Ásýnd og skipulag bújarða

Relevanta dokument
SVONA Á AÐ SKIPTA UM PERU

110 m. 260 m. 240 m. 280 m. 400 m. 550 m. 110 m

9.5.2 Útgáfa 1.0 Dags Flóttaleiðir. Leiðbeiningar. Leiðbeiningar. Mannvirkjastofnun. 1. Inngangur. 2. Almennar skýringar

MINNISBLAÐ. NVF fundur með formönnum og varaformönnum íslenskra NVF nefnda

Mamma, pabbi, hvað er að?

Mars 2010 SÉRAKREINAR STRÆTISVAGNA Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU

Fjárskipti milli hjóna

Miðvikudagurinn 8. júlí 1998 kl. 9: fundur samkeppnisráðs. Erindi vegna útboðs Vegagerðarinnar á vetrarþjónustu á Holtavörðuheiði

Allt sem ég gerði skorti innihald

Norrænn byggingardagur Nordisk Byggdag NBD

Börn á Norðurlöndum Ungt fólk hefur áhrif!

Hann, hún og það... eða hvað?

SKOGRÆKTARFELAGISLANDS

Eftirlitsstaðir fyrir umferðareftirlit Tillögur að útfærslum

HVERNIG VERÐA GÓÐIR VINNUSTAÐIR TIL?

ÖKUFERILS SKRÁ PUNKT AKERFI. Lögreglan

Eflt norrænt löggjafarsamstarf Tækifæri og áskoranir

Frumvarp til laga um breytingar á lagaákvæðum er varða framfærslu barna og meðlag skv. barnalögum nr. 76/2003.

Ullarþóf. Þórunn Eiríksdóttir NÁMSGAGNASTOFNUN

Að sjá illa en líða vel Krister Inde

TILMÆLI. Samstarf innan ferðaþjónustu á Norðurlöndum. Norðurlandaráð

Jafnréttismál eru sveitarstjórnarmál SAMBAND ÍSLENSKRA SVEITARFÉLAGA

Ferð Siri Derkert til Íslands: Siri, Laxness og Ungfrúin góða og Húsið

Ert þú með réttu gleraugun? Stuðningsefni til að samþætta sjónarmið barnaréttinda og ungmenna við starf Norrænu ráðherranefndarinnar

Velferð barna á Norðurlöndum í heila öld

Frá styrkjakerfi til heilbrigðs rekstrarumhverfis

Veiledningshefte. En arbeidsdag på liv og død

Námsferð til Malmö í Svíþjóð.

NVF Fundur íslandsdeildar 29. október Matthildur B. Stefánsdóttir

Betri líðan - Bættur hagur með

Efnisyfirlit. Mynd 1. Brautryðjandinn. Einar Jónsson LEJ. Ljósmyndasafn.

Hugmyndabanki. Stærðfræðileikir fyrir ung börn

Jambusskollinn á svo þrælslega við íslenskt mál og rím

Fegurðin fæðist á ný. Fljótvirk, langvirk mýking andlitslína Einföld fegrunaraðferð. Juvéderm ULTRA samanstendur af þremur vörum

Inngangur Vorið 2015 fékk sveitarfélagið Árborg styrk frá Erasmus + til eflingar skólastarfinu í Árborg.

REGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 1255/2012. frá 11. desember 2012

Ætti að heimila langlífari sambúðarmaka að sitja í óskiptu búi?

