ÞJÓNUSTA VIÐ FÖTLUÐ BÖRN OG FULLORÐNA TRAUST SVEIGJANLEIKI ÞRÓUN FRAMTÍÐARSÝN- OG STEFNA

Save this PDF as:
 WORD  PNG  TXT  JPG

Storlek: px
Starta visningen från sidan:

Download "ÞJÓNUSTA VIÐ FÖTLUÐ BÖRN OG FULLORÐNA TRAUST SVEIGJANLEIKI ÞRÓUN FRAMTÍÐARSÝN- OG STEFNA"

Transkript

1 Drög desember 2006 MÓTUM FRAMTÍÐ ÞJÓNUSTA VIÐ FÖTLUÐ BÖRN OG FULLORÐNA TRAUST SVEIGJANLEIKI ÞRÓUN FRAMTÍÐARSÝN- OG STEFNA ð Desember 2006

2 EFNISYFIRLIT 1. FRAMTÍÐARSÝN OG -STEFNA Inngangur Þjónusta til sveitarfélaga Stefnumótun þjónustuaðila Framtíðarsýn grundvallarsjónarmið Fötlun tengsl færni og umhverfis Jöfnun hlutskiptis Samábyrgð þjóðlífssviða Fagleg þekking og gæðastarf Réttindagæsla Þjónusta við börn 0 17 ára og fjölskyldur þeirra Þjónusta vegna búsetu Áætlun Þjónusta vegna atvinnu og hæfingar Stoðþjónusta við 18 ára og eldri Staða og áhrif notenda Mótun viðhorfa og almannatengsl Gæðastarf Þekkingarauður mann- og skipulagsauður Áætlun um framvindu markmiða Grundvallarmarkmið Markmið á einstökum málasviðum

3 1. FRAMTÍÐARSÝN OG -STEFNA 1.1 Inngangur Á grundvelli þeirrar hugmyndafræði og greiningar sem kynnt er í fylgiskýrslu þessa skjals (sjá: Mótum framtíð - þjónusta við fötluð börn og fullorðna hugmyndafræði og greining) eru hér sett fram drög að framtíðarsýn og -stefna félagsmálaráðuneytisins í málefnum fatlaðra barna og fullorðinna fyrir árin Í upphafi eru sett fram fimm grundvallarsjónarmið sem stefnan byggist á (sbr. mynd 1) en síðan fjallað um einstök málasvið þar sem greint er á milli meginmarkmiða og starfsmarkmiða og gerð grein fyrir leiðum að markmiðum. Lögð skal áhersla á að markmið og leiðir á hverju málasviði ber að skoða í ljósi grundvallarsjónarmiðanna fimm. Mynd 1 Grundvallarsjónarmið stefnu og skipting málasviða Þjónusta vegna atvinnu og hæfingar Stoðþjónusta við 18 ára og eldri Þjónusta vegna búsetu Þjónusta við börn 0-17 ára og fjölskyldur þeirra Gæðastarf Málasvið - Meginmarkmið - Starfsmarkmið - Leiðir Þekkingarauður mann- og skipulagsauður Staða og áhrif notenda Mótun viðhorfa og almannatengsl Grundvallarsjónarmið Fötlun tengsl færni og umhverfis Jöfnun hlutskiptis Fagleg þekking og gæðastarf Samábyrgð þjóðlífssviða Réttindagæsla Jafnrétti og sambærileg lífskjör 3

4 Lýsing á mynd 1: 1 Myndin sýnir á skematískan hátt hvernig stefnan í málaflokknum er byggð upp, þ.e. tengsl framtíðarsýnar stefnunnar, grundvallarsjónarmiðanna fimm og málasviðanna átta. Neðst er flatur kassi, jafnbreiður síðunni, sem myndar grunn og í stendur jafnrétti og sambærileg lífskjör. Á honum hvíla fimm ferningslaga kassar með heitum grundvallarsjónarmiðanna, þ.e. fötlun tengsl færni og umhverfis, jöfnun hlutskiptis, samábyrgð þjóðlífssviða, fagleg þekking og gæðastarf og réttindagæsla. Frá hverjum kassa vísar ör upp í lárétta súlu og frá henni vísa örvar upp í hvert málasvið sem eru táknuð með átta egglaga reitum sem raðað er í hring og í stendur heiti málasviðanna: Þjónusta við börn 0-17 ára og fjölskyldur þeirra, þjónusta vegna búsetu, þjónusta vegna atvinnu og hæfingar, stoðþjónusta við 18 ára og eldri, staða og áhrif notenda, mótun viðhorfa og almannatengsl, þekkingarauður, mann- og skipulagsauður og gæðastarf. Inni í hringnum stendur málasvið og þar undir meginmarkmið, starfsmarkmið, leiðir. Í sérstakri mynd með hverju málasviði sem sýnir framkvæmdaáætlun eru tilgreindir ábyrgðaraðilar, samstarfsaðilar og aðrir sem málið varðar ásamt tímamarkmiðum (myndir 3-10). Þar er byggt á þeim megin- og starfsmarkmiðum sem er að finna í köflum og þeim leiðum að markmiðum sem þar er lýst. Framkvæmdaáætlanir verða endurskoðaðar árlega. Markmiðum og leiðum sem þarna eru settar fram má gróflega skipta í tvennt: Markmið og leiðir sem fela í sér skýrar breytingar frá núverandi stöðu og eiga sér ákveðin tímamörk hvað varðar að koma þeim í framkvæmd. Þar er um að ræða þau atriði áætlunarinnar sem nauðsynlegt er að marka tiltekinn framkvæmdatíma (táknuð með grænni ör). Markmið og leiðir er lúta að almennum stefnumiðum sem eru ótímabundin, þ.e. að gert er ráð fyrir að þau verði varanlegur og órjúfanlegur hluti af þjónustunni. Að þeim verði að jafnaði unnið frá upphafi nýrrar stefnu, nýrra laga og reglugerða (táknuð með brúnni ör). Af þessum sökum eru markmið og leiðir markaðar með tvennum hætti í myndunum eins og fram kemur í skýringum með þeim. Þau sjónarmið og markmið sem sett eru hér fram eru í samræmi við þá þróun og hugmyndir sem eru efst á baugi í nágrannalöndum okkar. Einkum gildir það um önnur Norðurlönd sem þykja í fremstu röð í þessum efnum. Velferðarkerfi þeirra er hliðstætt því sem gerist hér á landi og Ísland tekur þátt í öflugu samstarfi milli landanna. Því er fylgst grannt með þróun mála þar og þau höfð til hliðsjónar eftir því sem tilefni gefur til í því augnamiði að gera jafn vel eða betur. 2 Fyrst og fremst er þó byggt á þekkingu og reynslu sem fyrir liggur hér á landi og tekið mið af íslenskum aðstæðum eins og fram 1 Í skýrslunni er myndum lýst stuttlega fyrir blindum og sjónskertum sem lesa skýrsluna með talgervli eða á blindraletri og sjá því ekki myndirnar. 2 Sjá m.a.: Strategiplan for familier med barn som har nedsatt funksjonsevne. Arbeids- og sosialdepartementet. Oslo. Mai St. meld. nr. 40 ( ). Nedbygging av funksjonshemmende barrierer. Strategier og mål og tiltak i politikken for personer med nedsatt funksjonsevne. Det kongelige sosialdepartement Fra bruker til borger. Skýrsla nefndar sem skipuð var af norska Stórþinginu 1999 til að gera úttekt á málefnum fatlaðra í Noregi. NOU 2001:22.Dansk handicappolitik. Det Centrale Handicapråd, Bls. 11. Från patient til medborgare en nationell handlingsplan för handikappolitiken. Regeringens proposition 1999/2000:79. Sjá einnig: Valuing People: A New Strategy for Learning Disability for the 21st Century. A White Paper. Department of Health. London Kafli National Disability Strategy. Department of Justice, Equality and Law Reform. Dublin

5 kemur í því að leitað var til fjölmargra aðila, notenda, aðstandenda, starfsfólks og sérfræðinga í málaflokknum um hugmyndir. Þar sem fjallað er um leiðir að markmiðum í köflunum er leitast við að setja sem víðast fram áætlanir um tímasetningar og magn í því skyni að markmiðin verði sem skýrust. Það kann á einhverjum stöðum að leiða til þess að sveigjanleiki og fjölbreytileiki þjónustunnar virðist minni en ella. Engu að síður var valið að fara þessa leið, með skýrleikann að leiðarljósi. Tekið skal fram að þau starfsmarkmið og leiðir að markmiðum sem settar eru fram hér á eftir þarfnast í flestum tilvikum nánari útfærslu, þ.e. að skilgreint verði frekar hvernig staðið verði að málum. ð mun í því skyni skipa starfshópa með aðild þeirra sem gerst til þekkja í röðum hagsmunasamtaka fatlaðs fólks og aðstandenda þess, starfsfólks í málaflokknum og annarra sérfræðinga til þess að leggja á ráðin. Það bera að hafa í huga þegar lesið er í þá framtíðarsýn- og stefnu sem sett er fram hér á eftir. M.ö.o. eru hér lagðar meginlínur en nánari tilhögun bíður frekari umfjöllunar. 1.2 Þjónusta til sveitarfélaga Í áðurnefndri fylgiskýrslu 3 þessa skjals eru raktar röksemdir fyrir því að æskilegt sé, að gefnum vissum forsendum, að færa meginhluta þjónustu við fötluð börn og fullorðna frá ríki á hendur sveitarfélaga. Það sé forsenda fyrir þeirri samhæfingu og samfellu í þjónustunni sem lögð er rík áhersla á í þeirri framtíðarsýn og -stefnu sem hér fer á eftir. Með þessu móti megi ennfremur einfalda verklag, nýta áhrif samlegðar og samvinnu og auka skilvirkni, árangur og hagkvæmni. Þrátt fyrir annmarka sem enn er að finna á þessari tilhögun vegna smæðar margra sveitarfélaga er það álit félagsmálaráðuneytisins að kostirnir séu fleiri en ókostirnir, enda verði áfram unnið að sameiningu sveitarfélaga sem mun gera þau burðugri til þess að takast þessa þjónustu á hendur. Því er lagt til að á árunum verði unnið að undirbúningi slíkrar breytingar á skipulagi þjónustunnar og að hún komi til framkvæmda á árunum Gert er ráð fyrir að þetta eigi við um alla almenna þjónustu sem nú er í höndum svæðisskrifstofa málefna fatlaðra en að mjög sérhæfð þjónusta, til dæmis sérhæfð greining og þjónusta við fólk með flóknar og sjaldgæfar fatlanir, verði áfram miðlæg eða bundin við tiltekin landsvæði með faglegri aðstoð frá miðlægum fagteymum. Samkvæmt núgildandi lögum um málefni fatlaðra er stjórnsýsluleg ábyrgð á málefnum fatlaðra barna og fullorðinna á höndum félagsmálaráðuneytisins. 4 Ekki er gert ráð fyrir að stjórnsýsluhlutverk ráðuneytisins breytist þótt þjónustan verði almennt veitt af 3 Mótum framtíð - þjónusta við fötluð börn og fullorðna hugmyndafræði og greining. 4 Lög nr. 59/1992 um málefni fatlaðra, 3. gr. 5

6 sveitarfélögum enda gegnir ráðuneytið hliðstæðu hlutverki gagnvart félagsþjónustu sveitarfélaga. 5 Svo róttæk breyting sem þessi verður augljóslega ekki gerð nema með því að gaumgæfa vandlega allar hliðar hennar. Málið varðar marga aðila sem kalla þarf til leiks hvað samráð, samvinnu og samstöðu varðar; ríki, sveitarfélög og aðra hagsmunaaðila. Um er að ræða róttæka og mikilvæga pólitíska ákvörðun sem er að sjálfsögðu í höndum löggjafarvaldsins. Því er ekki unnt að setja fram frekari áætlanir um fyrirkomulag og framkvæmd hennar fyrr en umfjöllun og ákvörðun þess liggur fyrir. Ríki og sveitarfélög þurfa jafnframt að efna til ítarlegra viðræðna um hvernig staðið skuli að þessum málum. Því ber að líta á þær hugmyndir sem hér eru settar fram sem kynningu og kallað er eftir umsögnum um þær frá hlutaðeigandi aðilum. Mikilvægt er að gæta þess að sérhæfð þekking á málefnum fatlaðra barna og fullorðinna, meðal annars sú sem hefur byggst upp hjá svæðisskrifstofum málefna fatlaðra, fylgi við þessa yfirfærslu. 1.3 Stefnumótun þjónustuaðila Í þeirri framtíðarsýn sem hér er sett fram er gert ráð fyrir því að hver þjónustuaðili 6 setji fram árlega staðbundin stefnumið, þ.e. eigin stefnu. Þar sé lýst meginmarkmiðum á svæðinu, starfsmarkmiðum og leiðum að þeim markmiðum. Það felur í raun í sér starfsáætlun fyrir árið. Þessi stefnumið taki mið af þeirri heildarstefnu sem hér er sett fram sem og þeim málefnum sem félagsmálaráðherra leggur áherslu á fyrir hvert ár. Þau verði kynnt með umburðarbréfi ellegar starfsdegi með hlutaðeigandi aðilum. Hin staðbundnu stefnumið tilgreini nánar hvaða verkefni og forgangsmál þykir rétt að hafa í fyrirrúmi á hverju svæði. Í lok hvers árs fari þjónustuaðilar yfir framvindu verkefna ársins og kynni ráðuneytinu hvernig til hefur tekist. Stefnumiðin verði sett fram í september/október ár hvert og gildi fyrir komandi ár. Það verði gert á starfsdögum þar sem hver þjónustuaðili fyrir sig kynnir stefnumið sín, markmið og leiðir. Með því móti fá aðilar tækifæri til þess að læra hver af öðrum, afla nýrra hugmynda og ræða álitaefni í samræmi við hugmyndir um þróun og miðlun þekkingar sem greint er frá í áðurnefndri fylgiskýrslu. 7 Þessi áform eru sett fram á myndrænan hátt á mynd 2. Stefnumið og áætlanir af þessu tagi eru raunar hluti af skyldum stofnana ríkisins eins og fram kemur í reglugerð um framkvæmd fjárlaga og ábyrgð á fjárreiðum ríkisstofnana. Þar er kveðið á um að í samræmi við áherslur og markmiðssetningu um árangursstjórnun beri forstöðumenn ábyrgð á gerð langtímaáætlunar stofnunar, 5 Lög nr. 40/1991 um félagsþjónustu sveitarfélaga, 3. gr. 6 Með þjónustuaðilum er átt við: Svæðisskrifstofur, Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins, félagsþjónustu sveitarfélaga sem tekið hefur að sér þjónustu við fötluð börn og fullorðna samkvæmt þjónustusamningi við félagsmálaráðuneytið og aðra aðila sem gert hafa slíka samninga við ráðuneytið. 7 Mótum framtíð - þjónusta við fötluð börn og fullorðna hugmyndafræði og greining. 6

