiþingið var haldið í Kaupmannahöfn árið 1872, og voru þar meðal annars rædd sjónarmið um fjármál fólks í hjúskap. 42 Það var fyrsta þingið um slík málefni, en það næsta var haldið árið Afrakstur þeirrar vinnu voru lög sem styrktu stöðu kvenna í hjúskap og voru lögfest í Noregi, Svíðþjóð og Danmörku á árunum Sambærileg lög voru ekki sett hér á þeim tíma. Seinna tóku hér gildi áðurnefnd lög nr. 3/1900, sem voru 38 Hrefna Friðriksdóttir:,,Ein hjúskaparlög fyrir alla, bls Þingskj. 1215, 137. lögþ , bls Hrefna Friðriksdóttir:,,Ein hjúskaparlög fyrir alla, bls Vera Holmøy og Peter Lødrup: Ekteskapsloven, bls Guðrún Erlendsdóttir:,,Fjármál hjóna og sambúðarfólks, bls

14 að mestu unnin upp úr dönsku hjúskaparlögunum. 43 Áður hefur verið fjallað um sam-norræna samstarfið sem leiddi til setningar laga nr. 20/1923 um réttindi og skyldur hjóna á Íslandi og er óþarfi að endurtaka það hér. Við vinnu norrænu lagabálkana sem settir voru um þetta leyti var talið mikilvægt að afnema yfirráð karlsins yfir konunni í hjúskapnum. Talið var að besta leiðin til að tryggja jafnrétti karla og kvenna í norrænu hjúskaparlögunum var að tryggja þeim eignarrétt og forræði yfir eignum sínum. Eins væri mikilvægt að tryggja aðilunum frelsi frá skuldbingum hins, þannig að ekki væri hægt að fullnusta skuldum einstaklinganna með eignum maka þeirra. 44 Íslenska löggjöfin frá 1923 endurspeglar þetta, og eru norrænu lagabálkarnir frá þessum tíma samhjóma um þessa áheyrslupunkta. Á sjötta áratug síðustu aldar hófst á ný norrænt samstarf á þessu sviði. Fyrstu viðfangsefnin voru skilyrði og reglur um stofnun og slit hjúskapar, og voru minniháttar endurbætur gerðar á löggjöf Norðurlandanna í framhaldi af því. 45 Samstarfið leiddi til setningar laga nr. 60/1972 hér á landi, sem er mjög sambærileg löggjöfinni sem tók gildi um svipað leyti á hinum Norðurlöndunum. 46 Í löggjöfinni frá þessum tíma komu nokkur ný sjónarmið fram, meðal annars það að óvígðr sambúð varð algengari, sem og frjálslegri sjónarmið um slit hjúskapar. 47 Það var markmið samstarfsins og ætlunin að sifjalöggjöf væri sem líkust á Norðurlöndunum, sérstaklega hvað varðar stofnun og slit hjúskapar. 48 Núgildandi reglur um stofnun hjúskapar eru mjög sambærilegar fyrir öll Norðurlöndin, en áherslumunur er á reglum um slit hjúskapar. 49 Áratugina eftir sneri samstarfið meira að reglum um réttindi og skyldur hjóna. Niðurstaða þeirrar vinnu var meðal annars núgildandi hjúskaparlöggjöf eins og áður var komið að Sameiginleg sjónarmið í norrænni hjúskaparlöggjöf Yfirlýst markmið norræna löggjafarsamstarfsins var að höfð væri hliðsjón af lagasetningu og tillagna hinna Norðurlandanna þegar hjúskapar- og sifjalöggjöf væri endurskoðuð. 50 Sjá má greinileg merki þess að svipuð sjónarmið séu ríkjandi í löggjöf Norðurlandanna um fjármál hjúskapar. 43 Ármann Snævarr: Hjúskapar- og sambúðarréttur, bls Anders Agell: Åktenskap, Samboende, Partnerskab, bls Peter Lødrup og Vera Holmøy: Ekteskapsloven, bls Alþt A-deild, bls Anders Agell: Åktenskap, Samboende, Partnerskab, bls Alþt A-deild, bls Alþt A-deild, bls Peter Lødrup og Vera Holmøy: Ekteskapsloven, bls

15 Það var yfirlýst stefna frá upphafi norræns samastarfs um hjúskaparlöggjöf að stefna að algjöru jafnræði aðila. 51 Þessi áhersla hefur ekki breyst og eru áhrif hennar á núgildandi löggjöf augljós. Stefnumarkandi ákvæði í I. kafla hjskl., 2. gr. og 3. gr. veita leiðsögn um að jafnréttissjónarmiðið skuli vera ráðandi við túlkun annarra ákvæða laganna. Það er mikilvægt að framlög maka til heimilisins teljist jafnrétthá hvort sem um vinnu eða peninga er að ræða. Sjálfræði og forræði makans á sinni eign er einnig höfuðatriði í norrænni hjúskaparlöggjöf. Eins og áður hefur verið minnst á var það niðurstaða norræna löggjafarsamstarfsins eftir aldamótin 1900 að mikilvægt væri að tryggja jafnrétti í hjúskapnum, án þess þó að víkja frá sjónarmiðinu um samstöðu hjóna. Þetta skyldi gert annars vegar með því að tryggja hjónunum fjárhagslegt sjálfstæði í hjúskapnum, en um leið byggja á fjárhagslegri samstöðu hjóna á þann hátt að hafa helmingaskipti meginregluna við fjárskipti. 52 Í athugasemdum með frumvarpi því sem varð að núgildandi hjskl. er fjallað um að byggt sé á efnahagslegu sjálftstæði hjóna, og endurspeglast þau sjónarmið skýrt í 4. gr. laganna, sem og reglum um forræði hjóna á eignum sínum og skuldaábyrgð þeirra. Í norrænum hjúskaparrétti eiga hjón sínar eignir og ráðstafa þeim almennt óháð vilja makans sbr. 58. gr. hjúskaparlaganna, og bera ábyrgð á sínum skuldbindingum sbr. 67. gr. Þá er það meginregla að hjón geti ekki skuldbundið hvort annað, og er sú meginregla áréttuð í 68. gr. Sjónarmiðið um jafnrétti hjónanna endurspeglast líka í reglum um forræði á fjárskiptum hjóna og eru þessar reglur að mestu samhljóma milli Norðurlandanna. Sjónarmiðið um efnahagslegt sjálfstæði hjóna er þó ekki algilt. Í hjúskaparlögunum er einnig byggt á efnahagslegri, félagslegari og hagsmunalegri samstöðu hjóna. 53 Þessi samstaða hjóna ræður miklu í sifjalöggjöfinni allri. Þannig er ráðstöfunarréttur hjóna á eignum sínum háður samþykki hins ef um bústað eða innbú fjölskyldunnar er að ræða, hvort sem eignin telst hjúskapareign eða séreign, sbr. 62. gr. hjúskaparlaganna. Reglu um sameiginlega framfærslu á fjölskyldunni er að finna í 2. mgr. 2. gr. hjúskaparlaganna. Þá eru í upphafskafla laganna einnig ákvæði á þá leið að hjón annist í sameiningu uppeldi barna, skipti á milli sín verkum á heimili og útgjöldum, og veiti hvort öðru upplýsingar um efnahag sinn. Við þetta má bæta reglunni um helmingaskipti við fjárskipti, sem er meginreglan í norrænum hjúskaparrétti og ýtir undir fjárhagslega samstöðu hjóna. Þó er töluverður mismunur á heimildum til frávika frá helmingaskiptunum milli landanna, en betur verður vikið að þeim síðar. 51 Ármann Snævarr: Hjúskapar- og sambúðarréttur, bls Anders Agell: Åktenskap, Samboende, Partnerskab bls Hrefna Friðriksdóttir:,,Sifja- og erfðaréttur. bls

16 Þá má nefna það sameiginlega sjónarmið að í hjúskaparlöggjöf Norðurlandanna er tekin afstaða gegn framfærslu milli maka til frambúðar ef annar kemur betur úr skiptum við skilnað. Í löndum þar sem helmingaskiptareglunnar nýtur ekki við tíðkast oft víðtækar reglur um framfærslueyri til þess maka sem kemur verr undan fjárskiptum. Þetta á meðal annars við um breskan og bandarískan rétt. 54 Það er þó ljóst að á milli sjónarmiðanna tveggja, um fjárhagslega samstöðu hjóna annarsvegar og um sjálfstæði þeirra hinsvegar, er töluverður núningur. Í norrænni löggjöf er farinn ákveðin millivegur, og hafa Norðurlöndin svo hvert um sig valið ákveðin áhersluatriði. Þó er víða bent á að jafnvægi milli þessara sjónarmiða í hjúskaparlöggjöf Norðurlandanna henti ekki nútímanum nægilega vel, og þarfnist endurskoðunar. 55 Þótt að löggjöf Norðurlandanna byggist um margt á sömu sjónarmiðunum hefur því verið mótmælt að löggjöfin sé mjög lík. 56 Þrátt fyrir það verður að viðurkenna að munurinn er ekki jafn mikill og hann var við upphaf samnorræns lagasamstarfs, og að því leytinu til hefur markmiðum samstarfsins verið náð Almennt um hjúskap og fjármál hjóna Hjúskapur og réttaráhrif hans á fjármál hjóna Í hjskl. er lýst helstu breytingum sem verða á fjármálum einstaklinganna tveggja við hjúskaparstofnun og hvaða reglur gilda um þau á meðan hjúskapurinn varir. Reglur sem varða hjón eru þó að finna víða í öðrum lagabálkum, og eins hafa hjskl. áhrif á aðra lagabálka. Áhrifin eru einna mest á sviði erfðaréttar, þá sérstaklega reglurnar um lögerfðir. 58 Önnur réttarsvið þar sem hjúskapur og sifjar skipta máli eru til dæmis refsiréttur, en verknaðarlýsing sumra ákvæða er bundin við sifjar, skattarétt og réttarreglur um almannatryggingar. 59 Það virðist vera algengur misskilningur að hjón eigi allar eignir og skuldir saman, og skipti því engu hver sé skrifaður fyrir hverju, eða hver taki skuldbindingar sér á herðar. Algengur misskilningur virðist til dæmis vera um heimild skuldheimtumanna til að ganga að hjúskapareign beggja aðila. Í raun hefur skuldheimtumaður annars hjóna alla jafna aðeins heimild til að ganga að hjúskapareignum þess sem stofnaði til skuldarinnar Alþt A-deild, bls Anne-Blanca Dahl og Sicile Tveøy: Skjevdeling bls Mótmælt er fullyrðingunni,,ekteskapslovgivningen i de nordiske land ligger meget nær opp til hveranden. 57 Peter Lødrup og Vera Holmøy: Ekteskapsloven, bls Ármann Snævarr: Hjúskapar- og sambúðarréttur, bls Ármann Snævarr: Hjúskapar- og sambúðarréttur, bls Anders Agell: Nordisk äktenskapsrätt, bls

