Hugmyndabanki. Stærðfræðileikir fyrir ung börn

Relevanta dokument
SVONA Á AÐ SKIPTA UM PERU

Verkmenntaskólinn á Akureyri

110 m. 260 m. 240 m. 280 m. 400 m. 550 m. 110 m

Námsferð til Malmö í Svíþjóð.

Ullarþóf. Þórunn Eiríksdóttir NÁMSGAGNASTOFNUN

Börn á Norðurlöndum Ungt fólk hefur áhrif!

Vefrallý um Norðurlönd

Að sjá illa en líða vel Krister Inde

TILMÆLI. Samstarf innan ferðaþjónustu á Norðurlöndum. Norðurlandaráð

Veiledningshefte. En arbeidsdag på liv og død

Ásýnd og skipulag bújarða

Stokkhólmur Námsferð 5 leikskóla apríl 2012

Málþroski og læsi Færni til framtíðar- Leikskólinn Lækjarbrekka Hólmavík HANDBÓK

Mamma, pabbi, hvað er að?

Velferð barna á Norðurlöndum í heila öld

Norrænn byggingardagur Nordisk Byggdag NBD

Allt sem ég gerði skorti innihald

Leiðarvísir fyrir tónmöskva

Ert þú með réttu gleraugun? Stuðningsefni til að samþætta sjónarmið barnaréttinda og ungmenna við starf Norrænu ráðherranefndarinnar

9.5.2 Útgáfa 1.0 Dags Flóttaleiðir. Leiðbeiningar. Leiðbeiningar. Mannvirkjastofnun. 1. Inngangur. 2. Almennar skýringar

Förändring av resvanor hos bilnationen Island. Några små steg på vägen

Jæja elskurnar mínar!! Þá kom loks að því að þið fenguð að sjá og

Seminarieplan grupp 2 kursen UM2203 vt 14 version 17 januari

ÖKUFERILS SKRÁ PUNKT AKERFI. Lögreglan

Betri líðan - Bættur hagur með

Inngangur Vorið 2015 fékk sveitarfélagið Árborg styrk frá Erasmus + til eflingar skólastarfinu í Árborg.

Fullriggaren Malevik. Robert Johansson, Anna Malmsköld, Camilla Wingne

Seminarieplan grupp 2 kursen UM2203 ht 13 version 29 aug

safnafaðir Reykvíkinga maí Sýningarskrá

Ætti að heimila langlífari sambúðarmaka að sitja í óskiptu búi?

NVF Fundur íslandsdeildar 29. október Matthildur B. Stefánsdóttir

Sópun snjós af hjólaleiðum og hálkuvarnir með saltpækli. Þróunarverkefni Veturinn

MINNISBLAÐ. NVF fundur með formönnum og varaformönnum íslenskra NVF nefnda

Miðvikudagurinn 8. júlí 1998 kl. 9: fundur samkeppnisráðs. Erindi vegna útboðs Vegagerðarinnar á vetrarþjónustu á Holtavörðuheiði

Nóvember Hönnun 2+1 vega

Skólanámskrá Óskalands

HVERNIG VERÐA GÓÐIR VINNUSTAÐIR TIL?

Möguleikar til menntunar fyrr og nú

Leiðbeiningar við skráningu fullorðinna í CPEF

Seminarieplan grupp 3 kursen UM2203 vt 14, version 15 januari

Börn á Norðurlöndum. Norræna velferðarmiðstöðin. Snemmbær úrræði fyrir börn og fjölskyldur

Hlustið, góðu vinir, nú skal segja ykkur sögu

Ritnefnd: Arnbjörg Eiðsdóttir, Helga Sigurjónsdóttir, Þóra Kemp og Þorsteinn Hjartarson.

Seminarieplan grupp 1 kursen UM2203 vt 14 version 15 jan

Vellíðan í vinnunni. Vinnueftirlit ríkisins Fræðslu- og leiðbeiningarit nr. 13

Jambusskollinn á svo þrælslega við íslenskt mál og rím

Hann, hún og það... eða hvað?