7 ársáætlunar og ársskýrslu. Langtímaáætlunin skuli endurspegla stefnumörkun og megináherslur starfseminnar, sem viðkomandi ráðuneyti ber að taka afstöðu til, og ársáætlunin tilgreina einstök markmið og mælikvarða á árangur í starfseminni. Í ársskýrslu skuli síðan koma fram tölulegur samanburðar á markmiðum ársins og útkomu eða árangri. 8 Allt er þetta hliðstætt þeirri framsetningu staðbundinna stefnumiða sem að framan er lýst þannig að auðvelt er að samræma starfið að þessum tveimur verkefnum. Árangursstjórnun sem nefnd er að framan hefur verið innleidd hjá fjölda stofnana á undanförnum áratug. Hugmyndafræði þeirrar aðferðar er þríþætt: 1) að bæta og efla markmiðssetningu í rekstrinum, 2) að efla mælingar á árangri og 3) að efla eftirfylgd með því að gera skipulega grein fyrir árangri í samanburði við áætlanir. 9 Í sem stystu máli er átt við stjórnunarhætti sem miða að því að starf leiði til skilgreindrar útkomu eða árangurs. 10 Langtímaáætlunin sem getið er í reglugerðinni samsvarar þeim drögum sem sett er fram í þessari skýrslu. Mynd 2: Staðbundin stefnumið FÉLAGSMÁLARÁÐUNEYTIÐ Heildarstefna í málefnum fatlaðra barna og fullorðinna Árlegar áherslur ráðherra ÞJÓNUSTUAÐILAR Staðbundin ÞJÓNUSTUAÐILAR stefnumið sett fram í Staðbundin ÞJÓNUSTUAÐILAR ÞJÓNUSTUAÐILAR september/október stefnumið sett ár fram hvert í Staðbundin ÞJÓNUSTUAÐILAR upphafi stefnumið sett fram í Staðbundin stefnumið Megin- september sett og fram starfsmarkmið ár hvert í og leiðir upphafi Staðbundin stefnumið Megin- september ár hvert upphafi september að sett og ár þeim; fram starfsmarkmið hvert felur í í sér starfsáætlun og leiðir um Meginupphafi Megin- september að og og starfsmarkmið ár þeim. starfsmarkmið og leiðir hvert verkefni Felur og í sér leiðir forgangsmál starfsáætlun ársins að þeim. Megin- að og þeim. starfsmarkmið um Felur verkefni í sér starfsáætlun Felur í sér Kynnt um verkefni starfsáætlun og forgangsmál leiðir og og rædd forgangsmál á starfsdögum ársins allra ársins að þeim. um Felur verkefni Kynnt í sér Kynnt og starfsáætlun rædd forgangsmál þjónustuaðila og rædd á starfsdögum á starfsdögum ársins þróun þekkingar allra allra um verkefni Kynnt og rædd forgangsmál þjónustuaðila á Starfsemi starfsdögum ársins hvers þjónustuaðila allra árs kynnt ráðuneyti hvers í árslok allra árs með kynnt skýrslu Kynnt þjónustuaðila og rædd á Starfsemi starfsdögum Starfsemi hvers árs kynnt þjónustuaðila ráðuneyti í árslok með skýrslu Starfsemi ráðuneyti hvers í árs árslok kynnt með skýrslu Starfsemi ráðuneyti hvers í árs árslok kynnt með skýrslu ráðuneyti í árslok með skýrslu Lýsing á mynd 2: Myndin er í tveimur hlutum. Sá efri er kassi sem í stendur félagsmálaráðuneyti, heildarstefna í málefnum fatlaðra barna og fullorðinna. Árlegar áherslur ráðherra. Hann tengist með gagnvirkum örvum kassa í neðri hlutanum þar sem fyrirsögnin er þjónustuaðilar en undir stendur punktmerkt 1) staðbundin stefnumið sett fram í september/október ár hvert, 2) megin- og starfsmarkmið og leiðir að þeim; felur í sér starfsáætlun um verkefni og forgangsmál ársins,3) kynnt og rædd á 8 Reglugerð um framkvæmd fjárlaga og ábyrgð á fjárreiðum ríkisstofnana í A-hluta nr. 1061/ Handbók um framkvæmd fjárlaga (2002), bls Árangursstjórnun í ríkisrekstri (2004), bls. 7. 7

8 starfsdögum allra þjónustuaðila þróun þekkingar, 4) starfsemi hvers árs kynnt ráðuneyti í árslok með skýrslu. Að baki neðri kassanum er raðað fjórum sams konar til viðbótar sem sést í að hluta til að gefa til kynna að um marga þjónustuaðila er að ræða. 8

9 1.4 Framtíðarsýn grundvallarsjónarmið Jafnrétti og sambærileg lífskjör Þeir sem búa við fötlun eigi, jafnt og aðrir, kost á stuðningi til sjálfstæðis og lífsgæða sem stuðla að því að þeir fái notið sín sem fullgildir þegnar samfélagsins á forsendum eigin getu og styrkleika og njóti virðingar. Jafnrétti og sambærileg lífskjör við aðra þjóðfélagsþegna og skilyrði til þess að lifa eðlilegu lífi séu leiðarljós allra aðgerða samfélagsins gagnvart fötluðum börnum og fullorðnum Fötlun tengsl færni og umhverfis Jafnan sé litið á hugtakið fötlun frá félagslegu sjónarhorni. Í því felst að fyrir því séu einnig félagslegar ástæður að fólk með skerta færni eigi þess ekki kost að taka fullan þátt í samfélaginu til jafns við aðra. Hugtakið lýtur þannig að tengslum einstaklings með skerta færni og umhverfis hans. Með því er athygli beint að þeim félags- og umhverfisþáttum sem takmarka jafnræði, til dæmis tjáskiptum og aðgengi að upplýsingum og menntun. Aukið jafnræði og ráðstafanir til að draga úr fötlun skulu því snúa bæði að því að styrkja forsendur einstaklingsins til þátttöku og laga aðgengi að samfélaginu að þörfum hans. Með því móti verði áfram dregið úr aðgreiningu og félagslegri einangrun þeirra sem búa við fötlun. Jöfnun hlutskiptis Jöfnun hlutskiptis sé grundvallaratriði í þjónustu við þá sem búa við skerta færni. Það felur í sér að samfélagið býður þeim margvíslegan stuðning og aðstoð í því skyni að draga úr eða jafna afleiðingar skerðingarinnar. Með því er leitast við að tryggja jafnrétti og lífskjör og skapa skilyrði til eðlilegs og verðugs lífs. 11 Úr inngangi að Grunnreglum Sameinuðu þjóðanna um jafna þátttöku fatlaðs fólks; St.meld. nr. 40 ( ): Nedbygging av funksjonshemmende barrierer. Det kongelige Sosialdepartement. Bls. 7-10; Dansk handicappolitik. Det Centrale Handicapråd, Bls. 11; Från patient til medborgare en nationell handlingsplan för handikappolitiken. Regeringens proposition 1999/2000:79. Sjá: 12 d. kompensationsprincippet. 9

10 1.4.3 Samábyrgð þjóðlífssviða Málefni fatlaðs fólks varði öll svið þjóðlífsins, jafnt menntamál, atvinnumál, fjármál, samgöngumál, dóms- og kirkjumál, húsnæðismál, heilbrigðis- og tryggingamál, umhverfismál o.s.frv. Þar séu hvorki ríki né sveitarfélög eða stofnanir þeirra undanskildar. Ábyrgðin á jafnrétti og jafnræði fatlaðs fólks hvíli því hvarvetna sem teknar eru ákvarðanir um umgjörð og innviði samfélagsins, hvort sem er af félagslegum eða fjárhagslegum toga. Það sé því meginregla að ábyrgðin á aðgengi og virkri þátttöku þeirra sem búa við fötlun falli á það svið sem í hlut á hverju sinni Fagleg þekking og gæðastarf Byggð verði enn frekar upp fagleg þekking og gæðastarf í þjónustu við fötluð börn og fullorðna. Þjónustan sé einstaklingsmiðuð, byggð á heildstæðri og sveigjanlegri þarfagreiningu í samráði við notendur á hverjum tíma. Gæðum þjónustunnar og viðhorfum notenda til hennar sé fylgt eftir með reglubundnum hætti, meðal annars könnunum meðal notenda og starfsfólks og mati á árangri út frá sérstökum mælikvörðum sem komið verði á í því skyni til ytra og innra eftirlits. Með því móti sé fylgst með því að settum markmiðum sé náð. Áhersla er lögð á að skapa traust milli stjórnenda, starfsfólks, notenda og aðstandenda þeirra, meðal annars með því að bregðast fljótt og örugglega við kvörtunum og ábendingum. Fylgst sé vel með nýjungum í þjónustu við fötluð börn og fullorðna jafnframt því að gæta hagkvæmni í rekstri Réttindagæsla Skýr ákvæði séu í lögum um öfluga og virka réttindagæslu til handa fötluðum börnum og fullorðnum í því skyni að tryggja rétt þeirra til þjónustu í hvívetna sem og sjálfsákvörðunarrétt fullorðinna. Fatlað fólk eigi þess kost að kalla til persónulegan talsmann til þess að gæta hagsmuna sinna. 13 d. sektoransvarlighedsprincippet. Sjá m.a. Dansk handicappolitik. Det Centrale Handicapråd, Bls. 11; Nordisk handlingsplan for universell utforming Vefsíða Norrænu miðstöðvarinnar um málefni fatlaðra: 3. kafli; St.meld. nr. 40 ( ): Nedbygging av funksjonshemmende barrierer. Det kongelige Sosialdepartement; Från patient til medborgare en nationell handlingsplan för handikappolitiken. Regeringens proposition 1999/2000:

11 1.5 Þjónusta við börn 0 17 ára og fjölskyldur þeirra Meginmarkmið Þjónusta við fötluð börn og fjölskyldur þeirra sé sniðin að þörfum notenda hverju sinni samkvæmt mati í kjölfar greiningar. Hún byggi á heildstæðri, einstaklingsmiðaðri þjónustuáætlun sem sé endurskoðuð reglulega. Með því móti verði sveigjanleiki tryggður sem og réttur barna til þess að alast upp hjá fjölskyldum sínum. Stuðningur við fjölskyldur miðist við að foreldrar geti stundað nám eða gegnt starfi og notið frístunda til jafns við aðra. Ábyrgð á þjónustunni sé samhæfð hjá einum þjónustuaðila í heimabyggð í samráði við fjölskylduna. Þegar þroskaröskun barns verður ljós hafi þjónustuaðili frumkvæði að því að kynna aðstandendum hvaða þjónusta og stuðningur þeim býðst. Starfsmarkmið 1. Aðgangur að greiningu og ráðgjöf sé greiður og án biðtíma, bæði hvað varðar frumgreiningu og sérhæfða greiningu. Endurmat og eftirfylgd verði efld. Sérhæfð greining verði veitt eftir föngum í stærra þéttbýli á landsbyggðinni. Gæði þjónustunnar og traust og ánægja notenda sé tryggð. Leiðir a. Frumgreining barna með þroskaraskanir utan höfuðborgarsvæðisins verði til reiðu fyrir öll börn fyrir árslok 2009 í samstarfi þjónustustofnana fyrir fötluð börn, heilbrigðisstofnana og stað- og svæðisbundinna sérfræðinga vestan-, norðan-, austan- og sunnanlands (1. og 2. stigs þjónusta). b. Á árunum verði komið á laggirnar vestan-, norðan-, austan- og sunnanlands fagteymum sem búa yfir færni til sérhæfðrar greiningar, a.m.k. þeirra þroskaraskana sem krefjast ekki ítrustu sérþekkingar (2.-3. stigs þjónusta). Fagteymin njóti ráðgjafar sérfræðinga Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins. c. Sérhæfð greining (þriðja stigs þjónusta) verði efld þannig að í árslok 2008 verði biðtími eftir að afskipti hefjist af barni að jafnaði ekki lengri en 6 mánuðir og ekki lengri en 3 mánuðir fyrir börn á aldrinum 0-6 ára. Í því skyni verði starfsmönnum Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins fjölgað um þrjá á árinu 2007 og þrjá Jafnframt verði leitað samstarfs við aðila sem vilja styrkja starfsemi stöðvarinnar. d. Jafnan liggi fyrir glöggar upplýsingar um biðtíma eftir sérhæfði greiningu. Þá verði gerðar reglulegar kannanir á viðhorfum notenda og starfsfólks til þjónustunnar m.t.t. trausts og ánægju og skilgreindir mælikvarðar á árangur og skilvirkni. 2. Þegar þroskaröskun eða fötlun barns verður ljós sé það á ábyrgð og að frumkvæði þjónustuaðila, t.d. svæðisskrifstofu, að hafa samband við foreldra/aðstandendur til að gera þeim ljóst hvaða þjónusta og félagslegur stuðningur þeim standi til boða. Jafnframt verði þarfir fyrir þjónustu og stuðning kannaðar ítarlega. a. Því verði komið á árið 2007 að það verði á ábyrgð greiningaraðila að tilkynna jafnan viðkomandi þjónustuaðila um þroskaröskun eða fötlun þegar hún liggur fyrir. b. Settar verði um það verklagsreglur eigi síðar en 2007 innan hvaða tíma þjónustuaðili hefur samband við foreldra/aðstandendur til þess að kynna þeim þjónustu og annan stuðning fyrir fatlað barn og fjölskyldu þess. c. Þess sé gætt að reyndir starfsmenn annist slík verkefni; að jafnaði hafi þeir a.m.k. þriggja ára starfsreynslu. 11

