Skólanámskrá Óskalands

Storlek: px
Starta visningen från sidan:

Download "Skólanámskrá Óskalands"

Transkript

1 Skólanámskrá Óskalands Leikskólinn Óskaland Finnmörk 1 Sími: netfang: oskaland@hveragerdi.is leikskólastjóri: Gunnvör Kolbeinsdóttir aðstoðarleikskólastjóri: Guðlaug Jónsdóttir

2 Efnisyfirlit. Inngangur Leikskólinn Óskaland Umhverfisvænn leikskóli Hugmyndafræði leikskólans Þemavinna Starf með yngstu börnunum 2ja til 3ja ára 4.2. Starf með börnum 3ja til 4ra ára 4.3. Starf með 5 ára börnum 4.4. Verkefni 5 ára barna 5. Frjáls leikur Námssvið leikskólans Málrækt 6.2. Tónlist 6.3. Myndsköpun 6.4. Menning og samfélag 6.5. Hreyfing 6.6. Útivera 6.7. Náttúra og umhverfi 7. Hefðir og hátíðir Daglegt líf Að koma og fara 8.2. Að klæða sig í og úr 8.3. Borðhald 8.4. Svefn og hvíld 8.5. Hreinlæti 9. Aðlögun Foreldrasamvinna Samstarf Samstarf við grunnskólann Aðrir samstarfsaðilar 12. Mat á leikskólastarfinu Trúnaður - tilkynningarskylda...18 Heimildaskrá

3 Inngangur. Á haustdögum 2004 var hafist handa af fullri alvöru við gerð skólanámskrár Óskalands. Lítillega hafði verið unnið að gerð skólanámskrár veturinn á meðan starfsemin var enn í gamla húsnæðinu, en ljóst var að bið yrði á því að hún yrði fullkláruð þar til flutningurinn yfir í nýja húsnæðið væri yfirstaðinn. Starfsfólk las Aðalnámskrá leikskóla og annað faglegt efni er tengist gerð námskrárinnar og valdi sér kafla til að skrifa um og semja markmið. Fundir voru haldnir, starfsfólk las yfir handrit og kom með athugasemdir. Hrafnhildur Karlsdóttir leikskólaráðgjafi las einnig yfir skrána og kom með faglegar ábendingar. Ýmsir aðrir lásu einnig yfir skrána og eru öllum þessum aðilum færðar þakkir fyrir aðstoðina. Með því að hafa skólanámskrá með skýrum markmiðum er það einlæg ósk okkar að hún verði leikskólakennurum og öðru starfsfólki leiðarvísir í umönnunar- og uppeldisstarfi Óskalands. Vonumst við til að námskráin styrki og efli það faglega starf sem unnið er, og að starfið þróist og eflist í takt við samtímann og kröfur samfélagsins. Hveragerði í mars Gunnvör Kolbeinsdóttir Leikskólastjóri leikskólans Óskalands. 3

4 1. Leikskólar Hveragerðis. Yfirstjórn leikskóla Hveragerðisbæjar er í höndum bæjaryfirvalda og skólanefndar. Fagleg ábyrgð og daglegur rekstur er í höndum leikskólastjóra. Leikskólar Hveragerðisbæjar eru tveir Óskaland og Undraland. Þeir starfa samkvæmt lögum um leikskóla frá 1994 og reglugerð um leikskóla frá Samkvæmt lögunum er leikskólinn fyrsta skólastigið og í samræmi við þau gaf Menntamálaráðuneytið út Aðalnámskrá leikskóla árið 1999 sem er stefnumótandi leiðarvísir um uppeldistörf í leikskólum. Námskráin var höfð til hliðsjónar við gerð Skólanámskrár Óskalands. Leikskólinn Óskaland Leikskólinn Óskaland var byggður veturinn og var vígður 14. ágúst Fyrsta skóflustungan var tekin 6. október 2003 og var hafist handa við byggingu hússins í desember sama ár. Óskaland er tveggja deilda leikskóli fyrir börn 2ja til 6 ára, með möguleika á viðbyggingu fyrir tvær deildir í viðbót. Starfsmannaálman og mötuneytið eru fullgerð. Leikskólinn er við Finnmörk 1 í vestanverðum Hveragerðisbæ, inní íbúðahúsabyggð þar sem stutt er í ósnortna náttúru. Hamarinn og Kambarnir eru í göngufæri við leikskólann. Stutt er í hverasvæði sem býður upp á óþrjótandi rannsóknarefni. Gamla Óskaland var starfrækt í 10 ár í gömlu húsi í eigu Kvenfélags Hveragerðis. Hveragerðisbær leigði húsnæðið af Kvenfélaginu. Núverandi fjöldi barna er 44. Vistunartímar sem boðið er uppá eru frá 4-9 klst. Stöðugildi eru 8,45, þar af eru 3 leikskólakennarar. Boðið er upp á morgunverð, hádegisverð og síðdegishressingu. 2. Umhverfisvænn leikskóli Unnið er að því að leikskólinn verði umhverfisvænn. Börnunum er kennt að spara vatn og rafmagn þar sem þetta eru ekki óþrjótandi auðlindir. Lífrænum úrgangi er safnað í safnkassa úti á lóðinni. Endurvinnanlegt efni s.s. pappír, umbúðir, mjólkurfernur ofl. er ýmist nýtt til listsköpunar eða safnað í kassa sem tæmdir eru í viðeigandi gáma á endurvinnslustöð. Grænmetis- og ávaxtaúrgangi er safnað í safnkassa á lóðinni, en hamingjusamar hænur í Ölfusinu njóta annarra matarafganga. 4

5 Markmið leikskólans eru miðuð við Aðalnámsskrá leikskóla eru m.a. að ; * auka gleði og vellíðan barnanna með áherslu á holla og góða, fallega framborna næringu, hreyfingu og listsköpun * efla heildarþroska barnsins gegnum leik * auka gleði og samvinnu milli barna, foreldra og starfsfólks og að öllum líði vel * börnin þrói með mér skapandi og gagnrýna hugsun * börnin læri að umgangast náttúruna og umhverfið með virðingu * börnin læri að þekkja eigin tilfinningar og læri að virða tilfinningar annarra og þori að eiga frumkvæði að samskiptum við aðra. 3. Hugmyndafræði leikskólans. Hugmyndafræði leikskólans er sótt í smiðju nokkurra hugmyndafræðinga, en uppeldisstefnur þeirra hafa verið í fararbroddi í leikskólastarfi hér á landi á síðustu árum. Þau eru; John Dewey, Loris Malaguzzi, Kari Lamer, Zoltan Kodály, Carl Orff og Caroline Pratt. Við gerum hér lítillega grein fyrir hverju þeirra: Bandaríkjamaðurinn, kennarinn og hugmyndafræðingurinn, John Dewey ( ) kenndur við framfarastefnuna, lagði á það áherslu að börnin væru m.a. virk í leikjum sínum, að nám barnanna byggðist á uppgötvunum og reynslu og að umhverfi barnanna væri auðugt af þroskandi efnivið. Dewey tengist einnig hugsmíðahyggjunni vegna þess að hann lagði áherslu á að virkja nemendur og vekja áhuga þeirra - einkunnarorð Deweys voru "learning by doing". Dewey og framfarasinnar lögðu áherslu á sjálfstjáningu, ræktun einstaklingsins, frjálsar athafnir, að nemendur læri af eigin reynslu, að nemendur nýti og njóti tækifæri daglega lífsins og að þeir kynnist hinum síbreytilega heimi. Út frá þeirri stefnu vann síðan ítalinn Dr. Loris Malaguzzi ( ), en hann var umsjónarmaður leikskólanna í Reggio Emilia. Hann var kennari og sálfræðingur að mennt og lagði grunninn að hugmyndafræði leikskólanna í Reggio Emilia. 5

6 Uppeldisstefna Malaguzzi byggir á ýmsum kenningum t.d. Piaget, Dewey og Vygotysky. Malaguzzi sagði að börn byggju yfir 100 málum en þau séu svipt 99, það er hins vegar hlutverk leikskólakennarana að fanga málin og virkja þau. "Það er vitsmunaþroski barnsins sem ræður því hvað það athugar og hversu vel. En síðan er það þessi athugun barnsins sem vitsmunaþroskinn veltur á" (Malaguzzi 1988). Þetta er gert með því að spyrja opinna spurninga, fara í vettvangsferðir og skoða umhverfið, skoða og kynna sér ýmiskonar efnivið í t.d. bókum, myndum o.fl. rannsaka það og skapa út frá reynslunni. Það er á ábyrgð leikskólakennarans að virkja forvitni barnanna, og vera meðvitaður um hvernig börnin leita svara við hinu óþekkta. Í Óskalandi vinnum við eftir stefnum hans með börnunum að 5 ára aldri. Kari Lamer er norsk og byggist hugmyndafræði hennar á eflingu á félagslegri færni. Lamer sækir fræði sín m.a. til Bae, Fullan, Lauvås, Olofson, Piaget, Vygotsky ofl. Hugmyndir Lamer byggja á þeim grunni að börn sem læra að stjórna eigin hegðun, læri að "lesa" líðan annarra og geti verið í hópi og leyst deilur á friðsamlegan máta, þroskist og dafni og lendi síður í erfiðleikum síðar á lífsleiðinni. Börnin verði sjálfstæðir einstaklingar sem geti tjáð líðan sína í hópi og séð hvernig öðrum líður og hvernig eigi að bregðast við því. Í tónlistartímum er aðallega stuðst við hugmyndafræði Ungverjans og tónskáldsins Zoltans Kodály ( ) í tónheyrnarkennslu þ.e. notkun solfakerfis og notkun hjálpartækja í tengslum við það. Kodály sagði m.a. að tónlistarkennsla og söngur í skólum eigi að vekja ánægju og gleði, vekja áhuga nemenda á tónlist sem myndi vara ævilangt. Hann sagði einnig að ef ekki væri vakinn áhugi barna á forskólaaldri á tónlist væri líklegt að áhuginn myndi ekki vakna síðar á lífsleiðinni. Nánar er hægt að lesa um hann á vefslóðunum: Hugmyndafræði tónskáldsins Carls Orff byggir á hrynþjálfun og notkun skólahljóðfæra. Dagleg hlustun á tónlist er mikilvæg. Hún felur í sér aga við það að hlusta og tilfinningu fyrir takt og hrynjanda sem helst í hendur við væntanlegt lestrarnám við upphaf grunnskólagöngu. Orff taldi að börn lærðu að vera tónelsk með því að beita sér á tónlistarlegan hátt, til dæmis með því að skapa, koma fram og hlusta. Barnið byrjar með virkri þátttöku að skilja tónlist og verður meira skapandi fyrir vikið. Nánar er hægt að kynna sér hugmyndir Orff á slóðinni: 6