Eftirlitsstaðir fyrir umferðareftirlit Tillögur að útfærslum

4. tölublað 2015 Fimmtudagur 26. febrúar Blað nr árg. Upplag

Efnisyfirlit. Mynd 1. Brautryðjandinn. Einar Jónsson LEJ. Ljósmyndasafn.

Fegurðin fæðist á ný. Fljótvirk, langvirk mýking andlitslína Einföld fegrunaraðferð. Juvéderm ULTRA samanstendur af þremur vörum

Ræktun tómata við raflýsingu

Mars 2010 SÉRAKREINAR STRÆTISVAGNA Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU

Matvæli úr dýraríkinu og fóður

Skólanámskrá. Útgefandi: Leikskólinn Holt Stapagötu 10, 260 Reykjanesbæ

Ferð Siri Derkert til Íslands: Siri, Laxness og Ungfrúin góða og Húsið

Fjárskipti milli hjóna

Það fer eftir kennurum

Äventyrsmatematik. Sven-Gunnar Furmark

Maí Hraðatakmarkandi aðgerðir

Frumvarp til laga um breytingar á lagaákvæðum er varða framfærslu barna og meðlag skv. barnalögum nr. 76/2003.

2. Meginmál Hvað hefur verið rannsakað?

Listin að finna ekki til

Sérfræðinám í Svíþjóð - Vænn kostur -

5.4 Stuðningur sveitarfélaga Verklag ýmissa stofnana og fyrirtækja Skráning hjá Þjóðskrá Íslands Samandregið yfirlit

Samtal um KANNABIS. Embætti landlæknis. Directorate of Health

UNGT FÓLK ÁN ATVINNU - VIRKNI ÞESS OG MENNTUN

Eflt norrænt löggjafarsamstarf Tækifæri og áskoranir

Tóbakslausar aðgerðir. Betri batahorfur með því að vera laus við tóbak

Tæknileg úrræði og heilabilun á Norðurlöndunum

Seminarieplan grupp 2 kursen UM2203 vt 15 version 16 jan 2015

Formáli. EWF-námsefni

Fimmtíu og sex

Seminarieplan grupp 1 kursen UM2203 ht 14 version 26 aug

Seminarieplan grupp 3 kursen UM2203 ht 14 version 27 aug

Jafnréttismál eru sveitarstjórnarmál SAMBAND ÍSLENSKRA SVEITARFÉLAGA

LAGASVIÐ. Mat á geðrænu sakhæfi Lögfræðilegt eða læknisfræðilegt?

Seminarieplan grupp 1 kursen UM2203 vt 15 version 16 januari

Ræktun ávaxtatrjáa á Íslandi

Bankbok som lärobok. Lennart Högstedt

ÞJÓNUSTA VIÐ FÖTLUÐ BÖRN OG FULLORÐNA TRAUST SVEIGJANLEIKI ÞRÓUN FRAMTÍÐARSÝN- OG STEFNA

Rændu vopnaðir

Líkan til samanburðar á hagkvæmni steyptra og malbikaðra slitlaga

Trafiksäkerhet och tätortsplanering

HVS-Nordic Íslensk þátttaka - framkvæmdaskýrsla - Þórir Ingason Rannsóknastofnun byggingariðnaðarins

REGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 1255/2012. frá 11. desember 2012

NTR- ráðstefna í Svíþjóð 2012

Villa Villekulla och andra hus

Frá styrkjakerfi til heilbrigðs rekstrarumhverfis

Rósir fyrir alla. Listi yfir úrvals rósir sem Rósaklúbbur Garðyrkjufélags Íslands og Yndisgróður LbhÍ metur sem harðgerðar og blómviljugar á Íslandi.