12 Starfsmarkmið frh. 3. Fagleg þekking greiningar- og ráðgjafaraðila sé tryggð á öllum þjónustustigum og -svæðum og sé sambærileg um land allt, utan sérhæfðrar þjónustu greiningaraðila og barnadeilda sjúkrahúsa. Hún byggi á nýjustu upplýsingum og niðurstöðum viðurkenndra rannsókna. Tryggður verði aðgangur starfsfólks að sérfræðiráðgjöf og handleiðslu þar sem fámenni kann að standa í vegi fyrir sérhæfðri þjónustu. M.a. verði nýting tölvusamskipta og fjarfundabúnaðar þróuð frekar í því skyni. Leiðir a. Stutt verði við grunn- og framhaldsmenntun á háskólastigi í þroskaþjálfun, fötlunarfræði og skyldum greinum. b. Fjölskylduskrifstofa ráðuneytisins hafi forystu um að leita uppi og kynna nýjungar og rannsóknir um fatlanir. c. Sett verði á árunum viðmið um fjölda og menntun starfsfólks á sviði fatlana þar sem slík þjónusta er veitt. d. Á árunum verði komið á sérfræðilegri ráðgjöf og handleiðslu af hálfu miðlægs fagteymis til handa þeim er sinna beinni þjónustu við fötluð börn. Þeir eigi kost á (fjar)námi og námskeiðum. Haldin verði námskeið fyrir a.m.k. 100 manns á ári frá Fagteymið nýti m.a. fjarskiptatækni til ráðgjafar við þjónustuaðila á landsbyggðinni. e. Áfram verði unnið að því að koma á sérhæfðum þjónustuteymum, skipuðum fulltrúum notenda og veitenda þjónustu við fötluð börn, sem hafi umsjón með þjónustu við hvert barn og fjölskyldu þess þegar við á. Það eigi almennt við fyrir árslok f. Þróunar- og rannsóknarstörf á sviði þroskaraskana, fatlana, íhlutunar, ráðgjafar og þjónustu verði efld. Öll íhlutun sé byggð á viðurkenndum, gagnreyndum aðferðum, jafnt á sérstökum þjónustustöðvum fatlaðra barna sem í hinu almenna þjónustukerfi. 4. Stoðþjónusta á borð við stuðningsfjölskyldur, skammtímadvöl/-þjónustu og notendastýrða þjónustu verði efld og jafnframt leitað fleiri leiða til slíks stuðnings við fjölskyldur fatlaðra barna í því skyni að draga úr álagi og stuðla að eðlilegu lífi þeirra. Haft skal í huga að þarfir fyrir þjónustu geta breyst á skömmum tíma. a. Þjónustuteymi (sbr. 3. e) meti þörf fyrir þjónustu stuðningsfjölskyldu og/eða skammtímaþjónustu,. b. Séð verði til þess að skammtímaþjónusta verði rýmri kostur en nú er. c. Skammtímaþjónusta verði einnig til reiðu á eigin heimilum fatlaðra barna þegar það þykir hentugra í stað skammtímadvalar á sérstöku heimili. d. Leitað verði leiða til þess að afla fleiri stuðningsfjölskyldna á árunum , m.a. með því að endurskoða greiðslur fyrir slíka þjónustu til þess að gera hana fýsilegri fyrir veitendur. Þannig verði unnt að anna eftirspurn í lok tímabilsins. e. Leitað verði á árinu 2007 og eftirleiðis eftir hugmyndum meðal foreldra fatlaðra barna og hagsmunasamtaka þeirra um fleiri leiðir til þess að létta af þeim álagi og stuðla þannig að lífsháttum til jafns við aðra. f. Á árinu 2007 verði unnið að því að því að foreldrar eigi þess kost eftir föngum að njóta notendastýrðrar þjónustu eða beinna greiðslna óski þeir og/eða aðrir aðstandendur að annast þjónustu við börnin eða hluta hennar sjálfir. Fram fari samráð félagsmálaráðuneytisins og þjónustuaðila fatlaðs fólks um að auka hlut notendastýrðrar þjónustu innan núverandi fjárhagsramma. Verklagsreglur eða reglugerð í þeim efnum og frekari fjármögnun fylgi í kjölfarið. 12

13 Starfsmarkmið frh. 5. Stoðþjónusta sé heildstæð og sveigjanleg og veitt sem heilsdagsþjónusta þegar þörf krefur. Svigrúm verði einnig til þjálfunar og meðferðar að sumri þegar nauðsyn ber til. Þjónustan verði í ríkari mæli færð til barnsins á heimili, í skóla og frístundum. Leiðir a. Fötluðum skólabörnum verði tryggð heilsdagsþjónusta, þ.á m. viðvera eftir hefðbundinn skólatíma og í skólahléum eftir föngum, m.a. til þess að foreldrar hafi sömu kosti og aðrir til atvinnuþátttöku og náms. Ennfremur verði svigrúm fyrir þjónustu að sumri þegar brýnt er að ekki skapist rof í nauðsynlegri þjálfun eða meðferð barna eftir því sem við verður komið. Á fyrri hluta árs 2007 verði lokið við endurskoðun ákveðinna þátta í lögum um málefni fatlaðra sem kveði á um ábyrgð aðila í þessum efnum. b. Leitast verði við að færa þjónustuna nær börnunum og fjölskyldum þeirra til þess að spara þeim tíma, fyrirhöfn og kostnað. 6. Foreldrum fatlaðra barna standi til boða fjölbreytileg ráðgjöf til stuðnings við þá í uppeldishlutverki þeirra. a. Ráðgjöf Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins og annarra þjónustustofnana verði efld frá og með árinu b. Hvatt verði til að nýjar aðferðir við uppeldisráðgjöf standi foreldrum til boða frá og með árinu 2007, m.a. Uppeldi sem virkar færni til framtíðar, Fjölþáttameðferð (MST), Stuðningur við jákvæða hegðun (PBS), Reiðistjórnun (ART) og Foreldrafærniþjálfun (PMT). c. Á árinu 2007 verði komið á skipulegum samráðsvettvangi í samvinnu við hagsmunasamtök og fagfólk þar sem foreldrar með reynslu af þjónustu við fötluð börn sín geta miðlað öðrum foreldrum af þekkingu sinni í þeim efnum og veitt þeim stuðning (no. lærings- og mestringssentre). Einnig eigi foreldrar fatlaðra barna aðgang að reynslu þeirra sem búa sjálfir við fötlun. d. Innflytjendum sem hafa ekki nægileg tök á íslensku verði séð fyrir nauðsynlegri túlkaþjónustu ef þörf krefur. 7. Aðgangur að upplýsingum um rétt barna og fjölskyldna þeirra til stuðnings og þjónustu sé jafnan greiður. Leiðir til að leita þess réttar séu jafnframt greiðar. Tryggt verði gott aðgengi að rafrænum upplýsinga- og þekkingarbrunnum í þessum efnum í samræmi við stefnu ríkisstjórnarinnar um upplýsingasamfélagið : Auðlindir í allra þágu. Þetta verði meðal efnis á hinni rafrænu þjónustuveitu a. Jafnan liggi frammi bæklingar þar sem fólk sækir þjónustu með aðgengilegum upplýsingum um öll þjónustu- og stuðningsúrræði sem varða fötluð börn og fjölskyldur þeirra. Gert er ráð fyrir útgáfu þriggja lykilbæklinga 2008 og sérbæklinga á næstu misserum. b. Hvers kyns efni og upplýsingar um fatlanir á íslensku auk tengla við samsvarandi gáttir í öðrum löndum og vefsíður um einstakar fatlanir og félög og samtök tengd þeim verði aðgengilegar á hinni rafrænu þjónustuveitu: Hún gefi ennfremur kost á gagnvirku sambandi (spurningum/svörum) og spjallrás fyrir foreldra, starfsfólk og aðra sem láta sig málin varða, verði m.ö.o. samskiptatorg. 13

14 Starfsmarkmið frh. 8. Mentor-verkefnið Vinátta og önnur hliðstæð verkefni nái einnig til fatlaðra barna. Leiðir a. Haft verði samráð við forráðamenn Mentor-verkefnisins Vináttu um að framhaldsskóla- og háskólanemar veiti fötluðum börnum stuðning og hvatningu jafnt og öðrum börnum í samræmi við tilgang verkefnisins frá árinu Það nái til a.m.k. tíu barna b. Stutt verði við stofnun og þróun hliðstæðra verkefna eftir því sem tilefni gefast til. 9. Unnið verði skipulega að því að leiða í ljós og koma í veg fyrir kynferðislega misnotkun og annað ofbeldi gagnvart fötluðum börnum. a. Unnin verði eigi síðar en 2008 aðgerðaáætlun í samvinnu Barnaverndarstofu, háskólastofnana landsins, foreldra og þjónustustofnana fyrir fötluð börn í því skyni að hindra kynferðislega misnotkun og annað ofbeldi gagnvart fötluðum börnum og ungmennum Byggt verði upp samstarf við önnur lönd um þróun þjónustu við fötluð börn og fjölskyldur þeirra. Markmið þess verði að afla upplýsinga og/eða koma á framfæri nýjungum um það sem efst er á baugi og best hefur tekist í þeim efnum. a. Komið verði á norrænu samstarfi í þessum efnum á vettvangi NSH á árinu 2007, m.a. þekkingar- og samskiptagátt (þ.e. sameiginlegu vefsvæði), námskeiðum, ráðstefnum og gagnkvæmum heimsóknum. b. Komið verði á hliðstæðum tengslum á árunum við lönd innan Evrópusambandsins á vettvangi HLG og EDF og leitað stuðnings í sjóði sambandsins um þróunarog samstarfsverkefni á þessu sviði. A.m.k. eitt slíkt verkefni verði til á hverju ári eftirleiðis. 11. Hver og einn þjónustuaðili setji árlega fram staðbundin stefnumið um þjónustu við börn 0-17 ára og fjölskyldur þeirra, þ.e. eigin stefnu. a. Í stefnumiðunum sé lýst meginmarkmiðum á þjónustusvæðinu, starfsmarkmiðum og leiðum að þeim markmiðum, þ.e. helstu verkefnum og forgangsmálum. Þau séu byggð á heildarstefnu félagsmálaráðuneytisins og áhersluatriðum sem ráðherra hefur kynnt. Þau feli þannig í sér starfsáætlun fyrir komandi ár. b. Stefnumiðin verði sett fram í september/október ár hvert á starfsdögum þar sem hver þjónustuaðili fyrir sig kynnir stefnumið sín, markmið og leiðir. Með því móti fá aðilar tækifæri til þess að læra hver af öðrum, afla nýrra hugmynda og ræða álitaefni í samræmi við hugmyndir um þróun og miðlun þekkingar. c. Í lok hvers árs fari þjónustuaðilar yfir framvindu verkefna ársins og kynni ráðuneytinu hvernig til hefur tekist. 14 NSH er Norræna samstarfsráðið um málefni fatlaðs fólks (Nordiska samarbetsorganet för handikappfrågor). NSH heyrir undir norrænu ráðherranefndina og hefur það hlutverk að styðja við verkefni sem bæta þjónustu við fatlað fólk og miða þannig að jafnrétti og fullri þátttöku þess í samfélaginu. Sjá vefsíðuna: HLG er skammstöfun fyrir High Level Group on Disability og er samstarfsvettvangur embættismanna frá löndum Evrópusambandsins um málefni fatlaðra barna og fullorðinna. Ísland tekur þátt í samstarfinu. Sjá vefsíðuna: EDF er skammstöfun fyrir European Disability Forum. Það er samskiptavettvangur ESB og hagsmunasamtaka fatlaðs fólks í samræmi við 18. grunnreglu Sameinuðu þjóðanna um svæðisbundin samtök sem koma fram fyrir hönd þess sem ráðgjafar- og samráðsaðilar. EDF er jafnframt samstarfsvettvangur hinna ýmsu hagsmunasamtaka fatlaðs fólks innan Evrópu. Sjá vefsíðuna: 14

15 Mynd 3 Þjónusta við börn 0-17 ára og fjölskyldur þeirra Framkvæmdaáætlun Tímasett markmið eða átaksverkefni Ótímabundin markmið Starfsmarkmið og leiðir Stjórnun og eftirfylgd breytinga Ábyrgðar- og samstarfsaðilar Aðrir hlutaðeigandi aðilar a 1.b 1.c 1.d 2.a 2.b 2.c 3.a 3.b 3.c 3.d 3.e 3.f 4.a 4.b 4.c 4.d 4.e 4.f Þjónustustofnanir fyrir fötluð börn Grein. og ráðgj.stöð Viðkomandi sjúkrahús og tiltækir sérfræðingar Viðk.sj.hús og sérfræðingar, Grein. & ráðgj.st. Alþingi (fjárlög), Grein. og ráðgjafarstöð Greiningar- og ráðgj. st. og aðrir greiningaraðilar Þjónustustofnanir fyrir fötluð börn Þjónustustofnanir fyrir fötluð börn Menntamálaráðun. og háskólar landsins Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins Þjónustustöðvar fyrir fatlað fólk og félagsþjón. Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins Þjónustustofnanir fyrir fötluð börn Grein. og ráðgj.stöð, háskólastofnanir Þjón.stöðvar fatlaðs fólks Alþingi (fjárlög) Þjónustustöðvar fatlaðs fólks Alþingi (fjárlög) Hagsmunasamtök fatlaðs fólks og aðstandenda Þjónustustöðvar fatlaðs fólks 15