7 Caroline Pratt (1867) var bandarískur kennari sem taldi að löngun barna til að læra væri meðfædd og að þau lærðu í gegnum leikinn. Hún sagði að nám barnanna þarfnaðist hagnýtra markmiða, mikillar nálægðar við verkefnin og skiljanlegra verkefna. Hugmyndafræðin byggir á því að gefa börnunum ekki tilbúnar lausnir, heldur að ræða við þau og spyrja börnin spurninga sem geti leitt til lausna. Unnið er með hugmyndafræði Pratt í kubbatímum með Unit blocks kubbana, en Pratt hannaði þá og notaði við kennslu. Nánar er hægt að kynna sér hugmyndir og störf Caroline Pratt á slóðinni: 4. Þemavinna Aðrir óaðskiljanlegir þættir í þemavinnu eru að: * virkja öll skynfærin og nota öll málin (myndmál, talmál, skrift, líkamstjáningu, hreyfingu, tónlist, stærðfræði ofl.) * láta ímyndunaraflið og skopskynið leika stórt hlutverk þegar umheimurinn er rannsakaður. * skyndihugdettur/hugmyndir geta orðið að stóru rannsóknarefni, þó annað hafi verið ákveðið sem þemaefni * leikurinn sé grundvöllur að allri starfsemi leikskólans. Markmið með þemastarfi er að : * barnið fái að uppgötva umhverfið og skynja heiminn/náttúruna á sem fjölbreyttastan hátt með öllum skynfærunum * þau noti tilfinningu, hreyfingar, sjónræna skynjun, leik, ímyndun og forvitni sem leið að uppgötvunum * barnið sé virkur einstaklingur með trú á eigin getu Með þemavinnu viljum við að börnin verði óhrædd við að takast á við nýjungar og hið óvænta. Við viljum að barnið styrkist í því að tjá sig og standa fyrir sínu og læri að hlusta á sjónarmið annarra og taka tillit til annarra. Leikskólakennarar og starfsfólk leikskólans eru fyrirmyndir barnanna og mótast börnin af umgengni við það. Jákvætt og hlýtt viðmót er mjög mikilvægt í öllum samskiptum í daglegri umönnun og uppeldi barnanna. Sjálfsmynd barnanna eflist og þau öðlast öryggi við það að hafa starfsemina í föstum skorðum. Við dagleg störf og athafnir fá börnin hvatningu miðað við aldur og þroska til að vera sjálfstæð og bjarga sér sjálf t.d. á salerni, í fataklefa og á matmálstímum. Í frjálsum leiktímum fá börnin að velja sér viðfangsefni og leikefni eins og áhugi þeirra segir til um og miðað við það efni sem er í boði hverju sinni. 7

8 4.1. Starf með yngstu börnunum 2ja - 3ja ára. Það er mikil breyting fyrir barn að byrja í leikskóla. Hefst þá nýtt skeið í lífi barnsins og foreldranna. Barnið þarf að kynnast nýju og framandi umhverfi, öðlast traust og öryggi og foreldrar verða að treysta leikskólanum fyrir barninu sínu. Börn á þessu aldursskeiði eru að byrja að tala og eru að uppgötva að hegðun þeirra hefur áhrif á umhverfið. Þau eru mjög sjálflæg í hugsun og eiga erfitt með að deila með sér. Þau leika mikinn hluta dagsins í hlutverkaleikjum, aðallega þó einleik þar sem hæfileikinn til að eiga tjáskipti við aðra í leik er ekki þroskaður ennþá. Þau þurfa þar af leiðandi góðan leikefnivið til að fá leikþörfinni fullnægt. Hreyfiþroskann þarf að efla mikið á þessu aldursbili og er því n stór þáttur í leikskóladvölinni. Skipulagðar hreyfistundir eru einnig í salnum til að efla alhliða hreyfiþroska. 4.2.Starf með börnum 3ja - 4ra ára. Börn á þessum aldri eru flest hver orðin vön því að vera í leikskóla og þekkja siði og reglur leikskólans. Á þessu aldursbili er nauðsynlegt að þau þroski með sér samvinnu í leik, þar sem á þessu skeiði þróast leikurinn út í meiri samræður og samleik. Samfara þessu eflist hæfileikinn að eiga samskipti við aðra. Ýmiskonar regluleikir eru vinsælir og leikir sem efla og þjálfa fínhreyfingar eru mikilvægir. Byrjað er að tala um dyggðir og hugtök sem tengjast eflingu á félagslegri færni. Barnið þarf að læra að laga sig að öðrum í leik og starfi og öðrum beinum samskiptum. Vinátta þarf að lærast í daglegum samskiptum (stórum og smáum). Það að laga sig að öðrum er eitt af því mikilvægasta sem barnið lærir í leik Starf með 5 ára börnum. Fimm ára börnin þ.e. börn sem eru á síðasta ári í leikskólanum eru ekki í hefðbundnu þemastarfi heldur kallast hópavinnan þeirra "Lífsleikni". Byrjað er að fara í efnið "Þú og ég og við tvö" eftir Kari Lamer. Unnið er með hugtök er tengjast eigin tilfinningum og líðan sem og tilfinningum annarra. Farið er í leiki sem spunnir eru útfrá efninu. Ýmiskonar stærðfræðileikir og spil eru notuð til að þjálfa börnin í notkun stærðfræðihugtaka. Börnin fá þjálfun í að þekkja nafnið sitt og læra jafnvel að skrifa nafnið sitt. Markmið með lífsleiknivinnunni er að : * barnið læri að viðurkenna eigin tilfinningar og annarra * barnið verði meðvitað um að eigin hegðun hefur áhrif á aðra 8

9 * barnið læri að stjórna eigin reiði * barnið læri að leysa deilur á friðsamlegan máta án ofbeldis * efla hópkennd og samvinnu meðal barnanna * barnið læri að fara eftir fyrirmælum * barnið læri að taka tillit til annarra og að sýna umhyggjusemi * barnið læri að vinna með hefðbundin ritföng Verkefni 5 ára barna Fimm ára börnin vinna og leysa ýmis konar verkefni sem undirbúa þau undir farsæla skólagöngu. Unnin eru verkefni í: málrækt, þ.e. rím, örsögur, orðaleikir sem auka orðaforða og orðaskilning. Hljóðkerfis- og málvitund er könnuð með Hljóm - 2 prófi. Ritmál, stafir og myndir af orðum. Stærðfræði, tölustafir og magnhugtök, ýmis konar spil og leikir. Tjáning - kynning/ framkoma þ.e. börnin eru æfð í því að kynna sig og segja frá sér og sínum. Heimspekisögur og umræður tengdar þeim. Verkefnin stuðla að aukinni félagslegri færni, auka sjálfstæði og allan almennan þroska. 5. Frjáls leikur Frjáls leikur veitir börnunum mikla gleði um leið og hann er aðal þroska- og námsleið barnanna. Í frjálsum leik mynda börnin tengsl við leikfélagana, hæfni þeirra til tjáskipta eykst, og þau læra að setja sig í spor annarra. Reynsluheimur barnsins speglast í leiknum og er þeim búinn ríkulegur efniviður til leikja bæði úti og inni. Unnið er með einingakubba sem bandaraíski uppeldisfrömuðurinn Caroline Pratt hannaði (unit blocks). Þeir eru hannaðir þannig að stærðfræðihugsun eflist með notkun þeirra, þar sem þeir passa allir saman út frá svokölluðum einingakubb. Einingakubbar eru úr vönduðum efnivið, ólitaðir og bjóða upp á mikla möguleika til rannsóknarvinnu. Markmið með frjálsa leiknum er að börnin geti: * leikið sjálfstætt og sjálfrátt * stjórnað og skapað leikinn út frá eigin upplifunum og hugarheimi. * tekið ákvarðanir og leyst úr vandamálum 9

10 * einbeitt sér svo þau gleymi stund og stað * verið upptekin af augnablikinu þar sem ferlið skiptir máli * verið laust við utanaðkomandi reglur aðrar en þær sem það setur sjálft eða í samráði við leikfélagana 6. Námssvið leikskólans. Ákveðin námssvið eru undirstaða náms barnanna í leikskólanum. Þessi námssvið skarast öll að meira eða minna leyti og haldast í hendur við leik, daglegt líf og lífsleikni barnanna Málrækt. Tungumálið er mikilvægasta tæki manna til boðskipta. Með því tjá þeir hugsanir sínar og tilfinningar, skoðanir og fyrirætlanir. Í frumbernsku og á leikskólaaldri er lagður grundvöllur að málþroska barnanna. Markviss málörvun er rauður þráður í gegnum leikskólastarfið. Mikið er unnið með málið með sögulestri, umræðum og börnin efld í því að tjá sig. Börnin læra vísur, þulur, rím og sögur. Áhersla er lögð á að spyrja opinna spurninga: Hvað? Hvernig? Hvers vegna?. Spurningar sem þessar stuðla að því að börnin svari, tali við aðra og örva gagnrýna hugsun. Lögð er áhersla á að börnin njóti sín og tjái sig. Markmið með málræktarvinnu er að efla alhliða málþroska, máltjáningu, málvitund og málskilning barnanna Tónlist: Tónlist skipar stóran Þátt í starfinu. Mikil hlustun er á ýmiskonar tónverk frá ýmsum löndum. Börnin kynnast skólahljóðfærum og fá tækifæri til að prófa þau. Þau eru efld í að hreyfa sig bæði frjálst og í takt við tónlistina. Daglegar söngstundir eru einnig þar sem áhersla er á að kynna " röddina bak við augun", þ.e. að börnin syngi með fallegri söngrödd. 10

11 Markmið með því að iðka tónlist með leikskólabörnum er að : * örva tónlistargleði og hæfileika barnanna * börnin kynnist mismunandi tónlist * börnin kynnist mismunandi hljóðfærum * örva málþroska og skilning hugtaka * þroska samhæfingu, hreyfingu og hreyfivitund * þroska og þjálfa söngrödd barnanna og vekja með þeim vitund um þetta hljóðfæri (raddvernd) * þroska tilfinningu fyrir laglínu og hryn, einnig fyrir formi og byggingu og tilfinningu fyrir tíma og rúmi * kynna fyrir börnunum grunnþætti tónlistarinnar, púls, hryn, laglínu og form 6.4. Myndsköpun Öll börn hafa mikla sköpunarþörf og hafa þörf fyrir að tjá sig. Í Óskalandi er þeim búinn ríkulegur efniviður til myndlistarstarfs. Mikið er unnið með "verðlaust" efni sem til fellur. Einnig er unnið með t.d. málningu, leir, lím, liti og fleira. Frjáls myndsköpun eflir sjálfstraust, hugtakamyndun og frumkvæði barnanna. Fínhreyfiþroskinn eykst, hugur og hönd sameinast, og þau fá mikilvæga útrás fyrir reynsluheim sinn. Markmið með myndsköpun er að : * barnið tjái sig frjálst og að sköpunargleðin fái að njóta sín á sem fjölbreytilegastan hátt * barnið kynnist fjölbreytilegum efnivið til myndsköpunar 6.4. Menning og samfélag: Maðurinn er óhjákvæmilega þátttakandi í því samfélagi sem hann býr í. Hefðir eru ákveðin menning og tengsl við sögu okkar og fortíð. Í leikskólanum kynnist barnið ýmsu í menningu samfélagsins t.d. með því að læra gamlar þulur og vísur. Í leikskólanum myndast ákveðnar hefðir sem verða mikilvægar sem hluti af leikskólastarfinu. Í þeim felst öryggi og í flestum tilfellum eitthvað sem gleður hjartað, það að gera sér dagamun. 11

