Aravísur. sungnar Ara Páli Kristinssyni fimmtugum 28. september 2010

Save this PDF as:
 WORD  PNG  TXT  JPG

Storlek: px
Starta visningen från sidan:

Download "Aravísur. sungnar Ara Páli Kristinssyni fimmtugum 28. september 2010"

Transkript

1 Aravísur sungnar Ara Páli Kristinssyni fimmtugum 28. september 2010 Menningar- og minningarsjóður Mette Magnussen Reykjavík 2010

2 Höfundar Umsjón: Jóhannes B. Sigtryggsson og Kári Kaaber. Bók þessa má afrita með ýmsum hætti, svo sem með ljósritun, prentun, skönnun, hljóðritun, kvikmyndun, eða á annan sambærilegan hátt, að hluta eða í heild, enda sé það gert í fullu samráði við höfunda og með skriflegu leyfi þeirra. Hönnun forsíðu: Ritnefnd.

3 Efnisyfirlit Ágústa Þorbergsdóttir: Nýyrðið fagn...7 Eiríkur Rögnvaldsson: Ýmis...10 Gottskálk Þór Jensson: Latína norðursins...13 Guðni Olgeirsson: Nokkur minningarbrot frá degi íslenskrar tungu Guðrún Kvaran: Viðbót við að hneigja upp á i...24 Guðvarður Már Gunnlaugsson: Austmaður...27 Hallgrímur J. Ámundason: Kaffiskattur á Jamtumbáðaholti...30 Hanna Óladóttir: Á þessum eftirsótta stað...33 Jóhannes B. Sigtryggsson: Samhljóma nýyrði í léttum dúr...35 Jón Hilmar Jónsson: Ágengt aðkomuorð: abstrakt í íslensku orðarými...36 Jónína Hafsteinsdóttir: Mýrarhús...41 Katrín Axelsdóttir: Fyrirsegjanleiki á fjalli...44 Kristján Árnason: Hver var Albert?...47 Kristján Eiríksson: Stolin af Sigurjóni...49 Magnús Snædal: Ráðherra...51 Margrét Jónsdóttir: Skakkvarinn og lífúður...53 Rósa Þorsteinsdóttir: Mikill á Velli...55 Sigrún Helgadóttir: Um íðorðið íðorð...56 Sigurður Konráðsson: Lýsingarorð, einkum merking þeirra og röð...60 Svanhildur Óskarsdóttir: Aprílgabb Málfarsmínútunnar...63 Svavar Sigmundsson: Um Ertu og Tortu og fleiri bæjanöfn...65 Sverrir Tómasson: Að vera góður til síns brúks daglegt, mælt mál liðinna tíma...68 Úlfar Bragason: Í Lauga...70 Veturliði G. Óskarsson: Alsala...72 Vésteinn Ólason: Minningabrot úr Flóa...75

4 Gottskálk Þór Jensson Latína norðursins Eitt af því sem íslenskt mál hefur verið kallað í gegnum tíðina er latína norðursins, enda felst í orðasambandinu hnyttin samlíking tveggja klassískra tungumála. Frú Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti, hefur til að mynda oft notað þetta í ræðum sínum, þegar hún vill leggja áherslu á mikilvægi íslenskunnar. Mig minnir að ég hafi fyrst heyrt þessu fleygt á miðjum 9. áratug síðustu aldar. Þá var ég að lesa latínu í Háskólanum, og var því viljugur að sjá hliðstæðuna við móðurmálið. Svo hugsaði ég ekki ýkja mikið um þetta þar til eftir doktorspróf í fræðunum að ég freistaði þess að skýra hreintungustefnu Arngríms lærða í Crymogæu (1609) sem yfirfærða latneska hreintungustefnu. Þá vildi ég vita hver hefði fyrstur kallað íslensku latínu norðursins og í hvaða samhengi, taldi vitneskjuna um það jafnvel geta orðið vatn á myllu kenningar minnar. Mér þótti koma til greina að þetta hefði gerst á tímum húmanistanna, þótt ég fyndi ekki nokkur dæmi um orðalagið frá þeim tíma og leitaði þó víða. Þá kom til greina að upphafsins væri að leita á 19. öldinni, í tengslum við skrif danskra fræðimanna, einkum Rasmusar Rasks, um mikilvægi íslenskrar tungu. Árið 2002 hringdi ég í Ástu Svavarsdóttur á Orðabók Háskólans og spurðist fyrir. Orðalagið var ekki skráð en Ásta var sammála mér að líklegast væri að leita uppruna þess, í merkingunni íslenska sem sameiginleg forntunga norðurálfu á 19. öld, hjá þeim höfundum sem þá leituðust við að upphefja þjóðtunguna. Ásta benti mér á bók Kjartans Ottóssonar, Íslenska málhreinsun: sögulegt yfirlit (Reykjavík, 1990), einkum kafla í þeirri bók sem heitir Tungan í straumi sjálfstæðisbaráttunnar. En þessi annars góða ábending leiddi ekki til neins. Síðar, á söguþinginu í Bonn 2003, spurði ég Kjartan beint að því hvort hann þekkti uppruna þessarar samlíkingar, en það sagðist hann ekki gera. Gunnlaugur Ingólfsson á Orðabókinni hafði líka bent mér á grein sem hann minnti að hefði birst í Arkiv för nordisk filologi snemma á 20. öld, eftir sænskan mann, en efni greinarinnar var íslenska sem alþjóðamál norðursins, og hvatti Svíinn til þess að hún væri þannig notuð. En mér tókst ekki að finna þessa grein. Ragnheiður Kristjánsdóttir sagnfræðingur benti mér á Aðalgeir Kristjánsson frænda sinn sem þekkti Fjölnismenn og 19. öldina vel og vissi ef til vill hvar finna mætti latínu norðursins. Ég talaði við Aðalgeir en hann vissi ekki hvaðan orðalagið var ættað. Benti mér þó á danska bókmenntafræðinginn Niels Matthias Petersen, eða N.M. Petersen, yngri samtímamann Rasks. Í ritgerð eftir N.M. Petersen, Det oldnordiske Sprog som Undervisningsgjenstand i de lærde Skoler, sem kom út í dagblaðinu Fædrelandet í tveimur hlutum 1. og 2. október 1845 (nr og 2006), má lesa hugmyndir sem fara nærri inntakinu í latínu norðursins og þó. Þessi Dani leggur nefnilega til að rétt eins og byrjað sé á latínu í menntaskólum áður en kenndur er Rómaréttur og klassísk sagnfræði 13

5 mætti byrja á norræna fornmálinu, sem hann kallar oldnordisk, á sama skólastigi áður en kennd væri danska og sagnfræði föðurlandsins. Orðalagið Nordens latin virðist hvergi koma fyrir í ritum N.M. Petersens. Og heldur ekki ef leitað er í Arkiv for dansk literatur ( gríðarlega miklu ritmálssafni með verkum danskra höfunda, þ. á m. Grundtvigs, sem gerð hafa verið aðgengileg á netinu af Konungsbókhlöðunni og Hinu danska mál- og bókmenntafélagi. En Gunnlaugur Ingólfsson hætti ekki að brjóta heilann um vandamálið, því hartnær þremur árum síðar, 17. nóvember 2004, skrifaði hann mér óvænt frá Svíþjóð: Sæll vertu. Vona þú sért enn með þetta póstfang hvar sem þú ert. Ég er nú í Uppsölum. Heimir lektor Pálsson hefur eftir Þórarni Eldjárn að Strindberg hafi notað orðalagið latína norðursins. Ekki kunni Heimir að greina hvar þetta mundi vera hjá Strindberg. Þú gætir sent Þórarni skeyti og spurt hann frekar út í þetta - ef þú ert ekki orðinn þessu afhuga? Einar Már rithöfundur hafði eftir Jóhani Hendrik þetta orðalag,,latína Norðurlanda um íslensku. Ég spurði Jóhan hvaðan hann hefði þetta. Hann hélt hann hefði tekið þetta upp hjá sjálfum sér. Með bestu kveðju, Gunnlaugur Ingólfsson August Strindberg? Þegar ég gúglaði Nordens latin og Strindberg kom það á daginn að Þórarinn var ekki einn um þessa skoðun, fjöldi Svía virtist þekkja latínu norðursins og tengja hana við Strindberg. Svo ég lét verða af því að skrifa aðalritstjóra Strindbergverkefnisins, Per Stam, sem nú er að ljúka við heildarútgáfu á verkum meistarans í 72 bindum. Svar hans var svohljóðandi: Kära Gottskálk Jensson, jag har gjort en del sökningar i konkordanser och även i tre delar i Samlade Verk där man kunde misstänka att frasen "Nordens latin" om isländskan förekommer. Dock utan framgång. De ställen på nätet där man finner frasen sammankopplad med Strindberg ges aldrig någon källhänvisning eller längre citering. Jag tror att frasen har blivit tillskriven Strindberg vid något tillfälle och att uttalandet därefter levt sitt eget liv som citat av citat. Jag fann också ett svenskt belägg där frasens upphovsman sades vara Jorge Luis Borges. Anledningen till att man överhuvud taget kopplat samman Strindberg med positiva utsagor om isländskan är att han framför allt i ungdomen, men också längre fram i livet, hyllade det isländska språket. I en artikel från 1872 pläderade han för att man i Sverige skulle läsa fornisländska i skolorna istället för latin. Han använder i artikeln orden 'nordens fransmän' om svenskarna. Artikeln heter "Latin eller Svenska?" och återfinns omtryckt i Strindbergs Kulturhistoriska Studier (1881), Samlade Verk 7, red. Per Stam och Bo Bennich-Björkman, Även i Strindbergs språkvetenskapliga arbeten i slutet av livet framhålls isländskan, bl.a. i Modersmålets anor (1910), i Språkvetenskapliga Skrifter I, Samlade Verk 69, red. Camilla Kretz och Bo Ralph, I den skriften ingår bl.a. en lista på "Isländska ord att upptagas i nysvenskan". Så, jag tror att någon ursprungligen talat/skrivit om Strindbergs höga tanke om isländskan och kanske också använt frasen Nordens latin i sammanhanget och att någon åhörare/läsare därefter låtit Strindberg stå för uttrycket. Med vänliga hälsningar, Per Stam 14