Sorpeyðing höfuðborgarsvæðisins b.s. VINNSLA LÍFRÆNS ELDHÚSÚRGANGS - NOKKRAR AÐFERÐIR OG KOSTNAÐUR -

Starfsáætlun Frístunda- og menningarsvið STARFSÁÆTLUN Frístunda- og menningarsvið Grindavíkurbæjar. Nóv. 2015

Seminarieplan grupp 2 kursen UM2203 vt 14 version 14 februari

Skipulag sérgreina lækninga á Landspítala - háskólasjúkrahúsi

EFNISYFIRLIT. Prentarinn

TILLÖGUR ÍSLENSKRAR MÁLNEFNDAR AÐ ÍSLENSKRI MÁLSTEFNU

Skýrsla velferðarráðherra um aðgerðir samkvæmt aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar vegna ofbeldis karla gegn konum í nánum samböndum.

Íslensk kvikmyndagerð fyrir íslenska menningu, áhorfendur og tungu.

NORÐURLÖND NORÐURLÖND VINNUBLÖÐ

Skýrsla Vatnalaganefndar

Transkript:

Hugmyndabanki Stærðfræðileikir fyrir ung börn

Leikirnir í hugmyndabankanum eru 22 talsins. Þeir eiga það allir sameiginlegt að tengjast stærðfræði á einn eða annan hátt. Marga leiki er hægt að útfæra eftir getustigi barna og er fólki velkomið að breyta þeim og bæta að vild. Hugmyndabankinn er viðauki við ritgerð mína Stærðfræði í lífi ungra barna. Ingibjörg Helga Sverrisdóttir, 2014. 1

Efnisyfirlit Atómleikur... 3 Bílnúmer... 4 Blindi ferðalangurinn... 5 Eftirherman... 6 Fela hlut... 7 Fílagangur... 8 Flöskukeila... 9 Formlegur snjór... 10 Fuglaflokkarinn... 11 Gettu hvar ég er!... 12 Handabönd... 13 Hvar á hver heima?... 14 Kapall 1... 15 Kapall 2... 16 Leyni- steinar... 17 Leyniumslagið... 18 Mínútan... 19 Náttúrumylla... 20 Svangur refur... 21 Teningakast... 22 Tölusteinar... 23 Þjófurinn... 24 Heimildir... 25 2

Fjöldi þátttakenda: 8+ Atómleikur Leikreglur: Einn þátttakandi stjórnar leiknum. Aðrir hlaupa um og syngja jafnvel lag til þess að gera leikinn líflegri. Stjórnandinn kallar upp einhverja tölu og eiga þá allir að hópa sig saman í jafnstóra hópa og talan segir til um. Ef talan gengur ekki upp í heildarfjölda þátttakenda lenda einhverjir utan hóps og eru því úr leik. Leikurinn endar þegar tveir standa eftir og er þá tilvalið að hefja leikinn að nýju. Markmið: Að þjálfa talningu og flokkun. Heimild: (Hörður G. Gunnarsson og Páll Erlingsson, 1995). 3

Fjöldi þátttakenda: 2+ Gögn: Blað og blýantur Bílnúmer Leikreglur: Hver þátttakandi velur sér einn ákveðinn bókstaf. Síðan er valið afmarkað bílastæði og skráð niður hversu oft stafur þátttakandans kemur fyrir á bílnúmerum þeirra bíla sem lagt er á stæðinu. Sá sem telur fleiri stafi sigrar. Leikinn má einnig útfæra nánar með því að flokka bílana eftir stærð, gerð, lögun og/eða lit. Markmið: Að þjálfa talningu og skráningu. Heimild: (Sóley Ó. Elísdóttir, 2007). 4

Blindi ferðalangurinn Fjöldi þátttakenda: 2+ Gögn: Klútur til þess að binda fyrir augu. Leikreglur: Bundið er fyrir augun á einum þátttakanda. Hinir reyna að leiðbeina honum frá einum stað yfir á annan, til dæmis frá eldhúsborði og að sófa í stofunni. Þeir sem fylgjast með blinda ferðalangnum þurfa þá að setja sig í hans spor - að sjá ekkert, og leiðbeina honum út frá því. Þegar hann hefur náð á leiðarenda er tilvalið að skipta um hlutverk og áfangastað. Markmið: Að þjálfa rýmisgreind og samvinnu. Heimild: (Huevel- Panhuizen og Buys, 2005). 5