12 Sameiginleg markmið með hefðum, menningu og samfélagi er að: * öllum líði vel óháð litarhætti, menningu, trú, tungu og getu * jafnan ríki jafnrétti í leikskólanum, kennsla og leikur fari fram án fordóma, og að það sé í lagi að vera ólíkur öðrum * jafnan sé góð og öflug foreldrasamvinna þar sem við búum í fjölmenningarlegu samfélagi. Hver og einn býr við eigin menningu og við mismunandi fjölskylduaðstæður * auka virðingu barnanna fyrir fjölbreytileikanum í samfélagsmenningunni * leikskólinn starfi án fordóma með trú á getu hvers einstaklings 6.6. Hreyfing Börn hafa mikla þörf fyrir að hreyfa sig frjálst og óhindrað. Hreyfing stuðlar að líkamlegri og andlegri vellíðan, gleði, snerpu og þoli. Í leikskólanum er hreyfiþörfin virt og börnin örvuð til að hreyfa sig bæði úti og inni, með því læra börnin að þekkja og skynja líkama sinn. Athafnasvæðið úti er stórt og býður upp á mikla möguleika til eflingar á gróf- og fínhreyfingum. Stór salur er í Óskalandi og þar eru hreyfingar efldar þegar lítið færi gefst til útiveru. Markmið með hreyfistundum er að : * efla alhliða hreyfiþroska barnanna með tilliti til fín- og grófhreyfinga * efla líkamlega og andlega vellíðan, snerpu, hreyfigetu og þol Útivera Mikil áhersla er lögð á að börnin geti verið úti daglega. Í útiveru örvast gróf- og fínhreyfingar, þol eflist og börnin fá mikla útrás um leið og þau anda að sér hreinu lofti. Þau rannsaka umhverfið, lífið í náttúrunni og kynnast nánasta umhverfi sínu í gönguferðum. Stutt er í ósnortna náttúru og fá börnin ríkuleg tækifæri til að kynnast henni. Markmið með útiveru er að: * börnin öðlist jákvæða afstöðu til útiveru og hreyfingar * börnin fái tækifæri til að hreyfa sig frjálst og óhindrað * börnin geti hlaupið, stokkið og klifrað, verið í ærslaleikjum, hrópað og kallað * starfsmenn taki þátt í útileikjum barnanna. 12

13 6.8. Náttúra og umhverfi Kynni barnsins við náttúruna og umhverfið eru þýðingarmikil fyrir þroska þess. Mikilvægt er að börnin upplifi náttúruna af eigin raun og læri að njóta hennar sér til yndisauka. Í leikskólanum er stuðlað að virðingu barnanna fyrir náttúrunni og náttúruvernd og þeim séð fyrir fjölbreyttum möguleikum á að kynnast henni t.d. með vettvangsferðum. Fjölbreytileiki árstíða og veðurfar er gott rannsóknar- og athugunarefni í vettvangsferðum. Á vorin er farið í Reykjafjall fyrir ofan Hveragerði og gróðursettar trjáplöntur í stað grenitrjánna sem við sækjum fyrir jólin. Markmið með umhverfisfræðslu er að: * börnin læri að umgangast náttúruna með virðingu * börnin læri að nýta það sem náttúran gefur * barnið læri að þekkja sitt nánasta umhverfi. 7. Hefðir og hátíðir Með því að halda upp á hátíðir og hefðir sem tengjast íslenskri menningu eflist þjóðarvitundin. Leikskólinn gegnir hér mikilvægu hlutverki. Í Óskalandi eru ákveðnar hefðir ríkjandi sem hafa það að markmiði að miðla menningararfi okkar til barnanna: Jólin. Desember mánuður er helgaður jólunum, fæðingu frelsarans og jólahaldi Íslendinga. Sóknarprestur Hveragerðiskirkju hefur boðið leikskólunum í heimsókn í kirkjuna og frætt börnin um helgihald jólanna. Jólaföndur með foreldrum er þannig að foreldrar koma og föndra með börnunum eina síðdegisstund og borða piparkökur. Mörg undanfarin ár hefur börnunum verið boðið í ísveislu í Eden fyrir jólin. Farið er í Reykjafjall fyrir ofan Hveragerði og jólatré sótt í skóginn þar, sem er síðan skreytt og stendur það úti í garði. Jólaball er haldið og er þá dansað kringum jólatréð, jólasveinn heimsækir börnin og jólamatur borðaður. Jólaleiksýning í boði foreldrafélagsins hefur verið fastur liður í mörg ár. Þorrablót. Á Þorranum er haldið þorrablót. Þá er einnig fjallað um gamlar hefðir í íslenskri matargerð og lifnaðarháttum. Bolludagur Á bolludaginn eru borðaðar bollur og fjallað um hefðir og siði er tengjast þessum degi. Sprengidagur Á sprengidaginn er borðað saltkjöt og baunir í hádeginu og fjallað um hefðir og siði er tengjast þessum degi. 13

14 Öskudagur Á öskudaginn er haldið náttfataball og sprellað í salnum. Páskar Viku fyrir páska er byrjað að föndra með páskaföndur og börnin frædd um krossfestinguna. Útskrift elstu barna Farið er í ferðalag með útskriftarárganginn á vordögum. Vorferð Á vorin er ýmist farið í sveitaferð eða fjöruferð með öll börnin. 17. júní Fjallað er um þjóðhátíðina og rætt um það hvers vegna haldið er upp á þjóðhátíðardaginn. Sungin eru íslensk lög og unnið með þjóðfánann. 8. Daglegt líf Daglegar athafnir í leikskóla mótast af andlegum og líkamlegum þörfum barnanna. Mikilvægt er að fastar venjur séu eins skipulagðar frá degi til dags, það skapar öryggi hjá börnunum. Markmiðið er að börnin verði sjálfstæð og sjálfbjarga. Líkamleg og andleg umönnun og uppeldi stuðlar að almennri vellíðan barnsins. Návist leikskólakennarans og starfsfólks við barnið í leik og starfi gefur dvöl þess dýpra gildi. Mánud. Þriðjud. Miðvikud. Fimmtud. Föstud Rólegheit, spil, teiknun Rólegheit spil, teiknun Rólegheit, spil, teiknun Rólegheit, spil, teiknun Rólegheit spil teiknun Söngstund Söngstund Söngstund Söngstund Söngstund Morgunverður Morgunverður Morgunverður Morgunverður Morgunverður Frjáls leikur Frjáls leikur Frjáls leikur Frjáls leikur Frjáls leikur Hópastarf / Hópastarf / Hópastarf / Hópastarf / Tónlist, glens og gaman Hádegismatur /hvíld Hádegismatur /hvíld Hádegismatur /hvíld Hádegismatur /hvíld Hádegismatur / hvíld Hópastarf/ Hópastarf/ Hópastarf/ Hópastarf/ Hópastarf/ Frjáls leikur Frjáls leikur Frjáls leikur Frjáls leikur Frjáls leikur Söngstund Söngstund Söngstund Söngstund Söngstund Síðdegis - hressing Síðdegis - hressing Síðdegis - hressing Síðdegis - hressing Síðdegis - hressing Sögustund, málrækt Sögustund, málrækt Sögustund, málrækt Sögustund, málrækt Sögustund, málrækt Frjáls leikur Frjáls leikur Frjáls leikur Frjáls leikur Frjáls leikur 8.1. Að koma og fara Lögð er áhersla á að tekið sé vel á móti hverju barni svo það finni sig velkomið í leikskólann. Góð samskipti við leikskólakennara, starfsfólk, foreldra og önnur börn hafa úrslitaþýðingu fyrir vellíðan barnsins. Mikilvægt er að barninu og foreldrum sé heilsað við 14

15 komuna í leikskólann, þannig er lagður grunnur að góðum degi. Sömuleiðis er mikilvægt að kveðja og þakka fyrir daginn Að klæða sig í og úr Í fataklefanum eru börnin hvött til sjálfsbjargar með því að klæða sig sjálf um leið og þroski þeirra leyfir. Með því að gefa þeim góðan tíma til þessara athafna, gefst tími til að ræða um ýmis líkamsheiti, liti og heiti á fatnaði ofl. Það eykur sjálfstæði þeirra og styrkir sjálfsmyndina Borðhald Í leikskólanum borða börnin morgunverð, hádegisverð og síðdegishressingu. Lögð er áhersla á að maturinn sé hollur, ferskur og fallega fram borinn. Börnin læra að matast sjálf, nota hnífapör og læra almenna borðsiði. Við borðhaldið gefst góður tími til skemmtilegra samræðna. Þau aðstoða við að leggja á borð og hjálpa hvert öðru og læra að ganga frá eftir matinn. Þetta er mikilvægur þáttur í uppeldi þeirra til sjálfstæðis og sjálfsbjargar Svefn og hvíld Eftir hádegisverðinn fá öll börnin hvíldar-/slökunarstund. Yngstu börnin sofa, þau sem ekki sofa fá hvíldarstund við sögulestur og slökun. Lögð er áhersla á að skapa rólegt og þægilegt andrúmsloft í hvíldinni Hreinlæti Mikil áhersla er lögð á það að kenna börnunum hreinlæti. Góð samvinna er við foreldra í bleiumálum. Börn án bleiu læra að fara sjálf á salerni og handþvott á eftir. Fyrir matmálstíma þvo börnin sér um hendur. 9. Aðlögun Aðlögun barns er einn þáttur í uppeldisstarfinu og skiptir miklu máli fyrir líðan barnsins hvernig til tekst. Að byrja í leikskóla 15

