Námsferð til Malmö í Svíþjóð.

Save this PDF as:
 WORD  PNG  TXT  JPG

Storlek: px
Starta visningen från sidan:

Download "Námsferð til Malmö í Svíþjóð."

Transkript

1 Námsferð til Malmö í Svíþjóð. Leikskóli Fjallabyggðar

2 Á vordögum 2011 komu upp umræður hvort að leikskólinn gæti ekki farið í námsferð erlendis, þar sem átta ár var síðan Leikskálar fóru til Danmerkur. Mikill áhugi skapaðist um slíka ferð og var þá skipuð ferðanefnd sem fékk það hlutverk að skoða hvað það var sem leggja ætti áherslu á að skoða og hvar. Haft var samband við aðra leikskóla sem hafa farið í námsferðir erlendis. Mikil áhugi var að fara til Svíþjóðar. Lögðum við upp með það að skoða Reggio Emilia skóla og útikennslu. Á hausmánuðum var haft samband við Leikskólafulltrúa í Malmö og athugað hvort að hún gæti sett upp dagskrá með þetta í huga. Sendi hún okkur þess flottu dagskrá og var því ekki aftur snúið. Ferðin var farinn % starfsmanna tóku þátt í ferðinni. 2

3 Dagskrá ferðar: 7 juni: Ett möte i St. Gertruds förskola där förskollärare Anna Lövin berättar för er om sin förskoleverksamhet och Reggio Emilia pedagogik. Därefter delas gruppen i två. Den ena gruppen stannar kvar på St Gertruds förskola och den andra promenerar till Storkens förskola för studiebesök i verksamheten. Anna Lövin: tel: , adress till St. Gertrud: Östergatan 3, adress till Storkens förskola: Gasverksgatan Besök i Bladins Montessoriförskola. Den ena gruppen besöker engelsktalande förskola och den andra Montessoriförskolan. Båda arbetar dock med Montessoripedagogik. Rektor Ingrid Hortin, tel: , Adress: Själlandstorget 1. 8 juni: Båda grupperna samlas vid Barnens hus, Möllevångsgatan 24, 4:e våningen. Gemensam information om Verksamhetspärmen samt Intelligenta miljöer och hur uppbyggnaden av dessa miljöer kan se ut. Efter detta delas gruppen i två. Den ena halvan promenerar tillsammans med en förskollärare till Doppens förskola, Nikolaigatan 7 och den andra halvan till Lekattens förskola, Södra Förstadsgatan 97 C, tillsammans med en annan pedagog. Rektor Elisabeth Bergstrand, tel.: Eftermiddag Besök i Södra Innerstadens förskola som kommer att presentera sitt sätt att arbeta med utepedagogik och visa sin utemiljö. Adress: John Erikssonsväg 10. Kontaktperson Ingela Hagbert, tel: Det går att promenera från förra besöket till detta besök. Lunch efter besöket. 3

4 S:t Gertruds og Storkens leikskólar Það voru þær Anna Lövin frá S:t Gertruds og Catrine frá Storkens leikskóla sem tóku á móti okkur. Við byrjuðum á að skoða glærusýningu þar sem farið var yfir skólana og þá starfsemi sem er í skólahúsunum. S:t Gertruds og Storkens eru tveir af þremur leikskólum í Carolis leikskóla svæðinu í Malmö. Það eru um 160 leikskólabörn á aldrinum 1 6 ára á þessu svæði. Leikskólarnir vinna eftir Reggio Emilia heimspeki og leggja áherslu á að hver maður er einstakur Dæmi var tekið um vinnu með börnunum sem fjallar um að hver maður er einstakur. Vinnan var fólgin í því að skoða atvinnu og hvers vegna við þurfum að vinna. Er eitthvert starf mikilvægara en annað, börnin byrjuðu á að nefna þessi algengu störf búðarkona, bankamaður, kennari og fl. en eftir því sem verkefnið þróaðist komust þau að því að ruslakarlar væru mjög mikilvægir því ef þeir kæmu ekki þá ættum við heima á ruslahaugum. Mikið er lagt upp úr lýðræði barna þ.e. lýðræðið er eins og leikurinn, það þarf að taka ákvarðanir, semja um valkosti og komast að sameiginlegri niðurstöðu. Þetta er t.d. notað þegar verið er að finna út þema vetrarins, hvar barnið ætlar að starfa yfir daginn og hvað það er sem þau vilja hafa aðgengi að. Það fer eftir aldri barnanna hvernig unnið er að lýðræði. Það er mikilvægt að kennarinn sé til staðar og styðji barnið í námsframvindu sem og að hjálpa því við að leysa sjálft úr vandamálum og deilum sem upp geta komið á milli þeirra. Í Reggio Emilia heimspeki þá er einstaklingurinn mikilvægur horft er á hvaða styrkleikum hann býr yfir og hvaða styrkleika barnið vill öðlast. Þá er áherslan lögð á þann styrkleika í starfinu. Leikskólarnir leggja áherslu á listir og listsköpun því hægt er að tengja það við öll námsviðin. Leiklistin býður upp á að börnin geta unnið með samúð, reynslu og innsýn inní lífið og tilveruna. Listsköpun tekur á hönnun, tónlist, hreyfingu og 4

5 er tungumálið rauði þráðurinn í gengum þetta allt. Leikskólinn leggur mikla áherslu á að gera tungumálið sýnilegt. Eins og áður segir þá er ákveðið þema sem unnið er með allan veturinn. Kennarar halda skráningar um þekkingarleit barnanna. Mikið af myndum og könnunarvefir hanga víða um skólann, þetta er gert sjónrænt til að börnin verði meðvitaðri um sitt eigið nám. Einu sinni á ári er sameiginleg sýning þar sem foreldrum, öllum kennurum, almenningi, dagblöðum, útvarpi og sjónvarpi er boðið á sýningu. Í vetur var það miðborgin sem var í brennidepli og börnin unnu út frá því hvað þau vildu fræðast um. Einkunnarorð skólanna eru: Gleði, virðing, sköpun og þekking. Gleði Í vinnu þeirra er gleði ásamt öryggi, grundvöllur þess að börnin læri. Auðveldast er að meðtaka þekkingu þegar umhverfið er jákvætt og viðurkennandi, í gegnum leik og félagslegt samspil þar sem áhugi, kímnigáfa og ímyndunarafl endurspeglast í starfinu. Virðing Í stafi þeirra er borin virðing fyrir hverjum einstaklingi og skoðunum hans. Fjölbreytileiki einstaklinganna auðgar starfið. Allir eiga möguleika á að taka þátt í að móta og hafa áhrif á sinn eigin þroska. Sameiginlegum viðmiðum og reglum er fylgt eftir og allir taka ábyrgð á henni. Sköpun. Í örvandi umhverfi fá börnin tækifæri til að vera skapandi og allir fá að leita svara við spurningum sínum og finna eigin lausnir. Það er ekkert rétt eða rangt, þar sem forvitni allra fær að njóta sín. Þekking. Í starfinu vinna börnin saman að þekkingarleit það gera þau í gegnum leikinn, með því að fylgjast með, rannsaka, skapa og endurspegla vitneskju sína. Þannig nýta þau reynslu annarra og öðlast um leið nýja þekkingu. 5

6 S:t Gertruds S:T Gertruds leikskólinn er í mjög gömlu og virðulegu húsi. Leikskólinn er á tveimur hæðum. Á neðri hæð eru yngri börnin 1-3 ára og á annarri hæð eru börn frá 4-5 ára. Garðurinn er umvafinn byggingum frá Það fyrsta sem við tókum eftir var hversu fá leiktæki voru í garðinum, engar rólur né vegasalt. En þar var sandkassi, lítil kastali, sullukar, ásamt nokkrum matjurtakössum. Leist okkur ekki á blikuna þegar við komum inn, okkur fannst leikskólinn frekar subbulegur, þ.e. ekki er mikið lagt upp úr því að hafa nýmálaða veggi eða að gólfin séu hrein. En eftir kynningu og skoðun sáum við að það er verið að vinna frábært starf með börnunum. Allur efniviður er í hæð barnanna, börnin komast í límbyssur og annan efnivið sem við erum með á hærri stöðum og börnin hjá okkur fá aðeins afnot af undir eftirliti. Þarna fær sköpunarkrafturinn að njóta sín. Leikskólinn leggur mikið upp úr lýðræði með vali fyrir börnin. Börnin velja sér viðfangsefni og þau útbúa og rannsaka viðfangsefnið t.d. voru eldri börnin að vinna með veitingahús og þá voru þau búin að útbúa veitingahús í einu herberginu og þar fékk það að vera þangað til að leikurinn tekur aðra stefnu. Það getur tekið nokkra daga. 6

7 Góðar hugmyndir fyrir okkar starf. Ný hugmynd af hver er ég. Hér er verið að rannsaka hvað er fjölskylda. Skriftarhorn Undir stöfunum var lítið borð með blöðum og pennum. Listahornið þeirra. Vaskar fyrir alla Stærðfærði. Æfa sig að telja. Valspjöld. 7

8 Tölvan á aðgengilegum stað. Leikhúsið mitt. Mikið lagt upp úr því að skrá og gera könnunarvefi. Unnið með tilfinningar 8

9 Storkens Leikskólinn er staðsettur í gömlu húsi sem áður var gasverksmiðja. Húsið er mjög bjart og skemmtilegt. þarna eru stórir gluggar sem bjóða upp á gott útsýni. Skólinn deilir garði með nýlistasafninu. Það er eins hér og á S:t Gertrude að leiksvæðið úti er sandkassi, hjól og smá kassar undir ræktun. Mikið er farið í vettvangsferðir um svæðið, bæði í heimsókn í aðra leikskóla á svæðinu og einnig í almenningsgarða. Á Storkens eru börn á aldrinum 1 6 ára. Það eru tvær deildir í leikskólanum, önnur er fyrir 1-3 ára og hinn fyrir 3-6 ára. Mikið er lagt upp úr skráningu og tókum við strax eftir því þegar við komum inn í skólann. Allir veggir og gólf eru þakin skráningum um námsframvindu barnanna. Á Storkens eru öll rými vel nýtt og útbúin rými fyrir börnin eftir því viðfangsefni sem þau fást við hverju sinni. Það sem við tókum helst eftir var að leiksvæðin voru lítil og efniviðurinn ekki mikill en allt vel nýtt. Mikið um verðlausan efnivið. Matráður á Storkens hefur fengið viðurkenningu frá bænum fyrir að bjóða upp á góðan og næringarríkan mat fyrir börnin. Sami inngangur og nýlistasafnið 9

