Ritnefnd: Arnbjörg Eiðsdóttir, Helga Sigurjónsdóttir, Þóra Kemp og Þorsteinn Hjartarson.

Storlek: px
Starta visningen från sidan:

Download "Ritnefnd: Arnbjörg Eiðsdóttir, Helga Sigurjónsdóttir, Þóra Kemp og Þorsteinn Hjartarson."

Transkript

1 Ferð starfsmanna Þjónustumiðstöðvar Breiðholts til Stokkhólms í október 2010

2 Undirbúningsnefnd: Bryndís Ó. Gestsdóttir, Eydís D. Sverrisdóttir, Helga Sigurjónsdóttir, Jóhanna Erla Guðjónsdóttir, Kolbrún Björnsdóttir, Lilja Þorkelsdóttir og Þóra Kemp. Ritarar í vettvangsheimsóknum: Arnbjörg Eiðsdóttir, Ágústa H. Gísladóttir, Bergljót B. Guðmundsdóttir, Ellen Svava Guðlaugsdóttir, Elín Guðjónsdóttir, Guðrún Kristinsdóttir, Inga Þóra Geirlaugsdóttir, Íris Ósk Ólafsdóttir, Katrín S. Jóhannsdóttir, Sigrún Ósk Björgvinsdóttir og Þorsteinn Hjartarson, Ritnefnd: Arnbjörg Eiðsdóttir, Helga Sigurjónsdóttir, Þóra Kemp og Þorsteinn Hjartarson. Þjónustumiðstöð Breiðholts apríl

3 Efnisyfirlit Aðdragandi ferðar...4 Markmið...4 Þátttakendur...5 Framkvæmd heimsóknir...6 Heimsókn á Þjónustuskrifstofu (Medborgarkontor) Skärholmen...7 Fågelholmen leikskóli í Skärholmen...9 Ungmennamóttakan (Team 127)...11 Meðferðin...11 Íbúðasambýli í Skärholmen...12 Ungdomens Hus...13 Lýðræðislegt vinnulag...14 Önnur starfsemi...14 Grunnskólinn í Hässelbygårdskolan...15 Samvinna við nærsamfélagið...16 Hässelby Villakulla Annexet leikskóli...17 Folkets Hus í Rynkeby...18 Kulturhuset Stockholm...20 Lokaorð

4 Aðdragandi ferðar Á vormánuðum 2010 ákvað starfsfólk Þjónustumiðstöðvar Breiðholts að skipuleggja fræðslu- og kynnisferð til Stokkhólms. Skipað var í ýmsa hópa til að vinna að undirbúningi ferðarinnar þar sem tíminn var naumur og sumarfrí framundan. Allt gekk að óskum og var ferðin fjármögnuð með styrkjum frá stéttarfélögum hvers og eins auk þess sem hluti starfsmanna skipulagði fjáröflun af ýmsu tagi. Hópurinn taldi í allt 27 starfsmenn auk maka sem voru átta. Ferðin var farin dagana október Markmið Markmið ferðarinnar var að fræðast um með hvaða hætti nágrannaþjóð okkar er að vinna í félags-, frístunda- og skólaþjónustu ásamt því að fá nýja sýn á hið daglega starf sem við erum að sinna hér heima. Einnig fannst okkur mikilvægt að heimsækja hverfi sem eiga eitthvað sameiginlegt með Breiðholtinu eins og til að mynda frekar hátt hlutfall íbúa sem búa við félagslega erfiðleika. Við völdum því að heimsækja hverfi sem eru með hátt hlutfall innflytjenda og reyna þannig að fá innsýn í hvernig unnið er með fjölbreytileikann í félags- og skólaþjónustu og frístundastarfi. Síðast en ekki síst var markmið ferðarinnar að styrkja starfshópinn og efla starfsandann. Leikskólabörn að leik 4

5 Þátttakendur Arnbjörg Eiðsdóttir Ágústa H. Gísladóttir Bergljót Guðmundsdóttir Bryndís Ósk Gestsd. Ellen Svava Guðlaugsd. Guðrún Briem Elín Bryndís Guðmundsd. Elín Guðjónsdóttir Erla Sigríður Hallgrímsd. Eydís Dóra Sverrisd. Guðrún G. Kristinsdóttir Halla Hallgeirsdóttir Helga Sigurjónsdóttir Inga Þóra Geirlaugsd. Íris Dröfn Steinsdóttir Íris Ósk Ólafsdóttir Jóhanna Erla Guðjónsd. Karen Aradóttir Katrín S. Jóhannsdóttir Kolbrún Björnsdóttir María Þorleif Hreiðarsd. Rósa Dagný Grétarsd. Lilja Þorkelsdóttir Sigrún Ósk Björgvinsd. Þorsteinn Hjartarson Þóra Guðjónsdóttir Þóra Kemp Átta makar voru einnig með í för. Starfsmenn ÞB í vettvangsheimsókn 5

6 Framkvæmd heimsóknir Skipulögð dagskrá var í boði í tvo daga sem gekk bæði út á almennar kynningar á starfsemi stofnana og heimsóknir í hin ýmsu úrræði sem boðið er upp á. Hópurinn skipti sér jafnframt í minni hópa og voru heimsóttir staðir sem hverjum og einum þótti áhugaverðastir út frá sínu starfi og verkefnum. Fyrri daginn heimsóttum við þjónustuskrifstofuna í Skärholmen og í framhaldi af því voru kynningar á fjórum starfseiningum þar sem hver starfsmaður gat valið að fara á tvær. Seinni daginn fór allur hópurinn í heimsókn í grunnskóla í Hässelby og eftir hádegi skiptist hópurinn upp í smærri hópa og heimsótti annars vegar Hässelby Villakulla Annexet leikskólann og hins vegar Alþýðuhúsið (Folkets hus) í Rynkeby. Starfsmenn ÞB í vettvangsheimsókn 6

7 Heimsókn á Þjónustuskrifstofu (Medborgarkontor) Skärholmen Skärholmen Í borgarhlutanum Skärholmen búa u.þ.b. 33 þúsund íbúar og er hann einn af 14 borgarhlutum Stokkhólms. Steinunn Á. Steinunn A.Håkansson Håkansson er framkvæmdastjóri þjónustuskrifstofunnar og jafnframt hins pólitíska kjörna ráðs sem fer með stjórn hverfisins (Skärholmens stadsdelsförvaltning). Til gamans má geta að Steinunn er tvíburasystir Ragnhildar Ásgeirsdóttur, djákna í Fella- og Hólakirkju. Í kynningu Steinunnar kom fram að þau hafi nýlega gengið í gegnum töluverðar breytingar því fyrir fjórum árum, þegar borgarstjórn hægri manna komst til valda í Stokkhólmi, var grunnskólaþjónustan gerð miðlæg að nýju. Einnig var aukin áhersla lögð á einkavæðingu þjónustunnar, jafnframt var ábyrgð á launakeyrslum og fleiri verkefnum færð aftur í ráðhúsið. Hins vegar ber Þjónustuskrifstofa Skärholmen mikla ábyrgð á öllum rekstri og þjónustu við leikskóla, tómstundastarfi, menningarmálum, málefnum eldri borgara, félagslegri þjónustu, heimaþjónustu, allri þjónustu við fatlaða, búsetumálum, umhverfismálum og ýmsu er snýr að nærþjónustu s.s umsjón/umhirða leikvalla og útivistarsvæða. Um 1400 starfsmenn vinna hjá Þjónustuskrifstofu Skärholmen þar sem lögreglan er einnig til húsa enda kom fram í kynningu Steinunnar og samstarfsmanna hennar að mikið og gott samstarf væri við lögregluna sem gagnaðist vel í öllu forvarnarstarfi. Hins vegar nefndi hún í leiðinni að færsla grunnskólanna til 7

8 skrifstofunnar í ráðhúsinu hefði ekki haft góð áhrif í þverfaglegu samstarfi innan hverfisins. Í Skärholmen er margar félagslegar íbúðir og hátt hlutfall fólks af erlendum uppruna og eru helstu þjóðernishóparnir frá Arabalöndum, Tyrklandi, Finnlandi, Íran, Írak, Sómalíu og Grikklandi. Þegar litið er til aldurssamsetningarinnar eru 26% íbúa undir 19 ára aldri, 58% á aldrinum ára og 16% eldri en 65 ára. Atvinnuleysi er mikið í borgarhlutanum (2400) og hafa þau rekið eigin vinnumiðlun Jobbtorg sem borgin hefur nýlega tekið yfir, en þar er mikið og fjölbreytt tilboð af námskeiðum og mentor verkefnum. Skólakerfið er svolítið öðruvísi en við þekkjum hér á landi og til að mynda er ekki skólaskylda hjá 6 ára börnum en þau reka svokallaðan Open preschool þar sem fullorðnir og börn koma saman þar sem þau hafa aðgang að kennara. Þá kom fram að þrír leikskólastjórar eru í hverfinu sem stýra nokkrum leikskólum en síðan eru millistjórnendur sem hafa aðsetur í hverjum leikskóla og sjá um daglegan rekstur. Í Skärholmen hefur verið lögð mikil áhersla á foreldrastuðning enda gengur pólitísk stefna út á það að setja barnið í fyrsta sæti og gera allt sem hægt er til að gera aðstæður hvers barns sem bestar og það sé í raun samstarfsverkefni allra íbúa. Hvað varðar fjárhagsaðstoð til þeirra sem ekki hafa vinnu þá er lögð áhersla á að fólk sinni atvinnuleit og/eða sæki virkniverkefni sem í boði eru. Ef einhver sinnir ekki slíku er dregið úr greiðslum en þó er það undantekning ef viðkomandi er forsjáraðili barns. Í þeim tilvikum er alltaf tryggt að barnið hafi greiðan aðgang að mat og öðrum lífsnauðsynjum. Mikil áhersla er lögð á að taka vel á móti fólki og hafa samráð við notendur í ýmsum ákvörðunum. Eitt helsta kjörorðið er People can. Fram kom í kynningunni að um ráðgjafar eru starfandi í Skärholmen og er algengt að hver ráðgjafi sé með u.þ.b fjölskyldumál á sinni könnu. Félagsráðgjafar og aðrir ráðgjafar eru mikið út í hverfi og sinna ráðgjöfinni inni á 8