16 er ný reynsla, allt er framandi og ókunnugt og því er mikilvægt að vel sé staðið að málum. Með því er lagður góður grunnur að framtíðinni. Markmiðið er að efla öryggiskennd og vellíðan barnsins og foreldra þess í framandi aðstæðum og stuðla að gagnkvæmum kynnum á milli fjölskyldu barnsins og leikskólans. Það er ný reynsla fyrir barnið þegar það færist á milli deilda. Leikskólakennarar vinna sameiginlega að því að auðvelda hverju barni þann flutning. Þegar barn byrjar í Óskalandi, kemur það í stutta heimsókn fyrsta daginn. Síðan í samráði við deildarstjóra er ákveðið hvernig aðlögun skuli háttað. Oftast tekur aðlögun um það bil viku, stundum örlítið lengur, fer það aðallega eftir aðlögunarhæfni barnanna hversu fljótt þau verða örugg. Aðlögun milli deilda gengur hraðar fyrir sig þar sem börnin þekkja sig ágætlega innanhúss og fá þau oft að fara í heimsóknir milli deilda. 10. Foreldrasamvinna Mikil áhersla er lögð á að eiga góða samvinnu og jákvæð og vinsamleg samskipti við foreldra. Í foreldrasamtölum skapast trúnaður og traust þar sem skipst er á upplýsingum um börnin. Skipulögð foreldraviðtöl eru einu sinni á ári en foreldrar geta hvenær sem er fengið viðtöl við leikskólakennara óski þeir eftir því. Foreldrar bera meginábyrgð á uppeldi barna sinna, en leikskólanám er góð viðbót við uppeldi barnanna. Foreldrafélag er starfandi í samvinnu við leikskólann Undraland. Félagið hefur staðið fyrir ýmsum skemmtilegum uppákomum s.s. sumarhátíð og leiksýningum. Hefð er komin fyrir því að bjóða upp á tvær leiksýningar á ári, fyrir jólin og á vorin. Einnig hefur foreldrafélagið tekið þátt í kostnaði við útskriftarferð elstu barnanna á vorin. 11. Samstarf Leikskólinn á samstarf við ýmsa aðila. Þeir eru foreldrar, grunnskóli, leikskólaráðgjafi, félagsmálastjóri, heilsugæsla og Hveragerðiskirkja Samstarf við grunnskólann Góð samvinna við grunnskólann er mikilvæg. Kennarar beggja skólastiganna hittast mánaðarlega yfir vetrartímann og skipuleggja samstarfið. Elstu börnum leikskólans er boðið í nokkrar heimsóknir í grunnskólann, íþróttahúsið og í frímínútur. Þau vinna ýmiskonar verkefni með 1. bekk fyrir jólin og fara á skemmtanir tengdar árshátíð 1. bekkjar. Nemendur 1. bekkjar heimsækja "gamla" 16

17 leikskólann með kennara sínum. Með leyfi foreldra geta upplýsingar um börnin fylgt þeim í grunnskólann. Markmið með samvinnu við grunnskólann er að skólaganga barnanna sé ein samfella og ekki skapist gjá á milli þessara skólastiga enda er leikskólinn fyrsta skólastig barnsins Aðrir samstarfsaðilar Á Skólaskrifstofu Suðurlands starfa sálfræðingur og leikskólaráðgjafi. Leikskólinn leitar til þessara aðila telji leikskólakennarar þörf á því. Vakni t.d. grunur um einhverskonar þroskafrávik er í samráði við foreldra leitað til sálfræðings. Leikskólaráðgjafi er til stuðnings leikskólastarfinu. Samstarf við heilsugæslu er þegar koma upp einhverskonar smitsjúkdómar, lús eða eitthvað tengt heilsu barnanna, einnig þegar börnin fara í læknisskoðun við 3 ja og 1/2 árs og 5 ára aldur. Hveragerðiskirkja hefur í mörg ár boðið leikskólunum að nota aðstöðu kirkjunnar fyrir utanaðkomandi leiksýningar í boði foreldrafélagsins. 12. Mat á leikskólastarfinu Samkvæmt reglugerð ber leikskóla að móta aðferðir til að meta uppeldisstarfið svo og stjórnunarhætti, samskipti innan leikskólans og tengsl við aðila utan hans. Leikskólinn hefur notað Ecers kvarðann sem metur í heild umhverfi leikskólans og starf leikskólakennara og starfsfólks. Kvarðinn er einnig notaður til að meta einstaka þætti starfsins. Höfundar kvarðans eru Thelma Harms og Richard M. Clifford, þýðendur eru Sesselja Hauksdóttir og Gerður Guðmundsdóttir. Meginmarkmið með því að meta innra starf og aðbúnað er að auka gæðin í starfinu með börnunum. Þau atriði sem lögð eru til grundvallar við matið eru: * hvað þarf hvert barn í leikskóla til að þroskast andlega, félagslega, tilfinningalega og vitsmunalega? * hvernig skipuleggja leikskólakennarar umhverfið þannig að það mæti sem best þörfum barnanna? 13.Trúnaður - tilkynningarskylda Leikskólinn leggur áherslu á að fullur trúnaður ríki um allar upplýsingar er varða börnin og foreldra þeirra sem og aðrar aðstæður. Hverjum starfsmanni er skylt að gæta þagmælsku um atriði er hann fær vitneskju um í starfi sínu. Allt starfsfólk leikskóla undirritar sérstakt þagnarheit sem helst þó látið sé af starfi. Ef leikskólakennarar telja að líkamlegum og/eða andlegum þörfum 17

18 barns sé ekki sinnt ber að tilkynna það barnaverndaryfirvöldum Hveragerðisbæjar sbr. 13. grein laga um málefni barna og ungmenna. 18

19 Heimildaskrá 1. Anonymus; Aðalnámsskrá leikskóla Menntamálaráðuneytið. 2. Barsotti, Mæchel, Wallin; " Börn hafa hundrað mál" Þýðandi Aðalsteinn Davíðsson, Menntamálaráðuneytið. 3. Barsotti, Mæchel, Wallin; 1992 "Ett barn har hundra språk" Utbildningradio AB. 4. Dahlberg og Åsen;1995 "Den pedagogiska filosofin i Reggio Emilia" Stockholm: Reggio Emilia institutet. 5. Lamer; 1997 "Du og jeg og vi to" Oslo: Universitetsforlaget. 6. Lindquist; 1989 "Från fakta til fantasi" Lund: Studentlitteratur. 19

Námsferð til Malmö í Svíþjóð.

Námsferð til Malmö í Svíþjóð. Námsferð til Malmö í Svíþjóð. Leikskóli Fjallabyggðar 06.06. 10.06. 2012 1 Á vordögum 2011 komu upp umræður hvort að leikskólinn gæti ekki farið í námsferð erlendis, þar sem átta ár var síðan Leikskálar

Läs mer

Skólanámskrá. Útgefandi: Leikskólinn Holt Stapagötu 10, 260 Reykjanesbæ

Skólanámskrá. Útgefandi: Leikskólinn Holt Stapagötu 10, 260 Reykjanesbæ Skólanámskrá Útgefandi: Leikskólinn Holt Stapagötu 10, 260 Reykjanesbæ Skólanámskrá Leikskólinn Holt v/ Stapagötu, 260 Reykjanesbæ Sími: 4203175 Gsm: 8996104 Netfang: holt@reykjanesbaer.is Veffang: http://leikskolinnholt.is

Läs mer

Verkmenntaskólinn á Akureyri

Verkmenntaskólinn á Akureyri Síða 1 af 5 Kennari Olga Ellen Einarsdóttir Sk.st. Áfangalýsing: Nemendur eru þjálfaðir í að tala, hlusta, lesa og rita og auk þess eru tekin fyrir ýmis erfiðari atriði í málfræði. Málnotkun æfð aðallega

Läs mer

Málþroski og læsi Færni til framtíðar- Leikskólinn Lækjarbrekka Hólmavík HANDBÓK

Málþroski og læsi Færni til framtíðar- Leikskólinn Lækjarbrekka Hólmavík HANDBÓK Málþroski og læsi Færni til framtíðar- Leikskólinn Lækjarbrekka Hólmavík HANDBÓK Þróunarverkefni unnið með leikskólum Húnaþings Vestra og Austur Húnavatnssýslu 2015-2017 2 Efnisyfirlit Tilurð verkefnisins...

Läs mer

Stokkhólmur Námsferð 5 leikskóla apríl 2012

Stokkhólmur Námsferð 5 leikskóla apríl 2012 Stokkhólmur Námsferð 5 leikskóla 18. - 22. apríl 2012 Dagana 18. 22. apríl 2012 fóru 5 leikskólar saman í námsferð til Stokkhólms í Svíþjóð. Fjórir leikskólanna sem kalla sig HEBA, Hulduheimar, Engjaborg,

Läs mer

SVONA Á AÐ SKIPTA UM PERU

SVONA Á AÐ SKIPTA UM PERU SVONA Á AÐ SKIPTA UM PERU? Leiðarvísir til að skipta um ljósaperu. Ertu að grínast? Reyndar, nei. Við viljum deila góðu fréttunum um LED ljósaperurnar hvernig þær geta lækkað orkureikninginn þinn og lýst

Läs mer

Mamma, pabbi, hvað er að?

Mamma, pabbi, hvað er að? Fræðslurit Krabbameinsfélagsins Mamma, pabbi, hvað er að? Þegar mamma eða pabbi fær krabbamein hefur það áhrif á alla fjölskylduna. Hér er sagt frá því hvernig þetta snertir börnin og hvernig foreldrar

Läs mer

Börn á Norðurlöndum Ungt fólk hefur áhrif!

Börn á Norðurlöndum Ungt fólk hefur áhrif! Börn á Norðurlöndum Ungt fólk hefur áhrif! Nordens Välfärdscenter Hugmyndarit Niðurstöður verkefnisins Snemmbær úrræði fyrir fjölskyldur 1 Börn á Norðurlöndum Ungt fólk hefur áhrif! Útgefandi: Nordens

Läs mer

Að ryðja úr vegi. ólík sjónarhorn starfsendurhæfingar. Kristjana Fenger, lektor í iðjuþjálfunarfræði við Háskólann á Akureyri

Að ryðja úr vegi. ólík sjónarhorn starfsendurhæfingar. Kristjana Fenger, lektor í iðjuþjálfunarfræði við Háskólann á Akureyri Að ryðja úr vegi ólík sjónarhorn starfsendurhæfingar Kristjana Fenger, lektor í iðjuþjálfunarfræði við Háskólann á Akureyri 1 Yfirlit Líkanið um iðju mannsins (e. Model of Human Occupation) Hvað hjálpaði

Läs mer

Ritnefnd: Arnbjörg Eiðsdóttir, Helga Sigurjónsdóttir, Þóra Kemp og Þorsteinn Hjartarson.

