Norræn listahátíð Nordisk kulturfestival Reykjavík. Dagskrá Program

Storlek: px
Starta visningen från sidan:

Download "28.10. 07.11. 2010. Norræn listahátíð Nordisk kulturfestival Reykjavík. Dagskrá Program"

Transkript

1 Norræn listahátíð Nordisk kulturfestival Reykjavík Dagskrá Program

2 2 Þjóðþing Norðurlandanna De nordiska nationalförsamlingarna Alþingi, Ísland Folketinget, Danmark Eduskunta, Suomi Stortinget, Norge Riksdagen, Sverige

3 Velkomin Välkommen 3 Norðurlandaráð er samstarfs vettvangur þingmanna Norður landanna og á þinginu eiga sæti þing menn þjóðþinga Norðurlandanna; Alþingis, Folketinget í Danmörku, Riksdagen í Finnlandi, Riksdagen í Svíþjóð og Stortinget í Noregi auk Lagtinget á Álandseyjum, Løgtingið í Færeyjum og Inatsisartut á Grænlandi. Þar að auki hafa Samar þing í Svíþjóð og Noregi. Norðurlandaráð kemur árlega saman til þings, að þessu sinni í Reykjavík þann 1. nóvember Við lok þingsins, þann 3. nóvember, verða veitt hin virtu verðlaun Norðurlandaráðs í bókmenntum, tónlist, kvikmyndum og umhverfismálum. Markmiðið með verðlaununum er að glæða áhuga á norrænum bókmenntum, tungumálum, tónlist og kvikmyndum og að gera fólk meðvitað um náttúru- og umhverfismál á Norðurlöndum. Verðlaunahafarnir þetta árið eru finnski rithöfundurinn Sofi Oksanen sem hlýtur bókmenntaverðlaunin fyrir skáldsöguna Puhdistus, norska tónskáldið Lasse Thoresen fyrir tónverkið Opus 42, og skandinavísku bankarnir Merkur Andelskassen, Ekobank og Cultura bank hljóta náttúru- og umhverfisverðlaunin. Þá hlýtur Thomas Vinterberg fyrir kvikmynd sína Submarino kvikmyndaverðlaun ráðsins. Í tengslum við þing Norðurlandaráðs og veitingu verðlauna ráðsins er efnt til listahátíðarinnar Ting, dagana 28. október til 7. nóvember. Á hátíðinni koma fram listamenn frá öllum Norðurlöndunum í fjölbreyttri dagskrá. Að fumkvæði Norræna hússins í Færeyjum og í samstarfi við það er það Norræna húsið í Reykjavík sem hefur veg og vanda af skipulagningu hátíðarinnar. Margar helstu menningarstofnanir landsins taka þátt, þar má nefna Þjóðleikhúsið, Listasafn Reykjavíkur, Sinfóníuhljómsveit Íslands og Ríkisútvarpið. Nordiska rådet är en samarbetsorganisation mellan de nordiska ländernas parlament och utgörs av ledamöter ifrån de olika parlamenten: Alþingi i Island, Folketinget i Danmark, Eduskunta i Finland, Riksdagen i Sverige och Stortinget i Norge och dessutom Lagtinget i Åland, Løgtingið i Färöarna och Inatsisartut i Grönland. Dessutom har Samer parlament i Sverige och Norge. Nordiska rådet sammanträder årligen och i år kommer sessionen att hållas i Reykjavik, med början den 1 november Vid avslutningen av sessionen, den 3 november, kommer Nordiska rådets pris i litteratur, musik, film och miljö att delas ut. Målet med prisen är att stimulera intresset för nordisk litteratur, språk, musik och filmkonst samt att öka medvetenheten om natur- och miljöfrågor i de nordiska länderna. Pristagare i år är den finska författaren Sofi Oksanen som belönas för romanen Utrensning, den norske musikern Lasse Thoresen som får priset för verket Opus 42 och miljöpriset tilldelas de skandinaviska bankerna Merkur Andelskassen, Ekobanken och Cultura bank. Thomas Vinterberg får rådets filmpris för filmen Submarino. I samband med Nordiska rådets session och utdelningen av rådets priser kommer kulturfestivalen Ting att hållas mellan den 28 oktober och 7 november. Under festivalen medverkar konstnärer, artister, musiker och författare ifrån samtliga nordiska länder. På initiativ av Nordens hus i Färöarna och i samarbete med det, är det Nordens hus i Reykjavik som planerar och håller festivalen. Men många av landets kulturinstitutioner deltar, däribland Nationalteatern, Reykjaviks Konstmuseum, Islands symfoniorkester och Riksradion. ting ting Norræn listahátíð Nordisk kulturfestival Reykjavík 2010 Stjórnandi Direktör Greipur Gíslason Með stuðningi Med stöd av Í samstarfi við I samarbete med Dagskrá Program Útgefandi Publiceras av Norræna húsið í Reykjavík Nordens hus i Reykjavik Max Dager forstjóri direktör Hafa samband Kontakt norraenahusid.is/ting Ritstjóri Redaktör Tinna Ásgeirsdóttir Ábyrgðarmaður Ansvarig Max Dager Hönnun Design Vinnustofa Atla Hilmarssonar Prentun Tryck GuðjónÓ vistvæn prentsmiðja G-Print Smooth Ljósmyndir Foto Norden.org, Listasafn Reykjavíkur, Snare/Christiansen Collection, Þjóðleikhúsið, Sinfóníuhljómsveit Íslands, Kristín Ragna Gunnarsdóttir og och Guri Dahl/Nordic Voices.