17 Sögulega hefur ekki reynst árangursríkt að setja of miklar reglur um nána persónulega hagi einstaklinga, og hefur það verið sjónarmið vestrænnar lagasetningar að stilla reglum í hóf á þessu sviði. Þar sem lögum sleppir á slíkum sviðum gilda siðferðisviðhorf og umgengnisvenjur fjölskyldumanna og má sem dæmi um slíkt nefna reglur um uppeldi barna. 61 Í hjskl. eru þó að finna reglur sem skipta miklu um fjármál hjóna, og verða þær stuttlega raktar hér Tölfræði og upplýsingar um tíðni skilnaða Í 5. gr. hjskl. segir að hjúskap ljúki við andlát maka, vegna ógildingar hjúskapar eða vegna lögskilnaðar. Óþarfi er að fjölyrða um ákvæðið hér, enda er það almennt og eru öll atriðin betur útfærð seinna í lagabálkinum. Umfjöllunarefni ritgerðarinnar eru fjárskiptareglur, og koma þær helst til skoðunar við skilnað eða andlát annars maka. Reglur um fjárskipti við ógildingu eru með öðru móti, og líkjast þær reglur meira þeim sem eiga við um fjárskipti í óvígðri sambúð. Umfjöllunarefni ritgerðarinnar kallar á að skoðuð sé staða hjónabands og fjárskipta í samfélaginu, og hvort einhver þróun eigi sér stað í þeim efnum. Þegar skoða á stöðu reglna um fjárskipti við skilnað er gott að skoða tíðni hjónabanda og skilnaða. Miðað er hér við þróun frá setningu núgildandi hjskl. árið Þegar skoðuð er tíðni hjónavígsla frá því að lögin tóku gildi má sjá nokkuð stöðuga fjölgun fram til ársins Þannig voru hjónavígslur árið 1992 og náðu hæst árið Eftir þann tíma hefur þeim fækkað og voru við síðustu mælingar árið 2011 aðeins Erfitt er að horfa ekki til þeirra miklu breytinga sem urðu á íslensku þjóðfélagi í hruninu 2008 sem einn áhrifavalda þessarar lækkunnar. 62 Ekki er að merkja jafn miklar sveiflur í tíðni stofnunar sambúðar á tímabilinu, en þeim hefur farið fækkandi frá 1992, þegar þær voru um og voru árið 2011 um Erfitt er að segja hvað veldur þessu, þar sem fjöldi fólks hefur stigið jafnt og þétt samhliða þessu. Ef tíðni sambúða hefði aukist verulega eftir árið 2007 væri hægt að merkja stefnubreytingu í vægi sambúðarformanna. Ekki virðist þó vera teljandi samsvörun milli þessara tveggja. Næst er skoðun á tíðni skilnaða. Ef sýnt væri fram á að tíðni skilnaða per hjónaband hefði breyst töluvert eða aukist verulega á tímabilinu væri ljóst að veita þyrfti núgildandi fjárskiptareglum sérstaka athygli, enda væri farið að reyna á þær í meira mæli og ef til vill með öðrum hætti en áður. Skoðun á þessu sýnir hins vegar að skilnuðum hefur fækkað á tímabilinu, og stóð í 9,6 skilnuðum á hver hjón árið Tíðni skilnaða var 11,6 árið 61 Ármann Snævarr: Hjúskapar- og sambúðarréttur, bls Sjá um þetta efni t.d Hrefna Friðriksdóttir: Hjúskapur og hrun Ábyrgð, áhrif og afleiðingar. 17

18 1991 og á tímabilinu yfirleitt í kringum fyrir hver hjón. Af þessu má ráða að eðli skilnaða þeirra hefur ekki breyst mikið á tímabilinu frá Einna mestu breytinguna má sjá þegar skoðuð er staða hjúskaparins út frá öðrum forsendum. Til dæmis má sjá af tíðni hjónabanda sem stofnað er til hjá aðilum sem eru ekki að ganga í sitt fyrsta hjónaband að raðkvæni fer mjög fjölgandi. Árið 1992 höfðu 368 af (14.9%) mökum sem gengu í hjónaband verið í hjúskap áður, en árið 2011 var hlutfallið 489 af (17%). Af þessu má dæma að tilvikum þar sem aðilar ganga í sinn annan hjúskap er að fjölga. Einnig má sjá að aldur þeirra sem ganga í hjúskap fer hækkandi. Á sama tímabili, frá hefur meðalaldur maka við stofnun hjúskapar hækkað um 3.4 ár. Þetta merkir að hjón eru nokkru eldri þegar þau ganga í hjúskap og séu oftar að ganga í sitt annað hjónaband en þegar núgildandi hjskl. voru sett. Ef við gefum okkur að einstaklingar eigi frekar eignir seinna á ævinni, þýðir þetta að líklegra sé að einstaklingar eigi einhverjar eignir þegar þeir ganga í hjúskap nú en við setningu laganna Tegundir eigna maka í hjúskap Almennt Allar eignir maka í hjúskap eru flokkaðar í eignarflokka, séreignir eða hjúskapareignir, en þessi skipting kemur fram í 53. gr. hjskl. Þessi flokkun eigna á sér langa sögu í norrænni lögfræði. Það skal þó vera alveg ljóst þótt að hugtökin hafi verið til lengi, hefur inntak þeirra og reglur um þau breyst í gegnum tíðina. Þannig þýðir séreign eða hjúskapareign í dag ekki alveg það sama og það gerði í lögunum frá 1923 eða fyrir þann tíma. 64 Eignir í hjúskap eru flokkaðar með þessum hætti til að greina á milli þeirra, enda gilda mismunandi reglur um eignarflokkana. Flokkunin hafa ekki áhrif á önnur eignarform, t.d geta makar átt sinn hvern eignarhluta í sameign. Eignarhluti hvors um sig í sameigninni telst svo hjúskapareign eða séreign. 65 Töluvert virðist bera á þeim misskilningi að hjúskapareign hjóna sé sameign þeirra, en svo er ekki. Þótt að eign einstaklings sé hjúskapareign eða séreign breytir það ekki meginreglunni um eignarhald og forræði hans á eigninni Öll tölfræði í kaflanum er fengin af vefsetri Hagstofunnar. 64 Peter Lødrup: Familieretten, bls Hrefna Friðriksdóttir:,,Sifja- og erfðaréttur. bls Hrefna Friðriksdóttir:,,Sifja- og erfðaréttur. bls

19 Hjúskapareign Meginreglan er sú að að eign einstaklings í hjúskap teljist hjúskapareign hans sbr. 54. gr. hjskl. Þetta á við um eignir sem einstaklingurinn átti þegar hann gekk í hjúskapinn, eignir sem hann eignast meðan á hjúskapnum stendur sem og eignir sem koma í stað annarra hjúskapareigna hans. 67 Einnig telst sem hjúskapareign verðmæti sem verða til fyrir tilvist hjúskapareignar, s.s arður af verðbréfum, vextir af innláni og náttúrulegur arður, mjólk úr kýr og svo framvegis. 68 Þar sem þetta er meginreglan hefur verið talið að ef aðili heldur því fram að eign sé annað en hjúskapareign beri hann sönnunarbyrðina fyrir því. Takist sú sönnun ekki verður eign talin hjúskapareign en ekki séreign Séreign Séreign er hin tegund eignar í hjúskap, en um hana er fjallað í 55. gr. hjskl. Séreignir fara eftir nokkuð öðrum reglum en hjúskapareignir, en kjarni þeirra felst í muninum á meðferð á eignum við fjárskiptin. Séreignum er haldið utan skipta skv. helmingaskiptareglu 103. gr. en betur verður farið í reglur um séreignir í fjárskiptum síðar. Nokkrar leiðir eru til að gera eign að séreign. Til einföldunar hafa þær verið greindar í tvo flokka eftir því hver á frumkvæði að gjörningnum sem gerir eign að séreign. Fyrri flokkurinn er að séreign teljist sem slík með kaupmála sem hjónin gera sín á milli, en um það er fjallað í gr. hjskl. Kaupmáli er formbundinn samningur þar sem unnt er að ákveða að eign verði talin séreign annars hjóna eða beggja. Hjónum stendur þannig til boða að geta sjálf, upp að vissu marki, ráðið hvernig þau haga fjármálum í sínu hjónabandi, og þar með fyrirfram ráðið tilhögun fjárskipta. Þau geta valið að láta allar eignir sínar flokkast sem hjúskapareignir með aðgerðarleysi, gert ákveðnar eignir að séreign annars eða beggja, eða jafnvel gert allar eignir séreignir. 70 Í seinni flokknum eru aðferðir þar sem ákvörðun um að eign teljist séreign er tekin af öðrum en aðila hjúskaparins. Gefandi gjafar eða arfleiðandi getur kveðið svo á um að eign skuli teljast séreign annars hjóna eða beggja sbr. 77. gr. hjúskparlaganna. Þá eru einnig til ákvæði sem kveða á um að lögum samkvæmt skuli eign teljast séreign annars hjónanna, t.d. 18. gr. erfðalaga nr. 8/ Hrefna Friðriksdóttir:,,Sifja- og erfðaréttur. bls Ármann Snævarr: Hjúskapur- og sambúðarréttur, bls Ármann Snævarr: Hjúskapar- og sambúðarréttur, bls Hrefna Friðriksdóttir:,,Sifja- og erfðaréttur. bls gr: Hlutur erfingja í óskiptu búi er séreign hans, ef erfingi er í hjúskap eða gengur í hjúskap. Óheimilt er að breyta þessu skipulagi með kaupmála. Eftir lát erfingjans telst eign þessi þó hjúskapareign hans, nema arfleifandi hafi kveðið öðruvísi á eða kaupmáli hjóna standi til annars. Sama er, ef skipti fara fram í lifanda lífi erfingjans. 19