Ritnefnd: Arnbjörg Eiðsdóttir, Helga Sigurjónsdóttir, Þóra Kemp og Þorsteinn Hjartarson. Ferð starfsmanna Þjónustumiðstöðvar Breiðholts til Stokkhólms í október 2010 Undirbúningsnefnd: Bryndís Ó. Gestsdóttir, Eydís D. Sverrisdóttir, Helga Sigurjónsdóttir, Jóhanna Erla Guðjónsdóttir, Kolbrún

Läs mer

Ert þú með réttu gleraugun? Stuðningsefni til að samþætta sjónarmið barnaréttinda og ungmenna við starf Norrænu ráðherranefndarinnar

Ert þú með réttu gleraugun? Stuðningsefni til að samþætta sjónarmið barnaréttinda og ungmenna við starf Norrænu ráðherranefndarinnar Stuðningsefni til að samþætta sjónarmið barnaréttinda og ungmenna við starf Norrænu ráðherranefndarinnar 1 2 5 3 4 Stuðningsefni til að samþætta sjónarmið barnaréttinda og ungmenna við starf Norrænu ráðherranefndarinnar

Läs mer

Börn á Norðurlöndum. Norræna velferðarmiðstöðin. Snemmbær úrræði fyrir börn og fjölskyldur

Börn á Norðurlöndum. Norræna velferðarmiðstöðin. Snemmbær úrræði fyrir börn og fjölskyldur Börn á Norðurlöndum Norræna velferðarmiðstöðin Hugmyndarit Snemmbær úrræði fyrir börn og fjölskyldur 1 Börn á Norðurlöndum Snemmbær úrræði fyrir börn og fjölskyldur Útgefandi: Norræna velferðarmiðstöðin

Läs mer

Veiledningshefte. En arbeidsdag på liv og død

Veiledningshefte. En arbeidsdag på liv og død Veiledningshefte DITT VALG En arbeidsdag på liv og død Norsk Íslenska Svenska English Ditt valg En arbeidsdag på liv og død Veiledning Ved hjelp av musikk og dikt blir brukeren satt i en følelsesmessig

Läs mer

Vellíðan í vinnunni. Vinnueftirlit ríkisins Fræðslu- og leiðbeiningarit nr. 13

Vellíðan í vinnunni. Vinnueftirlit ríkisins Fræðslu- og leiðbeiningarit nr. 13 Vellíðan í vinnunni Vinnueftirlit ríkisins Fræðslu- og leiðbeiningarit nr. 13 Texti: Hólmfríður K. Gunnarsdóttir Forsíða: Fiskikonurnar, 1971, Hildur Hákonardóttir/Myndstef Teikningar: Gísli J. Ástþórsson

Läs mer

Hugmyndabanki. Stærðfræðileikir fyrir ung börn

Hugmyndabanki. Stærðfræðileikir fyrir ung börn Hugmyndabanki Stærðfræðileikir fyrir ung börn Leikirnir í hugmyndabankanum eru 22 talsins. Þeir eiga það allir sameiginlegt að tengjast stærðfræði á einn eða annan hátt. Marga leiki er hægt að útfæra eftir

Läs mer

Möguleikar til menntunar fyrr og nú

Möguleikar til menntunar fyrr og nú Möguleikar til menntunar fyrr og nú Samanburður á réttindum heyrnarskertra barna til séraðstoðar í grunnskólum á Íslandi og í Stokkhólmi Harpa Viðarsdóttir Lokaverkefni til BA-prófs Uppeldis- og Menntunarfræðideild

Läs mer

Reglugerð um aðgerðir gegn einelti á vinnustað

Reglugerð um aðgerðir gegn einelti á vinnustað Reglugerð um aðgerðir gegn einelti á vinnustað 1000/2004 I. KAFLI Gildissvið og orðskýringar. 1. gr. Gildissvið. Reglugerð þessi gildir um aðgerðir gegn einelti á vinnustað sem lög nr. 46/1980, um aðbúnað,

Läs mer

Efnisyfirlit. Inngangur Markmið Leiðir að markmiðum Heimildaskrá

Efnisyfirlit. Inngangur Markmið Leiðir að markmiðum Heimildaskrá Efnisyfirlit Inngangur Markmið Leiðir að markmiðum Heimildaskrá 3 4 5 12 2 Inngangur Samantektin sem hér birtist er afrakstur af vinnu æskulýðsráðs vegna stefnumótunar í æskulýðsmálum. Stefnumótunin á

Läs mer

Inngangur Vorið 2015 fékk sveitarfélagið Árborg styrk frá Erasmus + til eflingar skólastarfinu í Árborg.

Inngangur Vorið 2015 fékk sveitarfélagið Árborg styrk frá Erasmus + til eflingar skólastarfinu í Árborg. Skýrsla UT stýrihóps Inngangur Vorið 2015 fékk sveitarfélagið Árborg styrk frá Erasmus + til eflingar skólastarfinu í Árborg. Ákveðið var að skipa þrjá hópa með mismunandi áherslur, einn þeirra var hópurinn

Läs mer

Ullarþóf. Þórunn Eiríksdóttir NÁMSGAGNASTOFNUN

Ullarþóf. Þórunn Eiríksdóttir NÁMSGAGNASTOFNUN Júlíana Þorvaldsdóttir og Þórunn Eiríksdóttir Í svörum við spurningalistum þjóðháttadeildar H.Í. eru eftirfarandi þófaravísur: Bárður minn á jökli leggstu nú á þófið mitt ég skal gefa þér lóna innan í

Läs mer

Jæja elskurnar mínar!! Þá kom loks að því að þið fenguð að sjá og

Jæja elskurnar mínar!! Þá kom loks að því að þið fenguð að sjá og Svíþjóðarfara 2008 Jæja elskurnar mínar!! Þá kom loks að því að þið fenguð að sjá og upplifa Lund sem ég hef svo sannarlega talað mikið um frá því 1995!! Nú er eins gott að Svíar standi undir þeim væntingum

Läs mer

Áherslur Ferðamálastofu við breyttar aðstæður

Áherslur Ferðamálastofu við breyttar aðstæður Áherslur Ferðamálastofu við breyttar aðstæður Helstu áherslur í starfseminni 2009 Ólöf Ýrr Atladóttir, ferðamálastjóri 20/11/2008 Ferðamálaþing iðnaðarráðuneytis og Ferðamálastofu 2008 Yfirlit Almennar

Läs mer

Að sjá illa en líða vel Krister Inde

Að sjá illa en líða vel Krister Inde Að sjá illa en líða vel Krister Inde 1 Krister Inde Að sjá illa en líða vel Bækur og fræðirit á sænsku eftir Krister Inde eða undir ritstjórn hans: 1975 Synträning med optik (ásamt Örjan Bäckman), Liber

Läs mer

HVERNIG VERÐA GÓÐIR VINNUSTAÐIR TIL?

HVERNIG VERÐA GÓÐIR VINNUSTAÐIR TIL? Þórunn Sveinsdóttir sjúkraþjálfari, Vinnueftirliti ríkisins. HVERNIG VERÐA GÓÐIR VINNUSTAÐIR TIL? Inngangur Álagseinkenni eru algeng í nútíma samfélagi. Um það bil 80 % af mannkyninu fá einhvern tíma um

Läs mer

Velferð barna á Norðurlöndum í heila öld

Velferð barna á Norðurlöndum í heila öld Umsagnir um bækur Tímarit um menntarannsóknir / Journal of Educational Research (Iceland) 8, 2011, 144.-148. Velferð barna á Norðurlöndum í heila öld Barnen och välfärdspolitiken: Nordiska Barndomar 1900

Läs mer

Það fer eftir kennurum

Það fer eftir kennurum Það fer eftir kennurum Nemendur af erlendum uppruna á mótum grunn- og framhaldsskóla á Íslandi og í Svíþjóð Jóhanna Gísladóttir Lokaverkefni til meistaraprófs Háskóli Íslands Menntavísindasvið Það fer

Läs mer

Allt sem ég gerði skorti innihald

Allt sem ég gerði skorti innihald Hugvísindasvið Allt sem ég gerði skorti innihald Þýðing á Gæsku eftir Eirík Örn Norðdahl og inngangur að henni Ritgerð til BA-prófs í íslensku sem öðru máli Anna Emelie Heuman Maí 2014 Háskóli Íslands

Läs mer

Samtal um KANNABIS. Embætti landlæknis. Directorate of Health

Samtal um KANNABIS. Embætti landlæknis. Directorate of Health Samtal um KANNABIS Embætti landlæknis Directorate of Health Samtal um kannabis Samtal um kannabis byggir á norrænum fagritum um Áhugahvetjandi samtal og Motivational Interviewing eftir Miller W.R og Rollnick

Läs mer

Tæknileg úrræði og heilabilun á Norðurlöndunum

Tæknileg úrræði og heilabilun á Norðurlöndunum Tæknileg úrræði og heilabilun á Norðurlöndunum Foto: BK Grafiske Tæknileg úrræði til stuðnings í daglegu lífi fyrir fólk með heilabilun Viðtalskönnun unnin í Danmörku, Finnlandi, Íslandi, Noregi og Svíþjóð.

Läs mer

5.4 Stuðningur sveitarfélaga Verklag ýmissa stofnana og fyrirtækja Skráning hjá Þjóðskrá Íslands Samandregið yfirlit

5.4 Stuðningur sveitarfélaga Verklag ýmissa stofnana og fyrirtækja Skráning hjá Þjóðskrá Íslands Samandregið yfirlit i. Efnisyfirlit 1 Inngangur... 3 2 Samantekt um helstu niðurstöður... 5 3 Þróun barnalöggjafar og samfélagslegar breytingar... 6 3.1 Þróun barnalöggjafarinnar... 6 3.2 Réttindi barnsins... 9 3.3 Samband

Läs mer

Eflt norrænt löggjafarsamstarf Tækifæri og áskoranir

Eflt norrænt löggjafarsamstarf Tækifæri og áskoranir Eflt norrænt löggjafarsamstarf Tækifæri og áskoranir INGE LORANGE BACKER 1 Eflt norrænt löggjafarsamstarf Tækifæri og áskoranir ANP 2018:729 ISBN 978-92-893-5439-4 (PRINT) ISBN 978-92-893-5440-0 (PDF)

Läs mer

Frumvarp til laga um breytingar á lagaákvæðum er varða framfærslu barna og meðlag skv. barnalögum nr. 76/2003.

Frumvarp til laga um breytingar á lagaákvæðum er varða framfærslu barna og meðlag skv. barnalögum nr. 76/2003. Frumvarp til laga um breytingar á lagaákvæðum er varða framfærslu barna og meðlag skv. barnalögum nr. 76/2003. 1. gr. Eftirfarandi breytingar verða á 54. gr. laganna: a. 1. mgr. 54. gr. orðast svo: Barn

Läs mer

TILLÖGUR ÍSLENSKRAR MÁLNEFNDAR AÐ ÍSLENSKRI MÁLSTEFNU

TILLÖGUR ÍSLENSKRAR MÁLNEFNDAR AÐ ÍSLENSKRI MÁLSTEFNU TILLÖGUR ÍSLENSKRAR MÁLNEFNDAR AÐ ÍSLENSKRI MÁLSTEFNU Íslenska til alls Tillögur Íslenskrar málnefndar að íslenskri málstefnu Menntamálaráðuneyti 2008 Menntamálaráðuneyti : Rit 38 Nóvember 2008 Útgefandi:

Läs mer

Starfsáætlun Frístunda- og menningarsvið STARFSÁÆTLUN Frístunda- og menningarsvið Grindavíkurbæjar. Nóv. 2015

Starfsáætlun Frístunda- og menningarsvið STARFSÁÆTLUN Frístunda- og menningarsvið Grindavíkurbæjar. Nóv. 2015 Starfsáætlun 2016 Frístunda- og menningarsvið STARFSÁÆTLUN 2016 Nóv. 2015 Frístunda- og menningarsvið Grindavíkurbæjar Frá sviðsstjóra Óhætt er að segja síðustu misseri hafi verið viðburðarrík á frístunda-

Läs mer

NTR- ráðstefna í Svíþjóð 2012

NTR- ráðstefna í Svíþjóð 2012 1 NTR- ráðstefna í Svíþjóð 2012 Þetta yfirlit er unnið af Guðríði Sigurbjörnsdóttur St.Rv. og Karli Rúnar Þórssyni STH. Hér er ekki um að ræða ýtarlega samantekt á öllu því sem fram fór enda upplifun hvers

Läs mer

UNGT FÓLK ÁN ATVINNU - VIRKNI ÞESS OG MENNTUN

UNGT FÓLK ÁN ATVINNU - VIRKNI ÞESS OG MENNTUN 2009 UNGT FÓLK ÁN ATVINNU - VIRKNI ÞESS OG MENNTUN,,Þetta er leiðinlegt líf, ég er búinn að vera það lengi atvinnulaus, er alltaf í tölvunni á nóttunni, þetta verður bara að stoppa." Tilvitnun í ungan

Läs mer

Hann, hún og það... eða hvað?

