LAGASVIÐ. Mat á geðrænu sakhæfi Lögfræðilegt eða læknisfræðilegt?

Storlek: px
Starta visningen från sidan:

Download "LAGASVIÐ. Mat á geðrænu sakhæfi Lögfræðilegt eða læknisfræðilegt?"

Transkript

1 LAGASVIÐ Mat á geðrænu sakhæfi Lögfræðilegt eða læknisfræðilegt? Ritgerð til ML gráðu Nafn nemanda: Kári Guðmundsson Leiðbeinandi: Guðrún Sesselja Arnardóttir Vorönn 2016

2 1

3 Staðfesting lokaverkefnis til meistaragráðu Lokaverkefnið titill eftir nafn námsmanns og kennitala hefur verið metið og varið á málsvörn frammi fyrir dómnefnd tveggja dómnefndarmanna samkvæmt reglum og kröfum Háskólans á Bifröst og hefur hlotið lokaeinkunnina. Stimpill skólans 2

4 Ágrip Í þessari ritgerð fjallar höfundur almennt um geðrænt sakhæfi og sakhæfismælikvarðann hér á landi í samanburði við önnur ríki, þá sérstaklega við Noreg. Það sem höfundur leiddi í ljós er að ákvæði er varða geðrænt sakhæfi hafa lítið breyst efnislega í áranna rás. Þróun á dómaframkvæmd hér á landi stefnir í gagnstæða átt við norska dómaframkvæmd. Á grundvelli þeirra dóma sem höfundur reifar í þessari ritgerð er ljóst að íslenskir dómarar halda í þá framkvæmd að þeir séu ekki bundnir við matsgerðir lækna um geðrænt sakhæfi. Í Noregi er það hins vegar viðurkennt að sakhæfismat lækna sé bindandi fyrir dómara. Höfundur ályktar að dómarar og sérfræðingar þurfi að kynna sér verkferla betur hjá hver öðrum og vinna meira saman, en ekki gegn hver öðrum, enda er tilgangur beggja aðila að ná sama takmarki, þ.e. að vistun sakbornings sé réttlát með tilliti til geðheilbrigðis hans. Þá mætti lagaframkvæmd vera skýrari og taka meira mið af nútímanum. 3

5 Formáli Ritgerðin er 30 ECTS og lokaverkefni til ML gráðu í lögfræði við lagadeild Háskólans á Bifröst. Viðfangsefni ritgerðarinnar er umfjöllun um mat á geðrænu sakhæfi, hvort matið eigi að vera lögfræðilegt eða læknisfræðilegt. Það er von höfundar að ritgerðin komi til með að auka skilning lesenda á viðfangsefninu. Ritgerðin er unnin í Reykjavík vorið og sumarið árið Höfundur vill koma á framfæri þakklæti til leiðbeinanda ritgerðarinnar, Guðrúnar Sesselju Arnardóttur hrl., og jafnframt allra þeirra sem á einn eða annan hátt aðstoðuðu við vinnslu verkefnisins. Ég lýsi því hér með yfir að ég er einn höfundur þessa lokaverkefnis og er það afrakstur eigin rannsóknar og er í fullu samræmi við reglugerð og kröfur Háskólans á Bifröst um vinnslu lokaverkefna í meistaranámi. 4

6 Efnisyfirlit Formáli Inngangur Aðferðafræði Æðstu réttarheimildir Sakfræði Refsiréttur Afbrot Refsing Gæsluvarðhald... Error! Bookmark not defined. 4. Sakhæfi Söguleg þróun sakhæfishugtaksins Geðrannsókn Sakhæfisskilyrði Sakhæfisaldur 14. gr. hgl Barnavernd Geðrænt sakhæfi 15. gr. hgl Flokkun geðraskana Geðveiki Andlegur vanþroski Hrörnun Rænuskerðing Annað samsvarandi ástand Tímasetning andlegra annmarka Orsakatengsl verknaðar og andlegra annmarka Viðurlagakostir Andlegir annmarkar gr. hgl Flokkun geðraskana Vanþroski Hrörnun Kynferðislegur misþroski Tímasetning andlegra annmarka Mat á árangri refsinga Rænuleysi 17. gr. hgl Öryggisgæsla 62. gr. hgl Úrræði 63. gr. hgl Sakhæfismælikvarðinn Íslenskur réttur Erlendur réttur Bandarískur réttur Þýskur réttur Norrænn réttur Danmörk Svíþjóð Finnland Noregur Samanburður Samantekt Niðurstöður Lokaorð Heimildaskrá

7 1. Inngangur Þegar alvarleg sakamál eru til meðferðar hjá dómstólum hér á landi, líkt og manndráp, verða oft umræður um hvort sakborningur eigi skilið að teljast sakhæfur eða ósakhæfur. Þær umræður sem háværastar eru, sérstaklega í fjölmiðlum, eru oftar en ekki byggðar á mjög tilfinningaríkum rökum hvers og eins, frekar en að ræddar séu lausnir til að styrkja, bæta eða breyta lögum og reglum sem varða framkvæmd mats á geðrænu sakhæfi. Á grundvelli íslenskrar dómaframkvæmdar og ákvæða settra laga eru það sérfræðingar í geðlæknisfræðum sem leggja fram mat á geðheilbrigði sakbornings, en þó er það endanlega í höndum dómstóla að taka bindandi ákvörðun. Sakhæfi er því lögfræðilegt hugtak sem oft hefur verið gagnrýnt hér á landi. Dómstólar hafa frjálsar hendur um sakhæfismatið, þrátt fyrir að læknar séu búnir að úrskurða um sakhæfið. Dómstólar hafa ætíð sérfræðiálit lækna til hliðsjónar við málsmeðferð, en hins vegar þegar dómafordæmi eru skoðuð má sjá að dómarar fara stundum gegn slíkum sérfræðiálitum eða lítið sem ekkert eftir þeim. Í norrænum rétti er mat á geðrænu sakhæfi svipað í Danmörku, Svíþjóð, Finnlandi og á Íslandi, en í Noregi er það nokkuð frábrugðið. Dómstólar þar í landi eru bundnir af sérfræðiáliti eða mati lækna um hvort sakborningur telst sakhæfur eða ósakhæfur. Sakhæfi er því læknisfræðilegt hugtak í Noregi og veltir höfundur því fyrir sér hvort sú aðferð eða dómaframkvæmd sé réttari hvað varðar mat á því hvort sakborningur teljist sakhæfur eður ei. Meginrannsókn höfundar felst í því að fjalla um geðrænt sakhæfi og greina hvað íslenskir og norskir fræðimenn segja til um sakhæfismælikvarðann. Jafnframt verður litið til íslenskra og erlendra dóma til frekari skýringar. Í ritgerðinni verður leitast við að svara eftirfarandi rannsóknarspurningu: Á geðrænt sakhæfismat að vera lögfræðilegt eða læknisfræðilegt? 6

8 2. Aðferðafræði Við vinnslu þessarar ritgerðar fór gagna- og heimildaöflun fram á skipulegan hátt frá því í janúar Í upphafi var lagt upp með að höfundur myndi afla sér upplýsinga um mat á geðrænu sakhæfi hér á landi og Noregi, þar sem viðeigandi lög, greinar og dómar yrðu teknir til skoðunar. Höfundur kynnti sér eldri sakamál til þess að athuga nánar hvaða sjónarmið dómarar líta til þegar mat á geðrænu sakhæfi er til meðferðar í sakamálum. Upplýsinga- og heimildaöflun gekk að mestu leyti vel, en rétt er að taka það fram að margir þeir dómar sem reifaðir eru í þessari ritgerð geta haft takmarkað fordæmisgildi í dag. Þó geta þeir verið vel marktækir þegar leitað er eftir þeim aðferðum og málavöxtum þar sem fjallað er um þær grundvallarreglur sem enn í dag eru hafðar að leiðarljósi. Helstu réttarheimildir sem höfundur skoðaði voru sett lög, þá sérstaklega almenn hegningarlög nr. 19 frá 12. febrúar 1940, ásamt fjölmörgum síðari breytingum sem er meginheimildin á sviði refsiréttar. 1 Lögin greinast í tvo aðalþætti. Sá fyrri hefur að geyma almennar reglur (1. 4. kafli), þar sem ákvæði er að finna um flest refsiverð brot. Hinn aðalþáttur laganna felur í sér ákvæði um einstakar brotategundir ( kafli), en tekið skal fram að aðallega verður litið til annars kafla laganna um almenn refsiskilyrði í þessari ritgerð. Refsiheimildir eru lögbundnar. Val réttarheimilda er þrengra í refsirétti en á flestum öðrum réttarsviðum. Aðeins er refsað eftir settum lögum. Þó er heimilt að beita refsingum ef um fullkomna lögjöfnun er að ræða. Aðrar réttarheimildir geta skipt máli, þótt þær séu ekki beinar refsiheimildir. Það kemur í hlut dómstóla að skýra og móta refsireglur sem á endanum geta orðið að dómvenju. 2 Öll þau mál sem handhafar ákæruvaldsins höfða til refsinga skulu sæta meðferð eftir lögum um meðferð sakamála nr. 88 frá 12. júní Ákæruvaldið fer með vald til þess að höfða mál af hálfu hins opinbera til refsingar eða annarra refsikenndra viðurlaga. 4 1 Hér eftir skammstafað hgl. 2 Jónatan Þórmundsson. (1999). Afbrot og refsiábyrgð I. Bls Hér eftir skammstafað sml. 4 Páll Sigurðsson. (2008). Lögfræðiorðabók með skýringum. Bls

9 2.1. Æðstu réttarheimildir Stjórnarskrá lýðveldisins Íslands eru æðstu lög Íslands, sem öll önnur lög landsins verða að vera í samræmi við. Núverandi stjórnarskrá var samþykkt af Alþingi sem lög nr. 33/1944 við lýðveldisstofnunina á Þingvöllum þann 17. júní Samningur um verndun mannréttinda og mannfrelsis, betur þekktur sem Mannréttindasáttmáli Evrópu (MSE), er þjóðréttarsamningur sem undirritaður var af fulltrúum á ráðherrafundi Evrópuráðsins þann 4. nóvember Ísland undirritaði sáttmálann árið Hann var þó ekki formlega lögtekinn fyrr en árið 1994, í kjölfar tveggja dóma þar sem Mannréttindadómstóll Evrópu hafði dæmt íslenska ríkinu í óhag og gagnrýnt íslenska löggjöf. Eftir það var gerð ein umfangsmesta breytingin á núverandi stjórnarskrá þegar mannréttindakafli stjórnarskrárinnar var endurskoðaður árið Lögskýringarreglan er sú að mannréttindaákvæði skuli skýra borgaranum í hag, þ.e. skýra beri mannréttindi rúmt en takmarkanir á þeim þröngt. Reglan um þrískiptingu ríkisvaldsins er grundvallarregla í íslenskri stjórnskipan. Skiptist valdið í þrjár greinar; löggjafarvald, framkvæmdavald og dómsvald. Frakkinn Montesquieu kom fram með kenningu um þrískiptingu ríkisvaldsins. Hver þáttur valdsins átti að vera sem óháðastur hinum. Skipting þessi er útlistuð í 2. gr. stjórnarskrár lýðveldisins Íslands nr. 33/1944, en í greininni er kveðið á um hlutverk hvers stjórnvalds fyrir sig. Forseti Íslands og Alþingi fara með löggjafarvaldið eða lagasetningu. Alþingi semur lög en forseti verður að samþykkja þau með undirskrift sinni áður en þau taka gildi. Forseti og önnur stjórnarvöld fara með framkvæmdarvaldið og dómstólar með dómsvald og eiga að dæma eftir lögum frá Alþingi. Þegar talað er um önnur stjórnarvöld í grein þessari er átt við ráðuneyti og aðra sem farið geta með ákvörðunarvald í málum manna, s.s. lögregla, ríkisstofnanir o.fl. Hefur þessi skipting valds verið talin nauðsynleg til að tempra vald handhafa ríkisvalds og til að koma í veg fyrir að einstakir aðilar þess geti öðlast óeðlilega mikið vald og misnotað það. 6 5 Hér eftir skammstafað stjskr. 6 Gunnar G. Schram. (1999). Stjórnskipunarréttur. Bls

10 3. Sakfræði Sakfræði 7 er heildarheiti yfir þær fræðigreinar sem fjalla um refsingu, afbrot, viðurlög og sakamál. Innan sakfræðinnar geta bæði verið hreinar lögfræðigreinar, þ.e. refsiréttur og sakamálaréttarfar, en svo einnig greinar á sviði félagsvísinda í þrengri merkingu. Afbrotafræði er ein þessar fræðigreina sem fjalla um viðurlög á grundvelli þeirra afbrota sem hafa verið framin, inntak þeirra og áhrif. Jafnframt er refsi- eða viðurlagapólitík innan sakfræðinnar á félagsvísindalegu sviði sem fjallar um þær fylkingar sem leggja fram sín sjónarmið um hvað megi eða eigi að fara betur hvað varðar viðurlög afbrota. Ýmsar aðrar fræðigreinar fjalla einnig um afbrot, afbrotamenn og viðbrögð við afbrotum. Til dæmis réttarheimspeki, þar sem rætt er um markmið refsinga, réttlæti og frelsi til að velja og hafna eða skort á að skilja þýðingu refsingar og bæta ráð sitt. Réttarfélagsfræði getur átt við varðandi athugun á áhrifum refsinga, einnig sálar- og geðlæknisfræði þegar fjallað er t.d. um andlega annmarka sem geta leitt til sakhæfisskorts á grundvelli þess að refsing þyki ekki geta borið árangur Refsiréttur Hugtakið refsiréttur getur haft tvíþætta merkingu. Í fyrsta lagi er refsiréttur heiti á fræðigrein í lögfræði, þar sem gerð er grein fyrir þeim réttarreglum sem fjalla um skilyrði refsiábyrgðar, afbrota og viðurlögum þeirra. Í öðru lagi merkir hugtakið refsilög sem varða réttarreglur almennt um refsiverða háttsemi og viðurlög við henni. Oft hefur verið deilt um það hvort refsiréttur sé rétt heiti á þessari fræðigrein, enda frekar þröng skýring þegar betur er að gáð. Þetta heiti hefur þó haldist og verður líklega ekki breytt, enda löng hefð að baki hér á landi. Refsiréttur byggist í veigamiklum atriðum á hinni rótgrónu kennisetningu um frelsi viljans til að velja og hafna Afbrot Hugtakið afbrot er hver sú háttsemi, athöfn eða athafnaleysi sem refsing liggur við samkvæmt þeim refsiheimildum sem eru í gildi á hverjum tíma. 10 Það er allt undir löggjafarvaldinu komið hvað skuli teljast afbrot á Íslandi á hverjum tíma. Þess vegna er að hægt að segja að afbrot sé afstætt hugtak sem geti tekið breytingum eftir stað og 7 Í dönsku lagamáli er notað hugtakið kriminalvidenskap og hliðstæð orð í norsku og sænsku. Um afbrotafræði er þar notað hugtakið kriminologi og um viðurlagapólitík hugtakið kriminalpolitik. 8 Jónatan Þórmundsson. (1999). Afbrot og refsiábyrgð I. Bls Jónatan Þórmundsson. (2004). Afbrot og refsiábyrgð III. Bls Jónatan Þórmundsson. (1999). Afbrot og refsiábyrgð I. Bls

11 stund. Margt af því sem var leyfilegt áður fyrr er ef til vill bannað í dag og svo öfugt. Það getur talist eðlilegt, enda er samfélag okkar í stöðugri þróun. Þó hafa hin alvarlegustu afbrot, líkt og manndráp, verið refsiverð frá alda öðli. 11 Það sem einkennir hugtakið afbrot er að þau brjóta yfirleitt gegn siða- og trúarreglum. Flest refsiákvæði í almennum hegningarlögum hafa siðferðislegan bakgrunn, sem ætla má að eigi að hafa áhrif á hegðun einstaklinga gagnvart afbrotum. Því er mikilvægt að hafa það í huga hvaða siðferðislegu gildi liggja til grundvallar refsiákvæðum. Dregið hefur verið í efa að náttúrulegt brotahugtak geti staðist, þ.e. að til sé verknaður þess eðlis að ekkert siðað samfélag geti aldrei viðurkennt hann. Mörg afbrot geta haft mikil áhrif á samfélagið í heild og haft keðjuverkandi áhrif. Þetta eru brot eins og líkamsárásir, fjársvik, kynferðisbrot, eignaspjöll, umhverfisbrot, skattabrot, umferðalagabrot og fleira. Það getur verið erfitt að segja að annars konar brot, eins og fjárdráttur, ólögmæt meðferð fundins fjár, skjalabrot án auðgunarásetnings, klám og ill meðferð á dýrum, geti haft skaðleg áhrif á þjóðfélagið. Þó getur það verið álitamál hvort það eigi að skipta brotunum eindregið á þennan hátt í tvo flokka, t.d. þegar fjallað er um áhrif fjársvika og fjárdrátta í þessu samhengi. Stundum getur hegðun verið talin siðlaus, en þó ekki refsiverð, t.d. ef einstaklingur leggst í drykkju, sóar eignum sínum og kemur fjölskyldu sinni á vonarvöl, hrellir foreldra sína með alls kyns uppátækjum og svíkur loforð sín, en tekið skal fram að samningar geta verið lögformlegir. Skilgreina má afbrot með hliðsjón af þeim refsiskilyrðum sem tengjast verknaðarlýsingu refsiákvæða þannig að það sé refsinæm, ólögmæt og saknæm háttsemi. 12 Ekki er hægt víkja frá tveimur fyrstu skilyrðunum, en fyrir kemur að lög víki frá skilyrðinu um saknæmi, þ.e. ásetningi eða gáleysi Refsing Hugtakið refsing er ein tegund þeirra viðurlaga sem ríkisvaldið beitir gegn sakborningi sem grunaður er um refsivert brot. Refsing felur í sér vanþóknun eða fordæmingu samfélagsins og er til þess fallin að valda dómþola þjáningu eða óþægindum. 13 Um tvenns konar refsingu er kveðið á í 31. gr. hgl., annars vegar fésektir og hins vegar fangelsi. Fésektir eru í eðli sínu vægari refsing en fangelsi, þar sem ætlunin er að láta 11 Jónatan Þórmundsson. Afbrot og refsiábyrgð I. Bls Jónatan Þórmundsson. Afbrot og refsiábyrgð I. Bls Jónatan Þórmundsson. Afbrot og refsiábyrgð I. Bls

12 refsingu bitna á fjármunum eða fjárráðum hins brotlega. 14 Fangelsi er refsivistarstofnun þar sem dæmdir einstaklingar eru vistaðir. Í fangelsi má dæma einstakling ævilangt eða um tiltekinn tíma, þó ekki skemur en 30 daga eða lengur en 16 ár, sbr. 34. gr. hgl. 15 Gæsluvarðhald er tímabundin frelsissvipting sem er beitt í þágu rannsóknar eða við meðferð sakamála á grundvelli dómsúrskurðar. Dómstólar eru þeir einu sem úrskurðað geta sakborning í gæsluvarðhald, en rökstuddur grunur þarf að liggja fyrir um að sakborningur hafi gerst sekur um háttsemi sem varðar fangelsisvist, auk annarra skilyrða sem fram koma XIV. kafla laga um meðferð sakamála nr. 88/ Auk refsinga í eiginlegum lagaskilningi má beita öðrum viðurlögum við afbrotum. Hefur slíkum viðurlögum farið fjölgandi á síðari áratugum, en aftur á móti hefur refsitegundum fækkað. Slík viðurlög eru ýmist ákvörðuð jafnhliða refsingu eða þá í stað refsingar, ef persónulegir hagir sakbornings eru því til fyrirstöðu að beita refsingu, til dæmis vegna æsku eða andlegra annmarka. Þegar öllu er á botninn hvolft, setja refsingar eftir sem áður mark sitt á ákvæði hgl., því að sú háttsemi ein verður talin afbrot, sem við venjulegar aðstæður varðar refsingu. 17 Í greinargerð með frumvarpi til almennra hegningarlaga um 15. gr. segir: Markmið refsingar er fyrst og fremst verndun almenns réttaröryggis og viðhald lögbundins þjóðskipulags. En auk þess fullnægir refsing réttlætistilfinningu almennings, er ekki sættir sig við það, að menn skerði órefsað mikilvæg réttindi annarra. 18 Fram kemur að þessi sjónarmið, sem búa að baki refsilögum, mæla með því að umrætt ákvæði sé fremur skýrt þröngt en rúmt, enda hefur það að geyma undantekningu frá þeirri meginreglu að einstaklingum sé refsað fyrir afbrot er þeir hafa framið, sbr. Hrd. 198/2011, en dómi þessum verða gerð enn frekari skil hér á eftir. 4. Sakhæfi Hugtakið sök er oft notað um hin huglægu refsiskilyrði, annars vegar um saknæmi og hins vegar um sakhæfi. 19 Saknæmi er tiltekin huglæg afstaða, annaðhvort 14 Páll Sigurðsson. (2008). Lögfræðiorðabók með skýringum. Bls Páll Sigurðsson. (2008). Lögfræðiorðabók með skýringum. Bls Eiríkur Tómasson. (2012). Sakamálaréttarfar. Rannsókn. Þvingunarráðstafanir. Bls Jónatan Þórmundsson. (1999). Afbrot og refsiábyrgð I. Bls Alþingistíðindi 1939, A-deild, bls Páll Sigurðsson. (2008). Lögfræðiorðabók með skýringum. Bls

13 ásetningur eða gáleysi, og þarf í það minnsta annað þessara grundvallarskilyrða að vera til staðar svo hægt sé að refsa fyrir afbrot. Sakhæfisskilyrði lúta að persónulegu hæfi sakbornings að lögum til að bera refsiábyrgð vegna afbrots. Sakhæfi er að íslenskum rétti afdráttarlaust skilyrði refsiábyrgðar einstaklings, hvort sem einstaklingur er sakfelldur fyrir eigin verk eða annarra og án tillits til þess hvort refsiábyrgð er hlutræns eðlis eða byggð á saknæmi. 20 Hugtakið sakhæfi er hæfi einstaklings til að bera refsiábyrgð vegna afbrots. Sakhæfi felur í sér tvenns konar skilyrði, annars vegar sakhæfisaldur, sbr. 14. gr. hgl., og hins vegar geðrænt sakhæfi, sbr. 15. gr. hgl. Sé annað hvort sakhæfisskilyrðanna ekki uppfyllt, ber að sýkna sakborning af refsikröfu. Þar af leiðandi er litið til þeirra úrræða sem fram koma í 62. gr. og 63. gr., ef skilyrði þeirra ákvæða eru fyrir hendi. 21 Almennt er talið að sakborningur sé sakhæfur nema vísbendingar komi fram um annað og/eða sýnt sé fram á sakhæfisskort. Í meðferð sakamála er ekki alltaf talið nauðsynlegt að leggja fram geðrannsókn á sakborningi, en alltaf eru lögð fram gögn um aldur sakbornings og sakavottorð Söguleg þróun sakhæfishugtaksins Allt frá 13. öld hefur verið gert ráð fyrir ósakhæfum einstaklingum og hvernig ber að taka á þeim málum. Í ákvæði 8. kapítula Mannhelgisbálks Jónsbókar, frá árinu 1281, er að finna ákvæði um óðs manns víg sem hljóðar svo: Ef óðr maðr brýst ór böndum ok verðr hann manns bani, þá skal bæta af fé hans ef til er En ef óðr maðr særir mann, þá skal arfi uppi láta vera sárbætr ok læknisfé af fé hins óða. Þrátt fyrir að Jónsbók sé að hluta til enn í gildi, er álitaefni hvort þau ákvæði sem enn standa séu gildandi réttarreglur. Það er alfarið undir dómstólum komið að dæma um það, en dæmi eru um að Hæstiréttur vitni í ákvæði Jónsbókar, þótt dregið hafi verulega úr því, á seinustu áratugum. 23 Í Hrd. nr. 27/1970 voru úrslit í skaðabótamáli látin ráðast af ákvæðinu um óðs manns víg. Í því máli var tekist á um heimtur skaðabóta vegna skotárásar af hendi manns sem talinn var veill á geði. Samkvæmt reglunni um óðs manns víg ber ósakhæfur maður fulla skaðabótaábyrgð og var maðurinn dæmdur til greiðslu bóta eftir þeirri reglu. 20 Páll Sigurðsson. (2008). Lögfræðiorðabók með skýringum. Bls Jónatan Þórmundsson. (1991). Sakhæfi. Bls Jónatan Þórmundsson. (2004). Afbrot og refsiábyrgð III. Bls Páll Sigurðsson. (1992). Svipmyndir úr réttarsögu. Bls

14 Í 1. mgr. 39. gr. þágildandi almennra hegningarlaga frá árinu 1869 var að finna grein er varðar geðrænt sakhæfi sem hljóðaði svo: Þau verk eru vítalaus, sem vitstola menn vinna, eða þeir menn, er skilningur þeirra er svo lítt þroskaður eða svo sljóvgaður eða ruglaður, að ekki verður álitið, að þeir hafi verið sér þess meðvitandi, að verkið var hegningarvert, eða þeir menn, sem voru rænulausir, þá er þeir unnu verkið. Sé höfðað mál út af slíku, má ákveða í dóminum, að gjöra megi þær ráðstafanir, að enginn háski verði af manninum, þó má valdstjórnin nema þær aptur, ef þær þykja ekki lengur nauðsynlegar, og læknis álits hefur verið leitað um það. 24 Þetta orðalag er talsvert frábrugðið samsvarandi greinum í núgildandi almennum hegningarlögum nr. 19/1940, en þó er ljóst að ekki er um verulega mikla efnislega breytingu að ræða. Í Hrd. nr. 67/1928 voru málavextir þeir að sakborningur var ákærður fyrir tilraun til manndráps með því að hafa byrlað ungri dóttur sinni saltsýru, sem ákærði taldi að myndi drepa hana á endanum. Geðlæknir sem rannsakaði heilbrigði ákærða við meðferð máls taldi hann geðveikan og óhæfan til að taka út hegningu. Hæstiréttur tók tillit til mats geðlæknisins við sakhæfismatið. Dómstóllinn taldi verknað ákærða vítalausan eftir þágildandi 39. gr. hgl., vegna geðheilbrigðis hans, en þó þótti nauðsynlegt að dæma ákærða til að hlíta því að gerðar yrðu ráðstafanir svo enginn háski yrði af honum Geðrannsókn Fyrst og fremst er geðheilbrigðisrannsókn læknisfræðileg rannsókn, þar sem athugað er andlegt heilbrigði manns með það að leiðarljósi að staðreyna hvort hann sé sakhæfur. 25 Ákvæði laga um meðferð sakamála nr. 88/2008 eru að öllu jöfnu miðuð við rannsókn á háttsemi sakhæfra einstaklinga, þrátt fyrir að ekki sé fjallað um það beint samkvæmt orðanna hljóðan. Í 2. mgr. 54. gr. sml. er kveðið á um að rannsaka skuli þau atriði sem varða sakborning sjálfan, þar á meðal eftir því sem ástæða er til, aldur hans, persónulegar aðstæður, svo sem fjölskyldu- og heimilishagi, menntun, störf og efnahag, hegðun hans og fyrri brot, og þroska hans og heilbrigðisástand, andlegt og líkamlegt. Í 3. mgr. 54. sml. er einnig kveðið á um að rannsókn skuli fara fram á hugarfari sakbornings og hvatir hans til brots, hvort hann hefur framið brot af ásetningi eða eftir atvikum af gáleysi og ef um tilraun er að ræða hvort hann hafi horfið af sjálfsdáðum frá henni. Ef fleiri en einn eru um brot skal eftir föngum rannsaka þátt hvors eða hvers þeirra um sig. Í þessum tveimur málsgreinum er verið að fjalla um þá verknaðarþætti 24 Alþt. 1939, A-deild, Páll Sigurðsson. (2008). Lögfræðiorðabók með skýringum. Bls

15 eða þær aðferðir sem læknum eða þeim sem framkvæma geðheilbrigðisrannsóknina ber að fylgja. Einnig má nefna 2. mgr. 77. gr. sml. sem kveður á um að ef vafi leiki á hvort sakborningur sé sakhæfur eða refsing geti borið árangur vegna andlegs ástands hans sé rétt að láta hann sæta sérstakri geðrannsókn til þess að leiða þessi atriði í ljós. Grundvallarskilyrði fyrir geðrannsókn er að rökstuddur grunur leiki á að sakborningur hafi framið brot sem varðað geti fangelsisrefsingu að lögum. 26 Í Hrd. nr. 194/1999 voru málavextir þeir að sakborningur var ákærður fyrir að hafa svikið allháar fjárhæðir undan tekju- og virðisaukaskatti, auk þess að hafa látið hjá líða að standa skil á innheimtum virðisaukaskatti. Sakborningur var dæmdur til skilorðsbundinnar refsivistar, auk þess sem honum var gerð sektarrefsing. Hvorki var talið tilefni til að álykta að andlegt heilsufar hans á þeim tíma sem brotin voru framin hefði verið með þeim hætti að 1. mgr. 16. gr. hgl. gæti átt við, né að unnt væri að fella niður refsingu með stoð í 63. gr. sömu laga. Fram kemur að meiri áhersla er lögð nú en áður fyrr á það að fram fari sérstök geðrannsókn á sakborningi, sérstaklega ef sterkar vísbendingar eru um að vafi leiki á geðheilsu hans og/eða sakhæfi. Bæði verjandi og ákæruvaldið bera ábyrgð á því að sakhæfi sakbornings verði leitt í ljós fyrir dómi. 27 Notuð er sú almenna sönnunarfærsla í sakamálum um sakhæfi sakbornings. Meginreglan er sú að sönnunarfærslan er frjáls og geta því aðilar að jafnaði lagt fram í dómsmáli öll þau gögn sem þeir kjósa, þó með einhverjum undanþágum. 28 Í 108. gr. sml. segir: Sönnunarbyrði um sekt ákærða og atvik, sem telja má honum í óhag, hvílir á ákæruvaldinu. Samkvæmt þessu er það hlutverk ákæruvaldsins að leiða í ljós allt það sem er sakborningi í óhag. Ákæruvaldið þarf ekki að hefja sjálfkrafa könnun á geðrænu sakhæfi í sérhverju máli, heldur einungis ef málsgögn gefa tilefni til þess. 29 Í alvarlegustu sakamálunum er það yfirleitt á frumkvæði verjanda eða sakbornings að biðja um eða leiða fram geðrænt sakhæfismat. Stundum taka geðlæknar af sjálfsdáðum að framkvæma geðrannsókn á sakborningi, en áður fyrr var það oft læknaráð, sbr., Hrd. nr. 79/1978, en þessi dómur verður reifaður hér síðar. Hlutverk ákæruvaldsins er einnig að leiða það fram með sönnun eða með skynsamlegum rökum 26 Frumvarp til laga um meðferð sakamála nr. 88/2008, þskj. 252, 233. mál. Vefútgáfa Alþingistíðinda, slóð: [Sótt á vefinn ]. 27 Jónatan Þórmundsson. (2004). Afbrot og refsiábyrgð III. Bls Eiríkur Tómasson. (1987). Sönnun og sönnunarbyrði fyrri hluti. Bls Jónatan Þórmundarsson. (2004). Afbrot og refsiábyrgð III. Bls