Vellíðan í vinnunni. Vinnueftirlit ríkisins Fræðslu- og leiðbeiningarit nr. 13

Matvæli úr dýraríkinu og fóður

Skipulag sérgreina lækninga á Landspítala - háskólasjúkrahúsi

Stokkhólmur Námsferð 5 leikskóla apríl 2012

Samtal um KANNABIS. Embætti landlæknis. Directorate of Health

Maí Hraðatakmarkandi aðgerðir

UNGT FÓLK ÁN ATVINNU - VIRKNI ÞESS OG MENNTUN

Skýrsla Vatnalaganefndar

4. tölublað 2015 Fimmtudagur 26. febrúar Blað nr árg. Upplag

Listin að finna ekki til

Áherslur Ferðamálastofu við breyttar aðstæður

Hlustið, góðu vinir, nú skal segja ykkur sögu

TILSKIPUN EVRÓPUÞINGSINS OG RÁÐSINS 2014/24/ESB. frá 26. febrúar 2014

Ræktun tómata við raflýsingu

Fimmtíu og sex

Nóvember Hönnun 2+1 vega

Verkmenntaskólinn á Akureyri

Sérfræðinám í Svíþjóð - Vænn kostur -

ÞJÓNUSTA VIÐ FÖTLUÐ BÖRN OG FULLORÐNA TRAUST SVEIGJANLEIKI ÞRÓUN FRAMTÍÐARSÝN- OG STEFNA

Tæknileg úrræði og heilabilun á Norðurlöndunum

safnafaðir Reykvíkinga maí Sýningarskrá

F~d. 33. Frumvarp til áfengislaga. [33. mál]

TILLAGA AÐ MATSÁÆTLUN

EFNISYFIRLIT. Prentarinn

Villa Villekulla och andra hus

Málþroski og læsi Færni til framtíðar- Leikskólinn Lækjarbrekka Hólmavík HANDBÓK

Það fer eftir kennurum

Efnisyfirlit. Inngangur Markmið Leiðir að markmiðum Heimildaskrá

LAGASVIÐ. Mat á geðrænu sakhæfi Lögfræðilegt eða læknisfræðilegt?

2. Meginmál Hvað hefur verið rannsakað?

Greining og úttekt á LundaMaTs Umferðarstjórnun fyrir höfuðborgarsvæðið RANNSÓKNARSJÓÐUR VEGAGERÐARINNAR OG REYKJAVÍKURBORG

Helga Maureen Gylfadóttir Drífa Kristín Þrastardóttir Pétur H. Ármannsson Guðný Gerður Gunnarsdóttir. Húsakönnun. Vogahverfi.

Börn á Norðurlöndum. Norræna velferðarmiðstöðin. Snemmbær úrræði fyrir börn og fjölskyldur

Sópun snjós af hjólaleiðum og hálkuvarnir með saltpækli. Þróunarverkefni Veturinn

Fullriggaren Malevik. Robert Johansson, Anna Malmsköld, Camilla Wingne

Að ryðja úr vegi. ólík sjónarhorn starfsendurhæfingar. Kristjana Fenger, lektor í iðjuþjálfunarfræði við Háskólann á Akureyri

Vefrallý um Norðurlönd

5.4 Stuðningur sveitarfélaga Verklag ýmissa stofnana og fyrirtækja Skráning hjá Þjóðskrá Íslands Samandregið yfirlit

Um mikilvægi rannsóknaseturs á sviði opinberrar stjórnsýslu

Ársskýrsla Jafnréttisstofu 2010

Ritnefnd: Arnbjörg Eiðsdóttir, Helga Sigurjónsdóttir, Þóra Kemp og Þorsteinn Hjartarson.

Reglugerð um aðgerðir gegn einelti á vinnustað

Skýrsla velferðarráðherra um aðgerðir samkvæmt aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar vegna ofbeldis karla gegn konum í nánum samböndum.

Möguleikar til menntunar fyrr og nú

Jæja elskurnar mínar!! Þá kom loks að því að þið fenguð að sjá og

NTR- ráðstefna í Svíþjóð 2012

TILLÖGUR ÍSLENSKRAR MÁLNEFNDAR AÐ ÍSLENSKRI MÁLSTEFNU

komudagur U11 F.h. Sambands íslenskra sveitarfélaga, Guðjón Bragason, sviðsstjóri lögfræði- og velferðarsviðs

SVENSKSPRÅKIGA LÄSER ISLÄNDSKA. En undersökning om lexikaliska likheter i svenska och isländska. Elina Tergujeff

Bifreiðaskrá. S k a t t m a t í s t a ð g r e i ð s l u B i f r e i ð a h l u n n i n d i RÍKISSKATTSTJÓRI

Nr janúar 2006 REGLUGERÐ. um framkvæmdasamning við Norðurlandasamning um almannatryggingar frá 18. ágúst 2003.