6 Fyrst sjálfur Per Stam gat ekki fundið latínu norðursins hjá Strindberg var borin von að fylgja þessum þræði lengra. En Jorge Louis Borges? Ég leitaði áfram, og fann þá tilvísun á netinu sem Per Stam hafði áður rekist á. Þetta var grein í norðursænsku smáblaði, Vesterbottens Kuriren, í Umeå. Kúltúrskríbent blaðsins, Anders Sjögren, hafði skrifað ritdóm um þýðingu Lars Lönnroths á Njáls sögu, og byrjað á því að segja að Borges hefði kallað íslensku latínu norðursins, en án tilvísunar. Við enn frekari leit, fann ég loks kvæði eftir Íslandsvininn Jorge Louis Borges, sem hann orti um Ísland og birtist í ljóðabókinni El oro de los tigres (1972). Textarnir í þessari bók virðast vera frá árunum Af einhverjum ástæðum hefur kvæðið, Til Íslands, ekki enn verið þýtt, svo ég ákvað að snara því sjálfur til gamans (þótt ég kunni álíka mikið í spænsku og Borges í íslensku): Til Íslands Af víðáttum hinnar fögru jarðar er hold mitt hafa lúið og þess skugga ert þú í senn fjarlægast og nánast, Ultima Thule, Ísland skipanna, hins harða kjalar og stöðuga róðurs, strengdra neta sjómannanna, þessa kynlega, kyrra síðdegisljóss, sem ógreinilegur himinninn úthellir í dögun, og vindsins, sem leitar horfinna segla víkinganna. Helga land, sem mundir fyrir Germaníu og varðveittir goðsagnir hennar, um hina öldnu í járnviði og úlfinn, og um farið, sem goðin óttuðust, smíðað úr nöglum hinna dauðu. Ísland, mig hefur lengi dreymt þig, frá þeim morgni, er faðir minn gaf þeim dreng, er ég var og tórir enn, útgáfu eina á Völsunga sögu, sem nú ræður í mitt hálfrökkur, með aðstoð seinvirkrar orðabókar. Þegar líkaminn þreytist á manni sínum, þegar eldurinn dofnar og verður að ösku, er gott að gefa sig að bóknámi, óendanlegu verkefni; ég hef ákveðið að læra tungumálið, þessa latínu norðursins, sem gerði strandhögg á steppum og höfum heillar heimsálfu, bergmálaði í Býsans og ómaði á ósnortnum ströndum Ameríku. Það mun ei takast, samt vænti ég tilfallandi ávinnings af viðleitni minni, síður en svo öruggra launa erfiðisins. Hið sama skynja þeir sem rannsaka 15

7 stjörnurnar og runur talnanna aðeins ástina, hina fávísu ást, Ísland. Ese latín del Norte. Þess má geta að Borges orti síðar og birti í Historia de la noche (1977) annað kvæði sem heitir einfaldlega Islandia og svipar dálítið til þessa kvæðis, og hefur verið þýtt tvisvar, af Sigrúnu Ástríði Eiríksdóttur og Matthíasi Johannessen. Borges var óhemju vinsæll höfundur á síðustu áratugum 20. aldar, og kann það að hafa nægt til útbreiðslu á latínu norðursins að hann notaði orðasambandið í kvæði sínu. Að minnsta kosti er líklegt að Jóhann Karl Spánarkonungur hafi verið undir áhrifum frá kvæðinu þegar hann mælti eftirfarandi í ræðu í kvöldverðarboði forseta Íslands, Vigdísar Finnbogadóttur, á Hótel sögu 5. júlí 1989: Án efa kemur andi sá er einkennir íslensku þjóðina best fram í þúsund ára sögu Alþingis, en það er hornsteinn þjóðar sem á sér djúpar lýðræðislegar rætur. Þjóðar þar sem ríkir fágætt stjórnmálalegt og þjóðfélagslegt jafnvægi. Þjóðar þar sem menntun er á háu stigi, þar sem fyrir hendi er einstakur áhugi og virðing fyrir menningu og þar sem varðveist hefur í öllum tærleika sínum tungumál er stundum hefur verið kallað latína norðursins. Þjóðar sem er annt um hefð sína og hefur varðveitt persónuleika sinn ósnortinn. (Mbl. 6. júlí 1989) En það er ljóst að Borges var ekki upphafsmaður þess að kalla íslensku latínu norðursins, því elsta dæmið sem ég hef enn getað fundið um þetta heiti kemur fyrir um áratug fyrr, í grein sem Pierre Naert, rannsóknardósent í Norðurlandamálum og almennum málvísindum við Háskólann í Lundi, skrifaði um setningarbyggingu í íslensku máli og birti í sænska tímaritinu Arkiv för nordisk filologi 76 (1961). Í blálok greinarinnar, á bls. 207, segir Naert: Om en så specifik konstruktion fanns i latinet eller grekiskan skulle den för länge sedan ha varit föremål för digra avhandlingar och den skulle vara framställd i varenda skolbok. Nordens latin har ännu inte visats den hedern. Men saken är inte värre än att den kan repareras. En það sem veldur mér óróa við þetta elsta dæmi, ef ég hef ekki lesið greinina rangt, er að hugtakið er hér notað án málalenginga, eins og höfundurinn geri ráð fyrir því að lesendur séu því vel kunnugir. Pierre Naert, sem mun hafa kallað sig Pétur Nar þegar hann var á Íslandi, var merkur málvísindamaður, og enn er vitnað til hans í vísindaritum, einkum fyrir kenningu um kákasískan uppruna Ainu-fólksins í Japan. Af ýmsum viðtölum, einkum í íslenskum dagblöðum, hef ég púslað saman eftirfarandi æviágripi: Pierre Naert fæddist í Albi (Tarn) í Suður-Frakklandi 29. maí 1916, kominn í móðurætt af Occitaníumönnum, sem tala sitt eigið mál, en í föðurætt frá Norður-Frakklandi, af flæmskum föður. Naert fékk bakkalárgráðu frá Sorbonne í París 1934 og lauk licénce-stigi í bókmenntum og germönskum málum þaðan Kennari hans var Alfred Jolivet, prófessor í germönskum og norrænum 16