10 Skráningar á þeim viðfangsefnum sem börnin hafa veið að skoða í vetur. Fuglar Bókstafir í náttúrunni Tré í kringum skólann. Um Malmö Hlutverkakrókur búningar. Skriftarhorn 10

11 Allt notað sem til fellur í námsferlið Kubbakrókur Tilfinningabækur Speglar unnið með skynjun. 11

12 Bladins Það var hún Ingrid aðstoðarskólastjóri sem tók á móti okkur og kynnti skólann. Bladins er alþjóðlegur skóli fyrir börn á aldrinum 3 ára og upp úr. Í skólann sækja börn sem eru með annað tungumál en sænsku. Nú eru nemendur frá 30 löndum í skólanum, öll kennsla fer fram á ensku. Börnin stoppa mislengi í skólanum flest ekki lengur en ca. 2 ár. Þegar börnin koma fyrst í skólann þetta ung þá eru þau hljóð og fylgjast vel með öllu sem fram fer í kringum þau, en eftir tvær til þrjár vikur eru þau farinn að reyna að tjá sig og taka þátt. Börn eru ótrúlega fljót að tileinka sér og aðlagast hlutum eins og við vitum. Bladins skólinn starfar eftir Montessori hugmyndafræðinni sem byggir á þeirri kennslustefnu að stuðla eigi að því að öll börn geti lært á sínum eigin hraða þar sem athafnafrelsi barnsins er mjög mikilvægt. Markmið Montessori stefnunnar er ekki aðeins að auka þekkingu barnsins heldur fremur að þróa andlegan þroska þess: t.d. námsgleði, einbeitingu, sterka sjálfsmynd, sjálfsstjórn, og sjálfstæði í hugsun og verki. Montessori aðferðin þýðir að börn eru ávallt virt sem og nám þeirra. Hjálpaðu mér að gera það sjálfur Það byggir á að barnið getur mun meira en við höldum og kennarinn á að aðstoða barnið og ryðja úr vegi óþarfa hindrunum þannig að barnið geti rannsakað og kannað sem mest sjálft. Það getur komið fullorðnum á óvart hvað það er sem börn vilja læra t.d. 3 ára vilja læra sem mest um himintungl, 4 ára hafa mestan áhuga á því að skrifa og 5 ára hafa þau mestan áhuga á því að tala um mismunandi tegundir af formum. Það er kennarinn sem þarf að útbúa aðstæður og hjálpa þeim til að auka þekkingu sína. 12

13 Í Bladins er lögð áhersla á að umhverfið einkennist af kærleika og virðingu meðal barna sem og fullorðinna. Börn sem finna ást og kærleika verða sjálfstæðir einstaklingar. Lögð er áhersla á að tíminn í skólanum sé jákvæð reynsla fyrir alla fjölskylduna. Í skólanum er lagt upp úr góðu foreldrasamstarfi því þegar fjölskyldur koma frá mismunandi menningaheimi þá er mikilvægt að skólinn geti bent þeim á foreldra sem eru frá sama landi eða menningaheimi. Þetta er t.d gott fyrir foreldra ef þeir þurfa pössun eða hjálp við að koma sér fyrir í nýju landi. Einkunnarorð skólans eru: Við höfum gaman saman á hverjum degi Við tökum tillit til menningar barna Við leyfum börnum að tjá og sýna tilfinningar sínar. Við hvetjum börnin til að reyna nýja hluti Við trúum á hæfni barna til að þróa hæfileika sína. Við stefnum að því að börnin taki þátt og hafi áhrif á skóladaginn Við mætum hverju barni á þeirra forsendum. Hluti af útisvæði skólans. 13

14 Allar reglur gerðar sýnilegar Lestrarhorn Aðbúnaður Ingrid að segja okkur frá sögubrúðunum Mikið gert úr sögum Bækur og búið að safna brúðum sem tengjast sögunum 14

15 Unnið með tilfinningar. Allt gert myndrænt fyrir börnin til að hjálpa þeim að tjá sig. Þemavinna í skólanum voru árstíðarnar. 15

16 Það er mikið lagt upp úr tungumálinu, bókstafir og smáorð sem koma oft fyrir í enskri tungu eru gerð sýnileg þannig að börnin fara að þekkja orðmyndir. Tölustafir eru einnig gerðir sýnilegir og það er unnið með hvað liggur að baki hverjum tölustaf. Allt er gert myndrænt og áþreifanlegt. 16

17 Skólinn vill að nemendur sem koma frá honum leitist við að vera: Könnuðir Að þeir læri að virkja náttúrulega hæfileika sína og forvitni til að stunda virka þekkingarleit. Fróðleiksfúsir Að þeir rannsaki viðfangsefni og hugmyndir sem hafa þýðingu hvort heldur sem er fyrir þeirra nærumhverfi eða á heimsvísu. Þannig öðlist þeir dýpri skilning á fjölbreyttum málefnum. Hugsuðir Að þeir beiti skapandi og gagnrýninni hugsun við lausn flókinna vandamála og taki rökstuddar siðferðilegar ákvarðanir. Búnir samskiptahæfni Að þeir skilji og geti tjáð hugmyndir og upplýsingar af öryggi á fleiri en einu tungumáli. Einnig að þeir séu fúsir til samstarfs og samskipta við aðra. Samkvæmir sjálfum sér Að þeir starfi af heilindum og heiðarleika. Að þeir öðlist sterka tilfinningu fyrir sanngirni, réttlæti og virðingu fyrir reisn einstaklinga, hópa og samélaga. Taki ábyrgð á gjörðum sínum og afleiðingum sem fylgja þeim. Víðsýnir Að þeir skilji og meti eigin menningu og sögu en séu jafnframt opnir fyrir sjónarmiðum, gildum og hefðum annarra einstaklinga og samfélaga. Að þeir læri að hlusta á og meta margvísleg sjónarmið og séu tilbúnir til að læra af reynslunni. Umhyggjusamir Að þeir læri að sýna samhygð, samúð og virðingu gangvart þörfum og tilfinningum annarra og leitist við að hafa jákvæð áhrif á umhverfi sitt og samferðamenn. Hugrakkir Að þeir mæti framandi aðstæðum og óvissu af hugrekki og framsýni. Að þeir séu óhræddir við að reyna nýjar aðferðir, hlusta á nýjar hugmyndir og takast á við ný hlutverk og tilbúnir til að verja skoðanir sínar. Í jafnvægi Að þeir skilji mikilvægi þess að viðhalda jafnvægi milli líkamlegra, tilfinningalegra og vitsmunalegra þátta í lífinu til að öðlast vellíðan og hugarró. Búi yfir sjálfsþekkingu Að þeir þekki eiginleika sína, styrkleika og takmarkanir og læri að nýta sér þá á margvíslegan hátt við nám og störf. 17

18 Þetta er haft að leiðarljósi í allri kennslu. Bladins var mjög áhugaverður skóli með gott skipulag á stofum sem mun nýtast okkur. Einnig var gaman að sjá að við erum að vinna mjög vel með tungumálið okkar, s.b. að hafa bókstafi, tölustafi og smáorð í umhverfi barna en alltaf má gera betur og heimsókn í Bladins skólann gaf okkur fullt af nýjum hugmyndum um hvernig við getum bætt við okkar frábæru kennslu. Pilgårdens leikskóla svæðið. Barnahúsið, Droppens og Lekattens leikskólarnir tilheyra allir Pilgårdens leikskólasvæðinu. Það var hún Elísabet skólastjóri leikskólanna sem tók á móti okkur í Barnahúsi ásamt starfsmönnum Droppens og Lekattens. Þær kynntu skólanna og sögðu okkur frá því starfi sem þar fer fram. Skólarnir starfa allir saman, það er einn leikskólastjóri og síðan er hver leikskóli með verkefnisstjóra. Þessa dagana er verið að móta starfið og vinna að skólanámskrá. Leikskólarnir í Pilgårdens vinna allir eftir Raggio Emilia hugmyndafræðinni eða taka það besta 18

19 sem hentar hverjum og einum. Áhersla er lögð á lýðræði á meðal barna og kennara. Yfirstjórnin hittist einu sinni í viku í 90 mínútur til að fara yfir starfið og hvað þær vilja sjá í starfinu með börnum og starfsmönnum. Það sem þær vilja að sé í brennidepli er að allir starfsmenn á svæðinu vinni í takt og að allt nám fari fram í jákvæðu andrúmslofti og sé gert skemmtilegt. Í skólanum hjá þeim vinnur fólk á mjög dreifðum aldri allt frá 20 ára til 64 ára, sem er talið jákvæt því yngra fólkið sem er nýútskrifað getur kennt því eldra og það eldra getur kennt því yngra af reynslunni. Kennarar leggja jafnframt mat á hvern annan t.d. með vídeóupptökum og benda hver öðrum á til að þróa sig áfram í starfi. Áhersla er á að börn gerir tilraunir og rannsóknir með jafnöldrum og kennurum og fái til þess mismunandi efni, verkfæri og tækifæri. Efniviðurinn á ekki að þvinga börn í eina átt. Leikstofurnar eiga að kalla á börnin þannig að þau vilji vita og rannsaka meira. Nú er verið að horfa í kyn- og staðalímyndir og hvernig því er háttað hjá börnum. Allir leikskólarnir eru vel búnir tækjum þ.e. að börnin hafa aðgang að tölvum og snjalltöflu (whiteboard) til að geta aflað upplýsinga. Barnahúsið Barnahús er opinn leikskóli fyrir alla þ.e. að foreldrar, ömmur og afar, frændur og frænkur geta komið og verið með börn á aldrinum 0 5 ára og þannig hitt önnur börn áður en þau byrja í leikskóla. Það þarf ekki að skrá börnin og viðveran er frí. Það kemur fagfólk sem býður upp á ýmsa starfsemi s.s. söng, hreyfingu og sögustundir. Hér sáum við margar hugmyndir fyrir yngstu börnin okkar og hvað það er auðvelt að útbúa leikefni úr nánast engu. Allt fest upp á veggi. 19