20 Nánar um kaupmála Til frekari útskýringar á tilkomu séreigna er rétt að víkja hér aðeins að kaupmálum. Hugtakið kaupmáli er eitthvað sem flestir kannast við og þekkja meginhlutverk hans, sem er að heimila hjónum að semja um eignartilhögun í hjúskapnum. Oft snýr kaupmáli að því að gera eign að séreign annars hjóna, og má þá færa eignir á milli aðila hjúskapar, hvort heldur sem er séreignir eða hjúskapareigni. Einnig má beita kaupmála til að breyta öðrum kaupmála og gera þannig séreign að hjúskapareign. Í 74. gr. er fjallað um kaupmála, en þar segir að hjón og hjónaefni geti ákveðið í kaupmála að verðmæti skuli vera séreign annars þeirra. Í ákvæðinu er einnig farið yfir nokkrar grunnreglur um séreignir, svo sem að séreign komi ekki til skipta við skilnað. Heimild til að tímabinda kaupmála eða skilyrða hann skv. 2. mgr. 74. gr. var nýmæli í núgildandi hjskl. Talið var að aðstæður gætu breyst með svo mikilvægum hætti að rétt væri að heimila niðurfellingu eða gildistöku kaupmálans að ákveðnum skilyrðum uppfylltum, t.d. ef hjón eignuðust sameiginlegan skylduerfingja. Þessi heimild verður þó túlkuð fremur þröngt, enda er tekið fram í athugasemdum við greinina í frumvarpinu að almennt sé ekki hægt að skilyrða kaupmála. 72 Þá er í þriðju málsgrein hjónum gert kleift að kveða svo á um að séreign skuli teljast hjúskapareign við andlát annars. Þetta mun vera gert svo að eign komi til skipta við fjárskipti milli eftirlifandi maka og dánarbús. Í 77. gr. er svo heimild arfleiðanda eða gefanda gjafar að mæla fyrir um að arfurinn eða gjöfin skuli teljast séreign annars hjónanna eða beggja. Reglur um form kaupmála er svo að finna í 80. og 81. gr, og skráningu í gr. Töluverðar kröfur eru gerðar til þess að formskilyrði kaupmála séu uppfyllt svo að hann teljist gildur. 73 Þá er það algjört gildisskilyrði kaupmála að hann hafi verið skráður í kaupmálabók sýslumanns, sérstaklega ef hann á að hafa gildi gagnvart þriðja manni, sbr. 82. gr. hjskl. 74 Hjón gera þó ekki aðeins kaupmála til þess að gera hjúskapareignir maka að séreign eða öfugt. Þannig er í 1. mgr. 72. gr. hjskl. gerð krafa um gerð kaupmála þegar hjón gefa hvort öðru gjafir. Vegna náinnar samstöðu hjóna og tilfinningalegs sambands þeirra er nauðsynlegt að gjafir milli þeirra séu skráðar opinberlega, eins og kaupmálar eru. Þetta er sérstaklega nauðsynlegt þegar metin er staða skuldheimtumanna gagnvart öðru hjóna. Það væri of auðvelt fyrir hjón að gefa flestar eignir sínar til hins makans ef fjárhagsleg vandræði steðja að. 75 Í Alþt A-deild, bls Sjá um þetta dómana Hrd. 27. maí 2011 (251/2011) og Hrd. 18. júní 2013 (380/2013) sem reifaðir eru hér að neðan. 74 Ármann Snævarr: Hjúskapar- og sambúðarréttur, bls Ármann Snævarr: Hjúskapar- og sambúðarréttur, bls

21 mgr. 72. gr. eru þó venjulegar gjafir sem eru ekki úr hófi miðað við efnahag gefanda undanskildar kröfunni um gerð kaupmála Forræði eigna og takmarkanir á því Heimild maka til að ráðstafa eignum sínum hefur mikil áhrif á hvernig landslag eigna og skulda lítur út þegar kemur að fjárskiptum. Vegna þessa verður hér vikið aðeins að þeim reglum sem gilda um forræði maka yfir eignum sínum og takmörkunum hjskl. á því forræði. Eins og áður segir var forræði eigna fyrir aldamótin 1900 að mestu í höndum karlsins í hjúskapnum. Jafnrétti maka var eitt höfuðsjónarmiða sem litið var til við undirbúning norrænu hjúskaparlaganna í kringum Með þeim varð forræði beggja maka yfir eignum sínum meginreglan, og hefur sú meginregla verið talin gilda síðan þá. 76 Sjónarmiðið um forrræði maka á eign sinni er í dag einn af hornsteinum norrænu hjúskaparlaganna, og kemur það skýrt fram í 4. gr. hjskl. Forræði aðila á eignum sínum takmarkast þó við það að stofna til hjúskapar á nokkra vegu. Í 60. gr. og 61. gr. hjskl. er það gert að skilyrði ráðstöfunar ákveðinna eigna maka með löggerningi að samþykki hins makans liggi fyrir. Þær eignir sem falla undir þessa takmörkun forræðis eru annars vegar fasteignir, sem ætlaðar eru til bústaðar eða styttri dvalar fyrir fjölskylduna eða notaðar við atvinnurekstur makans, og hins vegar innbú á sameiginlegu heimili eða annað lausafé sem er ætlað til persónulegra nota fyrir makann, börn þeirra eða sameiginlegan atvinurekstur. Með ráðstöfun er hér átt við að afhenda, veðsetja eða leigja fasteign eða lausafé. Í athugasemdum sem fylgdu frumvarpi til núgildandi hjskl. er tekið fram að greininni sé ekki ætlað að koma í veg fyrir að skuldheimtumenn þess hjóna sem á eignina geti gengið að henni til fullnustu skulda. Þannig gæti eignin verið seld á nauðungaruppboði án samþykkis maka. Þá er einnig tekið fram að ákvæðið girði ekki fyrir eignarnám á slíkri eign. 77 Þessar reglur eru félagslegs eðlis og eru nokkurs konar vernd fyrir fjölskylduna. Því fylgir mikið álag fyrir börn og fjölskyldur að þurfa að flytja, og því er eðlilegt að ákvörðunin sé beggja hjóna en ekki bara annars. Þá hefur því verið haldið fram að eignamyndun íbúðar eða innbús sé yfirleitt sameiginlegt átak hjóna, burtséð frá því hver er skráður fyrir eigninni. 78 Í 60 gr. er fjallað um samþykki maka ef um fasteign er að ræða en í 61. gr. er fjallað um lausafé og innbú. Svolítill munur er á heimildum til að ógilda löggerninga eftir þessum 76 Peter Lødrup: Familieretten, bls Alþt A-deild, bls Ármann Snævarr: Hjúskapar- og sambúðarréttur, bls

22 ákvæðum. Sem dæmi má nefna að samningum skv. 60. gr. verður hrundið fyrir dómi hvort sem viðsemjandi var grandlaus eða ekki, en það á ekki við um samninga skv. 61. gr. 79 Í 62. gr. hjskl. segir að ákvæði um samþykki aðila á löggerningi skv. 60. og 61. gr. eigi við hvort sem eignin er séreign eða hjúskapareign. Áður var forræði aðila yfir séreign sinni ekki takmarkað af reglum um samþykki maka sbr. 20. og 21. gr. eldri laga nr. 20/ Í Hrd. 2004, 470 (295/2003), sem staðfesti héraðsdóm óraskaðan var deilt um hvort J hefði verið heimilt að framselja bifreið án samþykkis konu sinnar, K. Sýnt var fram á að M greiddi fyrir bifreiðina og var hún skráð á hann. K hafði notað bílinn nær eingöngu. Löggerningurinn var dæmdur ógildur og meðal annars vísað til þess að samþykkis væri þörf hvort sem um séreign eða hjúskapareign væri að ræða, og skipti skráning því engu. Sambærilegar reglur eru um takmörkun á ráðstöfunarrétti í hjúskaparlögum hinna Norðurlandanna. Í íslensku, norsku og dönsku hjúskaparlögunum er samþykki sem skilyrði ráðstöfunarréttar aðeins bundið við eignir sem varða fjölskylduna, og er það sjónarmiðið um hagsmuni fjölskyldunnar sem ráða því. Þar af leiðandi gildir reglan um fasteign sem fjölskyldan notar, burtséð frá því hvort um hjúskapareign eða séreign er að ræða. Í sænsku og finnsku hjúskaparlögunum er talið að í forgrunni skuli vera hagsmunir þess maka, sem á búshlutakröfu á hitt við fjárskipti. Þar er samþykkisins krafist fyrir allar fasteignir sem teljast hjúskapareignir, enda varðar það makann miklu hvernig eignum hins er ráðstafað. Reglan í sænsku og finnsku hjúskaparlögunum nær hinsvegar aðeins til eigna sem kæmu til skipta við fjárskipti, og takmarkar því ekki forræði á séreignum. 81 Síðarnefnda sjónarmiðið kemur þó upp að vissu marki fram í íslensku lögunum. Í 59. gr. hjskl. segir að hjónum sé skylt að fara vel með hjúskapareignir sínar og gæta þess að þær skerðist ekki vegna ótilhlýðilegrar háttsemi. 82 Í þessari grein felst meginregla sem bergmálar sjónarmiðið um samstöðu hjóna, félagslega og efnahagslega, sem meðal annars kemur fram í 2. og 3. gr. hjskl.. Ef maki telur að brotið sé á honum á þennan hátt býðst honum aðallega að krefjast fjárskipta án skilnaðar. Við þau fjárskipti gæti viðkomandi svo krafist endurgjalds, sbr gr. hjskl., og riftunar á óhóflegri gjöf sbr. 66. gr. þeirra, ef svo ber undir. 83 Þótt að heimild maka til að ráðstafa ákveðnum eignum sínum sé takmarkað með þessum hætti er heimild hans til ráðstöfunnar annarra eigna ekki takmörkuð. Ef annar maki leggur megnið af sínum fjármunum t.d. í hlutabréf eða aðrar fjárfestingar sem lúta engum 79 Alþt A-deild, bls Ármann Snævarr: Hjúskapar- og sambúðarréttur, bls Ármann Snævarr: Hjúskapar- og sambúðarréttur, bls Hér skal tekið fram að ákvæðið tekur ekki til séreigna. Aðila er þannig heimilt að fara með séreign sína eins og honum sýnist. 83 Hrefna Friðriksdóttir:,,Sifja- og erfðaréttur. bls