16 að sakborningur sé sakhæfur þrátt fyrir andlega annmarka. Tekið er fram að allur vafi skuli túlkaður sakborningi í vil og ber að sýkna sakborning af refsikröfu, ef skynsamlegur vafi er um sakhæfi hans. Fram hefur komið að ákæruvaldið getur slakað eitthvað á kröfu um sönnunarþunga eða sönnunarmagn, þegar það er borið saman við sönnun á refsinæmi og saknæmi verknaðar. Tekið skal fram að ekki má ganga út frá því sem gefnu að sakhæfisskortur leiði alltaf til sýknunar. 30 Í Hrd. nr. 72/1978 voru málavextir þeir að tveir sakborningar voru ákærðir fyrir manndráp á manni sem þeir veittust að inn í fangaklefa. Í máli þessu var aðalkrafa beggja sakborninga um sýknu, en til vara var gerð krafa um að sakborningarnir yrðu frekar dæmdir til refsingar, heldur en að verða álitnir ósakhæfir og dæmdir til að sæta öryggisgæslu, þrátt fyrir að sterkar líkur hafi verið á því að annar ákærðu væri ósakhæfur skv. 15. gr. hgl. á grundvelli geðrannsóknar sem fram kom í dóminum. Þeir voru báðir dæmdir í 8 ára fangelsi. Út frá þessum dómi má draga þá ályktun að viðhorf sakbornings eða sakborninga til sakhæfis og viðurlaga kunni að geta haft áhrif á niðurstöðu Hæstaréttar. Sakhæfisskilyrðin skera úr um það hvort refsingum og skilyrtum refsiákvörðunum verði við komið. Í íslenskum rétti skiptir ekki máli hvort brot er alvarlegt eða smávægilegt. Sakhæfisreglur eru jafn afdráttarlausar hvort sem brot varðar fangelsi eða fésektum. Á hinn bóginn má beita ósakhæfan einstakling ýmsum refsikenndum viðurlögum, mismunandi eftir því hvers eðlis sakhæfisskorturinn er Sakhæfisskilyrði 5.1. Sakhæfisaldur 14. gr. hgl. Allt frá dögum Rómverja voru börn undir sjö ára aldri ávallt talin ósakhæf og sú regla er enn í gildi um svo ung börn á okkar tímum. Með vaxandi skilningi á þroska barnsins og hins uppvaxandi einstaklings hafa aldursviðmið tekið breytingum að þessu leyti. Allt fram á seinni hluta 19. aldar var 10 ára barn talið fullábyrgt gerða sinna hér á landi. Þetta breyttist með tímanum og nú er ekki hægt að refsa manni fyrir verknað sem hann hefur framið áður en hann varð 15 ára gamall og hefur svo verið allt frá setningu almennra hegningarlaga árið Jónatan Þórmundarsson. (2004). Afbrot og refsiábyrgð III. Bls Jónatan Þórmundsson. (2004). Afbrot og refsiábyrgð III. Bls Helgi Tómasson. (1954). Geðheilbrigðisrannsóknir. Bls

17 Í 14. gr. hgl. segir: Eigi skal manni refsað fyrir verknað, er hann hefur framið áður en hann varð 15 ára gamall. Ákvæði þetta tiltekur ákveðinn sakhæfisaldur eða lögaldur sakamanns, þannig að ekki skuli refsa einstaklingi fyrir verknað sem hann hefur framið áður en hann varð 15 ára. Regla þessi gildi jafnt um brot gegn hegningarlögum og sérrefsilögum. Oftast er miðað við lífaldur en ekki vitsmuna- og þroskaaldur. Komið hafa upp álitamál um við hvaða tíma á 15 ára afmælisdeginum eigi að miða.. Þrír lögskýringarkostir eru fyrir hendi samkvæmt ritum íslenskra fræðimanna. Í fyrsta lagi að miðað sé við upphaf afmælisdagsins. Í öðru lagi að miðað sé við nákvæma fæðingarstund. Í þriðja lagi að miðað sé við lok afmælisdagsins. 33 Tekið skal fram að ef fæðingar- og verknaðarstund er þekkt, þá á að miða við fæðingarstundina, en ef nákvæm fæðingarstund er ekki þekkt, þá á frekar að leggja lok afmælisdagsins til grundvallar, enda er það sakborningi í hag. 34 Við ákvörðun á verknaðartíma er miðað við framkvæmd frumverknaðar. Skilgreiningin á frumverknaði er athöfn sem einstaklingur framkvæmir með ytri líkamlegri hreyfingu, eða með athafnaleysi, sem hefur för með sér ákveðnar afleiðingar. 35 Ef frumverknaður er framinn fyrir það tímamark sem fjallað var um hér á undan, verður barnið ekki refsiábyrgt, vegna þeirra afleiðinga sem falla eftir 15 ára afmælið, nema um sé að ræða sjálfstætt brot, hættubrot eða óbeint athafnaleysi. Tekið skal fram að ef um rýmkuð afbrot er að ræða, tekur refsiábyrgð einnig einungis til þess hluta eða þeirra þátta brotsins sem eiga sér stað eftir 15 ára aldursmarkið. Rýmkuð afbrot eru sem hér segir: [A]nnars vegar tvö eða fleiri afbrot eða brotaþættir og hins vegar tvö eða fleiri efnisatriði refsiákvæðis, þar sem að jafnaði mætti refsa sjálfstætt fyrir hvert þeirra, en þau eru engu að síður virt sem ein heild, þ.e. sem eitt afbrot. 36 Í Hrd. nr. 62/1987 voru málavextir þeir að sakborningur, sem var tæplega fimmtán og hálfs árs, stakk annan dreng með vasahníf fyrir utan unglingaskemmtistað í Reykjavík. Afleiðingar urðu þær að brotaþoli lést skömmu síðar, en ákærði hafði verið í miklu uppnámi þegar tekin var af honum húfa vegna blettaskalla sem hann þjáðist af. Ákærði fékk fjögurra ára skilorðsbundinn dóm fyrir manndráp. Fram kom í dómnum að læknar teldu að fangelsi myndi hafa alvarleg áhrif á persónuþroska ákærða, hvað varðar aðlögun, nám og nánast alla hans framtíð, en ljóst var að ákærði ætti við 33 Jónatan Þórmundsson. (2004). Afbrot og refsiábyrgð III. Bls Guðrún Sesselja Guðrúnardóttir. (Munnleg heimild, 10. ágúst 2016). 35 Páll Sigurðsson. (2008). Lögfræðiorðabók með skýringum. Bls Páll Sigurðsson. (2008). Lögfræðiorðabók með skýringum. Bls

18 langvarandi geðræna erfiðleika að stríða vegna þess blettaskalla sem hafi verið grundvöllur fyrir því einelti sem hann varð fyrir. Á grundvelli almennra mannúðar- og sanngirnissjónarmiða og með tilliti til einstaklingsþroska, er viðurkennt nú á dögum að hefðbundin refsiúrræði eiga ekki við um börn. Börn skortir að jafnaði alla reynslu og þroska til að skilja eðli refsiákvörðunar. Refsing á að fela í sér vanþóknun og fordæmingu, sem á ekki við ef einstaklingurinn greinir ekki á milli þess hvað sé rétt og rangt. Afleiðingarnar geta verið óbærilegar þegar til lengri tíma er litið, sérstaklega ef loka ætti barn inni í fangelsi. Ætla má að refsivist skilji eftir sig mun dýpri sár, en þegar fullorðnir eiga í hlut. Að öllu jöfnu eiga börn oftast ekki neina fjármuni til þess að greiða sektir eða eignir til aðfara. Að öðru leyti má vísa í þau almennu lagarök um sakhæfisregluna að einstaklingur sem ekki hefur þann þroska um að ráða athöfnum sínum telst ekki hæfur til að sæta refsingu Barnavernd Barnaverndaryfirvöld fara með framkvæmd Barnaverndarlaga nr. 80/2002, 38 sem tóku gildi 1. júní Í 2. gr. er kveðið á um markmið laganna, sem er að tryggja að börn sem búa við óviðunandi aðstæður eða börn sem stofna heilsu sinni og þroska í hættu fái nauðsynlega aðstoð. Samkvæmt 7. gr. bvl., er það Barnaverndarstofa sem annast stjórnsýslu á því sviði sem barnaverndarlög ná til, en Barnaverndarstofa er sjálfstæð stofnun sem heyrir undir yfirstjórn ráðherra. Barnaverndarstofa fer með eftirlit barnaverndarnefnda, sem fara með eftirlitshlutverk, og getur beitt ýmsum úrræðum gagnvart ósakhæfum börnum. Í 1. mgr. 18. bvl. segir: Þegar grunur leikur á að barn hafi framið eða framið hafi verið gegn barni brot gegn almennum hegningarlögum eða lögum þessum eða brot gegn öðrum lögum sem varðað getur þyngri refsingu en tveggja ára fangelsi skal lögregla, þegar hún fær slíkt mál til meðferðar, tilkynna það barnaverndarnefnd og gefa henni kost á að fylgjast með rannsókn málsins. Hér er kveðið á um tilkynningarskyldu lögreglu gagnvart barnaverndarnefnd. Deilt hefur verið um hversu mikið lög um meðferð sakamála eigi að fjalla um rannsóknarmeðferð á ósakhæfum börnum, en hins vegar er beinlínis tekið fram í ýmsum ákvæðum laganna hvernig rannsóknarmeðferð eigi að fara fram þegar um sakhæf börn er að ræða. Fram kemur í 2. mgr. 18. gr. að gefa skuli starfsmanni barnaverndarnefndar kost á því að vera viðstaddur skýrslutöku af barni undir 18 ára og fylgjast með rannsókn máls, sbr. 1. mgr. 37 Jónatan Þórmundsson. (2004). Afbrot og refsiábyrgð III. Bls Hér eftir nefnt bvl. eða barnaverndarlög. 17

19 61. gr. sml. Tekið skal fram að skiptar skoðanir hafa verið um hvort nota eigi hugtakið sakborningur um börn yngri en 15 ára, jafnvel þótt þau gerist sek um lögbrot. Þá er auðvitað tekin af þeim skýrsla, en það er ekki í þeim tilgangi að undirbúa málssókn ákæruvaldsins eða afla gagna um sekt eða sýknu, heldur er þetta frekar í eftirlitsskyni. 39 Í 5. mgr. 95. gr. sml. kemur fram að ekki megi úrskurða sakborning sem er yngri en 18 ára í gæsluvarðhald, nema önnur úrræði geti ekki komið í staðinn. 40 Þvingunarúrræðum í þágu rannsóknar má beita gagnvart sakhæfum börnum samkvæmt reglum sakamálalaga. Þeim reglum má einnig beita gagnvart ósakhæfum börnum með þeim takmörkunum sem felast í réttarfarslögum og öðrum lögum. Sú grundvallarregla er skýr að ósakhæf börn verða ekki látin sæta hefðbundinni frelsisskerðingu í þágu opinberrar rannsóknar á refsiverðri háttsemi. Eiginleg handtaka ósakhæfra barna er yfirleitt útilokuð, en telja verður heimilt að færa barn nauðugt til yfirheyrslu eða taka það úr umferð, ef það ærist á almannafæri eða veldur þar hneyksli eða hættu á óspektum, sbr. a-lið 1. mgr. 16. gr. lögreglulaga nr. 90/ Takmarkaðar leiðbeiningar sem beinast að ósakhæfum börnum er að finna í lögum. Úrræði eins og leit, líkamsrannsókn eða hald á munum eru dæmi þess. Talið er eðlilegt að styðjast eigi við ákveðnar viðmiðunarreglur og meðalhóf í þess konar framkvæmdum. Það virðist vera misjafnt eftir aðstæðum hvort það eigi að fara eftir ákvæðum laga um meðferð sakamála. Þó er það talið viðurkennt að rannsókn mála gegn ósakhæfum börnum eigi að fara eftir reglum barnaverndarlaga. Oft hefur verið deilt um það hvort hugtakið sakborningur eigi að taka til ósakhæfra barna, þar sem þau verði hvorki höfð fyrir sökum né gerð refsiábyrgð gjörða sinna. Tilgangurinn virðist mismunandi eftir því hvort um er að ræða rannsókn á hegðun ósakhæfra barna eða rannsókn á hegðun ósakhæfra fullorðinna einstaklinga. Því getur talist vafasamt að ætla að ákvæði laga um meðferð sakamála eigi við um ósakhæf börn. 42 Barnaverndarnefnd fer með eins konar verndarhlutverk, sbr. 12. gr. barnaverndarlaga. Af þessu mætti ætla að ósakhæf börn verði ekki beitt þvingunarúrræðum laga í þágu opinberrar rannsóknar nema í algjörum 39 Guðrún Sesselja Guðrúnardóttir. (Munnleg heimild, 10. ágúst 2016). 40 Jónatan Þórmundsson. (2004). Afbrot og refsiábyrgð III. Bls Frumvarp til um meðferð sakamála nr. 88/2008, þskj, mál. Vefútgáfa Alþingistíðinda, slóð: [Sótt á vefinn ]. 42 Jónatan Þórmundsson. (2004). Afbrot og refsiábyrgð III. Bls

20 undantekningartilvikum og þá aðeins ef til staðar væri skýr og ótvíræð lagaheimild. Einnig hefur verið nefnt að dómstólar hafi takmarkað eftirlit með rannsóknaraðgerðum lögreglu þegar rannsókn á hegðun ósakhæfra barna fer fram. Þegar um er að ræða þvingunarúrræði, eins og hald á munum, kann þetta að þykja nokkuð ströng túlkun. Í 78. gr. sml. kemur skýrt fram að líkamsleit skuli ákveðin með úrskurði dómara, nema fyrir liggi ótvírætt samþykki þess sem í hlut. Þó er líkamsleit heimil án dómsúrskurðar, ef nauðsynlegt þykir og rökstuddur grunur liggi fyrir um fangelsisrefsingu. Að líkindum tekur 78. gr. til ósakhæfra barna, enda ákvæðið ekki bundið einungis við sakaða einstaklinga. 43 Í barnaverndarlögum er gert ráð fyrir ýmiss konar úrræðum vegna ætlaðra afbrota, vímuefnaneyslu eða alvarlegra hegðunarerfiðleika barna, sbr. 1. mgr. 79. gr. bvl. Tekið skal fram að með hugtakinu barn er átt við einstakling yngri en 18 ára, sbr. 1. mgr. 3. gr. bvl. Fram kemur að stofnanir ríkisins, eins og barnaverndaryfirvöld, hafa þrenns konar hlutverki að gegna. Í fyrsta lagi að veita börnum móttöku í bráðatilvikum til að tryggja öryggi þeirra vegna meintra afbrota eða alvarlegra hegðunarerfiðleika. Í öðru lagi að greina vanda barna sem talin eru þurfa sérhæfða meðferð. Í þriðja lagi að veita börnum sérhæfða meðferð vegna alvarlegra hegðunarerfiðleika, vímuefnaneyslu og meintra afbrota. Barnaverndarlög taka til allra barna sem eru á yfirráðasvæði íslenska ríkisins. Barnaverndaryfirvöld geta auk þess ákveðið með samþykki ungmennis að ráðstafanir gerðar á grundvelli laganna haldist eftir að það er orðið 18 ára og jafnvel allt til 20 ára aldurs, sbr. 2. mgr. 2. gr. og 1. mgr. 3. gr. bvl. Að því er varðar börn á aldrinum ára, geta úrræði barnaverndarlaga komið til framkvæmda gagnvart þeim vegna refsiverðrar háttsemi þeirra. Oft hefur það verið vafaatriði hvor leiðin eigi að vega þyngra, barnaverndarleiðin eða sakamálaleiðin. Samkvæmt stefnu löggjafarvaldsins á síðustu árum, hefur barnaverndarleiðin fengið meira vægi. Þetta má sjá þegar litið er til verndar sakhæfra eða ósakæfra barna. Árið 1997 var sakhæfisaldurinn hækkaður úr 16 árum í 18 ár með nýjum lögræðislögum nr. 71/1997, en með eldri barnaverndarlögum var einnig fjallað um börn frá 16 ára og yngri, þó með ákveðnum undantekningum. Nú er miðað við 18 ára aldurinn og er kveðið á um allmargar sérreglur í lögum um refsiákvörðun og önnur úrræði, þegar sakhæf börn eiga í hlut. Það kemur fram að ungur aldur getur haft áhrif á val viðurlaga og 43 Jónatan Þórmundsson. (2004). Afbrot og refsiábyrgð III. Bls

21 refsiákvörðunar, þrátt fyrir að það sé ekki beint fjallað um aldursmörk í ákveðnum tilfellum. 44 Í 1. mgr. 74. gr. hgl. segir: Refsingu þá, sem í lögum er lögð við broti, má færa niður úr lágmarki því, sem þar er ákveðið, þegar svo stendur á. Í 2. tl. sömu greinar segir: Þegar brot er drýgt af manni, sem þá er ekki fullra 18 ára að aldri, og álíta má vegna æsku hans, að full refsing sé ónauðsynleg eða skaðleg. Aldrei má dæma í þyngri hegningu fyrir brot, sem menn hafa framið á þessum aldri, en 8 ára fangelsi. Í Hrd. nr. 519/1991 voru málavextir þeir að tveir sakborningar voru ákærðir fyrir rán og manndráp, eftir að hafa slegið einstakling nokkrum höggum með hnúajárni, sem leiddi skömmu síðar til dauða. Annar ákærðu var 15 ára, en hinn var 17 ára. Í dómnum kom m.a. fram: [Ákærðu] höfðu ekki áður sætt hegningu fyrir brot á refsilögum og taka bar tillit til aldurs þeirra, er brotin voru framin, sbr. 2. tl. 1. mgr. 74. gr. alm. hgl. Einnig kom fram: Hins vegar verður hinn lági aldur þeirra og það, að þau hafa ekki gerst áður brotleg við refsilög, metin þeim til refsimildunar, svo og þykir rétt að taka að einhverju leyti tillit til þess í refsimatinu, að ákærðu hafa bæði orðið fyrir slæmri reynslu á bernskuárum (einelti, kynferðisáreitni) og búið við slæmar uppeldisaðstæður, sem kunna að geta valdið þeim persónuleikatruflunum, sem geri það líklegra, að þau leiðist út í afbrot, en aðrir unglingar, sem búið hafa við eðlilegar aðstæður. Ákærði sem var 17 ára, fékk fimm ára fangelsisdóm, en ákærði sem var 15 ára fékk þriggja ára fangelsisdóm Geðrænt sakhæfi 15. gr. hgl. Í 15. gr. hgl. segir: Þeim mönnum skal eigi refsað, sem sökum geðveiki, andlegs vanþroska eða hrörnunar, rænuskerðingar eða annars samsvarandi ástands voru alls ófærir á þeim tíma, er þeir unnu verkið, til að stjórna gerðum sínum. Ef sakborningur er það andlega vanheill, eins og lýst er hér í þessu ákvæði, skal ekki refsa honum. Þetta þýðir að sakborningur er ósakhæfur. Í ákvæðinu koma fram þrjú skilyrði. Í fyrsta lagi að geðrænn kvilli sakbornings sé það slæmur að hann geti alls ekki stjórnað gerðum sínum. Í öðru lagi að kvillinn hafi verið á þeirri stundu þegar verknaður var framin. Í þriðja lagi að orsakasamband hafi verið fyrir hendi á milli kvillans og verknaðarins. 45 Þetta eru mikilvæg skilyrði. Andlegur annmarki, eins og geðveiki, þarf að vera á það háu stigi að hann leiði til refsileysis af þeim sökum. Fram kemur að: Það nægir þó ekki til skorts á sakhæfi, heldur verður einstaklingur að hafa verið alls ófær um að stjórna gerðum sínum vegna hins andlega annmarka þegar hann framdi verknað sem lýstur er refsiverður að lögum. Áður en dómstólar skera úr um sakhæfi eða 44 Jónatan Þórmundsson. (2004). Afbrot og refsiábyrgð III. Bls Jónatan Þórmundsson. (2004). Afbrot og refsiábyrgð III. Bls

22 sakhæfisskort ákærðs manns, þarf að sýna fram á að fyrir hendi hafi verið einhverjir þeir andlegu annmarkar, einn eða fleiri, sem 15. gr. hgl. tiltekur, sem og stig og varanleiki andlegra annmarka. Ýmsar tegundir andlegra annmarka, ýmist andleg vanheilsa eða vanþroski, eru taldar upp í 15. gr., en sú upptalning er ekki tæmandi, sbr. orðin eða annars samsvarandi ástands. Algengt er að andlega vanheilir brotamenn reynist haldnir fleiri en einum annmarka. Oftast myndi vanheilsa sú eða vanþroski sem lýst er í 15. gr. vera varanlegt ástand ekki síður en annmarkar samkvæmt 16. gr., en í hvorugri greininni þykir ástæða til þess að gera varanleika annmarkanna að skilyrði fyrir því að henni sé beitt. Ekki er nægilegt að sýna fram á tilvist tiltekins andlegs annmarka, t.d. geðveiki, heldur verður annmarki að vera á svo háu stigi að rétt þyki að hann leiði til refsileysis samkvæmt 15. gr. hgl. Vægari stig geðveiki geta því fallið undir 16. gr. hgl. 46 Í Hrd. nr. 79/1978 voru málavextir þeir að sakborningur játaði að hafa skotið unnustu sína inni í bifreið sinni eftir að unnustan hafði sagt honum að sambandi þeirra væri lokið og í framhaldinu hafi hann reynt að fremja sjálfsvíg. Við meðferð málsins í Hæstarétti var lögð fram álitsgerð og úrskurður læknaráðs: Læknaráð telur af gögnum málsins, að ákærði, sem er bæði tornæmur og með mikla persónuleika- og skapgerðargalla, hafi haft (psychosis reactiva dressiva) á þeim tíma, sem hann framdi afbrotið. Þessi (psychosis) var hins vegar ekki á því stigi, sem greinir í 15. gr. hgl., en myndi frekar falla undir það sem um er rætt í 16. gr. sömu laga. Telur læknaráð því, eins og Ásgeir Karlsson, sérfræðingur í tauga- og geðsjúkdómum, að [ákærði] sé sakhæfur og refsing gæti líklega borið árangur. Annar geðlæknir sagði: Ég tel, að [ákærði] sé hvorki haldinn geðveiki (psychosis) né fávitahætti (inferioritas intellectualis), heldur greind hans lítil eða á efra tornæmu stigi. Hann er hins vegar haldinn miklum persónuleika- og skapgerðargöllum (personality disorder), sem koma fram í óþroskuðu og grunnu tilfinningalífi. Stjórn tilfinninga er slæm, og aðalvarnarhættir hans eru bæling og afneitun. Varnarhættir þessir duga honum illa, ekki síst er honum finnst öryggi sínu eða sjálfsvirðingu á einhvern hátt ógnað eða misboðið. Þá nægja þessir varnarhættir honum engan veginn til, og hvatir, svo sem reiði og árásargirni, brjótast fram. Greina má hjá [ákærða] mikla þörf fyrir að vera öðrum háður. Rekja má þessa þörf hans e. t. v. til mikillar móðurbindingar í bernsku og vangetu síðar meir til þess að mynda eðlileg tilfinningasambönd við aðra, getur slíkt bæði verið orsök eða afleiðing af skapgerðargalla, sem lýsir sér mest í einþykkni og stífni og tilhneigingu til þess að ráða yfir þeim, sem hann binst eða gerir sig háðan. [Ákærði] telst sakhæfur, líkur á geðlæknismeðferð fyrir [ákærða] teljast litlar. Niðurstaða Hæstaréttar var sú að ákærði skyldi sæta fangelsi til 14 ára. 46 Jónatan Þórmundsson. (2004). Afbrot og refsiábyrgð III. Bls

23 Sakborningur sem sýknaður er skv. 15. gr. hgl. kann að vera gert að sæta öryggisgæslu eða öðrum vægari úrræðum eftir 62. gr. hgl., ef það telst nauðsynlegt á grundvelli réttaröryggis. Í Hrd. nr. 292/2011 voru málavextir þeir að sakborningur hafði verið dæmdur í héraði fyrir líkamsárás og áfrýjað þeim dómi. Hann byggði sýknukröfu sína fyrir Hæstarétti meðal annars á sakhæfisskorti. Nýlega höfðu verið rekin önnur mál fyrir héraðsdómi þar sem sakborningi hafði verið gefið að sök manndráp og brot gegn valdstjórninni, með því að hafa slegið konu þungu höggi aftan á höfuð. Báðir atburðirnir áttu sér stað áður en ákærði framdi umrædda líkamsárás. Í síðara málinu hafði verið kveðinn upp dómur þar sem ákærði var sýknaður af refsikröfu með vísan til 15. gr. hgl. og gert að sæta öryggisgæslu skv. 62. gr. hgl. Ákærði og ákæruvald höfðu lýst því yfir að þeim dómi yrði unað. Í niðurstöðu Hæstaréttar er fjallað um niðurstöðu fyrrnefnds héraðsdóms og af þeim sökum talið að refsing myndi ekki þjóna tilgangi og yrði því felld niður, samkvæmt heimild í 63. gr. hgl. Þessi úrræði koma þó ekki til greina gagnvart sakhæfum brotamönnum, nema skilyrði 16. gr. hgl. séu til staðar. Ýmis önnur refsikennd viðurlög má auk þess dæma ósakhæfa einstaklinga eins og sakhæfa, svo sem eignaupptöku og réttindasviptingu. Ef ákæruvaldið lætur hjá líða að gera refsikröfu sökum hins andlega ástands sakbornings, getur það höfðað sérstakt mál á grundvelli 2. mgr. 1. gr. sml. til ákvörðunar um ýmis refsikennd viðurlög Flokkun geðraskana Í íslenskum lögum eru engar beinar skilgreiningar að finna um geðveiki eða aðrar andlegar geðraskanir og styðjast lögfróðir fræðimenn þess vegna að mestu við skýringar geðlæknisfræðinnar. Skal nú í stuttu máli gerð grein fyrir þeim andlegu annmörkum sem sérstaklega eru tilgreindar í 15. gr. hgl Geðveiki Með sjúkdómshugtakinu geðveiki er átt við geðrof, sem er eitt af alvarlegustu einkennum eða ástandi andlegra annmarka. Geðrofssjúkdómurinn lýsir sér þannig að einstaklingur er með víðtæka röskun á sálarlífi og persónuleikanum öllum. Mikil brenglun getur átt sér stað, sérstaklega gagnvart raunveruleikanum, og lifa þessir einstaklingar oft í sínum eigin hugarheimi. Eins og fram hefur komið er engin bein skilgreining á hugtakinu geðveiki í lögunum, en samkvæmt kenningum geðlæknisfræðinnar hefur hugtakið rýmkast töluvert í gegnum árinn. Helstu tegundir 47 Alþt. 1939, A-deild,

24 geðveiki eða geðrofs eru geðklofi eða kleyfhugasýki og geðhvörf, sumir telja að bráða- eða skammvinnugeðrof eigi einnig hér í hlut. Það síðarnefnda er ástand sem kemur einkum fram þegar einstaklingar verða fyrir mjög alvarlegu slysi eða áfalli. Talið er að þess konar geðrof geti lagast eða horfið eftir vissan tíma og er því sjaldan varanlegt ástand. Hins vegar er geðklofi og geðhvörf talið varanlegt ástand, sem þó getur verið sveiflukennt. Oftast skiptist þetta í oflætis- og þunglyndisköst, en þó með mis miklum hléum, þar sem einstaklingurinn getur talist eðlilegur eða tiltölulega heilbrigður inn á milli. Sakhæfið getur orkað tvímælis, þar sem að öllu jöfnu er talið að þessir alvarlegu sjúkdómar hafi það slæm áhrif á sjúklinginn að það hafi alltaf einhver áhrif, þrátt fyrir að einkennin séu misjöfn eftir stað og stund. 48 Í Hrd. nr. 41/2004 voru málavextir þeir að sakborningur var ákærður fyrir manndráp eftir að hafa stungið mann til bana á heimili mannsins að Klapparstíg í Reykjavík. Við lögreglurannsókn var geðlækni falið að rannsaka geðheilbrigði ákærða. Niðurstaða hans var sú að ákærði hafi verið sakhæfur á verknaðarstundu. Hann hafi þó haft geðrofseinkenni, en að afbrotið hafi verið framið undir miklum áhrifum lyfja. Ákærði hafi því verið mjög ör og þetta leitt til ofsaviðbragða er hann taldi sér vera ógnað. Í héraðsdómi voru tveir dómkvaddir geðlæknar fengnir til að meta sakhæfi ákærða. Niðurstaðan þeirra var sú að hann væri ósakhæfur skv. 15. gr. hgl. Ákærði hefði verið í geðrofsástandi nær óslitið frá 21 árs aldri og væri því ófær um að stjórna gerðum sínum. Afar ólíklegt væri að hann hefði ekki verið í því ástandi er verknaðurinn var framinn. Hæstiréttur staðfesti héraðsdóm með vísan í 15. gr. hgl. og ákærði var dæmdur til að sæta öryggisgæslu skv. 62. gr. hgl. Í þessu máli var það undirmatsmaður sá er rannsakaði sakborning á rannsóknarstigi sem taldi sakborning vera sakhæfan, en yfirmatsmennirnir töldu hann ósakhæfan, sbr. 15. gr. hgl., og dæmdi héraðsdómur í samræmi við yfirmatið. Þegar málinu var áfrýjað til Hæstaréttar fékk ákæruvaldið álit læknaráðs, eins og þá tíðkaðist en er ekki lengur, og taldi ráðið að 16. gr. ætti við um ákærða. Hæstiréttur staðfesti hins vegar dóm héraðsdóms og sýknaði vegna sakhæfisskorts, sbr. 15. gr. hgl. Hér vegur yfirmatið þyngra en álit læknaráðs Andlegur vanþroski Hér er átt við varanlegt ástand einstaklings með vanþroska á háu stigi, sem þó telst ekki sjúkdómur. Oft er miðað við greindarvísitöluna 55-60, en allt í kringum það eða undir, telst vera verulegur andlegur eða vitsmunalegur vanþroski, sbr. hliðstætt ákvæði dönsku laganna (mentalt retarderede i hojere grad). Þó er ekki ætlast til að greindarvísitalan sjálf eigi að ráða úrslitum um ákvörðun á sakhæfi, heldur ber að leggja 48 Jónatan Þórmundsson. (2004). Afbrot og refsiábyrgð III. Bls