16 Mynd 3 frh. Þjónusta við börn 0-17 ára og fjölskyldur þeirra Framkvæmdaáætlun Tímasett markmið eða átaksverkefni Ótímabundin markmið Starfsmarkmið og leiðir Stjórnun og eftirfylgd breytinga Ábyrgðar- og samstarfsaðilar Aðrir hlutaðeigandi aðilar a Alþingi (fjárlög), þjónustust. fatlaðs fólks 5.b Þjónustust. fatlaðs fólks 6.a Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins 6.b Barnaverndarstofa, Miðstöð heilsuv. barna o.fl. 6.c 6.d Hagsmunasamtök, Sjónarhóll Þjónustustofnanir fyrir fötluð börn 7.a Þjónustustofnanir fyrir fötluð börn 7.b Forsætisráðuneytið 8.a Mentor-verkefnið Vinátta 8.b 9.a Viðkomandi aðilar Barnaverndarstofa, háskólar, hagsm.samt.o.fl. 10.a NSH og önnur Norðurlönd 10.b 11.a HLG, EDF, þjón.st. fatl. fólks Þjónustustöðvar fatlaðra barna 11.b 11.c Þjónustustöðvar fatlaðra barna Þjónustustöðvar fatlaðra barna Lýsing á myndum/töflum 3-10: Á eftir hverjum kaflanna er mynd sem sýnir framkvæmdaáætlun sem tekur til starfsmarkmiða og leiða. Efst á hverri mynd eru fjórir láréttir, örvalaga kassar sem í stendur 1) starfsmarkmið og leiðir, 2) stjórnun og eftirfylgd breytinga, 3) ábyrgðar- og samstarfsaðilar og 4) aðrir hlutaðeigandi aðilar. Undir þeim eru fimm kassar sem í standa ártölin 2007, 2008, 2009, 2010 og Þar fyrir neðan er tafla þar sem í dálki yst til vinstri er tilgreint hvaða starfsmarkmið og leið um er að ræða (t.d. 1.a fyrir starfsmarkmið 1 og leið a). Í næstu fimm dálkum eru síðan örvar 16

17 sem vísa til hægri, eru undir ártölunum (sem eru undir stjórnun og eftirfylgd) og eru mislangar eftir því hvaða tímabil áætlun viðkomandi markmiðs/leiðar spannar. Örvarnar eru í tveimur litum, grænar sem merkja tímasett markmið eða átaksverkefni og brúnar sem tákna ótímabundin markmið, sbr. kafla 1.1. Undir dálknum næst lengst til hægri, ábyrgðar- og samstarfsaðilar, eru viðkomandi aðilar tilgreindir (oftast er það félagsmálaráðuneytið) og í dálknum lengst til hægri, undir aðrir hlutaðeigandi aðilar, eru þeir aðilar tilgreindir. Þannig er farið yfir öll markmið/leiðir þess kafla sem á undan myndinni/töflunnni fer, þ.e. tilgreint er frá vinstri 1) hvaða markmið/leið um ræðir, 2) það tímabil sem framkvæmdin spannar, 3) ábyrgðar- og samstarfsaðilar við að koma markmið/leið í framkvæmd og 4) aðrir hlutaðeigandi aðilar sem málið varðar. 17

18 1.6 Þjónusta vegna búsetu Meginmarkmið Þeirri meginreglu sé fylgt að fatlað fólk velji sjálft búsetuhætti sína og að þeir séu að jafnaði hliðstæðir því sem almennt gerist. Þjónusta vegna búsetu sé sniðin að einstaklingsbundnum þörfum íbúans með hliðsjón af óskum hans og/eða aðstandenda hans. Hvati sé til eins sjálfstæðs heimilishalds og kostur er. Fötluðu fólki sé tryggð búseta af opinberri hálfu geti það ekki komið henni á af eigin rammleik. Húsnæðið sé almenn eignar- eða leiguíbúð ellegar sérstök þjónustuíbúð í almennu íbúðahverfi. Sé íbúðarhúsnæði með sameiginlegu rými eigi hver íbúi þess kost að halda sjálfstætt heimili með nægilegu einkarými. Velji fólk að búa með öðrum sé gert ráð fyrir að það eigi val um sambýlisfólk. Reglur gildi um nauðung og þvingun. Starfsmarkmið 1. Við mat á þörf íbúa fyrir þjónustu sé höfð hliðsjón af óskum hans og/eða aðstandenda hans. Þjónustan sé ávallt einstaklingsmiðuð, sveigjanleg og samhæfð og þörfin fyrir hana metin af þjónustuaðila með aðferðum sem viðurkenndar eru af íbúum sjálfum og/eða hagsmunasamtökum þeirra. Haft skal í huga að þarfir fyrir þjónustu geta breyst á skömmum tíma. Sérstök þjónustuteymi verði mynduð þegar um mjög sérhæfða þjónustu er að ræða. Notendur eigi eftir föngum val um staðsetningu búsetu og sambýlisfólk. Viðmið verði sett um biðtíma eftir þjónustu og fylgst verði með gæðum hennar. Allar þessar ráðstafanir gildi frá og með árinu Leiðir a. Samhæfing og sveigjanleiki þjónustu sé tryggður með þjónustuteymi sem skipað er fulltrúum þjónustuaðila og íbúa eða fulltrúa hans þegar um mjög sérhæfða þjónustu er að ræða. b. Við mat á þörf fyrir þjónustu verði höfð hliðsjón af aðferðum sem reynst hafa vel í öðrum löndum og taka mið af virðingu fyrir einkalífi íbúa. M.a. verði notað svonefnt SIS-mat sem tekur einnig mið af sjónarmiðum notandans sjálfs til þjónustunnar. c. Notandi eigi þess kost eftir föngum að velja búsetu hvað staðsetningu húsnæðis varðar. Það hafi sem minnst áhrif á biðtíma. Velji fólk að búa með öðrum sé gert ráð fyrir að það eigi val um sambýlisfólk. d. Sérfræðingar um málefni fólks sem þarfnast mjög sérhæfðrar þjónustu, t.d. vegna einhverfu, geðfötlunar eða fjölfötlunar, veiti starfsfólki viðeigandi handleiðslu. Miðlægt sérfræðiteymi (sjá 3.d í kafla 1.5) annist þá handleiðslu og nýti m.a. fjarskiptatækni til ráðgjafar við þjónustuaðila á landsbyggðinni. e. Stefnt verði að því að með fjármagni frá Framkvæmdasjóði fatlaðra, Íbúðalánasjóði og öðrum aðilum sé komið til móts við þarfir fatlaðs fólks fyrir húsnæði. f. Kannanir verði gerðar a.m.k. einu sinni á ári til þess að fylgjast með gæðum þjónustunnar og viðhorfum notenda, aðstandenda og starfsfólks til hennar. Annað eftirlit með henni sé jafnframt tryggt, þ.e. innra og ytra eftirlit, m.a. með EFQM-mati. Það verði gert á a.m.k. þriggja ára fresti hjá svæðisskrifstofum og félagsþjónustu sveitarfélaga sem hafa tekið að sér þjónustu við fatlað fólk með samningi við félagsmálaráðuneytið. Þá verði og sett fram starfsáætlun til næstu tólf mánaða á grundvelli stefnu ráðuneytisins. Áætlunin skilgreini jafnt árangurs- sem rekstrarviðmið auk áforma um mannahald, sí- og endurmenntun, þróunarstarf o.þ.u.l. Þetta á einnig við um aðra þjónustu þessara aðila svo sem vegna atvinnu og hæfingar (sjá kafla 1.7) og stoðþjónustu (sjá kafla 1.8). 18

19 Starfsmarkmið frh. 2. Hvatt verði til þess að fatlað fólk skapi sér búsetu með eins sjálfstæðum hætti og kostur er. Þannig verði efldur sjálfsákvörðunarréttur þess, stuðlað að valdeflingu, aukinni friðhelgi einkalífs og sjálfstæðum lífsháttum að öðru leyti. Þetta gildi jafnt um þá sem hafa litla, miðlungs eða mikla þörf fyrir þjónustu. Haft verði í huga að aukin ábyrgð á eigin lífi felur einnig í sér auknar kröfur og skyldur og rétt til að gera mistök. Leiðir a. Lögum og reglugerð verði breytt á árinu 2007 í þá veru að ákvæði verði hvetjandi til sjálfstæðs heimilishalds. b. Skýrir valkostir verði settir fram eigi síðar en 2007 um þjónustu vegna búsetu, jafnt til handa þeim sem hafa litla, miðlungs eða mikla þörf fyrir þjónustu. Frekari liðveisla verði efld til stuðnings við sjálfstætt heimilishald. c. Jafnan verði unnið skipulega að því með kynningarstarfi að hvetja fatlað fólk til sjálfstæðari búsetuhátta þar sem við á, m.a. með vísan til þeirra lífsgæða sem þeim fylgja. Það starf nái einnig til aðstandenda. d. Unnið verði skipulega að því af hálfu þjónustuaðila frá og með árinu 2007 að styðja við námskeið þar sem leiðbeint verði um valdeflingu þeirra sem þess þarfnast. Haldin verði í því skyni tvö námskeið árlega á árunum fyrir starfsfólk sem aftur miðli efni þeirra til samstarfsfólks. 3. Sett verði viðmið um einkarými í þjónustuíbúðum sem ætlaðar eru fötluðu fólki og ákvæði um að íbúar geti haldið þar sjálfstætt heimili. a. Kannaður verði á árinu 2007 fjöldi þeirra sem búa í sambýlum eða á vistheimilum og teljast ekki hafa nægjanlegt einkarými, sbr. 3.b og c hér á eftir. Gerð verði áætlun og sett viðmið um búsetuhætti þess fólks í framhaldi af því. b. Viðmið um einkarými verði ákveðin í endurskoðaðri reglugerð um þjónustu við fatlað fólk vegna búsetu á árinu c. Miðað sé við að til sjálfstæðs heimilishalds þurfi, auk nægjanlegs einkarýmis, salerni og aðra hreinlætisaðstöðu og eldunaraðstöðu. 4. Aukið verði framboð af almennu húsnæði til handa fötluðu fólki til þess að tryggja því búsetu við hæfi. Komið verði með sértækum aðgerðum til móts við húsnæðiskostnað þeirra sem lifa af tryggingabótum einum. a. Leitað verði eftir samstarfi við Framkvæmdasjóð fatlaðra og Íbúðalánasjóð um hvernig tryggja megi að fleiri íbúðir verði til reiðu fyrir fatlað fólk á almennum markaði. Það má einnig gera í samvinnu við félagasamtök og sjálfeignarstofnanir. b. Kannað verði hvernig fötluðu fólki verði tryggt hóflegt leigugjald. Sett verði viðmið þar að lútandi í reglugerð á árinu c. Kannað verði hvernig unnt verði að styðja þá sem eru í aðstöðu til að kaupa sjálfir húsnæði til þess njóta til þess sérstaks stuðnings, a.m.k. hvað varðar viðbótarrými vegna fötlunar eða þjónustuþarfa. 19

20 Starfsmarkmið frh. 5. Átak verði gert í þjónustu við geðfatlað fólk sem þarfnast stuðnings til búsetu og dagþjónustu. Leiðir a. Unnið verði eftir fyrirliggjandi markmiðs-, framkvæmdaog kostnaðaráætlunum um átak í þjónustu við geðfatlað fólk sem þarfnast annarra búsetuhátta og dagþjónustu en það nýtur nú. b. Átakið fari fram á árunum í samræmi við stefnu ríkisstjórnarinnar þar að lútandi. c. Samhliða átakinu verði lögð sérstök rækt við miðlun þekkingar til starfsfólks um geðraskanir skv. ofangreindum áætlunum. 6. Nauðung og þvingun verði skilgreind og markaður rammi og reglur um beitingu slíkra ráða. a. Reglurnar lúti að því hvenær og undir hvaða kringumstæðum megi beita slíkum ráðum til þess að koma í veg fyrir að fólk fari sér að voða eða skaði sjálft sig eða aðra. b. Lög verði sett í þessu tilliti líkt og gert hefur verið m.a. í Noregi og Danmörku. Því verði lokið c. Í lögunum sé ákvæði um að haldin verði skrá um öll slík atvik Við gerð skipulags sé gert ráð fyrir þjónustuíbúðum eða sérhönnuðum húsum af hæfilegri stærð fyrir fatlað fólk og þess gætt að þau falli vel að umhverfinu. a. Því verði beint formlega til stjórnenda og skipulagsnefnda sveitarfélaga á árinu 2007 að við gerð skipulags íbúðahverfa sé gert ráð fyrir þjónustuíbúðum eða sérhönnuðum húsum fyrir fatlað fólk sem skeri sig ekki úr annarri íbúðabyggð. b. Ekki verði fleiri en fjórar þjónustuíbúðir í sama húsi þar sem svo ber undir. 8. Unnið verði áfram að því að fjölga búsetuúrræðum. Fylgt verði áætlun í þeim efnum fyrir árin a. Komið verði til móts við umsóknir um 30 einstaklinga á árinu b. Á árunum verði komið til móts við umsóknir 190 einstaklinga um þjónustu vegna búsetu. Þá er bæði gert ráð fyrir núverandi umsækjendum og áætlaðri nýliðun. Vísað er til töflu 2 hér á eftir um nánari sundurliðun áætlunarinnar sem og rekstrarkostnað. 9. Það verði keppikefli að þeir sem þess óska eigi kost á búsetu í þjónustuíbúð eða íbúðakjarna. a. Gerð verði á árinu 2007 áætlun um þróun búsetu þeirra sem nú búa í eldri sambýlum eða á vistheimilum í samráði við þá sjálfa og aðstandendur þeirra. Farið verði að vinna eftir áætluninni á árinu LOV nr. 81: Lov om sosiale tjenester m.v. (Noregur). LOV nr 573 af 24/06/2005. Lov om social service (Danmörk). Omsorg og magt. Om magtanvendelse og andre indgreb i selvbestemmelsesretten. Socialministeriet