8 málum, og mikill Íslandsvinur. Hann hafði verið á Íslandi 1931 í þeim erindum að læra íslensku, sem hann gerði á svo skömmum tíma að undrun vakti, og til að kynna sér íslenskar bókmenntir, sem hann ritaði um yfirlit í Mercure de France (1931). Veturinn hafði kona Jolivets, sem einnig var málfræðingur, verið á Íslandi sem franskur sendikennari við Háskóla Íslands. Því lá beint við að Pétur Nar færi til Íslands sumarið 1936 að loknu námi í París, þá aðeins tvítugur að aldri, að læra íslensku og ferðast um landið. Þegar hann hugðist halda heim á leið losnaði óvænt sendikennarastaðan í frönsku við Háskóla Íslands. Þá dreif hann sig út til Frakklands, giftist unnustu sinni, sem þá hafði nýlokið lögfræðiprófi, og kom svo aftur með eiginkonuna Denise Naert og dvaldist á Íslandi í eitt ár. Hann var staddur hér í september 1936, þegar Pourquoi pas? fórst með nánast allri sinni fjörutíu manna áhöfn, að meðtöldum Jean- Baptiste Charcot. Af því tilefni orti Grétar Fells kvæði sem Pétur Nar þýddi á frönsku og var prentað í tímaritinu Mercure de France. Raunar þýddi Naert fleiri íslensk kvæði eftir Einar Benediktsson, Hannes Hafstein, Jóhann Sigurjónsson, Matthías Jochumsson og Tómas Guðmundsson. Frægust er þýðing hans á ljóðabók hins síðastnefnda, Fagra veröld, sem út kom í París árið Eftir Íslandsárið hélt Naert ásamt konu sinni til Svíþjóðar, þótt hann kæmi nokkrum sinnum aftur til Íslands og ynni þá í kaupavinnu, héldi útvarpserindi á íslensku og fyrirlestra við Háskólann um málvísindi. Naert varð doktor frá Háskólanum í Lundi 1947, og þar kenndi hann Norðurlandamál í mörg ár og stundaði rannsóknir, þar til 1962 að hann varð prófessor í Åbo (Turku) í Finnlandi. Pétur Nar þekkti marga Íslendinga og var ötull baráttumaður fyrir íslenskum málefnum. Til dæmis skrifaði hann grein í Sydsvenska dagbladet 20. október 1953 til stuðnings Íslendingum í handritamálinu við Dani. Pétur var góðvinur Halldórs Laxness. Hann stóð fyrir því árið 1962 að meira en 50 málvísindamenn á Norðurlöndum hvöttu sendinefndir landa sinna til UNESCO til þess að krefjast af alþjóðaþingi samtakana að gripið yrði til ráðstafana til þess að vernda tungumál sem ættu undir högg að sækja í Evrópu. Texti skjalsins var skrifaður af Pierre Naert og birtur undir titlinum Pour la défense des langues des minorités í tímaritinu Europa Ethnica (1962). Árið 1968 stofnaði hann svo alheimssamband til verndar minnihlutatungumálum. Reyndi sambandið að viðhalda þessum tungumálum m.a. með því að fá stjórnir hinna ýmsu landa til að láta kenna þau í skólum. Halldór Laxness var forseti þessa sambands um tíma, á meðan Pétur Nar var ritari þess. Halldór var valinn sérstaklega með tilliti til þess að hann væri tákn lítillar þjóðar sem hefði tekist að varðveita tungumál sitt um aldir. Denise Naert var einnig mikill Íslandsvinur, talaði íslensku reiprennandi og þýddi íslenskar bókmenntir, auk þess að kenna frönsku í útvarpi í Svíþjóð. Hún lést í Frakklandi síðla árs Pierre lést 1971 þegar hann hafði verið níu ár prófessor í Finnlandi og var minnst fyrir merkt framlag til málvísinda og evrópskrar málverndarstefnu. 1 Poèmes islandais, traduit de l'islandais par Pierre Naert. Paris: Éditions Émile-Paul,

9 Til þess hef ég rakið sögu mannsins að mér þótti hún áhugaverð og enn hef ég ekki fundið eldra dæmi um latínu norðursins á prenti en það sem Naert skrifaði í Arkiv för nordisk filologi árið Virðist sem orðalagið eigi einkum heima meðal rómanista sem tengjast Íslandi eða Norðurlandamálum, og hafa starfað í Svíþjóð. Ef ástæðan er ekki Pierre Naert, þá veit ég ekki hvað. 1 Í rómönskum málum eru hugtök eins og latin du Nord, latín del Norte og latino settentrionale ágætlega þekkt en vísa þá til latínu á norðurslóðum, sem geta verið allt eftir sjónarhorninu og tímabilinu Norður-Ítalía, England, eða Danmörk. Þannig má finna í ritum að Lívíus, Beda og Saxo hafi skrifað verk sín á latínu norðursins. Þangað til ég finn eldra dæmi en frá 1961 um latínu norðursins í merkingunni íslenska sem frumtunga Skandinavíu kýs ég að trúa því að hugtakið hafi verið fundið upp af frönskum germanistum sem töldu kennslu í íslensku vera jafn mikilvæga undirstöðu fyrir nám í Norðurlandamálum og latínu fyrir nám í rómönskum málum. 1 Í Morgunblaðinu 10. ágúst 1982, birtist viðtal við rúmenskan yfirdósent í germönskum málum við Háskólann í Búkarest, Munteanu Valériu, undir fyrirsögninni Íslenskan er latína norðursins. Í greininni kemur fram að Valériu var við nám í Svíþjóð og tók próf frá Uppsalaháskóla árið

Norrænn byggingardagur Nordisk Byggdag NBD

Norrænn byggingardagur Nordisk Byggdag NBD Norrænn byggingardagur Nordisk Byggdag 1927 2007 NBD 4 Formáli Norrænn byggingardagur NBD I Stokkhólmur 1927 NBD II Helsinki 1932 NBD III Ósló 1938 NBD IV Kaupmannahöfn 1946 NBD V Stokkhólmur 1950 NBD

Läs mer

SVONA Á AÐ SKIPTA UM PERU

SVONA Á AÐ SKIPTA UM PERU SVONA Á AÐ SKIPTA UM PERU? Leiðarvísir til að skipta um ljósaperu. Ertu að grínast? Reyndar, nei. Við viljum deila góðu fréttunum um LED ljósaperurnar hvernig þær geta lækkað orkureikninginn þinn og lýst

Läs mer

Allt sem ég gerði skorti innihald

Allt sem ég gerði skorti innihald Hugvísindasvið Allt sem ég gerði skorti innihald Þýðing á Gæsku eftir Eirík Örn Norðdahl og inngangur að henni Ritgerð til BA-prófs í íslensku sem öðru máli Anna Emelie Heuman Maí 2014 Háskóli Íslands

Läs mer

TILLÖGUR ÍSLENSKRAR MÁLNEFNDAR AÐ ÍSLENSKRI MÁLSTEFNU

TILLÖGUR ÍSLENSKRAR MÁLNEFNDAR AÐ ÍSLENSKRI MÁLSTEFNU TILLÖGUR ÍSLENSKRAR MÁLNEFNDAR AÐ ÍSLENSKRI MÁLSTEFNU Íslenska til alls Tillögur Íslenskrar málnefndar að íslenskri málstefnu Menntamálaráðuneyti 2008 Menntamálaráðuneyti : Rit 38 Nóvember 2008 Útgefandi:

Läs mer

Börn á Norðurlöndum Ungt fólk hefur áhrif!

Börn á Norðurlöndum Ungt fólk hefur áhrif! Börn á Norðurlöndum Ungt fólk hefur áhrif! Nordens Välfärdscenter Hugmyndarit Niðurstöður verkefnisins Snemmbær úrræði fyrir fjölskyldur 1 Börn á Norðurlöndum Ungt fólk hefur áhrif! Útgefandi: Nordens

Läs mer

Að sjá illa en líða vel Krister Inde

Að sjá illa en líða vel Krister Inde Að sjá illa en líða vel Krister Inde 1 Krister Inde Að sjá illa en líða vel Bækur og fræðirit á sænsku eftir Krister Inde eða undir ritstjórn hans: 1975 Synträning med optik (ásamt Örjan Bäckman), Liber

Läs mer

Mamma, pabbi, hvað er að?

Mamma, pabbi, hvað er að? Fræðslurit Krabbameinsfélagsins Mamma, pabbi, hvað er að? Þegar mamma eða pabbi fær krabbamein hefur það áhrif á alla fjölskylduna. Hér er sagt frá því hvernig þetta snertir börnin og hvernig foreldrar

Läs mer

Fjárskipti milli hjóna

Fjárskipti milli hjóna Meistararitgerð í lögfræði Fjárskipti milli hjóna Meginreglan um helmingaskipti og skáskiptaheimild 104. gr. laga nr. 31/1993 Magnús Bragi Ingólfsson Hrefna Friðriksdóttir Júní 2014 2 EFNISYFIRLIT 1 Inngangur...

Läs mer

Hann, hún og það... eða hvað?

Hann, hún og það... eða hvað? Háskóli Íslands Hugvísindasvið Almenn málvísindi Hann, hún og það... eða hvað? Um kynhlutlausa persónufornafnið hán Ritgerð til BA-prófs í almennum málvísindum Selma Margrét Sverrisdóttir Kt.: 200990-3319

Läs mer

Sérfræðinám í Svíþjóð - Vænn kostur -

Sérfræðinám í Svíþjóð - Vænn kostur - Sérfræðinám í Svíþjóð - Vænn kostur - Kristín Huld Haraldsdóttir 1, Tómas Guðbjartsson 2 1 Handlækningdeild Háskólasjúkrahússins í Lundi. Fågelhundsvägen 62, 226 53 Lund, Sverige. Netfang: kristin.huldharaldsdottir@skane.se

Läs mer

Áherslur Ferðamálastofu við breyttar aðstæður

Áherslur Ferðamálastofu við breyttar aðstæður Áherslur Ferðamálastofu við breyttar aðstæður Helstu áherslur í starfseminni 2009 Ólöf Ýrr Atladóttir, ferðamálastjóri 20/11/2008 Ferðamálaþing iðnaðarráðuneytis og Ferðamálastofu 2008 Yfirlit Almennar

Läs mer

Möguleikar til menntunar fyrr og nú

Möguleikar til menntunar fyrr og nú Möguleikar til menntunar fyrr og nú Samanburður á réttindum heyrnarskertra barna til séraðstoðar í grunnskólum á Íslandi og í Stokkhólmi Harpa Viðarsdóttir Lokaverkefni til BA-prófs Uppeldis- og Menntunarfræðideild

Läs mer

Greinargerð. um innflutning á heyrnartækjum og hlutum í þau á vegum Heyrnar- og talmeinastöðvar Íslands frá 1. janúar 1997 til 31.