9 heimilum fólks, í skólunum og víðar enda er það hluti af stefnunni að vinna þannig. Að undanförnu hefur mikil áhersla verið lögð á meðferð og þverfaglega vinnu með börn sem hafa verið misnotuð og lent í heimilisofbeldi en því miður er sá hópur allt of stór (650 skráningar um misnotkun). Sjá nánari upplýsingar á netinu: Fågelholmen leikskóli í Skärholmen Leikskólinn er staðsettur nálægt þjónustukjarna hverfisins við járnbrautarstöðina. Hlutfall barna af erlendum uppruna er 92% og því fær leikskólinn viðbótarfjármagn, en einnig vegna félagslegra erfiðleika hjá mörgum fjölskyldum í hverfinu. Í inntökuferlinu fara kennarar í heimsóknir heim til barnanna áður en þau byrja í aðlögun sem tekur að jafnaði þrjá daga. Barnið kynnist því kennaranum fyrst á heimavelli. Þetta er liður í að ávinna sér traust og samvinnu foreldranna. Mikið og gott samstarf er við foreldra og að sögn leikskólastjórans hafa yfirvöld í Stokkhólmi sett sérstakar reglur um að alltaf eigi að ganga út frá því sem er best fyrir börnin. Í leikskólanum starfa 8 starfsmenn. Einn leikskólastjóri og Fågelhomen leikskóli þrír starfsmenn sinna 18 börnum - auk þess eru leikskólakennarar í sérverkefnum, t.d. í að kenna sænsku sem annað mál. Mikil áhersla er lögð á símenntun starfsfólks og að það læri aðferðir til þess að skapa traust við foreldra því samvinna við foreldra er talin grundvöllur að öllu starfi með börnunum. Við upphaf hvers skólaárs á haustin eru tveir starfsdagar þar sem starfsfólkið kemur saman og ákveður þema skólaársins og síðan eru starfsaðferðir ákveðnar út frá áhugasviðum barnanna sem dveljast á 9

10 leikskólanum hverju sinni. Mikið eru unnið með sögur, söng og leiklist og notaðar eru myndrænar stoðir, látbragð og hvaðeina sem nýst getur hinum ýmsu skynfærum. Dæmi um að síðastliðið haust sýndu nemendur lestarstöðinni sérstakan áhuga. Því var unnið með það þema í skólanum, farið var í lestina, keyptir miðar, ferðast með lestinni, fylgst með henni og listaverk unnin í kjölfarið. Mikil áhersla er í skólanum að vinna með nærumhverfið og reynsluheim barnanna, en einnig farið mikið með þau út úr hverfinu til þess að auka enn frekar við reynslu- og þekkingarheim þeirra. Starfsfólk skólans hefur eftirfarandi atriði að leiðarljósi í starfi sínu: Börn er ólík Börn hafa eitthvað að segja Börn kanna og læra að skilja umhverfi sitt Börn búa yfir færni, reynslu og áhuga Börn hafa getu til aukins þroska Börn eru forvitin Annað sem kom fram var að nemendur úr grunnskólum hverfisins koma í starfsnám eina viku á ári. Ekki er talin þörf á að greina ADHD þegar þau eru þetta ung. Foreldrar verða að biðja um greiningu, því leikskólinn gerir það ekki. Við fengum að fylgjast með Leikskólabörn í Fågelholmen samverustund 1-3 ára barna. Þar voru sagðar sögur, sungið og notuð ýmis hjálpargögn bæði myndræn og hlutlæg. Það virtist vera ríkur þáttur í starfseminni að vinna með tungumálið. 10

11 Ungmennamóttakan (Team 127) Ungmennamóttakan hóf starfsemi sína í september árið 2007 og starfa þar fimm starfsmenn. Vinna þeirra byggir á rannsóknum sem sýna að besta leiðin til að meðhöndla unga afbrotamenn er að gera það á þeirra heimasvæði. Starfsmenn vinna eftir hugmyndafræði Martin Lartén en hann er höfundur bókarinnar Från brott till genombrott og þau hitta höfundinn einu sinni í mánuði til að fá handleiðslu. Markhópurinn eru unglingar á aldrinum ára sem búa í Skärholmen og hafa brotið af sér. Afbrotin eru svo sem þjófnaður, ofbeldi eða fíkniefnaneysla og eru þau öll á sakaskrá. Þetta eru unglingar með hegðunarerfiðleika og sem eru framtakslausir. Félagsráðgjafar á þjónustuskrifstofum/félagsþjónustu/barnavernd vísa í ungmennamóttökuna og er mikil samvinna milli teymisins og félagsráðgjafa unglingsins. Meðferðin Ungmennamóttakan leggur mikla áherslu á fagmennsku og er allt ferlið í föstum skorðum og starfsfólkið vel menntað. Þrátt fyrir það er meðferðin í sífelldri þróun og unnið að því að bæta vinnuferlið. Lögð er áhersla á að ábyrgðin liggi hjá gerandanum og unnið með hann út frá því. Unnið er með ákveðin atvik eða atriði hvert fyrir sig. Einungis er þörf á samþykki foreldranna til að geta unnið með unglinginn. Oft koma málin frá barnavernd og foreldrarnir fá þá val um þetta úrræði eða stofnun. Það hefur þó aukist að unglingarnir og foreldrarnir sæki sjálf eftir meðferð eftir að hafa heyrt um hana hjá vinum þar sem bæði foreldrarnir og unglingarnir eru almennt ánægðir með meðferðina. Foreldrar um 85% unglinganna eru af erlendu bergi brotnir og koma flestir frá Írak og Íran. Stúlkur eru um 5% og hefur hlutfall þeirra aðeins verið að aukast. Meðferðin tekur um ár og er unnin í þremur áföngum. 11

12 Íbúðasambýli í Skärholmen Sambýlið er eitt af tólf heimilum í Skärholmen þar sem búa alls 80 einstaklingar. Á því sambýli sem heimsótt var eru 5 íbúðir. Um er að ræða fimm einstaklinga sem eru allir með væga þroskahömlun og greindarskertir á aldrinum 24 til 51 árs, fjórir karlar og ein kona. Íbúarnir eiga það sameiginlegt að geta ekki búið í einir Ekholmen sambýli án þjónustu. Enginn þeirra er með hreyfihömlun. Sambýlið er þannig skipulagt að starfsmannaíbúðin er sameiginleg fyrir alla íbúana. Þar er stofa, eldhús, baðherbergi, þvottaaðstaða og svefnherbergi fyrir starfsmanninn sem vinnur á sólarhringsvöktum. Á sambýlinu hafa íbúarnir kost á að borða saman og eiga samverustundir í íbúð starfmannsins og þarf það þá að vera skipulagt með fyrirvara. Ef íbúarnir vilja elda saman máltíð þurfa þeir að leggja út fyrir matnum, elda hann með stuðningi starfsmannsins og ganga frá eftir sig. Þjónustan byggir einnig á því að fara út fyrir heimilið eins og í bíó, versla, hitta vini í fylgd starfsmanns og einnig að fara á dansleiki og fleira þess háttar. Íbúarnir geta óskað eftir aðstoð með allar athafnir daglegs lífs en verið er að efla sjálfstæðið þeirra með því að gefa þeim tækifæri til að búa í eigin íbúð. Þeir hringja í starfsmanninn en engar bjöllur eru á heimili íbúanna og starfsmannsins. Flestir þeirra sem búa á sambýlinu bjuggu áður í herbergjasambýli/stofnun og því er flutningur í íbúðasambýli mikil viðbrigði fyrir þessa einstaklinga. Íbúarnir á sambýlinu eru nokkuð sjálfbjarga en þurfa stuðning og hvatningu til þess að halda heimili. Flestir íbúarnir eru í vinnu með stuðningi og fær enginn þeirra liðveislu. 12

13 Flestir hafa fullreynt það að búa einir og vera í námi án árangurs. Hægt er að sækja um búsetu í sambýlinu í gegnum félagsþjónustuna. Sveitarfélagið tekur ákvörðun um hvort umsækjandi geti nýtt sér úrræðið skv. gildandi lögum en enginn biðlisti er eftir sambýli þrátt fyrir að það sé hópur sem bíður eftir sambærilegu úrræði. Heimilin eru flokkuð eftir greiningum einstaklinganna og íbúar geta búið þar eins lengi og þeir óska eftir. Þeir borga húsaleigu, fá húsaleigubætur og sjá um sína eigin reikninga en borga ekki fyrir sólarhringsþjónustuna. Starfsmennirnir eru fimm talsins og er einn starfsmaður á vakt í nokkra daga í senn. Þegar starfsmaður fer út með einn íbúann þarf að skipuleggja það vel fyrirfram gagnvart öðrum íbúum hússins. Ungdomens Hus Húsið hefur verið starfrækt í sex ár og hefur verið haft að leiðarljósi að notendur þess hafi frumkvæði og ákveði sjálfir hvað og hvernig er unnið. Lýðræðisleg vinnubrögð er regla númer eitt. Það hefur verið mikil vinna, fyrirhöfn og kallað á ústjónarsemi að fá ungmennin til að koma í klúbbastarfið og sjá ávinning af því að starfa þar. Foreldrarnir voru heldur ekki hrifnir í fyrstu og óttuðust að þarna væri spilling á meðal ungs fólks. Starfsfólkið átti sérstaklega erfitt með að sannfæra feður og bræður um að stelpurnar ættu erindi til þeirra. Lagt var í sérstakt átak til þess að fá stelpur á staðinn og nú Starfsmenn ÞB i Ungdommens Hus eru þær um 48% notenda. Starfsfólkið hefur lagt áherslu á það að búa til stelpuhópa og sannfæra 13

14 fjölskyldur þeirra um að þetta sé gott fyrir þær ef þær hyggja á menntun eða að fá vinnu í Svíþjóð. Þetta með vinnuna hafði sérstaklega góð áhrif. Þarna koma ungmenni frá mörgum löndum með mörg tungumál og trúarbrögð. Þau reyna að koma á sambandi við önnur ungmenni í landinu eða jafnvel erlendis. Mikil áhersla er lögð á vettvangsferðir út úr hverfinu því ungmennin eru oft einangruð og finnst þau jafnvel ekki eiga erindi neitt annað. Farið er til að mynda á söfn, bíó, leikhús, í garða og fleira þess háttar. Lýðræðislegt vinnulag Þrettán unglingar eru í stjórn hússins og einn fullorðinn. Áhersla er lögð á íbúalýðræði almennt. Unga fólkið skipuleggur starfið sjálft og er stjórn sem ákveður hvað gert er með hverju sinni og hvernig hópa þau vilja setja upp, oft er unnið út frá sérstökum þemum. Aðalstarfsemin fer fram á veturna, en þó er verið að reyna að halda uppi sumarstarfi t.d sumarbúðum, kaffihúsi og sjónvarpsherbergi. Á hverju ári er farið í sumarbúðir og eru þá ungmenni og 3 starfsmenn með í hverri ferð. Sem dæmi má nefna fóru 15 krakkar fóru í sérstakar dansbúðir. Fimm stjórnir eru starfandi innan hússins og sér hver stjórn um ákveðin verkefni í tengslum við starfsemina. Töluverð samkeppni er á milli stjórna því verðlaun eru veitt fyrir besta verkefnið. Síðast fór hópur til Brussel til þess að taka á móti verðlaunum á vegum verkefnisins Ungt fólk í Evrópu. Opnunartími hússins er frá klukkan á virkum kvöldum en til 01:00 á föstudögum sem eru partíkvöld. Önnur starfsemi Eldri borgarar nýta húsið tvisvar sinnum í viku að deginum til. Ungir foreldrar koma með börnin sín og dansa með þeim. Aðstoð við heimanám er einnig í boði. Jafnframt er boðið upp á aðstöðu til trúariðkunar. Sérstakt fræðsluverkefni er í boði fyrir ófrískar konur ára og eru nú um 35 konur sem mæta. Gítarherbergi, danssalur, íþróttasalur, sýningarsalur - allt nýtist hinum ýmsu 14