21 Starfsmarkmið frh. 10. Form og inntak þjónustusamninga við sjálfseignarstofnanir og aðra aðila um þjónustu við fatlað fólk verði endurskoðað. Leiðir a. Komi til þjónustusamninga verði byggt á traustum notendagrunni, byggðum á áreiðanlegu mati á þjónustuþörfum (SIS-mati). Gæðaviðmið verði skilgreind og árangur metinn með reglubundum og skipulegum hætti. 11. Leitað verði leiða til að nýta nýjustu tækniþekkingu til að auðvelda fötluðu fólki sem sjálfstæðasta búsetu. Slík þekking fer stöðugt vaxandi og getur skipt sköpum um búsetuhætti og lífsgæði. a. ð hafi forgöngu um að leita uppi og beita sér fyrir nýtingu nýjustu tækni í þessu skyni. M.a. verði horft til samráðsvettvangs Norðurlandanna og innan Evrópu, sbr. starfsmarkmið 12 hér á eftir Byggt verði upp samstarf við önnur lönd um þróun þjónustu vegna búsetu fatlaðs fólks. Markmið þess verði að afla upplýsinga og/eða koma á framfæri nýjungum um það sem efst er á baugi og best hefur tekist í þeim efnum. a. Komið verði á norrænu samstarfi í þessum efnum á vettvangi NSH á árinu 2007, m.a. þekkingar- og samskiptagátt (þ.e. sameiginlegu vefsvæði), námskeiðum, ráðstefnum og gagnkvæmum heimsóknum. b. Komið verði á hliðstæðum tengslum á árunum við lönd innan Evrópusambandsins á vettvangi HLG og EDF og leitað stuðnings í sjóði sambandsins um þróunarog samstarfsverkefni á þessu sviði. A.m.k. eitt slíkt verkefni verði til á hverju ári eftirleiðis Hver og einn þjónustuaðili setji árlega fram staðbundin stefnumið um þjónustu vegna búsetu, þ.e. eigin stefnu. a. Í stefnumiðunum sé lýst meginmarkmiðum á þjónustusvæðinu, starfsmarkmiðum og leiðum að þeim markmiðum, þ.e. helstu verkefnum og forgangsmálum. Þau séu byggð á heildarstefnu félagsmálaráðuneytisins og áhersluatriðum sem ráðherra hefur kynnt. Þau feli þannig í sér starfsáætlun fyrir komandi ár. b. Stefnumiðin verði sett fram í september/október ár hvert á starfsdögum þar sem hver þjónustuaðili fyrir sig kynnir stefnumið sín, markmið og leiðir. Með því móti fá aðilar tækifæri til þess að læra hver af öðrum, afla nýrra hugmynda og ræða álitaefni í samræmi við hugmyndir um þróun og miðlun þekkingar. c. Í lok hvers árs fari þjónustuaðilar yfir framvindu verkefna ársins og kynni ráðuneytinu hvernig til hefur tekist. 16 Sjá neðanmálsgrein við starfsmarkmið 10 í kafla 1.5 til skýringar á skammstöfunum 17 Með þjónustuaðilum er átt við: Svæðisskrifstofur, félagsþjónustu sveitarfélaga sem tekið hefur að sér þjónustu við fötluð börn og fullorðna samkvæmt samningi við félagsmálaráðuneytið og aðra aðila sem gert hafa þjónustusamning við ráðuneytið. 21

22 1.6.1 Áætlun Sem að framan greinir er áformað að koma til móts við umsóknir 38 einstaklinga um sértæka búsetuþjónustu (þ.e. með viðveru starfsfólks) á árinu Áætlun um áframhaldandi þróun er að finna í töflu 2 hér á eftir. Þar kemur fram að gert er ráð fyrir 190 nýjum búsetuúrræðum á árunum Sýnd er í töflunni áætluð nýliðun og hve margir verði í bið eftir búsetuþjónustu í lok hvers árs. Ekki eru taldir með þeir sem búa við geðfötlun því hrundið hefur verið af stað sérstöku átaki til þess að efla búsetuúrræði og aðra þjónustu fyrir þann hóp sem fyrr getur. Tölur um þá sem eru í bið við árslok miðast við að komið sé til móts við nýliðun jafnóðum en vitaskuld má haga forgangi með öðrum hætti enda að jafnaði miðað við að biðtími eftir búsetuþjónustu geti numið allt að tveimur árum frá því að umsókn berst. Þess skal getið hér að þegar fjallað er um biðtíma ber að hafa í huga að hann má skilgreina með ýmsu móti, meðal annars eftir því hvort þar fari einungis þeir sem njóta engrar búsetuþjónustu ellegar einnig þeir sem þegar njóta slíkrar þjónustu en óska eftir að hún verði með öðrum hætti. Í þessari umfjöllun er miðað við þá skilgreiningu sem fram kemur í skýrslu félagsmálaráðuneytisins um búsetu fatlaðra árið 2000 og er einnig notuð í mati Garðars Jónssonar á biðtíma eftir búsetuþjónustu Miðað er við 1) þá sem eru 16 ára og eldri og hafa sótt um þjónustu á s.l. fimm árum, njóta ekki búsetuþjónustu en þarfnast slíkrar þjónustu á næstu fimm árum og eiga lögheimili í umdæmi rekstraraðila 19 og 2) þá sem teljast hafa þjónustuþarfir samkvæmt þjónustuflokki og u.þ.b. helming þeirra sem teljast til 3. þjónustuflokks. Gert er ráð fyrir að félagsþjónusta sveitarfélaga veiti þeim notendum þjónustu sem teljast til 1. og 2. þjónustuflokks og um helmingi þeirra sem metnir eru í 3. þjónustuflokk. Er það í samræmi við ákvæði laga um félagsþjónustu sveitarfélaga sem kveða á um að þau skuli sjá um félagslega heimaþjónustu til handa þeim sem búa í heimahúsum og geta ekki séð hjálparlaust um heimilishald og persónulega umhirðu vegna skertrar getu, fjölskylduaðstæðna, álags, veikinda, barnsburðar eða fötlunar. 20 Ennfremur segir í lögunum að með félagslegri heimaþjónustu [skuli] stefnt að því að efla viðkomandi til sjálfsbjargar og gera honum kleift að búa sem lengst í heimahúsum við sem eðlilegastar aðstæður. 21 Í þessu sambandi er einnig að geta lögbundinna skyldna sveitarfélaga samkvæmt lögum um málefni fatlaðra til að annast þjónustu við fatlað fólk með liðveislu og almennri félagsþjónustu. 22 Í mörgum sveitarfélögum er slík þjónusta veitt að ákveðnu marki af hálfu félagsþjónustu þeirra, nefna má öfluga þjónustu á Akureyri sem dæmi. 18 Byggt á könnun meðal þjónustuaðila um óskir um búsetuþjónustu í október Kostnaður vegna þjónustu við fatlaða. Skýrsla kostnaðarnefndar vegna tilflutnings þjónustu við fatlaða (2000). Glax viðskiptaráðgjöf Garðar Jónsson: Stöðumat í þjónustu við fatlaða (2005), bls Lög nr. 40/1991 um félagsþjónustu sveitarfélaga, 25. gr. 21 Lög nr. 40/1991 um félagsþjónustu sveitarfélaga, 26. gr. 22 Lög nr. 59/1992 um málefni fatlaðra, m.a. 7. og 24. gr. 22

23 Skilgreining á hinum sjö þjónustuflokkum sem stuðst hefur verið við hvað varðar flokkun á þjónustuþörfum fatlaðs fólks er að finna í áðurnefndri fylgiskýrslu. 23 Til glöggvunar skal þess getið hér að gert er ráð fyrir að fólk sem telst til 1. og 2. þjónustuflokks sé sjálfbjarga með lágmarksþjónustu eða nokkurri þjónustu sem nemur 5-10 klst. á viku. Það sé fært um að búa í íbúð eða sambýli og fara ferða sinna að öllu eða mestu leyti á eigin spýtur. Í 3. þjónustuflokki er gert ráð fyrir að fólk hafi talsverða færni til sjálfsbjargar, geti sinnt persónulegum þörfum (hreinlæti, að klæðast, matast o.þ.u.l.), almennum heimilisstörfum (matargerð, þrifum o.þ.u.l.), farið ferða sinna með fremur lítilli aðstoð/eftirliti og þarfnist að jafnaði ekki næturvaktar. Í þjónustuflokki er hins vegar gert ráð fyrir meiri þörfum fyrir þjónustu. Það skal áréttað sem fyrr segir að í stað framangreinds sjöflokkamats, sem notað hefur verið undanfarin ár, mun fljótlega verða tekið upp svonefnt SIS-mat til þess að meta þjónustuþarfir, enda viðameira og áreiðanlegra. Við mat á væntanlegri nýliðun er miðað við að 0.35% þjóðarinnar nýtur þegar sértækrar búsetuþjónustu eða hefur sótt um hana. Áætlað er að sama hlutfall bætist við árlega. Á landinu öllu nemur nýliðunin samkvæmt því hlutfalli 14 einstaklingum á ári miðað við um 4000 manns í hverjum árgangi. Við mat á nýliðun er miðað við sömu skilgreiningar og að framan greinir um þá sem þarfnast búsetuþjónustu, njóta hennar ekki nú og teljast í flestum tilvikum til þjónustuflokks. Tafla 2 Áætlun um uppbyggingu nýrra búsetuúrræða Fjöldi nýrra búsetuúrræða Í bið í lok árs m/nýliðun Ár Landið allt Nýliðun Í bið í lok árs Áætlað er að rekstrarkostnaður muni við þessa uppbyggingu aukast í áföngum um samtals 840 m.kr. á árunum og er þá bæði gert ráð fyrir kostnaði við búsetuþjónustu og dagþjónustu. Gert er ráð fyrir að smám saman fjölgi þeim sem kjósa að búa í íbúð eða íbúðakjarna umfram sambýli. Þessi fjárhæð er sett fram með fyrirvara um fjárveitingar og að hæft fólk fáist til starfa. Áætlanir verða endurskoðaðar árlega. 23 Mótum framtíð - þjónusta við fötluð börn og fullorðna hugmyndafræði og greining. Fylgiskjal. 23

Áherslur Ferðamálastofu við breyttar aðstæður

Áherslur Ferðamálastofu við breyttar aðstæður Áherslur Ferðamálastofu við breyttar aðstæður Helstu áherslur í starfseminni 2009 Ólöf Ýrr Atladóttir, ferðamálastjóri 20/11/2008 Ferðamálaþing iðnaðarráðuneytis og Ferðamálastofu 2008 Yfirlit Almennar

Läs mer

Efnisyfirlit. Inngangur Markmið Leiðir að markmiðum Heimildaskrá

Efnisyfirlit. Inngangur Markmið Leiðir að markmiðum Heimildaskrá Efnisyfirlit Inngangur Markmið Leiðir að markmiðum Heimildaskrá 3 4 5 12 2 Inngangur Samantektin sem hér birtist er afrakstur af vinnu æskulýðsráðs vegna stefnumótunar í æskulýðsmálum. Stefnumótunin á

Läs mer

Ert þú með réttu gleraugun? Stuðningsefni til að samþætta sjónarmið barnaréttinda og ungmenna við starf Norrænu ráðherranefndarinnar

Ert þú með réttu gleraugun? Stuðningsefni til að samþætta sjónarmið barnaréttinda og ungmenna við starf Norrænu ráðherranefndarinnar Stuðningsefni til að samþætta sjónarmið barnaréttinda og ungmenna við starf Norrænu ráðherranefndarinnar 1 2 5 3 4 Stuðningsefni til að samþætta sjónarmið barnaréttinda og ungmenna við starf Norrænu ráðherranefndarinnar

Läs mer

Frumvarp til laga um breytingar á lagaákvæðum er varða framfærslu barna og meðlag skv. barnalögum nr. 76/2003.

Frumvarp til laga um breytingar á lagaákvæðum er varða framfærslu barna og meðlag skv. barnalögum nr. 76/2003. Frumvarp til laga um breytingar á lagaákvæðum er varða framfærslu barna og meðlag skv. barnalögum nr. 76/2003. 1. gr. Eftirfarandi breytingar verða á 54. gr. laganna: a. 1. mgr. 54. gr. orðast svo: Barn

Läs mer

SVONA Á AÐ SKIPTA UM PERU

SVONA Á AÐ SKIPTA UM PERU SVONA Á AÐ SKIPTA UM PERU? Leiðarvísir til að skipta um ljósaperu. Ertu að grínast? Reyndar, nei. Við viljum deila góðu fréttunum um LED ljósaperurnar hvernig þær geta lækkað orkureikninginn þinn og lýst

Läs mer

Skipulag sérgreina lækninga á Landspítala - háskólasjúkrahúsi

Skipulag sérgreina lækninga á Landspítala - háskólasjúkrahúsi Apríl 2007 Skipulag sérgreina lækninga á Landspítala - háskólasjúkrahúsi Magnús Pétursson forstjóri LSH 2 1. Inngangur Skipulag lækninga á stærri sjúkrahúsum byggist á sérgreinum lækninga. Nær öll sjúkrahús

Läs mer

Frá styrkjakerfi til heilbrigðs rekstrarumhverfis

Frá styrkjakerfi til heilbrigðs rekstrarumhverfis Mars 1990 Frá styrkjakerfi til heilbrigðs rekstrarumhverfis Um byggðaaðgerðir á Norðurlöndum síðustu áratugina eftir Kristófer Oliversson NordREFO Efnisyfirlit Forord... 4 Formáli... 5 1 Inngangur... 6

Läs mer

Börn á Norðurlöndum Ungt fólk hefur áhrif!

Börn á Norðurlöndum Ungt fólk hefur áhrif! Börn á Norðurlöndum Ungt fólk hefur áhrif! Nordens Välfärdscenter Hugmyndarit Niðurstöður verkefnisins Snemmbær úrræði fyrir fjölskyldur 1 Börn á Norðurlöndum Ungt fólk hefur áhrif! Útgefandi: Nordens

Läs mer

Nr janúar 2006 REGLUGERÐ. um framkvæmdasamning við Norðurlandasamning um almannatryggingar frá 18. ágúst 2003.

Nr janúar 2006 REGLUGERÐ. um framkvæmdasamning við Norðurlandasamning um almannatryggingar frá 18. ágúst 2003. REGLUGERÐ um framkvæmdasamning við Norðurlandasamning um almannatryggingar frá 18. ágúst 2003. 1. gr. Norðurlandasamningur um almannatryggingar frá 18. ágúst 2003, sbr. lög nr. 66/2004 um lögfestingu Norðurlandasamnings

Läs mer

Veiledningshefte. En arbeidsdag på liv og død

Veiledningshefte. En arbeidsdag på liv og død Veiledningshefte DITT VALG En arbeidsdag på liv og død Norsk Íslenska Svenska English Ditt valg En arbeidsdag på liv og død Veiledning Ved hjelp av musikk og dikt blir brukeren satt i en følelsesmessig

Läs mer

UNGT FÓLK ÁN ATVINNU - VIRKNI ÞESS OG MENNTUN

UNGT FÓLK ÁN ATVINNU - VIRKNI ÞESS OG MENNTUN 2009 UNGT FÓLK ÁN ATVINNU - VIRKNI ÞESS OG MENNTUN,,Þetta er leiðinlegt líf, ég er búinn að vera það lengi atvinnulaus, er alltaf í tölvunni á nóttunni, þetta verður bara að stoppa." Tilvitnun í ungan

Läs mer

Börn á Norðurlöndum. Norræna velferðarmiðstöðin. Snemmbær úrræði fyrir börn og fjölskyldur

Börn á Norðurlöndum. Norræna velferðarmiðstöðin. Snemmbær úrræði fyrir börn og fjölskyldur Börn á Norðurlöndum Norræna velferðarmiðstöðin Hugmyndarit Snemmbær úrræði fyrir börn og fjölskyldur 1 Börn á Norðurlöndum Snemmbær úrræði fyrir börn og fjölskyldur Útgefandi: Norræna velferðarmiðstöðin

Läs mer

Skýrsla velferðarráðherra um aðgerðir samkvæmt aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar vegna ofbeldis karla gegn konum í nánum samböndum.