Fjöldi þátttakenda: 2+ Eftirherman Gögn: Skilrúm (morgunkornsumbúðir t.d.) og ýmsir hlutir - allir leikmenn fá eins. Leikreglur: Allir þátttakendur fá jafn marga samsvarandi hluti - t.d. kubba, hluti úr umhverfinu, t.d. eldhúsinu, eða hvað sem hendi er næst. Þátttakendur setja upp skilrúm svo að þeir einir sjái hlutina hjá sér. Einn raðar hlutunum sínum upp og býr til mynstur. Hann reynir svo að lýsa því hvernig hann raðaði hlutunum upp á meðan hinir fylgja fyrirmælum hans og reyna að mynda samskonar mynstur út frá lýsingunum. Í lokin eru skilrúmin fjarlægð og útkoman borin saman. Markmið: Að þjálfa tungumál stærðfræðinnar og rúmfræði. Heimild: Hugmynd var fengin á námskeiðinu Að kenna lestur og stærðfræði. 6

Fela hlut Fjöldi þátttakenda: 2+ (unnið í pörum) Gögn: Einn hlutur Leikreglur: Annar þátttakandinn velur hlut til þess að fela en sýnir hinum fyrst. Á meðan hann finnur stað fyrir hlutinn bregður hinn sér frá. Þegar búið er að koma hlutnum fyrir fær hinn aðilinn að koma inn og leita að hlutnum. Hluturinn er fugl ef hann er falinn hátt uppi, maður ef hann er í augnhæð og fiskur ef hann er lágt niðri. Sá sem faldi hlutinn má gefa vísbendingar um hversu nálægt hlutnum hann sé með því að segja að hann sé heitur eða kaldur (heitur eftir því sem nær dregur en kólnar eftir því sem fjær dregur). Markmið: Að þjálfa staðsetningarhugtök. Heimild: (Sóley Ó. Elísdóttir, 2007). 7

Fjöldi þátttakenda: 4+ Fílagangur Leikreglur: Allir þátttakendur koma saman á einu svæði. Einn byrjar að ganga um svæðið og syngja eftirfarandi vísu: Einn fíll lagði af stað í leiðangur, lipur var hans fótgangur. Takturinn fannst honum tómlegur, svo hann tók sér einn til viðbótar. Þá bætist næsti þátttakandi í lestina og syngja þá: Tveir fílar lögðu af stað í leiðangur, lipur var þeirra fótgangur. Takturinn fannst þeim svo tómlegur, svo þeir tóku sér einn til viðbótar. Heldur þetta svo áfram koll af kolli þangað til allir þátttakendur hafa bæst við í lestina. Markmið: Með þessu eru þátttakendur að nota sig sjálf til þess að leggja saman, þau átta sig á að þegar einn bætist við þá hækkar talan um einn. Leikurinn er tilvalinn fyrir yngri börnin en getur verið skemmtileg afþreying fyrir ýmsan aldur. Heimild: (Hörður G. Gunnarsson og Páll Erlingsson, 1995). 8

Fjöldi þátttakenda: 2+ Flöskukeila Gögn: Plastflöskur, bolti, blýantur, blöð, límband og vatn eða sandur. Leikreglur: Setjið smávegis vatn eða sand ofan í flöskurnar. Skrifið mismunandi stigafjölda á miðana og límið á flöskurnar. Stigin geta til dæmis verið frá 5 og upp í 100 eða frá 1 og upp í 5 fyrir þau yngstu. Þátttakendur skiptast á að rúlla boltanum í átt að flöskunum og reyna að fella sem flestar. Endurtekið fimm sinnum og reisið fallnar flöskur við á milli kasta. Gott er að skrá niður á blað hve margar flöskur féllu og hve mörg stig söfnuðust. Að lokum eru stigin talin og reiknað út hver felldi flestar flöskur og hver safnaði flestum stigum. Markmið: Leikurinn reynir á samvinnu, talnaskilning og samlagningu. Heimild: (Adbåge, 2013). 9