15 hópum í hverfinu. Það eru milli manns sem koma í húsið um helgar og þá iðar allt af lífi. Grunnskólinn í Hässelbygårdskolan Hrafnhildur Hilmarsdóttir Arenvall skólastjóri og Anders aðstoðarskólastjóri tóku á móti hópnum. Þau sögðu okkur frá því hvernig skólinn hefur breyst síðastliðin fjögur ár úr því að vera mjög neðarlega í meðaltalssamanburði á námsárangri í Svíðþjóð í það að verða ofarlega á listanum. Auk þess gerðu þau grein fyrir skipulagi og samstarfi skólans við nærsamfélagið. Hrafnhildur Hilmarsdóttir Arenvall Nemendafjöldi er um 520 nemendur frá 6-16 ára. 90% nemenda koma frá öðrum löndum og 46 tungumál eru töluð í skólanum. Í hverjum bekk eru um nemendur og nemendur í eldri bekkjunum. Um 100 starfsmenn vinna í skólanum þar af eru 10-30% af erlendum uppruna. Öll kennslugögn eru gjaldfrjáls - bæði bækur og skriffæri. Einelti þekkist ekki í skólanum. Mikil áhersla er lögð á sænsku, ensku og stærðfræði. Fríar skólamáltíðir eru í boði og stjórnendur borða með nemendum. Áhersla er lögð á hollt mataræði og margir starfsmenn vinna í eldhúsinu. Ekki er reynt að greina börn sem eiga við einhvern vanda að stríða fyrr en í fyrsta lagi tveimur árum eftir að þau koma í skólann og sjaldan í leikskóla. Greinilega er þarna um að ræða gagnkvæma virðingu innan skólasamfélagsins sem einkennist af góðri blöndu af skýrum reglum og umhyggju. Hvað hefur verið gert sem stuðlað hefur að betra skólastarfi? 1. Settar voru inn valgreinar í listum og íþróttum, nemendur geta valið frá 12 ára aldri, leiklist, dans, tónlist og íþróttir. 2. Leitast var við að fá mjög góða listamenn til þess að sjá um þessar valgreinar. Þau vinna að ákveðnum verkefnum og hafa þau vakið athygli og 15

16 aukið hróður og virðingu skólans. Ávinningurinn: Nemendur hafa fengið aukið sjálfstraust og virðingu og njóta sín betur í öllum námsgreinum. Einnig hafa þau fengið góða nemendur í skólann vegna kennslu í listgreinum og það hefur mikið að segja. 3. Endurmenntun kennara var stóraukin og allir fóru á námskeið í að kenna sænsku í gegnum allar námsgreinar. Sænskan er alltaf höfð að leiðarljósi. Ávinningur: Þetta virtist koma öllum nemendum að gagni ekki bara þeim sem eru af erlendum uppruna. 4. Skólinn hefur lagt sérstaka áherslu á upplýsingatækni í kennsluaðferðum og vinnulagi nemenda og kennara. Ávinningur: Nemendur verða sjálfstæðari í vinnubrögðum og nýta tölvurnar til þess að afla sér þekkingar, oft á sínu móðurmáli. 5. Fjórum sinnum á ári er kennsla lögð niður í 3 daga og þá er unnið í þemavinnu, farið í vettvangsferðir út úr hverfinu og/eða unnið í listasmiðjum. Þeir nemendur sem þurfa sérstakan stuðning og hafa dregist aftur úr í námi fá tækifæri til þess að vinna það upp á þessum dögum. 6. Strangar reglur eru í skólanum en fáar og einfaldar. Nemendur fara í röð fyrir utan skólann og kennsluaðferðir eru oft á tíðum bein kennsla. Þetta eru gamlar og góðar aðferðir sem virðast henta vel í þessu umhverfi. 7. Einn tími á viku er í móðurmálskennslu Samvinna við nærsamfélagið Eldri borgarar og háskólanemar koma og aðstoða við heimanám einu sinni í viku. Náið samstarf er við lögreglu, hverfisráð og Ungdomshuset enda fer stór hluti af frístundastarfinu fram innan veggja skólans. Þá er frístundaheimilið meðvitað um sænskukennsluna í gegnum leik og starf. Það var mjög lærdómsríkt að heimsækja 16

17 skólann og sérstaklega að heyra hvað vel hefur gengið með þessu breytt fyrirkomulagi í skólastarfinu sem hefur verið innleitt síðastliðinn fjögur ár sem auðvitað kostaði sitt en greinilega þess virði. Hässelbygården er með góða kynningu á starfinu á netinu, sjá nánar Hrafnhildur í bekkjarheimsókn á: Hässelby Villakulla Annexet leikskóli Villakulla Annexet er lítill tveggja deilda leikskóli í Hässelby. Skólinn var opnaður fyrir fimm árum og er hann í bráðabirgðarhúsnæði. Á sömu lóð er annar stærri og eldri leikskóli Hässelby Villakulla Annexet leikskóli en lítið samstarf er á milli skólanna. Í þessu hverfi er einn leikskólastjóri yfir 6 leikskólum og kom hún til að hitta okkur. Steinunn Rósa deildarstjóri og Guðríður leikskólakennari tóku á móti hópnum og fræddu okkur um leikskólann og starfið þar. Þær tóku sérstaklega fram að þær væru einu leikskólakennararnir sem starfa saman á deild í Stokkhólmi. Í kynningu þeirra kom fram að mikill skortur er á leikskólakennurum í Svíþjóð. Í leikskólanum eru 30 börn á aldrinum 1-6 ára sem skiptast á tvær deildir og 15 börn á hvorri deild. Á báðum deildunum eru börn á aldrinum 1-6 ára. Þær lögðu áherslu á að börn sem fæðast í Svíþjóð séu sænsk þó að þau séu kannski ættuð annars staðar frá. Á deildinni hjá Steinunni og Guðríði var eitt barn sem átti báða foreldra af sænskum uppruna með sænsku sem móðurmál. Annars voru börnin hjá þeim ættuð frá 11 löndum og 17

18 töluðu 9 tungumál auk sænsku. Fyrir fimm árum þegar leikskólinn opnaði var helmingur barnanna sænskur og talaði eingöngu sænsku. Það kom fram að í öðrum hverfum þar sem húsnæðið er stærra og dýrara búa fleiri,,sænsk börn (foreldar sænskir). Það sama átti einnig við um einkareknu leikskólana að þar væru mun fleiri börn sem höfðu eingöngu sænsku sem móðurmál. Á deildinni er eitt barn greint með einhverfu og hefur það stuðning allan daginn. Það er starfsmaður frá greiningarstöð sem sinnir því og fær handleiðslu og laun þaðan. Megináhersla í starfinu er að kenna börnunum sænsku með óhefðbundnum aðferðum og hefur það gengið vel að þeirra sögn. Einnig hér eru börnin látin ráða ferðinni út frá áhuga þeirra. Farið er í skógarferðir, unnið með jafnrétti og þjálfun í að tjá skoðanir sínar. Matmálstímar eru í föstum skorðum en hann er aðkeyptur. Sagt var sértaklega frá nýútkomnum bæklingi um foreldrasamstarf Guldsitsen sem allir leikskólar í Stokkhólmi eiga að vinna út frá. Leitast er við að vinna eftir honum en þær segja að oft sé það erfitt vegna tungumálaerfiðleika foreldranna. Leikskólagjöld eru tekjutengd og með ákveðnu þaki. Flest börn frá pláss á aldrinum mánaða og yfirlýst pólitísk stefna er að biðtími eftir leikskólaplássi sé að hámarki þrír mánuðir. Þær Steinunn og Guðríður segja að raunverkuleikinn sé ekki þannig. Folkets Hus í Rynkeby Í Rynkeby búa um 16 þúsund íbúar. Folkets Hus er staðsett miðsvæðis í hverfinu en 700 slík hús eru í Svíþjóð. Þau mynda heildarsamtök en hvert hús starfar þó sjálfstætt. Þessi Alþýðuhús eru sprottin úr verkalýðshreyfingunni en í dag hafa þau misst að mestu tenginguna Hópurinn í Rynkeby 18

19 við hana. Tekið var vel á móti hópnum af Herði Sigurjónssyni, starfsmanni hússins en hann þekkti hópinn koma inn í hverfið af íslensku lopapeysunum sem sum okkar klæddust. Hann vísaði okkur inn í fundarsal og bauð okkur upp á veitingar á meðan beðið var eftir Birni Garðasyni, forstöðumanni Folkets Hus í Rynkeby. Það fyrsta sem hópurinn fékk að upplifa í húsinu var hópur múslima að iðka hádegisbæn í kjallara hússins. Í Rynkeby eru öll félagasamtök meðlimir í Folkets Hus og eru þau um 170 talsins. Þessi félög hittast einu sinni á ári þar sem haldinn er aðalfundur. Þetta er þéttriðið net ýmissa samtaka. Samningur er í gildi við yfirvöld í hverfinu um að hægt sé að halda almenna félagsfundi í húsinu og leitast er við að virkja félagsmenn. Það er svolítið mismunandi hvaða hópar eru virkastir hverju sinni. Félögin greiða fyrir aðstöðuna og þau fá aðstoð við hljóðkerfið og fleira sem þau þurfa. Barna og æskulýðsfélög fá frían aðgang. Öll starfsemin í húsinu er vel skipulögð og fer meira og minna fram á kvöldin og um helgar. Bókasafnið er í húsinu og eru þau tengsl til dæmis nýtt til að tengja börn af erlendum uppruna við sænskar bókmenntir í tengslum við sænskunám þeirra. Í dag eru Sómalar stærsti hópurinn sem nýtir húsið. Þeir eru frekar illa staddir á marga vegu t.d er mikið ólæsi meðal þeirra. Þegar Bosníustríðið ríkti voru um 1500 Bosníumenn í Rynkeby og um 300 börn í skólum í hverfinu. En sá hópur var með hærra menntunarstig og náði sér betur á strik innan hverfisins en Sómalar hafa verið að gera. Folkets Hus hefur reynt að bjóða upp á úrræði fyrir sómalskar stúlkur sem standa höllum fæti. Folkets Hus er með unga konu sem heldur utan um verkefnið fyrir sómalskar stúlkur, hún kom sjálf sem flóttamaður 16 ára til landsins. Í hverfinu búa margir unglingar sem ekki eru í skóla né í vinnu. Upp undir 40% ungmenna eru hvorki skráð í skóla né í vinnu, nýta ekki atvinnuleysisbætur og lifa á foreldrum sínum. Á vegum Folkets Hus er í boði diskótek, blaðaútgáfa, hljóðver, saumakvöld og margt fleira. 19