23 takmörkunum á meðan hitt setur sína fjármuni í fasteign fjölskyldunnar getur skapast nokkuð ósanngjörn staða. Þá er í hjskl. ekki að finna neina takmörkun á því hvað maki má kaupa án samþykkis eða jafnvel vitundar hins. Þótt að takmörkun ráðstafana sem koma fram í 60. og 61. gr. hjskl. veiti vissulega nokkra vernd er maka þó heimilt að ráðstafa eignum sínum þar sem þeim reglum sleppir. Þannig getur það skekkt helmingaskiptin verulega ef annað hjóna gætir að sinni hjúskapareign eða eykur við hana en hitt gerir það ekki. Með þeim hætti getur framlag annars til heildarverðmætisins sem er skipt jafnt á milli vera mikið meira en hins. Þetta getur einnig haft áhrif á möguleika annars hjóna til að krefjast skáskipta. Ef annað hjóna kom með mikil verðmæti í hjúskapinn og hefur gætt vel að þeim svo að hægt sé að rekja þau til baka eykur það verulega á líkur þess að krefjast megi skáskipta skv gr. hjskl Ábyrgð á skuldbindingum Reglurnar um heimild hjóna til að skuldsetja maka sinn hafa mikla þýðingu þegar kemur að fjárskiptum. Það er einungis skír hjúskapareign hvors um sig sem kemur til skipta skv. helmingaskiptareglu 103. gr. hjskl. Þegar skír hjúskapareign er fundin eru skuldir sem hvíla á maka dregnar frá eignum hans, sbr gr. Þannig getur heimild annars maka til að skuldbinda sig og maka sinn haft mikil áhrif á eignastöðu hans þegar skír hjúskapareign er fundin. Meginreglan um ábyrgð hjóna á skuldum sínum er í góðu samræmi við meginregluna um forræði maka á eignum sínum. Með henni er gengið úr skugga um að maki geti ekki takmarkað eignir hins eða gengið á þær með því að binda þær skuldum. Þá væri það einnig brot á meginreglunni um forræði maka á eignum sínum ef skuldheimtumenn gætu gengið að þeim fyrir skuldum sem eigandinn bakaði sér ekki. 84 Meginreglan kemur nú fram í 67. gr. hjskl. og segir að hvort hjóna beri ábyrgð á þeim skuldbindingum sem á því hvíla hvort sem þær hafi stofnast fyrir hjúskapinn eða síðar. Meginreglan er svo áréttuð í 68. gr. sem gerir það skýrt að annað hjóna geti ekki skuldbundið hitt nema það sé sérstaklega heimilað í lögum eða með samningi hjóna. 85 Í Hrd. 1995, bls var meginreglan um skuldaábyrgð hjóna áréttuð enn frekar. M var útgefandi skuldabréfs sem var tryggt með veði í fasteign. Þessa fasteign áttu M og K í óskiptri sameign. K veitti leyfi til þess að fasteignin væri öll sett að veði skuldabréfinu. Þegar kom til fjárskipta milli þeirra hélt M því fram að skuldbindingin væri sameiginleg á milli 84 Peter Lødrup: Familieretten, bls Alþt A-deild, bls

Ætti að heimila langlífari sambúðarmaka að sitja í óskiptu búi?

Ætti að heimila langlífari sambúðarmaka að sitja í óskiptu búi? BA-ritgerð í lögfræði Ætti að heimila langlífari sambúðarmaka að sitja í óskiptu búi? Guðbjörg Sandra Guðjónsdóttir Elísabet Gísladóttir Júní 2015 EFNISYFIRLIT 1 Inngangur... 3 2 Almennt um óvígð sambúð...

Läs mer

SVONA Á AÐ SKIPTA UM PERU

SVONA Á AÐ SKIPTA UM PERU SVONA Á AÐ SKIPTA UM PERU? Leiðarvísir til að skipta um ljósaperu. Ertu að grínast? Reyndar, nei. Við viljum deila góðu fréttunum um LED ljósaperurnar hvernig þær geta lækkað orkureikninginn þinn og lýst

Läs mer

5.4 Stuðningur sveitarfélaga Verklag ýmissa stofnana og fyrirtækja Skráning hjá Þjóðskrá Íslands Samandregið yfirlit

5.4 Stuðningur sveitarfélaga Verklag ýmissa stofnana og fyrirtækja Skráning hjá Þjóðskrá Íslands Samandregið yfirlit i. Efnisyfirlit 1 Inngangur... 3 2 Samantekt um helstu niðurstöður... 5 3 Þróun barnalöggjafar og samfélagslegar breytingar... 6 3.1 Þróun barnalöggjafarinnar... 6 3.2 Réttindi barnsins... 9 3.3 Samband

Läs mer

Frumvarp til laga um breytingar á lagaákvæðum er varða framfærslu barna og meðlag skv. barnalögum nr. 76/2003.

Frumvarp til laga um breytingar á lagaákvæðum er varða framfærslu barna og meðlag skv. barnalögum nr. 76/2003. Frumvarp til laga um breytingar á lagaákvæðum er varða framfærslu barna og meðlag skv. barnalögum nr. 76/2003. 1. gr. Eftirfarandi breytingar verða á 54. gr. laganna: a. 1. mgr. 54. gr. orðast svo: Barn

Läs mer

Þriðjudagur, 7. júní fundur samkeppnisráðs. Uppgreiðslugjald af neytendalánum. I. Málavextir

Þriðjudagur, 7. júní fundur samkeppnisráðs. Uppgreiðslugjald af neytendalánum. I. Málavextir Þriðjudagur, 7. júní 2005 241. fundur samkeppnisráðs Ákvörðun nr. 19/2005 Uppgreiðslugjald af neytendalánum I. Málavextir 1. Erindi Neytendasamtakanna Neytendasamtökin sendu Samkeppnisstofnun erindi, dags.

Läs mer

Eflt norrænt löggjafarsamstarf Tækifæri og áskoranir

Eflt norrænt löggjafarsamstarf Tækifæri og áskoranir Eflt norrænt löggjafarsamstarf Tækifæri og áskoranir INGE LORANGE BACKER 1 Eflt norrænt löggjafarsamstarf Tækifæri og áskoranir ANP 2018:729 ISBN 978-92-893-5439-4 (PRINT) ISBN 978-92-893-5440-0 (PDF)

Läs mer

Velferð barna á Norðurlöndum í heila öld

Velferð barna á Norðurlöndum í heila öld Umsagnir um bækur Tímarit um menntarannsóknir / Journal of Educational Research (Iceland) 8, 2011, 144.-148. Velferð barna á Norðurlöndum í heila öld Barnen och välfärdspolitiken: Nordiska Barndomar 1900

Läs mer

MINNISBLAÐ. NVF fundur með formönnum og varaformönnum íslenskra NVF nefnda

MINNISBLAÐ. NVF fundur með formönnum og varaformönnum íslenskra NVF nefnda Málefni: MINNISBLAÐ NVF fundur með formönnum og varaformönnum íslenskra NVF nefnda Dags.: 16. maí 2018, klukkan 14:30-16:00. Frá.: Dreifing: ÞI Formenn og varaformenn íslenskra NVF nefnda og aðrir þeir

Läs mer

Verkmenntaskólinn á Akureyri

Verkmenntaskólinn á Akureyri Síða 1 af 5 Kennari Olga Ellen Einarsdóttir Sk.st. Áfangalýsing: Nemendur eru þjálfaðir í að tala, hlusta, lesa og rita og auk þess eru tekin fyrir ýmis erfiðari atriði í málfræði. Málnotkun æfð aðallega

Läs mer

Allt sem ég gerði skorti innihald

Allt sem ég gerði skorti innihald Hugvísindasvið Allt sem ég gerði skorti innihald Þýðing á Gæsku eftir Eirík Örn Norðdahl og inngangur að henni Ritgerð til BA-prófs í íslensku sem öðru máli Anna Emelie Heuman Maí 2014 Háskóli Íslands

Läs mer

Hann, hún og það... eða hvað?

Hann, hún og það... eða hvað? Háskóli Íslands Hugvísindasvið Almenn málvísindi Hann, hún og það... eða hvað? Um kynhlutlausa persónufornafnið hán Ritgerð til BA-prófs í almennum málvísindum Selma Margrét Sverrisdóttir Kt.: 200990-3319

Läs mer

Skýrsla Vatnalaganefndar

Skýrsla Vatnalaganefndar Skýrsla Vatnalaganefndar Skýrsla Vatnalaganefndar ásamt ritgerðum, álitum og öðru efni sem nefndin hefur aflað September 2008 Efnisyfirlit Efnisyfirlit... 5 Samantekt Tillögur Vatnalaganefndar... 9 1.

Läs mer

Börn á Norðurlöndum Ungt fólk hefur áhrif!

Börn á Norðurlöndum Ungt fólk hefur áhrif! Börn á Norðurlöndum Ungt fólk hefur áhrif! Nordens Välfärdscenter Hugmyndarit Niðurstöður verkefnisins Snemmbær úrræði fyrir fjölskyldur 1 Börn á Norðurlöndum Ungt fólk hefur áhrif! Útgefandi: Nordens

Läs mer

TILSKIPUN EVRÓPUÞINGSINS OG RÁÐSINS 2014/24/ESB. frá 26. febrúar 2014

TILSKIPUN EVRÓPUÞINGSINS OG RÁÐSINS 2014/24/ESB. frá 26. febrúar 2014 TILSKIPUN EVRÓPUÞINGSINS OG RÁÐSINS 2014/24/ESB frá 26. febrúar 2014 um opinber innkaup og niðurfellingu tilskipunar 2004/18/EB EVRÓPUÞINGIÐ OG RÁÐ EVRÓPUSAMBANDSINS HAFA, með hliðsjón af sáttmálanum um

Läs mer

Ert þú með réttu gleraugun? Stuðningsefni til að samþætta sjónarmið barnaréttinda og ungmenna við starf Norrænu ráðherranefndarinnar

Ert þú með réttu gleraugun? Stuðningsefni til að samþætta sjónarmið barnaréttinda og ungmenna við starf Norrænu ráðherranefndarinnar Stuðningsefni til að samþætta sjónarmið barnaréttinda og ungmenna við starf Norrænu ráðherranefndarinnar 1 2 5 3 4 Stuðningsefni til að samþætta sjónarmið barnaréttinda og ungmenna við starf Norrænu ráðherranefndarinnar

Läs mer

Mamma, pabbi, hvað er að?