20 Einföld lausn á sand-, sullu og málningarvinnu. Skrautlegir kubbar gerðir úr allavega kössum og silkipappír. Sniðug hugmynd upp á að nýta pláss. 20

21 Droppens leikskóli Leikskólinn er á tveimur hæðum. Á neðri hæð eru börn á aldrinum 1-3 ára og á efri börn á aldrinum 4-6 ára. Við byrjuðum að skoða efri hæðina og má segja að við urðum dáleiddar af starfinu sem þar fer fram. Þarna er aðallega notaður opinn efniviður og börnin eru mikið að rannsaka og gera tilraunir. Það sést strax að börnin eru með í ráðum. Reglur vor sýnilegar, þ.e. að börnin voru búinn að skrifa og teikna það sem má og það sem ekki má. Skráningar á námi barnanna sást um allan leikskólann, á veggjum, í lofti og á gólfi. Það fyrsta sem við tókum eftir var hvað allt var litskrúðugt og mikið af speglum þannig má segja að skynfærin okkar hafi farið á fullt og er það ekki það sem við viljum sjá hjá börnunum? Á haustin þegar þau byrja þá er farið í gegnum hlutverk eyrans. Þar með er búið að draga úr hávaða. Börnin mæta á fund þar sem þau velja sér svæði sem þau ætla að vera á yfir daginn. Þau komu sér sjálf upp reglum um hvað mættu vera margir á hverju svæði og tekur það smá tíma á haustin að komast að samkomulagi. Eftir það vita þau að ef það eru komnir 6 þá er ekki pláss fyrir fleiri. Á þessum leikskóla eins og öðrum sem við skoðuðum er allt pláss nýtt og til að skapa afslappaða stemmingu þá er loftið tekið niður með þunnum litríkum efnum. Eins eru stóru rýmin stúkuð niður með borðum eða þunnum efnum. Við sáum fyrir okkur að þetta yrði allt togað niður hjá okkur en leikskólakennarinn sagði að það væri aðeins fyrst og börnunum væri gerð grein fyrir því að ef þau toga þá dettur loftið niður á þau. Á yngri deildinni var unnið með liti þ.e. borð og gluggar tileinkað ákveðjum lit. t.d rauða borðið þá var allt rautt í kring og í loftinu fyrir ofan borðið. Einnig unnu þær mikið með bókstafina og að gera börnin meðvituð um ritmálið. Starfsmenn komu sér saman um að hver og einn hefur umsjón með einu herbergi og ræður hvað hann gerir þar inni. Herbergið er hans vinnu svæði og þar hittir hann börnin. 21

22 Þarna fær hver og einn starfsmaður að vinna á sínu áhugasviði. t.d. var þarna tónlistarherbergi, litaherbergi svo eitthvað sé nefnt. Mjög skrautlegt umhverfi Unnið úr vídeóspólum 22

23 Það var margt að sjá upp í lofti Sögu- og músíkhornið Unnið með hlustun/eyra á haustin 23

24 Börnin setja sér reglur þau skrifa og teikna regluna, rautt er það sem er bannað en blátt það sem má. Börnunum fannst skemmtilegra að gera reglur um að sem er bannað. Tæknin nýtt í starfi Sniðug hugmynd fyrir fataherbergið. Stígvélastandur Klemmur fyrir vettlinga merkt hverju barni 24

25 Gluggaskraut Sniðugar hugmyndir 25

26 Unnið með kyn-ímynd og einstaklinga Unnið með stafi Okkur langar í svona 26

27 Lekattens leikskóli Í leikskólanum eru tvær deildir með börnum á aldrinum 1-5 ára. Unnið er í litlum hópum og er börnunum skipt niður eftir áhuga og þroska. Unnið er að því ásamt börnunum að útbúa umhverfið þannig að það hvetji börnin til að afla sér þekkingar og reynslu á fjölbreyttan hátt. Efniviður er aðgengilegur og rækilega flokkaður þannig að allt efni og leikföng eru sýnileg og hver hlutur á sínum stað. Í Lekattens er verið að fikra sig áfram að sambærilegu starfi og unnið er á Droppens og starfsfólk og börn er enn að prófa sig áfram. Þannig er búið að flokka efnivið, gera hann aðgengilegan og skipta húsnæðinu í svæði eftir viðfangsefnum en afraksturinn af vinnu barnanna og skráningar á uppgötvunum þeirra og námi er ekki eins sýnilegur og á Droppens. Útileiksvæðið er sameiginlegt með íbúðunum í kring og ekki er mikið um leiktæki. Útivera er ekki síst í formi könnunarferða um næsta nágrenni og nálæg útivistarsvæði eru heimsótt reglulega. Í Lekattens er lögð áhersla á að allur matur sé eldaður frá grunni úr sem ferskustu og bestu hráefni og hefur leikskólinn fengið viðurkenningu fyrir gæði matarins. Allt umhverfi var mjög snyrtilegt og greinilega var búið að leggja mikla vinnu í að skipuleggja það og finna út hvað hentaði hverju svæði. Við tókum sérstaklega eftir því hversu mikið er flokkað eftir litum og gerðum. Það eru næstum því engin tilbúin leikföng en nóg af kubbum, litum og alls konar opnum efnivið. Einnig er mikið framboð af verðlausu efni sem börnin mega nýta i sköpun og alls konar leikjum. 27

28 Mikil áhersla er á stærðfræði Allt flokkað eftir litum......meira að segja litirnir Hvert herbergi hefur sérstakan tilgang Allt á sínum stað Skrifstofu horn fyrir matráðinn 28

29 Södra Innerstadens leikskóli Það var hún Ingela sem tók á móti rennandi blautum leikskólakennurum (það rignir víst í Malmö) Ingela sagði okkur lítillega frá leikskólanum og starfi hans áður en haldið var út á lóð skólans. Leikskólinn er staðsettur við hliðina á sjúkrahúsinu og er opnunartími hans í tengslum við það. Leikskólinn er opinn frá kl á kvöldin. Leikskólinn er jafnframt opinn alla daga allt árið um kring. En það er mjög mismunandi hvað börnin eru lengi. Þau geta komið fyrri part og svo aftur seinni part af deginum eða að þau eru í nokkra daga fríi. Lóðin sem leikskólinn stendur á var áður undir smáhýsi en þangað kom fólkið úr miðborg Malmö áður fyrr þegar það átti frí. Þegar það datt upp fyrir var farið að huga að því hvað ætti að gera við lóðina og kom þá upp sú hugmynd að stofna leikskóla sem væri með áherslu á útisvæði því að góð lóð er við skólann og stutt í skóginn. Útisvæðinu er skipt upp í nokkur svæði, eitt til að laða að pöddur sem hægt er að skoða og rannsaka. Þau setja niður matjurtir er það allt á einum stað allt sem má borða. Þarna er einnig laut þar sem þau fara og borða úti, smíðasvæði, óræktað land og leikskólinn vinnur moltu. Það er oft farið út fyrir lóð eða að skóginum og þar er eldað og unnið með náttúruna dag langt. Börnin í skólanum þekkja það ekki að hafa garð heima hjá sér þar sem þau búa öll í blokkum. Það var því talið mikilvægt að börnin kæmust í snertingu við náttúruna. Smíðasvæði Útivistarlautin. 29

30 Óhefðbundið leiksvæði Blautar en glaðar konur Rigningavatni safnað. Ingela að fræða mannskapinn Hefðbundin leiktæki. Öndin þeirra. 30

31 Glaður hópur Snemma í undirbúningsferlinu fyrir fræðsluferðina okkar var ákveðið að fara til Svíþjóðar þar sem leikskólastarf þar er byggt á svipuðum grunni og okkar íslenska kerfi og því auðvelt að samsama sig þeirra aðstæðum. Sænskir leikskólar hafa líka margir nýlega gengið í gegnum sameiningarferli líkt og við í Leikskóla Fjallabyggðar og því fannst okkur forvitnilegt að vita hvernig þeim hefði tekist til og hvort við gætum eitthvað lært af þeim. Samgöngusjónarmið réðu því svo að ákveðið var að fara til Malmö þar sem tiltölulega ódýrt er að fljúga til Kaupmannahafnar og þaðan eru greiðar samgöngur til Malmö. Ferðin hafði tvíþættan tilgang: Annars vegar langaði okkur til að fá tækifæri til að kynnast mismunandi leikskólastarfi, kynnast straumum og stefnum í leikskólauppeldi. Hins vegar fannst okkur mikilvægt að fá tækifæri til að öðlast sameiginlega reynslu, kynnast innbyrðis og hrista hópinn saman. Hópurinn samanstóð af starfsmönnum Leikhóla og Leikskála og fyrir þessa ferð höfðu ekki gefist mjög mörg tækifæri til að kynnast, fræðast og gleðjast saman. Óhætt er að segja að báðum markmiðunum var náð. Við skoðuðum marga ólíka leikskóla, sáum bæði margt sem okkur fannst til mikillar fyrirmyndar og líka eitt og annað sem við myndum seint samþykkja í okkar leikskólastarfi. Við fengum 31