20 Kulturhuset Stockholm Skömmu eftir komuna til Stokkhólms, miðvikudaginn 6. október 2010, kíktu margir í verslanir. Framkvæmdastjóri Þjónustumiðstöðvar Breiðholts eyddi hins vegar góðum tíma í að skoða starfsemi Kulturhuset og kom það honum á óvart hversu starfsemin var fjölbreytt og höfðaði hún Kulturhuset greinilega til fólks á öllum aldri því í húsið, sem er á sex hæðum, iðaði allt af lífi. Nánast allt sem var á boðstólum var gjaldfrjálst og opið öllum nema það sem var í boði á veitingastöðum, leikhúsi og bíósölum sem voru hluti af húsinu. Á efstu hæðinni var indverskt þema og vakti það hrifningu hvernig upplýsingatæknin var nýtt í samspili hljóðs, kvikmynda, ljósmynda og listmuna. Einnig var boðið upp á vinnustofur sem tengdust indverskri menningu, kvikmyndir, klúbba, dans, bókmenntir og margt fleira. Í menningardeild barnanna (Barnens Kulturhus) var dagskráin fjölbreytt og mikið framboð fjölbreyttu menningar-, tómstunda- og frístundastarfi og alls konar klúbbastarfi. Einnig var afar góð aðstaða fyrir ungt fólk á aldrinum ára til skapandi starfs og samveru. Það vakti til að mynda athygli að á opnu svæði voru svokallaðir standar þar sem náms- og starfsráðgjafar voru staðsettir með alls konar kynningarefni en þar var töluverður fjöldi af ungu fólki að fara yfir sín mál með ráðgjöfunum. Í húsinu voru nokkrir veitingastaðir og stórt og öflugt bókasafn þar sem upplýsingatæknin nýttist vel, þar iðaði allt af lífi eins og annars staðar í húsinu. Höfundar frá ýmsum löndum heimsækja Kulturhuset í Stokkhólmi ár hvert til að ræða við blaðamenn, gagnrýnendur og alla sem áhuga hafa á. Margt fleira væri hægt að nefna sem var athyglisvert en þessi stutta heimsókn í Kulturhuset sannfærði framkvæmdastjóra Þjónustumiðstöðvar Breiðholts um að vinnuhópurinn Bergin í Breiðholti væri á réttri leið en í tillögum hópsins er gert ráð fyrir mikilli samþættingu félags-, frístunda-, fræðslu- og menningarstarfs í hverfinu í þeim 20

21 anda sem sveif yfir vötnum Kulturhússins. Sjá nánar á vefnum facebook.com/kulturhusetstockholm og twitter.com/kulturhusetsth. Lokaorð Það var eindóma álit allra starfsmanna að heimsóknirnar hafi verið vel skipulagðar og til gagns og skemmtunar. Eins á sjá má í skýrslunni var dagskráin fjölbreytt og höfðaði vel til þátttakenda sem allir starfa við félags- og skólaþjónustu í hverfi þar sem hlutfall innflytjenda er hátt og félagsleg þyngd veruleg. Því var sérstaklega gagnlegt að sjá hvernig þessir borgarhlutar í Stokkhólmi, sem hópurinn heimsótti, eru að skipuleggja og þróa nærþjónustuna m.t.t. fjölmargra verkefna og margbreytilegra þarfa íbúanna. Þá hafði undirbúningur ferðarinnar jákvæð áhrif á þátttakendur og það fyrirkomulag að skipa í hina ýmsu hópa til þess að vinna að undirbúningi ferðarinnar reyndist vel. Enda átti markviss undirbúningur meðal annars sinn þátt í því að húmor og léttleiki sveif yfir vötnum í ferðinni sem var þó í góðu jafnvægi við fræðslu og vel heppnaðar vettvangsheimsóknir. 21

Stokkhólmur Námsferð 5 leikskóla apríl 2012

Stokkhólmur Námsferð 5 leikskóla apríl 2012 Stokkhólmur Námsferð 5 leikskóla 18. - 22. apríl 2012 Dagana 18. 22. apríl 2012 fóru 5 leikskólar saman í námsferð til Stokkhólms í Svíþjóð. Fjórir leikskólanna sem kalla sig HEBA, Hulduheimar, Engjaborg,

Läs mer

Verkmenntaskólinn á Akureyri

Verkmenntaskólinn á Akureyri Síða 1 af 5 Kennari Olga Ellen Einarsdóttir Sk.st. Áfangalýsing: Nemendur eru þjálfaðir í að tala, hlusta, lesa og rita og auk þess eru tekin fyrir ýmis erfiðari atriði í málfræði. Málnotkun æfð aðallega

Läs mer

Námsferð til Malmö í Svíþjóð.

Námsferð til Malmö í Svíþjóð. Námsferð til Malmö í Svíþjóð. Leikskóli Fjallabyggðar 06.06. 10.06. 2012 1 Á vordögum 2011 komu upp umræður hvort að leikskólinn gæti ekki farið í námsferð erlendis, þar sem átta ár var síðan Leikskálar

Läs mer

SVONA Á AÐ SKIPTA UM PERU

SVONA Á AÐ SKIPTA UM PERU SVONA Á AÐ SKIPTA UM PERU? Leiðarvísir til að skipta um ljósaperu. Ertu að grínast? Reyndar, nei. Við viljum deila góðu fréttunum um LED ljósaperurnar hvernig þær geta lækkað orkureikninginn þinn og lýst

Läs mer

Börn á Norðurlöndum Ungt fólk hefur áhrif!

Börn á Norðurlöndum Ungt fólk hefur áhrif! Börn á Norðurlöndum Ungt fólk hefur áhrif! Nordens Välfärdscenter Hugmyndarit Niðurstöður verkefnisins Snemmbær úrræði fyrir fjölskyldur 1 Börn á Norðurlöndum Ungt fólk hefur áhrif! Útgefandi: Nordens

Läs mer

Mamma, pabbi, hvað er að?

Mamma, pabbi, hvað er að? Fræðslurit Krabbameinsfélagsins Mamma, pabbi, hvað er að? Þegar mamma eða pabbi fær krabbamein hefur það áhrif á alla fjölskylduna. Hér er sagt frá því hvernig þetta snertir börnin og hvernig foreldrar

Läs mer

Inngangur Vorið 2015 fékk sveitarfélagið Árborg styrk frá Erasmus + til eflingar skólastarfinu í Árborg.

Inngangur Vorið 2015 fékk sveitarfélagið Árborg styrk frá Erasmus + til eflingar skólastarfinu í Árborg. Skýrsla UT stýrihóps Inngangur Vorið 2015 fékk sveitarfélagið Árborg styrk frá Erasmus + til eflingar skólastarfinu í Árborg. Ákveðið var að skipa þrjá hópa með mismunandi áherslur, einn þeirra var hópurinn

Läs mer

Málþroski og læsi Færni til framtíðar- Leikskólinn Lækjarbrekka Hólmavík HANDBÓK

Málþroski og læsi Færni til framtíðar- Leikskólinn Lækjarbrekka Hólmavík HANDBÓK Málþroski og læsi Færni til framtíðar- Leikskólinn Lækjarbrekka Hólmavík HANDBÓK Þróunarverkefni unnið með leikskólum Húnaþings Vestra og Austur Húnavatnssýslu 2015-2017 2 Efnisyfirlit Tilurð verkefnisins...

Läs mer

UNGT FÓLK ÁN ATVINNU - VIRKNI ÞESS OG MENNTUN

UNGT FÓLK ÁN ATVINNU - VIRKNI ÞESS OG MENNTUN 2009 UNGT FÓLK ÁN ATVINNU - VIRKNI ÞESS OG MENNTUN,,Þetta er leiðinlegt líf, ég er búinn að vera það lengi atvinnulaus, er alltaf í tölvunni á nóttunni, þetta verður bara að stoppa." Tilvitnun í ungan

Läs mer

MINNISBLAÐ. NVF fundur með formönnum og varaformönnum íslenskra NVF nefnda

MINNISBLAÐ. NVF fundur með formönnum og varaformönnum íslenskra NVF nefnda Málefni: MINNISBLAÐ NVF fundur með formönnum og varaformönnum íslenskra NVF nefnda Dags.: 16. maí 2018, klukkan 14:30-16:00. Frá.: Dreifing: ÞI Formenn og varaformenn íslenskra NVF nefnda og aðrir þeir

Läs mer

Áherslur Ferðamálastofu við breyttar aðstæður

Áherslur Ferðamálastofu við breyttar aðstæður Áherslur Ferðamálastofu við breyttar aðstæður Helstu áherslur í starfseminni 2009 Ólöf Ýrr Atladóttir, ferðamálastjóri 20/11/2008 Ferðamálaþing iðnaðarráðuneytis og Ferðamálastofu 2008 Yfirlit Almennar

Läs mer

Möguleikar til menntunar fyrr og nú

Möguleikar til menntunar fyrr og nú Möguleikar til menntunar fyrr og nú Samanburður á réttindum heyrnarskertra barna til séraðstoðar í grunnskólum á Íslandi og í Stokkhólmi Harpa Viðarsdóttir Lokaverkefni til BA-prófs Uppeldis- og Menntunarfræðideild

Läs mer

Börn á Norðurlöndum. Norræna velferðarmiðstöðin. Snemmbær úrræði fyrir börn og fjölskyldur

Börn á Norðurlöndum. Norræna velferðarmiðstöðin. Snemmbær úrræði fyrir börn og fjölskyldur Börn á Norðurlöndum Norræna velferðarmiðstöðin Hugmyndarit Snemmbær úrræði fyrir börn og fjölskyldur 1 Börn á Norðurlöndum Snemmbær úrræði fyrir börn og fjölskyldur Útgefandi: Norræna velferðarmiðstöðin

Läs mer

Ert þú með réttu gleraugun? Stuðningsefni til að samþætta sjónarmið barnaréttinda og ungmenna við starf Norrænu ráðherranefndarinnar