25 heildstætt mat á hið andlega ástand sakbornings. Tekið skal fram að hugtakið andlegur vanþroski tekur ekki til tilfinningarlegs vanþroska, geðvillu eða persónuleikaröskunar. 49 Í Hrd. nr. 149/1972 voru málavextir þeir að sakborningur var ákærður fyrir ýmiss konar skjalafölsun og fjárdrátt. Á sálfræðiprófi sakbornings kemur fram: [Ákærði] er haldinn geðvillu (psychopathia) af þeirri tegund, sem hefir í för með sér andfélagslegar tilhneigingar, eins og afbrotaferill hans ber glögglega vitni. Miklar líkur hníga í þá átt, að geðbrestir hans hafi komið fram þegar í bernsku, þótt umhverfisbreytingin um 8 ára aldurinn hafi sennilega haft mikil áhrif á hann. Hann hefir ekki tekið uppeldi eins og önnur börn, og hvers konar tilraunir til úrbóta, svo sem umhverfisbreyting, umvandanir, sálfræðileg meðferð o. fl., báru engan árangur. Skapgerð hans hefir smám saman þróast yfir í geðvilluskapgerð fulltíða manns með öllum þeim einkennum, sem þeirri skapgerð fylgja, og frá 12 ára aldri er æviferill hans stráður afbrotum, sem fara í vöxt með aldrinum. Höfuðeinkenni slíkrar skapgerðar eru hömluleysi, sem fram kemur í hvatvíslegum athöfnum án umhugsunar um afleiðingarnar, og valda því oft árekstri við lög og rétt, óhæfi til þess að læra af reynslunni, þolleysi gagnvart öllum verkefnum og tilfinningakuldi gagnvart öðrum mönnum. Þar sem menn með þessa skapgerð eru ekki andlega vanþroska, að því er snertir greind, er gert ráð fyrir í 15. gr. almennra hegningarlaga, að þeir geti stjórnað gerðum sínum á þeim tíma, er þeir vinna verkið. Heilarit sýndi engar vefrænar breytingar í heila. Jafnframt kom fram að ákærði væri meðalgreindur að eðlisfari, en skorti úthald, dómgreind og einbeitingu til að nýta greind sína. Ekkert kom fram sem benti til vefrænna truflana á taugakerfi, né heldur merki um geðsjúkdóm af alverlegri gerð (psykosis) sem gerði hann ósakhæfan. Niðurstaðan var sú að ákærði væri ekki haldinn geðveiki, andlegum vanþroska eða hrörnun, en væri frekar með afbrigðilegan persónuleika með gallaða skapgerð og því sakhæfur. Ákærði var dæmdur í 12 mánaða fangelsi Hrörnun Hrörnun er sjúkdómur sem leiðir af sér rýrnun eða breytingar á taugakerfi líkamans og/eða heila, sem getur leitt til sams konar andlegs vanþroska og greint var frá hér á undan. Sjúkdómurinn hefur í för með sér vitræna skerðingu, minnistruflun, taltruflun og sljóvgaðan skilning, sem getur haft mjög mikil áhrif á tilfinningalíf einstaklings og skapgerð. Oft eru þessir sjúkdómar tengdir við einstaklinga sem eru komnir yfir miðjan aldur, en þó er það ekki algilt, þar sem annars konar hrörnunarsjúkdómar geta verið meðfæddir. Tegundir hrörnunarsjúkdóma eru t.d. elliglöp (dementia senilis), vitglöp (dementia praesenilis), sem er í sama flokki og Alzheimer-sjúkdómurinn. Jafnframt ber að nefna vitglöp vegna æðakölkunar eða æðasiggs í heilaæðum (arteriosclerosis cerebri), sem einkennist af alvarlegu minnistapi, óstöðugleika eða sveiflum á skapgerð, skjálfta í líkama og fleira. Parkinsonveiki er einnig þekktur vefrænn 49 Jónatan Þórmundsson. (1991). Sakhæfi. Bls

26 hrörnunarsjúkdómur, sem þó getur talist ólíklegt að leiði til sakhæfisskorts, sérstaklega ef um langvarandi sjúkdóm er að ræða Rænuskerðing Þegar rænuskerðing á sér stað er meðvitund einstaklings skert af vefrænum eða sálrænum orsökum, án þess að hann hafi viljandi komið sér í það ástand. Dæmi um rænuskerðingar eru t.d. heilahristingur, heilaæxli, flogaveiki og sálræn klofning meðvitundar, sem lýsir sér þannig að einstaklingur er ómeðvitaður um eigið ástand og umhverfi. Sjúkleg áfengisvíma (potologisk rus) getur einnig átt hér við, en þó er talið að ekki sé hægt að rýra sakhæfi einstaklings á því einu sér. 51 Í Hrd. nr. 114/1973 voru málavextir þeir að sakborningur var ákærður fyrir tilraun til manndráps með því að skjóta margsinnis úr haglabyssu að fólki í fjölbýlishúsi við Yrsufell í Breiðholti. Við rannsókn á geðheilbrigði ákærða kom m.a. fram: [Ákærði] er hvorki geðveikur maður né fáviti né heldur með teljandi taugaveiklunareinkenni", heldur geðvilltur maður haldinn verulegum skapgerðargöllum, sem einkennast af áberandi hömluleysi og ofstopa, sjálfmiðaður með ólíkindum, og þá oft og einatt með verulegum dómgreindarskorti. Öll verða þessi einkenni margfalt verri við áfengisáhrif, en [ákærði] hefur drukkið verulega um árabil, drykkjan hefur farið versnandi. Fundist hafa vefrænar breytingar í heila, sem eru í talsverðu samræmi við hegðunarmynstur [ákærða]. Hins vegar er þess að gæta, að skapgerðargallar [ákærða] hafa verið áberandi frá bernsku. Þegar meta skal sakhæfi [ákærða], má ljóst vera, að hann var mjög drukkinn [á verknaðarstundu], en það telst ekki rýra sakhæfi manns, jafnvel þó viðbrögð hans séu fjarstæðukennd, nema þá að þar sé eitthvað alveg nýtt uppi á teningnum, sem ekki hafi komið fyrir áður. Hitt er þá einnig ljóst, að [ákærði] mætti þekkja sjálfan sig af því að vera algerlega hömlulaus ofstopamaður undir áfengisáhrifum, þegar því er að skipta, og verður að teljast mesta mildi, að hann hefur ekki orðið til meiri háttar líkamsmeiðinga áður. Einnig skilur hann fullkomlega, a.m.k. að forminu til, samhengið milli skotárásar og sektardóms. Um hitt viðhorfið, hvort ætla megi eftir atvikum að refsing geti borið árangur, er allt erfiðara að tjá sig, og raunar varla nokkur leið, en það verður þó varla talið allt of sennilegt í þessu tilviki, svo mikil sem þau líkindi kunna að vera almennt Annað samsvarandi ástand Með orðunum eða annars samsvarandi ástands er átt við að upptalningin í ákvæðinu sé ekki tæmandi. Þetta er eins konar öryggisventill til að tryggja það að aðrir annmarkar sem ekki hafa verið taldir upp í ákvæðinu, en eru þó taldir vera af svipuðu eðli, hafa sömu réttaráhrif. Tekið skal fram að þetta orðalag er ekki notað í geðlæknisfræðinni, sem leiðir af því að lögfræðilegt mat verður að liggja til grundvallar, sem byggist þó á mati lækna. Annað samsvarandi ástand myndi t.d. vera sótthiti og 50 Jónatan Þórmundsson. (1991). Sakhæfi. Bls Jónatan Þórmundsson. (1991). Sakhæfi. Bls

27 óráð, heilabólga, innkirtlasjúkdómur, sjúkleg skyndiviðbrögð, alvarleg stig taugveiklunar eða önnur persónuleikaröskun og áhrif eitrunar Tímasetning andlegra annmarka Samkvæmt lokamálslið 15. gr. hgl. er ljóst að þeir andlegu annmarkar sem taldir hafa verið hér á undan verða að hafa verið til staðar á verknaðarstundu, þ.e. á þeirri stundu sem verknaðurinn eða afbrotið var framið. Athyglisvert er að ef sakborningur er talinn hafa verið andlega sjúkur og ósakhæfur á verknaðarstundu, skal sýkna af refsikröfu þrátt fyrir að hann hafi læknast og sé orðinn sakhæfur við dómsuppkvaðningu. Sakborningur getur verið ósakhæfur við frumverknað, en þó orðið sakhæfur af afleiðingum verksins. Ef sakborningur telst sakhæfur við frumverknað, getur það talist nægjanlegt til þess að baka honum refsiábyrgð, þrátt fyrir afleiðingar verknaðar hafi ekki enn komið fram. Refsiábyrgð helst sem slík ef andlegir annmarkar, sbr. 15 gr., koma til á verknaðarstundu, en athuga ber að heimilt er að dæma refsingu eða fella hana niður, sbr. 63. gr. hgl. Dómstólar geta einnig beitt þeim úrræðum sem kveðið er á um í 62. gr. hgl. í stað refsingar eða þangað til að hægt er að framkvæma refsingu. Í 15. gr. laga um fullnustu refsingar nr. 49/2005 kemur fram að sakborningur eða fangi getur verið vistaður um stundarsakir eða jafnvel allan refsitímann á heilbrigðis- eða meðferðarstofnun, með tilliti til þeirra aðstæðna og andlegu annmarka sem sakborningur glímir við, sbr. Hrd. nr. 8/1998 og Hrd. nr. 164/ Orsakatengsl verknaðar og andlegra annmarka Í 15. gr. er kveðið á um strangt skilyrði þess að andlega vanheilsan sem sakborningur þjáist af, þurfi að hafa orsakatengsl við þann refsiverða verknað sem hann hefur framið. Mat þetta getur stundum verið erfitt, þar sem sýna þarf fram á að sakborningur hafi á verknaðarstundu verið alls ófær um að stjórna gjörðum sínum, en sönnunarreglan skiptir miklu máli við þessar aðstæður, sbr. Hrd. nr. 33/ Í Hrd. nr. 446/2001 voru málavextir þeir að einstaklingur var ákærður fyrir alvarlega líkamsárás samkvæmt 1. mgr gr. hgl. Ákærði var hins vegar sýknaður af refsikröfu ákæruvaldsins á grundvelli 15. gr. hgl. Ákærða var gert að sæta geðrannsókn, þar sem kom fram að hann væri haldinn alvarlegum geðklofa sem einkenndist af ofsóknarranghugmyndum (paranoid schizophrenia). Jafnframt kom fram að ákærði hefði haft einkenni alvarlegs þunglyndis og sjálfsvígshugmyndir, sem leiddi til þess að ákærði þurfti á 52 Jónatan Þórmundsson. (2004). Afbrot og refsiábyrgð III. Bls Jónatan Þórmundsson. (2004). Afbrot og refsiábyrgð III. Bls Jónatan Þórmundsson. (1991). Sakhæfi. Bls

28 reglubundinni lyfjagjöf og eftirliti að halda. Niðurstaða geðrannsóknarinnar var sú að ákærði væri haldinn alvarlegum geðsjúkdómi og væri því ófær um að stjórna gjörðum sínum. Hins vegar bætti geðlæknir því við að 15. gr. hgl. ætti ekki við heldur 16. gr. á grundvelli þess að refsing myndi líklega ekki bera árangur. Hæstiréttur staðfesti niðurstöðu héraðsdóms sem sagði: [G]eðsjúkdómur ákærða hafi verið á því stigi, að hann hafi verið með öllu ófær um að stjórna gerðum sínum, er hann vann það verk sem honum er gefið að sök og því ósakhæfur. Vísað var í 62. gr. hgl. um að ákærða væri skylt að gangast undir reglubundna lyfjameðferð og eftirlit. Við skoðun á dómaframkvæmd kemur í ljós að sakborningur telst stundum vera sakhæfur eða ósakhæfur að hluta, þ.e. sakhæfur fyrir sum brot, en kannski ekki fyrir önnur. Þess konar niðurstaða getur verið vafasöm, ef enginn vafi leikur á því að sakborningur þjáist af alvarlegum geðrofsjúkdómi sem getur brenglað sálarlíf hans og gjörbreytt persónuleika, sbr. Hrd. 41/2004. Hins vegar geta sumir geðsjúkdómar birst í ákveðnum bráðaköstum með hléum inn á milli, eins og geðhvörf. Þessir sjúklingar geta oft á yfirborðinu litið út og hagað sér eins og hver annar einstaklingur, þótt það sé búið að greina þá formlega með alvarlegan geðsjúkdóm. Brot sem eru framin í þessum svokölluðu hléum teljast ekki eiga undir 15. gr. hgl. um orsakatengsl, á grundvelli þess mælikvarða hvort að refsing geti borið árangur, sbr. Hrd. nr. 45/1947. Það virðist vera að orsakatengsl á milli vanheilsu eða vanþroska og verknaðar skipti minna máli í 16. gr. hgl. en í 15. gr. hgl., enda annars konar ákvæði í eðli sínu, sem leiðir til annarrar niðurstöðu Viðurlagakostir 6.1. Andlegir annmarkar gr. hgl. Í 1. mgr. 16. gr. hgl. segir: Nú var maður sá, sem verkið vann, andlega miður sín, svo sem vegna vanþroska, hrörnunar, kynferðislegs misþroska eða annarrar truflunar, en þetta ástand hans er ekki á eins háu stigi og 15. gr. getur, og skal honum þá refsað fyrir brotið, ef ætla má eftir atvikum og eftir að læknisumsagnar hefur verið leitað, að refsing geti borið árangur. Þetta ákvæði er eins konar áframhald af 15. gr. hgl, þar sem ekki er fjallað beint um sakhæfi eða sakhæfisskort eins og í því ákvæði. Munurinn er í meginatriðum sá að andlegur annmarki, eins og lýst er í 15. gr., er ekki á eins háu stigi eins og kveðið er á um í 16. gr. laganna. Þar kemur fram að sakborningur sé andlega miður sín, sem er ástand á lægra stigi. Sá einstaklingur er sakhæfur og ber því að sakfella hann að uppfylltum öðrum refsiskilyrðum. Tekið skal fram að það geðræna 55 Jónatan Þórmundsson. (2004). Afbrot og refsiábyrgð III. Bls

29 ástand sem einstaklingur ber með sér skv. 16. gr. er þó orðinn grundvöllur fyrir sams konar úrræði og sakhæfisskortur skv. 15. gr., þ.e. hvort refsing sé árangurslaus. Það hefur í för með sér að refsing er felld niður og úrræði 62. hgl. er beitt í staðinn, með uppfylltum skilyrðum. Hins vegar ber að dæma sakborning til refsingar, ef talið er að refsing geti borið árangur. 56 Skylt er að leita læknisumsagna áður en ákvörðun er tekin um viðurlög og þarf varanlegur andlegur annmarki oftast að vera til staðar. Þær einstöku tegundir andlegra annmarka sem eiga sér stoð í 16. gr. eru heldur skýrari en þær sem fram koma í 15. gr. laganna. Almennt er kveðið á um í 16. gr. hgl. að sakborningur hafi verið andlega miður sín er hann framkvæmdi hið refsiverða verk, sem orsakast t.d. af vanþroska, hrörnun, kynferðislegum misþroska eða öðrum truflunum, en hið síðastnefnda er almennt talið viðbótarlýsing á öðrum andlegum annmörkum. Tekið skal fram að þessi upptalning er ekki tæmandi, enda eru bæði fyrri og seinni hluti ákvæðisins frekar rúmt orðaðir. Ekki er gerð krafa um orsakatengsl á milli verknaðar og þeirra andlegu annmarka, en annmarkar skipta fyrst og fremst máli þegar mat er lagt á það hvort refsing beri árangur. Þeir andlegu annmarkar sem lýst er í 15. gr. geta einnig átt stoð í 16. gr., ef þeir eru ekki á því háa stigi sem leiðir til refsileysis, sbr. Hrd. nr. 79/1979. Þau neðri mörk vanheilsu eða vanþroska eru frekar óljós, þar sem það virðist nægja að staðreyna eins konar andlega truflun sakbornings sem skiptir máli þegar metið er hvort refsing beri árangur. Eins og áður hefur komið fram, eiga þeir andlegu annmarkar skv. 16. gr. að vera að jafnaði varanlegir, þar sem getið er um ástand sakbornings. Hins vegar er varanleiki ekki skilyrði fyrir því að ákvæðinu sé beitt Flokkun geðraskana Hér verður í stuttu máli gerð grein fyrir þeim andlegu annmörkum sem sérstaklega eru tilgreindir í 16. gr. hgl Vanþroski Hér er verið að ræða um vanþroska á lægra stigi í samanburði við 15. gr., þar sem fjallað er um andlegan eða vitsmunalegan vanþroska á háu stigi. Oftast er miðað við greindarvísitöluna stig, en allt fyrir ofan það myndi teljast vanþroski á lægra stigi. Það er oft óljóst hvar efri mörk vanþroska eru, því stundum er miðað við stig. 56 Jónatan Þórmundsson. (1991). Sakhæfi. Bls Jónatan Þórmundsson. (1991). Sakhæfi. Bls

30 Greindarvísitalan á þó ekki að ráða úrslitum, eins og fram kemur í kafla , heldur þarf heildstætt mat að liggja til grundvallar um andlegt ástand sakbornings. Hér eiga önnur hugtök einnig við, eins og tilfinningarlegur vanþroski, sem áður fyrr var nefnt geðveila eða geðvilla (psychopathia), sem frekar er kallað persónuleikaröskun (dissocial personality disorder) í dag. 58 Í Hrd. nr. 53/1983 voru málavextir þeir að sakborningur var ákærður fyrir stórfellda líkamsárás, tilraun til manndráps og nauðgun með því að hafa fengið konu til að fylgja sér á afvikinn stað og barið hana með steini nokkrum sinnum, þannig að hún missti meðvitund. Stungið hana svo með skrúfjárni margsinnis, borið logandi kveikjara að kynfærum hennar og brjóstum, og reynt að hafa samfarir við hana rænulausa. Brotaþoli fannst meðvitundarlaus, fyrir hreina tilviljun, liggjandi úti, þar sem hitastigið var rétt við frostmark, nokkrum tímum seinna. Í geðrannsókn kom m.a. fram: Geðrannsókn leiðir í ljós greinilega geðvilluskapgerð (psychopathic personality), kaldlyndi, kæruleysi, takmarkaða siðferðiskennd og vanhæfni að læra af reynslu. Refsingar í formi sekta og fangavistar breyta ekki hátterni hans til batnaðar. Einkenni um virka geðsjúkdóma finnast ekki hjá [ákærða]. Að áliti geðlæknis er hann sakhæfur. [...] Hér er um að ræða treggefinn eða tornæman mann, sem auk þess hefur lítt þjálfað hæfileika sína við nám eða þroskandi athafnir. Hann er haldinn miklum tilfinningalegum dofa eða kaldlyndi ásamt andfélagslegum hneigðum af því tagi, sem einkennandi eru fyrir geðvilluskapgerð (psychopathy). Geðheilsa er við mörk þess eðlilega, og persónuleiki er eindregið,,schizoid og hætta gæti verið á frekari þróun í þá átt. Geðvilla ásamt,,schizoid skapgerð hljóta ávallt að gera aðlögun og tengsl við fólk erfið og geta skapað hættu í umgengni við aðra, einkum ef áfengis eða lyfja er neytt. Með tilliti til greindar og geðheilsu ætti [ákærða] að vera ljósar afleiðingar gerða sinna, hann ætti því að geta borið ábyrgð á þeim og talist sakhæfur. Vegna skapgerðaeinkenna, er geta gert manninn viðsjárverðan í samskiptum, má telja langvarandi eftirlit eða pössun nauðsynlega, ef hann verður frjáls ferða sinna. Endurþjálfun mundi krefjast mikils, en væri mikilvægt að reyna. Langvarandi verkþjálfun ásamt slökun og annarri sállæknandi meðferð án lyfjanotkunar, sem framkvæmd væri á lokaðri stofnun, mundi þá helst geta borið árangur. Á grundvelli þeirrar stórfelldu og stórháskalegu líkamsárásar var ákærði dæmdur í 10 ára fangelsi. Tekið skal fram að persónuleikaraskanir, sem hér um ræðir, eru yfirleitt varanlegar og því ber læknismeðferð sjaldan árangur. Oft skiptir máli á hvaða aldri einstaklingurinn er, því einhvers konar enduruppeldi getur borið árangur ef einstaklingurinn er enn ungur á árum. Fram kemur að sumar raskanir geti lagast af sjálfu sér með árunum, en það er þó aldrei hægt að alhæfa neitt um það. 59 Í Hrd. nr. 462/1989 voru málavextir þeir að kona sem hafði stungið sambýlismann sinn með hníf í brjósthol hans, var ákærð fyrir tilraun til manndráps. Ákærða hélt því fram að verknaðurinn hafi verið framinn í 58 Jónatan Þórmundsson. (2004). Afbrot og refsiábyrgð III. Bls Jónatan Þórmundsson. (2004). Afbrot og refsiábyrgð III. Bls

31 sjálfsvörn, en sambúð og samskipti þeirra hafi verið stormasöm sem leiddi oft til ofbeldis. Við geðrannsókn geðlæknis kom m.a. fram að ákærða væri hvorki haldin formlegri geðveiki né greindarskorti. Hins vegar var talið að ákærða hafi átt við alvarlegar persónuleikatruflanir að stríða, sem höfðu m.a. lýst sér í alvarlegum atferlisvandkvæðum allt frá bernsku, lélegri skóla- og atvinnusókn, áfengissýki og fíkniefnaneyslu auk almenns rótleysis í lífsháttum. Hugsanlegt er að eitthvað af framangreindum truflunum eigi rætur að rekja til erfiðra uppeldisskilyrða í bernsku og á unglingsárum. Í geðrannsókninni kemur fram: Að því er varðar nánasta aðdraganda þess verknaðar, sem [ákærðu] er gert að sök að hafa framið, þá hafði hún að eigin sögn neytt áfengis allt frá því um kvöldið daginn áður, verið svefnlaus, þreytt og spennt. Þetta er í samræmi við niðurstöður alkóhólmælingar í blóði. Að sögn [ákærðu] hefur þolandinn í máli þessu oftsinnis beitt hana líkamlegu ofbeldi á undanförnum árum og síðast þegar þau voru bæði í ölvunarástandi aðfaranótt þess dags sem verknaðurinn átti sér stað. Líklegt verður að teljast að áfengisáhrifin, svefnleysi og þreyta ásamt spennu hafi dregið úr sjálfsstjórn [ákærðu] og skert nokkuð dómgreind hennar. Af framburði [ákærðu] og viðtölum við hana bendir ekkert til þess að hún hafi fundið fyrir flogaveikieinkennum, hvorki rétt áður né á þeirri stundu, sem ætlað brot var framið. Þó líklegt megi teljast, að dómgreind og sjálfsstjórn [ákærðu] hafi verið sljóvguð vegna ölvunar og þreytu þegar atburðurinn átti sér stað, þá tel ég að raunveruleikamat og dómgreind hennar sé annars með þeim hætti að hún teljist sakhæf. Jafnframt kemur fram: Persónuleikatruflanir af því tagi, sem lýst er hér að framan og í skýrslu um sálfræðileg próf, eru yfirleitt meira eða minna varanlegar. Slíkir einstaklingar eiga oft erfitt með að læra af fenginni reynslu og læknisfræðileg meðferð í eiginlegum skilningi þess orðs ber oft lítinn árangur. Slíkar truflanir lagast þó stundum með árunum og er ekki útilokað að viðkomandi komist til betri persónuleikaþroska. Í því sambandi er þýðingarmest að [ákærða] geri sér grein fyrir því að hún verður að halda sig alveg frá áfengis- og fíkniefnaneyslu. Sömuleiðis er þýðingarmikið að [ákærða] leiti sér sérfræðilegrar aðstoðar til rannsóknar á hugsanlegri flogaveiki og meðferðar ef þörf krefur. Ósannað þótti að ákærða hafi ætlað að bana sambýlismanni sínum. Niðurstaðan var sú að ákærða væri sakhæf á grundvelli geðrannsóknarinnar og refsing því hæfilega ákveðin tveggja og hálfs árs fangelsi. Eins og áður hefur komið fram er persónuleikaröskun ekki sjúkdómur, heldur hegðun sem er frekar brengluð. Sá einstaklingur sem þjáist af slíkri röskun á erfitt með að finna samræmi á milli siðferðislegra og félagslegra gilda. Þetta er eins konar ofsóknaræði (paranoid), þar sem einstaklingurinn á erfitt með að treysta öðrum, sem veldur mikilli óákveðni, valkvíða eða svokölluð kleyfhuga persónuleikaröskun (schizoid) á sér stað. Flatur persónuleiki kemur oft fram hjá þeim einstaklingum sem eru í þess konar ástandi, sem veldur því að erfitt er fyrir þá að ná tengslum við aðra. Þá má nefna önnur einkenni, eins og hömluleysi og skort á sjálfsstjórn, yfirborðskennt, illa þroskað og sjálfmiðað tilfinningarlíf, óþol gagnvart kvíða og innri spennu, takmörkuð siðferðis- og sektarkennd, sem leiðir oftar en ekki til áfengis- og/eða fíkniefnaneyslu Jónan Þórmundsson. (2004). Afbrot og refsiábyrgð III. Bls

32 Í Hrd. nr. 250/1988 voru málavextir þeir að sakborningur var ákærður fyrir manndráp á eiginkonu sinni með því að hafa vafið kaðli um háls hennar og hert að svo hún kafnaði. Á sálfræðiprófi kom m.a. fram: [Ákærði] kemur hátt út á extrovert kvarða prófsins. Hinn dæmigerði extrovert er félagslyndur, kýs fjölbreytni og líf í kringum sig. Hann er hrifinn af hvers konar breytingum, tekur áhættu, oftar en ekki áhyggjulaus og tekur lífinu létt. Extrovertinn er fljótur til framkvæmda og er almennt hvatvís (impulsiv). Tilfinningar eru oft undir slæmri stjórn, og stundum gætir tilhneigingar til árásargirni. [...] Upptekinn af líkamlegum einkennum og kvartar gjarnan. Þetta gæti samrýmst starfrænni truflun (hysterisk einkenni), þótt það útiloki ekki vefrænan sjúkleika. Mjög félagslega,,úthverfur (extrovert) einstaklingur og í umgengni við annað fólk krefjandi á tilfinningar þess, athygli og stuðning. Sterk þörf fyrir að vera öðrum háður og á jafnframt erfitt með að taka höfnun. Oft skortir á hæfileika til að bíða með eða fresta fullnægingu langana og þarfa (impulsiv), hið minnsta mótlæti leiðir oft til pirrings og vanhugsaðra bráðræðisaðgerða. Lágt mótlætisþol. Í niðurstöðum örlar á kvíða- og svartsýnistilfinningum. Álit geðlæknis var að ákærði væri hvorki haldinn formlegri geðveiki (psychosis) né greindarskorti. Í geðrannsókninni segir: Hins vegar bendir lífsferill hans ásamt niðurstöðu persónuleikaprófa til þess að [ákærði] eigi við að stríða nokkrar persónuleikatruflanir samfara skapgerðarbrestum. Vandkvæði þessi hafa m.a. lýst sér í óreglulegri skóla- og atvinnusókn, alvarlegri misnotkun áfengis og lyfjafíkn, endurteknum afbrotum, ásamt erfiðleikum í tilfinningasamböndum. Framangreindra skapgerðarbresta, svo sem hvatvísi og skorts á sjálfsstjórn, virðist helst verða vart hjá [ákærða] undir áhrifum áfengis og annarra fíkniefna. Að því er varðar hugsanlegar orsakir fyrir verknaði þeim er [ákærði] er nú grunaður um, þá vega að líkindum þyngst framangreindir skapgerðargallar samfara áhrifum langvarandi áfengismisnotkunar og annarrar fíkniefnaneyslu, en að sögn [ákærða] var hann að auki búinn að vaka á fjórða sólarhring þegar framangreindur verknaður átti sér stað. Samkvæmt [ákærða] kom til átaka milli þeirra [brotaþola], m.a. að hans sögn vegna afbrýðisemi hennar. Ekki er ljóst hvort eða með hverjum hætti ásetningur hefur orðið til varðandi framangreindan verknað, en [ákærði] lýsti því margsinnis, að hann teldi að hér hefði verið um slysaatvik að ræða. Atburðarásin er á köflum fremur óljós, m.a. vegna minnistruflana í kjölfar langvarandi og mikillar neyslu áfengis og annarra fíkniefna. Vegna þessa er líklegt að dómgreind [ákærða] hafi verið sljóvguð þegar framangreindur atburður átti sér stað, en þó verður að álykta að raunveruleikamat og dómgreind [ákærða] sé annars með þeim hætti að hann teljist sakhæfur. Ákærði var dæmdur í 10 ára fangelsi. Einstaklingur með persónuleikaröskun virðist stundum eiga erfitt með að læra af mistökum, eða fyrri reynslu og stjórnast oft af stundarlöngunum. Það má segja að einstaklingurinn lifir kannski of mikið í núinu og hugsi ekki mikið um afleiðingarnar. Önnur einkenni eru oft til staðar, eins og erfiðleikar með að setja sig í spor annarra, tjá samúð og hafa oft tilhneigingu til þess að kenna öðrum um. Vegna þeirra brenglana sem þessir einstaklingar eiga við að etja, sérstaklega hvernig þeir upplifa umhverfið sitt og hegðun gagnvart samfélaginu, leiðast þeir oftar en ekki út í afbrot. Einstaklingur sem þjáist af andfélagslegri persónuleikaröskun (antisocial) ber oft enga virðingu fyrir lögum og reglum, hvað þá fyrir öðrum siðferðislegum gildum sem viðurkennd eru í 31