4 4 Formáli Företal Norrænt samstarf er einn af hornsteinum norrænnar samvinnu og í tengslum við þingið í ár er Norræn listahátíð haldin í annað sinn. Þetta árið störfum við með mörgum menningarstofnunum Reykjavíkurborgar og þónokkrum ríkisstofnunum. Íslenska Sjónvarpið kýs að setja norræna dagskrá í brennidepil í tengslum við hátíðina og meðan á henni stendur. Markmiðið með hátíðinni er meðal annars að auka sýnileika verðlaunanna sem Norðurlandaráð veitir. En einnig að kynna norræna list og menningu, styrkja stöðu þeirra fag legu norrænu tengslaneta sem fyrir eru í listaheiminum og jafnframt að auka sölu menningarafurða milli Norðurlandanna. Nú á tímum gegnir menningin æ stærra hlutverki, líka hagrænu og þegar við ákveðum hvert við förum í fríinu þá hefur það æ meiri áhrif hvað borg eða svæði hefur upp á bjóða í menningarlegu tilliti, í víðum skilningi. Í Stokkhólmi er t.a.m. hægt að fá leiðsögn um slóðir Millenium-þríleiks Stiegs Larssons og hefur það framtak notið mikillar hylli. Tilnefning NOMA á Norðuratlantsbryggjunni sem heimsins besta veitingastað hefur komið Kaupmannahöfn á heimskort matargerðarlistarinnar. Aukinn áhugi og sala á norrænum menningarafurðum í nágrannalöndunum hefur í för með sér að heimamarkaður rithöfunda, kvikmyndafólks og hönnuða er öll Norðurlöndin. Þar með verða Norðurlöndin að stökkpalli til alþjóðlegrar velgengni. Norðurlöndin hafa alltaf lagt aðaláherslu á barnamenningu og norrænt barnaleikhús er t.a.m. ein af vinsælustu menningarafurðunum á alþjóðlegum hátíðum. Ég vona að Norræna listahátíðin haldi áfram að þróast næstu árin og að hún hafi í för með sér fleiri samstarfsverkefni milli ríkisstofnana og ríkismiðla. Nordiskt kultursamarbete är en av stöttepelarna i det nordiska samarbetet och i sammanhang med årets möte håller vi Nordisk kulturfestival för 2:a gången. I år samarbetar vi med många av Reykjaviks kulturinstitutioner och ett antal riksinstitutioner. Isländsk television har också valt att fokusera på nordiska kulturutsändningar under och i samband med festivalen. Syftet med festivalen är bland annat att förstärka synligheten av Nordiska rådets prisutdelningar. Men också att presentera nordisk konst och kultur, stärka existerande fackliga nordiska nätverk i konstmiljön och dessutom att öka försäljningen av kulturprodukter mellan de nordiska länderna. Kulturen har i dag en allt större betydelse, också ekonomiskt och när vi väljer vart vi skall åka på semester så tänker vi alltmer på vad en stad eller region har att erbjuda kulturellt i en vid bemärkning. I Stockholm är det t.e.x. möjligt att få en guidad tur i fotspåren av Stieg Larssons Millenium-triologi och det initiativet har varit en stor succé. Utnämningen av NOMA på den Nordatlantiska Bryggan som Världens bästa restaurang har satt Köpenhamn på den gastronomiska världskartan. Ett stigande intresse för och försäljning av nordiska kulturprodukter i grannländerna betyder att hela Norden blir författares, filmfolks och designers hemmamarknad. Därmed blir Norden också en språngbräda till ett internationellt genombrott. Barnkultur har alltid varit bland de nordiska ländernas huvudprioriteter och nordisk barnteater är en av de mest efterfrågade kulturproduktionerna på internationella festivaler. Det är mitt hopp att den Nordiska kulturfestivalen utvecklas de närmaste åren och att den också resulterar i fler samarbetsprojekt mellan statsinstitutioner och riksradio. Helgi Hjörvar Forseti Norðurlandaráðs Nordiska rådets president