Ert þú með réttu gleraugun? Stuðningsefni til að samþætta sjónarmið barnaréttinda og ungmenna við starf Norrænu ráðherranefndarinnar Stuðningsefni til að samþætta sjónarmið barnaréttinda og ungmenna við starf Norrænu ráðherranefndarinnar 1 2 5 3 4 Stuðningsefni til að samþætta sjónarmið barnaréttinda og ungmenna við starf Norrænu ráðherranefndarinnar

Läs mer

Vellíðan í vinnunni. Vinnueftirlit ríkisins Fræðslu- og leiðbeiningarit nr. 13

Vellíðan í vinnunni. Vinnueftirlit ríkisins Fræðslu- og leiðbeiningarit nr. 13 Vellíðan í vinnunni Vinnueftirlit ríkisins Fræðslu- og leiðbeiningarit nr. 13 Texti: Hólmfríður K. Gunnarsdóttir Forsíða: Fiskikonurnar, 1971, Hildur Hákonardóttir/Myndstef Teikningar: Gísli J. Ástþórsson

Läs mer

Skólanámskrá. Útgefandi: Leikskólinn Holt Stapagötu 10, 260 Reykjanesbæ

Skólanámskrá. Útgefandi: Leikskólinn Holt Stapagötu 10, 260 Reykjanesbæ Skólanámskrá Útgefandi: Leikskólinn Holt Stapagötu 10, 260 Reykjanesbæ Skólanámskrá Leikskólinn Holt v/ Stapagötu, 260 Reykjanesbæ Sími: 4203175 Gsm: 8996104 Netfang: holt@reykjanesbaer.is Veffang: http://leikskolinnholt.is

Läs mer

Hugmyndabanki. Stærðfræðileikir fyrir ung börn

Hugmyndabanki. Stærðfræðileikir fyrir ung börn Hugmyndabanki Stærðfræðileikir fyrir ung börn Leikirnir í hugmyndabankanum eru 22 talsins. Þeir eiga það allir sameiginlegt að tengjast stærðfræði á einn eða annan hátt. Marga leiki er hægt að útfæra eftir

Läs mer

Skólanámskrá Óskalands

Skólanámskrá Óskalands Skólanámskrá Óskalands Leikskólinn Óskaland Finnmörk 1 Sími: 4834139 netfang: oskaland@hveragerdi.is leikskólastjóri: Gunnvör Kolbeinsdóttir aðstoðarleikskólastjóri: Guðlaug Jónsdóttir Efnisyfirlit. Inngangur...

Läs mer

NTR- ráðstefna í Svíþjóð 2012

NTR- ráðstefna í Svíþjóð 2012 1 NTR- ráðstefna í Svíþjóð 2012 Þetta yfirlit er unnið af Guðríði Sigurbjörnsdóttur St.Rv. og Karli Rúnar Þórssyni STH. Hér er ekki um að ræða ýtarlega samantekt á öllu því sem fram fór enda upplifun hvers

Läs mer

Efnisyfirlit. Inngangur Markmið Leiðir að markmiðum Heimildaskrá

Efnisyfirlit. Inngangur Markmið Leiðir að markmiðum Heimildaskrá Efnisyfirlit Inngangur Markmið Leiðir að markmiðum Heimildaskrá 3 4 5 12 2 Inngangur Samantektin sem hér birtist er afrakstur af vinnu æskulýðsráðs vegna stefnumótunar í æskulýðsmálum. Stefnumótunin á

Läs mer

Starfsáætlun Frístunda- og menningarsvið STARFSÁÆTLUN Frístunda- og menningarsvið Grindavíkurbæjar. Nóv. 2015

Starfsáætlun Frístunda- og menningarsvið STARFSÁÆTLUN Frístunda- og menningarsvið Grindavíkurbæjar. Nóv. 2015 Starfsáætlun 2016 Frístunda- og menningarsvið STARFSÁÆTLUN 2016 Nóv. 2015 Frístunda- og menningarsvið Grindavíkurbæjar Frá sviðsstjóra Óhætt er að segja síðustu misseri hafi verið viðburðarrík á frístunda-

Läs mer

Frumvarp til laga um breytingar á lagaákvæðum er varða framfærslu barna og meðlag skv. barnalögum nr. 76/2003.

Frumvarp til laga um breytingar á lagaákvæðum er varða framfærslu barna og meðlag skv. barnalögum nr. 76/2003. Frumvarp til laga um breytingar á lagaákvæðum er varða framfærslu barna og meðlag skv. barnalögum nr. 76/2003. 1. gr. Eftirfarandi breytingar verða á 54. gr. laganna: a. 1. mgr. 54. gr. orðast svo: Barn

Läs mer

Veiledningshefte. En arbeidsdag på liv og død

Veiledningshefte. En arbeidsdag på liv og død Veiledningshefte DITT VALG En arbeidsdag på liv og død Norsk Íslenska Svenska English Ditt valg En arbeidsdag på liv og død Veiledning Ved hjelp av musikk og dikt blir brukeren satt i en følelsesmessig

Läs mer

Hlustið, góðu vinir, nú skal segja ykkur sögu

Hlustið, góðu vinir, nú skal segja ykkur sögu Hlustið, góðu vinir, nú skal segja ykkur sögu Greinargerð um Astrid Lindgren, barnabókmenntir og Emil í Kattholti Gerður Gautsdóttir og Þórunn Kjartansdóttir Lokaverkefni til B.Ed.-prófs Háskóli Íslands

Läs mer

Hann, hún og það... eða hvað?

Hann, hún og það... eða hvað? Háskóli Íslands Hugvísindasvið Almenn málvísindi Hann, hún og það... eða hvað? Um kynhlutlausa persónufornafnið hán Ritgerð til BA-prófs í almennum málvísindum Selma Margrét Sverrisdóttir Kt.: 200990-3319

Läs mer

Jæja elskurnar mínar!! Þá kom loks að því að þið fenguð að sjá og

Jæja elskurnar mínar!! Þá kom loks að því að þið fenguð að sjá og Svíþjóðarfara 2008 Jæja elskurnar mínar!! Þá kom loks að því að þið fenguð að sjá og upplifa Lund sem ég hef svo sannarlega talað mikið um frá því 1995!! Nú er eins gott að Svíar standi undir þeim væntingum

Läs mer

Að sjá illa en líða vel Krister Inde

Að sjá illa en líða vel Krister Inde Að sjá illa en líða vel Krister Inde 1 Krister Inde Að sjá illa en líða vel Bækur og fræðirit á sænsku eftir Krister Inde eða undir ritstjórn hans: 1975 Synträning med optik (ásamt Örjan Bäckman), Liber

Läs mer

Það fer eftir kennurum

Það fer eftir kennurum Það fer eftir kennurum Nemendur af erlendum uppruna á mótum grunn- og framhaldsskóla á Íslandi og í Svíþjóð Jóhanna Gísladóttir Lokaverkefni til meistaraprófs Háskóli Íslands Menntavísindasvið Það fer

Läs mer

Velferð barna á Norðurlöndum í heila öld

Velferð barna á Norðurlöndum í heila öld Umsagnir um bækur Tímarit um menntarannsóknir / Journal of Educational Research (Iceland) 8, 2011, 144.-148. Velferð barna á Norðurlöndum í heila öld Barnen och välfärdspolitiken: Nordiska Barndomar 1900

Läs mer

Ferð Siri Derkert til Íslands: Siri, Laxness og Ungfrúin góða og Húsið

Ferð Siri Derkert til Íslands: Siri, Laxness og Ungfrúin góða og Húsið Hugvísindasvið Ferð Siri Derkert til Íslands: Siri, Laxness og Ungfrúin góða og Húsið Áhrif ferðarinnar á líf og list Siri Derkert Ritgerð til B.A.-prófs Hrafnhildur Veturliðadóttir Maí/Júní 2012 Háskóli

Läs mer

Að ryðja úr vegi. ólík sjónarhorn starfsendurhæfingar. Kristjana Fenger, lektor í iðjuþjálfunarfræði við Háskólann á Akureyri

Að ryðja úr vegi. ólík sjónarhorn starfsendurhæfingar. Kristjana Fenger, lektor í iðjuþjálfunarfræði við Háskólann á Akureyri Að ryðja úr vegi ólík sjónarhorn starfsendurhæfingar Kristjana Fenger, lektor í iðjuþjálfunarfræði við Háskólann á Akureyri 1 Yfirlit Líkanið um iðju mannsins (e. Model of Human Occupation) Hvað hjálpaði

Läs mer

Ullarþóf. Þórunn Eiríksdóttir NÁMSGAGNASTOFNUN

Ullarþóf. Þórunn Eiríksdóttir NÁMSGAGNASTOFNUN Júlíana Þorvaldsdóttir og Þórunn Eiríksdóttir Í svörum við spurningalistum þjóðháttadeildar H.Í. eru eftirfarandi þófaravísur: Bárður minn á jökli leggstu nú á þófið mitt ég skal gefa þér lóna innan í

Läs mer

Norrænn byggingardagur Nordisk Byggdag NBD

Norrænn byggingardagur Nordisk Byggdag NBD Norrænn byggingardagur Nordisk Byggdag 1927 2007 NBD 4 Formáli Norrænn byggingardagur NBD I Stokkhólmur 1927 NBD II Helsinki 1932 NBD III Ósló 1938 NBD IV Kaupmannahöfn 1946 NBD V Stokkhólmur 1950 NBD

Läs mer

Fjárskipti milli hjóna

Fjárskipti milli hjóna Meistararitgerð í lögfræði Fjárskipti milli hjóna Meginreglan um helmingaskipti og skáskiptaheimild 104. gr. laga nr. 31/1993 Magnús Bragi Ingólfsson Hrefna Friðriksdóttir Júní 2014 2 EFNISYFIRLIT 1 Inngangur...

Läs mer

Skýrsla velferðarráðherra um aðgerðir samkvæmt aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar vegna ofbeldis karla gegn konum í nánum samböndum.