Mamma, pabbi, hvað er að? Fræðslurit Krabbameinsfélagsins Mamma, pabbi, hvað er að? Þegar mamma eða pabbi fær krabbamein hefur það áhrif á alla fjölskylduna. Hér er sagt frá því hvernig þetta snertir börnin og hvernig foreldrar

Läs mer

Ferð Siri Derkert til Íslands: Siri, Laxness og Ungfrúin góða og Húsið

Ferð Siri Derkert til Íslands: Siri, Laxness og Ungfrúin góða og Húsið Hugvísindasvið Ferð Siri Derkert til Íslands: Siri, Laxness og Ungfrúin góða og Húsið Áhrif ferðarinnar á líf og list Siri Derkert Ritgerð til B.A.-prófs Hrafnhildur Veturliðadóttir Maí/Júní 2012 Háskóli

Läs mer

Áherslur Ferðamálastofu við breyttar aðstæður

Áherslur Ferðamálastofu við breyttar aðstæður Áherslur Ferðamálastofu við breyttar aðstæður Helstu áherslur í starfseminni 2009 Ólöf Ýrr Atladóttir, ferðamálastjóri 20/11/2008 Ferðamálaþing iðnaðarráðuneytis og Ferðamálastofu 2008 Yfirlit Almennar

Läs mer

Norrænn byggingardagur Nordisk Byggdag NBD

Norrænn byggingardagur Nordisk Byggdag NBD Norrænn byggingardagur Nordisk Byggdag 1927 2007 NBD 4 Formáli Norrænn byggingardagur NBD I Stokkhólmur 1927 NBD II Helsinki 1932 NBD III Ósló 1938 NBD IV Kaupmannahöfn 1946 NBD V Stokkhólmur 1950 NBD

Läs mer

ÖKUFERILS SKRÁ PUNKT AKERFI. Lögreglan

ÖKUFERILS SKRÁ PUNKT AKERFI. Lögreglan Alþingi Erindi nr. Þ / 22% / komudagur ^ NOKKUR GÖGN ÚR VINNU STARFSMANNA LÖGREGLUSTJÓRAEMBÆTTISINS í REYKJAVÍK UM ÖKUFERILS SKRÁ OG PUNKT AKERFI Lögreglan LÖGREGLUSTJÓRINN í REYKJAVÍK UMFERÐARRÁÐ Dóms-

Läs mer

SKOGRÆKTARFELAGISLANDS

SKOGRÆKTARFELAGISLANDS SKOGRÆKTARFELAGISLANDS THE ICELANDIC FORESTRY ASSOCIATION SKÚLATÚN 6, 105 REYKJAVlK SlMI 551 8150 - VEFFANG www.skog.is - NETFANG skog@skog.is Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis Reykjavík, 07. febrúar

Läs mer

Efnisyfirlit. Mynd 1. Brautryðjandinn. Einar Jónsson LEJ. Ljósmyndasafn.

Efnisyfirlit. Mynd 1. Brautryðjandinn. Einar Jónsson LEJ. Ljósmyndasafn. Ágrip Í ritgerð þessari er Einar Jónsson myndhöggvari í forgrunni. Komið er inn á hugtakið þjóðerni í tengslum við þau verk sem hann gerði til minningar um íslenska fyrirmenn s.s. Jónas Hallgrímsson, Jón

Läs mer

LAGASVIÐ. Mat á geðrænu sakhæfi Lögfræðilegt eða læknisfræðilegt?

LAGASVIÐ. Mat á geðrænu sakhæfi Lögfræðilegt eða læknisfræðilegt? LAGASVIÐ Mat á geðrænu sakhæfi Lögfræðilegt eða læknisfræðilegt? Ritgerð til ML gráðu Nafn nemanda: Kári Guðmundsson Leiðbeinandi: Guðrún Sesselja Arnardóttir Vorönn 2016 1 Staðfesting lokaverkefnis til

Läs mer

Veiledningshefte. En arbeidsdag på liv og død

Veiledningshefte. En arbeidsdag på liv og død Veiledningshefte DITT VALG En arbeidsdag på liv og død Norsk Íslenska Svenska English Ditt valg En arbeidsdag på liv og død Veiledning Ved hjelp av musikk og dikt blir brukeren satt i en følelsesmessig

Läs mer

Að sjá illa en líða vel Krister Inde

Að sjá illa en líða vel Krister Inde Að sjá illa en líða vel Krister Inde 1 Krister Inde Að sjá illa en líða vel Bækur og fræðirit á sænsku eftir Krister Inde eða undir ritstjórn hans: 1975 Synträning med optik (ásamt Örjan Bäckman), Liber

Läs mer

Ullarþóf. Þórunn Eiríksdóttir NÁMSGAGNASTOFNUN

Ullarþóf. Þórunn Eiríksdóttir NÁMSGAGNASTOFNUN Júlíana Þorvaldsdóttir og Þórunn Eiríksdóttir Í svörum við spurningalistum þjóðháttadeildar H.Í. eru eftirfarandi þófaravísur: Bárður minn á jökli leggstu nú á þófið mitt ég skal gefa þér lóna innan í

Läs mer

Jafnréttismál eru sveitarstjórnarmál SAMBAND ÍSLENSKRA SVEITARFÉLAGA

Jafnréttismál eru sveitarstjórnarmál SAMBAND ÍSLENSKRA SVEITARFÉLAGA Jafnréttismál eru sveitarstjórnarmál SAMBAND ÍSLENSKRA SVEITARFÉLAGA Samband íslenskra sveitarfélaga Borgartúni 30 Pósthólf 8100 128 Reykjavík Hönnun og umbrot: Ingibjörg Hinriksdóttir Höfundur: Ásta Hlín

Läs mer

REGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 1255/2012. frá 11. desember 2012

REGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 1255/2012. frá 11. desember 2012 Nr. 56/1135 REGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 1255/2012 2013/EES/56/60 frá 11. desember 2012 um breytingu á reglugerð (EB) nr. 1126/2008 um innleiðingu tiltekinna alþjóðlegra reikningsskilastaðla

Läs mer

TILKYNNINGARSKYLDA HEILBRIGÐISSTARFSMANNA UM ÓVÆNT ATVIK VIÐ HEILBRIGÐISÞJÓNUSTU

TILKYNNINGARSKYLDA HEILBRIGÐISSTARFSMANNA UM ÓVÆNT ATVIK VIÐ HEILBRIGÐISÞJÓNUSTU TILKYNNINGARSKYLDA HEILBRIGÐISSTARFSMANNA UM ÓVÆNT ATVIK VIÐ HEILBRIGÐISÞJÓNUSTU Arnar Birkir Björnsson Júní 2015 ML í lögfræði Höfundur: Arnar Birkir Björnsson Kennitala: 200790-3329 Leiðbeinandi: Dögg

Läs mer

Jambusskollinn á svo þrælslega við íslenskt mál og rím

Jambusskollinn á svo þrælslega við íslenskt mál og rím Hugvísindasvið Jambusskollinn á svo þrælslega við íslenskt mál og rím Reisubók frásagna ásamt eftirlíkingum, stælingum, útleggingum og kerfisbundnum þýðingum Ritgerð til M.A.-prófs Guðleif Þórunn Stefánsdóttir

Läs mer

Fimmtíu og sex

Fimmtíu og sex Fimmtíu og sex norrænir möguleikar Stefnumörkun og framkvæmdaáætlun um frjálsa för á Norðurlöndum 2014 2017 Fimmtíu og sex norrænir möguleikar Stefnumörkun og framkvæmdaáætlun um frjálsa för á Norðurlöndum

Läs mer

Ásýnd og skipulag bújarða

Ásýnd og skipulag bújarða RÁÐUNAUTAFUNDUR 2001 Ásýnd og skipulag bújarða Grétar Einarsson 1 og Ólafur Guðmundsson 2 1 Rannsóknastofnun landbúnaðarins, bútæknideild 2 Byggingafulltrúi YFIRLIT Í eftirfarandi pistli er í upphafi fjallað

Läs mer

Samtal um KANNABIS. Embætti landlæknis. Directorate of Health

Samtal um KANNABIS. Embætti landlæknis. Directorate of Health Samtal um KANNABIS Embætti landlæknis Directorate of Health Samtal um kannabis Samtal um kannabis byggir á norrænum fagritum um Áhugahvetjandi samtal og Motivational Interviewing eftir Miller W.R og Rollnick

Läs mer

110 m. 260 m. 240 m. 280 m. 400 m. 550 m. 110 m

110 m. 260 m. 240 m. 280 m. 400 m. 550 m. 110 m Keyra 1.150 km, 19 klst., 7 mín. Leiðarlýsing frá Árósar til Turku Árósar Denmark Á þessari leið þarf að taka ferju. Á þessari leið eru vegatollar. Þessi leið liggur um mörg lönd. Aktu Ny Munkegade, Nørregade,

Läs mer

Betri líðan - Bættur hagur með

Betri líðan - Bættur hagur með BB B Betri líðan - Bættur hagur með - Mælinum Byggingarstaður Öryggisstig Vika TEXTI: HEIKKI LAITINEN MARI KIURULA TEIKNINGAR: HARRI PAKARINEN ÞÝÐING: BORGÞÓR KÆRNESTED UMSJÓN: VINNUEFTIRLIT RÍKISINS FINNSK

Läs mer

safnafaðir Reykvíkinga maí Sýningarskrá

safnafaðir Reykvíkinga maí Sýningarskrá Lárus Sigurbjörnsson safnafaðir Reykvíkinga 1903-22. maí - 2003 Sýningarskrá Árbæjarsafn - Minjasafn Reykjavíkur Borgarskjalasafn Reykjavíkur Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn Leikminjasafn Íslands

Läs mer

TILMÆLI. Samstarf innan ferðaþjónustu á Norðurlöndum. Norðurlandaráð

TILMÆLI. Samstarf innan ferðaþjónustu á Norðurlöndum. Norðurlandaráð TILMÆLI Samstarf innan ferðaþjónustu á Norðurlöndum Með tilvísun til 45. og 56. greinar í Helsingfors-samningnum hefur þann 4. júní 2014 samþykkt eftirfarandi tilmæli samkvæmt tillögu efnahags- og viðskiptanefndar.