5 Kveðja borgarstjóra Borgmästarens hälsning 5 Norðurlöndin hafa upp á margt að bjóða í menningarlegu tilliti. Múmínálfarnir búa í Múmíndal í Finnlandi, Bastían bæjarfógeti býr í Kardemommubæ í Noregi, Lína Langsokkur á Sjónarhóli í smábæ í Svíþjóð og litla stúlkan með eldspýturnar í Danmörku, svo fáeinar þekktar sögupersónur séu nefndar. Á Íslandi hafa þessar sögupersónur lífgað upp tilveruna hjá börnum og ungmennum í gegnum tíðina og orðið uppspretta að nýjum íslenskum ævintýrum. Íslendingar búa einnig yfir miklum sagnaauði þar sem fornir kappar eru oft í aðalhlutverki. Þær sögur eru þekktar um allan heim og hafa orðið mörgum listamönnum kveikja að nýjum sögum, ljóðum, tónlist og öðrum listaverkum. Þannig felur norrænt samstarf í sér að við miðlum menningarauði, treystum böndin og lifum í sátt og samlyndi, alveg eins og í Múmíndalnum og Kardemommubænum. Ég fagna því að á þessari menningarhátíð í Reykjavík fái listamenn tækifæri til að láta ljós sitt skína. Dagskráin er fjölbreytt og munu verðlaunahafar Norðurlandaráðs allir taka þátt í hátíðinni. Boðið verður upp á tónlist, kvikmyndir og bókmenntir, svo fátt eitt sé nefnt. Einnig er ánægjulegt hve margar stofnanir borgarinnar taka þátt í hátíðinni í Reykjavík. Hátíðin setur svip sinn á lífið í borginni og gefur okkur öllum tækifæri til að njóta fjölbreyttrar norrænnar menningar. Ég vil leyfa mér að gera orð Bastíans bæjarfógeta að mínum þegar ég segi að í Reykjavík geta menn - bara lifað og leikið sér. Kära nordiska vänner - välkomna till Reykjavik. De nordiska länderna har mycket att erbjuda när det gäller kultur. Mumintrollen bor i Mumindalen i Finland, Överkonstapel Bastian bor i Kamomilla stad i Norge, Pippi Långstrump har sitt Villa Villekulla i en svensk småstad och den lilla flickan med svavelstickorna bor i Danmark, för att endast nämna några av alla de berömda sagokaraktärerna. I Island har dessa sagokaraktärer livat upp tillvaron för barn och ungdomar genom åren och även blivit en källa till nya isländska berättelser. Även islänningar har en rik sagotradition, där det ofta är hjältar från forna dagar som spelar huvudrollen. Dessa sagor är världsberömda och har inspirerat många författare till nya berättelser och dikter, och också gett musiker och konstnärer inspiration att skapa nya verk. På så vis fungerar det nordiska samarbetet, vi delar med oss till varandra av våra kulturskatter, stärker våra band och lever i harmoni och samförstånd, precis som i Mumindalen och Kamomilla stad. Jag välkomnar det faktum att under kulturfestivalen Ting i Reykjavik får nordiska konstnärer, musiker och författare tillfälle att låta sitt ljus skina. Programmet innehåller många olika slags evenemang och mottagarna av Nordiska rådets priser kommer alla att delta i festivalen. Vi kommer att erbjuda musik, film och litteratur och mycket annat. Dessutom deltar många av Reykjaviks övriga institutioner i festivalen. Festivalen Ting sätter sitt avtryck på livet i Reykjavik och ger oss alla tillfälle att njuta av nordisk kultur i alla dess former. Vill jag tillåta mig att göra Överkonstapel Bastians ord till mina egna när jag säger att i Rekjavik kan människor leva och leka. Trevligt besök! Jón Gnarr Borgarstjórinn í Reykjavík Borgmästare i Reykjavik