Skýrsla til Alþingis. Hjúkrunarfræðingar Mönnun, menntun og starfsumhverfi

Tóbakslausar aðgerðir. Betri batahorfur með því að vera laus við tóbak

Norræn starfsmannaskipti skýrsla styrkþega

Þriðjudagur, 7. júní fundur samkeppnisráðs. Uppgreiðslugjald af neytendalánum. I. Málavextir

Formáli. EWF-námsefni

Leiðarvísir fyrir tónmöskva

Líkan til samanburðar á hagkvæmni steyptra og malbikaðra slitlaga

Sorpeyðing höfuðborgarsvæðisins b.s. VINNSLA LÍFRÆNS ELDHÚSÚRGANGS - NOKKRAR AÐFERÐIR OG KOSTNAÐUR -

Minnihlutastjórnir á Íslandi og Norðurlöndum

Gandur til Svíþjóðar. Viðskipta- og raunvísindasvið Lokaverkefni 2106 Fjóla Björk Jónsdóttir Leiðbeinandi: Vera Kristín Vestmann Kristjánsdóttir

Rændu vopnaðir

Seinagangur kostar hundruð milljóna

Transkript:

RÁÐUNAUTAFUNDUR 2001 Ásýnd og skipulag bújarða Grétar Einarsson 1 og Ólafur Guðmundsson 2 1 Rannsóknastofnun landbúnaðarins, bútæknideild 2 Byggingafulltrúi YFIRLIT Í eftirfarandi pistli er í upphafi fjallað um að víða í dreifbýlinu er töluverður uppgangur í framkvæmdum. Einng er bent á þeir opinberir aðilar sem koma að byggingamálefnum dreifbýlisins verða oft varir við að ásýnd býlanna, afstaða og innra skipulag fá ekki þá umfjöllun sem þó vissulega virðist vera þörf fyrir. Bent er á fyrri skrif um þessi mál sem hníga í sömu átt. Þá er nokkur umfjöllun um hvaða fagurfræðileg atriði beri að hafa í huga til að ásýnd býlanna verði sem best og vitnað í nokkrar heimildir þar að lútandi. Einnig er farið nokkrum orðum um hagnýt sjónarmið varðandi staðsetningu bygginga og tengsl við ýmsa þætti búskaparins. Gerð er nokkur grein fyrir skipulagsmálum og hvernig þeim er skipt upp í landsskipulag, svæðaskipulag, aðalskipulag og deiliskipulag. Mest er fjallað um deiliskipulag, á hvaða þáttum það tekur og hvernig það getur nýst sem hjálpartæki við innra skipulag bújarða. INNGANGUR Í könnunum hefur komið fram að meðalaldur búrekstrarbygginga hér hefur hækkað verulega á undanförnum árum og af þeirri ástæðu einni er aukin þörf fyrir endurnýjun. Önnur tilefni eru af ýmsum toga og nefna má að mjólkurframleiðslan er að færast á færri hendur og þau bú því að stækka með tilheyrandi nýbyggingum og breytingum. Sömu sögu er að segja í alifugla- og svínarækt. Þó að ekki sé aukning í sauðfjárræktinni eru margir bændur að endurbæta húsin og nokkur ný eru að rísa. Mikil aukning er í öðrum greinum eins og ferðaþjónustu og skógrækt. Þessi staða, ásamt eðlilegum viðgangi í búskapnum, leiðir til að mjög margir bændur standa í byggingaframkvæmdum bæði nýbyggingum, endurbótum og breytingum. Ástæðurnar fyrir því að þessi pistill er á borð borinn er að í verkefninu Fegurri sveitir sem landbúnaðarráðherra, Guðni Ágústsson, hrinti í framkvæmd síðastliðið sumar bar þessi mál á góma. Einnig er tilefnið að þeir opinberir aðilar sem koma að byggingamálefnum dreifbýlisins verða oft varir við að ásýnd býlanna, afstaða og innra skipulag er ekki nægilegur gaumur gefinn. Algengara er en áður að þeir sem hanna og skipuleggja húsin hafa ekki búfræðilegan bakgrunn og koma jafnvel aldrei á byggingastað. Bygginganefndirnar hafa takmarkað umboð til afskipta af þessum málum svo fremi sem mannvirkin uppfylla lög og reglugerðir enda ekki með þau gögn í höndunum eða fagþekkingu sem þarf til aðgerða. ÁSÝND BÚJARÐA Af bæ þeim helst sá örmull eini: Á eyðivelli ræktarlausum stóð sauðahús. Úr hellusteini var hleðslan gerð og moldarhnausum, og hliðarveggjum var hlaðið saman, og hellublöðum mænir reftur, en glugginn skjár á gafli framan í glufu undir þekju krepptur. Þannig hefst ágæt grein sem Þórir Baldvinsson skrifar 1968 um byggingar í sveitum. Kvæðið er eftir Stefán G. Stefánsson og lýsir snilldarlega í fáum orðum húsaefni Íslendinga í þúsund ár. Í grein sinni segir Þórir ennfremur orðrétt:

Nýju byggingarnar í sveitum og bæjum hafa lengi verið að fjarlægjast allt, sem kallazt getur stíll eða hefðbundið svipmót. Í stað þess eru komin eins konar tízkufyrirbæri, sem sjaldan endast lengur en áratug í senn. Fyrir nokkrum árum voru flest öll hús með valmaþökum til sjávar og sveita, og síðasta áratug hafa skúrþök verið allsráðandi. Nú síðast eru lág risþök aftur í uppsiglingu, að því er virðist. Fólkið vill fá það sem mest er í tízku, og arkitektarnir eru líka börn síns tíma. Þó fara þessi tízkufyrirbæri betur í bæ en sveit, þar sem þau standa ein sér og oftast nokkuð framandi í umhverfinu. Okkur vantar líka skógana til að milda svipinn og tengja mannvirkin umhverfinu. Þessi orð Þóris eiga við enn í dag. Sem áður er það viðfangsefni arkitekta að fella mannvirkin að landslaginu út frá fagurfræðilegu sjónarmiði. Við teljum að það þurfi að leggja enn aukna áherslu á þann þátt í framtíðinni. Jafnhliða því sem reynt verði að samræma ásýndina sem best hinum hagnýtu þáttum. Eitt af grundvallaratriðum við þá vinnu er að skipuleggja, eftir því sem kostur er, með nægum fyrirvara og reyna að rýna eins og tök eru á fram í tímann. Tilgangur skipulagslaga og reglugerða er m.a. að stuðla að þeirri þróun, en það má t.d. gera með deiliskipulagi fyrir einstakar jarðir og verður nánar vikið að síðar. Frá fagurfræðilegu sjónarmiði er mikilvægt að byggingarnar skeri sig ekki um of úr landslaginu og beri sig ekki beint við himinn þaðan sem oftast er horft að þeim. Aftur á móti er mjög algengt að fólk vilji hafa gott útsýni frá íbúðarhúsinu til allra átta bæði til að gá til veðurs og fylgjast með umferð manna og málleysingja. Þessi tvö sjónarmið getur verið erfitt að samræma. Þá er það að sjálfsögðu einnig smekksatriði hversu mannvirkin eigi að vera ríkjandi eða víkjandi í landslaginu. Hvað varðar ytra útlit er mikilvægt að innbyrðis samræmis sé gætt hvað snertir staðsetningu, stærð, byggingarefni og litasamsetningu (Álfhildur Ólafdóttir 1979). Forðast ber mjög ljósa og endurkastandi liti á þökum og draga má úr misræmi bygginga með láréttum línum. Til samræmingar hefur lögun þakanna afgerandi þýðingu fyrir útlitið (Odd Brochmann 1966). En jafnvel þó þau séu ólík má með gluggasetningu, mismunandi þakhornum láta þau mynda heilstæða mynd. Litaval hefur einnig mikla þýðingu fyrir heildarútlitið og þá vilja menn jafnan að þeir litir falli sem best að hinum náttúrulegu aðstæðum. Þegar taka á afstöðu til hversu langt á að vera milli bygginga og innbyrðis afstöðu þeirra rekast oft á ólík sjónarmið hvað snertir ytra útlit, vinnu í húsunum og reglugerðarákvæði. Eitt af grundvallaratriðum er að íbúðarhús skulu þannig staðsett að það sé fyrsta húsið sem komið er að á bænum og þess jafnframt gætt að umferðaleið gripanna eða til gripahúsanna liggi ekki yfir bæjarhlaðið (Gunnar Jónasson 1976). Einnig þarf að líta til framtíðaráforma varðandi stækkun á rekstrinum og að nægilegt svigrúm sé fyrir hvers kyns flutninga með tilheyrandi tækjabúnaði. Mikilvægt er einnig að taka tillit til veðurfarsþátta, snjóalaga og að aðaldyr húsanna snúi undan ríkjandi vindáttum. Ennfremur að skipuleggja allan trjágróður þannig að hann falli að heildarútlitinu, myndi skjól en dragi þó ekki að sér óæskileg snjóalög. STAÐARVAL BÚREKSTRARBYGGINGA Staðarval einstakra bygginga getur verið ærið vandasamt og taka þarf tillit til margra þátta. Hér verður aðeins fjallað um nokkra hagnýta þætti en ekki tæmandi upptalningu. Mikilvægt er að átta sig á hvers konar húsgrunnur er til staðar og hvernig undirbyggingu hússins verður hagað og að nánasta umhverfi vaðist ekki upp við umferð búpenings og véla. Halli landsins hefur einnig mikið að segja, þannig að ekki safnist vatn að bygging-