Läs mer

Það fer eftir kennurum

Það fer eftir kennurum Það fer eftir kennurum Nemendur af erlendum uppruna á mótum grunn- og framhaldsskóla á Íslandi og í Svíþjóð Jóhanna Gísladóttir Lokaverkefni til meistaraprófs Háskóli Íslands Menntavísindasvið Það fer

Läs mer

Hlustið, góðu vinir, nú skal segja ykkur sögu

Hlustið, góðu vinir, nú skal segja ykkur sögu Hlustið, góðu vinir, nú skal segja ykkur sögu Greinargerð um Astrid Lindgren, barnabókmenntir og Emil í Kattholti Gerður Gautsdóttir og Þórunn Kjartansdóttir Lokaverkefni til B.Ed.-prófs Háskóli Íslands

Läs mer

9.5.2 Útgáfa 1.0 Dags Flóttaleiðir. Leiðbeiningar. Leiðbeiningar. Mannvirkjastofnun. 1. Inngangur. 2. Almennar skýringar

9.5.2 Útgáfa 1.0 Dags Flóttaleiðir. Leiðbeiningar. Leiðbeiningar. Mannvirkjastofnun. 1. Inngangur. 2. Almennar skýringar gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013 og 280/2014 lög um mannvirki, nr. 160/2010 Flóttaleiðir Í grein í byggingarreglugerð segir: Frá hverju rými byggingar þar sem gera

Läs mer

Listin að finna ekki til

Listin að finna ekki til 1. tbl. 30. árg. maí 2015 Listin að finna ekki til Við megum vel við una, þau gæði sem skaparinn leiddi oss til með búsetu á eyju nyrst í hafi með gnótt fiskjar, orkuauðlinda og hvítra fjallatinda. Gamall

Läs mer

Námsferð til Malmö í Svíþjóð.

Námsferð til Malmö í Svíþjóð. Námsferð til Malmö í Svíþjóð. Leikskóli Fjallabyggðar 06.06. 10.06. 2012 1 Á vordögum 2011 komu upp umræður hvort að leikskólinn gæti ekki farið í námsferð erlendis, þar sem átta ár var síðan Leikskálar

Läs mer

Skýrsla velferðarráðherra um aðgerðir samkvæmt aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar vegna ofbeldis karla gegn konum í nánum samböndum.

Skýrsla velferðarráðherra um aðgerðir samkvæmt aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar vegna ofbeldis karla gegn konum í nánum samböndum. Skýrsla velferðarráðherra um aðgerðir samkvæmt aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar vegna ofbeldis karla gegn konum í nánum samböndum. (Lögð fyrir Alþingi á 139. löggjafarþingi 2010 2011.) EFNISYFIRLIT TILLÖGUR

Läs mer

Nr janúar 2006 REGLUGERÐ. um framkvæmdasamning við Norðurlandasamning um almannatryggingar frá 18. ágúst 2003.

Nr janúar 2006 REGLUGERÐ. um framkvæmdasamning við Norðurlandasamning um almannatryggingar frá 18. ágúst 2003. REGLUGERÐ um framkvæmdasamning við Norðurlandasamning um almannatryggingar frá 18. ágúst 2003. 1. gr. Norðurlandasamningur um almannatryggingar frá 18. ágúst 2003, sbr. lög nr. 66/2004 um lögfestingu Norðurlandasamnings

Läs mer

Vellíðan í vinnunni. Vinnueftirlit ríkisins Fræðslu- og leiðbeiningarit nr. 13

Vellíðan í vinnunni. Vinnueftirlit ríkisins Fræðslu- og leiðbeiningarit nr. 13 Vellíðan í vinnunni Vinnueftirlit ríkisins Fræðslu- og leiðbeiningarit nr. 13 Texti: Hólmfríður K. Gunnarsdóttir Forsíða: Fiskikonurnar, 1971, Hildur Hákonardóttir/Myndstef Teikningar: Gísli J. Ástþórsson

Läs mer

Hugmyndabanki. Stærðfræðileikir fyrir ung börn

Hugmyndabanki. Stærðfræðileikir fyrir ung börn Hugmyndabanki Stærðfræðileikir fyrir ung börn Leikirnir í hugmyndabankanum eru 22 talsins. Þeir eiga það allir sameiginlegt að tengjast stærðfræði á einn eða annan hátt. Marga leiki er hægt að útfæra eftir

Läs mer

HVERNIG VERÐA GÓÐIR VINNUSTAÐIR TIL?

HVERNIG VERÐA GÓÐIR VINNUSTAÐIR TIL? Þórunn Sveinsdóttir sjúkraþjálfari, Vinnueftirliti ríkisins. HVERNIG VERÐA GÓÐIR VINNUSTAÐIR TIL? Inngangur Álagseinkenni eru algeng í nútíma samfélagi. Um það bil 80 % af mannkyninu fá einhvern tíma um

Läs mer

Möguleikar til menntunar fyrr og nú

Möguleikar til menntunar fyrr og nú Möguleikar til menntunar fyrr og nú Samanburður á réttindum heyrnarskertra barna til séraðstoðar í grunnskólum á Íslandi og í Stokkhólmi Harpa Viðarsdóttir Lokaverkefni til BA-prófs Uppeldis- og Menntunarfræðideild

Läs mer

Að ryðja úr vegi. ólík sjónarhorn starfsendurhæfingar. Kristjana Fenger, lektor í iðjuþjálfunarfræði við Háskólann á Akureyri

Að ryðja úr vegi. ólík sjónarhorn starfsendurhæfingar. Kristjana Fenger, lektor í iðjuþjálfunarfræði við Háskólann á Akureyri Að ryðja úr vegi ólík sjónarhorn starfsendurhæfingar Kristjana Fenger, lektor í iðjuþjálfunarfræði við Háskólann á Akureyri 1 Yfirlit Líkanið um iðju mannsins (e. Model of Human Occupation) Hvað hjálpaði

Läs mer

Efnisyfirlit. Inngangur Markmið Leiðir að markmiðum Heimildaskrá

Efnisyfirlit. Inngangur Markmið Leiðir að markmiðum Heimildaskrá Efnisyfirlit Inngangur Markmið Leiðir að markmiðum Heimildaskrá 3 4 5 12 2 Inngangur Samantektin sem hér birtist er afrakstur af vinnu æskulýðsráðs vegna stefnumótunar í æskulýðsmálum. Stefnumótunin á

Läs mer

Íslensk kvikmyndagerð fyrir íslenska menningu, áhorfendur og tungu.

Íslensk kvikmyndagerð fyrir íslenska menningu, áhorfendur og tungu. Íslensk kvikmyndagerð fyrir íslenska menningu, áhorfendur og tungu. Greining á starfsskilyrðum kvikmyndagerðar á Íslandi Yfirlit helstu niðurstöður Skýrsla unnin fyrir mennta og menningarmálaráðuneyti

Läs mer

F~d. 33. Frumvarp til áfengislaga. [33. mál]

F~d. 33. Frumvarp til áfengislaga. [33. mál] F~d. 33. Frumvarp til áfengislaga. [33. mál] (Lagt fyrir Alþingi á 72. löggjafarþingi, 1952.) I. KAFLI Almenn ákvæði. 1. gr. Tilgangur laga þessara er sá að stuðla að hóf'iegrí gegn misnotkun þess. meðferð

Läs mer

Frá styrkjakerfi til heilbrigðs rekstrarumhverfis

Frá styrkjakerfi til heilbrigðs rekstrarumhverfis Mars 1990 Frá styrkjakerfi til heilbrigðs rekstrarumhverfis Um byggðaaðgerðir á Norðurlöndum síðustu áratugina eftir Kristófer Oliversson NordREFO Efnisyfirlit Forord... 4 Formáli... 5 1 Inngangur... 6

Läs mer

Nóvember Hönnun 2+1 vega

Nóvember Hönnun 2+1 vega Nóvember 2006 Hönnun 2+1 vega Efnisyfirlit Efnisyfirlit...1 1 Inngangur...3 2 Almennt um 2+1 vegi...4 3 Saga 2+1 vega...5 3.1 Íslensk reynsla...5 3.2 Erlend reynsla...8 4 Hvenær er æskilegt að leggja

Läs mer

Miðvikudagurinn 8. júlí 1998 kl. 9: fundur samkeppnisráðs. Erindi vegna útboðs Vegagerðarinnar á vetrarþjónustu á Holtavörðuheiði

Miðvikudagurinn 8. júlí 1998 kl. 9: fundur samkeppnisráðs. Erindi vegna útboðs Vegagerðarinnar á vetrarþjónustu á Holtavörðuheiði Miðvikudagurinn 8. júlí 1998 kl. 9:00 114. fundur samkeppnisráðs Ákvörðun nr. 22/1998 Erindi vegna útboðs Vegagerðarinnar á vetrarþjónustu á Holtavörðuheiði I. Erindið og málavextir 1. Samkeppnisstofnun

Läs mer

Mars 2010 SÉRAKREINAR STRÆTISVAGNA Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU

Mars 2010 SÉRAKREINAR STRÆTISVAGNA Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU Mars 2010 SÉRAKREINAR STRÆTISVAGNA Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU Forsíðumynd: http://blogg.visir.is/jarl/category/tækni-og-visindi/page/2/ EFNISYFIRLIT 1 INNGANGUR 3 2 SAMGÖNGUR Í ÞÉTTBÝLI 4 2.1 Ástand samgangna

Läs mer

Inngangur Vorið 2015 fékk sveitarfélagið Árborg styrk frá Erasmus + til eflingar skólastarfinu í Árborg.

Inngangur Vorið 2015 fékk sveitarfélagið Árborg styrk frá Erasmus + til eflingar skólastarfinu í Árborg. Skýrsla UT stýrihóps Inngangur Vorið 2015 fékk sveitarfélagið Árborg styrk frá Erasmus + til eflingar skólastarfinu í Árborg. Ákveðið var að skipa þrjá hópa með mismunandi áherslur, einn þeirra var hópurinn

Läs mer

SKATTUR Á MENN Einstaklingsskattaréttur

SKATTUR Á MENN Einstaklingsskattaréttur SKATTUR Á MENN Einstaklingsskattaréttur Inngangur að tekjuskattlagningu Ásmundur G. Vilhjálmsson Glærupakki þrjú Almenni hlutinn hefur vægið 5 til 6, en sérstaki hlutinn 7 til 8 Efnisyfirlit Almennt um

Läs mer

Sópun snjós af hjólaleiðum og hálkuvarnir með saltpækli. Þróunarverkefni Veturinn

Sópun snjós af hjólaleiðum og hálkuvarnir með saltpækli. Þróunarverkefni Veturinn Sópun snjós af hjólaleiðum og hálkuvarnir með saltpækli Þróunarverkefni Veturinn 2015-2016 Titill skýrslu SKÝRSLA - UPPLÝSINGABLAÐ Sópun snjós af hjólaleiðum og hálkuvarnir með saltpækli Þróunarverkefni.