32 mikið af fræðsluefni og tókum óteljandi margar myndir. Sköpuðust oft fjörugar umræður eftir heimsóknirnar um aðstæður, efnivið og umhverfi. Síðan náði starfsmannahópurinn að kynnast betur innbyrðis og til dæmis var farið saman út að borða tvö kvöld. Hópurinn varð smám saman samhentari og óþvingaðri í samskiptum sín á milli. Sérstaklega var gaman að sjá hvað allir pössuðu vel upp á samferðafólk sitt í ferðunum að allir væru örugglega komnir í lestina, rútuna o.s.frv. Þolinmæði og þrautseigja kom hópnum heilum í gegnum langt og strangt ferðalag, rútuferðir, næturflug, lestarferðir o.s.frv. sem vissulega tóku í hjá mörgum. Hjálpsemi, gleði og hlátur voru einkennandi í ferðinni hvort heldur sem var á löngum gönguferðum milli leikskóla (þar sem einkunnarorðin voru: Við erum rétt að verða komin ) eða í búðarrölti laugardagsins og óformlegum samkomum í lobbyinu. Þessi ferð var vel heppnuð í alla staði og reynist okkur örugglega dýrmæt innistæða í reynslubankanum þegar við höldum áfram að vinna að okkar sameiginlegu markmiðum og framtíðarsýn hjá Leikskóla Fjallabyggðar Umsjón með skýrslu voru : Kristín María Hlökk Karlsdóttir Olga Gísladóttir 32

SVONA Á AÐ SKIPTA UM PERU

SVONA Á AÐ SKIPTA UM PERU SVONA Á AÐ SKIPTA UM PERU? Leiðarvísir til að skipta um ljósaperu. Ertu að grínast? Reyndar, nei. Við viljum deila góðu fréttunum um LED ljósaperurnar hvernig þær geta lækkað orkureikninginn þinn og lýst

Läs mer

Skólanámskrá. Útgefandi: Leikskólinn Holt Stapagötu 10, 260 Reykjanesbæ

Skólanámskrá. Útgefandi: Leikskólinn Holt Stapagötu 10, 260 Reykjanesbæ Skólanámskrá Útgefandi: Leikskólinn Holt Stapagötu 10, 260 Reykjanesbæ Skólanámskrá Leikskólinn Holt v/ Stapagötu, 260 Reykjanesbæ Sími: 4203175 Gsm: 8996104 Netfang: holt@reykjanesbaer.is Veffang: http://leikskolinnholt.is

Läs mer

Börn á Norðurlöndum Ungt fólk hefur áhrif!

Börn á Norðurlöndum Ungt fólk hefur áhrif! Börn á Norðurlöndum Ungt fólk hefur áhrif! Nordens Välfärdscenter Hugmyndarit Niðurstöður verkefnisins Snemmbær úrræði fyrir fjölskyldur 1 Börn á Norðurlöndum Ungt fólk hefur áhrif! Útgefandi: Nordens

Läs mer

Ritnefnd: Arnbjörg Eiðsdóttir, Helga Sigurjónsdóttir, Þóra Kemp og Þorsteinn Hjartarson.

Ritnefnd: Arnbjörg Eiðsdóttir, Helga Sigurjónsdóttir, Þóra Kemp og Þorsteinn Hjartarson. Ferð starfsmanna Þjónustumiðstöðvar Breiðholts til Stokkhólms í október 2010 Undirbúningsnefnd: Bryndís Ó. Gestsdóttir, Eydís D. Sverrisdóttir, Helga Sigurjónsdóttir, Jóhanna Erla Guðjónsdóttir, Kolbrún

Läs mer

Skólanámskrá Óskalands

Skólanámskrá Óskalands Skólanámskrá Óskalands Leikskólinn Óskaland Finnmörk 1 Sími: 4834139 netfang: oskaland@hveragerdi.is leikskólastjóri: Gunnvör Kolbeinsdóttir aðstoðarleikskólastjóri: Guðlaug Jónsdóttir Efnisyfirlit. Inngangur...

Läs mer

Mamma, pabbi, hvað er að?

Mamma, pabbi, hvað er að? Fræðslurit Krabbameinsfélagsins Mamma, pabbi, hvað er að? Þegar mamma eða pabbi fær krabbamein hefur það áhrif á alla fjölskylduna. Hér er sagt frá því hvernig þetta snertir börnin og hvernig foreldrar

Läs mer

Málþroski og læsi Færni til framtíðar- Leikskólinn Lækjarbrekka Hólmavík HANDBÓK

Málþroski og læsi Færni til framtíðar- Leikskólinn Lækjarbrekka Hólmavík HANDBÓK Málþroski og læsi Færni til framtíðar- Leikskólinn Lækjarbrekka Hólmavík HANDBÓK Þróunarverkefni unnið með leikskólum Húnaþings Vestra og Austur Húnavatnssýslu 2015-2017 2 Efnisyfirlit Tilurð verkefnisins...

Läs mer

Að sjá illa en líða vel Krister Inde

Að sjá illa en líða vel Krister Inde Að sjá illa en líða vel Krister Inde 1 Krister Inde Að sjá illa en líða vel Bækur og fræðirit á sænsku eftir Krister Inde eða undir ritstjórn hans: 1975 Synträning med optik (ásamt Örjan Bäckman), Liber

Läs mer

Að ryðja úr vegi. ólík sjónarhorn starfsendurhæfingar. Kristjana Fenger, lektor í iðjuþjálfunarfræði við Háskólann á Akureyri

Að ryðja úr vegi. ólík sjónarhorn starfsendurhæfingar. Kristjana Fenger, lektor í iðjuþjálfunarfræði við Háskólann á Akureyri Að ryðja úr vegi ólík sjónarhorn starfsendurhæfingar Kristjana Fenger, lektor í iðjuþjálfunarfræði við Háskólann á Akureyri 1 Yfirlit Líkanið um iðju mannsins (e. Model of Human Occupation) Hvað hjálpaði

Läs mer

Veiledningshefte. En arbeidsdag på liv og død

Veiledningshefte. En arbeidsdag på liv og død Veiledningshefte DITT VALG En arbeidsdag på liv og død Norsk Íslenska Svenska English Ditt valg En arbeidsdag på liv og død Veiledning Ved hjelp av musikk og dikt blir brukeren satt i en følelsesmessig

Läs mer

Vellíðan í vinnunni. Vinnueftirlit ríkisins Fræðslu- og leiðbeiningarit nr. 13

Vellíðan í vinnunni. Vinnueftirlit ríkisins Fræðslu- og leiðbeiningarit nr. 13 Vellíðan í vinnunni Vinnueftirlit ríkisins Fræðslu- og leiðbeiningarit nr. 13 Texti: Hólmfríður K. Gunnarsdóttir Forsíða: Fiskikonurnar, 1971, Hildur Hákonardóttir/Myndstef Teikningar: Gísli J. Ástþórsson

Läs mer

Möguleikar til menntunar fyrr og nú

Möguleikar til menntunar fyrr og nú Möguleikar til menntunar fyrr og nú Samanburður á réttindum heyrnarskertra barna til séraðstoðar í grunnskólum á Íslandi og í Stokkhólmi Harpa Viðarsdóttir Lokaverkefni til BA-prófs Uppeldis- og Menntunarfræðideild

Läs mer

Ert þú með réttu gleraugun? Stuðningsefni til að samþætta sjónarmið barnaréttinda og ungmenna við starf Norrænu ráðherranefndarinnar

Ert þú með réttu gleraugun? Stuðningsefni til að samþætta sjónarmið barnaréttinda og ungmenna við starf Norrænu ráðherranefndarinnar Stuðningsefni til að samþætta sjónarmið barnaréttinda og ungmenna við starf Norrænu ráðherranefndarinnar 1 2 5 3 4 Stuðningsefni til að samþætta sjónarmið barnaréttinda og ungmenna við starf Norrænu ráðherranefndarinnar

Läs mer

Börn á Norðurlöndum. Norræna velferðarmiðstöðin. Snemmbær úrræði fyrir börn og fjölskyldur

Börn á Norðurlöndum. Norræna velferðarmiðstöðin. Snemmbær úrræði fyrir börn og fjölskyldur Börn á Norðurlöndum Norræna velferðarmiðstöðin Hugmyndarit Snemmbær úrræði fyrir börn og fjölskyldur 1 Börn á Norðurlöndum Snemmbær úrræði fyrir börn og fjölskyldur Útgefandi: Norræna velferðarmiðstöðin

Läs mer

Allt sem ég gerði skorti innihald

Allt sem ég gerði skorti innihald Hugvísindasvið Allt sem ég gerði skorti innihald Þýðing á Gæsku eftir Eirík Örn Norðdahl og inngangur að henni Ritgerð til BA-prófs í íslensku sem öðru máli Anna Emelie Heuman Maí 2014 Háskóli Íslands

Läs mer

Hann, hún og það... eða hvað?

Hann, hún og það... eða hvað? Háskóli Íslands Hugvísindasvið Almenn málvísindi Hann, hún og það... eða hvað? Um kynhlutlausa persónufornafnið hán Ritgerð til BA-prófs í almennum málvísindum Selma Margrét Sverrisdóttir Kt.: 200990-3319

Läs mer

Sópun snjós af hjólaleiðum og hálkuvarnir með saltpækli. Þróunarverkefni Veturinn

Sópun snjós af hjólaleiðum og hálkuvarnir með saltpækli. Þróunarverkefni Veturinn Sópun snjós af hjólaleiðum og hálkuvarnir með saltpækli Þróunarverkefni Veturinn 2015-2016 Titill skýrslu SKÝRSLA - UPPLÝSINGABLAÐ Sópun snjós af hjólaleiðum og hálkuvarnir með saltpækli Þróunarverkefni.