6 6

7 7

8 8 Bókmenntir Litteratur Höfundakvöld Författarkväll Sofi Oksanen Norræna húsið Nordens hus Sturlugata :00 Miðar Biljetter Ókeypis Gratis Finnska skáldkonan Sofi Oksanen hlýtur bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs 2010 fyrir skáldsögu sína Hreinsun (Puhdistus) sem er nýkomin út í íslenskri þýðingu. Á höfundakvöldi ræðir Silja Aðalsteinsdóttir við Sofi Oksanen sem er margverðlaunuð og þykir með merkari rithöfundum sinnar kynslóðar. Hreinsun var fyrst samin sem leikrit og setur Þjóðleikhúsið verkið upp á næsta leikári. Leikarar Þjóðleikhússins leiklesa valinn kafla úr verkinu á höfundakvöldinu. Hreinsun gerist á tveimur ólíkum skeiðum í sögu Eistlands: í síðari heimsstyrjöld og undir lok tuttugustu aldar, og segir sögu tveggja kvenna. Þegar sögur kvennanna fléttast saman koma í ljós óvænt tengsl. Stef sögunnar; valdleysi, ást og svik, eru tímalaus og Sofi Oksanen sýnir á blæbrigðaríkan og tjáningarríkan hátt hve grátt örlögin geta leikið mannskepnuna. Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs Nordiska rådets litteraturpris 2010 Den finska författaren Sofi Oksanen får Nordiska rådets litteraturpris 2010 för romanen Utrensning (Puhdistus) som nyligen har publicerats på isländska. På författarkvällen intervjuar Silja Aðalsteinsdóttir Sofi Oksanen som har belönats med ett flertal priser och anses vara en av sin generations mest betydelsefulla författare. Oksanen skrev Utrensning först som ett skådespel och den isländska Nationalteatern visar det nästa år. Skådespelare från Nationalteatern läser ett avsnitt ur skådespelet på författarkvällen. Utrensning handlar om två olika perioder i Estlands historia: under andra världskriget och på nittiotalet, och berättar två olika kvinnors historia. När kvinnornas historia flätas ihop avslöjas oväntade förbindelser. Berättelsens teman: maktlöshet, kärlek och svek, är tidlösa och Sofi Oksanen visar på ett nyanserat och uttrycksfullt sätt hur ödet kan behandla människor.

9 Tónlist Musik 9 Nordic Voices Opus 42 eftir av Lasse Thoresen Kristskirkja Landakot :30 Tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Nordiska rådets musikpris 2010 Miðar Biljetter midi.is/við inngang vid entré isk Efnisskrá Program Lasse Thoresen: Solbøn Pierre de Manchicourt: Regina Coeli Lasse Thoresen: Likferdssælmin Clemens non Papa: Hei, mihi Domine Cristobal de Morales: Exaltata Est Lasse Thoresen: Himmelske Fader Pierre de Manchicourt: Laudate Dominum Lasse Thoresen: Tvetrall Tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs 2010 falla í skaut norska tónskáldsins Lasse Thoresen fyrir verkið Opus 42 sem samsett er úr fjórum raddverkum fluttum af söngvurum kammerkórsins Nordic Voices. Opus 42 litast af norrænni þjóðlagatónlist og byggir tónskáldið verkið á því sem sameinar forna og nýja tónlist og sýnir jafnframt fram á hvað er líkt með norrænni þjóðlagatónlist og t.a.m. indverskri tónlist eða tónlist frá Miðausturlöndum. Thoresen tekst í Opus 42 með framúrskarandi hætti að samþætta nútímaleg verk og að fínstilla smátóna, hljómaval og takt. Með þessu brýtur Lasse Thoresen blað í tónlistarsögunni og verk hans veitir endurnýjun og kröftum inn í listsköpun á sviði tónlistar, ekki síst þjóðlagatónlistar. Söngvarar Nordic Voices eru áhættusæknir og hæfileikaríkir tónlistarmenn og fullkomnar flutningur þeirra verkið. Nordiska rådets musikpris 2010 går till den norske kompositören Lasse Thoresen för hans Opus 42 som består av fyra vokalverk som sångarna i ensemblen Nordic Voices sjunger. Opus 42 är färgad av skandinavisk folkmusik och kompositören visar de gemensamma dragen mellan den gamla och den nya musiken samtidigt som vi ser likheten mellan skandinavisk folkmusik och exempelvis indisk musik eller musik från Mellanöstern. På ett banbrytande sätt har Thoresen funnit ett sätt att integrera konstmusikens finstilta mikrotonalitet, harmonik och puls med modernistiska projekt. Thoresens musik är unik och förnyar och vitaliserar inte bara konstmusiken utan också folkmusiken. Sångarna i ensemblen Nordic Voices är riskvilliga och högkompetenta musiker och utan dem hade ett sådant projekt inte kunnat realiseras.