Läs mer

TILLÖGUR ÍSLENSKRAR MÁLNEFNDAR AÐ ÍSLENSKRI MÁLSTEFNU

TILLÖGUR ÍSLENSKRAR MÁLNEFNDAR AÐ ÍSLENSKRI MÁLSTEFNU TILLÖGUR ÍSLENSKRAR MÁLNEFNDAR AÐ ÍSLENSKRI MÁLSTEFNU Íslenska til alls Tillögur Íslenskrar málnefndar að íslenskri málstefnu Menntamálaráðuneyti 2008 Menntamálaráðuneyti : Rit 38 Nóvember 2008 Útgefandi:

Läs mer

Stokkhólmur Námsferð 5 leikskóla apríl 2012

Stokkhólmur Námsferð 5 leikskóla apríl 2012 Stokkhólmur Námsferð 5 leikskóla 18. - 22. apríl 2012 Dagana 18. 22. apríl 2012 fóru 5 leikskólar saman í námsferð til Stokkhólms í Svíþjóð. Fjórir leikskólanna sem kalla sig HEBA, Hulduheimar, Engjaborg,

Läs mer

Myndlist í mótun þjóðernis

Myndlist í mótun þjóðernis Myndlist í mótun þjóðernis Myndlist í Finnlandi um aldamótin 1900 Asta Johanna F. Laukkanen Lokaverkefni til B.Ed-prófs í grunnskólakennarafræði Leiðsögukennari: Ólafur Kvaran Kennaradeild Menntavísindasvið

Läs mer

Sérfræðinám í Svíþjóð - Vænn kostur -

Sérfræðinám í Svíþjóð - Vænn kostur - Sérfræðinám í Svíþjóð - Vænn kostur - Kristín Huld Haraldsdóttir 1, Tómas Guðbjartsson 2 1 Handlækningdeild Háskólasjúkrahússins í Lundi. Fågelhundsvägen 62, 226 53 Lund, Sverige. Netfang: kristin.huldharaldsdottir@skane.se

Läs mer

Skipulag sérgreina lækninga á Landspítala - háskólasjúkrahúsi

Skipulag sérgreina lækninga á Landspítala - háskólasjúkrahúsi Apríl 2007 Skipulag sérgreina lækninga á Landspítala - háskólasjúkrahúsi Magnús Pétursson forstjóri LSH 2 1. Inngangur Skipulag lækninga á stærri sjúkrahúsum byggist á sérgreinum lækninga. Nær öll sjúkrahús

Läs mer

2. Meginmál Hvað hefur verið rannsakað?

2. Meginmál Hvað hefur verið rannsakað? Ágrip Drengjum líður verr í skóla en stúlkum, ná lakari námsárangri og fremja fleiri agabrot. Rannsóknir hafa sýnt þennan mun á högum kynjanna um árabil og virðist hann fara vaxandi. Samræmd próf sýna

Läs mer

SKATTUR Á MENN Einstaklingsskattaréttur

SKATTUR Á MENN Einstaklingsskattaréttur SKATTUR Á MENN Einstaklingsskattaréttur Inngangur að tekjuskattlagningu Ásmundur G. Vilhjálmsson Glærupakki þrjú Almenni hlutinn hefur vægið 5 til 6, en sérstaki hlutinn 7 til 8 Efnisyfirlit Almennt um

Läs mer

Reglugerð um aðgerðir gegn einelti á vinnustað

Reglugerð um aðgerðir gegn einelti á vinnustað Reglugerð um aðgerðir gegn einelti á vinnustað 1000/2004 I. KAFLI Gildissvið og orðskýringar. 1. gr. Gildissvið. Reglugerð þessi gildir um aðgerðir gegn einelti á vinnustað sem lög nr. 46/1980, um aðbúnað,

Läs mer

Eftirlitsstaðir fyrir umferðareftirlit Tillögur að útfærslum

Eftirlitsstaðir fyrir umferðareftirlit Tillögur að útfærslum Eftirlitsstaðir fyrir umferðareftirlit Gunnar H. Jóhannesson Helga Aðalgeirsdóttir Sævar Ingi Jónsson Veghönnunardeild og Umferðareftirlit Akureyri maí 2007 Efnisyfirlit 1. INNGANGUR... 3 2. HÖNNUN EFTIRLITSSTAÐA...

Läs mer

Rannsókn á hlutdeild kynjanna í námsefni í sögu á miðstigi grunnskóla. Kristín Linda Jónsdóttir

Rannsókn á hlutdeild kynjanna í námsefni í sögu á miðstigi grunnskóla. Kristín Linda Jónsdóttir Rannsókn á hlutdeild kynjanna í námsefni í sögu á miðstigi grunnskóla Kristín Linda Jónsdóttir Ágúst 2011 Aðfararorð jafnréttisstýru Á síðasta ári barst Jafnréttisstofu ábending um að í glænýjum kennslubókum

Läs mer

ÞJÓNUSTA VIÐ FÖTLUÐ BÖRN OG FULLORÐNA TRAUST SVEIGJANLEIKI ÞRÓUN FRAMTÍÐARSÝN- OG STEFNA

ÞJÓNUSTA VIÐ FÖTLUÐ BÖRN OG FULLORÐNA TRAUST SVEIGJANLEIKI ÞRÓUN FRAMTÍÐARSÝN- OG STEFNA Drög desember 2006 MÓTUM FRAMTÍÐ ÞJÓNUSTA VIÐ FÖTLUÐ BÖRN OG FULLORÐNA 2007-2016 TRAUST SVEIGJANLEIKI ÞRÓUN FRAMTÍÐARSÝN- OG STEFNA ð Desember 2006 EFNISYFIRLIT 1. FRAMTÍÐARSÝN OG -STEFNA...3 1.1 Inngangur...3

Läs mer

Málþroski og læsi Færni til framtíðar- Leikskólinn Lækjarbrekka Hólmavík HANDBÓK

Málþroski og læsi Færni til framtíðar- Leikskólinn Lækjarbrekka Hólmavík HANDBÓK Málþroski og læsi Færni til framtíðar- Leikskólinn Lækjarbrekka Hólmavík HANDBÓK Þróunarverkefni unnið með leikskólum Húnaþings Vestra og Austur Húnavatnssýslu 2015-2017 2 Efnisyfirlit Tilurð verkefnisins...

Läs mer

Fegurðin fæðist á ný. Fljótvirk, langvirk mýking andlitslína Einföld fegrunaraðferð. Juvéderm ULTRA samanstendur af þremur vörum

Fegurðin fæðist á ný. Fljótvirk, langvirk mýking andlitslína Einföld fegrunaraðferð. Juvéderm ULTRA samanstendur af þremur vörum 1 Fegurðin fæðist á ný Fljótvirk, langvirk mýking andlitslína Einföld fegrunaraðferð 2 3 Elskaðu húðina þína... Það að eldast er ein af staðreyndum lífsins. Sumir eldast betur en aðrir á meðan sumir eru

Läs mer

Maí Hraðatakmarkandi aðgerðir

Maí Hraðatakmarkandi aðgerðir Maí 2006 Hraðatakmarkandi aðgerðir Útgefið stoðskjal: Sniðmát Viðhengi við 5.02.07 Verkefnislok Bls. 1 af 1 Upplýsingablað með skýrslum Unnið af: Guðbjörgu Lilju Erlendsdóttur Dagsetning: Skýrslunúmer:

Läs mer

Rændu vopnaðir

Rændu vopnaðir mönnum. gagnagrunn með upplýsingum um efnainnih matvæla in efni, eins og Verðlaunuð fyrir hönnun á Ítalíu Herpes-veiran gæti nýst í baráttunni við krabbamein. Ein tegund herpesveirunnar sem vísindamenn

Läs mer

UNGT FÓLK ÁN ATVINNU - VIRKNI ÞESS OG MENNTUN

UNGT FÓLK ÁN ATVINNU - VIRKNI ÞESS OG MENNTUN 2009 UNGT FÓLK ÁN ATVINNU - VIRKNI ÞESS OG MENNTUN,,Þetta er leiðinlegt líf, ég er búinn að vera það lengi atvinnulaus, er alltaf í tölvunni á nóttunni, þetta verður bara að stoppa." Tilvitnun í ungan

Läs mer

Greinargerð. um innflutning á heyrnartækjum og hlutum í þau á vegum Heyrnar- og talmeinastöðvar Íslands frá 1. janúar 1997 til 31.

Greinargerð. um innflutning á heyrnartækjum og hlutum í þau á vegum Heyrnar- og talmeinastöðvar Íslands frá 1. janúar 1997 til 31. Greinargerð um innflutning á heyrnartækjum og hlutum í þau á vegum Heyrnar- og talmeinastöðvar Íslands frá 1. janúar 1997 til 31. maí 2001 Janúar 2002 Efnisyfirlit 1 INNGANGUR... 2 2 UM STARFSEMI HTÍ...

Läs mer

Tæknileg úrræði og heilabilun á Norðurlöndunum

Tæknileg úrræði og heilabilun á Norðurlöndunum Tæknileg úrræði og heilabilun á Norðurlöndunum Foto: BK Grafiske Tæknileg úrræði til stuðnings í daglegu lífi fyrir fólk með heilabilun Viðtalskönnun unnin í Danmörku, Finnlandi, Íslandi, Noregi og Svíþjóð.