33 nútímasamfélagi. Hann er frekar sjálfselskur eða sjálfumglaður einstaklingur, sem oft er nefnt sjálflæg persónuleikaröskun (narcissistik), og á erfitt með að taka gagnrýni og sér yfirleitt aldrei neitt rangt í sínum gjörðum. 61 Tekið skal fram að þrátt fyrir að einstaklingurinn þjáist af verulegri persónuleikaröskun eða röskun á tengslum við raunveruleikann, geta þessir einstaklingar hins vegar verið vel greindir, sérstaklega þegar litið er til tiltekinna dóma. Í Hrd. nr. 116/1988 voru málavextir þeir að sakborningur var ákærður fyrir að herða bindi að hálsi manns og það leiddi til dauða hans. Í dómnum var lagt fram greindarpróf og mældist greindarvísitala ákærða alls 110 stig, sem er í góðu meðallagi (góð meðalgreind er frá 110 til 119 stig). Þó komu fram vísbendingar um langvarandi (chronic) persónuleikatruflanir. Voru áberandi einkenni kvíða og spennu. Nokkur einkenni þunglyndis og geðvillu (psychopathiu) komu fram, en þó ekki eins sterk. Í niðurstöðum úr EPQ persónuleikaprófinu komu ekki fram tilhneigingar til að gefa af sér fegraða mynd, en mjög áberandi voru sterk einkenni kvíða og taugaveiklunar. Með hliðsjón af álitsgerð [...] yfirlæknis um geðheilbrigði ákærða var fallist á niðurstöðu héraðsdómara um sakhæfi hans. Ölvun hans og áhrif lyfja leystu hann ekki undan refsingu, sbr. 17. gr. almennra hegningarlaga. Ákærði var dæmdur í 12 ára fangelsi. Það má álykta út frá þessari umfjöllun að það sé ekki alltaf samhengi á milli greindar eða vanþroska og persónuleikaröskunar eða persónuleikatruflana. Einstaklingar geta þess vegna verið fluggáfaðir, þrátt fyrir að verulegar geðtruflanir séu til staðar. 62 Þegar litið er á þessa dóma sem reifaðir voru hér að framan, í umfjölluninni um persónuleikaröskun eða vanþroska, má álykta að grunnorsakir vandamálsins séu oftar en ekki erfið barnæska og áfengis- eða vímuefnaneysla síðar á lífsleiðinni. Uppvaxtarskilyrði og áhrif sem fólk verður fyrir í bernsku eru talin hafa afar mikil áhrif á þroska persónuleikans á fullorðinsárum Hrörnun Hér verður vísað í kafla um hrörnun, sbr. 15. gr. hgl. Eini munurinn er sá að þeir hrörnunarsjúkdómar sem eiga sér stoð í 16. gr. hgl. eru ekki á eins háu stigi eins og þeir sem kveðið er á um í 15. gr. hgl Kynferðislegur misþroski Ekki er oft vitnað í þessa skilgreiningu í fræðiritum, geðheilbrigðisrannsóknum eða niðurstöðum refsidóma, þótt þekkt sé. Fram kemur að kynferðislegur misþroski sé ekki 61 Jónatan Þórmundsson. (2004). Afbrot og refsiábyrgð III. Bls Jónatan Þórmundsson. (1991). Sakhæfi. Bls

34 læknisfræðilegt sjúkdómshugtak, en getur þó verið tengt annars konar andlegum annmörkum, eins og persónuleikaröskunum eða vanþroska. 63 Í Hrd. nr. 348/1987 voru málavextir þeir að sakborningur var ákærður fyrir ýmis kynferðisbrot gegn börnum. Í dómsforsendum Hæstaréttar segir m.a.: Ákærði hefur gengist undir fleiri en eina geðheilbrigðisrannsókn, síðast í janúar Þar kemur fram, að hann er haldinn alvarlegum persónuleikatruflunum, sem koma fram í hömluleysi og lélegri hvatastjórn, þannig að undir áhrifum áfengis virðist hann eiga erfitt með sjálfstjórn. Brot þau, sem hér er ákært fyrir, eru framin undir áhrifum áfengis. Ljóst er, að innilokun í fangelsi ein sér hefur ekki haft þau áhrif á ákærða sem skyldi, og er því mikilvægt, að hann njóti nauðsynlegrar læknismeðferðar til þess að reyna að vinna bug á áfengissýki sinni og þeim kynferðislega misþroska, sem hann er haldinn. Þykir því rétt að dæma ákærða samkvæmt heimild í 65. gr. almennra hegningarlaga, sbr. 5. gr. laga nr. 31/1961, til 15 mánaða vistar á viðeigandi hæli til lækningar, að aflokinni refsivist eins og að neðan greinir. Ákærði var dæmdur í 9 mánaða fangelsi auk hælisvistarinnar. Í skýrslu geðlæknisins segir m.a.: Auk framangreindra persónuleikatruflana hefur [sakborningur] átt við að stríða truflanir í tilfinninga- og kynlífi sínu, sem m.a. hafa lýst sér í afbrigðilegri kynhneigð (homosexuel pedophilia). Þar sem um sérfræðilegt efni er að ræða, er naumast við því að búast að löglærðir dómarar geti einir skorið úr um sakhæfi einstaklings. Þegar mál af þessu tagi koma upp, eru því læknar, einkum geðlæknar, fengnir til að framkvæma geðrannsókn á sakborningi. Ýmsar framfarir hafa orðið í geðlæknisfræðum í áranna rás, þar sem t.d. hin læknisfræðilegu sjúkdómshugtök hafa tekið breytingum. Inntak 15. gr. og 16. gr. er að þessu leyti háð þróun og þroska geðlæknisfræðinnar Tímasetning andlegra annmarka Samkvæmt 16. gr. hgl. er það skilyrði að hinir andlegu annmarkar hafi verið til staðar á verknaðarstundu, sbr. 63. gr. hgl. Ef um rýmkuð afbrot er að ræða er nægilegt að sanna tilvist andlegs annmarka á þeirri stundu eða á því tímabili sem brotin áttu sér stað. Eins og fram kemur er það hið andlega ástand sakbornings á verknaðastundu sem skiptir máli þegar annars vegar læknar og hins vegar dómarar athuga hvort refsing geti borið árangur. Það virðist þó vera svo að hið andlega ástand sakbornings við dómsuppkvaðningu skipti meginmáli, enda er ávallt litið til framtíðar þegar metið er hvort möguleiki sé á bata, eður ei Jónatan Þórmundsson. (2004). Afbrot og refsiábyrgð III. Bls og Jónatan Þórmundsson. (1991). Sakhæfi. Bls Jónatan Þórmundsson. (1968). Mat á geðrænu sakhæfi. Bls Jónatan Þórmundsson. (1991). Sakhæfi. Bls

35 Í Hrd. nr. 164/2003 voru málavextir þeir að sakborningur var ákærður fyrir eignarspjöll, en hann hafði kveikt í bifreið með þeim afleiðingum að hún eyðilagðist. Í héraðsdómi lögðu dómskvaddir matsmenn fram álit sitt á andlegum þroska og geðheilbrigði ákærða. Í matinu kom fram að ákærði hafi þjáðst af geðsjúkdómi og geðsveiflum til margra ára. Jafnframt kom fram að ákærði þyrfti á viðeigandi meðferð að halda til þess að koma í veg fyrir að geðheilsa hans yrði ekki enn verri og afplánun refsivistar væri ekki við hæfi í hans tilviki. Í dómi Hæstaréttar sagði: Þegar þau gögn eru virt, sem nú liggja fyrir um geðhagi ákærða, þykja ákvæði 1. mgr. 16. gr. almennra hegningarlaga ekki standa því í vegi að ákærða verði dæmd refsing í málinu. Til þess er að líta að samkvæmt [þágildandi] lögum nr. 48/1988 um fangelsi og fangavist skulu fangar njóta viðeigandi heilbrigðisþjónustu á meðan á afplánun stendur og þess að fangelsismálastofnun getur, um stundarsakir eða allan refsivistartímann, heimilað að fangi sé vistaður á sjúkrahúsi eða annarri stofnun svo að hann fái notið sérstakrar meðferðar ef slíkt er talið henta vegna heilsufars hans. Niðurstaða héraðsdóms var óröskuð um að ákærði skyldi sæta fangelsi í þrjá mánuði. Þeir andlegu annmarkar sem fram koma eftir verknaðarstund, skipta yfirleitt litlu máli, um refsiábyrgð eða refsiákvörðun, nema ástand sakbornings sé orðið til langframa, sbr. 63. gr. hgl., sem kveður á um úrræði sem dómari getur beitt í stað refsingar eða þangað til að unnt er að framkvæma refsingu, ef skilyrði 62. gr. hgl. eru til staðar Mat á árangri refsingar Þegar litið er aftur í tímann, þá var það talið sjálfsagt sanngirnismál að einungis þeim einstaklingum yrði refsað, sem skildu eðli og afleiðingar afbrots síns. Grundvallarmannréttindi einstaklings er að hafa frelsi til þess að velja og hafna, til að greina þar á milli, hvað sé rétt og rangt. Hver sem tilgangur refsingar er talinn, endurgjald eða varnaður, kemur út á eitt. Refsing sem slík getur ekki borið árangur, ef sakhæfi skortir að þessu leyti. 67 Áður en ákvörðun er tekin um viðurlög er það skylt skv. 16. gr. hgl. að leita læknisumsagnar. Hlutverk geðlækna eða annarra sérfræðinga er að fjalla um andlega heilsu sakbornings, bæði á verknaðartíma og á þeim tíma sem læknisrannsóknin fer fram. Samkvæmt orðanna hljóðan í 16. gr. getur ekki talist óeðlilegt að læknar leggi eins konar mat á það hvort að refsing geti borið árangur. Hins vegar þegar litið er til eldri dómaframkvæmdar, geta geðlæknar verið frekar óskýrir eða ófúsir til að segja álit sitt á því hvort refsing sé raunhæfur kostur fyrir sakborning, sbr. Hrd. 163/ Jónatan Þórmundsson. (2004). Afbrot og refsiábyrgð. Bls Jónatan Þórmundsson. (1968). Mat á geðrænu sakhæfi. Bls

36 Sérfræðingar hafa jafnvel viðurkennt að þeir treysti sér ekki til þess að meta hvort refsing geti borið árangur eður ei. 68 Í Hrd. nr. 8/1998 voru málavextir þeir að tvíburabræður voru ákærðir fyrir manndráp í Heiðmörk, þar sem annar þeirra hafi slegið þolandann tvívegis í höfuðið með þungu grjóti, en hinn ekið yfir hann. Í geðrannsókn kom fram að annar bræðranna væri hvorki haldinn formlegum geðsjúkdómi (psychosis) né heldur greindarskorti. Hins vegar hafi verið merki um persónuleikaröskun, sem m. a. hafi lýst sér í samskiptaerfiðleikum og áfengissýki samfara nokkrum skapgerðarbrestum. Hann hafi átt í erfiðleikum vegna félags- og uppeldisaðstæðna og skólasókn hans verið óregluleg og takmörkuð. Niðurstaðan var sú að ákærði var fundinn sekur um verknað þann, er mál þetta snérist um og var talið að orsaka væri helst að leita í framangreindum skapgerðarbrestum samfara áhrifum áfengis. Við geðheilbrigðisrannsóknina greindust engin einkenni formlegs geðsjúkdóms og þó að ölvun hafi ef til vill sljóvgað dómgreind á þeirri stundu, sem umræddur verknaður varð, var raunveruleikamat ákærða með þeim hætti að hann taldist sakhæfur. Ákærði var dæmdur í 12 ára fangelsi. Hinn bróðirinn var hins vegar með fortíð geðrænna vandamála, þar sem hann hafði tvívegis verið vistaður á geðdeild fyrir verknaðinn. Það kom fram að hann ætti það til að sjá ofsjónir og heyra raddir tala til sín. Í geðrannsókninni var niðurstaðan sú að hann væri haldinn formlegum geðsjúkdómi (geðklofa). Jafnframt kom fram: Ekki hafi greinst merki um greindarskort, en hins vegar komið fram vísbendingar um persónuleikaröskun, sem m. a. hefur lýst sér í samskiptaerfiðleikum allt frá bernsku, takmörkuðum árangri af skólasókn og óreglulegri atvinnusókn ásamt áfengissýki. Líklegt er, að framangreindir erfiðleikar hafi að hluta stafað af erfiðleikum í uppeldi og félagslegum aðstæðum. Verði [ákærði] fundinn sekur um verknað þann, er mál þetta snýst um, er líklegt, að orsaka sé helst að leita í áhrifum og afleiðingum framangreinds geðsjúkdóms samfara áhrifum áfengis og framangreindrar persónuleikaröskunar. Undirritaður telur, að [ákærði] hafi átt við að stríða afleiðingar framangreinds geðsjúkdóms á þeirri stundu, er umræddur verknaður varð. Þó að geðklofasjúkdómur einkennist m.a. af grunnum tilfinningaviðbrögðum og vissri flatneskju í geðslagi, getur sjúkdómurinn þó haft í för með sér fyrirvaralaus og á stundum heiftarleg viðbrögð. Það er því mat undirritaðs, að sakhæfi [ákærða] sé skert og ákvæði 16. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 eigi við í þessu tilviki. Ákærði var dæmdur í 16 ára fangelsi. Í dómnum gerði geðlæknirinn grein fyrir því að seinni ákærði, bróðirinn sem var veikari, myndi örugglega skynja þýðingu refsingar, en vegna áhrifa veikindanna á rökhugsun, dómgreind og tilfinningar væri líklegt að hann myndi ekki meðtaka betrunarþátt fangelsisvistar og hætta væri á að veikindi hans versnuðu. Læknisfræðilegt mat hans væri því að refsing myndi ekki bera árangur. Í Hrd. nr. 22/1995 voru málavextir þeir að sakborningur var ákærður fyrir nauðga konu á Akureyri. Ákærði var 75% öryrki og vistmaður á svokallaðri dagvist á geðdeild þar í bæ. Með broti sínu rauf ákærði skilorð reynslulausnar á eftirstöðvum 100 daga fangelsisrefsingar. Ákærði var handtekinn skömmu 68 Jónatan Þórmundsson. (2004). Afbrot og refsiábyrgð III. Bls

37 eftir verknaðinn og úrskurðaður í gæsluvarðhald. Áfengi og lyf mældust í blóði hans. Tveir þeirra þriggja geðlækna sem framkvæmdu geðrannsókn á ákærða voru sammála um að mjög líklegt eða nánast öruggt væri að ákærði væri haldinn geðsjúkdómi, þ. e. geðklofa (schizophrenia) og að refsing gæti ekki borið árangur. Sjúkdómurinn hefði aðallega lýst sér í ofsóknarkenndum ranghugmyndum ásamt öðrum ranghugmyndum. Geðklofi hefði eðli málsins samkvæmt í för með sér skert raunveruleikatengsl og hamlaða dómgreind. Ofneysla áfengis skerti mjög hæfni til sjálfstjórnar og gæti haft alvarleg áhrif á viðbrögð og hegðun þess sem haldinn væri geðklofa. Þriðji geðlæknirinn var að mestu sammála áliti hinna tveggja en kom með aðra röksemdarfærslu og sagði: Nokkur vafi þykir þó leika á, hvort orsakasamband hafi verið á milli veikinda ákærða og verknaðar, og þá einnig, hvort hann hafi verið alls ófær um að stjórna gjörðum sínum í skilningi 15. gr. almennra hegningarlaga. Á hinn bóginn ber með skírskotun til 16. gr. almennra hegningarlaga að fallast á þær skoðanir nefndra sérfræðinga, að refsing geti ekki borið árangur gagnvart ákærða. Ákærði var dæmdur til að sæta öryggisgæslu á viðeigandi stofnun. Í Hæstarétti var komist að þeirri niðurstöðu að vegna rofs á reynslulausn yrði ákærði dæmdur í 12 mánaða fangelsi, en hann skyldi þó gangast undir dvöl eða meðferð á geðdeild, allt að einu ári eða skemur, eftir mati yfirlæknis. Oft hafa umsagnir eða matsgerðir lækna um hugsanlegan árangur til refsingar verið hikandi og varfærnislegar og jafnvel ósannfærandi, sbr. Hrd. nr. 164/2003. Ekkert kemur fram í 16. gr. hgl. eða öðrum lögskýringargögnum um það við hvers konar árangur skuli miða, en þó virðast varnaðar- eða endurhæfingaráhrif gagnvart sakborningi liggja þar beinast við, sbr. Hrd. nr. 8/1998. Fyrst og fremst þarf að athuga hvort einhver hætta stafi af sakborningi og hvort raunhæft sé að hann nái andlegri og/eða félagslegri færni sinni í eðlilegt form. Þegar framkvæmdarmat lækna fer fram er almennt lagður fram mjög víðtækur skilningur á þessum mælikvarða. Viðurlagakostirnir eru þó nokkrir, sem geta komið til greina, en þó verða læknar að velja þann sem hagkvæmastur og sanngjarnastur er. Það skal þó tekið fram að taka þarf tillit til margra mismunandi sjónarmiða og markmiða, sem ákveðin úrræði bera með sér samkvæmt lögum. Vangaveltur hafa oft verið um hvort það sé ekki fremur hlutverk dómstóla en lækna að meta líkurnar á því hvort að refsing geti borið árangur. 69 Í Hrd. nr. 511/2002 voru málavextir þeir að sakborningur var ákærður fyrir kynferðisbrot gegn þremur börnum og önnur hegningar- og umferðarlagabrot. Í geðrannsókn kom fram að sakborningur væri með greindarvísitöluna 76, sem er talin afar lág greind og sakborningurinn því á mörkum þess að vera þroskaheftur. Nauðsynlegt væri að tryggja eftirlit með sakborningi og áframhaldandi sálfræðimeðferð vegna kynferðislegra og félagslegra vandamála hans. Geðlæknirinn taldi að sakborningur væri ósakhæfur, því að hann hafi ekki verið að fullu fær á þeim tíma er verknaður var framinn um að stjórna gerðum sínum vegna andlegs vanþroska og hömluleysis. Í mati 69 Jónatan Þórmundsson. (2004). Afbrot og refsiábyrgð III. Bls

38 geðlæknisins kom fram að ákærði hefði haft heilaskaðaeinkenni allt frá barnsaldri og sagði geðlæknirinn persónuleika hans hafa mótast af þessum skaða. Innsæi, skilningur, stjórn á hvötum, greind og hæfileikar séu líkt og hjá 8 til 12 ára gömlu barni, en þó mismunandi eftir sviðum greindar og hæfileika. Jafnframt kom fram í niðurstöðum geðlæknisins að refsing myndi koma að takmörkuðu gagni. Meira um vert væri að ákærði nyti áfram leiðbeiningar, hjálpar og aðhalds og hann virtist hafa notið góðs af skipulögðum viðtölum við sálfræðing. Þá þyrfti ákærði einnig kennslu til að ná upp lestrar- og skriftarhæfileikum og þjálfun í færni almenns daglegs lífs. Hugsanlegt væri að hann gæti á næstu árum þroskast verulega fengi hann rétta leiðsögn og fræðslu. Það væri því ekki sjálfgefið að hann yrði alltaf ósakhæfur. Dómurinn var hins vegar á öðru máli og segir m.a.: Í gögnum þeirra sérfræðinga sem rannsökuðu ákærða komu engin merki fram hjá ákærða um sturlun, ofskynjanir eða hugsanatruflanir, eingöngu merki um væg einkenni um kvíða og þunglyndi. Þykir það hafið yfir allan vafa að ákærði er ekki haldinn geðveiki. Í álitsgerð [...] geðlæknis er rakin óljós saga um endurtekin höfuðhögg sem ákærði hafi orðið fyrir í æsku, en fyrir liggur heilalínurit og segulómun af höfði ákærða sem hvorutveggja eru eðlileg. Þá þykir lýsing á einkennum framheilaskaða hjá ákærða fremur óljós, þegar litið er til þeirra gagna sem fyrir liggja. Ákærði gekkst undir greindarpróf og mældist með heildargreindarvísitölu 76, sem er vel innan tveggja staðalfrávika frá meðalgreind. Verulegur munur er hins vegar á munnlegri greind ákærða, sem mælist 69, og verklegri greind, sem mælist 89. Greindarskortur ákærða, eða andlegur vanþroski, er þó ekki á það háu stigi að ákærði teljist af þeim sökum ósakhæfur að mati dómsins. Er sú niðurstaða einnig byggð á heildstæðu mati á öllum fyrirliggjandi gögnum málsins. Þá er í þessu sambandi einnig til þess að líta að greinilega kom í ljós í viðtölum sálfræðings og geðlæknis við ákærða og við meðferð málsins fyrir dómi, að ákærði gerði sér grein fyrir alvarleika kynferðisbrotanna og þeim afleiðingum sem þau hafa haft á brotaþola. Þá sýndi ákærði greinileg merki iðrunar. Þegar allt framangreint er virt telur dómurinn að ákærði sé ekki ósakhæfur í skilningi 15. gr. almennra hegningarlaga. Þá hefur heldur ekki verið sýnt fram á að refsing geti ekki komið að gagni til að halda ákærða frá endurtekningu sams konar brota og í almennu varnaðarskyni. Ákærði var dæmdur í 12 mánaða fangelsi. Hæstarétti þótti rétt í þessu máli að skilorðsbinda fullnustu refsingar í 5 ár með hinu almenna skilorði og auk þess því sérstaka skilyrði að ákærði sætti á skilorðstímanum sérstöku eftirliti og umsjón, sbr. 1. tölulið 3. mgr. 57. gr. hgl. Í Hrd. nr. 70/2009 voru málavextir þeir að sakborningur var ákærður fyrir umferðarlagabrot með því að hafa ekið bifreið tvisvar sinnum sviptur ökuréttindum og í annað skiptið einnig undir áhrifum fíkniefna. Ákærði átti langan sakaferil að baki, aðallega fyrir ölvunar- og fíkniefnabrot á níu ára tímabili. Dómkvaddur geðlæknir lagði fram matsgerð um geðhagi ákærða. Niðurstaðan var sú að ákærði ætti við alvarlegan geðklofasjúkdóm að stríða með miklum aðsóknarhugmyndum, ofheyrnum og hugsanatruflunum. Þó væri ekkert sem styddi að ákærði hefði í bæði skiptin verið ófær um að stjórna gerðum sínum vegna sjúkdómsins. Á hinn bóginn hafi ástand ákærða umrædda daga verið með þeim hætti að 16. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 hafi átt við hann þá. Taldi læknirinn heldur engar líkur vera á því að ákærða hefði batnað eftir það. Mat hann það svo að það væri borin von að refsing í formi fangelsisvistar gæti borið árangur. Geðlæknirinn var einnig beðinn um að meta hvort einhverjar ráðstafanir væru nauðsynlegar vegna réttaröryggis til að varna 37

39 því að háski yrði af ákærða. Kvaðst læknirinn telja að besta úrræðið ákærða til handa væri vernduð búseta þar sem hægt er að fylgjast með líkamlegu og andlegu ástandi hans og tryggja það að hann haldi áfram að fá geðlyf. Þá sagði geðlæknirinn enn fremur: Að mati undirritaðs eru ekki líkur á því að háski verði af [ákærða] þannig að eins og málin standa er öruggari gæsla ekki fýsileg, en auðvitað gæti komið til þess að hann þyrfti að leggjast inn á geðdeild ef ástand hans versnar tímabundið. Ekkert bendir til þess í sjúkrasögu [ákærða] að hann sé til lengri tíma hættulegur öðrum. Langvarandi efnaneysla hans og skortur á sjúkdómsinnsæi geta í sjálfu sér orðið til þess að lífslíkur hans séu töluvert minnkaðar. Að mati undirritaðs er ekki líklegt að vistun á hæli eins og getið er um í 62. og 63. gr. almennra hegningarlaga komi að gagni. Ákærða var ekki gerð refsing. Fram kom í þessu máli að ákærði hefði verið á vergangi í Hollandi, þegar mál þetta var tekið fyrir. Þess vegna hitti geðlæknir ákærða ekki er hann vann að matinu. Matið var aðeins byggt á sjúkraskrá ákærða og á samtali við föður hans. Þrátt fyrir það var bæði af hálfu ákærða og ákæruvalds byggt á matsgerðinni við meðferð málsins fyrir Hæstarétti. Að henni virtri og af öðrum gögnum málsins var talið að fram hefði komið að refsing myndi ekki bera árangur gagnvart ákærða. Varð honum því ekki gerð refsing, sbr. 16. gr. almennra hegningarlaga Rænuleysi 17. gr. hgl. Í 17. gr. hgl. segir: Refsingu skal beita, þótt brot hafi verið framið í ölæði eða undir áhrifum annarra nautnalyfja. Hafi verið um fullkomið rænuleysi að ræða, skal þó ekki refsað, nema sakborningur hafi fyrirfram vitað um eða haft fullkomna ástæðu til að ætla, að hann myndi fremja brotið, meðan á áhrifunum stæði, eða að það myndi leiða af þessu ástandi hans. Samkvæmt þessu hefur víma eða þess konar ástand aldrei áhrif á refsiábyrgð eða á refsiákvörðun vegna sakbornings. Refsilaust getur verk aðeins orðið, ef um fullkomið rænuleysi er að ræða, en þó ekki á grundvelli þeirrar lýsingar sem fram kemur í lok ákvæðisins. Mikið þarf til svo að unnt sé að sýkna af þessari ástæðu, enda engin dæmi þess hér á landi. Úrræði 62. gr. hgl. koma ekki til álita, þótt sýknað sé á grundvelli 17. gr., en önnur refsikennd úrræði eru hins vegar heimil, eftir því sem við á. 70 Ölvunarbrot eru algeng hér á landi og annars staðar. Talið er að ákvæði 17. gr. sé mikilvægur þáttur í því að koma í veg fyrir að einstaklingur reyni að forða sér undan refsiábyrgð eða refsiákvörðun með því að bera fyrir sig að hann hafi neytt vímuefna Jónatan Þórmundsson. (2005). Ólögmæti verknaðar og refsileysisástæður. Bls Helgi Tómasson. (1954). Geðheilbrigðisrannsóknir. Bls

40 Í Hrd. nr. 45/2000 voru málavextir þeir að sakborningur var ákærður fyrir manndráp með því að hafa veist að öðrum manni á heimili hans og banað honum með hnífstungum í brjósthol og einnig fyrir þjófnað í kjölfarið. Um sakhæfi ákærða segir svo í niðurstöðu Hæstaréttar: Staðfesta ber úrlausn héraðsdóms um sakhæfi ákærða. Af læknisfræðilegum gögnum málsins má ráða að fíkniefnaneysla ákærða, samverkandi með persónuleikaröskun, sem leidd hafi verið af langvarandi neyslu róandi lyfja og örvandi efna, geti verið ein helsta skýring verknaðar hans. Fíkniefnaneyslan kann jafnframt að vera skýring þess að hann virtist að sögn rannsóknarlögreglunnar ekki geta gert grein fyrir átökum sínum við [brotaþola] í einstökum atriðum. Samkvæmt 17. gr. almennra hegningarlaga á það ekki að hafa áhrif á refsingu ákærða að verknaðurinn var framinn undir áhrifum fíkniefna. Ákærði var því sakfelldur og dæmdur í 16 ára fangelsi. Úrtak eða rannsókn var gerð á 36 dómsmálum í byrjun tíunda áratugar. Öll málin voru manndrápsmál, sbr gr. hgl., þar sem sérstaklega var athugað geðheilbrigði sakborninga. Þar kom í ljós að í aðeins þremur málum (8%) var sakborningur metinn ósakhæfur. Hins vegar kom fram að í mörgum þessarar mála væri um að ræða ýmis önnur félagsleg og geðræn vandamál, þar sem flestir voru haldnir einhvers konar persónuleikagöllum og skapgerðartruflunum. Jafnframt kom fram að áfengisnotkun kom oftar en ekki við sögu í þessum málum, sem þó getur ekki talist koma á óvart. Nokkrir greindust með drykkjusýki og algengt var að hinn brotlegi ætti einnig við fíkniefnavanda að stríða. Í nokkrum tilvikum töldu geðlæknar sakborning vera haldinn lyfjafíkn á háu stigi. Meginatriðið er að áfengis- og fíkniefnaneysla er töluverð í þessum málum Öryggisgæsla 62. gr. hgl. Öryggisgæsla er réttarvörsluúrræði sem er fólgið í hælisvistun þeirra sem sýknaðir eru af refsikröfu vegna sakhæfisskorts skv. 15. gr. hgl., svo og þeirra sem talið er í dómi að sé árangurslaust að refsa skv. 16. gr. hgl., enda sé vistunin talin nauðsynleg af réttaröryggisástæðum. Markmið öryggisgæslu er að vernda almenning með því að loka einstakling inni á viðeigandi hæli, svo hann brjóti ekki af sér aftur eða fremji annars konar afbrot. Hins vegar er megintilgangurinn sá að styrkja einstaklinginn, þar sem hann á að fá víðhlítandi meðferð vegna geðraskana eða geðsjúkdóms. Fram kemur að: Öryggisgæsla er ekki refsivist í orðsins þrengstu merkingu, en þó ber að athuga að vistin getur í raun reynst harðara refsiúrræði en venjulegur fangelsisdómur einkum hvað varðar tímalengd, sem er háð úrskurði dómara og getur því varað ævilangt, og 72 Ragnheiður Harðardóttir. (1991). Um brot gegn 211. grein almennra hegningarlaga. Bls