Greinargerð. um innflutning á heyrnartækjum og hlutum í þau á vegum Heyrnar- og talmeinastöðvar Íslands frá 1. janúar 1997 til 31. Greinargerð um innflutning á heyrnartækjum og hlutum í þau á vegum Heyrnar- og talmeinastöðvar Íslands frá 1. janúar 1997 til 31. maí 2001 Janúar 2002 Efnisyfirlit 1 INNGANGUR... 2 2 UM STARFSEMI HTÍ...

Läs mer

Ætti að heimila langlífari sambúðarmaka að sitja í óskiptu búi?

Ætti að heimila langlífari sambúðarmaka að sitja í óskiptu búi? BA-ritgerð í lögfræði Ætti að heimila langlífari sambúðarmaka að sitja í óskiptu búi? Guðbjörg Sandra Guðjónsdóttir Elísabet Gísladóttir Júní 2015 EFNISYFIRLIT 1 Inngangur... 3 2 Almennt um óvígð sambúð...

Läs mer

Minnihlutastjórnir á Íslandi og Norðurlöndum

Minnihlutastjórnir á Íslandi og Norðurlöndum Minnihlutastjórnir á Íslandi og Norðurlöndum Helgi Skúli Kjartansson Söguþinginu var ekki fyrr lokið en Ríkisútvarpið birti eftirfarandi frétt: Fredrik Reinfeldt, forsætisráðherra Svíþjóðar, staðfestir

Läs mer

2. Meginmál Hvað hefur verið rannsakað?

2. Meginmál Hvað hefur verið rannsakað? Ágrip Drengjum líður verr í skóla en stúlkum, ná lakari námsárangri og fremja fleiri agabrot. Rannsóknir hafa sýnt þennan mun á högum kynjanna um árabil og virðist hann fara vaxandi. Samræmd próf sýna

Läs mer

Ert þú með réttu gleraugun? Stuðningsefni til að samþætta sjónarmið barnaréttinda og ungmenna við starf Norrænu ráðherranefndarinnar

Ert þú með réttu gleraugun? Stuðningsefni til að samþætta sjónarmið barnaréttinda og ungmenna við starf Norrænu ráðherranefndarinnar Stuðningsefni til að samþætta sjónarmið barnaréttinda og ungmenna við starf Norrænu ráðherranefndarinnar 1 2 5 3 4 Stuðningsefni til að samþætta sjónarmið barnaréttinda og ungmenna við starf Norrænu ráðherranefndarinnar

Läs mer

Námsferð til Malmö í Svíþjóð.

Námsferð til Malmö í Svíþjóð. Námsferð til Malmö í Svíþjóð. Leikskóli Fjallabyggðar 06.06. 10.06. 2012 1 Á vordögum 2011 komu upp umræður hvort að leikskólinn gæti ekki farið í námsferð erlendis, þar sem átta ár var síðan Leikskálar

Läs mer

Språkproven i ISLEX problem och potential

Språkproven i ISLEX problem och potential Språkproven i ISLEX problem och potential Anna Helga Hannesdóttir Uppläggning ISLEX som utgångspunkt för en principiell, teoretisk diskussion Genren och tekniken Språkproven och ordförrådet i ISLEX islex.is

Läs mer

Myndlist í mótun þjóðernis

Myndlist í mótun þjóðernis Myndlist í mótun þjóðernis Myndlist í Finnlandi um aldamótin 1900 Asta Johanna F. Laukkanen Lokaverkefni til B.Ed-prófs í grunnskólakennarafræði Leiðsögukennari: Ólafur Kvaran Kennaradeild Menntavísindasvið

Läs mer

Vefrallý um Norðurlönd

Vefrallý um Norðurlönd Vefrallý um Norðurlönd Vefrallý um Norðurlönd 2015 Hilmar Egill Sveinbjörnsson 2015 kort Jean Pierre Biard Ritstjórar: Sigrún Sóley Jökulsdóttir Útlit og umbrot: Námsgagnastofnun 1. útgáfa 2015 Menntamálastofnun

Läs mer

Ásýnd og skipulag bújarða

Ásýnd og skipulag bújarða RÁÐUNAUTAFUNDUR 2001 Ásýnd og skipulag bújarða Grétar Einarsson 1 og Ólafur Guðmundsson 2 1 Rannsóknastofnun landbúnaðarins, bútæknideild 2 Byggingafulltrúi YFIRLIT Í eftirfarandi pistli er í upphafi fjallað

Läs mer

Sópun snjós af hjólaleiðum og hálkuvarnir með saltpækli. Þróunarverkefni Veturinn

Sópun snjós af hjólaleiðum og hálkuvarnir með saltpækli. Þróunarverkefni Veturinn Sópun snjós af hjólaleiðum og hálkuvarnir með saltpækli Þróunarverkefni Veturinn 2015-2016 Titill skýrslu SKÝRSLA - UPPLÝSINGABLAÐ Sópun snjós af hjólaleiðum og hálkuvarnir með saltpækli Þróunarverkefni.

Läs mer

Um mikilvægi rannsóknaseturs á sviði opinberrar stjórnsýslu

Um mikilvægi rannsóknaseturs á sviði opinberrar stjórnsýslu Um mikilvægi rannsóknaseturs á sviði opinberrar stjórnsýslu Ómar H. Kristmundsson dósent í opinberri stjórnsýslu við Háskóla Íslands 2. tbl. 3. árg. 2007 Erindi og greinar Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála,

Läs mer

Veiledningshefte. En arbeidsdag på liv og død

Veiledningshefte. En arbeidsdag på liv og død Veiledningshefte DITT VALG En arbeidsdag på liv og død Norsk Íslenska Svenska English Ditt valg En arbeidsdag på liv og død Veiledning Ved hjelp av musikk og dikt blir brukeren satt i en følelsesmessig

Läs mer

Fegurðin fæðist á ný. Fljótvirk, langvirk mýking andlitslína Einföld fegrunaraðferð. Juvéderm ULTRA samanstendur af þremur vörum

Fegurðin fæðist á ný. Fljótvirk, langvirk mýking andlitslína Einföld fegrunaraðferð. Juvéderm ULTRA samanstendur af þremur vörum 1 Fegurðin fæðist á ný Fljótvirk, langvirk mýking andlitslína Einföld fegrunaraðferð 2 3 Elskaðu húðina þína... Það að eldast er ein af staðreyndum lífsins. Sumir eldast betur en aðrir á meðan sumir eru

Läs mer

Íslensk kvikmyndagerð fyrir íslenska menningu, áhorfendur og tungu.

Íslensk kvikmyndagerð fyrir íslenska menningu, áhorfendur og tungu. Íslensk kvikmyndagerð fyrir íslenska menningu, áhorfendur og tungu. Greining á starfsskilyrðum kvikmyndagerðar á Íslandi Yfirlit helstu niðurstöður Skýrsla unnin fyrir mennta og menningarmálaráðuneyti

Läs mer

Skýrsla Vatnalaganefndar

Skýrsla Vatnalaganefndar Skýrsla Vatnalaganefndar Skýrsla Vatnalaganefndar ásamt ritgerðum, álitum og öðru efni sem nefndin hefur aflað September 2008 Efnisyfirlit Efnisyfirlit... 5 Samantekt Tillögur Vatnalaganefndar... 9 1.

Läs mer

NTR- ráðstefna í Svíþjóð 2012

NTR- ráðstefna í Svíþjóð 2012 1 NTR- ráðstefna í Svíþjóð 2012 Þetta yfirlit er unnið af Guðríði Sigurbjörnsdóttur St.Rv. og Karli Rúnar Þórssyni STH. Hér er ekki um að ræða ýtarlega samantekt á öllu því sem fram fór enda upplifun hvers

Läs mer

Frumvarp til laga um breytingar á lagaákvæðum er varða framfærslu barna og meðlag skv. barnalögum nr. 76/2003.

Frumvarp til laga um breytingar á lagaákvæðum er varða framfærslu barna og meðlag skv. barnalögum nr. 76/2003. Frumvarp til laga um breytingar á lagaákvæðum er varða framfærslu barna og meðlag skv. barnalögum nr. 76/2003. 1. gr. Eftirfarandi breytingar verða á 54. gr. laganna: a. 1. mgr. 54. gr. orðast svo: Barn

Läs mer

Nr janúar 2006 REGLUGERÐ. um framkvæmdasamning við Norðurlandasamning um almannatryggingar frá 18. ágúst 2003.