Skýrsla velferðarráðherra um aðgerðir samkvæmt aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar vegna ofbeldis karla gegn konum í nánum samböndum. Skýrsla velferðarráðherra um aðgerðir samkvæmt aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar vegna ofbeldis karla gegn konum í nánum samböndum. (Lögð fyrir Alþingi á 139. löggjafarþingi 2010 2011.) EFNISYFIRLIT TILLÖGUR

Läs mer

List- og menningarfræðsla á Íslandi. Anne Bamford

List- og menningarfræðsla á Íslandi. Anne Bamford List- og menningarfræðsla á Íslandi Anne Bamford Mennta- og menningarmálaráðuneyti : Apríl 2011 Útgefandi: Mennta- og menningarmálaráðuneyti Sölvhólsgötu 4 150 Reykjavík Sími: 545 9500 Bréfasími: 562 3068

Läs mer

2. Meginmál Hvað hefur verið rannsakað?

2. Meginmál Hvað hefur verið rannsakað? Ágrip Drengjum líður verr í skóla en stúlkum, ná lakari námsárangri og fremja fleiri agabrot. Rannsóknir hafa sýnt þennan mun á högum kynjanna um árabil og virðist hann fara vaxandi. Samræmd próf sýna

Läs mer

Allt sem ég gerði skorti innihald

Allt sem ég gerði skorti innihald Hugvísindasvið Allt sem ég gerði skorti innihald Þýðing á Gæsku eftir Eirík Örn Norðdahl og inngangur að henni Ritgerð til BA-prófs í íslensku sem öðru máli Anna Emelie Heuman Maí 2014 Háskóli Íslands

Läs mer

HVERNIG VERÐA GÓÐIR VINNUSTAÐIR TIL?

HVERNIG VERÐA GÓÐIR VINNUSTAÐIR TIL? Þórunn Sveinsdóttir sjúkraþjálfari, Vinnueftirliti ríkisins. HVERNIG VERÐA GÓÐIR VINNUSTAÐIR TIL? Inngangur Álagseinkenni eru algeng í nútíma samfélagi. Um það bil 80 % af mannkyninu fá einhvern tíma um

Läs mer

Jafnréttismál eru sveitarstjórnarmál SAMBAND ÍSLENSKRA SVEITARFÉLAGA

Jafnréttismál eru sveitarstjórnarmál SAMBAND ÍSLENSKRA SVEITARFÉLAGA Jafnréttismál eru sveitarstjórnarmál SAMBAND ÍSLENSKRA SVEITARFÉLAGA Samband íslenskra sveitarfélaga Borgartúni 30 Pósthólf 8100 128 Reykjavík Hönnun og umbrot: Ingibjörg Hinriksdóttir Höfundur: Ásta Hlín

Läs mer

Listin að finna ekki til

Listin að finna ekki til 1. tbl. 30. árg. maí 2015 Listin að finna ekki til Við megum vel við una, þau gæði sem skaparinn leiddi oss til með búsetu á eyju nyrst í hafi með gnótt fiskjar, orkuauðlinda og hvítra fjallatinda. Gamall

Läs mer

Kennarasamband Íslands, 18. desember 2016

Kennarasamband Íslands, 18. desember 2016 Kennarasamband Íslands, 18. desember 2016 Skýrsla KÍ um stjórnarfund í norrænu kennarasamtökunum (NLS) 29. nóvember 2016 í Reykjavík. Kennarasamtökin í NLS skiptast á að fara með formennsku til eins árs

Läs mer

Vefrallý um Norðurlönd

Vefrallý um Norðurlönd Vefrallý um Norðurlönd Vefrallý um Norðurlönd 2015 Hilmar Egill Sveinbjörnsson 2015 kort Jean Pierre Biard Ritstjórar: Sigrún Sóley Jökulsdóttir Útlit og umbrot: Námsgagnastofnun 1. útgáfa 2015 Menntamálastofnun

Läs mer

Eflt norrænt löggjafarsamstarf Tækifæri og áskoranir

Eflt norrænt löggjafarsamstarf Tækifæri og áskoranir Eflt norrænt löggjafarsamstarf Tækifæri og áskoranir INGE LORANGE BACKER 1 Eflt norrænt löggjafarsamstarf Tækifæri og áskoranir ANP 2018:729 ISBN 978-92-893-5439-4 (PRINT) ISBN 978-92-893-5440-0 (PDF)

Läs mer

ÞJÓNUSTA VIÐ FÖTLUÐ BÖRN OG FULLORÐNA TRAUST SVEIGJANLEIKI ÞRÓUN FRAMTÍÐARSÝN- OG STEFNA

ÞJÓNUSTA VIÐ FÖTLUÐ BÖRN OG FULLORÐNA TRAUST SVEIGJANLEIKI ÞRÓUN FRAMTÍÐARSÝN- OG STEFNA Drög desember 2006 MÓTUM FRAMTÍÐ ÞJÓNUSTA VIÐ FÖTLUÐ BÖRN OG FULLORÐNA 2007-2016 TRAUST SVEIGJANLEIKI ÞRÓUN FRAMTÍÐARSÝN- OG STEFNA ð Desember 2006 EFNISYFIRLIT 1. FRAMTÍÐARSÝN OG -STEFNA...3 1.1 Inngangur...3

Läs mer

Tæknileg úrræði og heilabilun á Norðurlöndunum

Tæknileg úrræði og heilabilun á Norðurlöndunum Tæknileg úrræði og heilabilun á Norðurlöndunum Foto: BK Grafiske Tæknileg úrræði til stuðnings í daglegu lífi fyrir fólk með heilabilun Viðtalskönnun unnin í Danmörku, Finnlandi, Íslandi, Noregi og Svíþjóð.

Läs mer

Samtal um KANNABIS. Embætti landlæknis. Directorate of Health

Samtal um KANNABIS. Embætti landlæknis. Directorate of Health Samtal um KANNABIS Embætti landlæknis Directorate of Health Samtal um kannabis Samtal um kannabis byggir á norrænum fagritum um Áhugahvetjandi samtal og Motivational Interviewing eftir Miller W.R og Rollnick

Läs mer

Sópun snjós af hjólaleiðum og hálkuvarnir með saltpækli. Þróunarverkefni Veturinn

Sópun snjós af hjólaleiðum og hálkuvarnir með saltpækli. Þróunarverkefni Veturinn Sópun snjós af hjólaleiðum og hálkuvarnir með saltpækli Þróunarverkefni Veturinn 2015-2016 Titill skýrslu SKÝRSLA - UPPLÝSINGABLAÐ Sópun snjós af hjólaleiðum og hálkuvarnir með saltpækli Þróunarverkefni.

Läs mer

ÖKUFERILS SKRÁ PUNKT AKERFI. Lögreglan

ÖKUFERILS SKRÁ PUNKT AKERFI. Lögreglan Alþingi Erindi nr. Þ / 22% / komudagur ^ NOKKUR GÖGN ÚR VINNU STARFSMANNA LÖGREGLUSTJÓRAEMBÆTTISINS í REYKJAVÍK UM ÖKUFERILS SKRÁ OG PUNKT AKERFI Lögreglan LÖGREGLUSTJÓRINN í REYKJAVÍK UMFERÐARRÁÐ Dóms-

Läs mer

Sérfræðinám í Svíþjóð - Vænn kostur -

Sérfræðinám í Svíþjóð - Vænn kostur - Sérfræðinám í Svíþjóð - Vænn kostur - Kristín Huld Haraldsdóttir 1, Tómas Guðbjartsson 2 1 Handlækningdeild Háskólasjúkrahússins í Lundi. Fågelhundsvägen 62, 226 53 Lund, Sverige. Netfang: kristin.huldharaldsdottir@skane.se

Läs mer

Miðvikudagurinn 8. júlí 1998 kl. 9: fundur samkeppnisráðs. Erindi vegna útboðs Vegagerðarinnar á vetrarþjónustu á Holtavörðuheiði

Miðvikudagurinn 8. júlí 1998 kl. 9: fundur samkeppnisráðs. Erindi vegna útboðs Vegagerðarinnar á vetrarþjónustu á Holtavörðuheiði Miðvikudagurinn 8. júlí 1998 kl. 9:00 114. fundur samkeppnisráðs Ákvörðun nr. 22/1998 Erindi vegna útboðs Vegagerðarinnar á vetrarþjónustu á Holtavörðuheiði I. Erindið og málavextir 1. Samkeppnisstofnun

Läs mer

Norræn starfsmannaskipti skýrsla styrkþega

Norræn starfsmannaskipti skýrsla styrkþega Norræn starfsmannaskipti skýrsla styrkþega Nafn Sigrún Guðmundsdóttir Vinnustaður á Íslandi, stofnun og deild Umhverfisstofnun, svið Umhverfisgæða, Hollustuverndardeild Starfsheiti Sérfræðingur Kyn kvk

Läs mer

Fimmtíu og sex

Fimmtíu og sex Fimmtíu og sex norrænir möguleikar Stefnumörkun og framkvæmdaáætlun um frjálsa för á Norðurlöndum 2014 2017 Fimmtíu og sex norrænir möguleikar Stefnumörkun og framkvæmdaáætlun um frjálsa för á Norðurlöndum

Läs mer

5.4 Stuðningur sveitarfélaga Verklag ýmissa stofnana og fyrirtækja Skráning hjá Þjóðskrá Íslands Samandregið yfirlit

5.4 Stuðningur sveitarfélaga Verklag ýmissa stofnana og fyrirtækja Skráning hjá Þjóðskrá Íslands Samandregið yfirlit i. Efnisyfirlit 1 Inngangur... 3 2 Samantekt um helstu niðurstöður... 5 3 Þróun barnalöggjafar og samfélagslegar breytingar... 6 3.1 Þróun barnalöggjafarinnar... 6 3.2 Réttindi barnsins... 9 3.3 Samband

Läs mer

TILLÖGUR ÍSLENSKRAR MÁLNEFNDAR AÐ ÍSLENSKRI MÁLSTEFNU

TILLÖGUR ÍSLENSKRAR MÁLNEFNDAR AÐ ÍSLENSKRI MÁLSTEFNU TILLÖGUR ÍSLENSKRAR MÁLNEFNDAR AÐ ÍSLENSKRI MÁLSTEFNU Íslenska til alls Tillögur Íslenskrar málnefndar að íslenskri málstefnu Menntamálaráðuneyti 2008 Menntamálaráðuneyti : Rit 38 Nóvember 2008 Útgefandi:

Läs mer

EFNISYFIRLIT. Prentarinn

EFNISYFIRLIT. Prentarinn ÚTSKRIFT NEMAR Í PRENTIÐNGREINUM Hinn 11. júní síðastliðinn útskrifuðust átta nemar í prentsmíði (grafískri miðlun) og tveir í prentun. Athöfnin fór fram í húsnæði IÐUNNAR í Vatnagörðum 20. Það er hefð

Läs mer

Ætti að heimila langlífari sambúðarmaka að sitja í óskiptu búi?

Ætti að heimila langlífari sambúðarmaka að sitja í óskiptu búi? BA-ritgerð í lögfræði Ætti að heimila langlífari sambúðarmaka að sitja í óskiptu búi? Guðbjörg Sandra Guðjónsdóttir Elísabet Gísladóttir Júní 2015 EFNISYFIRLIT 1 Inngangur... 3 2 Almennt um óvígð sambúð...