10 10 Málþing Symposium Samfélagslega ábyrgir bankar leið að réttlátu hagkerfi Norræna húsið Nordens hus Sturlugata :00 19:00 Umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs Nordiska rådets Natur- och miljöpris 2010 Miðar Biljetter Aðgangur ókeypis Fri entré Erindi Föredrag Lars Pehrson, Merkur Andelsbank, bankastjóri bankdirektör Lars Hektoen, Cultura bank, bankastjóri bankdirektör Annika Laurén, Ekobanken, bankastjóri bankdirektör Kristín Vala Ragnarsdóttir forseti Verkfræði- og náttúruvísindasviðs hí Málstofa með bönkunum sem skipta með sér umhverfisverðlaunum Norðurlandaráðs Þema umhverfisverðlaunanna 2010 er umhverfisvæn eignastýring. Verðlaunin eru veitt norrænu fyrirtæki, samtökum, fjölmiðli eða einstaklingi sem sýnir fordæmi í starfi með því að hafa áhrif á fjármálamarkaðinn, eignastýringageirann, banka eða ráðgjafa og fá þá til að vinna að sjálfbærni og langtímamarkmiðum í eignastýringu sinni. Handhafar umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs 2010 eru bankarnir Merkur Andelskasse dn, Ekobanken sv og Cultura bank no. Sívaxandi áhugi og traust almennings á Norðurlöndum á þessum bönkum byggist m.a. á því að þeir beita sér fyrir ábyrgri samfélagsuppbyggingu og stunda ekki spákaupmennsku. Frá upphafi hafa bankarnir þrír haft gagnsæi að leiðarljósi í starfi sínu og gefa þeir reglulega út yfirlit um lán til fyrirtækja og stofnana. Virk þátttaka í samfélagsumræðunni er einnig mikilvægur hluti af starfi þeirra. Symposium med bankerna som delar på Nordiska rådets Natur- och miljöpris Temat för Natur- och miljöpriset 2010 är grön kapitalförvaltning. Priset ges till ett nordiskt företag, organisation, medium eller person som på ett föredömligt sätt har arbetat för att påverka finansmarknaden, kapitalförvaltningsindustrin, banker eller konsulter och få dem att arbeta långsiktigt och integrera hållbarhet i kapitalförvaltningen. Nordiska rådets natur- och miljöpris 2010 tilldelas de tre bankerna Merkur Andelskasse dn, Ekobanken sv och Cultura bank no. Allmänheten visar ett ökat intresse och förtroende för dessa banker bl.a. på grund av att de tar sitt sammhällsansvar och undviker riskfyllda spekulationer. De tre bankerna har från början haft genomsynlighet som ledstjärna i sitt arbete och de publicerar regelbundet upplysningar om lån till företag och institutioner. Aktivt deltagande i samhällsdiskussionen är också en viktig del av deras arbete.

11 Tónlist Musik 11 direkt ting kynnir direkt, norræna tónlistarhelgi í Reykjavík, nóvember. ting presenterar direkt: nordisk musikhelg i Reykjavik, 4:e-6:e november. Miðar Biljetter midi.is/havarí, Austurstræti 6/Skífan, Kringlan shoppingcenter/ við inngagn vid entré Slaraffenland dk Budam FO Orphic Oxtra is , 21:00 Tjarnarbíó, Tjarnargata 12 Miðaverð Biljetter isk (forsala förhandspris isk) ting direkt x3 pass isk Datarock no Retro Stefson is Berndsen is , 22:00 nasa, Austurvöllur Miðaverð Biljetter isk (forsala förhandspris isk) ting direkt x3 pass isk Wildbirds & Peacedrums se Hjaltalin is + Schola Cantorum is , 20:00 Fríkirkjan, Fríkirkjuvegur 5 Miðaverð Biljetter isk (forsala förhandspris isk) ting direkt x3 pass isk ting direkt lokahóf avslutningsfest Leynigestur frá Bergen Artists Speciell gäst från Bergen Artists , 23:00 Venue, Tryggvagata 22 Miðaverð Biljetter isk við inngang ved entré Ókeypis fyrir þá sem eru með ting direkt miða eða passa Gratis för de som har ting direkt biljetter eller pass