Nr janúar 2006 REGLUGERÐ. um framkvæmdasamning við Norðurlandasamning um almannatryggingar frá 18. ágúst 2003. REGLUGERÐ um framkvæmdasamning við Norðurlandasamning um almannatryggingar frá 18. ágúst 2003. 1. gr. Norðurlandasamningur um almannatryggingar frá 18. ágúst 2003, sbr. lög nr. 66/2004 um lögfestingu Norðurlandasamnings

Läs mer

Þriðjudagur, 7. júní fundur samkeppnisráðs. Uppgreiðslugjald af neytendalánum. I. Málavextir

Þriðjudagur, 7. júní fundur samkeppnisráðs. Uppgreiðslugjald af neytendalánum. I. Málavextir Þriðjudagur, 7. júní 2005 241. fundur samkeppnisráðs Ákvörðun nr. 19/2005 Uppgreiðslugjald af neytendalánum I. Málavextir 1. Erindi Neytendasamtakanna Neytendasamtökin sendu Samkeppnisstofnun erindi, dags.

Läs mer

Helga Maureen Gylfadóttir Drífa Kristín Þrastardóttir Pétur H. Ármannsson Guðný Gerður Gunnarsdóttir. Húsakönnun. Vogahverfi.

Helga Maureen Gylfadóttir Drífa Kristín Þrastardóttir Pétur H. Ármannsson Guðný Gerður Gunnarsdóttir. Húsakönnun. Vogahverfi. Helga Maureen Gylfadóttir Drífa Kristín Þrastardóttir Pétur H. Ármannsson Guðný Gerður Gunnarsdóttir Húsakönnun Vogahverfi Reykjavík 2010 Minjasafn Reykjavíkur Skýrsla nr. 151 Húsakönnun Vogar Barðavogur

Läs mer

Vellíðan í vinnunni. Vinnueftirlit ríkisins Fræðslu- og leiðbeiningarit nr. 13

Vellíðan í vinnunni. Vinnueftirlit ríkisins Fræðslu- og leiðbeiningarit nr. 13 Vellíðan í vinnunni Vinnueftirlit ríkisins Fræðslu- og leiðbeiningarit nr. 13 Texti: Hólmfríður K. Gunnarsdóttir Forsíða: Fiskikonurnar, 1971, Hildur Hákonardóttir/Myndstef Teikningar: Gísli J. Ástþórsson

Läs mer

Málþroski og læsi Færni til framtíðar- Leikskólinn Lækjarbrekka Hólmavík HANDBÓK

Málþroski og læsi Færni til framtíðar- Leikskólinn Lækjarbrekka Hólmavík HANDBÓK Málþroski og læsi Færni til framtíðar- Leikskólinn Lækjarbrekka Hólmavík HANDBÓK Þróunarverkefni unnið með leikskólum Húnaþings Vestra og Austur Húnavatnssýslu 2015-2017 2 Efnisyfirlit Tilurð verkefnisins...

Läs mer

TILSKIPUN EVRÓPUÞINGSINS OG RÁÐSINS 2014/24/ESB. frá 26. febrúar 2014

TILSKIPUN EVRÓPUÞINGSINS OG RÁÐSINS 2014/24/ESB. frá 26. febrúar 2014 TILSKIPUN EVRÓPUÞINGSINS OG RÁÐSINS 2014/24/ESB frá 26. febrúar 2014 um opinber innkaup og niðurfellingu tilskipunar 2004/18/EB EVRÓPUÞINGIÐ OG RÁÐ EVRÓPUSAMBANDSINS HAFA, með hliðsjón af sáttmálanum um

Läs mer

Fullriggaren Malevik. Robert Johansson, Anna Malmsköld, Camilla Wingne

Fullriggaren Malevik. Robert Johansson, Anna Malmsköld, Camilla Wingne Flaggskipið Male alevik Flaggskipið Malevik er skóli fyrir 6 16 ára gamla nemendur. Kennararnir eiga samstarf um að þróa kennsluáætlanir þannig að nemendur geti fundið samhengi allt frá fyrsta ári til

Läs mer

Skýrsla velferðarráðherra um aðgerðir samkvæmt aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar vegna ofbeldis karla gegn konum í nánum samböndum.

Skýrsla velferðarráðherra um aðgerðir samkvæmt aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar vegna ofbeldis karla gegn konum í nánum samböndum. Skýrsla velferðarráðherra um aðgerðir samkvæmt aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar vegna ofbeldis karla gegn konum í nánum samböndum. (Lögð fyrir Alþingi á 139. löggjafarþingi 2010 2011.) EFNISYFIRLIT TILLÖGUR

Läs mer

Börn á Norðurlöndum. Norræna velferðarmiðstöðin. Snemmbær úrræði fyrir börn og fjölskyldur

Börn á Norðurlöndum. Norræna velferðarmiðstöðin. Snemmbær úrræði fyrir börn og fjölskyldur Börn á Norðurlöndum Norræna velferðarmiðstöðin Hugmyndarit Snemmbær úrræði fyrir börn og fjölskyldur 1 Börn á Norðurlöndum Snemmbær úrræði fyrir börn og fjölskyldur Útgefandi: Norræna velferðarmiðstöðin

Läs mer

Eflt norrænt löggjafarsamstarf Tækifæri og áskoranir

Eflt norrænt löggjafarsamstarf Tækifæri og áskoranir Eflt norrænt löggjafarsamstarf Tækifæri og áskoranir INGE LORANGE BACKER 1 Eflt norrænt löggjafarsamstarf Tækifæri og áskoranir ANP 2018:729 ISBN 978-92-893-5439-4 (PRINT) ISBN 978-92-893-5440-0 (PDF)

Läs mer

Tóbakslausar aðgerðir. Betri batahorfur með því að vera laus við tóbak

Tóbakslausar aðgerðir. Betri batahorfur með því að vera laus við tóbak Tóbakslausar aðgerðir Betri batahorfur með því að vera laus við tóbak EFNISYFIRLIT 3 LAUS VIÐ TÓBAK FYRIR AÐGERÐ 4 NÚ ER TÆKIFÆRIÐ! 5 LAUS VIÐ TÓBAK EFTIR AÐGERÐ 6 FREKARI UPPLÝSINGAR OG AÐSTOÐ 2 Laus

Läs mer

UNGT FÓLK ÁN ATVINNU - VIRKNI ÞESS OG MENNTUN

UNGT FÓLK ÁN ATVINNU - VIRKNI ÞESS OG MENNTUN 2009 UNGT FÓLK ÁN ATVINNU - VIRKNI ÞESS OG MENNTUN,,Þetta er leiðinlegt líf, ég er búinn að vera það lengi atvinnulaus, er alltaf í tölvunni á nóttunni, þetta verður bara að stoppa." Tilvitnun í ungan

Läs mer

Bankbok som lärobok. Lennart Högstedt

Bankbok som lärobok. Lennart Högstedt Bankabók sem kennslubók Sænskur banki dreifði árið 1999 bók til allra viðskiptavina sinna. Ætlunin var að hún yrði eins konar leiðbeiningar fyrir daglegt líf og aðstoð við að skilja, einfalda og ná betri

Läs mer

Að ryðja úr vegi. ólík sjónarhorn starfsendurhæfingar. Kristjana Fenger, lektor í iðjuþjálfunarfræði við Háskólann á Akureyri

Að ryðja úr vegi. ólík sjónarhorn starfsendurhæfingar. Kristjana Fenger, lektor í iðjuþjálfunarfræði við Háskólann á Akureyri Að ryðja úr vegi ólík sjónarhorn starfsendurhæfingar Kristjana Fenger, lektor í iðjuþjálfunarfræði við Háskólann á Akureyri 1 Yfirlit Líkanið um iðju mannsins (e. Model of Human Occupation) Hvað hjálpaði

Läs mer

Kennarasamband Íslands, 18. desember 2016

Kennarasamband Íslands, 18. desember 2016 Kennarasamband Íslands, 18. desember 2016 Skýrsla KÍ um stjórnarfund í norrænu kennarasamtökunum (NLS) 29. nóvember 2016 í Reykjavík. Kennarasamtökin í NLS skiptast á að fara með formennsku til eins árs

Läs mer

Fjällrackor, isspjärnor och snötäckta sommarängar om översättning från modern isländska

Fjällrackor, isspjärnor och snötäckta sommarängar om översättning från modern isländska Fjällrackor, isspjärnor och snötäckta sommarängar om översättning från modern isländska Anna Gunnarsdotter Grönberg universitetslektor i nordiska språk och översättare ISLEX-minarium 23/11 2011 1 Foto:

Läs mer

Ritnefnd: Arnbjörg Eiðsdóttir, Helga Sigurjónsdóttir, Þóra Kemp og Þorsteinn Hjartarson.