Läs mer

Minnihlutastjórnir á Íslandi og Norðurlöndum

Minnihlutastjórnir á Íslandi og Norðurlöndum Minnihlutastjórnir á Íslandi og Norðurlöndum Helgi Skúli Kjartansson Söguþinginu var ekki fyrr lokið en Ríkisútvarpið birti eftirfarandi frétt: Fredrik Reinfeldt, forsætisráðherra Svíþjóðar, staðfestir

Läs mer

NVF Fundur íslandsdeildar 29. október Matthildur B. Stefánsdóttir

NVF Fundur íslandsdeildar 29. október Matthildur B. Stefánsdóttir NVF Fundur íslandsdeildar 29. október 2015 Matthildur B. Stefánsdóttir E4 Förbifart Stockholm Undirtitill 5.11.2015 Matthildur B. Stefánsdóttir Kort af framkvæmdasvæði E4 Förbifart Stockholm. E4 Förbifart

Läs mer

Börn á Norðurlöndum. Norræna velferðarmiðstöðin. Snemmbær úrræði fyrir börn og fjölskyldur

Börn á Norðurlöndum. Norræna velferðarmiðstöðin. Snemmbær úrræði fyrir börn og fjölskyldur Börn á Norðurlöndum Norræna velferðarmiðstöðin Hugmyndarit Snemmbær úrræði fyrir börn og fjölskyldur 1 Börn á Norðurlöndum Snemmbær úrræði fyrir börn og fjölskyldur Útgefandi: Norræna velferðarmiðstöðin

Läs mer

Matvæli úr dýraríkinu og fóður

Matvæli úr dýraríkinu og fóður Áhættu- og frammistöðuflokkun Matvæli úr dýraríkinu og fóður Mat á eftirlitsþörf fóðurfyrirtækja og fyrirtækja sem vinna matvæli úr dýraríkinu 0 Útgáfa: 19.2.2016 Tekur við af útgáfu: 5.2.2013 STAÐFESTING

Läs mer

ARBETSTAGARE I NORDEN. exempel på gränshinder

ARBETSTAGARE I NORDEN. exempel på gränshinder ARBETSTAGARE I NORDEN exempel på gränshinder Genom ett unikt och målinriktat politiskt samarbete är de nordiska länderna på väg att göra Norden till den mest integrerade regionen i världen. En viktig del

Läs mer

Ársskýrsla Jafnréttisstofu 2010

Ársskýrsla Jafnréttisstofu 2010 Ársskýrsla Jafnréttisstofu 2010 Jafnréttisstofa Borgum v/ Norðurslóð - 600 Akureyri Sími: 460 6200 Bréfsími: 460 6201 Netfang: jafnretti@jafnretti.is www.jafnretti.is EFNISYFIRLIT FORMÁLI... 4 HLUTVERK

Läs mer

Ræktun tómata við raflýsingu

Ræktun tómata við raflýsingu Fræðaþing landbúnaðarins 26 Ræktun tómata við raflýsingu Björn Gunnlaugsson og Sveinn Aðalsteinsson, Landbúnaðarháskóli Íslands Reykjum Ölfusi, 81 Hveragerði bjorng@lbhi.is, sveinn@lbhi.is Inngangur Notkun

Läs mer

4. tölublað 2015 Fimmtudagur 26. febrúar Blað nr árg. Upplag

4. tölublað 2015 Fimmtudagur 26. febrúar Blað nr árg. Upplag 14 30 er matur og matreiðsla sem 22 23 Kann 4. tölublað 2015 Fimmtudagur 26. febrúar Blað nr. 437 21. árg. Upplag 32.000 30 Mynd / Margrét Þóra Þórsdóttir Landbúnaðarráðherra gagnrýndi harðlega einokunarstöðu

Läs mer

Gandur til Svíþjóðar. Viðskipta- og raunvísindasvið Lokaverkefni 2106 Fjóla Björk Jónsdóttir Leiðbeinandi: Vera Kristín Vestmann Kristjánsdóttir

Gandur til Svíþjóðar. Viðskipta- og raunvísindasvið Lokaverkefni 2106 Fjóla Björk Jónsdóttir Leiðbeinandi: Vera Kristín Vestmann Kristjánsdóttir Viðskipta- og raunvísindasvið Lokaverkefni 2106 Fjóla Björk Jónsdóttir Leiðbeinandi: Vera Kristín Vestmann Kristjánsdóttir Gandur til Svíþjóðar Akureyri, 19. maí 2014 150291-2599 Háskólinn á Akureyri Viðskipta-

Läs mer

NTR- ráðstefna í Svíþjóð 2012

NTR- ráðstefna í Svíþjóð 2012 1 NTR- ráðstefna í Svíþjóð 2012 Þetta yfirlit er unnið af Guðríði Sigurbjörnsdóttur St.Rv. og Karli Rúnar Þórssyni STH. Hér er ekki um að ræða ýtarlega samantekt á öllu því sem fram fór enda upplifun hvers

Läs mer

EFNISYFIRLIT. Prentarinn

EFNISYFIRLIT. Prentarinn ÚTSKRIFT NEMAR Í PRENTIÐNGREINUM Hinn 11. júní síðastliðinn útskrifuðust átta nemar í prentsmíði (grafískri miðlun) og tveir í prentun. Athöfnin fór fram í húsnæði IÐUNNAR í Vatnagörðum 20. Það er hefð

Läs mer

Um mikilvægi rannsóknaseturs á sviði opinberrar stjórnsýslu

Um mikilvægi rannsóknaseturs á sviði opinberrar stjórnsýslu Um mikilvægi rannsóknaseturs á sviði opinberrar stjórnsýslu Ómar H. Kristmundsson dósent í opinberri stjórnsýslu við Háskóla Íslands 2. tbl. 3. árg. 2007 Erindi og greinar Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála,

Läs mer

Norræn starfsmannaskipti skýrsla styrkþega

Norræn starfsmannaskipti skýrsla styrkþega Norræn starfsmannaskipti skýrsla styrkþega Nafn Sigrún Guðmundsdóttir Vinnustaður á Íslandi, stofnun og deild Umhverfisstofnun, svið Umhverfisgæða, Hollustuverndardeild Starfsheiti Sérfræðingur Kyn kvk

Läs mer

Fullriggaren Malevik. Robert Johansson, Anna Malmsköld, Camilla Wingne

Fullriggaren Malevik. Robert Johansson, Anna Malmsköld, Camilla Wingne Flaggskipið Male alevik Flaggskipið Malevik er skóli fyrir 6 16 ára gamla nemendur. Kennararnir eiga samstarf um að þróa kennsluáætlanir þannig að nemendur geti fundið samhengi allt frá fyrsta ári til

Läs mer

Vefrallý um Norðurlönd

Vefrallý um Norðurlönd Vefrallý um Norðurlönd Vefrallý um Norðurlönd 2015 Hilmar Egill Sveinbjörnsson 2015 kort Jean Pierre Biard Ritstjórar: Sigrún Sóley Jökulsdóttir Útlit og umbrot: Námsgagnastofnun 1. útgáfa 2015 Menntamálastofnun

Läs mer

Leiðarvísir fyrir tónmöskva

Leiðarvísir fyrir tónmöskva Leiðarvísir fyrir tónmöskva og ráðleggingar um hvað þarf helst að hafa til hliðsjónar við val á búnaði. Samstarfsnefnd Heyrnarskertra á Norðurlöndum 2016 Höfundur: Gudvin Helleve Umbrot: Clasgöran Strömgren,

Läs mer

Niðurskurður verði allt að 56 milljarðar

Niðurskurður verði allt að 56 milljarðar andi áferð. anum v JÓGA HÁTÍSKUFLÍKUR má hæglega sauma upp úr fötum sem hætt er að nota ef hugmyndaflugið er beislað. Eins má búa til fínustu flíkur úr gömlum gluggatjöldum, borðdúkum og jafnvel rúmfötum.

Läs mer

Greinargerð og úrskurður gerðardóms í ágreiningsmáli Ljósmæðrafélags Íslands og fjármála- og efnahagsráðherra fyrir hönd ríkissjóðs sbr.

Greinargerð og úrskurður gerðardóms í ágreiningsmáli Ljósmæðrafélags Íslands og fjármála- og efnahagsráðherra fyrir hönd ríkissjóðs sbr. Greinargerð og úrskurður gerðardóms í ágreiningsmáli Ljósmæðrafélags Íslands og fjármála- og efnahagsráðherra fyrir hönd ríkissjóðs sbr. miðlunartillögu ríkissáttasemjara dags. 21. júlí 2018 30. ágúst

Läs mer

Bankbok som lärobok. Lennart Högstedt

Bankbok som lärobok. Lennart Högstedt Bankabók sem kennslubók Sænskur banki dreifði árið 1999 bók til allra viðskiptavina sinna. Ætlunin var að hún yrði eins konar leiðbeiningar fyrir daglegt líf og aðstoð við að skilja, einfalda og ná betri

Läs mer

Tóbakslausar aðgerðir. Betri batahorfur með því að vera laus við tóbak

Tóbakslausar aðgerðir. Betri batahorfur með því að vera laus við tóbak Tóbakslausar aðgerðir Betri batahorfur með því að vera laus við tóbak EFNISYFIRLIT 3 LAUS VIÐ TÓBAK FYRIR AÐGERÐ 4 NÚ ER TÆKIFÆRIÐ! 5 LAUS VIÐ TÓBAK EFTIR AÐGERÐ 6 FREKARI UPPLÝSINGAR OG AÐSTOÐ 2 Laus

Läs mer

Språkproven i ISLEX problem och potential

Språkproven i ISLEX problem och potential Språkproven i ISLEX problem och potential Anna Helga Hannesdóttir Uppläggning ISLEX som utgångspunkt för en principiell, teoretisk diskussion Genren och tekniken Språkproven och ordförrådet i ISLEX islex.is

Läs mer

Aravísur. sungnar Ara Páli Kristinssyni fimmtugum 28. september 2010

Aravísur. sungnar Ara Páli Kristinssyni fimmtugum 28. september 2010 Aravísur sungnar Ara Páli Kristinssyni fimmtugum 28. september 2010 Menningar- og minningarsjóður Mette Magnussen Reykjavík 2010 Höfundar Umsjón: Jóhannes B. Sigtryggsson og Kári Kaaber. Bók þessa má afrita

Läs mer

Ritnefnd: Arnbjörg Eiðsdóttir, Helga Sigurjónsdóttir, Þóra Kemp og Þorsteinn Hjartarson.

Ritnefnd: Arnbjörg Eiðsdóttir, Helga Sigurjónsdóttir, Þóra Kemp og Þorsteinn Hjartarson. Ferð starfsmanna Þjónustumiðstöðvar Breiðholts til Stokkhólms í október 2010 Undirbúningsnefnd: Bryndís Ó. Gestsdóttir, Eydís D. Sverrisdóttir, Helga Sigurjónsdóttir, Jóhanna Erla Guðjónsdóttir, Kolbrún

Läs mer