41 samvistir við aðra vistmenn, sem margir hverjir eru mjög veikir einstaklingar. 73 Í 62. gr. hgl. segir: Nú er maður sýknaður samkvæmt ákvæðum 15. gr., eða niðurstaða dóms verður sú, samkvæmt ákvæðum 16. gr., að refsing sé árangurslaus, og má þá ákveða í dómi, ef nauðsynlegt þykir vegna réttaröryggis, að gerðar skuli ráðstafanir til að varna því, að háski verði af manninum. Ef ætla má, að vægari ráðstafanir, svo sem trygging, bann við dvöl á ákveðnum stöðum eða svipting lögræðis, komi ekki að notum, má ákveða, að honum sé komið fyrir á viðeigandi hæli. Skal þá hæstiréttur skipa honum tilsjónarmann, sem eftirlit hefur með því, að dvöl hans á hælinu verði ekki lengri en nauðsyn ber til. Þegar ástæða þykir til, getur ráðherra leitað úrlausnar héraðsdóms, þar sem hælið er, hvort téðar ráðstafanir skuli teljast lengur nauðsynlegar, enda hafi umsagnar læknis verið leitað. Svo getur tilsjónarmaður krafist þess, þegar ár er liðið frá dómsuppsögn eða síðasta dómsúrskurði, eða fyrr, ef ráðherra samþykkir, að málið skuli að nýju lagt undir úrskurð dómstóls þess, sem áður segir. Mál samkvæmt þessari grein sæta meðferð eftir lögum um meðferð sakamála. Á réttargeðdeild dvelja þeir sem eru ósakhæfir skv. 62. gr. hgl. Í dag er réttargeðdeildin staðsett á Kleppi, þar sem sjúklingar fá viðeigandi þjónustu og meðferð við veikindum sínum. 74 Þeir andlegu annmarkar, sem lýst er í 16. gr. hgl., eru ekki á því stigi eða þess eðlis að nægi til sýknu vegna sakhæfisskorts eftir 15. gr. Einstaklingur sem svo er ástatt um, telst sakhæfur, og þess vegna ber að sakfella hann. Tvennt er þá til um ákvörðun viðurlaga. Ef refsing er ekki talin geta borið árangur, er heimilt að fella niður refsingu og beita í staðinn úrræðum 62. gr. hgl., ef skilyrði eru til þess. Ef hins vegar má ætla, eftir að læknisumsagnar hefur verið leitað að refsing geti borið árangur, ber að dæma sakborningi refsingu. Sé um fangelsisvist að ræða, getur dómþoli þurft að afplána hana í almennu afplánunarfangelsi, en í 2. mgr. 16. gr. er ráðagerð um sérstaka afplánunarstofnun eða deild handa þeim, ef svo stendur á, líkt og 16. gr. kveður á um. 75 Í Hrd. nr. 8/1998 voru málavextir þeir að tveir einstaklingar voru ákærðir fyrir manndráp og rán skv gr. og 252. gr. hgl. Báðir voru þeir í Hæstarétti sakfelldir fyrir fullframið brot, en þátttaka fyrri ákærða var virt sem hlutdeild í broti seinni ákærða gegn 211. gr. hgl. Að mati geðlæknis áttu ákvæði 16. gr. hgl. við um geðhagi seinni ákærða. Læknirinn taldi geðrænt ástand hans þess eðlis að hann myndi örugglega skynja þýðingu refsingar, en hins vegar myndi hugsanleg refsivist hafa slæm áhrif á þróun sjúkdómsins. Þegar á allt var litið, taldi héraðsdómur að meta mætti aðstæður sem svo að refsing myndi bera 73 Ólafur Börkur Þorvaldsson. (2009). Lausn úr öryggisgæslu. Bls Landspítali. Réttargeðdeild, slóð: [Sótt á vefinn ]. 75 Ólafur Börkur Þorvaldsson. (2009). Lausn úr öryggisgæslu. Bls

42 árangur. Í dómi Hæstaréttar var staðfest niðurstaða héraðsdóms um 16 ára fangelsi fyrir seinni ákærða. Um fullnustu refsingarinnar segir svo í forsendum Hæstaréttar: Í bréfi Fangelsismálastofnunar ríkisins til ríkissaksóknara 23. mars 1998 kemur fram, að stofnun, sem um er rætt í 2. mgr. 16. gr. almennra hegningarlaga, hafi ekki verið komið á fót. Hins vegar hafi réttargeðdeildin að Sogni í Ölfusi í einstaka tilvikum tekið við föngum um nokkurra mánaða skeið, meðan þeir afplána refsivist. Sé það liður í heilbrigðisþjónustu við fanga, sem heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið sjái um að veita samkvæmt lögum nr. 123/1997 um breyting á [þágildandi] lögum um fangelsi og fangavist nr. 48/1988. Að þessu virtu þykja ekki skilyrði til þess að mæla í dómi þessum fyrir um afplánun refsingar ákærða á stofnun, en við það verður að miða, að vistun hans við afplánun verði í samræmi við heilsu hans. Dómari getur gripið til ýmissa annarra viðurlaga. Stundum þykir nægilegt að dæma sakborning í aðra vægari hælis- eða sjúkravist. Með lögum um fullnustu refsinga nr. 49/2005 eru ýmis úrræði fyrir sakhæfa fanga sem heimila að þeir séu vistaðir á sjúkrahúsi eða meðferðarstofnun. Einnig er í lögunum heimild þess efnis að fangar ljúki afplánun utan fangelsis, stundi þeir vinnu eða nám sem fangelsismálastofnun hefur samþykkt sem lið í aðlögun þeirra eða búi á sérstakri stofnun eða heimili undir eftirliti. 76 Í Hrd. nr. 659/2008 voru málavextir þeir að sakborningur hafði krafist niðurfellingar öryggisvistunar, sem honum hafði verið gert að sæta rúmum 17 árum fyrr, en héraðsdómur hafnaði þeirri kröfu og af því tilefni kærði ákærði úrskurðinn til Hæstaréttar, sbr. 62. gr. hgl. Ákærði hafði frá árinu 1991 verið lengst af á Sogni í Ölfusi, þótt inntaki gæslunnar hafi verið breytt og hún rýmkuð árið Hæstiréttur féllst á það með héraðsdómi að þau skilyrði 62. gr. hgl. væru uppfyllt að nauðsynlegt væri vegna réttaröryggis að gera ráðstafanir til að varna því að háski yrði af ákærða. Því var hinn kærði úrskurður staðfestur. Einnig kom fram í dómi Hæstaréttar að úrskurðurinn væri ótímabundinn og algjör öryggisgæsla væri ýtrasta úrræði sem aðeins skyldi beita kæmu vægari ráðstafanir ekki að notum, s.s. trygging, bann við dvöl á ákveðnum stað eða svipting lögræðis, sbr. 62. gr. hgl. Úrræði 62. gr. væru ekki tæmandi talin og venja hefði verið að líta svo á að lausn eða mildun öryggisgæslu væri háð skilyrðum. Þá hefði ákvæði 62. gr. að geyma reglu um að dómstólar endurmætu með reglubundnum hætti hvaða úrræðum viðkomandi þyrfti að sæta. Fallist var á það með héraðsdómi að nauðsynlegt væri að úrræði eða rýmkun öryggisgæslu væru ákveðin skýrt, þannig að viðeigandi stjórnsýsluaðili gæti framfylgt þeim og sá sem í hlut ætti vissi sem gleggst hvaða skilyrðum hann þyrfti að hlíta. Bæri að hafa það í huga þegar vistunarstaður ákærða væri ákveðinn. Í úrskurði Hæstaréttar kom auk þess fram að gæta þyrfti meðalhófs við ákvörðun um vistun, ákærði hefði verið lengi á Sogni og ekki virtust líkur á því að hann næði þar frekari bata. Þegar litið var til framangreindra atriða þóttu skilyrði fyrir hendi til að breyta inntaki öryggisgæslu ákærða. Ákærði var dæmdur til að sæta áfram öryggisgæslu, þó þannig að hann dveldist á sambýli fyrir geðfatlaða eða annarri sambærilegri búsetu með sólarhringsgæslu að mati viðkomandi svæðisskrifstofu í málefnum fatlaðra. 76 Jónatan Þórmundsson. (1968). Mat á geðrænu sakhæfi. Bls

43 Í Hrd. nr. 446/2001 voru málavextir þeir að sakborningur var í héraði fundinn sekur um alvarlega líkamsárás á 7 ára gamlan dreng, sem var að leik fyrir utan hús ákærða. Ákærði sagðist eiga við veikindi að stríða, hann heyrði raddir og hefði orðið pirraður vegna hávaða í drengnum og vinum hans. Hann sagðist hafa orðið mjög æstur, farið út, tekið fótbolta af drengnum og sparkað í hann, sem hafði þær afleiðingar að drengurinn lærbrotnaði. Í skýrslu geðlæknis kom fram að ákærði væri haldinn geðklofa og hefði verið með alvarleg og bráð sturlunareinkenni á verknaðarstundu. Hann hefði haft ofskynjanir og verið svefnlaus í margar nætur og þoldi illa áreiti. Einnig hefði hann reynt að fyrirfara sér degi áður. Geðlæknirinn taldi ákvæði 15. gr. eiga við um ákærða. Héraðsdómur leit til matsins og sýknaði ákærða af kröfu ákæruvaldsins um refsingu, sbr. 15. gr. hgl. Þá var talið að vegna geðhaga ákærða og eðli brotsins væri nauðsynlegt vegna réttaröryggissjónarmiða að gera ráðstafanir til að hætta stafaði ekki af ákærða. Með vísan til 62. gr. hgl. var ákveðið að ákærði undirgengist viðeigandi meðferð vegna geðsjúkdómsins, í formi forðasprauta á hálfsmánaðar fresti, eftirlits og meðferðar, eftir ákvörðun yfirlæknis hverju sinni. Hæstiréttur staðfesti niðurstöðu héraðsdóms um að ákærði yrði sýknaður af refsikröfu á grundvelli 15. gr. hgl. Ómerkingarkröfu ákæruvaldsins var samkvæmt þessu hafnað og stóð héraðsdómur óraskaður. Hér dæmir héraðsdómari sakborning til lyfjameðferðar á grundvelli 62. gr. hgl. Ástæðan til beitingar slíkra viðurlaga er að verulegu leyti tillit til öryggis og verndar almennings er grípa má til og er öryggisgæsla þeirra veigamest. Hún er ótímabundin og henni þá aðeins beitt að nauðsynlegt þyki vegna réttaröryggis Úrræði 63. gr. hgl. Í 63. gr. hgl. segir: Nú hefur orðið svo ástatt um mann til langframa, sem í 15. eða 16. gr. segir, eftir að hann hefur drýgt refsiverðan verknað, en áður en fullnaðardómur gengur í máli hans, og ákveður dómur þá, hvort refsing skuli dæmd eða hún eigi að falla niður. Ákveða má í dóminum, ef skilyrði samkvæmt 62. gr. þykja vera fyrir hendi, að ráðstöfunum samkvæmt þeirri grein skuli beitt í stað refsingar eða þangað til unnt þykir að framkvæma refsingu. Þetta ákvæði er viðurlagaákvæði. Samkvæmt orðanna hljóðan þarf geðheilsa sakbornings að vera varanleg eða til langframa eftir verknaðarstundu, en þó áður en dómur hefur fallið í máli hans. Það er á valdi dómarans eða dómstóla að ákveða hvort þessu ákvæði er beitt gagnvart sakborningi. Ákvæði þetta hefur í för með sér að refsing verður látin niður falla og úrræði 62. gr. koma í staðinn. Óheimilt er að sýkna sakborning, sbr. Hrd. nr. 70/2009, jafnvel þótt ástand sakbornings sé talið til langframa. Tekið skal fram að þetta viðurlagaákvæði verður einnig að uppfylla þau skilyrði sem fram koma í 62. gr. hgl Ólafur Börkur Þorvaldsson. (2009). Lausn úr öryggisgæslu. Bls Jónatan Þórumundarsson. (2004). Afbrot og refsiábyrgð III. Bls

44 7. Sakhæfismælikvarðinn 7.1. Íslenskur réttur Í dómaframkvæmd eru það læknar eða aðrir sérfræðingar á því sviði sem leggja fram mat sitt um geðheilbrigði sakbornings, bæði á verknaðarstundu og andleg ástand eftir það. Tekið skal fram að læknaráð gefur ekki álit á sakhæfi, eins og var samkvæmt eldri réttarframkvæmd, sbr. þágildandi lög nr. 14/1942 um læknaráð. 79 Í Hrd. nr. 176/1953 voru málavextir þeir að sakborningur var ákærður fyrir manndráp af gáleysi eftir að hafa ekið bifreið á ungan dreng sem lést samstundis. Ekki var geðheilsa sakbornings talin hafa verið slæm á verknaðarstundu, en hafði þó hrakað gríðarlega eftir slysið. Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að ákærði yrði ekki dæmdur til refsingar. Í máli þessu kemur ástandið til eftir verknaðinn og áður en dæmt var. Þá er ekki um ósakhæfi að ræða, því það á bara við ef ástandið var til staðar á verknaðarstundu og að orsakatengsl séu á milli ástandsins og verknaðarins, líkt og gerð var grein fyrir hér að framan. Hæstiréttur hefur því ákveðið að refsing skuli niður falla og það er ekki sýknað vegna sakhæfisskorts skv. 15. gr. heldur er þetta refsibrottfall skv. 63. gr. hgl. Þrátt fyrir að fengin séu sérfræðiálit eða matsgerðir sérfræðinga til að leggja mat á sakhæfi eða andlegt ástand sakborninga, er það endanlega í höndum dómstóla að ákvarða hvort sakborningur verði metinn sakhæfur eða ósakhæfur og hvort sakhæfisskilyrðin séu fyrir hendi. 80 Í Hrd. nr. 282/2000 voru málavextir þeir að sakborningur var ákærður fyrir manndráp með því að hafa skotið þremur riffilskotum í höfuð föður síns með þeim afleiðingum að hann lést. Í dómi Hæstaréttar segir: Við mat á skýrslu geðlæknisins ber að líta til þess að það er ekki hlutverk geðlæknis að leggja dóm á einstök atvik máls eða atburðarás heldur er tilgangur geðrannsóknar samkvæmt d. lið 1. mgr. 71. gr. [þágildandi] laga um meðferð opinberra mála nr. 19/1991 að leiða í ljós atriði, sem geri dómara fært að meta sakhæfi sakbornings. Í dómnum kemur skýrt fram að dómstólar telji það hlutverk sitt að taka endanlega ákvörðun um sakhæfi sakbornings og hlutverk heilbrigðisstarfsmanna í slíku mati sé aðeins að leiða í ljós atriði sem geri dómara fært að meta sakhæfi hans. Samkvæmt því er mat á geðrænu sakhæfi byggt á lögfræðilegum mælikvarða hér á landi. Læknisfræðilega matið er ætíð haft til hliðsjónar við málsmeðferð og er oftast lagt til 79 Jónatan Þórmundsson. (2004). Afbrot og refsiábyrgð III. Bls Jónatan Þórmundsson. (1991). Sakhæfi. Bls

45 grundvallar dómsniðurstöðu. Læknar og dómstólar eru í flestum tilvikum samstíga um geðrænt sakhæfi sakbornings, en þó er það alls ekki algilt. 81 Í Hrd. nr. 33/1949 voru málavextir þeir að sakborningur var ákærður fyrir manndráp eftir að hafa stungið ungabarn til dauða og sært eldri systur barnsins algerlega að tilefnislausu. Í læknismatinu var talið að hann væri ekki geðveikur að staðaldri, en gæti þó fengið geðveikisköst og því ætti 16. gr. hgl. við og að vafasamt væri að refsing gæti borið árangur. Hæstiréttur var ekki sammála því og taldi að 15. gr. hgl. ætti við, þ.e. að sakborningi yrði ekki refsað fyrir verknaðinn og yrði dæmdur í öryggisgæslu ævilangt skv. 62. gr. hgl., enda mjög hættulegur umhverfi sínu. Rökstuðningur Hæstaréttar var á þann veg að á grundvelli þess ægilega glæps þá verði ekki annað talið að hann væri alvarlega geðveikur. Samkvæmt íslenskum lögum er það einmitt hlutverk Hæstaréttar og annarra dómstóla að meta sakhæfið. Í Hrd. nr. 163/1949 var sams konar niðurstaða, þar sem málavextir voru þeir að sakborningur var ákærður fyrir ýmislegt eignatjón af völdum eldsvoða. Geðlæknar töldu andlegt ástand sakbornings ekki það alvarlegt og ætti 16. gr. frekar við þar sem að ákærði hafi verið andlega miður sín, en ekki á eins háu stigi og 15. gr. getur um. Hæstiréttur var ósammála því og taldi geðtruflanir ákærða hafa verið á það háu stigi og þess eðlis, er hann framdi afbrot sín að þær féllu undir lýsingu 15. gr. hgl. Einnig var ákærði dæmdur í öryggisgæslu skv. 62. gr. á grundvelli almannaöryggis. Tekið skal fram að þessir dómar eru frekar gamlir og þess vegna getur verið tvísýnt um fordæmisgildi þeirra í dag. Í Hrd. nr. 41/2004 voru málavextir þeir að sakborningur var ákærður fyrir manndráp eftir að hafa stungið mann til bana á heimili mannsins að Klapparstíg í Reykjavík. Við lögreglurannsókn var geðlækni falið að rannsaka geðheilbrigði ákærða. Niðurstaða hans var sú að ákærði hafi verið sakhæfur á verknaðarstundu. Hann hafi þó haft geðrofseinkenni. Afbrotið hafi verið framið undir miklum áhrifum lyfja. Ákærði hafi því verið mjög ör og þetta leitt til ofsaviðbragða þegar hann taldi sér vera ógnað. Í héraðsdómi voru tveir dómkvaddir geðlæknar beðnir um að meta sakhæfi ákærða. Niðurstaðan hjá þeim var sú að hann væri ósakhæfur skv. 15. gr. hgl. Ákærði hefði verið í geðrofástandi nær óslitið frá 21 árs aldri og væri því ófær um að stjórna gerðum sínum. Afar ólíklegt væri að hann hefði ekki verið í því ástandi er verknaðurinn var framinn. Hæstiréttur staðfesti héraðsdóm með vísan í 15. gr. hgl. og að ákærði yrði dæmdur til að sæta öryggisgæslu skv. 62. gr. hgl. Þessi dómur var einnig reifaður hér að framan í kafla Hér dæma bæði héraðsdómur og Hæstiréttur í samræmi við yfirmatið. Það telst eðlilegt að yfirmatið hafi meira vægi en bæði undirmat og álit læknaráðs. Í raun fór fram þrenns konar mat; undirmat, yfirmat og svo álit læknaráðs, og var ekkert matið eins. Undirmatsmaður, 81 Jónatan Þórmundsson. (1968). Mat á geðrænu sakhæfi. Bls

46 sem mat sakborning á rannsóknarstigi, taldi hann sakhæfan (þ.e. að hvorki 15. né 16. gr. ættu við), yfirmatsmenn, sem mátu sakborning fyrir héraðsdómi mátu hann ósakhæfan skv. 15. gr. hgl., en svo var fengið álit læknaráðs fyrir Hæstarétti (sem er ekki gert lengur) og læknaráð taldi að 16. gr. hgl. ætti fremur við um ákærða. Hæstiréttur staðfesti hins vegar héraðsdóminn og sýknaði ákærða vegna sakhæfisskorts skv. 15. gr. hgl. Það athyglisverðasta við þetta mál er hvernig tekið er á því þegar verulegur ágreiningur er á milli geðlækna innbyrðis. Í Hrd. nr. 45/1947 voru málavextir þeir að þrír aðilar voru ákærðir fyrir nokkur afbrot, skjalafals aðallega. Undir rannsókn málsins rannsakaði læknir andlegt ástand eins ákærða. Kom í ljós að hann væri ekki geðveikur en þó andlega vanþroska, þar sem þroski hans svaraði til 9-11 ára aldurs, auk þess sem hann hneigðist til óreglu eða sviksemi. Taldi læknirinn að ekki væri ástæða til ráðstafana skv. 62. gr. hgl. um öryggisgæslu. Hæstiréttur var hins vegar á því að refsing á hendur ákærða gæti borið árangur á grundvelli framburðar og brotaferils ákærða, því var honum dæmd refsing. Hér er álitaefnið í raun ekki um sakhæfið beint heldur mælikvarðann um árangur refsingar skv. 16. gr. hgl. Í framangreindum tveimur dómum er misræmi í niðurstöðu annars vegar dómstóla sem telja sakborning sakhæfan eða móttækilegan fyrir refsingu og niðurstöðu sérfræðinga sem telja hann ósakhæfan. Í Hrd. nr. 72/1978 voru málavextir þeir að tveir aðilar voru ákærðir fyrir manndráp á manni sem þeir veittust að inn í fangaklefa. Ákærðu börðu ítrekað og strekktu belti um háls brotaþola, sem höfðu þær afleiðingar að hann lést stuttu síðar á spítala. Í áliti geðlæknis var talið að annar aðilinn væri með geðveikiseinkenni en þó gat hann ekki fullyrt að þau hafi verið til staðar á verknaðarstundu. Hinn aðilinn var ekki talinn geðveikur, en þó með andlegan vanþroska, lága greindarvístölu og fremur tilfinningalega vanþroskaður. Í héraðsdómi var vafi um sakhæfi fyrri aðilans, en þó frekar skýrt með þann seinni. Niðurstaðan var sú að andlegt ástand þeirra beggja félli undir 16. gr. hgl., og að refsing gæti ekki talist líkleg til árangurs, og því ættu þeir að sæta öryggisgæslu skv. 62. gr. hgl. Hæstiréttur taldi þó báða vera sakhæfa og að refsing gæti borið árangur skv. 16. gr. hgl., því voru þeir báðir dæmdir í 8 ára fangelsi. Sératkvæði kom fram hjá einum dómara þar sem hann taldi verulegar líkur til þess að fyrri aðilinn væri geðveikur og því ósakhæfur skv. 15. gr. hgl. og var einnig sammála héraði að refsing myndi líklega ekki geta borið árangur. Þessi dómur var einnig reifaður í styttra máli í kafla 4.2. Þetta er athyglisverður dómur, þar sem aðilar eru með mismunandi geðraskanir en fá sömu refsingu. Í Hrd. nr. 198/2011 voru málavextir þeir að sakborningur var ákærður fyrir manndráp með því að hafa komið á heimili brotaþola um miðja nótt, veist að honum og banað með því að stinga hann ítrekað með hníf. Sakborningur játaði sakagiftir en fyrir dómi var deilt um það hvort hann hefði verið sakhæfur skv. 15. gr. hgl. Í héraðsdómi lá fyrir bæði undirmatsgerð og yfirmatsgerð sem voru nokkuð samhljóða um geðheilbrigði ákærða. Fram kom að ákærði hefði tvískiptan persónuleika og væri haldinn mjög alvarlegu geðrofi. Vísbendingar um slæmt geðheilbrigði ákærða hefðu sýnt sig unga aldri eftir að ákærði varð 45

47 fyrir því áfalli að faðir hans tók eigið líf. Þeir feðgar hefðu verið nánir og hefði þróun á persónuleika ákærða tekið stakkaskiptum eftir það. Innilokun og félagsleg einangrun hefði magnast. Nokkru seinna hefði ákærði kynnst fyrrverandi bekkjarsystur sinni, sem hefði haft mikil áhrif á hugarheim hans og líðan. Hún hefði átti í ástarsambandi við brotaþola og það hefði ákærði ekki getað sætt sig við. Ákærði byrjaði á löngu tímabili að sanka að sér ýmsum áhöldum og búnaði með það að leiðarljósi að bana brotaþola, þar sem ákærði gat ekki hugsað sér að fyrrverandi bekkjarsystirin væri með honum. Í báðum matsgerðum var niðurstaðan sú að ákærði hefði sökum svæsins geðrofs verið alls ófær um að stjórna gerðum sínum er hann framdi umræddan verknað, sbr. 15. gr. hgl. Jafnframt að ákærði væri áfram hættulegur öðrum og nauðsyn væri á strangri öryggisgæslu, sbr. 62. gr., auk viðeigandi meðferðar. Héraðsdómur tók undir niðurstöðu geðlækna og sagði m.a.: Í vitnisburði geðlæknanna hefur komið fram að ranghugmynd ákærða sé á þröngu sviði. Ákærði sé lokaður og virki mjög yfirvegaður. Þess vegna sé skiljanlegt að margir telji hann ábyrgan gerða sinna. Af fyrirliggjandi matsgerðum geðlæknanna er hins vegar ljóst að hugarheimur ákærða er mjög sjúkur og er ekkert fram komið sem getur réttlætt það að litið verði fram hjá áliti geðlæknanna þriggja. Hæstiréttur var þó á öðru máli og sagði: Við þá úrlausn ber einkum að horfa til aðdraganda þess voðaverks, sem ákærði vann, hvernig hann stóð að því og framferði hans í kjölfar þess. Verður þar fyrst og fremst stuðst við framburð ákærða sjálfs hjá lögreglu, sem hann hefur, eins og áður segir, staðfest fyrir dómi. Eins og rakið hefur verið fór sú hugsun að sækja á ákærða þegar vorið 2009 að hann þyrfti að ryðja [brotaþola] úr vegi. Verður ekki annað ráðið af framburði ákærða en að hann hafi skipulagt verknaðinn í þaula með það fyrir augum að ekki kæmist upp um hann og í samræmi við það tók hann smátt og smátt að verða sér úti um hluti sem hann ætlaði að nota til verksins. Þegar á hólminn var komið gekk hann svo ákveðið og skipulega til verks. Einnig virðist ákærði eftir á hafa gert allt, sem í hans valdi stóð, til að aftra því að upp um hann kæmist, þar á meðal neitaði hann staðfastlega að hafa orðið [brotaþola] að bana þar til böndin fóru æ meira að berast að honum við rannsókn málsins. Spurður hvort hann hafi ekki gert sér grein fyrir eðli verknaðarins kvaðst ákærði halda að svo hafi verið. Þá bar matsmaðurinn E fyrir dómi að ákærði hafi að hluta vitað að það væri rangt sem hann hefði gert. Að virtu öllu því, sem að framan greinir, verður að telja í ljós leitt að ákærði hafi borið skynbragð á eðli þess afbrots, sem hann er ákærður fyrir, og að hann hafi verið að því marki fær um að stjórna gerðum sínum þegar hann stakk [brotaþola] til ólífis að hann teljist sakhæfur. Var ásetningur ákærða til að svipta A lífi einbeittur og á hann sér engar málsbætur. Brot ákærða var heimfært undir 211. gr. almennra hegningarlaga og var refsing hans ákveðin fangelsi í 16 ár. Tekið skal fram að vottorð frá yfirlækni réttar- og öryggisdeildarinnar á Sogni lá frammi fyrir Hæstarétti, þar sem fjallað var um ástand ákærða og framtíðarhorfur hans og hvernig meðferðin á réttargeðdeildinni hafi gengið. Þar var greint frá því að ákærði 46

48 hefði ekki sýnt einkenni þeirra andlegu kvilla sem lýst var í matsgerðunum hvað varðar ranghugmyndir og ástarsýki. Engrar lyfjameðferðar hefði verið þörf og framtíðarhorfur hans því bjartari en margra annarra sakamanna. Þessi nýlegi dómur er áhugaverður. Hæstiréttur snýr hér við niðurstöðu héraðsdóms, sem byggður var á mati þriggja geðlækna sem allir höfðu mikla reynslu í að meta sakhæfi sakborninga í sambærilegum málum. Hæstiréttur fellst ekki á niðurstöðu undir- og yfirmats með þeim rökstuðningi sem rakin var hér á undan. Meginrökstuðningur Hæstaréttar var sá að sakborningur uppfyllti ekki það skilyrði að vera alls ófær um að stjórna gerðum sínum. Það er vitaskuld í samræmi við tilætlun löggjafans að dómstólar leggi þannig sjálfstætt mat á sakhæfið. Héraðsdómarar óska stundum eftir því að geðlæknir láti upp álit sitt á sakhæfi sakbornings. Geðlæknar virðast einnig taka það upp hjá sjálfum sér að ræða sakhæfið sem slíkt og hvort ástand sakbornings falli undir 15. gr. eða 16. gr. hgl. Æskilegt væri að dómarar og geðlæknar kynntu sér vel verksvið hver annarra að þessu leyti og settu hér gleggri marklínu. Það er ljóst samkvæmt gildandi rétti að dómari hefur frjálsar hendur, þótt geðlæknir sé búinn að úrskurða sakborning sakhæfan eða ósakhæfan. 82 Samkvæmt íslenskum lögum er það lagt á vald dómara að meta hver tengsl séu á milli sálrænnar vanheilsu og refsiverðs verknaðar, þ.e. hvort sakborningur hafi verið alls ófær um að stjórna gerðum sínum, sem nefnist lögfræðilegur mælikvarði. Læknisfræðileg atriði hafa eigi minni þýðingu í refsilögum um einstök brot, þ.e.a.s. þegar sanna skal hvort brot hefur verið framið Erlendur réttur Víðast hvar í lögum ríkja er byggt á einhvers konar lögfræðilegum sakhæfismælikvarða eins og í íslenskum rétti. Tilhögun þessara reglna er þó talsvert mismunandi, m.a. eftir því hvort læknisfræðilegt, sálfræðilegt, siðfræðilegt eða félagssiðferðilegt mat er lagt til grundvallar dómi sem eins konar ívaf í hinu lögfræðilega mati dómstóla. Þá er mismunandi hversu þungt þessi atriði vega við ákvörðun dómstóla um sakhæfi. Önnur meginaðferð við ákvörðun sakhæfis er sú að byggja á læknisfræðilegum mælikvarða alfarið, þannig að dómstólar séu bundnir af niðurstöðu lækna og annarra sérfræðinga 82 Jónatan Þórmundsson. (1968). Mat á geðrænu sakhæfi. Bls Gísli G. Ísleifsson. (1967). Læknisfræðileg sjónarmið í lögfræði. Bls

49 um tilvist ákveðinna geðtruflana eða annarra andlegra annmarka á verknaðartímanum og að sú niðurstaða skeri úr um sakhæfi manns Bandarískur réttur Tekið skal fram að fyrirvara verður að hafa á útfærslu Bandaríkjamanna, enda talsverður áherslumunur á milli fylkja þar í landi. Hins vegar hafa fylkin þar í landi verið að reyna að samræma sig æ meira í gegnum árin og þá aðallega á grundvelli Model Penal Code frá árinu 1962, þar sem lögfræðileg fyrirmynd og sjónarmið koma fram um setningu refsilöggjafar. Hin virta stofnun Amercian Law Institute, sem stofnuð var árið 1923, hefur þar verið leiðandi í þess efnum, til þess að stuðla að einfaldari og skýrari lögum sameiginlega í öllum fylkjum Bandaríkjanna. Þegar litið er til undirstöðu sakhæfisregla í Bandaríkjunum, er oft verið að bera það saman við rétt Breta eða við annan engilsaxneskan rétt. Frægt mál í Englandi frá árinu 1843 er oft tekið til umfjöllunar varðandi sakhæfi þar í landi og annars staðar. Málið er yfirleitt kennt við þann ákærða, Danial M Naghten. Einstaklingur þessi var á valdi sjúklegra ranghugmynda er hann skaut einkaritara forsætisráðherrans til bana í þeirri trú að það væri ráðherrann sjálfur, en ákærði hafði raunar ráðherrann grunaðan um að vilja hann sjálfan feigan. Ákærði var sýknaður vegna sakhæfisskorts. Mikið fjaðrafok var eftir þetta mál og þá sérstaklega hjá almenningi. Umræður á breska þinginu voru heitar og voru dómararnir í málinu beðnir um að skýra afstöðu sína enn frekar varðandi málið og beinskeyttar spurningar voru lagðar fram fyrir Lávarðadeildina. Þau svör sem komu fram lögðu mikilvægan grundvöll að sakhæfisreglunni þar í landi, sem nefnd er M Naghten Right-Wrong Test. Efni hennar er svohljóðandi: Til þess að andleg vanheilsa geti verið sýknuástæða, þarf að koma fram full sönnun fyrir því að sakborningur hafi á verknaðartímanum haft svo skerta dómgreind vegna sjúklegs sálarástands að hann hafi ekki skilið eðli og afleiðingar verknaðar síns eða þá, ef hann skildi það að hann hafi ekki skilið að hann breytti rangt (...the party accused was labouring under such a defect of reason, from disease of the mind, as not to know the nature and quality of the act he was doing; or, if he did know it, that he did not know he was doing what was wrong ). Samkvæmt þessu var það hlutverk Lávarðardeildarinnar að útskýra hvort um tvöfalt orsakasamband væri að ræða. Dómstólar þurfa þess vegna að staðreyna hið sjúklega sálarástand sakbornings sem eigi 84 Jónatan Þórmundsson. (1991). Sakhæfi. Bls