Läs mer

Reglugerð um aðgerðir gegn einelti á vinnustað

Reglugerð um aðgerðir gegn einelti á vinnustað Reglugerð um aðgerðir gegn einelti á vinnustað 1000/2004 I. KAFLI Gildissvið og orðskýringar. 1. gr. Gildissvið. Reglugerð þessi gildir um aðgerðir gegn einelti á vinnustað sem lög nr. 46/1980, um aðbúnað,

Läs mer

safnafaðir Reykvíkinga maí Sýningarskrá

safnafaðir Reykvíkinga maí Sýningarskrá Lárus Sigurbjörnsson safnafaðir Reykvíkinga 1903-22. maí - 2003 Sýningarskrá Árbæjarsafn - Minjasafn Reykjavíkur Borgarskjalasafn Reykjavíkur Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn Leikminjasafn Íslands

Läs mer

Efnisyfirlit. Mynd 1. Brautryðjandinn. Einar Jónsson LEJ. Ljósmyndasafn.

Efnisyfirlit. Mynd 1. Brautryðjandinn. Einar Jónsson LEJ. Ljósmyndasafn. Ágrip Í ritgerð þessari er Einar Jónsson myndhöggvari í forgrunni. Komið er inn á hugtakið þjóðerni í tengslum við þau verk sem hann gerði til minningar um íslenska fyrirmenn s.s. Jónas Hallgrímsson, Jón

Läs mer

110 m. 260 m. 240 m. 280 m. 400 m. 550 m. 110 m

110 m. 260 m. 240 m. 280 m. 400 m. 550 m. 110 m Keyra 1.150 km, 19 klst., 7 mín. Leiðarlýsing frá Árósar til Turku Árósar Denmark Á þessari leið þarf að taka ferju. Á þessari leið eru vegatollar. Þessi leið liggur um mörg lönd. Aktu Ny Munkegade, Nørregade,

Läs mer

Bankbok som lärobok. Lennart Högstedt

Bankbok som lärobok. Lennart Högstedt Bankabók sem kennslubók Sænskur banki dreifði árið 1999 bók til allra viðskiptavina sinna. Ætlunin var að hún yrði eins konar leiðbeiningar fyrir daglegt líf og aðstoð við að skilja, einfalda og ná betri

Läs mer

Frá styrkjakerfi til heilbrigðs rekstrarumhverfis

Frá styrkjakerfi til heilbrigðs rekstrarumhverfis Mars 1990 Frá styrkjakerfi til heilbrigðs rekstrarumhverfis Um byggðaaðgerðir á Norðurlöndum síðustu áratugina eftir Kristófer Oliversson NordREFO Efnisyfirlit Forord... 4 Formáli... 5 1 Inngangur... 6

Läs mer

Greining og úttekt á LundaMaTs Umferðarstjórnun fyrir höfuðborgarsvæðið RANNSÓKNARSJÓÐUR VEGAGERÐARINNAR OG REYKJAVÍKURBORG

Greining og úttekt á LundaMaTs Umferðarstjórnun fyrir höfuðborgarsvæðið RANNSÓKNARSJÓÐUR VEGAGERÐARINNAR OG REYKJAVÍKURBORG Greining og úttekt á LundaMaTs Umferðarstjórnun fyrir höfuðborgarsvæðið RANNSÓKNARSJÓÐUR VEGAGERÐARINNAR OG REYKJAVÍKURBORG Maí 2010 Greining og úttekt á LundaMaTs - Umferðarstjórnun fyrir höfuðborgarsvæðið

Läs mer

Ásýnd og skipulag bújarða

Ásýnd og skipulag bújarða RÁÐUNAUTAFUNDUR 2001 Ásýnd og skipulag bújarða Grétar Einarsson 1 og Ólafur Guðmundsson 2 1 Rannsóknastofnun landbúnaðarins, bútæknideild 2 Byggingafulltrúi YFIRLIT Í eftirfarandi pistli er í upphafi fjallað

Läs mer

9.5.2 Útgáfa 1.0 Dags Flóttaleiðir. Leiðbeiningar. Leiðbeiningar. Mannvirkjastofnun. 1. Inngangur. 2. Almennar skýringar

9.5.2 Útgáfa 1.0 Dags Flóttaleiðir. Leiðbeiningar. Leiðbeiningar. Mannvirkjastofnun. 1. Inngangur. 2. Almennar skýringar gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013 og 280/2014 lög um mannvirki, nr. 160/2010 Flóttaleiðir Í grein í byggingarreglugerð segir: Frá hverju rými byggingar þar sem gera

Läs mer

Betri líðan - Bættur hagur með

Betri líðan - Bættur hagur með BB B Betri líðan - Bættur hagur með - Mælinum Byggingarstaður Öryggisstig Vika TEXTI: HEIKKI LAITINEN MARI KIURULA TEIKNINGAR: HARRI PAKARINEN ÞÝÐING: BORGÞÓR KÆRNESTED UMSJÓN: VINNUEFTIRLIT RÍKISINS FINNSK

Läs mer

Fullriggaren Malevik. Robert Johansson, Anna Malmsköld, Camilla Wingne

Fullriggaren Malevik. Robert Johansson, Anna Malmsköld, Camilla Wingne Flaggskipið Male alevik Flaggskipið Malevik er skóli fyrir 6 16 ára gamla nemendur. Kennararnir eiga samstarf um að þróa kennsluáætlanir þannig að nemendur geti fundið samhengi allt frá fyrsta ári til

Läs mer

Skipulag sérgreina lækninga á Landspítala - háskólasjúkrahúsi

Skipulag sérgreina lækninga á Landspítala - háskólasjúkrahúsi Apríl 2007 Skipulag sérgreina lækninga á Landspítala - háskólasjúkrahúsi Magnús Pétursson forstjóri LSH 2 1. Inngangur Skipulag lækninga á stærri sjúkrahúsum byggist á sérgreinum lækninga. Nær öll sjúkrahús

Läs mer

Ársskýrsla Jafnréttisstofu 2010

Ársskýrsla Jafnréttisstofu 2010 Ársskýrsla Jafnréttisstofu 2010 Jafnréttisstofa Borgum v/ Norðurslóð - 600 Akureyri Sími: 460 6200 Bréfsími: 460 6201 Netfang: jafnretti@jafnretti.is www.jafnretti.is EFNISYFIRLIT FORMÁLI... 4 HLUTVERK

Läs mer

Mars 2010 SÉRAKREINAR STRÆTISVAGNA Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU

Mars 2010 SÉRAKREINAR STRÆTISVAGNA Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU Mars 2010 SÉRAKREINAR STRÆTISVAGNA Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU Forsíðumynd: http://blogg.visir.is/jarl/category/tækni-og-visindi/page/2/ EFNISYFIRLIT 1 INNGANGUR 3 2 SAMGÖNGUR Í ÞÉTTBÝLI 4 2.1 Ástand samgangna

Läs mer

Um mikilvægi rannsóknaseturs á sviði opinberrar stjórnsýslu

Um mikilvægi rannsóknaseturs á sviði opinberrar stjórnsýslu Um mikilvægi rannsóknaseturs á sviði opinberrar stjórnsýslu Ómar H. Kristmundsson dósent í opinberri stjórnsýslu við Háskóla Íslands 2. tbl. 3. árg. 2007 Erindi og greinar Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála,

Läs mer

Jambusskollinn á svo þrælslega við íslenskt mál og rím

Jambusskollinn á svo þrælslega við íslenskt mál og rím Hugvísindasvið Jambusskollinn á svo þrælslega við íslenskt mál og rím Reisubók frásagna ásamt eftirlíkingum, stælingum, útleggingum og kerfisbundnum þýðingum Ritgerð til M.A.-prófs Guðleif Þórunn Stefánsdóttir

Läs mer

Nr janúar 2006 REGLUGERÐ. um framkvæmdasamning við Norðurlandasamning um almannatryggingar frá 18. ágúst 2003.

Nr janúar 2006 REGLUGERÐ. um framkvæmdasamning við Norðurlandasamning um almannatryggingar frá 18. ágúst 2003. REGLUGERÐ um framkvæmdasamning við Norðurlandasamning um almannatryggingar frá 18. ágúst 2003. 1. gr. Norðurlandasamningur um almannatryggingar frá 18. ágúst 2003, sbr. lög nr. 66/2004 um lögfestingu Norðurlandasamnings

Läs mer

Äventyrsmatematik. Sven-Gunnar Furmark

Äventyrsmatematik. Sven-Gunnar Furmark Ævintýr intýrastærðfræði Í samþættingarverkefni, sem meðal annars fjallar um íþróttir og stærðfræði, fást nemendur við að leysa þraut sem kemur fram í frásögn, ævintýri sem nemendur lifa sig inn í. Unnið

Läs mer

TILSKIPUN EVRÓPUÞINGSINS OG RÁÐSINS 2014/24/ESB. frá 26. febrúar 2014

TILSKIPUN EVRÓPUÞINGSINS OG RÁÐSINS 2014/24/ESB. frá 26. febrúar 2014 TILSKIPUN EVRÓPUÞINGSINS OG RÁÐSINS 2014/24/ESB frá 26. febrúar 2014 um opinber innkaup og niðurfellingu tilskipunar 2004/18/EB EVRÓPUÞINGIÐ OG RÁÐ EVRÓPUSAMBANDSINS HAFA, með hliðsjón af sáttmálanum um

Läs mer

Íslensk kvikmyndagerð fyrir íslenska menningu, áhorfendur og tungu.

Íslensk kvikmyndagerð fyrir íslenska menningu, áhorfendur og tungu. Íslensk kvikmyndagerð fyrir íslenska menningu, áhorfendur og tungu. Greining á starfsskilyrðum kvikmyndagerðar á Íslandi Yfirlit helstu niðurstöður Skýrsla unnin fyrir mennta og menningarmálaráðuneyti

Läs mer

Matartíminn markviss kaupstefna íslensks matvælaiðnaðar í Perlunni

Matartíminn markviss kaupstefna íslensks matvælaiðnaðar í Perlunni 09. tbl. September 2003 Matartíminn 2003 - markviss kaupstefna íslensks matvælaiðnaðar í Perlunni - Sjá umfjöllun og myndir frá kaupstefnunni á baksíðu Dagur iðnaðarins með Félagi blikksmiðjueigenda Nánari

Läs mer

LAGASVIÐ. Mat á geðrænu sakhæfi Lögfræðilegt eða læknisfræðilegt?