Ritnefnd: Arnbjörg Eiðsdóttir, Helga Sigurjónsdóttir, Þóra Kemp og Þorsteinn Hjartarson. Ferð starfsmanna Þjónustumiðstöðvar Breiðholts til Stokkhólms í október 2010 Undirbúningsnefnd: Bryndís Ó. Gestsdóttir, Eydís D. Sverrisdóttir, Helga Sigurjónsdóttir, Jóhanna Erla Guðjónsdóttir, Kolbrún

Läs mer

List- og menningarfræðsla á Íslandi. Anne Bamford

List- og menningarfræðsla á Íslandi. Anne Bamford List- og menningarfræðsla á Íslandi Anne Bamford Mennta- og menningarmálaráðuneyti : Apríl 2011 Útgefandi: Mennta- og menningarmálaráðuneyti Sölvhólsgötu 4 150 Reykjavík Sími: 545 9500 Bréfasími: 562 3068

Läs mer

SKATTUR Á MENN Einstaklingsskattaréttur

SKATTUR Á MENN Einstaklingsskattaréttur SKATTUR Á MENN Einstaklingsskattaréttur Inngangur að tekjuskattlagningu Ásmundur G. Vilhjálmsson Glærupakki þrjú Almenni hlutinn hefur vægið 5 til 6, en sérstaki hlutinn 7 til 8 Efnisyfirlit Almennt um

Läs mer

Förändring av resvanor hos bilnationen Island. Några små steg på vägen

Förändring av resvanor hos bilnationen Island. Några små steg på vägen Förändring av resvanor hos bilnationen Island Några små steg på vägen Vem är jag? Guðbjörg Lilja Erlendsdóttir Civil ingenjör Hos Efla Konsult, från 1998 Trafiksäkerhet och trafikplanering Alt som angår

Läs mer

Tæknileg úrræði og heilabilun á Norðurlöndunum

Tæknileg úrræði og heilabilun á Norðurlöndunum Tæknileg úrræði og heilabilun á Norðurlöndunum Foto: BK Grafiske Tæknileg úrræði til stuðnings í daglegu lífi fyrir fólk með heilabilun Viðtalskönnun unnin í Danmörku, Finnlandi, Íslandi, Noregi og Svíþjóð.

Läs mer

Betri líðan - Bættur hagur með

Betri líðan - Bættur hagur með BB B Betri líðan - Bættur hagur með - Mælinum Byggingarstaður Öryggisstig Vika TEXTI: HEIKKI LAITINEN MARI KIURULA TEIKNINGAR: HARRI PAKARINEN ÞÝÐING: BORGÞÓR KÆRNESTED UMSJÓN: VINNUEFTIRLIT RÍKISINS FINNSK

Läs mer

Skipulag sérgreina lækninga á Landspítala - háskólasjúkrahúsi

Skipulag sérgreina lækninga á Landspítala - háskólasjúkrahúsi Apríl 2007 Skipulag sérgreina lækninga á Landspítala - háskólasjúkrahúsi Magnús Pétursson forstjóri LSH 2 1. Inngangur Skipulag lækninga á stærri sjúkrahúsum byggist á sérgreinum lækninga. Nær öll sjúkrahús

Läs mer

28.10. 07.11. 2010. Norræn listahátíð Nordisk kulturfestival Reykjavík. Dagskrá Program

28.10. 07.11. 2010. Norræn listahátíð Nordisk kulturfestival Reykjavík. Dagskrá Program 28.10. 07.11. 2010 Norræn listahátíð Nordisk kulturfestival Reykjavík Dagskrá Program 2 Þjóðþing Norðurlandanna De nordiska nationalförsamlingarna Alþingi, Ísland Folketinget, Danmark Eduskunta, Suomi

Läs mer

Leiðarvísir fyrir tónmöskva

Leiðarvísir fyrir tónmöskva Leiðarvísir fyrir tónmöskva og ráðleggingar um hvað þarf helst að hafa til hliðsjónar við val á búnaði. Samstarfsnefnd Heyrnarskertra á Norðurlöndum 2016 Höfundur: Gudvin Helleve Umbrot: Clasgöran Strömgren,

Läs mer

DEN MODERNASTE TEKNIKEN OCH DET GAMLA SPRÅKET. LAGSTIFTNING VID DET ISLÄNDSKA ALLTINGET. Sigurður Jónsson Alþingi

DEN MODERNASTE TEKNIKEN OCH DET GAMLA SPRÅKET. LAGSTIFTNING VID DET ISLÄNDSKA ALLTINGET. Sigurður Jónsson Alþingi 193 DEN MODERNASTE TEKNIKEN OCH DET GAMLA SPRÅKET. LAGSTIFTNING VID DET ISLÄNDSKA ALLTINGET Sigurður Jónsson Alþingi Abstract The main subject of this paper is the legislative procedure of the Althingi,

Läs mer

Frá styrkjakerfi til heilbrigðs rekstrarumhverfis

Frá styrkjakerfi til heilbrigðs rekstrarumhverfis Mars 1990 Frá styrkjakerfi til heilbrigðs rekstrarumhverfis Um byggðaaðgerðir á Norðurlöndum síðustu áratugina eftir Kristófer Oliversson NordREFO Efnisyfirlit Forord... 4 Formáli... 5 1 Inngangur... 6

Läs mer

Reglugerð um aðgerðir gegn einelti á vinnustað

Reglugerð um aðgerðir gegn einelti á vinnustað Reglugerð um aðgerðir gegn einelti á vinnustað 1000/2004 I. KAFLI Gildissvið og orðskýringar. 1. gr. Gildissvið. Reglugerð þessi gildir um aðgerðir gegn einelti á vinnustað sem lög nr. 46/1980, um aðbúnað,

Läs mer

Sociolingvistisk forskning på Island och viktiga restproblem

Sociolingvistisk forskning på Island och viktiga restproblem Sociolingvistisk forskning på Island och viktiga restproblem Höskuldur Þráinsson Háskóla Íslands Societal Conditions for Language Change Exploratory Workshop, Schæffergården, Oct. 19 21 2014 Presentationens

Läs mer

Saga landsliðs karla. Saga landsliðsins. Sigmundur Ó. Steinarsson. Glæsileg knattspyrnubók í máli og myndum.

Saga landsliðs karla. Saga landsliðsins. Sigmundur Ó. Steinarsson. Glæsileg knattspyrnubók í máli og myndum. Allir landsle ik ir (417) Íslands fram að HM í Brasilíu 2014 L andsleik jasaga Íslands í k nat tspy rnu Sigmundur Ó. Steinarsson Glæsileg knattspyrnubók í máli og myndum. Sigmundur Ó. Steinarsson ISBN

Läs mer

ÞJÓNUSTA VIÐ FÖTLUÐ BÖRN OG FULLORÐNA TRAUST SVEIGJANLEIKI ÞRÓUN FRAMTÍÐARSÝN- OG STEFNA

ÞJÓNUSTA VIÐ FÖTLUÐ BÖRN OG FULLORÐNA TRAUST SVEIGJANLEIKI ÞRÓUN FRAMTÍÐARSÝN- OG STEFNA Drög desember 2006 MÓTUM FRAMTÍÐ ÞJÓNUSTA VIÐ FÖTLUÐ BÖRN OG FULLORÐNA 2007-2016 TRAUST SVEIGJANLEIKI ÞRÓUN FRAMTÍÐARSÝN- OG STEFNA ð Desember 2006 EFNISYFIRLIT 1. FRAMTÍÐARSÝN OG -STEFNA...3 1.1 Inngangur...3

Läs mer

Skólanámskrá Óskalands

Skólanámskrá Óskalands Skólanámskrá Óskalands Leikskólinn Óskaland Finnmörk 1 Sími: 4834139 netfang: oskaland@hveragerdi.is leikskólastjóri: Gunnvör Kolbeinsdóttir aðstoðarleikskólastjóri: Guðlaug Jónsdóttir Efnisyfirlit. Inngangur...

Läs mer

NORÐURLÖND NORÐURLÖND VINNUBÓK VINNUBÓK

NORÐURLÖND NORÐURLÖND VINNUBÓK VINNUBÓK NORÐURLÖND VINNUBÓK Vinnubók þessi er ætluð nemendum sem nota námsefnið Norðurlönd eftir Kristínu Snæland. Í vinnubókinni er að finna verkefni sem ætlast er til að nemendur vinni samhliða lestri kennslubókarinnar.