Fjöldi þátttakenda: 3+ Formlegur snjór Gögn: Snjór, steinar, könglar eða snjóboltar. Leikreglur: Allir þátttakendur byrja á því mynda að minnsta kosti þrjú fyrirfram ákveðin form í sameiningu (t.d. hring, ferning og þríhyrning) úr snjónum með því að þjappa honum niður. Formin þurfa að vera nokkuð stór. Þegar þau eru tilbúin stilla allir sér upp fyrir framan formin. Gott er að draga línu í snjóinn til viðmiðunar um hvar á að standa. Einn þátttakandi stjórnar leiknum. Hann velur sér eitt af formunum og segir: Allir að kasta í hringinn! Þá eiga hinir að kasta einum steini, köngli eða snjóbolta inn í hringinn. Stjórnandinn heldur svo áfram leiknum með því að velja annað form til þess að kasta í. Markmið: Að efla hugtakaskilning. Heimild: (Adbåge, 2013). 10

Fjöldi þátttakenda: 2+ Fuglaflokkarinn Gögn: Blað, blýantur, fuglafóður og diskur eða fuglahús. Leikreglur: Komið upp mataraðstöðu fyrir framan glugga á heimilinu. Ákveðið vissan tíma daglega í nokkra daga þar sem þið fylgist með og skráið niður hvaða fuglar koma til þess að fá sér að éta. Skráið niður fjölda fugla og flokkið þá eftir lit, stærð og jafnvel eftir tegund. Markmið: Að flokka og taka saman. Að skipuleggja sig í að halda utan um gögn. Að þjálfa tímaskyn. Heimild: (Adbåge, 2013). 11

Fjöldi þátttakenda: 2+ Gettu hvar ég er! Leikreglur: Einn aðili gengur um rýmið (t.d. herbergi, íbúð eða garð) á meðan hinir þátttakendur standa eða sitja í nánasta umhverfi með lokuð augun. Sá sem gengur laus gengur hljóðlega um og býr til ýmis hljóð til dæmis með því að láta vatnið renna í eldhúskrananum, draga upp gardínu eða færa borðstofustól. Hinir eiga að giska hvar hann er eftir þeim hljóðum sem þau heyra. Markmið: Að þjálfa rýmisgreind. Heimild: (Huevel- Panhuizen og Buys, 2005). 12

Fjöldi þátttakenda: 2+ Handabönd Leikreglur: Þessi leikur reynir mest á eftir því sem fleiri taka þátt. Þátttakendur heilsa hver öðrum með handabandi. Þegar allir hafa tekið í höndina á öllum er reiknað út samanlagt hversu mörg handaböndin urðu. Markmið: Að efla talnaskilning. Börnin nota samlagningu. Heimild: (Adbåge, 2013). 13

Hvar á hver heima? Fjöldi þátttakenda: 1+ Gögn: Naglar og skrúfur. Einnig má þetta vera annars konar samansafn af hlutum sem hægt er að flokka á ýmsan hátt. Leikreglur: Flokkið smáhlutina að vild. Tilvalið er að hafa þennan leik svolítið frjálsan til að leyfa börnum að flokka eftir sínum hugmyndum. Dæmi um flokkun: Ryðgaðir naglar - ekki ryðgaðir naglar. stuttir naglar - langir naglar. skrúfur með línu - skrúfur með krossi. bognir naglar - beinir naglar. Sniðugt er að koma sér upp smáhlutasafni þar sem ýmsum hlutum er safnað eins og t.d. töppum, kubbum, tölum, smádóti, lyklum o.fl. Smáhlutasafn býður upp á ótal möguleika til flokkunar. Hægt er að flokka eftir stærð, gerð, lögun, lit o.fl. Markmið: Að þjálfa flokkun. Heimild: (Ragnheiður Jóhannsdóttir, 1994). Hugmynd að smáhlutasafninu var fengin á námskeiðinu Að kenna lestur og stærðfræði. 14