LAGASVIÐ. Mat á geðrænu sakhæfi Lögfræðilegt eða læknisfræðilegt? LAGASVIÐ Mat á geðrænu sakhæfi Lögfræðilegt eða læknisfræðilegt? Ritgerð til ML gráðu Nafn nemanda: Kári Guðmundsson Leiðbeinandi: Guðrún Sesselja Arnardóttir Vorönn 2016 1 Staðfesting lokaverkefnis til

Läs mer

Nóvember Hönnun 2+1 vega

Nóvember Hönnun 2+1 vega Nóvember 2006 Hönnun 2+1 vega Efnisyfirlit Efnisyfirlit...1 1 Inngangur...3 2 Almennt um 2+1 vegi...4 3 Saga 2+1 vega...5 3.1 Íslensk reynsla...5 3.2 Erlend reynsla...8 4 Hvenær er æskilegt að leggja

Läs mer

Fegurðin fæðist á ný. Fljótvirk, langvirk mýking andlitslína Einföld fegrunaraðferð. Juvéderm ULTRA samanstendur af þremur vörum

Fegurðin fæðist á ný. Fljótvirk, langvirk mýking andlitslína Einföld fegrunaraðferð. Juvéderm ULTRA samanstendur af þremur vörum 1 Fegurðin fæðist á ný Fljótvirk, langvirk mýking andlitslína Einföld fegrunaraðferð 2 3 Elskaðu húðina þína... Það að eldast er ein af staðreyndum lífsins. Sumir eldast betur en aðrir á meðan sumir eru

Läs mer

Matvæli úr dýraríkinu og fóður

Matvæli úr dýraríkinu og fóður Áhættu- og frammistöðuflokkun Matvæli úr dýraríkinu og fóður Mat á eftirlitsþörf fóðurfyrirtækja og fyrirtækja sem vinna matvæli úr dýraríkinu 0 Útgáfa: 19.2.2016 Tekur við af útgáfu: 5.2.2013 STAÐFESTING

Läs mer

Eftirlitsstaðir fyrir umferðareftirlit Tillögur að útfærslum

Eftirlitsstaðir fyrir umferðareftirlit Tillögur að útfærslum Eftirlitsstaðir fyrir umferðareftirlit Gunnar H. Jóhannesson Helga Aðalgeirsdóttir Sævar Ingi Jónsson Veghönnunardeild og Umferðareftirlit Akureyri maí 2007 Efnisyfirlit 1. INNGANGUR... 3 2. HÖNNUN EFTIRLITSSTAÐA...

Läs mer

NVF Fundur íslandsdeildar 29. október Matthildur B. Stefánsdóttir

NVF Fundur íslandsdeildar 29. október Matthildur B. Stefánsdóttir NVF Fundur íslandsdeildar 29. október 2015 Matthildur B. Stefánsdóttir E4 Förbifart Stockholm Undirtitill 5.11.2015 Matthildur B. Stefánsdóttir Kort af framkvæmdasvæði E4 Förbifart Stockholm. E4 Förbifart

Läs mer

Maí Hraðatakmarkandi aðgerðir

Maí Hraðatakmarkandi aðgerðir Maí 2006 Hraðatakmarkandi aðgerðir Útgefið stoðskjal: Sniðmát Viðhengi við 5.02.07 Verkefnislok Bls. 1 af 1 Upplýsingablað með skýrslum Unnið af: Guðbjörgu Lilju Erlendsdóttur Dagsetning: Skýrslunúmer:

Läs mer

Rændu vopnaðir

Rændu vopnaðir mönnum. gagnagrunn með upplýsingum um efnainnih matvæla in efni, eins og Verðlaunuð fyrir hönnun á Ítalíu Herpes-veiran gæti nýst í baráttunni við krabbamein. Ein tegund herpesveirunnar sem vísindamenn

Läs mer

4. tölublað 2015 Fimmtudagur 26. febrúar Blað nr árg. Upplag

4. tölublað 2015 Fimmtudagur 26. febrúar Blað nr árg. Upplag 14 30 er matur og matreiðsla sem 22 23 Kann 4. tölublað 2015 Fimmtudagur 26. febrúar Blað nr. 437 21. árg. Upplag 32.000 30 Mynd / Margrét Þóra Þórsdóttir Landbúnaðarráðherra gagnrýndi harðlega einokunarstöðu

Läs mer

Myndlist í mótun þjóðernis

Myndlist í mótun þjóðernis Myndlist í mótun þjóðernis Myndlist í Finnlandi um aldamótin 1900 Asta Johanna F. Laukkanen Lokaverkefni til B.Ed-prófs í grunnskólakennarafræði Leiðsögukennari: Ólafur Kvaran Kennaradeild Menntavísindasvið

Läs mer

SKOGRÆKTARFELAGISLANDS

SKOGRÆKTARFELAGISLANDS SKOGRÆKTARFELAGISLANDS THE ICELANDIC FORESTRY ASSOCIATION SKÚLATÚN 6, 105 REYKJAVlK SlMI 551 8150 - VEFFANG www.skog.is - NETFANG skog@skog.is Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis Reykjavík, 07. febrúar

Läs mer

Greinargerð. um innflutning á heyrnartækjum og hlutum í þau á vegum Heyrnar- og talmeinastöðvar Íslands frá 1. janúar 1997 til 31.

Greinargerð. um innflutning á heyrnartækjum og hlutum í þau á vegum Heyrnar- og talmeinastöðvar Íslands frá 1. janúar 1997 til 31. Greinargerð um innflutning á heyrnartækjum og hlutum í þau á vegum Heyrnar- og talmeinastöðvar Íslands frá 1. janúar 1997 til 31. maí 2001 Janúar 2002 Efnisyfirlit 1 INNGANGUR... 2 2 UM STARFSEMI HTÍ...

Läs mer

Árs- og samfélagsskýrsla 2016

Árs- og samfélagsskýrsla 2016 Árs- og samfélagsskýrsla 2016 1 Ársskýrsla 2016 2 Isavia ohf. S A M F É L A G U M H V E R F I HLUTI AF GÓÐ U FERÐ ALAGI E F N A H A G U R 3 Ársskýrsla 2016 EFNISYFIRLIT UM ISAVIA 4 ISAVIA Í SAMFÉLAGINU

Läs mer

28.10. 07.11. 2010. Norræn listahátíð Nordisk kulturfestival Reykjavík. Dagskrá Program

28.10. 07.11. 2010. Norræn listahátíð Nordisk kulturfestival Reykjavík. Dagskrá Program 28.10. 07.11. 2010 Norræn listahátíð Nordisk kulturfestival Reykjavík Dagskrá Program 2 Þjóðþing Norðurlandanna De nordiska nationalförsamlingarna Alþingi, Ísland Folketinget, Danmark Eduskunta, Suomi

Läs mer

Rósir fyrir alla. Listi yfir úrvals rósir sem Rósaklúbbur Garðyrkjufélags Íslands og Yndisgróður LbhÍ metur sem harðgerðar og blómviljugar á Íslandi.

Rósir fyrir alla. Listi yfir úrvals rósir sem Rósaklúbbur Garðyrkjufélags Íslands og Yndisgróður LbhÍ metur sem harðgerðar og blómviljugar á Íslandi. Rósir fyrir alla Listi yfir úrvals rósir sem Rósaklúbbur Garðyrkjufélags Íslands og Yndisgróður LbhÍ metur sem harðgerðar og blómviljugar á Íslandi. Á þessum lista eru tilgreind 30 yrki rósa sem rækta

Läs mer

Minnihlutastjórnir á Íslandi og Norðurlöndum

Minnihlutastjórnir á Íslandi og Norðurlöndum Minnihlutastjórnir á Íslandi og Norðurlöndum Helgi Skúli Kjartansson Söguþinginu var ekki fyrr lokið en Ríkisútvarpið birti eftirfarandi frétt: Fredrik Reinfeldt, forsætisráðherra Svíþjóðar, staðfestir

Läs mer

Norrænn dagur um daufblindu 2017 innblástur til samstarts

Norrænn dagur um daufblindu 2017 innblástur til samstarts Norrænn dagur um daufblindu 2017 innblástur til samstarts 4 septembur 2017 kl. 10.00 17.30 Aalborg Kongres & Kultur Center, Álaborg, Danmörku Norrænn dagur um daufblindu mun hvetja til áframhaldandi góðs

Läs mer

Skýrsla til Alþingis. Hjúkrunarfræðingar Mönnun, menntun og starfsumhverfi

Skýrsla til Alþingis. Hjúkrunarfræðingar Mönnun, menntun og starfsumhverfi Skýrsla til Alþingis Hjúkrunarfræðingar Mönnun, menntun og starfsumhverfi Október 2017 Ríkisendurskoðun er sjálfstæð stofnun Alþingis sem starfar samkvæmt lögum nr. 46/2016 um ríkisendurskoðanda og endurskoðun

Läs mer

Ræktun tómata við raflýsingu

Ræktun tómata við raflýsingu Fræðaþing landbúnaðarins 26 Ræktun tómata við raflýsingu Björn Gunnlaugsson og Sveinn Aðalsteinsson, Landbúnaðarháskóli Íslands Reykjum Ölfusi, 81 Hveragerði bjorng@lbhi.is, sveinn@lbhi.is Inngangur Notkun

Läs mer

Rannsókn á hlutdeild kynjanna í námsefni í sögu á miðstigi grunnskóla. Kristín Linda Jónsdóttir

Rannsókn á hlutdeild kynjanna í námsefni í sögu á miðstigi grunnskóla. Kristín Linda Jónsdóttir Rannsókn á hlutdeild kynjanna í námsefni í sögu á miðstigi grunnskóla Kristín Linda Jónsdóttir Ágúst 2011 Aðfararorð jafnréttisstýru Á síðasta ári barst Jafnréttisstofu ábending um að í glænýjum kennslubókum

Läs mer

Gandur til Svíþjóðar. Viðskipta- og raunvísindasvið Lokaverkefni 2106 Fjóla Björk Jónsdóttir Leiðbeinandi: Vera Kristín Vestmann Kristjánsdóttir

Gandur til Svíþjóðar. Viðskipta- og raunvísindasvið Lokaverkefni 2106 Fjóla Björk Jónsdóttir Leiðbeinandi: Vera Kristín Vestmann Kristjánsdóttir Viðskipta- og raunvísindasvið Lokaverkefni 2106 Fjóla Björk Jónsdóttir Leiðbeinandi: Vera Kristín Vestmann Kristjánsdóttir Gandur til Svíþjóðar Akureyri, 19. maí 2014 150291-2599 Háskólinn á Akureyri Viðskipta-

Läs mer

ARBETSTAGARE I NORDEN. exempel på gränshinder

ARBETSTAGARE I NORDEN. exempel på gränshinder ARBETSTAGARE I NORDEN exempel på gränshinder Genom ett unikt och målinriktat politiskt samarbete är de nordiska länderna på väg att göra Norden till den mest integrerade regionen i världen. En viktig del

Läs mer