unni einkum í leysingum. Veðurfarsþættir eins og ríkjandi vindáttir geta haft áhrif bæði varðandi aðgengi og einnig þætti er tengjast loftræstingu bygginganna. Aðgengið tengist mörgum þáttum og má þar nefna vélaumferð og alla flutninga til og frá byggingunum, ekki síst þá sem eru bundnir þungaflutningum á ákveðnum tímum, eins og mjólkur- og fóðurflutningar. Þá verður að taka tillit til fjarlægðar frá íbúðarhúsi og tengsl við beitarhaga. Einnig getur gætt lyktarmengunar frá gripahúsum. Margt fleira mætti tína til í þessu sambandi en til frekari fróðleiks skal bent á ágætar upplýsingar sem er að finna á upplýsingavef Byggingaþjónustu Bændasamtaka Íslands. SKIPULAGMÁL Ekki verður skilið svo við framangreinda umfjöllun án þess að fara nokkrum orðum um skipulagsmál, enda snerta þau nánast allar byggingaframkvæmdir. Skipulag skiptist í fjóra megin þætti. Landsskipulag Dæmi um slíkt skipulag er skipulag miðhálendisins. Þar er skipulagt óháð mörkum sveitarfélaga og lögsagnarumdæma. Er þá sveitarfélögunum gert skylt að haga byggingarframkvæmdum, vegagerð, námuvinnslu og orkuflutningslínum í samræmi við þessa skipulagsáætlun svo dæmi sé tekið. Þessi skipulagsnefnd vinnur undir stjórn Skipulags ríkisins og skipuð 12 fulltrúum af umhverfisráðherra til fjögurra ára. Kostnaður við þetta skipulag greiðist úr ríkissjóði. Svæðaskipulag Svæðaskipulag er hugsað til að taka á þeim þáttum sem eiga við um sameiginlega hagsmuni tveggja eða fleiri sveitarfélaga. Má þar nefna sem dæmi þjóðvegi, reiðleiðir, gönguleiðir, gjarnan til þess að þeim verði ekki lokað með girðingum, orkuflutningslínur og vatnsverndarsvæði. Mörg sveitarfélög hafa tekið miklu fleiri þætti í svæðaskipulag og njóta þess þá þegar kemur að aðalskipulaginu. Er þá gjarnan farin sú leið að staðfesta ekki þá þætti sem ekki eru sameiginlegir öllum sem standa að skipulaginu. Í svæðaskipulagsnefnd eru jafnmargir fulltrúar frá öllum aðildarsveitarfélögunum og að auki á Skipulag ríkisins starfsmann í nefndinni. Kostnaður greiðist af hálfu úr ríkisjóði og að hálfu úr sveitarsjóði. Aðalskipulag Aðalskipulag er skipulagsáætlun hvers sveitarfélags. Aðalskipulag er að lágmarki til 12 ára. Þar kemur fram stefna sveitarfélagsins um samgöngu- og þjónustukerfi, umhverfismál og þróun byggðar. Landbúnaðarsvæði, þéttbýli og annað umhverfi er afmarkað. Þar skal koma fram núverandi og framtíðar skipulag á hverri jörð, t.d. fjöldi íbúðarhúsa á hverri jörð, sumarbústaðarhverfi og bændaskógrækt svo eitthvað sé nefnt. Það skal vera eitt af fyrstu verkum sveitarstjórna eftir hverjar kosningar að ákveða hvort vinna skuli að breytingum á aðalskipulagi sveitarfélagsins. Deiliskipulag Á grundvelli aðalskipulagsins er unnið deiliskipulag til hverfis, hluta bújarðar eða heillar bújarðar. Ef bújörð er deiliskipulögð fer það mjög eftir aðstæðum hvar rétt er að draga mörk skipulagssvæðisins. Eðlilegast er að meta það eftir hugsanlegum framkvæmdum á bújörðinni. Þeir þættir sem eru skipulagsskyldir eru byggingarframkvæmdir hverskonar, skógrækt í stærri stíl, þurrkun lands, fiskrækt, virkjanir, vegagerð, fyrirhleðslur, námur og stofnlagnir á línum og veitum. Einnig að ákvörðun verði tekin um notkun á viðkomandi landi.