Läs mer

NTR- ráðstefna í Svíþjóð 2012

NTR- ráðstefna í Svíþjóð 2012 1 NTR- ráðstefna í Svíþjóð 2012 Þetta yfirlit er unnið af Guðríði Sigurbjörnsdóttur St.Rv. og Karli Rúnar Þórssyni STH. Hér er ekki um að ræða ýtarlega samantekt á öllu því sem fram fór enda upplifun hvers

Läs mer

Fjárskipti milli hjóna

Fjárskipti milli hjóna Meistararitgerð í lögfræði Fjárskipti milli hjóna Meginreglan um helmingaskipti og skáskiptaheimild 104. gr. laga nr. 31/1993 Magnús Bragi Ingólfsson Hrefna Friðriksdóttir Júní 2014 2 EFNISYFIRLIT 1 Inngangur...

Läs mer

Áherslur Ferðamálastofu við breyttar aðstæður

Áherslur Ferðamálastofu við breyttar aðstæður Áherslur Ferðamálastofu við breyttar aðstæður Helstu áherslur í starfseminni 2009 Ólöf Ýrr Atladóttir, ferðamálastjóri 20/11/2008 Ferðamálaþing iðnaðarráðuneytis og Ferðamálastofu 2008 Yfirlit Almennar

Läs mer

2. Meginmál Hvað hefur verið rannsakað?

2. Meginmál Hvað hefur verið rannsakað? Ágrip Drengjum líður verr í skóla en stúlkum, ná lakari námsárangri og fremja fleiri agabrot. Rannsóknir hafa sýnt þennan mun á högum kynjanna um árabil og virðist hann fara vaxandi. Samræmd próf sýna

Läs mer

Betri líðan - Bættur hagur með

Betri líðan - Bættur hagur með BB B Betri líðan - Bættur hagur með - Mælinum Byggingarstaður Öryggisstig Vika TEXTI: HEIKKI LAITINEN MARI KIURULA TEIKNINGAR: HARRI PAKARINEN ÞÝÐING: BORGÞÓR KÆRNESTED UMSJÓN: VINNUEFTIRLIT RÍKISINS FINNSK

Läs mer

UNGT FÓLK ÁN ATVINNU - VIRKNI ÞESS OG MENNTUN

UNGT FÓLK ÁN ATVINNU - VIRKNI ÞESS OG MENNTUN 2009 UNGT FÓLK ÁN ATVINNU - VIRKNI ÞESS OG MENNTUN,,Þetta er leiðinlegt líf, ég er búinn að vera það lengi atvinnulaus, er alltaf í tölvunni á nóttunni, þetta verður bara að stoppa." Tilvitnun í ungan

Läs mer

Ásýnd og skipulag bújarða

Ásýnd og skipulag bújarða RÁÐUNAUTAFUNDUR 2001 Ásýnd og skipulag bújarða Grétar Einarsson 1 og Ólafur Guðmundsson 2 1 Rannsóknastofnun landbúnaðarins, bútæknideild 2 Byggingafulltrúi YFIRLIT Í eftirfarandi pistli er í upphafi fjallað

Läs mer

Norrænn byggingardagur Nordisk Byggdag NBD

Norrænn byggingardagur Nordisk Byggdag NBD Norrænn byggingardagur Nordisk Byggdag 1927 2007 NBD 4 Formáli Norrænn byggingardagur NBD I Stokkhólmur 1927 NBD II Helsinki 1932 NBD III Ósló 1938 NBD IV Kaupmannahöfn 1946 NBD V Stokkhólmur 1950 NBD

Läs mer

Bankbok som lärobok. Lennart Högstedt

Bankbok som lärobok. Lennart Högstedt Bankabók sem kennslubók Sænskur banki dreifði árið 1999 bók til allra viðskiptavina sinna. Ætlunin var að hún yrði eins konar leiðbeiningar fyrir daglegt líf og aðstoð við að skilja, einfalda og ná betri

Läs mer

Äventyrsmatematik. Sven-Gunnar Furmark

Äventyrsmatematik. Sven-Gunnar Furmark Ævintýr intýrastærðfræði Í samþættingarverkefni, sem meðal annars fjallar um íþróttir og stærðfræði, fást nemendur við að leysa þraut sem kemur fram í frásögn, ævintýri sem nemendur lifa sig inn í. Unnið

Läs mer

Reglugerð um aðgerðir gegn einelti á vinnustað

Reglugerð um aðgerðir gegn einelti á vinnustað Reglugerð um aðgerðir gegn einelti á vinnustað 1000/2004 I. KAFLI Gildissvið og orðskýringar. 1. gr. Gildissvið. Reglugerð þessi gildir um aðgerðir gegn einelti á vinnustað sem lög nr. 46/1980, um aðbúnað,

Läs mer

Tæknileg úrræði og heilabilun á Norðurlöndunum

Tæknileg úrræði og heilabilun á Norðurlöndunum Tæknileg úrræði og heilabilun á Norðurlöndunum Foto: BK Grafiske Tæknileg úrræði til stuðnings í daglegu lífi fyrir fólk með heilabilun Viðtalskönnun unnin í Danmörku, Finnlandi, Íslandi, Noregi og Svíþjóð.

Läs mer

Ætti að heimila langlífari sambúðarmaka að sitja í óskiptu búi?

Ætti að heimila langlífari sambúðarmaka að sitja í óskiptu búi? BA-ritgerð í lögfræði Ætti að heimila langlífari sambúðarmaka að sitja í óskiptu búi? Guðbjörg Sandra Guðjónsdóttir Elísabet Gísladóttir Júní 2015 EFNISYFIRLIT 1 Inngangur... 3 2 Almennt um óvígð sambúð...

Läs mer

Sérfræðinám í Svíþjóð - Vænn kostur -

Sérfræðinám í Svíþjóð - Vænn kostur - Sérfræðinám í Svíþjóð - Vænn kostur - Kristín Huld Haraldsdóttir 1, Tómas Guðbjartsson 2 1 Handlækningdeild Háskólasjúkrahússins í Lundi. Fågelhundsvägen 62, 226 53 Lund, Sverige. Netfang: kristin.huldharaldsdottir@skane.se

Läs mer

Fegurðin fæðist á ný. Fljótvirk, langvirk mýking andlitslína Einföld fegrunaraðferð. Juvéderm ULTRA samanstendur af þremur vörum

Fegurðin fæðist á ný. Fljótvirk, langvirk mýking andlitslína Einföld fegrunaraðferð. Juvéderm ULTRA samanstendur af þremur vörum 1 Fegurðin fæðist á ný Fljótvirk, langvirk mýking andlitslína Einföld fegrunaraðferð 2 3 Elskaðu húðina þína... Það að eldast er ein af staðreyndum lífsins. Sumir eldast betur en aðrir á meðan sumir eru

Läs mer

Leiðarvísir fyrir tónmöskva

Leiðarvísir fyrir tónmöskva Leiðarvísir fyrir tónmöskva og ráðleggingar um hvað þarf helst að hafa til hliðsjónar við val á búnaði. Samstarfsnefnd Heyrnarskertra á Norðurlöndum 2016 Höfundur: Gudvin Helleve Umbrot: Clasgöran Strömgren,

Läs mer

List- og menningarfræðsla á Íslandi. Anne Bamford

List- og menningarfræðsla á Íslandi. Anne Bamford List- og menningarfræðsla á Íslandi Anne Bamford Mennta- og menningarmálaráðuneyti : Apríl 2011 Útgefandi: Mennta- og menningarmálaráðuneyti Sölvhólsgötu 4 150 Reykjavík Sími: 545 9500 Bréfasími: 562 3068

Läs mer

Fullriggaren Malevik. Robert Johansson, Anna Malmsköld, Camilla Wingne

Fullriggaren Malevik. Robert Johansson, Anna Malmsköld, Camilla Wingne Flaggskipið Male alevik Flaggskipið Malevik er skóli fyrir 6 16 ára gamla nemendur. Kennararnir eiga samstarf um að þróa kennsluáætlanir þannig að nemendur geti fundið samhengi allt frá fyrsta ári til

Läs mer

Frumvarp til laga um breytingar á lagaákvæðum er varða framfærslu barna og meðlag skv. barnalögum nr. 76/2003.

Frumvarp til laga um breytingar á lagaákvæðum er varða framfærslu barna og meðlag skv. barnalögum nr. 76/2003. Frumvarp til laga um breytingar á lagaákvæðum er varða framfærslu barna og meðlag skv. barnalögum nr. 76/2003. 1. gr. Eftirfarandi breytingar verða á 54. gr. laganna: a. 1. mgr. 54. gr. orðast svo: Barn

Läs mer

Frá styrkjakerfi til heilbrigðs rekstrarumhverfis

Frá styrkjakerfi til heilbrigðs rekstrarumhverfis Mars 1990 Frá styrkjakerfi til heilbrigðs rekstrarumhverfis Um byggðaaðgerðir á Norðurlöndum síðustu áratugina eftir Kristófer Oliversson NordREFO Efnisyfirlit Forord... 4 Formáli... 5 1 Inngangur... 6

Läs mer

Skýrsla velferðarráðherra um aðgerðir samkvæmt aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar vegna ofbeldis karla gegn konum í nánum samböndum.

Skýrsla velferðarráðherra um aðgerðir samkvæmt aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar vegna ofbeldis karla gegn konum í nánum samböndum. Skýrsla velferðarráðherra um aðgerðir samkvæmt aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar vegna ofbeldis karla gegn konum í nánum samböndum. (Lögð fyrir Alþingi á 139. löggjafarþingi 2010 2011.) EFNISYFIRLIT TILLÖGUR

Läs mer

Nr janúar 2006 REGLUGERÐ. um framkvæmdasamning við Norðurlandasamning um almannatryggingar frá 18. ágúst 2003.