50 að leiða til skertrar dómgreindar, sem aftur hefur í för með sér önnur hvor þau áhrif á skilning sakbornings, sem að ofan er lýst. Þetta þýðir að meiri áhersla er lögð á þessi umræddu orsakatengsl, en ekki endilega hið sjúklega sálarástand sakbornings, sem talið er hafið valdið refsiverknaði. Í flestum tilvikum er reglan skýrð í rýmri merkingu og að hún taki m.a. til meðfædds vanþroska. Það má segja að mælikvarðinn sé einkum fólginn í því að skilja á milli góðs og ills þegar verknaður er framinn. Eftir þessa skýringu er hægt að velta því fyrir sér hvort skilningsskortur lúti að lagalega rangri eða siðferðilega rangri breytni, ef svo er litið á hlutina. Eins og áður hefur komið fram, er þetta yfirleitt túlkað í rýmri merkingu, en reynslan hefur sýnt að M Naghten-reglan dugar ekki í öllum tilvikum. Sem dæmi má nefna þegar reglan um óviðráðanlega hvöt (e. irresistible impulse) liggur til grundvallar, þar sem einstaklingur er algjörlega undir valdi geðtruflana sinna og er alls ófær um að stjórna gerðum sínu eða breyta rétt, jafnvel þótt hann skilji muninn á réttu og röngu. Ólíkar skoðanir hafa komið fram um það hversu strangur þessi mælikvarði eigi að vera. Annars vegar þykir of skammt gengið með því að leysa undan ábyrgð einungis þá sem undir engum kringumstæðum hefðu breytt öðruvísi, jafnvel með lögreglumann við hliðina á sér ( policeman at the elbow test ), en hins vegar er varað við hættunni á að teygja regluna of langt, einmitt í þeim tilvikum, þar sem sérstök þörf er á að bregðast við sterkum freistingum um að fremja afbrot. 85 Önnur regla er einnig oft tekin til umfjöllunar varðandi þetta viðfangsefni sem nefnt er Durham Test. Sú regla var sett fram árið 1954 af áfrýjunardómstólnum District of Columbia, en tekið skal fram að reglan var raunar byggð á gömlu fordæmi frá New Hampshire frá árinu Reglan fólst í því að ganga úr skugga um það hverju sinni hvort sakborningur væri í raun og veru haldinn alvarlegum geðtruflunum og hvort verknaður hans væri afleiðing þessara geðtruflana ( the product of his mental disease or mental defect ). Regla þessi hafði mikil áhrif á dómaframkvæmdina sjálfa, sérstaklega þegar litið var á mat geðlækna í ákvörðunarferlinu. Með þessu varð verulegur áherslumunur á skilgreiningu geðtruflana. Hins vegar þótti það ekki gefa kviðdómendum nægar leiðbeiningar til að fara eftir við ákvörðun um sekt eða sýknu, svo reglan var endanlega aflögð árið 1972, við sama dómstól og mótaði hana 18 árum áður Jónatan Þórmundsson. (2004). Afbrot og refsiábyrgð III. Bls Jónatan Þórmundsson. (2004). Afbrot og refsiábyrgð III. Bls

51 Loks skal vikið að þeirri reglu, sem mest áhrif hefur haft í Bandaríkjunum á síðari árum og hefur í sumum fylkjum komið í stað M Naghtenreglunnar, þ.e. Substantail Capacity Standard eða M.P.C. Test úr Model Penal Code Reglan er svohljóðandi: Maður ber ekki [refsi]ábyrgð á refsiverðum verknaði, ef hann vegna andlegrar vanheilsu eða vanþroska á verknaðartímanum er að verulegu leyti ófær um að skilja ólögmæti verknaðarins eða að haga gerðum sínum í samræmi við kröfur laga. Einnig kemur fram að sú andlega vanheilsa eða vanþroski (mental disease or defect) eigi ekki að taka til þeirra annmarka sem grundvallast á síbrotahegðun eða annarri andfélagslegri háttsemi. Með þessari reglu er reynt að miða við það hvernig gegn og skynsamur maður (bonus pater familias) myndi hegða sér við þær tilteknu aðstæður sem um ræðir hverju sinni. Það er tekið mið af öðru tveggja, þar sem einnig er litið til skilnings sakbornings, eðli verknaðar, afleiðingar og getu hans til að stjórna gerðum sínum í samræmi við lög og reglur. Ef um verulegan skort er að ræða á öðru hvoru, telst sakborningur ósakhæfur Þýskur réttur Í 20. gr. þýsku hegningarlaganna segir: Ohne Schuld handelt, wer bei Begehung der Tat wegen einer krankhaften seelischen Störung, wegen einer tiefgreifenden Bewußtseinsstörung oder wegen Schwachsinns oder einer schweren anderen seelischen Abartigkeit unfähig ist, das Unrecht der Tat einzusehen oder nach dieser Einsicht zu handeln. Samkvæmt ákvæðinu ber einstaklingur ekki refsiábyrgð á gerðum sínum ef sjúkleg geðtruflun, veruleg rænuskerðing, andlegur vanþroski eða annars konar annmarkar er til staðar á verknaðarstundu. Orsakasamband á milli geðheilsu og verknaðar er grundvallarskilyrði þess hvort sakborningur hafi vitað muninn á réttu og röngu, sem er svipað og er kveðið á um í íslensku lögunum Norrænn réttur Það er nærtækt að líta til lagaverka nágrannaþjóða okkar á Norðurlöndum, enda er grunnur íslenskrar lögfræði byggður að miklu leyti á norrænum rétti. Íslenska þjóðin á margt sameiginlegt með Norðurlöndunum, þ.e. Danmörku, Noregi, Svíþjóð og Finnlandi. Saga okkar er samofin, menning okkar og tungumál eru skyld og þjóðfélagslegar aðstæður eru mjög svipaðar. Samvinna okkar við Norðurlöndin er talin 87 Jónatan Þórmundsson. (2004). Afbrot og refsiábyrgð III. Bls Jónatan Þórmundsson. (2004). Afbrot og refsiábyrgð III. Bls

52 mjög mikilvæg, en þó ekki aðeins á sviði löggjafar, heldur einnig í vísindum og öðrum fræðigreinum. Það má segja að þessi samvinna sé ekki síst mikilvæg fyrir Ísland, enda erum við nýleg þjóð og með minnsta fólksfjöldann af Norðurlöndunum. Yfirleitt eru aðrar Norðurlandaþjóðir komnar aðeins lengra í lagasetningu, þar sem lengri reynsla er komin á flest laga- og regluverk. Norrænir fræðimenn, sérstaklega á sviði refsiréttar og í afbrotafræði, eiga sér langa sögu samvinnu sem hefur verið mjög öflug í marga áratugi. Einn vettvangur þeirra samvinnu er Norræna sakfræðiráðið (Nordisk Samarbejdsrad for Kriminologi) sem fagnaði 50 ára afmæli sínu árið Danmörk Í 1. mgr. 16. gr. dönsku hegningarlaganna 90 segir: Personer, der på gerningstiden var utilregnelige på grund af sindssygdom eller tilstande, der må ligestilles hermed, straffes ikke. Tilsvarende gælder personer, der var mentalt retarderede i højere grad. Befandt gerningsmanden sig som følge af indtagelse af alkohol eller andre rusmidler forbigående i en tilstand af sindssygdom eller i en tilstand, der må ligestilles hermed, kan straf dog pålægges, når særlige omstændigheder taler derfor. Samkvæmt ákvæðinu skal ekki refsa þeim sem á verknaðartíma var utilregnelig vegna geðveiki eða annars samsvarandi ástands eða vegna andlegs vanþroska á nokkuð háu stigi (i hojere grad). Hugtakið utilregnelig er lögfræðilegs eðlis, en matskenndara og líklega rýmra en orðalag íslenska ákvæðisins, alls ófærir [...] til að stjórna gerðum sínum. 91 Jafnframt kemur fram í 2. málsl. að ef afbrotið er framið eftir neyslu áfengis eða annarra vímuefna, sem leiðir til geðsjúkdóms eða annars konar ástands, skal refsing vera meðhöndluð sem slík. Í 2. mgr. 16. gr. dhgl. segir: Personer, der på gerningstiden var mentalt retarderede i lettere grad, straffes ikke, medmindre særlige omstændigheder taler for at pålægge straf. Tilsvarende gælder personer, der befandt sig i en tilstand, som ganske må ligestilles med mental retardering. Samkvæmt þessu ákvæði skal ekki refsa einstaklingum, sem teljast vera vanþroskaðir á háu stigi, nema sérstakar ástæður liggi fyrir. Sama gildir um þroskahömlun, sem eru einstaklingar með greindarþroska undir 70 greindarvísitölustigum. Oft hefur reynt á sjálfstætt mat danskra dómstóla gagnvart sérfræðiálitum lækna, sérstaklega í málum út af auðgunarbrotum 89 Ragnheiður Bragadóttir. (2013). Norræna sakfræðiráðið. Norræn samvinna á sviði afbrota og refsiréttar. Úlfljótur. Tímarit laganema. Bls Hér eftir dhgl. 91 Jónatan Þórmundarsson. (1991). Sakhæfi. Bls

53 manna, sem haldnir eru geðhvörfum (psychosis manio-depressiva) með hléum á milli æðis- og þunglyndiskasta. Ef einstaklingur hefur hins vegar getað lifað eðlilegu lífi án mikilla árekstra, hafa danskir dómstólar gjarnan, þrátt fyrir álit geðlækna um geðveiki, metið ákærða sakhæfan. Þær ástæður sem liggja að baki þeirra dómsúrlausna eru að orsakasambandið á milli vanheilsunnar og verknaðarins sé ófullnægjandi, sem virðist vera mikilvægt skilyrði í dönskum rétti. 92 Fram kemur að dómstólar í Danmörku hafa oftar en ekki beitt einstaklinga refsingu, þrátt fyrir að sakborningur sé úrskurðaður geðveikur. Hefur það oft verið í þeim tilvikum er geðveikin virtist ekki stjórna einstaklingnum nógu mikið, þannig að það hafi truflandi áhrif á félagslega möguleika hins sjúka, eða að ekki hafi verið verulegt samband á milli vanheilsunnar og verknaðarins. Ákveðin sjónarmið koma til greina þegar mögulegur árangur af refsingu er metinn. Tvö dæmi eru tekin: Annars vegar þegar auðgunarbrot eru framin af einstaklingum, sem haldnir eru æðiþunglyndi (psychosis manio-depressiva), en eins og kunnugt er, koma oft hlé milli æði- eða þunglyndiskasta. Hins vegar þegar fjárdráttarbrot eru framin, þar sem m.a. hefur verið um að ræða drykkjusýki á geðveikisstigi Svíþjóð Í 6. gr. 30. kafla sænsku hegningarlaganna segir: Den som har begått ett brott under påverkan av en allvarlig psykisk störning ska i första hand dömas till en annan påföljd än fängelse. Rätten får döma till fängelse endast om det finns synnerliga skäl. Vid bedömningen av om det finns sådana skäl ska rätten beakta. Samkvæmt fyrsta málslið er geðrænt sakhæfi ekki lengur refsiskilyrði í sænskum rétti, heldur telst atriði er varðar val á viðurlögum. Hér er byggt á lögfræðilegum mælikvarða sem er mjög háður læknisfræðilegri eða sálfræðilegri könnun og staðreynslu á áhrifum tiltekinna andlegra annmarka á gerðir sakbornings. Þetta er ekki ósvipuð tilhögun og í 15. gr. íslensku laganna, nema hvað meira virðist þurfa til samkvæmt 15. gr. til að sakborningur teljist ósakhæfur, þ.e. alls ófær til að stjórna gerðum sínum. Réttaráhrifin eru einnig ólík, því að samkvæmt sænsku reglunum er ekki sýknað, jafnvel þótt engum viðurlögum 92 Jónatan Þórmundsson. (2004). Afbrot og refsiábyrgð III. Bls Jónatan Þórmundsson. (1968). Mat á geðrænu sakhæfi. Bls

54 verði við komið vegna hins andlega ástands sakbornings. Ef dómstólar telja ástandið ekki alvarlegt, má t.d. gera sakborningi fésekt, þótt fangelsi komi ekki til álita Finnland Í finnsku hegningarlögunum, sem eru að stofni til frá árinu 1889, eru ákvæði um almenn refsiskilyrði í þriðja kafla (Om allmänna forutsattningar for straffrättsligt ansvar), sjá lög nr. 515/2003. Í 1. mgr. 4. gr. kaflans er fjallað um sakhæfisaldur og þar segir: För straffansvar förutsätts att gärningsmannen vid tidpunkten för gärningen har fyllt femton år och är tillräknelig. Í 2. mgr. sömu greinar kaflans er fjallað um geðrænt sakhæfi og þar segir: Gärningsmannen är otillräknelig, om han eller hon vid tidpunkten för gärningen på grund av en mentalsjukdom, ett gravt förståndshandikapp, en allvarlig mental störning eller medvetanderubbning inte kan förstå gärningens faktiska natur eller rättsstridighet eller om hans eller hennes förmåga att kontrollera sitt handlande av någon sådan anledning är nedsatt på ett avgörande sätt (otillräknelighet). Í ákvæðinu er gert ráð fyrir að sýna þurfi fram á orsakatengsl á milli andlegra annmarka og skilnings á verknaðinum eða ólögmæti hans. Sá er refsilaus sem skortir slíkan skilning. Við endurskoðun ákvæðisins með lögunum frá 2003 voru tekin upp hugtökin tillräknelig og otillräknelig, svipað og í dönsku hegningarlögunum. Auk skilningsmælikvarðans var þá bætt við nýrri viðmiðun um afgerandi röskun á getu sakbornings til að stjórna gerðum sínum. Mat á orsakasambandinu og áhrifum andlegra annmarka heyrir undir dómstóla. Lögfræðilegur mælikvarði er lagður til grundvallar. Í 3. mgr. 4. gr. er svo ákvæði um takmakað sakhæfi og mildun refsingar til samræmis Noregur Í 44. gr. norsku hegningarlaganna frá ásamt breytingum segir: Den som på handlingstiden var psykotisk eller bevisstløs straffes ikke. Det samme gjelder den som på handlingstiden var psykisk utviklingshemmet i høy grad. Með breytingalögum sem tóku gildi þann 1. janúar 2002 var hugtakið geðveiki bæði látið eiga við um geðrof og mikinn vanþroska. Samkvæmt ákvæðinu er alfarið byggt á tilvist ákveðinna andlegra annmarka, en ekki á áhrifum þeirra á gerðir sakbornings. Sakhæfismælikvarðinn er því læknisfræðilegur í Noregi, en ekki lögfræðilegur eins og í velflestum öðrum ríkjum. Í 94 Jónatan Þórmundsson. (2004). Afbrot og refsiábyrgð III. Bls Jónatan Þórmundsson. (2004). Afbrot og refsiábyrgð III. Bls Hér eftir skammstafað nhgl. 53

55 Noregi er jafnframt skilyrði að 15 ára sakhæfisaldri sé náð, sem er sá sami og á Íslandi. Heimilt er að dæma einstaklinga á aldrinum ára til fangelsisvistar og úrskurða í gæsluvarðhald í undantekningartilvikum. Noregur var fyrstur Norðurlandaþjóðanna til að setja af stað tilraunaverkefni í sáttamiðlun árið 1981 og einnig fyrst norrænna ríkja til að setja sérlög um sáttamiðlun. Mögulegt hefur verið að beita sáttamiðlun í sakamálum og einkamálum í Noregi. Úrræðið er aðallega notað í minniháttar málum þegar ungmenni eiga í hlut. Dómsmálaráðuneytið í Noregi hefur falið lögreglu það verkefni að leitast við að nota sáttamiðlun sem viðbót eða í stað annarra refsinga. 97 Hinn læknisfræðilegi mælikvarði lýsir sér þannig að geðlæknar eða aðrir sérfræðingar leggja fram mat á eða staðreyna geðheilbrigði sakbornings. Ef þeir komast að þeirri niðurstöðu að sakborningur sé geðveikur eða að annars konar verulegur vanþroski sé til staðar, er frekara mat óþarft. Athyglisvert er að hvorki geðlæknar né dómstólar þurfa að huga að orsakatengslum á milli vanheilsu eða vanþroska og verknaðar. Gengið er út frá því, að dómstólar leggi sérfræðiálit til grundvallar og byggi sakhæfisákvörðun sína á þeim. Þrátt fyrir að það komi fram að það sé aðeins til leiðbeiningar, þá er það almennt viðurkennt í norskri réttarframkvæmd að dómstólar séu bundnir niðurstöðu lækna, a.m.k. ef engin vafi leikur á um sakhæfi sakbornings. Þó getur það komið fyrir að geðlæknar séu sjálfir í vafa um geðheilbrigði sakbornings og treysti sér ekki til að leggja fram niðurstöðu í málum. Dómstólar verða hins vegar að komast að niðurstöðu og dæma í máli og liggur meginregla refsi- og sakamálréttarfars þá til grundvallar, in dubio pro reo, um að sýkna sakborning ef vafi leikur á um geðheilsu sakbornings eða andlega heilsu hans. Tekið skal fram að skiptar skoðanir hafa verið um þessa dómaframkvæmd í Noregi. 98 Í héraðsdómi Osló þann júní árið 2012 fór fram málflutningur í stærsta sakamáli Norðmanna fyrr og síðar. Sakborningur var ákærður fyrir að hafa sprengt öfluga bílasprengju við húsnæði ríkisstjórnar Noregs, með þeim afleiðingum að átta létust og fleiri særðust. Jafnframt að hafa banað 69 ungmennum á eyju rétt fyrir utan Osló, vopnaður skammbyssu, riffli og fleiri vopnum. Í máli þessu var gert tvenns konar geðrænt sakhæfismat á sakborningi. Í hinu fyrra komust tveir dómkvaddir geðlæknar (Husby og Sorheim) að því að sakborningurinn væri ósakhæfur, þ.e. að sakborningur hafi verið haldinn geðsjúkdómi, jafnt fyrir og eftir verknaðarstundu. Geðklofinn hafi grundvallast á öfga- og ranghugmyndum sakbornings um stjórnmál og stjórnmálaskoðanir. Í hinu seinna geðmati komust tveir dómkvaddir geðlæknar (Aspaas og Torrisen) að þeirri niðurstöðu að sakborningurinn væri sakhæfur, 97 Jónatan Þórmundsson. (2004). Afbrot og refsiábyrgð III. Bls Jónatan Þórmundsson. (1991). Sakhæfi. Bls

56 þ.e. að hann hafi ekki verið geðveikur á verknaðarstundu og eftir það. Þeir töldu að sakborningur þjáðist af persónuleikaröskun en ekki geðklofa, líkt og fyrra matið gaf til kynna. Niðurstaða dómsins var sú að sakborningur væri sakhæfur og því var hann dæmdur í 21 árs fangelsi með möguleika á viðbótarrefsingu, enda sagði taldi dómstóllinn að sakborningurinn yrði enn mjög hættulegur maður að þeim tíma liðnum. Þegar efasemdir liggja fyrir um geðheilsu sakbornings á verknaðarstundu í norskum sakamálum, tilnefnir dómari ákveðna matsmenn, sem framkvæma geðrænt mat (rettspsykiatrisk undersøkelse) á sakborningi. Að öllu jöfnu eru tilnefndir tveir matsmenn eða sérfræðingar á læknissviði, en yfirleitt liggur fyrst fyrir yfirlýsing frá saksóknara um það hvort það þurfi að fara fram skoðun á geðheilsu sakbornings eður ei. Við framkvæmd á geðhögum sakbornings, skal leggja fram skriflega yfirlýsingu, sameiginlega eða sér, frá þeim matsmönnum sem tilnefndir voru, en sú yfirlýsing er yfirleitt lögð til grundvallar ákæru. Einnig getur verið kallað eftir þeim yfirlýsingum sem fram komu við rannsókn málsins. Ákveðin réttarframkvæmdastjórn (Den rettsmedisinske kommisjon) skal fá afrit af öllum yfirlýsingum sem liggja fyrir í norskum sakamálum, en helsta hlutverk þeirra er að veita dómstólum sérfræðiálit á geðsviði. 99 Talið er að slíkt stjórnvald skipti verulegu máli til þess að tryggja samræmi í dómaframkvæmd og hvað varðar hugtakaskýringar og starfshætti. Meginreglan er orðin sú að yfirlýsing sérfræðinga er bindandi þegar dómarar spyrja um andlegt hæfi sakbornings og því er mikilvægt að vita hvort sakborningur sé talinn geðveikur eða verulega vanþroskaður, sbr. 44. gr. nhgl. Hins vegar kemur fram að sérfræðingarnir séu ráðgjafar líkt og annars staðar, og hafa dómarar einnig frjálsar hendur, en talið er að þeir muni ekki dæma gegn yfirlýsingu sérfræðinga á grundvelli þróunar á dómaframkvæmd í Noregi. Til eru fordæmi fyrir því að dómarar séu ekki sammála niðurstöðu sérfræðinga, sem leiðir yfirleitt til þess að nýir sérfræðingar eru kallaðir til. Norskir dómarar dæma þó ekki gegn niðurstöðu yfirlýsingar sérfræðinga, líkt og oft hefur gerst í íslenskum sakamálum. 100 Norska refsilaganefndin fjallaði sérstaklega um þetta árið 1922, þar sem kom fram að almennt séð verði að gera ráð fyrir því að sakborningur sé andlega heilbrigður, þangað til annað komi í ljós. Umfjöllunin grundvallaðist á því að leggja fram rök með eða á móti því að sakborningur yrði úrskurðaður geðveikur. Fram kom að það teldist 99 Lovdata. Forskrift om Den rettsmedisinske kommisjon, slóð: [Sótt á vefinn ]. 100 Jónatan Þórmundsson. (1968). Mat á geðrænu sakhæfi. Bls

57 ekki alltaf vera sakborningi í hag að vera úrskurðaður geðveikur, jafnvel þó að hann myndi sleppa við refsingu. Þó myndi það líklega vera töluvert honum í hag, ef sakborningur ætti yfir höfði sér t.d. dauðrefsingu. Tekið skal fram að dauðarefsing er ekki í norskum lögum. Algengt er talið að sakborningur geri sér upp geðveiki til þess að losna við refsingu. 101 Í Noregi og Íslandi er venja í dómaframkvæmd að formlegur dómkvaddur sérfræðingur leggi fram geðrænt sakhæfismat á sakborningi, sem er eins konar skyndiathugun, sem leiðir oft til ítarlegri rannsóknar á geðheilbrigði sakbornings. 102 Oft getur verið erfitt fyrir lækna og hvað þá dómara að komast að skýrri niðurstöðu um andlegt ástand sakbornings, sérstaklega frá þeim tíma sem brotið var framið eða fyrr. Talið er að vafasamar niðurstöður hafi oft komið fram, en lýsingar vitna virðast oft skipta miklu, þegar ráða þarf til lyktar um hvernig ástand sakbornings hafi verið áður en brot var framið. Enn erfiðara getur það verið, þegar meta á samband verknaðar við líklega andlega vanheilsu, en talið er að slíkt mat sé heldur ágiskunarkennt. Í seinni tíð hafa flestir geðlæknar verið sammála því að ef alvarlegar geðtruflanir séu til staðar, þá hafi það alltaf einhverjar truflanir í för með sér á athöfnum og framkvæmdum hins sjúka. Fram kemur að geðtruflanir hafi í för með sér verulegar raskanir á sálarlíf einstaklings og það sé nánast óumflýjanlegt að aðrir verði einnig fyrir einhverjum áhrifum eða óþægindum. Geðraskanir geta verið sérstaklega víðtækar og áberandi, þar sem almenn starfsemi líkama og huga brenglast. 103 Það verður þó að teljast hæpið að ganga út frá því að í öllum tilvikum sé verulegt samband á milli geðveikisástands og refsiverðs verknaðar sem framinn er við slíkar aðstæður. Tekið skal fram að geðveiki raskar ekki jafnt öllum þáttum sálarlífsins. Hinn geðsjúki einstaklingur getur tekið sér ýmislegt fyrir hendur í daglegu lífi sem telst vera fullkomlega eðlilegt. Því fremur á þetta við um aðrar geðtruflanir, eins og taugveiklun eða geðvillu. Aldrei er þó hægt að vera viss um að sálsýkin kunni ekki að hafa einhver áhrif. Dæmi eru um og þunglyndi, kvíða eða afbrýðisemi einstaklinga á háu stigi, er byggt hafa upp hið innra með sér svo þrautþjálfað kerfi ranghugmynda að þeir hafa verið úrskurðaðir geðveikir, enda þótt önnur geðveikiseinkenni hafi ekki komið í ljós. 101 Jónatan Þórmundsson. (1968). Mat á geðrænu sakhæfi. Bls Jónatan Þórmundsson. (1968). Mat á geðrænu sakhæfi. Bls Jónatan Þórmundsson. (1968). Mat á geðrænu sakhæfi. Bls

58 Hins vegar þegar einstaklingur gerist sekur um minniháttar brot eins og verðlagsbrot eða bruggun, er lítil ástæða til að ætla að geðveiki eigi hlut að máli. Sama gildir um það ef alræmdur þjófur verður geðveikur og heldur áfram að stela eftir sem áður. 104 Í Noregi eru lög um geðheilbrigðisþjónustu frá árinu 1961 sem fjalla bæði um nauðungarvistanir og um skyldur hins opinbera til að sjá íbúunum fyrir nauðsynlegri geðheilbrigðisþjónustu (Lov om psykisk helsevern). Lögin voru endurskoðuð árið 1998 og litlar breytingar gerðar. Sett voru ákvæði um svæðisbundnar heilbrigðisnefndir sem skyldu bera ábyrgð á samstarfi þjónustuaðila, samræmingu þjónustunnar og gerð heilbrigðisáætlana. 67% innlagna á bráðageðdeildir í Noregi árið 1995 voru nauðungarvistanir, en í Osló var hlutfallið 80%. 105 Sönnunarbyrðin hvílir á ákæruvaldinu. Sönnun felst í því að öll þau skilyrði séu uppfyllt sem fram koma í 44. gr. nhgl., til þess að geta komist að niðurstöðu um það hvort sakborningur sé sakhæfur eður ei. Þó geta legið annars konar sjónarmið til grundvallar um sakhæfið hjá geðlæknum eða öðrum sérfræðingum á því sviði. Á meðan lögfróðir einstaklingar líta fyrst og fremst á skilyrði lagaákvæðis og túlkun þess við mat á geðrænu sakhæfi, líta læknisfróðir einstaklingar frekar til líffræðilegra, sálrænna og félagslegra þátta Samanburður Þegar tekinn er samanburður á íslenskum og norskum rétti, varðandi sakhæfismælikvarðann, leiðir það í ljós að báðar aðferðir hafa nokkuð til síns ágætis. Hins vegar er að mati höfundar umhugsunarvert í ljósi þessarar umfjöllunar, hvers vegna dómarar og sérfræðingar vinna ekki meira saman í íslenskri réttarframkvæmd á þessu sviði. Það má segja að hinn norska réttarframkvæmd sé vandaðri, sérstaklega með tilkomu réttarframkvæmdastjórnar. 8. Samantekt Í upphafi þessarar ritgerðar var byrjað á því að fjalla um fræðilegan bakgrunn sakhæfis, grundvallarhugtök og skilgreiningar. Þar kom í ljós að tiltölulega lítið hefur breyst fræðilega, þar sem grundvallarréttindi refsiréttar byggjast að mestu leyti á sömu 104 Johannes Andenæs. (2004). Alminnelig strafferett. Bls Velferðarráðuneytið. Lög er varða þjónustu við geðsjúka, slóð: [Sótt á vefinn ]. 106 Johannes Andenæs. (2004). Alminnelig strafferett. Bls