12 12 Kvikmyndir Film Thomas Vinterberg dk Submarino Bíó Paradís Hverfisgata , 20:00/ , 16:00/ , 16:00/ , 22:00/ , 20:00, 22:00 Miðar Biljetter midi.is/bíó Paradís Danski leikstjórinn Thomas Vinterberg hlýtur kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs 2010 fyrir kvikmyndina Submarino. Fimm myndir voru tilnefndar, ein frá hverju Norðurlandanna. Bío Paradís sýnir allar myndirnar á Ting. Í Submarino hittast tveir bræður aftur eftir margra ára aðskilnað í jarðaför móðurinnar. Harmleikur tvístraði fjölskyldunni og bræðurnir bera þess glögg merki að hafa átt erfiða æsku. Þeir ganga hvor sinn veginn til glötunar. Áfengisneysla og ofbeldi markar líf annars en hinn er einstæður faðir sem berst við eiturlyfjafíkn. Átakanleg kvikmynd um dapurleg örlög fjölskyldu, sektarkennd foreldra og óumflýjanleg uppgjör. Den danske regissören Thomas Vinterberg får Nordiska rådets filmpris 2010 för filmen Submarino. Fem filmer nominerades, en från varje land i Norden. Bio Paradis visar alla filmerna på Ting. Kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs Nordiska rådets filmpris 2010 I Submarino träffas två bröder igen vid sin mors begravning efter många års separation. En tragedi splittrade familjen och bröderna har tydligen haft en svår uppväxt. De lever båda två självdestruktiva liv. Alkoholism och våld markerar den enes liv men den andra är ensamstående pappa som kämpar med sitt drogmissbruk. En tragisk film om en familjs sorgliga öde, föräldrars dåliga samvete och en oundviklig uppgörelse.

13 Kvikmyndir Film Kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs Tilnefningar Bíó Paradís Hverfisgata 54 Miðar Biljetter midi.is/bíó Paradís Ath Sýningartímar eru birtir með fyrirvara OBS Tiderna kan ändras 13 Sara Johnsen no Upperdog , 20:00/ , 16:00/ , 18:00/ , 18:00 Þegar líf fólks skarast geta minnstu breytingar haft áhrif þótt allt virðist á yfirborðinu sem áður. Söguhetjur norska leikstjórans Söru Johnsen þurfa að læra að horfast í augu við sjálfar sig og tilveruna í norsku kvikmyndinni Upperdog. När olika människor kommer i kontakt med varandra kan minsta förändring få oväntade konsekvenser även om allting tycks vara som förut. Personerna i den norska regissörens Sara Johnsens film, Upperdog, konfronteras med sig själva och sin identitet. Joonas Berghäll & Mika Hotakainen fi Miesten Vuroro , 22:00/ , 18:00/ , 20:00/ , 18:00 Í heimildarmyndinni Miesten Vuroro opna finnskir karlmenn sálu sína í helgidómi sínum: finnsku sánunni. Leikstjórarnir Joonas Berghäll og Mika Hotakainen kynna hrjúfa en tilfinningaríka karlmenn sem dulbúa tár sín sem svita. I dokumentärfilmen Miesten Vuoro ser vi den finske mannen i sin helgedom: den finska saunan, och där öppnar han sin själ. Regissörerna Joonas Berghäll och Mika Hotakainen visar barska men emotionella karlar som kläder sina tårar till svett. Dagur Kári is The Good Heart , 18:00/ , 20:00/ , 16:00/ , 22:00 Hjartað er að gefa sig í geðstirðum gömlum bareiganda sem tekur að sér sorgmæddan heimilislausan pilt. Leikstjórinn Dagur Kári fjallar um hjartagæsku og örlög manna í kvikmyndinni The Good Heart. En gamall vresig barägare tar en hemlös melankolisk pojke under sitt beskydd. The Good Heart av den isländska regissören Dagur Kári handlar om öden och godhjärtade människor. Tarik Saleh se Metropia , 18:00/ , 22:00/ , 20:00/ , 22:00 Metropia er drungaleg framtíðarsýn þar sem Evrópa er á heljarþröm og olíubirgðir heimsins á þrotum. Sænski leikstjórinn Tarik Saleh beitir nýrri tækni og notast við stillimyndir til þess að skapa leikna hreyfimynd. Den svenske regissören Tarik Saleh använder en helt ny stillbildsbaserad animationsteknik i dystopin Metropia som visar ett skrämmande Europa där världens oljeresurser håller på att ta slut.