Skýrsla velferðarráðherra um aðgerðir samkvæmt aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar vegna ofbeldis karla gegn konum í nánum samböndum. Skýrsla velferðarráðherra um aðgerðir samkvæmt aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar vegna ofbeldis karla gegn konum í nánum samböndum. (Lögð fyrir Alþingi á 139. löggjafarþingi 2010 2011.) EFNISYFIRLIT TILLÖGUR

Läs mer

TILSKIPUN EVRÓPUÞINGSINS OG RÁÐSINS 2014/24/ESB. frá 26. febrúar 2014

TILSKIPUN EVRÓPUÞINGSINS OG RÁÐSINS 2014/24/ESB. frá 26. febrúar 2014 TILSKIPUN EVRÓPUÞINGSINS OG RÁÐSINS 2014/24/ESB frá 26. febrúar 2014 um opinber innkaup og niðurfellingu tilskipunar 2004/18/EB EVRÓPUÞINGIÐ OG RÁÐ EVRÓPUSAMBANDSINS HAFA, með hliðsjón af sáttmálanum um

Läs mer

Mamma, pabbi, hvað er að?

Mamma, pabbi, hvað er að? Fræðslurit Krabbameinsfélagsins Mamma, pabbi, hvað er að? Þegar mamma eða pabbi fær krabbamein hefur það áhrif á alla fjölskylduna. Hér er sagt frá því hvernig þetta snertir börnin og hvernig foreldrar

Läs mer

Um mikilvægi rannsóknaseturs á sviði opinberrar stjórnsýslu

Um mikilvægi rannsóknaseturs á sviði opinberrar stjórnsýslu Um mikilvægi rannsóknaseturs á sviði opinberrar stjórnsýslu Ómar H. Kristmundsson dósent í opinberri stjórnsýslu við Háskóla Íslands 2. tbl. 3. árg. 2007 Erindi og greinar Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála,

Läs mer

Fjárskipti milli hjóna

Fjárskipti milli hjóna Meistararitgerð í lögfræði Fjárskipti milli hjóna Meginreglan um helmingaskipti og skáskiptaheimild 104. gr. laga nr. 31/1993 Magnús Bragi Ingólfsson Hrefna Friðriksdóttir Júní 2014 2 EFNISYFIRLIT 1 Inngangur...

Läs mer

Dagskrá. Ráðstefna á Nordica hotel mars Mótum framtíð. Stefnur og straumar í félagslegri þjónustu Gildi samþættingar nýir tímar ný sýn

Dagskrá. Ráðstefna á Nordica hotel mars Mótum framtíð. Stefnur og straumar í félagslegri þjónustu Gildi samþættingar nýir tímar ný sýn Dagskrá Ráðstefna á Nordica hotel 29. - 30. mars 2007 Mótum framtíð Stefnur og straumar í félagslegri þjónustu Gildi samþættingar nýir tímar ný sýn Aðalsalur Ráðstefnustjóri Ragnhildur Arnljótsdóttir,

Läs mer

Að ryðja úr vegi. ólík sjónarhorn starfsendurhæfingar. Kristjana Fenger, lektor í iðjuþjálfunarfræði við Háskólann á Akureyri

Að ryðja úr vegi. ólík sjónarhorn starfsendurhæfingar. Kristjana Fenger, lektor í iðjuþjálfunarfræði við Háskólann á Akureyri Að ryðja úr vegi ólík sjónarhorn starfsendurhæfingar Kristjana Fenger, lektor í iðjuþjálfunarfræði við Háskólann á Akureyri 1 Yfirlit Líkanið um iðju mannsins (e. Model of Human Occupation) Hvað hjálpaði

Läs mer

NTR- ráðstefna í Svíþjóð 2012

NTR- ráðstefna í Svíþjóð 2012 1 NTR- ráðstefna í Svíþjóð 2012 Þetta yfirlit er unnið af Guðríði Sigurbjörnsdóttur St.Rv. og Karli Rúnar Þórssyni STH. Hér er ekki um að ræða ýtarlega samantekt á öllu því sem fram fór enda upplifun hvers

Läs mer

Námsferð til Malmö í Svíþjóð.

Námsferð til Malmö í Svíþjóð. Námsferð til Malmö í Svíþjóð. Leikskóli Fjallabyggðar 06.06. 10.06. 2012 1 Á vordögum 2011 komu upp umræður hvort að leikskólinn gæti ekki farið í námsferð erlendis, þar sem átta ár var síðan Leikskálar

Läs mer

Tæknileg úrræði og heilabilun á Norðurlöndunum

Tæknileg úrræði og heilabilun á Norðurlöndunum Tæknileg úrræði og heilabilun á Norðurlöndunum Foto: BK Grafiske Tæknileg úrræði til stuðnings í daglegu lífi fyrir fólk með heilabilun Viðtalskönnun unnin í Danmörku, Finnlandi, Íslandi, Noregi og Svíþjóð.

Läs mer

Reglugerð um aðgerðir gegn einelti á vinnustað

Reglugerð um aðgerðir gegn einelti á vinnustað Reglugerð um aðgerðir gegn einelti á vinnustað 1000/2004 I. KAFLI Gildissvið og orðskýringar. 1. gr. Gildissvið. Reglugerð þessi gildir um aðgerðir gegn einelti á vinnustað sem lög nr. 46/1980, um aðbúnað,

Läs mer

Ætti að heimila langlífari sambúðarmaka að sitja í óskiptu búi?

Ætti að heimila langlífari sambúðarmaka að sitja í óskiptu búi? BA-ritgerð í lögfræði Ætti að heimila langlífari sambúðarmaka að sitja í óskiptu búi? Guðbjörg Sandra Guðjónsdóttir Elísabet Gísladóttir Júní 2015 EFNISYFIRLIT 1 Inngangur... 3 2 Almennt um óvígð sambúð...

Läs mer

Þriðjudagur, 7. júní fundur samkeppnisráðs. Uppgreiðslugjald af neytendalánum. I. Málavextir

Þriðjudagur, 7. júní fundur samkeppnisráðs. Uppgreiðslugjald af neytendalánum. I. Málavextir Þriðjudagur, 7. júní 2005 241. fundur samkeppnisráðs Ákvörðun nr. 19/2005 Uppgreiðslugjald af neytendalánum I. Málavextir 1. Erindi Neytendasamtakanna Neytendasamtökin sendu Samkeppnisstofnun erindi, dags.

Läs mer

Málþroski og læsi Færni til framtíðar- Leikskólinn Lækjarbrekka Hólmavík HANDBÓK

Málþroski og læsi Færni til framtíðar- Leikskólinn Lækjarbrekka Hólmavík HANDBÓK Málþroski og læsi Færni til framtíðar- Leikskólinn Lækjarbrekka Hólmavík HANDBÓK Þróunarverkefni unnið með leikskólum Húnaþings Vestra og Austur Húnavatnssýslu 2015-2017 2 Efnisyfirlit Tilurð verkefnisins...

Läs mer

Ásýnd og skipulag bújarða

Ásýnd og skipulag bújarða RÁÐUNAUTAFUNDUR 2001 Ásýnd og skipulag bújarða Grétar Einarsson 1 og Ólafur Guðmundsson 2 1 Rannsóknastofnun landbúnaðarins, bútæknideild 2 Byggingafulltrúi YFIRLIT Í eftirfarandi pistli er í upphafi fjallað

Läs mer

Skýrsla Vatnalaganefndar

Skýrsla Vatnalaganefndar Skýrsla Vatnalaganefndar Skýrsla Vatnalaganefndar ásamt ritgerðum, álitum og öðru efni sem nefndin hefur aflað September 2008 Efnisyfirlit Efnisyfirlit... 5 Samantekt Tillögur Vatnalaganefndar... 9 1.

Läs mer

Möguleikar til menntunar fyrr og nú

Möguleikar til menntunar fyrr og nú Möguleikar til menntunar fyrr og nú Samanburður á réttindum heyrnarskertra barna til séraðstoðar í grunnskólum á Íslandi og í Stokkhólmi Harpa Viðarsdóttir Lokaverkefni til BA-prófs Uppeldis- og Menntunarfræðideild

Läs mer

Norrænn byggingardagur Nordisk Byggdag NBD

Norrænn byggingardagur Nordisk Byggdag NBD Norrænn byggingardagur Nordisk Byggdag 1927 2007 NBD 4 Formáli Norrænn byggingardagur NBD I Stokkhólmur 1927 NBD II Helsinki 1932 NBD III Ósló 1938 NBD IV Kaupmannahöfn 1946 NBD V Stokkhólmur 1950 NBD

Läs mer

Hann, hún og það... eða hvað?

Hann, hún og það... eða hvað? Háskóli Íslands Hugvísindasvið Almenn málvísindi Hann, hún og það... eða hvað? Um kynhlutlausa persónufornafnið hán Ritgerð til BA-prófs í almennum málvísindum Selma Margrét Sverrisdóttir Kt.: 200990-3319

Läs mer

Vellíðan í vinnunni. Vinnueftirlit ríkisins Fræðslu- og leiðbeiningarit nr. 13

Vellíðan í vinnunni. Vinnueftirlit ríkisins Fræðslu- og leiðbeiningarit nr. 13 Vellíðan í vinnunni Vinnueftirlit ríkisins Fræðslu- og leiðbeiningarit nr. 13 Texti: Hólmfríður K. Gunnarsdóttir Forsíða: Fiskikonurnar, 1971, Hildur Hákonardóttir/Myndstef Teikningar: Gísli J. Ástþórsson

Läs mer

Skólanámskrá Óskalands

Skólanámskrá Óskalands Skólanámskrá Óskalands Leikskólinn Óskaland Finnmörk 1 Sími: 4834139 netfang: oskaland@hveragerdi.is leikskólastjóri: Gunnvör Kolbeinsdóttir aðstoðarleikskólastjóri: Guðlaug Jónsdóttir Efnisyfirlit. Inngangur...

Läs mer

Greinargerð. um innflutning á heyrnartækjum og hlutum í þau á vegum Heyrnar- og talmeinastöðvar Íslands frá 1. janúar 1997 til 31.

Greinargerð. um innflutning á heyrnartækjum og hlutum í þau á vegum Heyrnar- og talmeinastöðvar Íslands frá 1. janúar 1997 til 31. Greinargerð um innflutning á heyrnartækjum og hlutum í þau á vegum Heyrnar- og talmeinastöðvar Íslands frá 1. janúar 1997 til 31. maí 2001 Janúar 2002 Efnisyfirlit 1 INNGANGUR... 2 2 UM STARFSEMI HTÍ...

Läs mer

Íslensk kvikmyndagerð fyrir íslenska menningu, áhorfendur og tungu.

Íslensk kvikmyndagerð fyrir íslenska menningu, áhorfendur og tungu. Íslensk kvikmyndagerð fyrir íslenska menningu, áhorfendur og tungu. Greining á starfsskilyrðum kvikmyndagerðar á Íslandi Yfirlit helstu niðurstöður Skýrsla unnin fyrir mennta og menningarmálaráðuneyti

Läs mer

Norrænn dagur um daufblindu 2017 innblástur til samstarts

Norrænn dagur um daufblindu 2017 innblástur til samstarts Norrænn dagur um daufblindu 2017 innblástur til samstarts 4 septembur 2017 kl. 10.00 17.30 Aalborg Kongres & Kultur Center, Álaborg, Danmörku Norrænn dagur um daufblindu mun hvetja til áframhaldandi góðs

Läs mer

Árs- og samfélagsskýrsla 2016

Árs- og samfélagsskýrsla 2016 Árs- og samfélagsskýrsla 2016 1 Ársskýrsla 2016 2 Isavia ohf. S A M F É L A G U M H V E R F I HLUTI AF GÓÐ U FERÐ ALAGI E F N A H A G U R 3 Ársskýrsla 2016 EFNISYFIRLIT UM ISAVIA 4 ISAVIA Í SAMFÉLAGINU

Läs mer

Að sjá illa en líða vel Krister Inde

Að sjá illa en líða vel Krister Inde Að sjá illa en líða vel Krister Inde 1 Krister Inde Að sjá illa en líða vel Bækur og fræðirit á sænsku eftir Krister Inde eða undir ritstjórn hans: 1975 Synträning med optik (ásamt Örjan Bäckman), Liber

Läs mer

Allt sem ég gerði skorti innihald

Allt sem ég gerði skorti innihald Hugvísindasvið Allt sem ég gerði skorti innihald Þýðing á Gæsku eftir Eirík Örn Norðdahl og inngangur að henni Ritgerð til BA-prófs í íslensku sem öðru máli Anna Emelie Heuman Maí 2014 Háskóli Íslands

Läs mer

Ritnefnd: Arnbjörg Eiðsdóttir, Helga Sigurjónsdóttir, Þóra Kemp og Þorsteinn Hjartarson.