Nr janúar 2006 REGLUGERÐ. um framkvæmdasamning við Norðurlandasamning um almannatryggingar frá 18. ágúst 2003. REGLUGERÐ um framkvæmdasamning við Norðurlandasamning um almannatryggingar frá 18. ágúst 2003. 1. gr. Norðurlandasamningur um almannatryggingar frá 18. ágúst 2003, sbr. lög nr. 66/2004 um lögfestingu Norðurlandasamnings

Läs mer

Efnisyfirlit. Inngangur Markmið Leiðir að markmiðum Heimildaskrá

Efnisyfirlit. Inngangur Markmið Leiðir að markmiðum Heimildaskrá Efnisyfirlit Inngangur Markmið Leiðir að markmiðum Heimildaskrá 3 4 5 12 2 Inngangur Samantektin sem hér birtist er afrakstur af vinnu æskulýðsráðs vegna stefnumótunar í æskulýðsmálum. Stefnumótunin á

Läs mer

Myndlist í mótun þjóðernis

Myndlist í mótun þjóðernis Myndlist í mótun þjóðernis Myndlist í Finnlandi um aldamótin 1900 Asta Johanna F. Laukkanen Lokaverkefni til B.Ed-prófs í grunnskólakennarafræði Leiðsögukennari: Ólafur Kvaran Kennaradeild Menntavísindasvið

Läs mer

Skýrsla Vatnalaganefndar

Skýrsla Vatnalaganefndar Skýrsla Vatnalaganefndar Skýrsla Vatnalaganefndar ásamt ritgerðum, álitum og öðru efni sem nefndin hefur aflað September 2008 Efnisyfirlit Efnisyfirlit... 5 Samantekt Tillögur Vatnalaganefndar... 9 1.

Läs mer

ÞJÓNUSTA VIÐ FÖTLUÐ BÖRN OG FULLORÐNA TRAUST SVEIGJANLEIKI ÞRÓUN FRAMTÍÐARSÝN- OG STEFNA

ÞJÓNUSTA VIÐ FÖTLUÐ BÖRN OG FULLORÐNA TRAUST SVEIGJANLEIKI ÞRÓUN FRAMTÍÐARSÝN- OG STEFNA Drög desember 2006 MÓTUM FRAMTÍÐ ÞJÓNUSTA VIÐ FÖTLUÐ BÖRN OG FULLORÐNA 2007-2016 TRAUST SVEIGJANLEIKI ÞRÓUN FRAMTÍÐARSÝN- OG STEFNA ð Desember 2006 EFNISYFIRLIT 1. FRAMTÍÐARSÝN OG -STEFNA...3 1.1 Inngangur...3

Läs mer

TILLÖGUR ÍSLENSKRAR MÁLNEFNDAR AÐ ÍSLENSKRI MÁLSTEFNU

TILLÖGUR ÍSLENSKRAR MÁLNEFNDAR AÐ ÍSLENSKRI MÁLSTEFNU TILLÖGUR ÍSLENSKRAR MÁLNEFNDAR AÐ ÍSLENSKRI MÁLSTEFNU Íslenska til alls Tillögur Íslenskrar málnefndar að íslenskri málstefnu Menntamálaráðuneyti 2008 Menntamálaráðuneyti : Rit 38 Nóvember 2008 Útgefandi:

Läs mer

Um mikilvægi rannsóknaseturs á sviði opinberrar stjórnsýslu

Um mikilvægi rannsóknaseturs á sviði opinberrar stjórnsýslu Um mikilvægi rannsóknaseturs á sviði opinberrar stjórnsýslu Ómar H. Kristmundsson dósent í opinberri stjórnsýslu við Háskóla Íslands 2. tbl. 3. árg. 2007 Erindi og greinar Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála,

Läs mer

Villa Villekulla och andra hus

Villa Villekulla och andra hus Húsið hennar Línu Lang angsokks og önnur hús. Þema um Astrid Lindgren er á dagskrá hjá nemendum í 1. bekk. Í bókunum hennar eru ýmis mikilvæg hús eins og Sjónarhóll og Sólbakki. Börnin velta þessum húsum

Läs mer

MENNINGARHEIMAR MÆTAST ÁHRIF TRÚAR, MENNINGAR OG ARFLEIFÐAR Á SAMSKIPTI OG MEÐFERÐ INNAN HEILBRIGÐISÞJÓNUSTUNNAR

MENNINGARHEIMAR MÆTAST ÁHRIF TRÚAR, MENNINGAR OG ARFLEIFÐAR Á SAMSKIPTI OG MEÐFERÐ INNAN HEILBRIGÐISÞJÓNUSTUNNAR Landlæknisembættið Directorate of Health MENNINGARHEIMAR MÆTAST ÁHRIF TRÚAR, MENNINGAR OG ARFLEIFÐAR Á SAMSKIPTI OG MEÐFERÐ INNAN HEILBRIGÐISÞJÓNUSTUNNAR Rit Landlæknisembættisins nr. 2 2001 MENNINGARHEIMAR

Läs mer

Språkproven i ISLEX problem och potential

Språkproven i ISLEX problem och potential Språkproven i ISLEX problem och potential Anna Helga Hannesdóttir Uppläggning ISLEX som utgångspunkt för en principiell, teoretisk diskussion Genren och tekniken Språkproven och ordförrådet i ISLEX islex.is

Läs mer

TILSKIPUN EVRÓPUÞINGSINS OG RÁÐSINS 2014/24/ESB. frá 26. febrúar 2014

TILSKIPUN EVRÓPUÞINGSINS OG RÁÐSINS 2014/24/ESB. frá 26. febrúar 2014 TILSKIPUN EVRÓPUÞINGSINS OG RÁÐSINS 2014/24/ESB frá 26. febrúar 2014 um opinber innkaup og niðurfellingu tilskipunar 2004/18/EB EVRÓPUÞINGIÐ OG RÁÐ EVRÓPUSAMBANDSINS HAFA, með hliðsjón af sáttmálanum um

Läs mer

Skipulag sérgreina lækninga á Landspítala - háskólasjúkrahúsi

Skipulag sérgreina lækninga á Landspítala - háskólasjúkrahúsi Apríl 2007 Skipulag sérgreina lækninga á Landspítala - háskólasjúkrahúsi Magnús Pétursson forstjóri LSH 2 1. Inngangur Skipulag lækninga á stærri sjúkrahúsum byggist á sérgreinum lækninga. Nær öll sjúkrahús

Läs mer

Kennarasamband Íslands, 18. desember 2016

Kennarasamband Íslands, 18. desember 2016 Kennarasamband Íslands, 18. desember 2016 Skýrsla KÍ um stjórnarfund í norrænu kennarasamtökunum (NLS) 29. nóvember 2016 í Reykjavík. Kennarasamtökin í NLS skiptast á að fara með formennsku til eins árs

Läs mer

Íslensk kvikmyndagerð fyrir íslenska menningu, áhorfendur og tungu.

Íslensk kvikmyndagerð fyrir íslenska menningu, áhorfendur og tungu. Íslensk kvikmyndagerð fyrir íslenska menningu, áhorfendur og tungu. Greining á starfsskilyrðum kvikmyndagerðar á Íslandi Yfirlit helstu niðurstöður Skýrsla unnin fyrir mennta og menningarmálaráðuneyti

Läs mer

Velkomin til Tyrklands!*

Velkomin til Tyrklands!* Velkomin til Tyrklands!* ALLT SEM ÞÚ ÞARFT AÐ VITA: FARARSTJÓRAR / ÞÍN UPPLIFUN / SKOÐUNARFERÐIR / NYTSAMLEGAR UPPLÝSINGAR / HEIMFERÐIN VELKOMIN TIL ALANYA Alanya er uppáhalds áfangastaður allra okkar

Läs mer

Norrænn dagur um daufblindu 2017 innblástur til samstarts

Norrænn dagur um daufblindu 2017 innblástur til samstarts Norrænn dagur um daufblindu 2017 innblástur til samstarts 4 septembur 2017 kl. 10.00 17.30 Aalborg Kongres & Kultur Center, Álaborg, Danmörku Norrænn dagur um daufblindu mun hvetja til áframhaldandi góðs

Läs mer

Tóbakslausar aðgerðir. Betri batahorfur með því að vera laus við tóbak

Tóbakslausar aðgerðir. Betri batahorfur með því að vera laus við tóbak Tóbakslausar aðgerðir Betri batahorfur með því að vera laus við tóbak EFNISYFIRLIT 3 LAUS VIÐ TÓBAK FYRIR AÐGERÐ 4 NÚ ER TÆKIFÆRIÐ! 5 LAUS VIÐ TÓBAK EFTIR AÐGERÐ 6 FREKARI UPPLÝSINGAR OG AÐSTOÐ 2 Laus

Läs mer

Þriðjudagur, 7. júní fundur samkeppnisráðs. Uppgreiðslugjald af neytendalánum. I. Málavextir

Þriðjudagur, 7. júní fundur samkeppnisráðs. Uppgreiðslugjald af neytendalánum. I. Málavextir Þriðjudagur, 7. júní 2005 241. fundur samkeppnisráðs Ákvörðun nr. 19/2005 Uppgreiðslugjald af neytendalánum I. Málavextir 1. Erindi Neytendasamtakanna Neytendasamtökin sendu Samkeppnisstofnun erindi, dags.

Läs mer

Aravísur. sungnar Ara Páli Kristinssyni fimmtugum 28. september 2010

Aravísur. sungnar Ara Páli Kristinssyni fimmtugum 28. september 2010 Aravísur sungnar Ara Páli Kristinssyni fimmtugum 28. september 2010 Menningar- og minningarsjóður Mette Magnussen Reykjavík 2010 Höfundar Umsjón: Jóhannes B. Sigtryggsson og Kári Kaaber. Bók þessa má afrita

Läs mer

Konsten att inte berätta allt

Konsten att inte berätta allt List istin in að s segj gja ekki allt lt Í stað þess að kennarinn afhjúpi sjálfur leyndardóma stærðfræðinnar geta nemendur fengið sem verkefni að leita upplýsinga og gera grein fyrir uppgötvunum sínum.