Hann, hún og það... eða hvað? Háskóli Íslands Hugvísindasvið Almenn málvísindi Hann, hún og það... eða hvað? Um kynhlutlausa persónufornafnið hán Ritgerð til BA-prófs í almennum málvísindum Selma Margrét Sverrisdóttir Kt.: 200990-3319

Läs mer

ÞJÓNUSTA VIÐ FÖTLUÐ BÖRN OG FULLORÐNA TRAUST SVEIGJANLEIKI ÞRÓUN FRAMTÍÐARSÝN- OG STEFNA

ÞJÓNUSTA VIÐ FÖTLUÐ BÖRN OG FULLORÐNA TRAUST SVEIGJANLEIKI ÞRÓUN FRAMTÍÐARSÝN- OG STEFNA Drög desember 2006 MÓTUM FRAMTÍÐ ÞJÓNUSTA VIÐ FÖTLUÐ BÖRN OG FULLORÐNA 2007-2016 TRAUST SVEIGJANLEIKI ÞRÓUN FRAMTÍÐARSÝN- OG STEFNA ð Desember 2006 EFNISYFIRLIT 1. FRAMTÍÐARSÝN OG -STEFNA...3 1.1 Inngangur...3

Läs mer

Ásýnd og skipulag bújarða

Ásýnd og skipulag bújarða RÁÐUNAUTAFUNDUR 2001 Ásýnd og skipulag bújarða Grétar Einarsson 1 og Ólafur Guðmundsson 2 1 Rannsóknastofnun landbúnaðarins, bútæknideild 2 Byggingafulltrúi YFIRLIT Í eftirfarandi pistli er í upphafi fjallað

Läs mer

Fjárskipti milli hjóna

Fjárskipti milli hjóna Meistararitgerð í lögfræði Fjárskipti milli hjóna Meginreglan um helmingaskipti og skáskiptaheimild 104. gr. laga nr. 31/1993 Magnús Bragi Ingólfsson Hrefna Friðriksdóttir Júní 2014 2 EFNISYFIRLIT 1 Inngangur...

Läs mer

Hlustið, góðu vinir, nú skal segja ykkur sögu

Hlustið, góðu vinir, nú skal segja ykkur sögu Hlustið, góðu vinir, nú skal segja ykkur sögu Greinargerð um Astrid Lindgren, barnabókmenntir og Emil í Kattholti Gerður Gautsdóttir og Þórunn Kjartansdóttir Lokaverkefni til B.Ed.-prófs Háskóli Íslands

Läs mer

2. Meginmál Hvað hefur verið rannsakað?

2. Meginmál Hvað hefur verið rannsakað? Ágrip Drengjum líður verr í skóla en stúlkum, ná lakari námsárangri og fremja fleiri agabrot. Rannsóknir hafa sýnt þennan mun á högum kynjanna um árabil og virðist hann fara vaxandi. Samræmd próf sýna

Läs mer

ÖKUFERILS SKRÁ PUNKT AKERFI. Lögreglan

ÖKUFERILS SKRÁ PUNKT AKERFI. Lögreglan Alþingi Erindi nr. Þ / 22% / komudagur ^ NOKKUR GÖGN ÚR VINNU STARFSMANNA LÖGREGLUSTJÓRAEMBÆTTISINS í REYKJAVÍK UM ÖKUFERILS SKRÁ OG PUNKT AKERFI Lögreglan LÖGREGLUSTJÓRINN í REYKJAVÍK UMFERÐARRÁÐ Dóms-

Läs mer

MINNISBLAÐ. NVF fundur með formönnum og varaformönnum íslenskra NVF nefnda

MINNISBLAÐ. NVF fundur með formönnum og varaformönnum íslenskra NVF nefnda Málefni: MINNISBLAÐ NVF fundur með formönnum og varaformönnum íslenskra NVF nefnda Dags.: 16. maí 2018, klukkan 14:30-16:00. Frá.: Dreifing: ÞI Formenn og varaformenn íslenskra NVF nefnda og aðrir þeir

Läs mer

Fullriggaren Malevik. Robert Johansson, Anna Malmsköld, Camilla Wingne

Fullriggaren Malevik. Robert Johansson, Anna Malmsköld, Camilla Wingne Flaggskipið Male alevik Flaggskipið Malevik er skóli fyrir 6 16 ára gamla nemendur. Kennararnir eiga samstarf um að þróa kennsluáætlanir þannig að nemendur geti fundið samhengi allt frá fyrsta ári til

Läs mer

Jafnréttismál eru sveitarstjórnarmál SAMBAND ÍSLENSKRA SVEITARFÉLAGA

Jafnréttismál eru sveitarstjórnarmál SAMBAND ÍSLENSKRA SVEITARFÉLAGA Jafnréttismál eru sveitarstjórnarmál SAMBAND ÍSLENSKRA SVEITARFÉLAGA Samband íslenskra sveitarfélaga Borgartúni 30 Pósthólf 8100 128 Reykjavík Hönnun og umbrot: Ingibjörg Hinriksdóttir Höfundur: Ásta Hlín

Läs mer

Miðvikudagurinn 8. júlí 1998 kl. 9: fundur samkeppnisráðs. Erindi vegna útboðs Vegagerðarinnar á vetrarþjónustu á Holtavörðuheiði

Miðvikudagurinn 8. júlí 1998 kl. 9: fundur samkeppnisráðs. Erindi vegna útboðs Vegagerðarinnar á vetrarþjónustu á Holtavörðuheiði Miðvikudagurinn 8. júlí 1998 kl. 9:00 114. fundur samkeppnisráðs Ákvörðun nr. 22/1998 Erindi vegna útboðs Vegagerðarinnar á vetrarþjónustu á Holtavörðuheiði I. Erindið og málavextir 1. Samkeppnisstofnun

Läs mer

Fimmtíu og sex

Fimmtíu og sex Fimmtíu og sex norrænir möguleikar Stefnumörkun og framkvæmdaáætlun um frjálsa för á Norðurlöndum 2014 2017 Fimmtíu og sex norrænir möguleikar Stefnumörkun og framkvæmdaáætlun um frjálsa för á Norðurlöndum

Läs mer

Norrænn byggingardagur Nordisk Byggdag NBD

Norrænn byggingardagur Nordisk Byggdag NBD Norrænn byggingardagur Nordisk Byggdag 1927 2007 NBD 4 Formáli Norrænn byggingardagur NBD I Stokkhólmur 1927 NBD II Helsinki 1932 NBD III Ósló 1938 NBD IV Kaupmannahöfn 1946 NBD V Stokkhólmur 1950 NBD

Läs mer

Jambusskollinn á svo þrælslega við íslenskt mál og rím

Jambusskollinn á svo þrælslega við íslenskt mál og rím Hugvísindasvið Jambusskollinn á svo þrælslega við íslenskt mál og rím Reisubók frásagna ásamt eftirlíkingum, stælingum, útleggingum og kerfisbundnum þýðingum Ritgerð til M.A.-prófs Guðleif Þórunn Stefánsdóttir

Läs mer

Ferð Siri Derkert til Íslands: Siri, Laxness og Ungfrúin góða og Húsið

Ferð Siri Derkert til Íslands: Siri, Laxness og Ungfrúin góða og Húsið Hugvísindasvið Ferð Siri Derkert til Íslands: Siri, Laxness og Ungfrúin góða og Húsið Áhrif ferðarinnar á líf og list Siri Derkert Ritgerð til B.A.-prófs Hrafnhildur Veturliðadóttir Maí/Júní 2012 Háskóli

Läs mer

Skýrsla velferðarráðherra um aðgerðir samkvæmt aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar vegna ofbeldis karla gegn konum í nánum samböndum.

Skýrsla velferðarráðherra um aðgerðir samkvæmt aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar vegna ofbeldis karla gegn konum í nánum samböndum. Skýrsla velferðarráðherra um aðgerðir samkvæmt aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar vegna ofbeldis karla gegn konum í nánum samböndum. (Lögð fyrir Alþingi á 139. löggjafarþingi 2010 2011.) EFNISYFIRLIT TILLÖGUR

Läs mer

Betri líðan - Bættur hagur með

Betri líðan - Bættur hagur með BB B Betri líðan - Bættur hagur með - Mælinum Byggingarstaður Öryggisstig Vika TEXTI: HEIKKI LAITINEN MARI KIURULA TEIKNINGAR: HARRI PAKARINEN ÞÝÐING: BORGÞÓR KÆRNESTED UMSJÓN: VINNUEFTIRLIT RÍKISINS FINNSK

Läs mer

Norræn starfsmannaskipti skýrsla styrkþega

Norræn starfsmannaskipti skýrsla styrkþega Norræn starfsmannaskipti skýrsla styrkþega Nafn Sigrún Guðmundsdóttir Vinnustaður á Íslandi, stofnun og deild Umhverfisstofnun, svið Umhverfisgæða, Hollustuverndardeild Starfsheiti Sérfræðingur Kyn kvk

Läs mer

List- og menningarfræðsla á Íslandi. Anne Bamford

List- og menningarfræðsla á Íslandi. Anne Bamford List- og menningarfræðsla á Íslandi Anne Bamford Mennta- og menningarmálaráðuneyti : Apríl 2011 Útgefandi: Mennta- og menningarmálaráðuneyti Sölvhólsgötu 4 150 Reykjavík Sími: 545 9500 Bréfasími: 562 3068

Läs mer

Äventyrsmatematik. Sven-Gunnar Furmark

Äventyrsmatematik. Sven-Gunnar Furmark Ævintýr intýrastærðfræði Í samþættingarverkefni, sem meðal annars fjallar um íþróttir og stærðfræði, fást nemendur við að leysa þraut sem kemur fram í frásögn, ævintýri sem nemendur lifa sig inn í. Unnið

Läs mer

Frá styrkjakerfi til heilbrigðs rekstrarumhverfis

Frá styrkjakerfi til heilbrigðs rekstrarumhverfis Mars 1990 Frá styrkjakerfi til heilbrigðs rekstrarumhverfis Um byggðaaðgerðir á Norðurlöndum síðustu áratugina eftir Kristófer Oliversson NordREFO Efnisyfirlit Forord... 4 Formáli... 5 1 Inngangur... 6

Läs mer

SKOGRÆKTARFELAGISLANDS

SKOGRÆKTARFELAGISLANDS SKOGRÆKTARFELAGISLANDS THE ICELANDIC FORESTRY ASSOCIATION SKÚLATÚN 6, 105 REYKJAVlK SlMI 551 8150 - VEFFANG www.skog.is - NETFANG skog@skog.is Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis Reykjavík, 07. febrúar

Läs mer

safnafaðir Reykvíkinga maí Sýningarskrá

safnafaðir Reykvíkinga maí Sýningarskrá Lárus Sigurbjörnsson safnafaðir Reykvíkinga 1903-22. maí - 2003 Sýningarskrá Árbæjarsafn - Minjasafn Reykjavíkur Borgarskjalasafn Reykjavíkur Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn Leikminjasafn Íslands

Läs mer

Ætti að heimila langlífari sambúðarmaka að sitja í óskiptu búi?