Á deiliskipulagsuppdrætti er gerð byggingaráætlun um þær byggingar sem fyrirsjáanlega þarf að byggja, settur byggingarreitur fyrir þær og byggingarskilmálar. Þegar unnið er deiliskipulag er skylt að skipulagssvæðið sé fornleifaskoðað. Þá er kemur að framkvæmdum er sótt um byggingarleyfi til byggingarnefndar fyrir húsum og mannvirkjum en framkvæmdarleyfi til skipulagsnefndar fyrir öðrum hlutum skipulagsáætlunarinnar. Mjög mikilvægt er að vanda til skipulags á bújörðum og reyna að gera sér góða grein fyrir hvernig hús fara vel, hvaða byggingar munu verða reistar á næstu árum. Mynda þarf fallega aðkomu að bæjarhúsum og hafa í huga snjóalög, óveðursáttir, útsýni o.fl. Vanda þarf til skipulagsskilmála fyrir þær framkvæmdir sem skipulagið gerir ráð fyrir. Í skipulags- og byggingarlögum er kveðið á um að sveitarstjórn deiliskipuleggi og að vinnan við það greiðist úr sveitarsjóði. Í framkvæmd er nokkur munur á því hvernig þessum málum hefur verið háttað. Ákveði sveitarstjórn að hefja vinnu við deiliskipulag er það greitt að fullu úr sveitarsjóði, en óski landeigandi eða umráðandi lands eftir að fá að deiliskipuleggja er það í raun samkomulagsatriði við sveitarstjórn hvaða þátt hún tekur í kostnaði. HEIMILDIR Álfhildur Ólafsdóttir, 1979. Skipulag og útlit hins fullkomna bændabýlis. Bændaskólinn á Hvanneyri, búvísindadeild II, ritgerð í byggingafræði, fjölrit, nóv. 1979, 7 s. Brochmann, O., 1966. Om hus og landskap. Turistforeningens årbok 1966, 96 105. Dolby, C.-M., 1985. Lantbrukets byggprocess från idé till färdig byggnad. Aktuellt från lantbruksuniversitetet 339, teknik, Uppsala, 51 s. Gunnar Jónasson, 1976. Teikningar og staðarval húsa í sveitum. Handbók bænda 1977, 178 182. Junge, H.R., o.fl., 1970. Landbrugets byggebog. Landhusholdningsselskabets Forlag, 374 s. Lindén, S., 1971. Byggprocessen. Aktuellt från Lantbrukshögskolan nr 166, teknik 11, 36 s. Ministry of Agriculture, Fisheries and Food, 1972. The Appearance of Farm Buildings in the Landcape. London. Molén, M. & Wärn, H., 1982. Bostad för lantbrukare, planeringsråd. Aktuellt frå landbruksuniversitetet 307, teknik, Uppsala, 40 s. Skipulags- og byggingalög nr 73, 1997 og síðari breytingar. Skipulagsreglugerð nr 400, 1998. Umhverfisráðuneytið. Þórir Baldvinsson, 1968. Byggingar. Bættir eru bænda hættir, landbúnaðurinn, saga hans og þróun. Bókaútgáfan Þorri s.f., Reykjavík, 18 24.