Läs mer

Velkomin til Tyrklands!*

Velkomin til Tyrklands!* Velkomin til Tyrklands!* ALLT SEM ÞÚ ÞARFT AÐ VITA: FARARSTJÓRAR / ÞÍN UPPLIFUN / SKOÐUNARFERÐIR / NYTSAMLEGAR UPPLÝSINGAR / HEIMFERÐIN VELKOMIN TIL ANTALYA Stórborgin Antalya er einn aðalferðamannastaðurinn

Läs mer

Minnihlutastjórnir á Íslandi og Norðurlöndum

Minnihlutastjórnir á Íslandi og Norðurlöndum Minnihlutastjórnir á Íslandi og Norðurlöndum Helgi Skúli Kjartansson Söguþinginu var ekki fyrr lokið en Ríkisútvarpið birti eftirfarandi frétt: Fredrik Reinfeldt, forsætisráðherra Svíþjóðar, staðfestir

Läs mer

Greinargerð. um innflutning á heyrnartækjum og hlutum í þau á vegum Heyrnar- og talmeinastöðvar Íslands frá 1. janúar 1997 til 31.

Greinargerð. um innflutning á heyrnartækjum og hlutum í þau á vegum Heyrnar- og talmeinastöðvar Íslands frá 1. janúar 1997 til 31. Greinargerð um innflutning á heyrnartækjum og hlutum í þau á vegum Heyrnar- og talmeinastöðvar Íslands frá 1. janúar 1997 til 31. maí 2001 Janúar 2002 Efnisyfirlit 1 INNGANGUR... 2 2 UM STARFSEMI HTÍ...

Läs mer

Varför har vi ben? Annika Sorsa, Päivi Perkkilä

Varför har vi ben? Annika Sorsa, Päivi Perkkilä Hvers s vegna höfum við v fætur? Í greininni er lýst heildrænu verkefni í 2. bekk þar sem spurningar barnanna og verk skipta mestu máli. Meginviðfangsefnið er stoðkerfi líkamans, beinagrind og fætur. Nemendurnir

Läs mer

Helga Maureen Gylfadóttir Drífa Kristín Þrastardóttir Pétur H. Ármannsson Guðný Gerður Gunnarsdóttir. Húsakönnun. Vogahverfi.

Helga Maureen Gylfadóttir Drífa Kristín Þrastardóttir Pétur H. Ármannsson Guðný Gerður Gunnarsdóttir. Húsakönnun. Vogahverfi. Helga Maureen Gylfadóttir Drífa Kristín Þrastardóttir Pétur H. Ármannsson Guðný Gerður Gunnarsdóttir Húsakönnun Vogahverfi Reykjavík 2010 Minjasafn Reykjavíkur Skýrsla nr. 151 Húsakönnun Vogar Barðavogur

Läs mer

Líkan til samanburðar á hagkvæmni steyptra og malbikaðra slitlaga

Líkan til samanburðar á hagkvæmni steyptra og malbikaðra slitlaga Verknúmer 5VR08006 Skýrsla nr. 09-11 Líkan til samanburðar á hagkvæmni steyptra og malbikaðra slitlaga Ásbjörn Jóhannesson Nýsköpunarmiðstöð Íslands Reykjavík 2009 Nýsköpunarmiðstöð Íslands Skýrsla Líkan

Läs mer

SKATTUR Á MENN Einstaklingsskattaréttur

SKATTUR Á MENN Einstaklingsskattaréttur SKATTUR Á MENN Einstaklingsskattaréttur Inngangur að tekjuskattlagningu Ásmundur G. Vilhjálmsson Glærupakki þrjú Almenni hlutinn hefur vægið 5 til 6, en sérstaki hlutinn 7 til 8 Efnisyfirlit Almennt um

Läs mer

Velkomin til Tyrklands!*

Velkomin til Tyrklands!* Velkomin til Tyrklands!* ALLT SEM ÞÚ ÞARFT AÐ VITA: FARARSTJÓRAR / ÞÍN UPPLIFUN / SKOÐUNARFERÐIR / NYTSAMLEGAR UPPLÝSINGAR / HEIMFERÐIN VELKOMIN TIL SIDE Á tímum rómversku keisaranna var Side blómstrandi

Läs mer

NORÐURLÖND NORÐURLÖND VINNUBLÖÐ

NORÐURLÖND NORÐURLÖND VINNUBLÖÐ NORÐURLÖND VINNUBLÖÐ 1 NÁMSGAGNASTOFNUN 07456 Heimurinn frá A Ö Skoðaðu heimskortið á bls. 86 og 87 í Kortabók handa grunnskólum. Finndu löndin og höfin á kortinu og settu bókstafina á rétta staði. a.

Läs mer

Förändring av resvanor hos bilnationen Island. Några små steg på vägen

Förändring av resvanor hos bilnationen Island. Några små steg på vägen Förändring av resvanor hos bilnationen Island Några små steg på vägen Vem är jag? Guðbjörg Lilja Erlendsdóttir Civil ingenjör Hos Efla Konsult, från 1998 Trafiksäkerhet och trafikplanering Alt som angår

Läs mer

28.10. 07.11. 2010. Norræn listahátíð Nordisk kulturfestival Reykjavík. Dagskrá Program

28.10. 07.11. 2010. Norræn listahátíð Nordisk kulturfestival Reykjavík. Dagskrá Program 28.10. 07.11. 2010 Norræn listahátíð Nordisk kulturfestival Reykjavík Dagskrá Program 2 Þjóðþing Norðurlandanna De nordiska nationalförsamlingarna Alþingi, Ísland Folketinget, Danmark Eduskunta, Suomi

Läs mer

SVENSKSPRÅKIGA LÄSER ISLÄNDSKA. En undersökning om lexikaliska likheter i svenska och isländska. Elina Tergujeff

SVENSKSPRÅKIGA LÄSER ISLÄNDSKA. En undersökning om lexikaliska likheter i svenska och isländska. Elina Tergujeff SVENSKSPRÅKIGA LÄSER ISLÄNDSKA. En undersökning om lexikaliska likheter i svenska och isländska. Elina Tergujeff Biämnesavhandling i svenska språket Institutionen för språk Jyväskylä universitet Hösten

Läs mer

TILLAGA AÐ MATSÁÆTLUN

TILLAGA AÐ MATSÁÆTLUN TILLAGA AÐ MATSÁÆTLUN 5.000 TONNA FRAMLEIÐSLA LAXA FISKELDIS EHF Á LAXI Í SJÓKVÍUM Í BERURFIRÐI Berufjörður Verkefnastjóri: Einar Örn Gunnarsson Reykjavík 20. júní 2016 1 Útdráttur Einkahlutafélagið Laxar

Läs mer

NORÐURLÖND NORÐURLÖND VINNUBÓK VINNUBÓK

NORÐURLÖND NORÐURLÖND VINNUBÓK VINNUBÓK NORÐURLÖND VINNUBÓK Vinnubók þessi er ætluð nemendum sem nota námsefnið Norðurlönd eftir Kristínu Snæland. Í vinnubókinni er að finna verkefni sem ætlast er til að nemendur vinni samhliða lestri kennslubókarinnar.

Läs mer

Saga landsliðs karla. Saga landsliðsins. Sigmundur Ó. Steinarsson. Glæsileg knattspyrnubók í máli og myndum.

Saga landsliðs karla. Saga landsliðsins. Sigmundur Ó. Steinarsson. Glæsileg knattspyrnubók í máli og myndum. Allir landsle ik ir (417) Íslands fram að HM í Brasilíu 2014 L andsleik jasaga Íslands í k nat tspy rnu Sigmundur Ó. Steinarsson Glæsileg knattspyrnubók í máli og myndum. Sigmundur Ó. Steinarsson ISBN

Läs mer

Alþingi Erindi nr. Þ 143/1211 komudagur 7.3.2014

Alþingi Erindi nr. Þ 143/1211 komudagur 7.3.2014 Alþingi Erindi nr. Þ 143/1211 komudagur 7.3.2014 Alþingi N efndasvið A usturstræ ti 8-10 150 R eykjavík N EYTEN DASTOFA Reykjavík, 07.03.2014 Tilv. 2012/0852-0.0.01 HS Efni: Umsögn vegna tillögu, umhverfis-

Läs mer

Pöntunarlisti Rósaklúbbsins haustið 2004

Pöntunarlisti Rósaklúbbsins haustið 2004 Pöntunarlisti Rósaklúbbsins haustið 2004 Nr. 1 Bleik en lýsast Stór 7 cm Þétt fyllt, 1-7 í klasa sterkur sætur ilmur 3m hæð x 2m breidd Má rækta sem klifurrós Harðgerði 6-7 Ekki reynd hérlendis Blómstrar

Läs mer

Árs- og samfélagsskýrsla 2016

Árs- og samfélagsskýrsla 2016 Árs- og samfélagsskýrsla 2016 1 Ársskýrsla 2016 2 Isavia ohf. S A M F É L A G U M H V E R F I HLUTI AF GÓÐ U FERÐ ALAGI E F N A H A G U R 3 Ársskýrsla 2016 EFNISYFIRLIT UM ISAVIA 4 ISAVIA Í SAMFÉLAGINU

Läs mer

Trafiksäkerhet och tätortsplanering

Trafiksäkerhet och tätortsplanering Thesis 119 Trafiksäkerhet och tätortsplanering -En analys av Reykjavíks lokalgatunät med GIS 60 50 y = 7,78x R 2 = 0,947 y = 2,173x R 2 = 0,7479 Industriområden 40 Öppet Äldre områden Antal olyckor 30

Läs mer

Bifreiðaskrá. S k a t t m a t í s t a ð g r e i ð s l u B i f r e i ð a h l u n n i n d i RÍKISSKATTSTJÓRI

Bifreiðaskrá. S k a t t m a t í s t a ð g r e i ð s l u B i f r e i ð a h l u n n i n d i RÍKISSKATTSTJÓRI Bifreiðaskrá 2006 S k a t t m a t í s t a ð g r e i ð s l u B i f r e i ð a h l u n n i n d i RÍKISSKATTSTJÓRI Bifreiðategundir og umboð þeirra Tegund ALFA ROMEO AUDI BMW CITROEN CHEVROLET FIAT FORD HONDA

Läs mer

Efnisyfirlit. Vor og sumar 22 Völuvísa Blátt lítið blóm eitt er Þú sólargeisli... 23

Efnisyfirlit. Vor og sumar 22 Völuvísa Blátt lítið blóm eitt er Þú sólargeisli... 23 Efnisyfirlit Dýr og dýravinir 5 Siggi var úti brot-... 6 Ding Dong... 6 Krumminn í hlíðinni... 7 Komdu kisa mín... 7 Fiskarnir tveir... 8 Út um mela og móa... 9 Göngum, göngum... 9 Krummi krunkar úti...