14 14 Tónlist Musik Ríkisútvarpið Riksradion Norrænar áherslur í Útvarpi og Sjónvarpi Nordisk fokus på radio och television Rás 1, Rás 2 og Sjónvarpið Riksradio 1, 2 och rikstelevision Sjónvarpið Rikstelevisionen Per Olov Enquist , 22:20 ( , 15.45) Bókaþáttur um sænska rithöfundinn Per Olov Enquist. Bokprogram om den svenska författaren Per Olov Enquist. Himinblámi Himmeblå 31.10, , 21:25 Norskur myndaflokkur sem gerist á eynni Ylvingen norðarlega í Noregi. Norsk TV-serie som utspelas på ön Ylvingen vid Nordnorges kust. Önnumatur Annas mat , 21:25 Kokkurinn Anne Hjernöe töfrar fram kræsingar af ýmsu tagi. Kocken Anne Hjernöe trollar fram all slags delikatesser. Kastljós Kastljos , 19:35 Kiljan Luntan , 21:05 Fjallað um Sofi Oksanen sem hlaut bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs Sjá síðu 8. Handlar bl.a. om Sofi Oksanen som fick Nordiska rådets litteraturpris Se sida 8. Kraftaverkið Miraklet i Markebygd , 22:20 Norsk heimildarmynd um þroskaheftan mann. Norsk dokumentärfilm om en förstånds handi - kappad man. Prag , 00:25 Dönsk bíómynd um hjónin Christoffer og Maju sem fara til Prag til að sækja líkið af pabba Christoffers. En dansk film om paret Christoffer och Maja som reser till Prag för att hämta liket av Christoffers pappa. Hleyp þeim rétta inn Låt den rätte komma in , 22:15 Margverðlaun sænsk hryllingsmynd um unglinga og vampírur. Den mångbelönade svenska skräckfilmen om ungdomar och vampyrer. Norræn menning í brennidepli. Nordisk kultur i brännpunkt.

15 Tónlist Musik 15 Rás 1 Rás 2 FM 93,5 Riksradion 1 Sinfóníukvöld Symfoniafton , 19:00 Bein útsending frá tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands en þeir eru hluti af Ting norrænni listahátíð í Reykjavík. Sjá síðu 17. Direktutsändning från konsert med Islands symfoniorkester, en del av Ting nordisk kulturfestival i Reykjavik. Se sida 17. Girni, grúsk og gloríur Snoddar, spaningar och klavertramp , 14:03 ( , 22.20) Haldið til hinnar glæstu hirðar Kristjáns IV. Danakonungs og leikin verk eftir hirðtón - skáld hans. Vi reser till Christian den IV:es ståtliga hov och lyssnar på musik av kompositörer som komponerade på uppdrag av hans majestät. Víðsjá Kulturmagasin , 17:03 Þátturinn er að þessu sinni helgaður Ting norrænni listahátíð í Reykjavík. I kväll tillägnas programmet Ting nordisk kulturfestival i Reykjavik Kvika Ett program tillägnat filmkonsten , 10:15 ( , 20.30) Að þessu sinni verður fjallað um þær bíómyndir sem tilnefndar eru til kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs. Sjá síðu 12. Den här gången handlar programmet om de filmer som nominerades til Nordiska rådets filmpris. Se sida 12. FM 90,1 Riksradion 2 Bláar nótur í bland Blå toner, Nordisk jazz , 18:17 ( , 15.25) Lars Erstrand á víbrafón, Antti Sarpila á klarinett, Jesper Thilo á saxófón, auk færeyskra og íslenskra tónlistarmanna, eru meðal flytjenda í þættinum. Lars Erstrand, vibrafon, Antti Sarpila, klarinett, Jesper Thilo, saxofon, plus färöiska och isländska musiker spelar i programmet. Útvarpsperlur Radiopärlor , 15:00 ( , 22.20) Þáttur um æviferil og verk danska skáldsins Benny Andersen. Ett program om den danske diktarens Benny Andersons liv och karriär. Bakvið stjörnurnar Bakom stjärnorna , 14:00 ( , 22.15) Í þættinum munu hljóma m.a. brot úr Holbergsvítu Edvards Grieg, Finlandia eftir Sibelius og Flautukonsert Carls Nielsen. I programmet hör vi bl.a. avsnitt ur Edvard Griegs Holberg-svit, Finlandia av Sibelius och Carl Nielsens Flöjtkonsert. Leynifélagið Hämliga sällskapet 01.11, 02.11, 03.11, , 20:00 Norræn barnatónlist, barnamenning og norrænir barnabókahöfundar á dagskrá. Nordisk barnmusik, barnkultur och nordiska barnboksförfattare på dagsorden. Úr tónlistarlífinu Från musikvärlden , 16:05 Opus 42 eftir tónskáldið Lasse Thoresen sem hlaut tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Hljóðritun frá tónleikum kammerkórsins Nordic Voices í Kristskirkju 2/11. Sjá síðu 9. Opus 42 av kompositören Lasse Thoresen som fick Nordiska rådets musikpris Inspelning av en konsert med vokalensemblen Nordic Voices i Kristskirkja den 2/11. Se sida 9. ting direkt Dagskrárgerðamenn Rásar 2 gera tónlistarhátíðinni direkt góð skil alla vikuna. Musikfestivalen direkt i speciell fokus på Riksradio 2 hela veckan.