Ætti að heimila langlífari sambúðarmaka að sitja í óskiptu búi? BA-ritgerð í lögfræði Ætti að heimila langlífari sambúðarmaka að sitja í óskiptu búi? Guðbjörg Sandra Guðjónsdóttir Elísabet Gísladóttir Júní 2015 EFNISYFIRLIT 1 Inngangur... 3 2 Almennt um óvígð sambúð...

Läs mer

Íslensk kvikmyndagerð fyrir íslenska menningu, áhorfendur og tungu.

Íslensk kvikmyndagerð fyrir íslenska menningu, áhorfendur og tungu. Íslensk kvikmyndagerð fyrir íslenska menningu, áhorfendur og tungu. Greining á starfsskilyrðum kvikmyndagerðar á Íslandi Yfirlit helstu niðurstöður Skýrsla unnin fyrir mennta og menningarmálaráðuneyti

Läs mer

Bankbok som lärobok. Lennart Högstedt

Bankbok som lärobok. Lennart Högstedt Bankabók sem kennslubók Sænskur banki dreifði árið 1999 bók til allra viðskiptavina sinna. Ætlunin var að hún yrði eins konar leiðbeiningar fyrir daglegt líf og aðstoð við að skilja, einfalda og ná betri

Läs mer

Listin að finna ekki til

Listin að finna ekki til 1. tbl. 30. árg. maí 2015 Listin að finna ekki til Við megum vel við una, þau gæði sem skaparinn leiddi oss til með búsetu á eyju nyrst í hafi með gnótt fiskjar, orkuauðlinda og hvítra fjallatinda. Gamall

Läs mer

LAGASVIÐ. Mat á geðrænu sakhæfi Lögfræðilegt eða læknisfræðilegt?

LAGASVIÐ. Mat á geðrænu sakhæfi Lögfræðilegt eða læknisfræðilegt? LAGASVIÐ Mat á geðrænu sakhæfi Lögfræðilegt eða læknisfræðilegt? Ritgerð til ML gráðu Nafn nemanda: Kári Guðmundsson Leiðbeinandi: Guðrún Sesselja Arnardóttir Vorönn 2016 1 Staðfesting lokaverkefnis til

Läs mer

110 m. 260 m. 240 m. 280 m. 400 m. 550 m. 110 m

110 m. 260 m. 240 m. 280 m. 400 m. 550 m. 110 m Keyra 1.150 km, 19 klst., 7 mín. Leiðarlýsing frá Árósar til Turku Árósar Denmark Á þessari leið þarf að taka ferju. Á þessari leið eru vegatollar. Þessi leið liggur um mörg lönd. Aktu Ny Munkegade, Nørregade,

Läs mer

Efnisyfirlit. Mynd 1. Brautryðjandinn. Einar Jónsson LEJ. Ljósmyndasafn.

Efnisyfirlit. Mynd 1. Brautryðjandinn. Einar Jónsson LEJ. Ljósmyndasafn. Ágrip Í ritgerð þessari er Einar Jónsson myndhöggvari í forgrunni. Komið er inn á hugtakið þjóðerni í tengslum við þau verk sem hann gerði til minningar um íslenska fyrirmenn s.s. Jónas Hallgrímsson, Jón

Läs mer

Orkubúskapur og endurhæfing. Sigrún Ása Þórðardóttir, sálfræðingur og verkefnastjóri HNLFÍ

Orkubúskapur og endurhæfing. Sigrún Ása Þórðardóttir, sálfræðingur og verkefnastjóri HNLFÍ Orkubúskapur og endurhæfing Sigrún Ása Þórðardóttir, sálfræðingur og verkefnastjóri HNLFÍ Andleg þreyta, heilaþreyta, orkuleysi: Andlegt orkuleysi getur verið alvarlegur fylgikvilli eftir áföll, langvinna

Läs mer

EFNISYFIRLIT. Prentarinn

EFNISYFIRLIT. Prentarinn ÚTSKRIFT NEMAR Í PRENTIÐNGREINUM Hinn 11. júní síðastliðinn útskrifuðust átta nemar í prentsmíði (grafískri miðlun) og tveir í prentun. Athöfnin fór fram í húsnæði IÐUNNAR í Vatnagörðum 20. Það er hefð

Läs mer

Skýrsla Vatnalaganefndar

Skýrsla Vatnalaganefndar Skýrsla Vatnalaganefndar Skýrsla Vatnalaganefndar ásamt ritgerðum, álitum og öðru efni sem nefndin hefur aflað September 2008 Efnisyfirlit Efnisyfirlit... 5 Samantekt Tillögur Vatnalaganefndar... 9 1.

Läs mer

Sópun snjós af hjólaleiðum og hálkuvarnir með saltpækli. Þróunarverkefni Veturinn

Sópun snjós af hjólaleiðum og hálkuvarnir með saltpækli. Þróunarverkefni Veturinn Sópun snjós af hjólaleiðum og hálkuvarnir með saltpækli Þróunarverkefni Veturinn 2015-2016 Titill skýrslu SKÝRSLA - UPPLÝSINGABLAÐ Sópun snjós af hjólaleiðum og hálkuvarnir með saltpækli Þróunarverkefni.

Läs mer

Mars 2010 SÉRAKREINAR STRÆTISVAGNA Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU

Mars 2010 SÉRAKREINAR STRÆTISVAGNA Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU Mars 2010 SÉRAKREINAR STRÆTISVAGNA Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU Forsíðumynd: http://blogg.visir.is/jarl/category/tækni-og-visindi/page/2/ EFNISYFIRLIT 1 INNGANGUR 3 2 SAMGÖNGUR Í ÞÉTTBÝLI 4 2.1 Ástand samgangna

Läs mer

Skipulag sérgreina lækninga á Landspítala - háskólasjúkrahúsi

Skipulag sérgreina lækninga á Landspítala - háskólasjúkrahúsi Apríl 2007 Skipulag sérgreina lækninga á Landspítala - háskólasjúkrahúsi Magnús Pétursson forstjóri LSH 2 1. Inngangur Skipulag lækninga á stærri sjúkrahúsum byggist á sérgreinum lækninga. Nær öll sjúkrahús

Läs mer

Matvæli úr dýraríkinu og fóður

Matvæli úr dýraríkinu og fóður Áhættu- og frammistöðuflokkun Matvæli úr dýraríkinu og fóður Mat á eftirlitsþörf fóðurfyrirtækja og fyrirtækja sem vinna matvæli úr dýraríkinu 0 Útgáfa: 19.2.2016 Tekur við af útgáfu: 5.2.2013 STAÐFESTING

Läs mer

Nr janúar 2006 REGLUGERÐ. um framkvæmdasamning við Norðurlandasamning um almannatryggingar frá 18. ágúst 2003.

Nr janúar 2006 REGLUGERÐ. um framkvæmdasamning við Norðurlandasamning um almannatryggingar frá 18. ágúst 2003. REGLUGERÐ um framkvæmdasamning við Norðurlandasamning um almannatryggingar frá 18. ágúst 2003. 1. gr. Norðurlandasamningur um almannatryggingar frá 18. ágúst 2003, sbr. lög nr. 66/2004 um lögfestingu Norðurlandasamnings

Läs mer

9.5.2 Útgáfa 1.0 Dags Flóttaleiðir. Leiðbeiningar. Leiðbeiningar. Mannvirkjastofnun. 1. Inngangur. 2. Almennar skýringar

9.5.2 Útgáfa 1.0 Dags Flóttaleiðir. Leiðbeiningar. Leiðbeiningar. Mannvirkjastofnun. 1. Inngangur. 2. Almennar skýringar gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013 og 280/2014 lög um mannvirki, nr. 160/2010 Flóttaleiðir Í grein í byggingarreglugerð segir: Frá hverju rými byggingar þar sem gera

Läs mer

TILSKIPUN EVRÓPUÞINGSINS OG RÁÐSINS 2014/24/ESB. frá 26. febrúar 2014

TILSKIPUN EVRÓPUÞINGSINS OG RÁÐSINS 2014/24/ESB. frá 26. febrúar 2014 TILSKIPUN EVRÓPUÞINGSINS OG RÁÐSINS 2014/24/ESB frá 26. febrúar 2014 um opinber innkaup og niðurfellingu tilskipunar 2004/18/EB EVRÓPUÞINGIÐ OG RÁÐ EVRÓPUSAMBANDSINS HAFA, með hliðsjón af sáttmálanum um

Läs mer

Nóvember Hönnun 2+1 vega

Nóvember Hönnun 2+1 vega Nóvember 2006 Hönnun 2+1 vega Efnisyfirlit Efnisyfirlit...1 1 Inngangur...3 2 Almennt um 2+1 vegi...4 3 Saga 2+1 vega...5 3.1 Íslensk reynsla...5 3.2 Erlend reynsla...8 4 Hvenær er æskilegt að leggja

Läs mer

NVF Fundur íslandsdeildar 29. október Matthildur B. Stefánsdóttir

NVF Fundur íslandsdeildar 29. október Matthildur B. Stefánsdóttir NVF Fundur íslandsdeildar 29. október 2015 Matthildur B. Stefánsdóttir E4 Förbifart Stockholm Undirtitill 5.11.2015 Matthildur B. Stefánsdóttir Kort af framkvæmdasvæði E4 Förbifart Stockholm. E4 Förbifart

Läs mer

Myndlist í mótun þjóðernis

Myndlist í mótun þjóðernis Myndlist í mótun þjóðernis Myndlist í Finnlandi um aldamótin 1900 Asta Johanna F. Laukkanen Lokaverkefni til B.Ed-prófs í grunnskólakennarafræði Leiðsögukennari: Ólafur Kvaran Kennaradeild Menntavísindasvið

Läs mer

4. tölublað 2015 Fimmtudagur 26. febrúar Blað nr árg. Upplag

4. tölublað 2015 Fimmtudagur 26. febrúar Blað nr árg. Upplag 14 30 er matur og matreiðsla sem 22 23 Kann 4. tölublað 2015 Fimmtudagur 26. febrúar Blað nr. 437 21. árg. Upplag 32.000 30 Mynd / Margrét Þóra Þórsdóttir Landbúnaðarráðherra gagnrýndi harðlega einokunarstöðu

Läs mer

TILMÆLI. Samstarf innan ferðaþjónustu á Norðurlöndum. Norðurlandaráð

TILMÆLI. Samstarf innan ferðaþjónustu á Norðurlöndum. Norðurlandaráð TILMÆLI Samstarf innan ferðaþjónustu á Norðurlöndum Með tilvísun til 45. og 56. greinar í Helsingfors-samningnum hefur þann 4. júní 2014 samþykkt eftirfarandi tilmæli samkvæmt tillögu efnahags- og viðskiptanefndar.