Läs mer

NÁTTÚRUFILÍÐISTOFNUN ÍSLANDS. Heimildir um náttúrufar í og við Reykjavík EFNISYFIRLIT

NÁTTÚRUFILÍÐISTOFNUN ÍSLANDS. Heimildir um náttúrufar í og við Reykjavík EFNISYFIRLIT Heimildir um náttúrufar í og við Reykjavík Skýrslur Náttúrufræðistofnunar Íslands um eyjar í Kollatlrði, Álfsnes, Geldinganes, Öskjuhlíð, Fossvog og Reykjavíkurflugvöll frá árunum 1985-1997 Samantekt:

Läs mer

Beinþynning. Inngangur

Beinþynning. Inngangur usturströnd 5 170 Seltjarnarnes Sími: 510 1900 Inngangur einþynning einþynning einkennist af minnkuðum beinmassa ásamt röskun á eðlilegri beinuppbyggingu. Með beinþynningarbroti (fragility fracture) er

Läs mer

Afstaða almennings og dómara til refsinga

Afstaða almennings og dómara til refsinga Afstaða almennings og dómara til refsinga Prófessor í félagsfræði Ráðstefna í þjóðfélagsfræði Ísafirði, 8.-9. apríl 2011 Raddir fjölmiðla og bloggara: Eftir stendur að Hæstiréttur tekur enn of vægt á alvarlegum

Läs mer

ndersöka och h upptäc

ndersöka och h upptäc Að rannsaka og uppgötv götva stærðfræði Rannsóknarvinna í stærðfræði er vinnumáti þar sem nemendum gefst kostur á að uppgötva stærðfræði. Í greininni er því lýst hvernig hópur kennara við framhaldsskóla

Läs mer

MANNSLÍKAMINN VERKEFNI LITRÓF NÁTTÚRUNNAR NÁMSGAGNASTOFNUN 09932

MANNSLÍKAMINN VERKEFNI LITRÓF NÁTTÚRUNNAR NÁMSGAGNASTOFNUN 09932 MNNSLÍKMINN LITRÓF NÁTTÚRUNNR VERKEFNI NÁMSGGNSTOFNUN 09932 06. JÚLÍ 2011 Mannslíkaminn Verkefni Liber. Heiti á frummálinu: Spektrum iologi ISN 21 21983 4 2011 Susanne Fabricius 2011 íslensk þýðing og

Läs mer

Nordisk skolbarometer

Nordisk skolbarometer Nordisk skolbarometer Attityder till skolan år 2000 Nord 2001 Innehållsförteckning Förord................................................................ 3 Inledning..............................................................

Läs mer

Margrét Pála Ólafsdóttir

Margrét Pála Ólafsdóttir Margrét Pála Ólafsdóttir Curriculum Vitae Nám 1981 Fóstra frá Fósturskóla Íslands, fóstra 1996 Diplóma í stjórnun (30 einingar) frá Fósturskóla Íslands. 1997 Nám í eigindlegri og megindlegri aðferðafræði

Läs mer

komudagur 13.12.2U11 F.h. Sambands íslenskra sveitarfélaga, Guðjón Bragason, sviðsstjóri lögfræði- og velferðarsviðs

komudagur 13.12.2U11 F.h. Sambands íslenskra sveitarfélaga, Guðjón Bragason, sviðsstjóri lögfræði- og velferðarsviðs From: Guðjón Bragason rmailto:audion.braaason@samband.is1 Alþingi Sent: 13. desember 2011 11:41 E d Þ 1dn/787 To: Elín Valdís Þorsteinsdóttir; Nefndasvið umsagnir Erlnul nr. P 14U//o/ Subject: Stjórnarskrá

Läs mer

Árbók Íslands 2007 Heimir Þorleifsson tók saman

Árbók Íslands 2007 Heimir Þorleifsson tók saman Árbók Íslands 2007 Heimir Þorleifsson tók saman EFNISYFIRLIT Bls. Árferði... 99 Brunar... 102 Búnaður... 104 Embætti og störf... 108 Forseti Íslands... 111 Iðnaður... 112 Íbúar Íslands... 113 Íþróttir...

Läs mer

Fjällrackor, isspjärnor och snötäckta sommarängar om översättning från modern isländska

Fjällrackor, isspjärnor och snötäckta sommarängar om översättning från modern isländska Fjällrackor, isspjärnor och snötäckta sommarängar om översättning från modern isländska Anna Gunnarsdotter Grönberg universitetslektor i nordiska språk och översättare ISLEX-minarium 23/11 2011 1 Foto:

Läs mer

Norden i Världen Världen i Norden. Ramprogram för Nordiska rådets verksamhet

Norden i Världen Världen i Norden. Ramprogram för Nordiska rådets verksamhet Norden i Världen Världen i Norden Ramprogram för Nordiska rådets verksamhet Norden i Världen Världen i Norden Ramprogram för Nordiska rådets verksamhet ANP 2009:702 ISBN 978-92-893-1602-6 Nordiska rådet,

Läs mer

Genesis genus generiskt

Genesis genus generiskt Genesis genus generiskt Anna Gunnarsdotter Grönberg Föredrag på festminarium för Monica Johansson 17 juni 2011 1 Genesis I begynneln fanns ordet, och ordet fanns hos Monica, och Monica var lärare på första

Läs mer

ARKIV FÖR NORDISK FILOLOGI

ARKIV FÖR NORDISK FILOLOGI ARKIV FÖR NORDISK FILOLOGI UTG IV ET M E D U N D E R ST Ö D A V A X E L KOCKS FOND FÖR N O R D ISK FILOLOGI SAM T STA T SBID R A G FRÅN D A N M A R K FIN L A N D N O R G E OCH SVERIG E G ENOM SVEN BENSON

Läs mer

BA ritgerð. Bókasafns- og upplýsingafræði. Skrá yfir rit um konur og stjórnmál og jafnrétti Kristrún Daníelsdóttir

BA ritgerð. Bókasafns- og upplýsingafræði. Skrá yfir rit um konur og stjórnmál og jafnrétti Kristrún Daníelsdóttir BA ritgerð Bókasafns- og upplýsingafræði Skrá yfir rit um konur og stjórnmál og jafnrétti 1885-1991 Kristrún Daníelsdóttir Júní 2017 Skrá yfir rit um konur og stjórnmál og jafnrétti Ritgerð þessi er lokaverkefni

Läs mer

Alþingi. Erilidi YIT. P ^ j (Qty I komudagur ZOH. 2.00^ Ráðgjafarnefnd um opinberar eftirlitsreglur

Alþingi. Erilidi YIT. P ^ j (Qty I komudagur ZOH. 2.00^ Ráðgjafarnefnd um opinberar eftirlitsreglur Ráðgjafarnefnd um opinberar eftirlitsreglur Alþingi Erilidi YIT. P ^ j (Qty I komudagur ZOH. 2.00^ Efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis Skrifstofu Alþingis Austurstræti 8-10 150 Reykjavík Reykjavík, 20.

Läs mer

Att skapa en helhet av fragment Om översättningen av kohesiva element i Sjóns Stålnatt

Att skapa en helhet av fragment Om översättningen av kohesiva element i Sjóns Stålnatt Att skapa en helhet av fragment Om översättningen av kohesiva element i Sjóns Stålnatt Helga Hilmisdóttir Helsingfors universitet Finska, finskugriska och nordiska institutionen Abstract (Creating a whole

Läs mer

Skýrsla Fjármálaskrifstofu

Skýrsla Fjármálaskrifstofu Skýrsla Fjármálaskrifstofu Við framlagningu ársreiknings Reykjavíkurborgar 2014 0 R15030149 Borgarráð Ársreikningur Reykjavíkurborgar 2014 samanstendur af samstæðuuppgjöri, A og B hluta, og uppgjöri A

Läs mer

Strategi för främjande av elektronisk handel i Norden

Strategi för främjande av elektronisk handel i Norden Strategi för främjande av elektronisk handel i Norden ANP 2004:778 Strategi för främjande av elektronisk handel i Norden ANP 2004:778 Nordisk Ministerråd, København 2004 ISBN 92-893-1076-6 Nordisk Ministerråd

Läs mer

Kärleken i Laxdœla saga höviskt och sagatypiskt

Kärleken i Laxdœla saga höviskt och sagatypiskt Daniel Sävborg Kärleken i Laxdœla saga höviskt och sagatypiskt Iden forskning jag sedan en tid bedriver om kärleken i den norröna litteraturen har Laxdœla saga kommit att inta en särställning. Det sammanhänger

Läs mer

Alþingi Erindi nr. Þ 141/181 komudagur 22.10.2012

Alþingi Erindi nr. Þ 141/181 komudagur 22.10.2012 Alþingi Erindi nr. Þ 141/181 komudagur 22.10.2012 Alþingi Nefndasvið Austurstræti 8-10 150 Reykjavík & N EYTEN DASTOFA Reykjavík, 22.10.2012 Tilv. 2012/0852-0.0.01 EG Efni: Frum varp til laga um skipan

Läs mer

Efterställda svarsord i ett isländskt inringningsprogram

Efterställda svarsord i ett isländskt inringningsprogram Efterställda svarsord i ett isländskt inringningsprogram HELGA HILMISDÓTTIR 1 Inledning Följande telefonintervju med en tidigare partisekreterare utgjorde en av de stora nyheterna på Island just före parlamentsvalet

Läs mer