59 sjónarmiðum frá setningu fyrstu almennu hegningarlaganna. Það sama má segja varðandi verklag dómstóla þegar mat á geðrænu sakhæfi liggur fyrir og hvað varðar geðrannsókn sérfræðinga, sem byggð er að mestu leyti á ákvæðum sakamálalaganna. Jafnframt var ítarlega fjallað um inntak þeirra ákvæða sem fjalla um geðrænt sakhæfi og hvaða skilyrði þurfi að uppfylla til þess að sakborningur teljist sakhæfur. Flokkun geðraskana eru gerð skil, þar sem lögfróðir fræðimenn verða að styðjast við skýringar og hugtök geðlæknisfræðinnar, en engar beinar skilgreiningar er að finna í lögum, varðandi geðveiki eða aðrar andlegar geðraskanir. Til þess að fá dýpri skilning á þessum sjónarmiðum eru dómar teknir til skoðunar, svo hægt sé að fá meiri tilfinningu fyrir framkvæmd þeirra á grundvelli þeirra ákvæða sem lögin kveða á um. Það kemur skýrt fram í þessari ritgerð að hlutverk lækna er einungis að meta geðheilbrigði sakbornings, þrátt fyrir að þeir gangi oft lengra. Hins vegar er þetta allt undir dómaranum komið að lokum Niðurstöður Rannsóknarspurning ritgerðarinnar var eftirfarandi: Á sakhæfismatið að vera lögfræðilegt eða læknisfræðilegt? Á grundvelli þeirrar umfjöllunar og rannsóknarvinnu sem höfundur lagði fram í þessari ritgerð er stutta svarið: Hvorutveggja. Sé tekið mið af þeim dómum sem fram koma í þessari ritgerð virðast geðlæknar stundum ófúsir að láta uppi álit sitt og sömuleiðis er álit þeirra stundum illa rökstutt um það hvort sakborningur sé raunverulega sakhæfur eða hvort refsing geti borið árangur, sbr. Hrd. 163/1949 og Hrd. 164/2003. Það virðist vera að mat á árangri refsingar grundvallist að mestu á þeim varnar- eða endurhæfingaráhrifum sem ætla má að refsing hafi á sakborning sjálfan, einkum hver hættan sé á ítrekun af hans hálfu, sbr. Hrd. 8/1998. Almennt er lagður víðtækari skilningur á þennan mælikvarða, þannig að lagt er heildarmat á þá viðurlagakosti sem til greina koma og valinn sá kostur sem eftir öllum atvikum telst hagkvæmastur og sanngjarnastur. Hafa ber hliðsjón af ýmsum atriðum. Kanna þarf geðheilsu sakbornings og horfur á bata. Einnig þarf að taka tillit til margra annarra atriða en læknisfræðilegra, svo sem hinna mismunandi sjónarmiða og markmiða sem tengd eru refsingu. Það er því fremur hlutverk dómstóla en lækna að meta líkurnar á því hvort refsing geti borið árangur. Höfundur ályktar að þessi hlutverk dómara og sérfræðinga þurfi að vera skýrari. Það kemur í ljós að sérfræðingar eða læknar á geðsviði geta stundum ekki komist að skýrri niðurstöðu eða eru ósammála. Þá er augljóst að bæði dómarar og sérfræðingar í 58

60 geðlækningum hafa sína sérþekkingu og horfa því með mismunandi hætti á málið. Lögfróður einstaklingur horfir á málavexti með lagaákvæðin að leiðarljósi, á meðan læknisfróðir horfa á málavexti með skilgreiningar geðlæknisfræðinnar að leiðarljósi. Að mati höfundar er ljóst að Hæstiréttur heldur fast við lögfræðimælikvarðann, sbr. Hrd. 198/2011, sem höfundur telur að geti verið vafasamt. Það er ljóst að hinn lögfróði dómari hefur ekki þá menntun eða þekkingu til að bera til þess að ákvarða hvort sá grunaði sé haldinn geðveiki eða geðröskun af einhverju tagi, sem áhrif getur haft á sakhæfi viðkomandi. Þess vegna telur höfundur að dómarar séu að vissu leyti háðir mati sérfræðinga sem hafa sérþekkingu og reynslu til að ákvarða um sakhæfi hins grunaða. Aftur á móti er sú ekki raunin í íslenskri dómaframkvæmd. Samkvæmt ákvæðum hegningarlaga og þeim sjónarmiðum sem þar liggja til grundvallar, sem varða sakhæfi almennt, má sjá hversu stórt hlutverk geðlæknisfræðin hefur í geðmati á afbrotamönnum og matinu á því hvort afbrot hafi verið framið vegna slíkra geðraskana. Það er ljóst að mati höfundar að hinn lögfróði dómari hefur ekki þá menntun til að bera að hann geti skorið úr um þessi atriði einn. Dómarinn þarf á aðstoð sérfræðinga í geðlækningum að halda við úrskurð sinn og skiptir þá ekki máli hvort um sé að ræða geðveiki eða geðröskun á háu eða lágu stigi. Tekið skal fram að geðlæknar og aðrir matsmenn sem sérhæfa sig í geðlæknisog sálfræðilækningum, virðast hafa rýmri túlkun á sakhæfi heldur en dómstólar sem setja ósakhæfisákvæðum hegningarlaganna vegna geðrænna annmarka þröngar skorður. Af dómarannsókn má einnig draga þá ályktun að Hæstiréttur líti til nokkurra þátta þegar hann metur sakhæfi manns og eru það þá helst aðdragandi verknaðar, verknaðurinn sjálfur, skynbragð það sem sakborningur ber á verknaðinn, hegðun í kjölfar verknaðar og vitnisburður um hegðun og ástand sakbornings í kjölfar atburðar. Á heildina litið er fremur erfitt að átta sig á því með nokkurri vissu hverju dómstólar fara eftir og virðast þeir að mestu byggja á þeim matsskýrslum sem liggja fyrir í málunum um sakhæfi einstaklinga sem gerast sekir um afbrot. Af því leiðir að matsskýrslur um geðhagi sakborninga eru mikilvæg sönnunargögn í slíkum málum og því nauðsynlegt að slíkt mat sé vel úr garði gert, en engin lög, reglugerðir eða reglur eru til í dag sem segja til um hvernig meta skal sakhæfi einstaklinga Lokaorð Höfundur reyndi eftir bestu getu að vera hlutlaus í þessum skrifum. Það verður þó að viðurkennast að höfundur var heldur hlutdrægur í byrjun í því að aðhyllast meira 59

61 norsku leiðina. Eftir því sem leið á rannsóknarvinnuna og skrifin sjálf, fór höfundur að draga leiðina að vissu leyti í efa, en þó ekki algjörlega. Norska leiðin hefur margt sér til ágætis, en þó verður að árétta að hvert dómsmál hefur alltaf sína sérstöku eiginleika og sérstöðu hvað varðar málavexti og rannsókn. Höfundur telur að í sumum tilvikum sé norska leiðin betri en sú íslenska, en það er þó alls ekki hægt að alhæfa um það. Íslenska leiðin getur átt betur við þegar það þarf að komast að niðurstöðu um það hvort sakborningur telst sakhæfur eður ei. Í málum þar sem geðlæknar eru í vafa um geðheilbrigði sakbornings er íslenska leiðin talin betri, enda verða dómarar eða dómstólar að komast að niðurstöðu, þar sem meginreglan in dubio pro reo þarf að liggja til grundvallar. Ef skýr niðurstaða um geðheilbrigði sakbornings liggur fyrir af læknum eða öðrum sérfræðingum, verður að teljast að norska leiðin sé betri í þess konar málum, enda eru þeir með þá sérfræðimenntun og/eða meiri reynslu til að meta geðheilbrigði einstaklings, en dómarar. 60

62 Heimildaskrá Útgefin rit Jónatan Þórmundsson. (2013). Viðurlög við afbrotum. Reykjavík: Háskólaútgáfan. Ragnheiður Bragadóttir. (2013). Norræna sakfræðiráðið. Norræn samvinna á sviði afbrota og refsiréttar. Reykjavík: Úlfljótur. Tímarit laganema. Ólafur Börkur Þorvaldsson. (2009). Lausn úr öryggisgæslu. Reykjavík: Tímarit Lögréttu. Páll Sigurðsson. (2008). Lögfræðiorðabók með skýringum. Reykjavík: Bókaútgáfan Codex. Jónatan Þórmundsson. (2005). Ólögmæti verknaðar og refsileysisástæður. Reykjavík: Tímarit lögfræðinga. Jónatan Þórmundsson. (2004). Afbrot og refsiábyrgð III. Reykjavík: Háskólaútgáfan. Jónatan Þórmundsson. (1999). Afbrot og refsiábyrgð I. Reykjavík: Háskólaútgáfan. Gunnar G. Schram. (1999). Stjórnskipunarréttur. Reykjavík: Háskólaútgáfan. Páll Sigurðsson. (1992). Svipmyndir úr réttarsögu. Reykjavík: Bókaútgáfan Skjaldborg. Jónatan Þórmundsson. (1991). Sakhæfi. Reykjavík: 3. Úlfljótur, 1. Ragnheiður Harðardóttir. (1991). Um brot gegn 211. grein almennra hegningarlaga. Reykjavík: Úlfljótur. Tímarit laganema. Eiríkur Tómasson. (1987). Sönnun og sönnunarbyrði fyrri hluti. Reykjavík: Úlfljótur. Tímarit laganema. Jónatan Þórmundsson. (1982). Öryggisgæsla og önnur úrræði skv. 62. gr., sbr. 63. gr. hgl. Í Tímariti lögfræðinga Jónatan Þórmundsson. (1968). Mat á geðrænu sakhæfi. Reykjavík: Í Tímariti lögfræðinga. Gísli G. Ísleifsson. (1967). Læknisfræðileg sjónarmið í lögfræði. Reykjavík: 20. Úlfljótur, 161. Helgi Tómasson. (1954). Geðheilbrigðisrannsóknir. Reykjavík: Í 4. tímariti lögfræðinga, 27. Útgefin erlend rit Knud Waaben. (2001). Strafferetten almindelig. Khöfn: Sankitionslæren. Johannes Andenæs. (2004). Alminnelig strafferett. Oslo: Universiteforlaget. Henry John Mæland. (2012). Norsk alminnelig strafferett. Bergen: Justin. 61

63 Sverre Erik Jebens. (2004). Menneskerettigheter i stratteprosessen. Oslo: Cappelen akademisk forlag. Vefheimildir Velferðarráðuneytið. Lög er varða þjónustu við geðsjúka, slóð: [Sótt á vefinn ]. Læknablaðið. Til umhugsunar eftir dóm Breiviks. Ritstjóragrein, slóð: [Sótt á vefinn ]. Landspítali. Réttargeðdeild, slóð: [Sótt á vefinn ]. Hagstofa Íslands. Sakfelling í opinberum málum , slóð: [Sótt á vefinn ] Frumvörp Frumvarp til almennra hegningarlaga, nr. 19/1940. Frumvarp til laga um meðferð sakamála, nr. 88/2008, þskj. 252, 233. mál. Vefútgáfa Alþingistíðinda, slóð: [Sótt á vefinn ]. Frumvarp til laga um mannréttindasáttmála Evrópu, nr. 62/1994, þskj. 117, 102. mál. Vefútgáfa Alþingistíðinda, slóð: [Sótt á vefinn ]. Frumvarp til barnaverndarlaga, nr. 80/2002, þskj mál. Vefútgáfa Alþingistíðinda, slóð: [Sótt á vefinn ]. Frumvarp til laga um fullnustu refsinga nr. 49/2005, þskj mál. Vefútgáfa Alþingistíðinda, slóð: [Sótt á vefinn ]. Frumvarp til stjórnskipunarlaga um stjórnarskrá lýðveldisins Íslands, þskj. 1, 63. lögþ. Vefútgáfa Alþingistíðinda, slóð: [Sótt á vefinn ]. Lagaskrá Stjórnarskrá lýðveldisins Íslands nr. 33/1944. Almenn hegningarlög nr. 19/

64 Lög um mannréttindasáttmála Evrópu nr. 62/1994. Lögreglulög nr. 90/1996. Lög um dómstóla nr. 15/1998. Barnaverndarlög nr. 80/2002. Lög um fullnustu refsinga nr. 49/2005. Lög um meðferð sakamála nr. 88/2008. Erlend lagaskrá Dönsku hegningarlögin frá Finnsku hegningarlögin frá Sænsku hegningarlögin frá Norsku hegningarlögin frá Þýsku hegningarlögin frá Dómaskrá Hrd. 1928, bls. 939 (67/1928). Hrd. 1948, bls. 87 (45/1947). Hrd. 1949, bls. 172 (33/1949). Hrd. 1950, bls. 253 (163/1949). Hrd. 1954, bls. 468 (176/1953). Hrd. 1967, bls. 627 (78/1967). Hrd. 1971, bls. 423 (27/1970). Hrd. 1973, bls (149/1972). Hrd. 1973, bls. (114/1973). Hrd. 1980, bls. 883 (72/1978). Hrd. 1979, bls. 681 (79/1978) Hrd. 1987, bls. 700 (62/1987). Hrd. 1988, bls. 241 (348/1987). Hrd. 1988, bls (116/1988). Hrd. 1989, bls. 634 (250/1988). Hrd. 1990, bls. 305 (462/1989). Hrd. 1995, bls (22/1995). Hrd. 1998, bls (8/1998). Hrd. 1999, bls (194/1999). Hrd. 2000, bls (45/2000). 63

65 Hrd. 2000, bls (282/2000). Hrd. 2002, bls. 161 (446/2001). Hrd. 2003, bls (511/2002). Hrd. 2003, bls (164/2003). Hrd. 2004, bls (41/2004). Hrd. 21. desember 2009 (70/2009) Hrd. 13. október 2011 (198/2011). Erlend dómskrá: Héraðsdómur Osló, þann júní árið 2012, slóð: o pdf. [Sótt á vefinn ]. 64

66 65

67 66

SVONA Á AÐ SKIPTA UM PERU

SVONA Á AÐ SKIPTA UM PERU SVONA Á AÐ SKIPTA UM PERU? Leiðarvísir til að skipta um ljósaperu. Ertu að grínast? Reyndar, nei. Við viljum deila góðu fréttunum um LED ljósaperurnar hvernig þær geta lækkað orkureikninginn þinn og lýst

Läs mer

Verkmenntaskólinn á Akureyri

Verkmenntaskólinn á Akureyri Síða 1 af 5 Kennari Olga Ellen Einarsdóttir Sk.st. Áfangalýsing: Nemendur eru þjálfaðir í að tala, hlusta, lesa og rita og auk þess eru tekin fyrir ýmis erfiðari atriði í málfræði. Málnotkun æfð aðallega

Läs mer

Fjárskipti milli hjóna

Fjárskipti milli hjóna Meistararitgerð í lögfræði Fjárskipti milli hjóna Meginreglan um helmingaskipti og skáskiptaheimild 104. gr. laga nr. 31/1993 Magnús Bragi Ingólfsson Hrefna Friðriksdóttir Júní 2014 2 EFNISYFIRLIT 1 Inngangur...

Läs mer

Frumvarp til laga um breytingar á lagaákvæðum er varða framfærslu barna og meðlag skv. barnalögum nr. 76/2003.

Frumvarp til laga um breytingar á lagaákvæðum er varða framfærslu barna og meðlag skv. barnalögum nr. 76/2003. Frumvarp til laga um breytingar á lagaákvæðum er varða framfærslu barna og meðlag skv. barnalögum nr. 76/2003. 1. gr. Eftirfarandi breytingar verða á 54. gr. laganna: a. 1. mgr. 54. gr. orðast svo: Barn

Läs mer

Mamma, pabbi, hvað er að?

Mamma, pabbi, hvað er að? Fræðslurit Krabbameinsfélagsins Mamma, pabbi, hvað er að? Þegar mamma eða pabbi fær krabbamein hefur það áhrif á alla fjölskylduna. Hér er sagt frá því hvernig þetta snertir börnin og hvernig foreldrar

Läs mer

5.4 Stuðningur sveitarfélaga Verklag ýmissa stofnana og fyrirtækja Skráning hjá Þjóðskrá Íslands Samandregið yfirlit

5.4 Stuðningur sveitarfélaga Verklag ýmissa stofnana og fyrirtækja Skráning hjá Þjóðskrá Íslands Samandregið yfirlit i. Efnisyfirlit 1 Inngangur... 3 2 Samantekt um helstu niðurstöður... 5 3 Þróun barnalöggjafar og samfélagslegar breytingar... 6 3.1 Þróun barnalöggjafarinnar... 6 3.2 Réttindi barnsins... 9 3.3 Samband

Läs mer

Börn á Norðurlöndum Ungt fólk hefur áhrif!

Börn á Norðurlöndum Ungt fólk hefur áhrif! Börn á Norðurlöndum Ungt fólk hefur áhrif! Nordens Välfärdscenter Hugmyndarit Niðurstöður verkefnisins Snemmbær úrræði fyrir fjölskyldur 1 Börn á Norðurlöndum Ungt fólk hefur áhrif! Útgefandi: Nordens

Läs mer

Ætti að heimila langlífari sambúðarmaka að sitja í óskiptu búi?

Ætti að heimila langlífari sambúðarmaka að sitja í óskiptu búi? BA-ritgerð í lögfræði Ætti að heimila langlífari sambúðarmaka að sitja í óskiptu búi? Guðbjörg Sandra Guðjónsdóttir Elísabet Gísladóttir Júní 2015 EFNISYFIRLIT 1 Inngangur... 3 2 Almennt um óvígð sambúð...

Läs mer

Veiledningshefte. En arbeidsdag på liv og død

Veiledningshefte. En arbeidsdag på liv og død Veiledningshefte DITT VALG En arbeidsdag på liv og død Norsk Íslenska Svenska English Ditt valg En arbeidsdag på liv og død Veiledning Ved hjelp av musikk og dikt blir brukeren satt i en følelsesmessig

Läs mer

Hann, hún og það... eða hvað?

Hann, hún og það... eða hvað? Háskóli Íslands Hugvísindasvið Almenn málvísindi Hann, hún og það... eða hvað? Um kynhlutlausa persónufornafnið hán Ritgerð til BA-prófs í almennum málvísindum Selma Margrét Sverrisdóttir Kt.: 200990-3319

Läs mer

Allt sem ég gerði skorti innihald

Allt sem ég gerði skorti innihald Hugvísindasvið Allt sem ég gerði skorti innihald Þýðing á Gæsku eftir Eirík Örn Norðdahl og inngangur að henni Ritgerð til BA-prófs í íslensku sem öðru máli Anna Emelie Heuman Maí 2014 Háskóli Íslands

Läs mer

Velferð barna á Norðurlöndum í heila öld

Velferð barna á Norðurlöndum í heila öld Umsagnir um bækur Tímarit um menntarannsóknir / Journal of Educational Research (Iceland) 8, 2011, 144.-148. Velferð barna á Norðurlöndum í heila öld Barnen och välfärdspolitiken: Nordiska Barndomar 1900

Läs mer

TILKYNNINGARSKYLDA HEILBRIGÐISSTARFSMANNA UM ÓVÆNT ATVIK VIÐ HEILBRIGÐISÞJÓNUSTU

TILKYNNINGARSKYLDA HEILBRIGÐISSTARFSMANNA UM ÓVÆNT ATVIK VIÐ HEILBRIGÐISÞJÓNUSTU TILKYNNINGARSKYLDA HEILBRIGÐISSTARFSMANNA UM ÓVÆNT ATVIK VIÐ HEILBRIGÐISÞJÓNUSTU Arnar Birkir Björnsson Júní 2015 ML í lögfræði Höfundur: Arnar Birkir Björnsson Kennitala: 200790-3329 Leiðbeinandi: Dögg

Läs mer

Að sjá illa en líða vel Krister Inde

Að sjá illa en líða vel Krister Inde Að sjá illa en líða vel Krister Inde 1 Krister Inde Að sjá illa en líða vel Bækur og fræðirit á sænsku eftir Krister Inde eða undir ritstjórn hans: 1975 Synträning med optik (ásamt Örjan Bäckman), Liber

Läs mer

Skýrsla Vatnalaganefndar

Skýrsla Vatnalaganefndar Skýrsla Vatnalaganefndar Skýrsla Vatnalaganefndar ásamt ritgerðum, álitum og öðru efni sem nefndin hefur aflað September 2008 Efnisyfirlit Efnisyfirlit... 5 Samantekt Tillögur Vatnalaganefndar... 9 1.

Läs mer

Miðvikudagurinn 8. júlí 1998 kl. 9: fundur samkeppnisráðs. Erindi vegna útboðs Vegagerðarinnar á vetrarþjónustu á Holtavörðuheiði

Miðvikudagurinn 8. júlí 1998 kl. 9: fundur samkeppnisráðs. Erindi vegna útboðs Vegagerðarinnar á vetrarþjónustu á Holtavörðuheiði Miðvikudagurinn 8. júlí 1998 kl. 9:00 114. fundur samkeppnisráðs Ákvörðun nr. 22/1998 Erindi vegna útboðs Vegagerðarinnar á vetrarþjónustu á Holtavörðuheiði I. Erindið og málavextir 1. Samkeppnisstofnun

Läs mer

MINNISBLAÐ. NVF fundur með formönnum og varaformönnum íslenskra NVF nefnda

MINNISBLAÐ. NVF fundur með formönnum og varaformönnum íslenskra NVF nefnda Málefni: MINNISBLAÐ NVF fundur með formönnum og varaformönnum íslenskra NVF nefnda Dags.: 16. maí 2018, klukkan 14:30-16:00. Frá.: Dreifing: ÞI Formenn og varaformenn íslenskra NVF nefnda og aðrir þeir

Läs mer

Reglugerð um aðgerðir gegn einelti á vinnustað

Reglugerð um aðgerðir gegn einelti á vinnustað Reglugerð um aðgerðir gegn einelti á vinnustað 1000/2004 I. KAFLI Gildissvið og orðskýringar. 1. gr. Gildissvið. Reglugerð þessi gildir um aðgerðir gegn einelti á vinnustað sem lög nr. 46/1980, um aðbúnað,

Läs mer

Vellíðan í vinnunni. Vinnueftirlit ríkisins Fræðslu- og leiðbeiningarit nr. 13

Vellíðan í vinnunni. Vinnueftirlit ríkisins Fræðslu- og leiðbeiningarit nr. 13 Vellíðan í vinnunni Vinnueftirlit ríkisins Fræðslu- og leiðbeiningarit nr. 13 Texti: Hólmfríður K. Gunnarsdóttir Forsíða: Fiskikonurnar, 1971, Hildur Hákonardóttir/Myndstef Teikningar: Gísli J. Ástþórsson

Läs mer

110 m. 260 m. 240 m. 280 m. 400 m. 550 m. 110 m

110 m. 260 m. 240 m. 280 m. 400 m. 550 m. 110 m Keyra 1.150 km, 19 klst., 7 mín. Leiðarlýsing frá Árósar til Turku Árósar Denmark Á þessari leið þarf að taka ferju. Á þessari leið eru vegatollar. Þessi leið liggur um mörg lönd. Aktu Ny Munkegade, Nørregade,

Läs mer

TILSKIPUN EVRÓPUÞINGSINS OG RÁÐSINS 2014/24/ESB. frá 26. febrúar 2014

TILSKIPUN EVRÓPUÞINGSINS OG RÁÐSINS 2014/24/ESB. frá 26. febrúar 2014 TILSKIPUN EVRÓPUÞINGSINS OG RÁÐSINS 2014/24/ESB frá 26. febrúar 2014 um opinber innkaup og niðurfellingu tilskipunar 2004/18/EB EVRÓPUÞINGIÐ OG RÁÐ EVRÓPUSAMBANDSINS HAFA, með hliðsjón af sáttmálanum um

Läs mer

SKOGRÆKTARFELAGISLANDS

SKOGRÆKTARFELAGISLANDS SKOGRÆKTARFELAGISLANDS THE ICELANDIC FORESTRY ASSOCIATION SKÚLATÚN 6, 105 REYKJAVlK SlMI 551 8150 - VEFFANG www.skog.is - NETFANG skog@skog.is Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis Reykjavík, 07. febrúar

Läs mer

ÖKUFERILS SKRÁ PUNKT AKERFI. Lögreglan

ÖKUFERILS SKRÁ PUNKT AKERFI. Lögreglan Alþingi Erindi nr. Þ / 22% / komudagur ^ NOKKUR GÖGN ÚR VINNU STARFSMANNA LÖGREGLUSTJÓRAEMBÆTTISINS í REYKJAVÍK UM ÖKUFERILS SKRÁ OG PUNKT AKERFI Lögreglan LÖGREGLUSTJÓRINN í REYKJAVÍK UMFERÐARRÁÐ Dóms-

Läs mer

Þriðjudagur, 7. júní fundur samkeppnisráðs. Uppgreiðslugjald af neytendalánum. I. Málavextir

Þriðjudagur, 7. júní fundur samkeppnisráðs. Uppgreiðslugjald af neytendalánum. I. Málavextir Þriðjudagur, 7. júní 2005 241. fundur samkeppnisráðs Ákvörðun nr. 19/2005 Uppgreiðslugjald af neytendalánum I. Málavextir 1. Erindi Neytendasamtakanna Neytendasamtökin sendu Samkeppnisstofnun erindi, dags.

Läs mer

Samtal um KANNABIS. Embætti landlæknis. Directorate of Health

Samtal um KANNABIS. Embætti landlæknis. Directorate of Health Samtal um KANNABIS Embætti landlæknis Directorate of Health Samtal um kannabis Samtal um kannabis byggir á norrænum fagritum um Áhugahvetjandi samtal og Motivational Interviewing eftir Miller W.R og Rollnick

Läs mer

Skýrsla velferðarráðherra um aðgerðir samkvæmt aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar vegna ofbeldis karla gegn konum í nánum samböndum.

Skýrsla velferðarráðherra um aðgerðir samkvæmt aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar vegna ofbeldis karla gegn konum í nánum samböndum. Skýrsla velferðarráðherra um aðgerðir samkvæmt aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar vegna ofbeldis karla gegn konum í nánum samböndum. (Lögð fyrir Alþingi á 139. löggjafarþingi 2010 2011.) EFNISYFIRLIT TILLÖGUR

Läs mer

Nr janúar 2006 REGLUGERÐ. um framkvæmdasamning við Norðurlandasamning um almannatryggingar frá 18. ágúst 2003.

Nr janúar 2006 REGLUGERÐ. um framkvæmdasamning við Norðurlandasamning um almannatryggingar frá 18. ágúst 2003. REGLUGERÐ um framkvæmdasamning við Norðurlandasamning um almannatryggingar frá 18. ágúst 2003. 1. gr. Norðurlandasamningur um almannatryggingar frá 18. ágúst 2003, sbr. lög nr. 66/2004 um lögfestingu Norðurlandasamnings

Läs mer

Efnisyfirlit. Mynd 1. Brautryðjandinn. Einar Jónsson LEJ. Ljósmyndasafn.

Efnisyfirlit. Mynd 1. Brautryðjandinn. Einar Jónsson LEJ. Ljósmyndasafn. Ágrip Í ritgerð þessari er Einar Jónsson myndhöggvari í forgrunni. Komið er inn á hugtakið þjóðerni í tengslum við þau verk sem hann gerði til minningar um íslenska fyrirmenn s.s. Jónas Hallgrímsson, Jón

Läs mer

Ert þú með réttu gleraugun? Stuðningsefni til að samþætta sjónarmið barnaréttinda og ungmenna við starf Norrænu ráðherranefndarinnar

Ert þú með réttu gleraugun? Stuðningsefni til að samþætta sjónarmið barnaréttinda og ungmenna við starf Norrænu ráðherranefndarinnar Stuðningsefni til að samþætta sjónarmið barnaréttinda og ungmenna við starf Norrænu ráðherranefndarinnar 1 2 5 3 4 Stuðningsefni til að samþætta sjónarmið barnaréttinda og ungmenna við starf Norrænu ráðherranefndarinnar

Läs mer

Eflt norrænt löggjafarsamstarf Tækifæri og áskoranir

Eflt norrænt löggjafarsamstarf Tækifæri og áskoranir Eflt norrænt löggjafarsamstarf Tækifæri og áskoranir INGE LORANGE BACKER 1 Eflt norrænt löggjafarsamstarf Tækifæri og áskoranir ANP 2018:729 ISBN 978-92-893-5439-4 (PRINT) ISBN 978-92-893-5440-0 (PDF)

Läs mer

F~d. 33. Frumvarp til áfengislaga. [33. mál]

F~d. 33. Frumvarp til áfengislaga. [33. mál] F~d. 33. Frumvarp til áfengislaga. [33. mál] (Lagt fyrir Alþingi á 72. löggjafarþingi, 1952.) I. KAFLI Almenn ákvæði. 1. gr. Tilgangur laga þessara er sá að stuðla að hóf'iegrí gegn misnotkun þess. meðferð

Läs mer

Ferð Siri Derkert til Íslands: Siri, Laxness og Ungfrúin góða og Húsið

Ferð Siri Derkert til Íslands: Siri, Laxness og Ungfrúin góða og Húsið Hugvísindasvið Ferð Siri Derkert til Íslands: Siri, Laxness og Ungfrúin góða og Húsið Áhrif ferðarinnar á líf og list Siri Derkert Ritgerð til B.A.-prófs Hrafnhildur Veturliðadóttir Maí/Júní 2012 Háskóli

Läs mer

Námsferð til Malmö í Svíþjóð.

Námsferð til Malmö í Svíþjóð. Námsferð til Malmö í Svíþjóð. Leikskóli Fjallabyggðar 06.06. 10.06. 2012 1 Á vordögum 2011 komu upp umræður hvort að leikskólinn gæti ekki farið í námsferð erlendis, þar sem átta ár var síðan Leikskálar

Läs mer

Norrænn byggingardagur Nordisk Byggdag NBD

Norrænn byggingardagur Nordisk Byggdag NBD Norrænn byggingardagur Nordisk Byggdag 1927 2007 NBD 4 Formáli Norrænn byggingardagur NBD I Stokkhólmur 1927 NBD II Helsinki 1932 NBD III Ósló 1938 NBD IV Kaupmannahöfn 1946 NBD V Stokkhólmur 1950 NBD

Läs mer

Ullarþóf. Þórunn Eiríksdóttir NÁMSGAGNASTOFNUN

Ullarþóf. Þórunn Eiríksdóttir NÁMSGAGNASTOFNUN Júlíana Þorvaldsdóttir og Þórunn Eiríksdóttir Í svörum við spurningalistum þjóðháttadeildar H.Í. eru eftirfarandi þófaravísur: Bárður minn á jökli leggstu nú á þófið mitt ég skal gefa þér lóna innan í

Läs mer

9.5.2 Útgáfa 1.0 Dags Flóttaleiðir. Leiðbeiningar. Leiðbeiningar. Mannvirkjastofnun. 1. Inngangur. 2. Almennar skýringar

9.5.2 Útgáfa 1.0 Dags Flóttaleiðir. Leiðbeiningar. Leiðbeiningar. Mannvirkjastofnun. 1. Inngangur. 2. Almennar skýringar gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013 og 280/2014 lög um mannvirki, nr. 160/2010 Flóttaleiðir Í grein í byggingarreglugerð segir: Frá hverju rými byggingar þar sem gera

Läs mer

Möguleikar til menntunar fyrr og nú

Möguleikar til menntunar fyrr og nú Möguleikar til menntunar fyrr og nú Samanburður á réttindum heyrnarskertra barna til séraðstoðar í grunnskólum á Íslandi og í Stokkhólmi Harpa Viðarsdóttir Lokaverkefni til BA-prófs Uppeldis- og Menntunarfræðideild

Läs mer

Áherslur Ferðamálastofu við breyttar aðstæður

Áherslur Ferðamálastofu við breyttar aðstæður Áherslur Ferðamálastofu við breyttar aðstæður Helstu áherslur í starfseminni 2009 Ólöf Ýrr Atladóttir, ferðamálastjóri 20/11/2008 Ferðamálaþing iðnaðarráðuneytis og Ferðamálastofu 2008 Yfirlit Almennar

Läs mer

Hlustið, góðu vinir, nú skal segja ykkur sögu

Hlustið, góðu vinir, nú skal segja ykkur sögu Hlustið, góðu vinir, nú skal segja ykkur sögu Greinargerð um Astrid Lindgren, barnabókmenntir og Emil í Kattholti Gerður Gautsdóttir og Þórunn Kjartansdóttir Lokaverkefni til B.Ed.-prófs Háskóli Íslands

Läs mer

HVERNIG VERÐA GÓÐIR VINNUSTAÐIR TIL?