16 16 Leiklist Teater Sirkku Peltola Finnski hesturinn Þjóðleikhúsið Nationalteatern Hverfisgata / / / :00 Miðar Biljetter midi.is / Á bóndabæ í afskekktri sveit í Finnlandi búa fráskilin hjón ásamt tannhvassri ömmu og börnum sem gera óraunhæfar kröfur til lífsins. Kærasta pabbans fær að gista þegar vel liggur á heimilisfólkinu. Þegar bóndasonurinn tekur upp á því að selja tákn sveitarinnar, finnska hestinn, til ítölsku mafíunnar og eignast þannig fé fyrir Harley Davidson mótorfák fer hið furðulega sveitalíf heldur betur að flækjast og úr verður æsileg atburðarás. På en bondgård i en avkrok på den finska landsbygden bor ett frånskilt par tillsammans med en bitsk svärmor och sina barn som gör orealistiska krav till livet. Pappans flickvän får övernatta när familjen är på bra humör. När bondsonen företar sig att sälja bygdens symbol, den finska hästen, till den italienska mafian för att skaffa pengar till en Harley Davidson motorcykel börjar det besynnerliga lantlivet bli ordentligt invecklat och intrigen tar en ny och oförutsedd riktning. Leiklist Teater Halldór Laxness Gerpla Þjóðleikhúsið Nationalteatern Hverfisgata / :00 Miðar Biljetter midi.is/ Þormóður Kolbrúnarskáld leggur allt í sölurnar fyrir hetjuhugsjónina og skáldskapinn. Hann yfirgefur konu sína og börn en að endingu þarf hann að horfast í augu við það að ef til vill færði hann allar þessar fórnir fyrir rangan málstað. Fyrir eitthvað sem var hégómi einn. Gerpla í uppfærslu Þjóðarleikhússins er leikur með þjóðararfinn þar sem vísað er í söguöldina og þjóðleg minni. Sýningin hefur notið mikilla vinsælda og verið tilnefnd til fjölda verðlauna. Þormóður Kolbrúnarskáld offrar allt för hjälteidealet och diktandet. Han överger sin hustru och sina barn, men tvingas till slut konfronteras med insikten att alla dessa uppoffringar kanske var för fel sak. För något som mest handlade om fåfänga. Nationalteaterns uppsättning av Gerpla är en föreställning som gestaltar det isländska nationalarvet från sagoåldern. Föreställningen har varit mycket uppskattad och har nominerats till ett flertal utmärkelser.

17 Tónlist Musik 17 Sinfóníuhljómsveit Íslands Þúsund og ein nótt Islands symfoniorkester Háskólabíó Hagatorg :30 Miðar Biljetter / Flytjendur Artister Petri Sakari, stjórnandi dirigent Þórunn Ósk Marínósdóttir, einleikari soloist Petri Sakari hljómsveitarstjóri hefur átt einstaklega gjöfult og gott samstarf við Sinfóníuhljómsveit Íslands síðan á níunda áratugnum. Auk Sinfóníuhljómsveitar Íslands hefur Petri Sakari stjórnað fjölda finnskra sinfóníusveita sem og sinfóníusveitum um allan heim. Hann hefur stjórnað upptökum á leik Sinfóníuhljómsveitar Íslands fyrir tónlistarútgáfurnar Naxos og Chandos og hafa þær hlotið góðar viðtökur. Þórunn Ósk Magnúsdóttir er einn fremsti víóluleikari Íslendinga og starfar sem aðstoðarleiðari í Sinfóníuhljómsveit Íslands. Tónverk kvöldsins eru La Valse eftir Marice Ravel, Víólukonsert eftir Béla Bartók og Sheherazade eftir Nikolai Rimskíj-Korsakov. Dirigenten Petri Sakari har sedan på åttiotalet haft ett givande och utomordentligt bra samarbete med den Isländska Symfoniorkestern. Petri Sakari har, förutom Islands symfoniorkester, dirigerat ett antal finska symfoniorkestrar och ett flertal andra symfoniorkestrar över helda världen. Tillsammans med Islands Symfoniorkester har han spelat in musikverk för skivbolagen Naxos och Chandos, inspelningar som har fått ett bra mottagande. Þórunn Ósk Magnúsdóttir är en av Islands främsta violister og är anställd som assistentledare hos Islands Symfoniorkester. Kvällens kompositioner är La Valse av Marice Ravel, Violakonsert av Béla Bartók och Sheherazade av Nikolai Rimskij-Korsakov.