Läs mer

Bifreiðaskrá. S k a t t m a t í s t a ð g r e i ð s l u B i f r e i ð a h l u n n i n d i RÍKISSKATTSTJÓRI

Bifreiðaskrá. S k a t t m a t í s t a ð g r e i ð s l u B i f r e i ð a h l u n n i n d i RÍKISSKATTSTJÓRI Bifreiðaskrá 2006 S k a t t m a t í s t a ð g r e i ð s l u B i f r e i ð a h l u n n i n d i RÍKISSKATTSTJÓRI Bifreiðategundir og umboð þeirra Tegund ALFA ROMEO AUDI BMW CITROEN CHEVROLET FIAT FORD HONDA

Läs mer

Líkan til samanburðar á hagkvæmni steyptra og malbikaðra slitlaga

Líkan til samanburðar á hagkvæmni steyptra og malbikaðra slitlaga Verknúmer 5VR08006 Skýrsla nr. 09-11 Líkan til samanburðar á hagkvæmni steyptra og malbikaðra slitlaga Ásbjörn Jóhannesson Nýsköpunarmiðstöð Íslands Reykjavík 2009 Nýsköpunarmiðstöð Íslands Skýrsla Líkan

Läs mer

http://ojs.statsbiblioteket.dk/index.php/sin/issue/archive

http://ojs.statsbiblioteket.dk/index.php/sin/issue/archive Sprog i Norden Titel: Forfatter: Kilde: URL: Isländsk svenska och svensk isländska Þórarinn Eldjárn Sprog i Norden, 1995, s. 59-62 http://ojs.statsbiblioteket.dk/index.php/sin/issue/archive Nordisk språksekretariat

Läs mer

Beinþynning. Inngangur

Beinþynning. Inngangur usturströnd 5 170 Seltjarnarnes Sími: 510 1900 Inngangur einþynning einþynning einkennist af minnkuðum beinmassa ásamt röskun á eðlilegri beinuppbyggingu. Með beinþynningarbroti (fragility fracture) er

Läs mer

NORÐURLÖND NORÐURLÖND VINNUBLÖÐ

NORÐURLÖND NORÐURLÖND VINNUBLÖÐ NORÐURLÖND VINNUBLÖÐ 1 NÁMSGAGNASTOFNUN 07456 Heimurinn frá A Ö Skoðaðu heimskortið á bls. 86 og 87 í Kortabók handa grunnskólum. Finndu löndin og höfin á kortinu og settu bókstafina á rétta staði. a.

Läs mer

Lbs 9 NF Ragnar Jónsson í Smára ( ): Skjalasafn Skrá. Landsbókasafn Íslands Háskólabókasafn Handritadeild

Lbs 9 NF Ragnar Jónsson í Smára ( ): Skjalasafn Skrá. Landsbókasafn Íslands Háskólabókasafn Handritadeild Ragnar Jónsson í Smára (1904 1984): Skjalasafn 1931 1986. Skrá. Landsbókasafn Íslands Háskólabókasafn Handritadeild Landsbókasafn Íslands Háskólabókasafn 2008 Lýsandi samantekt Varðveislustaður: Landsbókasafn

Läs mer

BA ritgerð. Bókasafns- og upplýsingafræði. Skrá yfir rit um konur og stjórnmál og jafnrétti Kristrún Daníelsdóttir

BA ritgerð. Bókasafns- og upplýsingafræði. Skrá yfir rit um konur og stjórnmál og jafnrétti Kristrún Daníelsdóttir BA ritgerð Bókasafns- og upplýsingafræði Skrá yfir rit um konur og stjórnmál og jafnrétti 1885-1991 Kristrún Daníelsdóttir Júní 2017 Skrá yfir rit um konur og stjórnmál og jafnrétti Ritgerð þessi er lokaverkefni

Läs mer

MENNINGARHEIMAR MÆTAST ÁHRIF TRÚAR, MENNINGAR OG ARFLEIFÐAR Á SAMSKIPTI OG MEÐFERÐ INNAN HEILBRIGÐISÞJÓNUSTUNNAR

MENNINGARHEIMAR MÆTAST ÁHRIF TRÚAR, MENNINGAR OG ARFLEIFÐAR Á SAMSKIPTI OG MEÐFERÐ INNAN HEILBRIGÐISÞJÓNUSTUNNAR Landlæknisembættið Directorate of Health MENNINGARHEIMAR MÆTAST ÁHRIF TRÚAR, MENNINGAR OG ARFLEIFÐAR Á SAMSKIPTI OG MEÐFERÐ INNAN HEILBRIGÐISÞJÓNUSTUNNAR Rit Landlæknisembættisins nr. 2 2001 MENNINGARHEIMAR

Läs mer

Skólanámskrá. Útgefandi: Leikskólinn Holt Stapagötu 10, 260 Reykjanesbæ

Skólanámskrá. Útgefandi: Leikskólinn Holt Stapagötu 10, 260 Reykjanesbæ Skólanámskrá Útgefandi: Leikskólinn Holt Stapagötu 10, 260 Reykjanesbæ Skólanámskrá Leikskólinn Holt v/ Stapagötu, 260 Reykjanesbæ Sími: 4203175 Gsm: 8996104 Netfang: holt@reykjanesbaer.is Veffang: http://leikskolinnholt.is

Läs mer

SVENSKSPRÅKIGA LÄSER ISLÄNDSKA. En undersökning om lexikaliska likheter i svenska och isländska. Elina Tergujeff

SVENSKSPRÅKIGA LÄSER ISLÄNDSKA. En undersökning om lexikaliska likheter i svenska och isländska. Elina Tergujeff SVENSKSPRÅKIGA LÄSER ISLÄNDSKA. En undersökning om lexikaliska likheter i svenska och isländska. Elina Tergujeff Biämnesavhandling i svenska språket Institutionen för språk Jyväskylä universitet Hösten

Läs mer

NÁTTÚRUFILÍÐISTOFNUN ÍSLANDS. Heimildir um náttúrufar í og við Reykjavík EFNISYFIRLIT

NÁTTÚRUFILÍÐISTOFNUN ÍSLANDS. Heimildir um náttúrufar í og við Reykjavík EFNISYFIRLIT Heimildir um náttúrufar í og við Reykjavík Skýrslur Náttúrufræðistofnunar Íslands um eyjar í Kollatlrði, Álfsnes, Geldinganes, Öskjuhlíð, Fossvog og Reykjavíkurflugvöll frá árunum 1985-1997 Samantekt:

Läs mer

TILLAGA AÐ MATSÁÆTLUN

TILLAGA AÐ MATSÁÆTLUN TILLAGA AÐ MATSÁÆTLUN 5.000 TONNA FRAMLEIÐSLA LAXA FISKELDIS EHF Á LAXI Í SJÓKVÍUM Í BERURFIRÐI Berufjörður Verkefnastjóri: Einar Örn Gunnarsson Reykjavík 20. júní 2016 1 Útdráttur Einkahlutafélagið Laxar

Läs mer

Äventyrsmatematik. Sven-Gunnar Furmark

Äventyrsmatematik. Sven-Gunnar Furmark Ævintýr intýrastærðfræði Í samþættingarverkefni, sem meðal annars fjallar um íþróttir og stærðfræði, fást nemendur við að leysa þraut sem kemur fram í frásögn, ævintýri sem nemendur lifa sig inn í. Unnið

Läs mer

Norrænn dagur um daufblindu 2017 innblástur til samstarts

Norrænn dagur um daufblindu 2017 innblástur til samstarts Norrænn dagur um daufblindu 2017 innblástur til samstarts 4 septembur 2017 kl. 10.00 17.30 Aalborg Kongres & Kultur Center, Álaborg, Danmörku Norrænn dagur um daufblindu mun hvetja til áframhaldandi góðs

Läs mer

Språkbruk och språkval bland svenskar i Island

Språkbruk och språkval bland svenskar i Island Háskóli Íslands Hugvísindasvið Deild erlendra tungumála, bókmennta og málvísinda Norræn tjáskipti og málstefna (NLF101F Haust 2011) Kennari: Randi Benedikte Brodersen Språkbruk och språkval bland svenskar

Läs mer

komudagur 13.12.2U11 F.h. Sambands íslenskra sveitarfélaga, Guðjón Bragason, sviðsstjóri lögfræði- og velferðarsviðs

komudagur 13.12.2U11 F.h. Sambands íslenskra sveitarfélaga, Guðjón Bragason, sviðsstjóri lögfræði- og velferðarsviðs From: Guðjón Bragason rmailto:audion.braaason@samband.is1 Alþingi Sent: 13. desember 2011 11:41 E d Þ 1dn/787 To: Elín Valdís Þorsteinsdóttir; Nefndasvið umsagnir Erlnul nr. P 14U//o/ Subject: Stjórnarskrá

Läs mer

Konsten att inte berätta allt

Konsten att inte berätta allt List istin in að s segj gja ekki allt lt Í stað þess að kennarinn afhjúpi sjálfur leyndardóma stærðfræðinnar geta nemendur fengið sem verkefni að leita upplýsinga og gera grein fyrir uppgötvunum sínum.