Läs mer

Tóbakslausar aðgerðir. Betri batahorfur með því að vera laus við tóbak

Tóbakslausar aðgerðir. Betri batahorfur með því að vera laus við tóbak Tóbakslausar aðgerðir Betri batahorfur með því að vera laus við tóbak EFNISYFIRLIT 3 LAUS VIÐ TÓBAK FYRIR AÐGERÐ 4 NÚ ER TÆKIFÆRIÐ! 5 LAUS VIÐ TÓBAK EFTIR AÐGERÐ 6 FREKARI UPPLÝSINGAR OG AÐSTOÐ 2 Laus

Läs mer

Eftirlitsstaðir fyrir umferðareftirlit Tillögur að útfærslum

Eftirlitsstaðir fyrir umferðareftirlit Tillögur að útfærslum Eftirlitsstaðir fyrir umferðareftirlit Gunnar H. Jóhannesson Helga Aðalgeirsdóttir Sævar Ingi Jónsson Veghönnunardeild og Umferðareftirlit Akureyri maí 2007 Efnisyfirlit 1. INNGANGUR... 3 2. HÖNNUN EFTIRLITSSTAÐA...

Läs mer

Fegurðin fæðist á ný. Fljótvirk, langvirk mýking andlitslína Einföld fegrunaraðferð. Juvéderm ULTRA samanstendur af þremur vörum

Fegurðin fæðist á ný. Fljótvirk, langvirk mýking andlitslína Einföld fegrunaraðferð. Juvéderm ULTRA samanstendur af þremur vörum 1 Fegurðin fæðist á ný Fljótvirk, langvirk mýking andlitslína Einföld fegrunaraðferð 2 3 Elskaðu húðina þína... Það að eldast er ein af staðreyndum lífsins. Sumir eldast betur en aðrir á meðan sumir eru

Läs mer

Skýrsla til Alþingis. Hjúkrunarfræðingar Mönnun, menntun og starfsumhverfi

Skýrsla til Alþingis. Hjúkrunarfræðingar Mönnun, menntun og starfsumhverfi Skýrsla til Alþingis Hjúkrunarfræðingar Mönnun, menntun og starfsumhverfi Október 2017 Ríkisendurskoðun er sjálfstæð stofnun Alþingis sem starfar samkvæmt lögum nr. 46/2016 um ríkisendurskoðanda og endurskoðun

Läs mer

Ársskýrsla Jafnréttisstofu 2010

Ársskýrsla Jafnréttisstofu 2010 Ársskýrsla Jafnréttisstofu 2010 Jafnréttisstofa Borgum v/ Norðurslóð - 600 Akureyri Sími: 460 6200 Bréfsími: 460 6201 Netfang: jafnretti@jafnretti.is www.jafnretti.is EFNISYFIRLIT FORMÁLI... 4 HLUTVERK

Läs mer

TILKYNNINGARSKYLDA HEILBRIGÐISSTARFSMANNA UM ÓVÆNT ATVIK VIÐ HEILBRIGÐISÞJÓNUSTU

TILKYNNINGARSKYLDA HEILBRIGÐISSTARFSMANNA UM ÓVÆNT ATVIK VIÐ HEILBRIGÐISÞJÓNUSTU TILKYNNINGARSKYLDA HEILBRIGÐISSTARFSMANNA UM ÓVÆNT ATVIK VIÐ HEILBRIGÐISÞJÓNUSTU Arnar Birkir Björnsson Júní 2015 ML í lögfræði Höfundur: Arnar Birkir Björnsson Kennitala: 200790-3329 Leiðbeinandi: Dögg

Läs mer

F~d. 33. Frumvarp til áfengislaga. [33. mál]

F~d. 33. Frumvarp til áfengislaga. [33. mál] F~d. 33. Frumvarp til áfengislaga. [33. mál] (Lagt fyrir Alþingi á 72. löggjafarþingi, 1952.) I. KAFLI Almenn ákvæði. 1. gr. Tilgangur laga þessara er sá að stuðla að hóf'iegrí gegn misnotkun þess. meðferð

Läs mer

Maí Hraðatakmarkandi aðgerðir

Maí Hraðatakmarkandi aðgerðir Maí 2006 Hraðatakmarkandi aðgerðir Útgefið stoðskjal: Sniðmát Viðhengi við 5.02.07 Verkefnislok Bls. 1 af 1 Upplýsingablað með skýrslum Unnið af: Guðbjörgu Lilju Erlendsdóttur Dagsetning: Skýrslunúmer:

Läs mer

Konsten att inte berätta allt

Konsten att inte berätta allt List istin in að s segj gja ekki allt lt Í stað þess að kennarinn afhjúpi sjálfur leyndardóma stærðfræðinnar geta nemendur fengið sem verkefni að leita upplýsinga og gera grein fyrir uppgötvunum sínum.

Läs mer

Rannsókn á hlutdeild kynjanna í námsefni í sögu á miðstigi grunnskóla. Kristín Linda Jónsdóttir

Rannsókn á hlutdeild kynjanna í námsefni í sögu á miðstigi grunnskóla. Kristín Linda Jónsdóttir Rannsókn á hlutdeild kynjanna í námsefni í sögu á miðstigi grunnskóla Kristín Linda Jónsdóttir Ágúst 2011 Aðfararorð jafnréttisstýru Á síðasta ári barst Jafnréttisstofu ábending um að í glænýjum kennslubókum

Läs mer

REGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 1255/2012. frá 11. desember 2012

REGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 1255/2012. frá 11. desember 2012 Nr. 56/1135 REGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 1255/2012 2013/EES/56/60 frá 11. desember 2012 um breytingu á reglugerð (EB) nr. 1126/2008 um innleiðingu tiltekinna alþjóðlegra reikningsskilastaðla

Läs mer

Gandur til Svíþjóðar. Viðskipta- og raunvísindasvið Lokaverkefni 2106 Fjóla Björk Jónsdóttir Leiðbeinandi: Vera Kristín Vestmann Kristjánsdóttir

Gandur til Svíþjóðar. Viðskipta- og raunvísindasvið Lokaverkefni 2106 Fjóla Björk Jónsdóttir Leiðbeinandi: Vera Kristín Vestmann Kristjánsdóttir Viðskipta- og raunvísindasvið Lokaverkefni 2106 Fjóla Björk Jónsdóttir Leiðbeinandi: Vera Kristín Vestmann Kristjánsdóttir Gandur til Svíþjóðar Akureyri, 19. maí 2014 150291-2599 Háskólinn á Akureyri Viðskipta-

Läs mer

Kennarasamband Íslands, 18. desember 2016

Kennarasamband Íslands, 18. desember 2016 Kennarasamband Íslands, 18. desember 2016 Skýrsla KÍ um stjórnarfund í norrænu kennarasamtökunum (NLS) 29. nóvember 2016 í Reykjavík. Kennarasamtökin í NLS skiptast á að fara með formennsku til eins árs

Läs mer

Ræktun ávaxtatrjáa á Íslandi

Ræktun ávaxtatrjáa á Íslandi BS ritgerð Maí 2013 Ræktun ávaxtatrjáa á Íslandi Hraundís Guðmundsdóttir Umhverfisdeild i BS ritgerð Maí 2013 Ræktun ávaxtatrjáa á Íslandi Hraundís Guðmundsdóttir Leiðbeinandi: Úlfur Óskarsson Landbúnaðarháskóli

Läs mer

Bifreiðaskrá. S k a t t m a t í s t a ð g r e i ð s l u B i f r e i ð a h l u n n i n d i RÍKISSKATTSTJÓRI

Bifreiðaskrá. S k a t t m a t í s t a ð g r e i ð s l u B i f r e i ð a h l u n n i n d i RÍKISSKATTSTJÓRI Bifreiðaskrá 2006 S k a t t m a t í s t a ð g r e i ð s l u B i f r e i ð a h l u n n i n d i RÍKISSKATTSTJÓRI Bifreiðategundir og umboð þeirra Tegund ALFA ROMEO AUDI BMW CITROEN CHEVROLET FIAT FORD HONDA

Läs mer

Greining og úttekt á LundaMaTs Umferðarstjórnun fyrir höfuðborgarsvæðið RANNSÓKNARSJÓÐUR VEGAGERÐARINNAR OG REYKJAVÍKURBORG

Greining og úttekt á LundaMaTs Umferðarstjórnun fyrir höfuðborgarsvæðið RANNSÓKNARSJÓÐUR VEGAGERÐARINNAR OG REYKJAVÍKURBORG Greining og úttekt á LundaMaTs Umferðarstjórnun fyrir höfuðborgarsvæðið RANNSÓKNARSJÓÐUR VEGAGERÐARINNAR OG REYKJAVÍKURBORG Maí 2010 Greining og úttekt á LundaMaTs - Umferðarstjórnun fyrir höfuðborgarsvæðið

Läs mer

MENNINGARHEIMAR MÆTAST ÁHRIF TRÚAR, MENNINGAR OG ARFLEIFÐAR Á SAMSKIPTI OG MEÐFERÐ INNAN HEILBRIGÐISÞJÓNUSTUNNAR

MENNINGARHEIMAR MÆTAST ÁHRIF TRÚAR, MENNINGAR OG ARFLEIFÐAR Á SAMSKIPTI OG MEÐFERÐ INNAN HEILBRIGÐISÞJÓNUSTUNNAR Landlæknisembættið Directorate of Health MENNINGARHEIMAR MÆTAST ÁHRIF TRÚAR, MENNINGAR OG ARFLEIFÐAR Á SAMSKIPTI OG MEÐFERÐ INNAN HEILBRIGÐISÞJÓNUSTUNNAR Rit Landlæknisembættisins nr. 2 2001 MENNINGARHEIMAR

Läs mer

Formáli. EWF-námsefni

Formáli. EWF-námsefni TIG-SU A 2006 EWF-námsefni Formáli Fræðslumiðstöð málmiðnaðarins stóð að útgáfu fjögurra kennslubóka í málmsuðu; Pinnasuða, MIG/MAG-suða, TIG-suða og Logsuða. Bækurnar voru þýddar úr sænsku með samningi

Läs mer

TILLAGA AÐ MATSÁÆTLUN

TILLAGA AÐ MATSÁÆTLUN TILLAGA AÐ MATSÁÆTLUN 5.000 TONNA FRAMLEIÐSLA LAXA FISKELDIS EHF Á LAXI Í SJÓKVÍUM Í BERURFIRÐI Berufjörður Verkefnastjóri: Einar Örn Gunnarsson Reykjavík 20. júní 2016 1 Útdráttur Einkahlutafélagið Laxar

Läs mer