Ritnefnd: Arnbjörg Eiðsdóttir, Helga Sigurjónsdóttir, Þóra Kemp og Þorsteinn Hjartarson. Ferð starfsmanna Þjónustumiðstöðvar Breiðholts til Stokkhólms í október 2010 Undirbúningsnefnd: Bryndís Ó. Gestsdóttir, Eydís D. Sverrisdóttir, Helga Sigurjónsdóttir, Jóhanna Erla Guðjónsdóttir, Kolbrún

Läs mer

Kennarasamband Íslands, 18. desember 2016

Kennarasamband Íslands, 18. desember 2016 Kennarasamband Íslands, 18. desember 2016 Skýrsla KÍ um stjórnarfund í norrænu kennarasamtökunum (NLS) 29. nóvember 2016 í Reykjavík. Kennarasamtökin í NLS skiptast á að fara með formennsku til eins árs

Läs mer

TILLÖGUR ÍSLENSKRAR MÁLNEFNDAR AÐ ÍSLENSKRI MÁLSTEFNU

TILLÖGUR ÍSLENSKRAR MÁLNEFNDAR AÐ ÍSLENSKRI MÁLSTEFNU TILLÖGUR ÍSLENSKRAR MÁLNEFNDAR AÐ ÍSLENSKRI MÁLSTEFNU Íslenska til alls Tillögur Íslenskrar málnefndar að íslenskri málstefnu Menntamálaráðuneyti 2008 Menntamálaráðuneyti : Rit 38 Nóvember 2008 Útgefandi:

Läs mer

2. Meginmál Hvað hefur verið rannsakað?

2. Meginmál Hvað hefur verið rannsakað? Ágrip Drengjum líður verr í skóla en stúlkum, ná lakari námsárangri og fremja fleiri agabrot. Rannsóknir hafa sýnt þennan mun á högum kynjanna um árabil og virðist hann fara vaxandi. Samræmd próf sýna

Läs mer

Skólanámskrá. Útgefandi: Leikskólinn Holt Stapagötu 10, 260 Reykjanesbæ

Skólanámskrá. Útgefandi: Leikskólinn Holt Stapagötu 10, 260 Reykjanesbæ Skólanámskrá Útgefandi: Leikskólinn Holt Stapagötu 10, 260 Reykjanesbæ Skólanámskrá Leikskólinn Holt v/ Stapagötu, 260 Reykjanesbæ Sími: 4203175 Gsm: 8996104 Netfang: holt@reykjanesbaer.is Veffang: http://leikskolinnholt.is

Läs mer

Betri líðan - Bættur hagur með

Betri líðan - Bættur hagur með BB B Betri líðan - Bættur hagur með - Mælinum Byggingarstaður Öryggisstig Vika TEXTI: HEIKKI LAITINEN MARI KIURULA TEIKNINGAR: HARRI PAKARINEN ÞÝÐING: BORGÞÓR KÆRNESTED UMSJÓN: VINNUEFTIRLIT RÍKISINS FINNSK

Läs mer

Sópun snjós af hjólaleiðum og hálkuvarnir með saltpækli. Þróunarverkefni Veturinn

Sópun snjós af hjólaleiðum og hálkuvarnir með saltpækli. Þróunarverkefni Veturinn Sópun snjós af hjólaleiðum og hálkuvarnir með saltpækli Þróunarverkefni Veturinn 2015-2016 Titill skýrslu SKÝRSLA - UPPLÝSINGABLAÐ Sópun snjós af hjólaleiðum og hálkuvarnir með saltpækli Þróunarverkefni.

Läs mer

Bifreiðaskrá. S k a t t m a t í s t a ð g r e i ð s l u B i f r e i ð a h l u n n i n d i RÍKISSKATTSTJÓRI

Bifreiðaskrá. S k a t t m a t í s t a ð g r e i ð s l u B i f r e i ð a h l u n n i n d i RÍKISSKATTSTJÓRI Bifreiðaskrá 2006 S k a t t m a t í s t a ð g r e i ð s l u B i f r e i ð a h l u n n i n d i RÍKISSKATTSTJÓRI Bifreiðategundir og umboð þeirra Tegund ALFA ROMEO AUDI BMW CITROEN CHEVROLET FIAT FORD HONDA

Läs mer

Skýrsla Fjármálaskrifstofu

Skýrsla Fjármálaskrifstofu Skýrsla Fjármálaskrifstofu Við framlagningu ársreiknings Reykjavíkurborgar 2014 0 R15030149 Borgarráð Ársreikningur Reykjavíkurborgar 2014 samanstendur af samstæðuuppgjöri, A og B hluta, og uppgjöri A

Läs mer

Förändring av resvanor hos bilnationen Island. Några små steg på vägen

Förändring av resvanor hos bilnationen Island. Några små steg på vägen Förändring av resvanor hos bilnationen Island Några små steg på vägen Vem är jag? Guðbjörg Lilja Erlendsdóttir Civil ingenjör Hos Efla Konsult, från 1998 Trafiksäkerhet och trafikplanering Alt som angår

Läs mer

List- og menningarfræðsla á Íslandi. Anne Bamford

List- og menningarfræðsla á Íslandi. Anne Bamford List- og menningarfræðsla á Íslandi Anne Bamford Mennta- og menningarmálaráðuneyti : Apríl 2011 Útgefandi: Mennta- og menningarmálaráðuneyti Sölvhólsgötu 4 150 Reykjavík Sími: 545 9500 Bréfasími: 562 3068

Läs mer

TILLAGA AÐ MATSÁÆTLUN

TILLAGA AÐ MATSÁÆTLUN TILLAGA AÐ MATSÁÆTLUN 5.000 TONNA FRAMLEIÐSLA LAXA FISKELDIS EHF Á LAXI Í SJÓKVÍUM Í BERURFIRÐI Berufjörður Verkefnastjóri: Einar Örn Gunnarsson Reykjavík 20. júní 2016 1 Útdráttur Einkahlutafélagið Laxar

Läs mer

Alþingi Erindi nr. Þ 143/1211 komudagur 7.3.2014

Alþingi Erindi nr. Þ 143/1211 komudagur 7.3.2014 Alþingi Erindi nr. Þ 143/1211 komudagur 7.3.2014 Alþingi N efndasvið A usturstræ ti 8-10 150 R eykjavík N EYTEN DASTOFA Reykjavík, 07.03.2014 Tilv. 2012/0852-0.0.01 HS Efni: Umsögn vegna tillögu, umhverfis-

Läs mer

komudagur 13.12.2U11 F.h. Sambands íslenskra sveitarfélaga, Guðjón Bragason, sviðsstjóri lögfræði- og velferðarsviðs

komudagur 13.12.2U11 F.h. Sambands íslenskra sveitarfélaga, Guðjón Bragason, sviðsstjóri lögfræði- og velferðarsviðs From: Guðjón Bragason rmailto:audion.braaason@samband.is1 Alþingi Sent: 13. desember 2011 11:41 E d Þ 1dn/787 To: Elín Valdís Þorsteinsdóttir; Nefndasvið umsagnir Erlnul nr. P 14U//o/ Subject: Stjórnarskrá

Läs mer

Sérfræðinám í Svíþjóð - Vænn kostur -

Sérfræðinám í Svíþjóð - Vænn kostur - Sérfræðinám í Svíþjóð - Vænn kostur - Kristín Huld Haraldsdóttir 1, Tómas Guðbjartsson 2 1 Handlækningdeild Háskólasjúkrahússins í Lundi. Fågelhundsvägen 62, 226 53 Lund, Sverige. Netfang: kristin.huldharaldsdottir@skane.se

Läs mer

Líkan til samanburðar á hagkvæmni steyptra og malbikaðra slitlaga

Líkan til samanburðar á hagkvæmni steyptra og malbikaðra slitlaga Verknúmer 5VR08006 Skýrsla nr. 09-11 Líkan til samanburðar á hagkvæmni steyptra og malbikaðra slitlaga Ásbjörn Jóhannesson Nýsköpunarmiðstöð Íslands Reykjavík 2009 Nýsköpunarmiðstöð Íslands Skýrsla Líkan

Läs mer

Tóbakslausar aðgerðir. Betri batahorfur með því að vera laus við tóbak

Tóbakslausar aðgerðir. Betri batahorfur með því að vera laus við tóbak Tóbakslausar aðgerðir Betri batahorfur með því að vera laus við tóbak EFNISYFIRLIT 3 LAUS VIÐ TÓBAK FYRIR AÐGERÐ 4 NÚ ER TÆKIFÆRIÐ! 5 LAUS VIÐ TÓBAK EFTIR AÐGERÐ 6 FREKARI UPPLÝSINGAR OG AÐSTOÐ 2 Laus

Läs mer

Bankbok som lärobok. Lennart Högstedt

Bankbok som lärobok. Lennart Högstedt Bankabók sem kennslubók Sænskur banki dreifði árið 1999 bók til allra viðskiptavina sinna. Ætlunin var að hún yrði eins konar leiðbeiningar fyrir daglegt líf og aðstoð við að skilja, einfalda og ná betri

Läs mer

Minnihlutastjórnir á Íslandi og Norðurlöndum

Minnihlutastjórnir á Íslandi og Norðurlöndum Minnihlutastjórnir á Íslandi og Norðurlöndum Helgi Skúli Kjartansson Söguþinginu var ekki fyrr lokið en Ríkisútvarpið birti eftirfarandi frétt: Fredrik Reinfeldt, forsætisráðherra Svíþjóðar, staðfestir

Läs mer

SKATTUR Á MENN Einstaklingsskattaréttur

SKATTUR Á MENN Einstaklingsskattaréttur SKATTUR Á MENN Einstaklingsskattaréttur Inngangur að tekjuskattlagningu Ásmundur G. Vilhjálmsson Glærupakki þrjú Almenni hlutinn hefur vægið 5 til 6, en sérstaki hlutinn 7 til 8 Efnisyfirlit Almennt um

Läs mer

Fullriggaren Malevik. Robert Johansson, Anna Malmsköld, Camilla Wingne

Fullriggaren Malevik. Robert Johansson, Anna Malmsköld, Camilla Wingne Flaggskipið Male alevik Flaggskipið Malevik er skóli fyrir 6 16 ára gamla nemendur. Kennararnir eiga samstarf um að þróa kennsluáætlanir þannig að nemendur geti fundið samhengi allt frá fyrsta ári til

Läs mer

Myndlist í mótun þjóðernis

Myndlist í mótun þjóðernis Myndlist í mótun þjóðernis Myndlist í Finnlandi um aldamótin 1900 Asta Johanna F. Laukkanen Lokaverkefni til B.Ed-prófs í grunnskólakennarafræði Leiðsögukennari: Ólafur Kvaran Kennaradeild Menntavísindasvið

Läs mer

Leiðarvísir fyrir tónmöskva

Leiðarvísir fyrir tónmöskva Leiðarvísir fyrir tónmöskva og ráðleggingar um hvað þarf helst að hafa til hliðsjónar við val á búnaði. Samstarfsnefnd Heyrnarskertra á Norðurlöndum 2016 Höfundur: Gudvin Helleve Umbrot: Clasgöran Strömgren,

Läs mer

Helga Maureen Gylfadóttir Drífa Kristín Þrastardóttir Pétur H. Ármannsson Guðný Gerður Gunnarsdóttir. Húsakönnun. Vogahverfi.

Helga Maureen Gylfadóttir Drífa Kristín Þrastardóttir Pétur H. Ármannsson Guðný Gerður Gunnarsdóttir. Húsakönnun. Vogahverfi. Helga Maureen Gylfadóttir Drífa Kristín Þrastardóttir Pétur H. Ármannsson Guðný Gerður Gunnarsdóttir Húsakönnun Vogahverfi Reykjavík 2010 Minjasafn Reykjavíkur Skýrsla nr. 151 Húsakönnun Vogar Barðavogur

Läs mer

28.10. 07.11. 2010. Norræn listahátíð Nordisk kulturfestival Reykjavík. Dagskrá Program

28.10. 07.11. 2010. Norræn listahátíð Nordisk kulturfestival Reykjavík. Dagskrá Program 28.10. 07.11. 2010 Norræn listahátíð Nordisk kulturfestival Reykjavík Dagskrá Program 2 Þjóðþing Norðurlandanna De nordiska nationalförsamlingarna Alþingi, Ísland Folketinget, Danmark Eduskunta, Suomi

Läs mer

Alþingi. Erilidi YIT. P ^ j (Qty I komudagur ZOH. 2.00^ Ráðgjafarnefnd um opinberar eftirlitsreglur

Alþingi. Erilidi YIT. P ^ j (Qty I komudagur ZOH. 2.00^ Ráðgjafarnefnd um opinberar eftirlitsreglur Ráðgjafarnefnd um opinberar eftirlitsreglur Alþingi Erilidi YIT. P ^ j (Qty I komudagur ZOH. 2.00^ Efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis Skrifstofu Alþingis Austurstræti 8-10 150 Reykjavík Reykjavík, 20.

Läs mer

MENNINGARHEIMAR MÆTAST ÁHRIF TRÚAR, MENNINGAR OG ARFLEIFÐAR Á SAMSKIPTI OG MEÐFERÐ INNAN HEILBRIGÐISÞJÓNUSTUNNAR

MENNINGARHEIMAR MÆTAST ÁHRIF TRÚAR, MENNINGAR OG ARFLEIFÐAR Á SAMSKIPTI OG MEÐFERÐ INNAN HEILBRIGÐISÞJÓNUSTUNNAR Landlæknisembættið Directorate of Health MENNINGARHEIMAR MÆTAST ÁHRIF TRÚAR, MENNINGAR OG ARFLEIFÐAR Á SAMSKIPTI OG MEÐFERÐ INNAN HEILBRIGÐISÞJÓNUSTUNNAR Rit Landlæknisembættisins nr. 2 2001 MENNINGARHEIMAR

Läs mer

Äventyrsmatematik. Sven-Gunnar Furmark

Äventyrsmatematik. Sven-Gunnar Furmark Ævintýr intýrastærðfræði Í samþættingarverkefni, sem meðal annars fjallar um íþróttir og stærðfræði, fást nemendur við að leysa þraut sem kemur fram í frásögn, ævintýri sem nemendur lifa sig inn í. Unnið

Läs mer

Språkproven i ISLEX problem och potential

Språkproven i ISLEX problem och potential Språkproven i ISLEX problem och potential Anna Helga Hannesdóttir Uppläggning ISLEX som utgångspunkt för en principiell, teoretisk diskussion Genren och tekniken Språkproven och ordförrådet i ISLEX islex.is

Läs mer

Beinþynning. Inngangur

Beinþynning. Inngangur usturströnd 5 170 Seltjarnarnes Sími: 510 1900 Inngangur einþynning einþynning einkennist af minnkuðum beinmassa ásamt röskun á eðlilegri beinuppbyggingu. Með beinþynningarbroti (fragility fracture) er

Läs mer

NORÐURLÖND NORÐURLÖND VINNUBLÖÐ

NORÐURLÖND NORÐURLÖND VINNUBLÖÐ NORÐURLÖND VINNUBLÖÐ 1 NÁMSGAGNASTOFNUN 07456 Heimurinn frá A Ö Skoðaðu heimskortið á bls. 86 og 87 í Kortabók handa grunnskólum. Finndu löndin og höfin á kortinu og settu bókstafina á rétta staði. a.