Läs mer

TID SOM KOMMUNIKATION - BRUKET AV KONSTRUKTIONEN VERA BÚINN AÐ + INF. I ISLÄNDSKA. Camilla Wide, Svenska litteratursällskapet i Finland

TID SOM KOMMUNIKATION - BRUKET AV KONSTRUKTIONEN VERA BÚINN AÐ + INF. I ISLÄNDSKA. Camilla Wide, Svenska litteratursällskapet i Finland 184 Publikationer från Vasa universitet. Forskningsrapporter TID SOM KOMMUNIKATION - BRUKET AV KONSTRUKTIONEN VERA BÚINN AÐ + INF. I ISLÄNDSKA Camilla Wide, Svenska litteratursällskapet i Finland 5.10.2003

Läs mer

Villa Villekulla och andra hus

Villa Villekulla och andra hus Húsið hennar Línu Lang angsokks og önnur hús. Þema um Astrid Lindgren er á dagskrá hjá nemendum í 1. bekk. Í bókunum hennar eru ýmis mikilvæg hús eins og Sjónarhóll og Sólbakki. Börnin velta þessum húsum

Läs mer

Árbók Íslands 2007 Heimir Þorleifsson tók saman

Árbók Íslands 2007 Heimir Þorleifsson tók saman Árbók Íslands 2007 Heimir Þorleifsson tók saman EFNISYFIRLIT Bls. Árferði... 99 Brunar... 102 Búnaður... 104 Embætti og störf... 108 Forseti Íslands... 111 Iðnaður... 112 Íbúar Íslands... 113 Íþróttir...

Läs mer

Pöntunarlisti Rósaklúbbsins haustið 2004

Pöntunarlisti Rósaklúbbsins haustið 2004 Pöntunarlisti Rósaklúbbsins haustið 2004 Nr. 1 Bleik en lýsast Stór 7 cm Þétt fyllt, 1-7 í klasa sterkur sætur ilmur 3m hæð x 2m breidd Má rækta sem klifurrós Harðgerði 6-7 Ekki reynd hérlendis Blómstrar

Läs mer

Árs- og samfélagsskýrsla 2016

Árs- og samfélagsskýrsla 2016 Árs- og samfélagsskýrsla 2016 1 Ársskýrsla 2016 2 Isavia ohf. S A M F É L A G U M H V E R F I HLUTI AF GÓÐ U FERÐ ALAGI E F N A H A G U R 3 Ársskýrsla 2016 EFNISYFIRLIT UM ISAVIA 4 ISAVIA Í SAMFÉLAGINU

Läs mer

ARKIV FÖR NORDISK FILOLOGI

ARKIV FÖR NORDISK FILOLOGI ARKIV FÖR NORDISK FILOLOGI UTG IV ET M E D U N D E R ST Ö D A V A X E L KOCKS FOND FÖR N O R D ISK FILOLOGI SAM T STA T SBID R A G FRÅN D A N M A R K FIN L A N D N O R G E OCH SVERIG E G ENOM SVEN BENSON

Läs mer

Efnisyfirlit. Inngangur Markmið Leiðir að markmiðum Heimildaskrá

Efnisyfirlit. Inngangur Markmið Leiðir að markmiðum Heimildaskrá Efnisyfirlit Inngangur Markmið Leiðir að markmiðum Heimildaskrá 3 4 5 12 2 Inngangur Samantektin sem hér birtist er afrakstur af vinnu æskulýðsráðs vegna stefnumótunar í æskulýðsmálum. Stefnumótunin á

Läs mer

Afstaða almennings og dómara til refsinga

Afstaða almennings og dómara til refsinga Afstaða almennings og dómara til refsinga Prófessor í félagsfræði Ráðstefna í þjóðfélagsfræði Ísafirði, 8.-9. apríl 2011 Raddir fjölmiðla og bloggara: Eftir stendur að Hæstiréttur tekur enn of vægt á alvarlegum

Läs mer

Kärleken i Laxdœla saga höviskt och sagatypiskt

Kärleken i Laxdœla saga höviskt och sagatypiskt Daniel Sävborg Kärleken i Laxdœla saga höviskt och sagatypiskt Iden forskning jag sedan en tid bedriver om kärleken i den norröna litteraturen har Laxdœla saga kommit att inta en särställning. Det sammanhänger

Läs mer

Velkomin til Tyrklands!*

Velkomin til Tyrklands!* Velkomin til Tyrklands!* ALLT SEM ÞÚ ÞARFT AÐ VITA: FARARSTJÓRAR / ÞÍN UPPLIFUN / SKOÐUNARFERÐIR / NYTSAMLEGAR UPPLÝSINGAR / HEIMFERÐIN VELKOMIN TIL ANTALYA Stórborgin Antalya er einn aðalferðamannastaðurinn

Läs mer

Velkomin til Tyrklands!*

Velkomin til Tyrklands!* Velkomin til Tyrklands!* ALLT SEM ÞÚ ÞARFT AÐ VITA: FARARSTJÓRAR / ÞÍN UPPLIFUN / SKOÐUNARFERÐIR / NYTSAMLEGAR UPPLÝSINGAR / HEIMFERÐIN VELKOMIN TIL ALANYA Alanya er uppáhalds áfangastaður allra okkar

Läs mer

Skýrsla Fjármálaskrifstofu

Skýrsla Fjármálaskrifstofu Skýrsla Fjármálaskrifstofu Við framlagningu ársreiknings Reykjavíkurborgar 2014 0 R15030149 Borgarráð Ársreikningur Reykjavíkurborgar 2014 samanstendur af samstæðuuppgjöri, A og B hluta, og uppgjöri A

Läs mer

Velkomin til Tyrklands!*

Velkomin til Tyrklands!* Velkomin til Tyrklands!* ALLT SEM ÞÚ ÞARFT AÐ VITA: FARARSTJÓRAR / ÞÍN UPPLIFUN / SKOÐUNARFERÐIR / NYTSAMLEGAR UPPLÝSINGAR / HEIMFERÐIN VELKOMIN TIL SIDE Á tímum rómversku keisaranna var Side blómstrandi

Läs mer

Vem är man och vem är du?

Vem är man och vem är du? UPPSALA UNIVERSITET Institutionen för nordiska språk C-UPPSATS Svenska språket/nordiska språk C HT 2012 Vem är man och vem är du? En studie i bruket av du som generiskt pronomen Rasmus Lund Handledare:

Läs mer

Trafiksäkerhet och tätortsplanering

Trafiksäkerhet och tätortsplanering Thesis 119 Trafiksäkerhet och tätortsplanering -En analys av Reykjavíks lokalgatunät med GIS 60 50 y = 7,78x R 2 = 0,947 y = 2,173x R 2 = 0,7479 Industriområden 40 Öppet Äldre områden Antal olyckor 30

Läs mer

Efnisyfirlit. Vor og sumar 22 Völuvísa Blátt lítið blóm eitt er Þú sólargeisli... 23

Efnisyfirlit. Vor og sumar 22 Völuvísa Blátt lítið blóm eitt er Þú sólargeisli... 23 Efnisyfirlit Dýr og dýravinir 5 Siggi var úti brot-... 6 Ding Dong... 6 Krumminn í hlíðinni... 7 Komdu kisa mín... 7 Fiskarnir tveir... 8 Út um mela og móa... 9 Göngum, göngum... 9 Krummi krunkar úti...

Läs mer

Genesis genus generiskt

Genesis genus generiskt Genesis genus generiskt Anna Gunnarsdotter Grönberg Föredrag på festminarium för Monica Johansson 17 juni 2011 1 Genesis I begynneln fanns ordet, och ordet fanns hos Monica, och Monica var lärare på första

Läs mer

MANNSLÍKAMINN VERKEFNI LITRÓF NÁTTÚRUNNAR NÁMSGAGNASTOFNUN 09932

MANNSLÍKAMINN VERKEFNI LITRÓF NÁTTÚRUNNAR NÁMSGAGNASTOFNUN 09932 MNNSLÍKMINN LITRÓF NÁTTÚRUNNR VERKEFNI NÁMSGGNSTOFNUN 09932 06. JÚLÍ 2011 Mannslíkaminn Verkefni Liber. Heiti á frummálinu: Spektrum iologi ISN 21 21983 4 2011 Susanne Fabricius 2011 íslensk þýðing og

Läs mer

NORDISTEN. TEMA: Retorik

NORDISTEN. TEMA: Retorik TEMA: Retorik Enheten för nordiska språk November 2013 Innehåll Ledare: Niina Nissilä 3 Nordisten, november 2013 Tidsskrift for studerende og ansatte ved enheden for nordiske sprog ved Vasa universitet

Läs mer

Alþingi Erindi nr. Þ 143/1211 komudagur 7.3.2014

Alþingi Erindi nr. Þ 143/1211 komudagur 7.3.2014 Alþingi Erindi nr. Þ 143/1211 komudagur 7.3.2014 Alþingi N efndasvið A usturstræ ti 8-10 150 R eykjavík N EYTEN DASTOFA Reykjavík, 07.03.2014 Tilv. 2012/0852-0.0.01 HS Efni: Umsögn vegna tillögu, umhverfis-

Läs mer