HVERNIG VERÐA GÓÐIR VINNUSTAÐIR TIL? Þórunn Sveinsdóttir sjúkraþjálfari, Vinnueftirliti ríkisins. HVERNIG VERÐA GÓÐIR VINNUSTAÐIR TIL? Inngangur Álagseinkenni eru algeng í nútíma samfélagi. Um það bil 80 % af mannkyninu fá einhvern tíma um

Läs mer

Sópun snjós af hjólaleiðum og hálkuvarnir með saltpækli. Þróunarverkefni Veturinn

Sópun snjós af hjólaleiðum og hálkuvarnir með saltpækli. Þróunarverkefni Veturinn Sópun snjós af hjólaleiðum og hálkuvarnir með saltpækli Þróunarverkefni Veturinn 2015-2016 Titill skýrslu SKÝRSLA - UPPLÝSINGABLAÐ Sópun snjós af hjólaleiðum og hálkuvarnir með saltpækli Þróunarverkefni.

Läs mer

Jafnréttismál eru sveitarstjórnarmál SAMBAND ÍSLENSKRA SVEITARFÉLAGA

Jafnréttismál eru sveitarstjórnarmál SAMBAND ÍSLENSKRA SVEITARFÉLAGA Jafnréttismál eru sveitarstjórnarmál SAMBAND ÍSLENSKRA SVEITARFÉLAGA Samband íslenskra sveitarfélaga Borgartúni 30 Pósthólf 8100 128 Reykjavík Hönnun og umbrot: Ingibjörg Hinriksdóttir Höfundur: Ásta Hlín

Läs mer

REGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 1255/2012. frá 11. desember 2012

REGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 1255/2012. frá 11. desember 2012 Nr. 56/1135 REGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 1255/2012 2013/EES/56/60 frá 11. desember 2012 um breytingu á reglugerð (EB) nr. 1126/2008 um innleiðingu tiltekinna alþjóðlegra reikningsskilastaðla

Läs mer

Afstaða almennings og dómara til refsinga

Afstaða almennings og dómara til refsinga Afstaða almennings og dómara til refsinga Prófessor í félagsfræði Ráðstefna í þjóðfélagsfræði Ísafirði, 8.-9. apríl 2011 Raddir fjölmiðla og bloggara: Eftir stendur að Hæstiréttur tekur enn of vægt á alvarlegum

Läs mer

Jambusskollinn á svo þrælslega við íslenskt mál og rím

Jambusskollinn á svo þrælslega við íslenskt mál og rím Hugvísindasvið Jambusskollinn á svo þrælslega við íslenskt mál og rím Reisubók frásagna ásamt eftirlíkingum, stælingum, útleggingum og kerfisbundnum þýðingum Ritgerð til M.A.-prófs Guðleif Þórunn Stefánsdóttir

Läs mer

Börn á Norðurlöndum. Norræna velferðarmiðstöðin. Snemmbær úrræði fyrir börn og fjölskyldur

Börn á Norðurlöndum. Norræna velferðarmiðstöðin. Snemmbær úrræði fyrir börn og fjölskyldur Börn á Norðurlöndum Norræna velferðarmiðstöðin Hugmyndarit Snemmbær úrræði fyrir börn og fjölskyldur 1 Börn á Norðurlöndum Snemmbær úrræði fyrir börn og fjölskyldur Útgefandi: Norræna velferðarmiðstöðin

Läs mer

safnafaðir Reykvíkinga maí Sýningarskrá

safnafaðir Reykvíkinga maí Sýningarskrá Lárus Sigurbjörnsson safnafaðir Reykvíkinga 1903-22. maí - 2003 Sýningarskrá Árbæjarsafn - Minjasafn Reykjavíkur Borgarskjalasafn Reykjavíkur Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn Leikminjasafn Íslands

Läs mer

Að ryðja úr vegi. ólík sjónarhorn starfsendurhæfingar. Kristjana Fenger, lektor í iðjuþjálfunarfræði við Háskólann á Akureyri

Að ryðja úr vegi. ólík sjónarhorn starfsendurhæfingar. Kristjana Fenger, lektor í iðjuþjálfunarfræði við Háskólann á Akureyri Að ryðja úr vegi ólík sjónarhorn starfsendurhæfingar Kristjana Fenger, lektor í iðjuþjálfunarfræði við Háskólann á Akureyri 1 Yfirlit Líkanið um iðju mannsins (e. Model of Human Occupation) Hvað hjálpaði

Läs mer

UNGT FÓLK ÁN ATVINNU - VIRKNI ÞESS OG MENNTUN

UNGT FÓLK ÁN ATVINNU - VIRKNI ÞESS OG MENNTUN 2009 UNGT FÓLK ÁN ATVINNU - VIRKNI ÞESS OG MENNTUN,,Þetta er leiðinlegt líf, ég er búinn að vera það lengi atvinnulaus, er alltaf í tölvunni á nóttunni, þetta verður bara að stoppa." Tilvitnun í ungan

Läs mer

Ásýnd og skipulag bújarða

Ásýnd og skipulag bújarða RÁÐUNAUTAFUNDUR 2001 Ásýnd og skipulag bújarða Grétar Einarsson 1 og Ólafur Guðmundsson 2 1 Rannsóknastofnun landbúnaðarins, bútæknideild 2 Byggingafulltrúi YFIRLIT Í eftirfarandi pistli er í upphafi fjallað

Läs mer

2. Meginmál Hvað hefur verið rannsakað?

2. Meginmál Hvað hefur verið rannsakað? Ágrip Drengjum líður verr í skóla en stúlkum, ná lakari námsárangri og fremja fleiri agabrot. Rannsóknir hafa sýnt þennan mun á högum kynjanna um árabil og virðist hann fara vaxandi. Samræmd próf sýna

Läs mer

Fegurðin fæðist á ný. Fljótvirk, langvirk mýking andlitslína Einföld fegrunaraðferð. Juvéderm ULTRA samanstendur af þremur vörum

Fegurðin fæðist á ný. Fljótvirk, langvirk mýking andlitslína Einföld fegrunaraðferð. Juvéderm ULTRA samanstendur af þremur vörum 1 Fegurðin fæðist á ný Fljótvirk, langvirk mýking andlitslína Einföld fegrunaraðferð 2 3 Elskaðu húðina þína... Það að eldast er ein af staðreyndum lífsins. Sumir eldast betur en aðrir á meðan sumir eru

Läs mer

Nóvember Hönnun 2+1 vega

Nóvember Hönnun 2+1 vega Nóvember 2006 Hönnun 2+1 vega Efnisyfirlit Efnisyfirlit...1 1 Inngangur...3 2 Almennt um 2+1 vegi...4 3 Saga 2+1 vega...5 3.1 Íslensk reynsla...5 3.2 Erlend reynsla...8 4 Hvenær er æskilegt að leggja

Läs mer

Það fer eftir kennurum

Það fer eftir kennurum Það fer eftir kennurum Nemendur af erlendum uppruna á mótum grunn- og framhaldsskóla á Íslandi og í Svíþjóð Jóhanna Gísladóttir Lokaverkefni til meistaraprófs Háskóli Íslands Menntavísindasvið Það fer

Läs mer

Frá styrkjakerfi til heilbrigðs rekstrarumhverfis

Frá styrkjakerfi til heilbrigðs rekstrarumhverfis Mars 1990 Frá styrkjakerfi til heilbrigðs rekstrarumhverfis Um byggðaaðgerðir á Norðurlöndum síðustu áratugina eftir Kristófer Oliversson NordREFO Efnisyfirlit Forord... 4 Formáli... 5 1 Inngangur... 6

Läs mer

Listin að finna ekki til

Listin að finna ekki til 1. tbl. 30. árg. maí 2015 Listin að finna ekki til Við megum vel við una, þau gæði sem skaparinn leiddi oss til með búsetu á eyju nyrst í hafi með gnótt fiskjar, orkuauðlinda og hvítra fjallatinda. Gamall

Läs mer

TILLÖGUR ÍSLENSKRAR MÁLNEFNDAR AÐ ÍSLENSKRI MÁLSTEFNU

TILLÖGUR ÍSLENSKRAR MÁLNEFNDAR AÐ ÍSLENSKRI MÁLSTEFNU TILLÖGUR ÍSLENSKRAR MÁLNEFNDAR AÐ ÍSLENSKRI MÁLSTEFNU Íslenska til alls Tillögur Íslenskrar málnefndar að íslenskri málstefnu Menntamálaráðuneyti 2008 Menntamálaráðuneyti : Rit 38 Nóvember 2008 Útgefandi:

Läs mer

Greinargerð. um innflutning á heyrnartækjum og hlutum í þau á vegum Heyrnar- og talmeinastöðvar Íslands frá 1. janúar 1997 til 31.

Greinargerð. um innflutning á heyrnartækjum og hlutum í þau á vegum Heyrnar- og talmeinastöðvar Íslands frá 1. janúar 1997 til 31. Greinargerð um innflutning á heyrnartækjum og hlutum í þau á vegum Heyrnar- og talmeinastöðvar Íslands frá 1. janúar 1997 til 31. maí 2001 Janúar 2002 Efnisyfirlit 1 INNGANGUR... 2 2 UM STARFSEMI HTÍ...

Läs mer

Eftirlitsstaðir fyrir umferðareftirlit Tillögur að útfærslum

Eftirlitsstaðir fyrir umferðareftirlit Tillögur að útfærslum Eftirlitsstaðir fyrir umferðareftirlit Gunnar H. Jóhannesson Helga Aðalgeirsdóttir Sævar Ingi Jónsson Veghönnunardeild og Umferðareftirlit Akureyri maí 2007 Efnisyfirlit 1. INNGANGUR... 3 2. HÖNNUN EFTIRLITSSTAÐA...

Läs mer

Um mikilvægi rannsóknaseturs á sviði opinberrar stjórnsýslu

Um mikilvægi rannsóknaseturs á sviði opinberrar stjórnsýslu Um mikilvægi rannsóknaseturs á sviði opinberrar stjórnsýslu Ómar H. Kristmundsson dósent í opinberri stjórnsýslu við Háskóla Íslands 2. tbl. 3. árg. 2007 Erindi og greinar Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála,

Läs mer

Maí Hraðatakmarkandi aðgerðir

Maí Hraðatakmarkandi aðgerðir Maí 2006 Hraðatakmarkandi aðgerðir Útgefið stoðskjal: Sniðmát Viðhengi við 5.02.07 Verkefnislok Bls. 1 af 1 Upplýsingablað með skýrslum Unnið af: Guðbjörgu Lilju Erlendsdóttur Dagsetning: Skýrslunúmer:

Läs mer

SKATTUR Á MENN Einstaklingsskattaréttur

SKATTUR Á MENN Einstaklingsskattaréttur SKATTUR Á MENN Einstaklingsskattaréttur Inngangur að tekjuskattlagningu Ásmundur G. Vilhjálmsson Glærupakki þrjú Almenni hlutinn hefur vægið 5 til 6, en sérstaki hlutinn 7 til 8 Efnisyfirlit Almennt um

Läs mer

Íslensk kvikmyndagerð fyrir íslenska menningu, áhorfendur og tungu.

Íslensk kvikmyndagerð fyrir íslenska menningu, áhorfendur og tungu. Íslensk kvikmyndagerð fyrir íslenska menningu, áhorfendur og tungu. Greining á starfsskilyrðum kvikmyndagerðar á Íslandi Yfirlit helstu niðurstöður Skýrsla unnin fyrir mennta og menningarmálaráðuneyti

Läs mer

Matvæli úr dýraríkinu og fóður

Matvæli úr dýraríkinu og fóður Áhættu- og frammistöðuflokkun Matvæli úr dýraríkinu og fóður Mat á eftirlitsþörf fóðurfyrirtækja og fyrirtækja sem vinna matvæli úr dýraríkinu 0 Útgáfa: 19.2.2016 Tekur við af útgáfu: 5.2.2013 STAÐFESTING

Läs mer

ÞJÓNUSTA VIÐ FÖTLUÐ BÖRN OG FULLORÐNA TRAUST SVEIGJANLEIKI ÞRÓUN FRAMTÍÐARSÝN- OG STEFNA

ÞJÓNUSTA VIÐ FÖTLUÐ BÖRN OG FULLORÐNA TRAUST SVEIGJANLEIKI ÞRÓUN FRAMTÍÐARSÝN- OG STEFNA Drög desember 2006 MÓTUM FRAMTÍÐ ÞJÓNUSTA VIÐ FÖTLUÐ BÖRN OG FULLORÐNA 2007-2016 TRAUST SVEIGJANLEIKI ÞRÓUN FRAMTÍÐARSÝN- OG STEFNA ð Desember 2006 EFNISYFIRLIT 1. FRAMTÍÐARSÝN OG -STEFNA...3 1.1 Inngangur...3

Läs mer

Hugmyndabanki. Stærðfræðileikir fyrir ung börn

Hugmyndabanki. Stærðfræðileikir fyrir ung börn Hugmyndabanki Stærðfræðileikir fyrir ung börn Leikirnir í hugmyndabankanum eru 22 talsins. Þeir eiga það allir sameiginlegt að tengjast stærðfræði á einn eða annan hátt. Marga leiki er hægt að útfæra eftir

Läs mer

Tæknileg úrræði og heilabilun á Norðurlöndunum

Tæknileg úrræði og heilabilun á Norðurlöndunum Tæknileg úrræði og heilabilun á Norðurlöndunum Foto: BK Grafiske Tæknileg úrræði til stuðnings í daglegu lífi fyrir fólk með heilabilun Viðtalskönnun unnin í Danmörku, Finnlandi, Íslandi, Noregi og Svíþjóð.

Läs mer

Ræktun tómata við raflýsingu

Ræktun tómata við raflýsingu Fræðaþing landbúnaðarins 26 Ræktun tómata við raflýsingu Björn Gunnlaugsson og Sveinn Aðalsteinsson, Landbúnaðarháskóli Íslands Reykjum Ölfusi, 81 Hveragerði bjorng@lbhi.is, sveinn@lbhi.is Inngangur Notkun

Läs mer

Mars 2010 SÉRAKREINAR STRÆTISVAGNA Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU

Mars 2010 SÉRAKREINAR STRÆTISVAGNA Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU Mars 2010 SÉRAKREINAR STRÆTISVAGNA Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU Forsíðumynd: http://blogg.visir.is/jarl/category/tækni-og-visindi/page/2/ EFNISYFIRLIT 1 INNGANGUR 3 2 SAMGÖNGUR Í ÞÉTTBÝLI 4 2.1 Ástand samgangna

Läs mer

Málþroski og læsi Færni til framtíðar- Leikskólinn Lækjarbrekka Hólmavík HANDBÓK

Málþroski og læsi Færni til framtíðar- Leikskólinn Lækjarbrekka Hólmavík HANDBÓK Málþroski og læsi Færni til framtíðar- Leikskólinn Lækjarbrekka Hólmavík HANDBÓK Þróunarverkefni unnið með leikskólum Húnaþings Vestra og Austur Húnavatnssýslu 2015-2017 2 Efnisyfirlit Tilurð verkefnisins...

Läs mer

Betri líðan - Bættur hagur með

Betri líðan - Bættur hagur með BB B Betri líðan - Bættur hagur með - Mælinum Byggingarstaður Öryggisstig Vika TEXTI: HEIKKI LAITINEN MARI KIURULA TEIKNINGAR: HARRI PAKARINEN ÞÝÐING: BORGÞÓR KÆRNESTED UMSJÓN: VINNUEFTIRLIT RÍKISINS FINNSK

Läs mer

Skipulag sérgreina lækninga á Landspítala - háskólasjúkrahúsi

Skipulag sérgreina lækninga á Landspítala - háskólasjúkrahúsi Apríl 2007 Skipulag sérgreina lækninga á Landspítala - háskólasjúkrahúsi Magnús Pétursson forstjóri LSH 2 1. Inngangur Skipulag lækninga á stærri sjúkrahúsum byggist á sérgreinum lækninga. Nær öll sjúkrahús

Läs mer

SKATTUR Á MENN Einstaklingsskattaréttur

SKATTUR Á MENN Einstaklingsskattaréttur SKATTUR Á MENN Einstaklingsskattaréttur Inngangur að tekjuskattlagningu Ásmundur G. Vilhjálmsson Glærupakki þrjú Almenni hlutinn hefur vægið 5 til 6, en sérstaki hlutinn 7 til 8 Efnisyfirlit Almennt um

Läs mer

Efnisyfirlit. Inngangur Markmið Leiðir að markmiðum Heimildaskrá

Efnisyfirlit. Inngangur Markmið Leiðir að markmiðum Heimildaskrá Efnisyfirlit Inngangur Markmið Leiðir að markmiðum Heimildaskrá 3 4 5 12 2 Inngangur Samantektin sem hér birtist er afrakstur af vinnu æskulýðsráðs vegna stefnumótunar í æskulýðsmálum. Stefnumótunin á

Läs mer

Inngangur Vorið 2015 fékk sveitarfélagið Árborg styrk frá Erasmus + til eflingar skólastarfinu í Árborg.

Inngangur Vorið 2015 fékk sveitarfélagið Árborg styrk frá Erasmus + til eflingar skólastarfinu í Árborg. Skýrsla UT stýrihóps Inngangur Vorið 2015 fékk sveitarfélagið Árborg styrk frá Erasmus + til eflingar skólastarfinu í Árborg. Ákveðið var að skipa þrjá hópa með mismunandi áherslur, einn þeirra var hópurinn

Läs mer

Stokkhólmur Námsferð 5 leikskóla apríl 2012

Stokkhólmur Námsferð 5 leikskóla apríl 2012 Stokkhólmur Námsferð 5 leikskóla 18. - 22. apríl 2012 Dagana 18. 22. apríl 2012 fóru 5 leikskólar saman í námsferð til Stokkhólms í Svíþjóð. Fjórir leikskólanna sem kalla sig HEBA, Hulduheimar, Engjaborg,

Läs mer

Vefrallý um Norðurlönd

Vefrallý um Norðurlönd Vefrallý um Norðurlönd Vefrallý um Norðurlönd 2015 Hilmar Egill Sveinbjörnsson 2015 kort Jean Pierre Biard Ritstjórar: Sigrún Sóley Jökulsdóttir Útlit og umbrot: Námsgagnastofnun 1. útgáfa 2015 Menntamálastofnun

Läs mer

Sérfræðinám í Svíþjóð - Vænn kostur -

Sérfræðinám í Svíþjóð - Vænn kostur - Sérfræðinám í Svíþjóð - Vænn kostur - Kristín Huld Haraldsdóttir 1, Tómas Guðbjartsson 2 1 Handlækningdeild Háskólasjúkrahússins í Lundi. Fågelhundsvägen 62, 226 53 Lund, Sverige. Netfang: kristin.huldharaldsdottir@skane.se

Läs mer

komudagur 13.12.2U11 F.h. Sambands íslenskra sveitarfélaga, Guðjón Bragason, sviðsstjóri lögfræði- og velferðarsviðs

komudagur 13.12.2U11 F.h. Sambands íslenskra sveitarfélaga, Guðjón Bragason, sviðsstjóri lögfræði- og velferðarsviðs From: Guðjón Bragason rmailto:audion.braaason@samband.is1 Alþingi Sent: 13. desember 2011 11:41 E d Þ 1dn/787 To: Elín Valdís Þorsteinsdóttir; Nefndasvið umsagnir Erlnul nr. P 14U//o/ Subject: Stjórnarskrá

Läs mer

Rændu vopnaðir

Rændu vopnaðir mönnum. gagnagrunn með upplýsingum um efnainnih matvæla in efni, eins og Verðlaunuð fyrir hönnun á Ítalíu Herpes-veiran gæti nýst í baráttunni við krabbamein. Ein tegund herpesveirunnar sem vísindamenn

Läs mer

Tóbakslausar aðgerðir. Betri batahorfur með því að vera laus við tóbak

Tóbakslausar aðgerðir. Betri batahorfur með því að vera laus við tóbak Tóbakslausar aðgerðir Betri batahorfur með því að vera laus við tóbak EFNISYFIRLIT 3 LAUS VIÐ TÓBAK FYRIR AÐGERÐ 4 NÚ ER TÆKIFÆRIÐ! 5 LAUS VIÐ TÓBAK EFTIR AÐGERÐ 6 FREKARI UPPLÝSINGAR OG AÐSTOÐ 2 Laus

Läs mer

Myndlist í mótun þjóðernis

Myndlist í mótun þjóðernis Myndlist í mótun þjóðernis Myndlist í Finnlandi um aldamótin 1900 Asta Johanna F. Laukkanen Lokaverkefni til B.Ed-prófs í grunnskólakennarafræði Leiðsögukennari: Ólafur Kvaran Kennaradeild Menntavísindasvið

Läs mer

NVF Fundur íslandsdeildar 29. október Matthildur B. Stefánsdóttir

NVF Fundur íslandsdeildar 29. október Matthildur B. Stefánsdóttir NVF Fundur íslandsdeildar 29. október 2015 Matthildur B. Stefánsdóttir E4 Förbifart Stockholm Undirtitill 5.11.2015 Matthildur B. Stefánsdóttir Kort af framkvæmdasvæði E4 Förbifart Stockholm. E4 Förbifart

Läs mer

NTR- ráðstefna í Svíþjóð 2012

NTR- ráðstefna í Svíþjóð 2012 1 NTR- ráðstefna í Svíþjóð 2012 Þetta yfirlit er unnið af Guðríði Sigurbjörnsdóttur St.Rv. og Karli Rúnar Þórssyni STH. Hér er ekki um að ræða ýtarlega samantekt á öllu því sem fram fór enda upplifun hvers

Läs mer

Skýrsla til Alþingis. Hjúkrunarfræðingar Mönnun, menntun og starfsumhverfi

Skýrsla til Alþingis. Hjúkrunarfræðingar Mönnun, menntun og starfsumhverfi Skýrsla til Alþingis Hjúkrunarfræðingar Mönnun, menntun og starfsumhverfi Október 2017 Ríkisendurskoðun er sjálfstæð stofnun Alþingis sem starfar samkvæmt lögum nr. 46/2016 um ríkisendurskoðanda og endurskoðun

Läs mer

Greinargerð og úrskurður gerðardóms í ágreiningsmáli Ljósmæðrafélags Íslands og fjármála- og efnahagsráðherra fyrir hönd ríkissjóðs sbr.

Greinargerð og úrskurður gerðardóms í ágreiningsmáli Ljósmæðrafélags Íslands og fjármála- og efnahagsráðherra fyrir hönd ríkissjóðs sbr. Greinargerð og úrskurður gerðardóms í ágreiningsmáli Ljósmæðrafélags Íslands og fjármála- og efnahagsráðherra fyrir hönd ríkissjóðs sbr. miðlunartillögu ríkissáttasemjara dags. 21. júlí 2018 30. ágúst

Läs mer

Minnihlutastjórnir á Íslandi og Norðurlöndum

Minnihlutastjórnir á Íslandi og Norðurlöndum Minnihlutastjórnir á Íslandi og Norðurlöndum Helgi Skúli Kjartansson Söguþinginu var ekki fyrr lokið en Ríkisútvarpið birti eftirfarandi frétt: Fredrik Reinfeldt, forsætisráðherra Svíþjóðar, staðfestir

Läs mer

Språkproven i ISLEX problem och potential

Språkproven i ISLEX problem och potential Språkproven i ISLEX problem och potential Anna Helga Hannesdóttir Uppläggning ISLEX som utgångspunkt för en principiell, teoretisk diskussion Genren och tekniken Språkproven och ordförrådet i ISLEX islex.is

Läs mer

Fimmtíu og sex

Fimmtíu og sex Fimmtíu og sex norrænir möguleikar Stefnumörkun og framkvæmdaáætlun um frjálsa för á Norðurlöndum 2014 2017 Fimmtíu og sex norrænir möguleikar Stefnumörkun og framkvæmdaáætlun um frjálsa för á Norðurlöndum

Läs mer

Orkubúskapur og endurhæfing. Sigrún Ása Þórðardóttir, sálfræðingur og verkefnastjóri HNLFÍ

Orkubúskapur og endurhæfing. Sigrún Ása Þórðardóttir, sálfræðingur og verkefnastjóri HNLFÍ Orkubúskapur og endurhæfing Sigrún Ása Þórðardóttir, sálfræðingur og verkefnastjóri HNLFÍ Andleg þreyta, heilaþreyta, orkuleysi: Andlegt orkuleysi getur verið alvarlegur fylgikvilli eftir áföll, langvinna

Läs mer

TILMÆLI. Samstarf innan ferðaþjónustu á Norðurlöndum. Norðurlandaráð

TILMÆLI. Samstarf innan ferðaþjónustu á Norðurlöndum. Norðurlandaráð TILMÆLI Samstarf innan ferðaþjónustu á Norðurlöndum Með tilvísun til 45. og 56. greinar í Helsingfors-samningnum hefur þann 4. júní 2014 samþykkt eftirfarandi tilmæli samkvæmt tillögu efnahags- og viðskiptanefndar.

Läs mer

Fullriggaren Malevik. Robert Johansson, Anna Malmsköld, Camilla Wingne

Fullriggaren Malevik. Robert Johansson, Anna Malmsköld, Camilla Wingne Flaggskipið Male alevik Flaggskipið Malevik er skóli fyrir 6 16 ára gamla nemendur. Kennararnir eiga samstarf um að þróa kennsluáætlanir þannig að nemendur geti fundið samhengi allt frá fyrsta ári til

Läs mer

Líkan til samanburðar á hagkvæmni steyptra og malbikaðra slitlaga

Líkan til samanburðar á hagkvæmni steyptra og malbikaðra slitlaga Verknúmer 5VR08006 Skýrsla nr. 09-11 Líkan til samanburðar á hagkvæmni steyptra og malbikaðra slitlaga Ásbjörn Jóhannesson Nýsköpunarmiðstöð Íslands Reykjavík 2009 Nýsköpunarmiðstöð Íslands Skýrsla Líkan

Läs mer

Ræktun ávaxtatrjáa á Íslandi

Ræktun ávaxtatrjáa á Íslandi BS ritgerð Maí 2013 Ræktun ávaxtatrjáa á Íslandi Hraundís Guðmundsdóttir Umhverfisdeild i BS ritgerð Maí 2013 Ræktun ávaxtatrjáa á Íslandi Hraundís Guðmundsdóttir Leiðbeinandi: Úlfur Óskarsson Landbúnaðarháskóli

Läs mer

Aravísur. sungnar Ara Páli Kristinssyni fimmtugum 28. september 2010

Aravísur. sungnar Ara Páli Kristinssyni fimmtugum 28. september 2010 Aravísur sungnar Ara Páli Kristinssyni fimmtugum 28. september 2010 Menningar- og minningarsjóður Mette Magnussen Reykjavík 2010 Höfundar Umsjón: Jóhannes B. Sigtryggsson og Kári Kaaber. Bók þessa má afrita

Läs mer

Sorpeyðing höfuðborgarsvæðisins b.s. VINNSLA LÍFRÆNS ELDHÚSÚRGANGS - NOKKRAR AÐFERÐIR OG KOSTNAÐUR -

Sorpeyðing höfuðborgarsvæðisins b.s. VINNSLA LÍFRÆNS ELDHÚSÚRGANGS - NOKKRAR AÐFERÐIR OG KOSTNAÐUR - Sorpeyðing höfuðborgarsvæðisins b.s. VINNSLA LÍFRÆNS ELDHÚSÚRGANGS - NOKKRAR AÐFERÐIR OG KOSTNAÐUR - Maí 2000 bls. 2 Vinnsla lífræns eldhúsúrgangs Stuðull, verkfræði- og jarðfræðiþjónusta. Vinnsla lífræns

Läs mer

4. tölublað 2015 Fimmtudagur 26. febrúar Blað nr árg. Upplag

4. tölublað 2015 Fimmtudagur 26. febrúar Blað nr árg. Upplag 14 30 er matur og matreiðsla sem 22 23 Kann 4. tölublað 2015 Fimmtudagur 26. febrúar Blað nr. 437 21. árg. Upplag 32.000 30 Mynd / Margrét Þóra Þórsdóttir Landbúnaðarráðherra gagnrýndi harðlega einokunarstöðu

Läs mer

Rannsókn á hlutdeild kynjanna í námsefni í sögu á miðstigi grunnskóla. Kristín Linda Jónsdóttir

Rannsókn á hlutdeild kynjanna í námsefni í sögu á miðstigi grunnskóla. Kristín Linda Jónsdóttir Rannsókn á hlutdeild kynjanna í námsefni í sögu á miðstigi grunnskóla Kristín Linda Jónsdóttir Ágúst 2011 Aðfararorð jafnréttisstýru Á síðasta ári barst Jafnréttisstofu ábending um að í glænýjum kennslubókum

Läs mer

Gandur til Svíþjóðar. Viðskipta- og raunvísindasvið Lokaverkefni 2106 Fjóla Björk Jónsdóttir Leiðbeinandi: Vera Kristín Vestmann Kristjánsdóttir

Gandur til Svíþjóðar. Viðskipta- og raunvísindasvið Lokaverkefni 2106 Fjóla Björk Jónsdóttir Leiðbeinandi: Vera Kristín Vestmann Kristjánsdóttir Viðskipta- og raunvísindasvið Lokaverkefni 2106 Fjóla Björk Jónsdóttir Leiðbeinandi: Vera Kristín Vestmann Kristjánsdóttir Gandur til Svíþjóðar Akureyri, 19. maí 2014 150291-2599 Háskólinn á Akureyri Viðskipta-

Läs mer

EFNISYFIRLIT. Prentarinn

EFNISYFIRLIT. Prentarinn ÚTSKRIFT NEMAR Í PRENTIÐNGREINUM Hinn 11. júní síðastliðinn útskrifuðust átta nemar í prentsmíði (grafískri miðlun) og tveir í prentun. Athöfnin fór fram í húsnæði IÐUNNAR í Vatnagörðum 20. Það er hefð

Läs mer