Läs mer

NORÐURLÖND NORÐURLÖND VINNUBÓK VINNUBÓK

NORÐURLÖND NORÐURLÖND VINNUBÓK VINNUBÓK NORÐURLÖND VINNUBÓK Vinnubók þessi er ætluð nemendum sem nota námsefnið Norðurlönd eftir Kristínu Snæland. Í vinnubókinni er að finna verkefni sem ætlast er til að nemendur vinni samhliða lestri kennslubókarinnar.

Läs mer

Fegurðin fæðist á ný. Fljótvirk, langvirk mýking andlitslína Einföld fegrunaraðferð. Juvéderm ULTRA samanstendur af þremur vörum

Fegurðin fæðist á ný. Fljótvirk, langvirk mýking andlitslína Einföld fegrunaraðferð. Juvéderm ULTRA samanstendur af þremur vörum 1 Fegurðin fæðist á ný Fljótvirk, langvirk mýking andlitslína Einföld fegrunaraðferð 2 3 Elskaðu húðina þína... Það að eldast er ein af staðreyndum lífsins. Sumir eldast betur en aðrir á meðan sumir eru

Läs mer

Norden i Världen Världen i Norden. Ramprogram för Nordiska rådets verksamhet

Norden i Världen Världen i Norden. Ramprogram för Nordiska rådets verksamhet Norden i Världen Världen i Norden Ramprogram för Nordiska rådets verksamhet Norden i Världen Världen i Norden Ramprogram för Nordiska rådets verksamhet ANP 2009:702 ISBN 978-92-893-1602-6 Nordiska rådet,

Läs mer

Villa Villekulla och andra hus

Villa Villekulla och andra hus Húsið hennar Línu Lang angsokks og önnur hús. Þema um Astrid Lindgren er á dagskrá hjá nemendum í 1. bekk. Í bókunum hennar eru ýmis mikilvæg hús eins og Sjónarhóll og Sólbakki. Börnin velta þessum húsum

Läs mer

Aravísur. sungnar Ara Páli Kristinssyni fimmtugum 28. september 2010

Aravísur. sungnar Ara Páli Kristinssyni fimmtugum 28. september 2010 Aravísur sungnar Ara Páli Kristinssyni fimmtugum 28. september 2010 Menningar- og minningarsjóður Mette Magnussen Reykjavík 2010 Höfundar Umsjón: Jóhannes B. Sigtryggsson og Kári Kaaber. Bók þessa má afrita

Läs mer

Margrét Pála Ólafsdóttir

Margrét Pála Ólafsdóttir Margrét Pála Ólafsdóttir Curriculum Vitae Nám 1981 Fóstra frá Fósturskóla Íslands, fóstra 1996 Diplóma í stjórnun (30 einingar) frá Fósturskóla Íslands. 1997 Nám í eigindlegri og megindlegri aðferðafræði

Läs mer

Alþingi Erindi nr. Þ 141/181 komudagur 22.10.2012

Alþingi Erindi nr. Þ 141/181 komudagur 22.10.2012 Alþingi Erindi nr. Þ 141/181 komudagur 22.10.2012 Alþingi Nefndasvið Austurstræti 8-10 150 Reykjavík & N EYTEN DASTOFA Reykjavík, 22.10.2012 Tilv. 2012/0852-0.0.01 EG Efni: Frum varp til laga um skipan

Läs mer

NÁTTÚRUFILÍÐISTOFNUN ÍSLANDS. Heimildir um náttúrufar í og við Reykjavík EFNISYFIRLIT

NÁTTÚRUFILÍÐISTOFNUN ÍSLANDS. Heimildir um náttúrufar í og við Reykjavík EFNISYFIRLIT Heimildir um náttúrufar í og við Reykjavík Skýrslur Náttúrufræðistofnunar Íslands um eyjar í Kollatlrði, Álfsnes, Geldinganes, Öskjuhlíð, Fossvog og Reykjavíkurflugvöll frá árunum 1985-1997 Samantekt:

Läs mer

Nordisk skolbarometer

Nordisk skolbarometer Nordisk skolbarometer Attityder till skolan år 2000 Nord 2001 Innehållsförteckning Förord................................................................ 3 Inledning..............................................................

Läs mer

Velkomin til Tyrklands!*

Velkomin til Tyrklands!* Velkomin til Tyrklands!* ALLT SEM ÞÚ ÞARFT AÐ VITA: FARARSTJÓRAR / ÞÍN UPPLIFUN / SKOÐUNARFERÐIR / NYTSAMLEGAR UPPLÝSINGAR / HEIMFERÐIN VELKOMIN TIL ANTALYA Stórborgin Antalya er einn aðalferðamannastaðurinn

Läs mer

SVENSKSPRÅKIGA LÄSER ISLÄNDSKA. En undersökning om lexikaliska likheter i svenska och isländska. Elina Tergujeff

SVENSKSPRÅKIGA LÄSER ISLÄNDSKA. En undersökning om lexikaliska likheter i svenska och isländska. Elina Tergujeff SVENSKSPRÅKIGA LÄSER ISLÄNDSKA. En undersökning om lexikaliska likheter i svenska och isländska. Elina Tergujeff Biämnesavhandling i svenska språket Institutionen för språk Jyväskylä universitet Hösten

Läs mer

Velkomin til Tyrklands!*

Velkomin til Tyrklands!* Velkomin til Tyrklands!* ALLT SEM ÞÚ ÞARFT AÐ VITA: FARARSTJÓRAR / ÞÍN UPPLIFUN / SKOÐUNARFERÐIR / NYTSAMLEGAR UPPLÝSINGAR / HEIMFERÐIN VELKOMIN TIL ALANYA Alanya er uppáhalds áfangastaður allra okkar

Läs mer

MANNSLÍKAMINN VERKEFNI LITRÓF NÁTTÚRUNNAR NÁMSGAGNASTOFNUN 09932

MANNSLÍKAMINN VERKEFNI LITRÓF NÁTTÚRUNNAR NÁMSGAGNASTOFNUN 09932 MNNSLÍKMINN LITRÓF NÁTTÚRUNNR VERKEFNI NÁMSGGNSTOFNUN 09932 06. JÚLÍ 2011 Mannslíkaminn Verkefni Liber. Heiti á frummálinu: Spektrum iologi ISN 21 21983 4 2011 Susanne Fabricius 2011 íslensk þýðing og

Läs mer

Trafiksäkerhet och tätortsplanering

Trafiksäkerhet och tätortsplanering Thesis 119 Trafiksäkerhet och tätortsplanering -En analys av Reykjavíks lokalgatunät med GIS 60 50 y = 7,78x R 2 = 0,947 y = 2,173x R 2 = 0,7479 Industriområden 40 Öppet Äldre områden Antal olyckor 30

Läs mer

Velkomin til Tyrklands!*

Velkomin til Tyrklands!* Velkomin til Tyrklands!* ALLT SEM ÞÚ ÞARFT AÐ VITA: FARARSTJÓRAR / ÞÍN UPPLIFUN / SKOÐUNARFERÐIR / NYTSAMLEGAR UPPLÝSINGAR / HEIMFERÐIN VELKOMIN TIL SIDE Á tímum rómversku keisaranna var Side blómstrandi

Läs mer

ndersöka och h upptäc

ndersöka och h upptäc Að rannsaka og uppgötv götva stærðfræði Rannsóknarvinna í stærðfræði er vinnumáti þar sem nemendum gefst kostur á að uppgötva stærðfræði. Í greininni er því lýst hvernig hópur kennara við framhaldsskóla

Läs mer

Árbók Íslands 2007 Heimir Þorleifsson tók saman

Árbók Íslands 2007 Heimir Þorleifsson tók saman Árbók Íslands 2007 Heimir Þorleifsson tók saman EFNISYFIRLIT Bls. Árferði... 99 Brunar... 102 Búnaður... 104 Embætti og störf... 108 Forseti Íslands... 111 Iðnaður... 112 Íbúar Íslands... 113 Íþróttir...

Läs mer

BA ritgerð. Bókasafns- og upplýsingafræði. Skrá yfir rit um konur og stjórnmál og jafnrétti Kristrún Daníelsdóttir

BA ritgerð. Bókasafns- og upplýsingafræði. Skrá yfir rit um konur og stjórnmál og jafnrétti Kristrún Daníelsdóttir BA ritgerð Bókasafns- og upplýsingafræði Skrá yfir rit um konur og stjórnmál og jafnrétti 1885-1991 Kristrún Daníelsdóttir Júní 2017 Skrá yfir rit um konur og stjórnmál og jafnrétti Ritgerð þessi er lokaverkefni

Läs mer

Alþingi Enndinr.Þ /,?/// komudagur /JS.

Alþingi Enndinr.Þ /,?/// komudagur /JS. ALÞÝÐUSAM BAND ÍSLANDS Nefndasvið Alþingis Menntamálanefnd Austurstræti 8-10 150 Reykjavík Alþingi Enndinr.Þ /,?/// komudagur /JS. Reykjavík, 6. maí 2008 Tilvísun: 200804-0044 Br. á lögum um Lánasjóð íslenskra

Läs mer

Konsten att inte berätta allt

Konsten att inte berätta allt List istin in að s segj gja ekki allt lt Í stað þess að kennarinn afhjúpi sjálfur leyndardóma stærðfræðinnar geta nemendur fengið sem verkefni að leita upplýsinga og gera grein fyrir uppgötvunum sínum.

Läs mer

Afstaða almennings og dómara til refsinga

Afstaða almennings og dómara til refsinga Afstaða almennings og dómara til refsinga Prófessor í félagsfræði Ráðstefna í þjóðfélagsfræði Ísafirði, 8.-9. apríl 2011 Raddir fjölmiðla og bloggara: Eftir stendur að Hæstiréttur tekur enn of vægt á alvarlegum

Läs mer

Strategi för främjande av elektronisk handel i Norden

Strategi för främjande av elektronisk handel i Norden Strategi för främjande av elektronisk handel i Norden ANP 2004:778 Strategi för främjande av elektronisk handel i Norden ANP 2004:778 Nordisk Ministerråd, København 2004 ISBN 92-893-1076-6 Nordisk Ministerråd

Läs mer

Att bygga upp människor. Mannavett mycket Reykjavik 10-12 september 2009 Adolf Hólm Petersen Ragnheiður Linda Skúladóttir

Att bygga upp människor. Mannavett mycket Reykjavik 10-12 september 2009 Adolf Hólm Petersen Ragnheiður Linda Skúladóttir Att bygga upp människor Mannavett mycket Reykjavik 10-12 september 2009 Adolf Hólm Petersen Ragnheiður Linda Skúladóttir 1 Adolf Hólm Petersen, adolf@hringsja.is Utbildning: Lärardiplom 1985 fil kand massmediekunskap

Läs mer

Varför har vi ben? Annika Sorsa, Päivi Perkkilä

Varför har vi ben? Annika Sorsa, Päivi Perkkilä Hvers s vegna höfum við v fætur? Í greininni er lýst heildrænu verkefni í 2. bekk þar sem spurningar barnanna og verk skipta mestu máli. Meginviðfangsefnið er stoðkerfi líkamans, beinagrind og fætur. Nemendurnir

Läs mer

Efnisyfirlit. Vor og sumar 22 Völuvísa Blátt lítið blóm eitt er Þú sólargeisli... 23

Efnisyfirlit. Vor og sumar 22 Völuvísa Blátt lítið blóm eitt er Þú sólargeisli... 23 Efnisyfirlit Dýr og dýravinir 5 Siggi var úti brot-... 6 Ding Dong... 6 Krumminn í hlíðinni... 7 Komdu kisa mín... 7 Fiskarnir tveir... 8 Út um mela og móa... 9 Göngum, göngum... 9 Krummi krunkar úti...

Läs mer

Program. Hälsa & exponering. Ungas delaktighet & representation. Utbildning & lärande. Arbete & självförsörjning. Fritid, kultur & media

Program. Hälsa & exponering. Ungas delaktighet & representation. Utbildning & lärande. Arbete & självförsörjning. Fritid, kultur & media Program KALMAR 11-12 OKTOBER 2017 Utbildning & lärande Arbete & självförsörjning Ungas delaktighet & representation Hälsa & exponering Fritid, kultur & media 1 11-12 OKTOBER 2017 KALMAR NORDISK JÄMSTÄLLDHETSKONFERENS

Läs mer

Fjällrackor, isspjärnor och snötäckta sommarängar om översättning från modern isländska

Fjällrackor, isspjärnor och snötäckta sommarängar om översättning från modern isländska Fjällrackor, isspjärnor och snötäckta sommarängar om översättning från modern isländska Anna Gunnarsdotter Grönberg universitetslektor i nordiska språk och översättare ISLEX-minarium 23/11 2011 1 Foto:

Läs mer

DEN MODERNASTE TEKNIKEN OCH DET GAMLA SPRÅKET. LAGSTIFTNING VID DET ISLÄNDSKA ALLTINGET. Sigurður Jónsson Alþingi

DEN MODERNASTE TEKNIKEN OCH DET GAMLA SPRÅKET. LAGSTIFTNING VID DET ISLÄNDSKA ALLTINGET. Sigurður Jónsson Alþingi 193 DEN MODERNASTE TEKNIKEN OCH DET GAMLA SPRÅKET. LAGSTIFTNING VID DET ISLÄNDSKA ALLTINGET Sigurður Jónsson Alþingi Abstract The main subject of this paper is the legislative procedure of the Althingi,

Läs mer

Pöntunarlisti Rósaklúbbsins haustið 2004

Pöntunarlisti Rósaklúbbsins haustið 2004 Pöntunarlisti Rósaklúbbsins haustið 2004 Nr. 1 Bleik en lýsast Stór 7 cm Þétt fyllt, 1-7 í klasa sterkur sætur ilmur 3m hæð x 2m breidd Má rækta sem klifurrós Harðgerði 6-7 Ekki reynd hérlendis Blómstrar

Läs mer

Kärleken i Laxdœla saga höviskt och sagatypiskt

Kärleken i Laxdœla saga höviskt och sagatypiskt Daniel Sävborg Kärleken i Laxdœla saga höviskt och sagatypiskt Iden forskning jag sedan en tid bedriver om kärleken i den norröna litteraturen har Laxdœla saga kommit att inta en särställning. Det sammanhänger

Läs mer