Fjöldi þátttakenda: 1-2 Kapall 1 Gögn: Spil: ás til og með níu, samtals 36 spil. Leikreglur: 6 spil eru lögð á borðið en hin eru höfð í bunka. Þátttakendur reyna að finna summuna 10 úr tveim eða fleiri spilum í borði. Þeir mynda slag úr spilunum og leggja ný spil á borðið í þeirra stað þangað til spilin eru búin eða ekki möguleiki á fleiri slögum. Finnist ekki summan 10 í borðinu gengur kapallinn ekki upp. Spilin eru þá stokkuð og nýr kapall lagður. Markmið: Að þjálfa plúsheiti tölunnar 10 og að finna summu eða mismun ýmissa talna. Heimild: (Ragnheiður Jóhannsdóttir, 1994). 15

Fjöldi þátttakenda: 1-2 Gögn: Spilastokkur Kapall 2 Leikreglur: Útfærsla þessa leiks er með svipuðu móti og í Kapli 1 nema hér er allur spilastokkurinn notaður. Tíu (10), gosa (11), drottningu (12) og kóngi (13) er bætt við. Í þessum leik geta þátttakendur fundið ákveðna summu eða mismun eftir því sem hentar. Leikurinn er ætlaður börnum sem hafa náð ágætis tökum á samlagningu og frádrætti. Markmið: Að þjálfa plúsheiti tölunnar 10 og að finna summu eða mismun ýmissa talna. Heimild: (Ragnheiður Jóhannsdóttir, 1994). 16

Leyni- steinar Fjöldi þátttakenda: 2, unnið í pörum. Gögn: Tíu steinar, eitt stórt laufblað. Leikreglur: Annar þátttakandinn lítur undan á meðan hinn tekur nokkra steina af þeim 10 sem verið er með og felur þá undir laufblaðinu. Restin af steinunum eru hafðir til hliðar við laufblaðið. Sá sem leit undan telur svo steinana sem eru sýnilegir og segir hversu margir steinar eru undir laufblaðinu. Markmið: Að geta fundið óþekkta stærð. Heimild: (Adbåge, 2013). 17

Fjöldi þátttakenda: 2+ Leyniumslagið Gögn: Umslag, miðar, blýantur og umhverfið. Leikreglur: Byrjað er á að útbúa miða fyrir þátttakendur. Á miðunum eru fyrirmæli sem má tákna skriflega eða myndrænt. Fyrirmælin geta verið ýmis konar en markmiðið er að hægt sé að tengja þau við stærðfræði. Dæmi: Finndu þrjá misstóra steina Finndu tvo græna hluti finndu þrjú hringlaga form Finndu trjágrein sem er jafn löng og fóturinn þinn Markmið: Að vinna að lausn verkefna. Að læra að sjá stærðfræði í umhverfinu. Heimild: Hugmynd var fengin á námskeiðinu Umhverfi sem uppspretta náms. 18

Fjöldi þátttakenda: 3+ Mínútan Gögn: Klukka/skeiðklukka. Leikreglur: Einn þátttakandi er tímavörður. Hinir loka augunum og bíða eftir að tímavörðurinn gefi fyrirmæli um að klukkan sé komin af stað. Þeir sem eru með lokuð augun eiga að giska á hvenær ein mínúta er liðin með því að rétta upp hönd þegar þau halda að mínútan sé liðin, sá sem kemst næst einni mínútu vinnur. Markmið: Að þjálfa tímaskyn. Heimild: (Adbåge, 2013). 19

Fjöldi þátttakenda: 2 Náttúrumylla Gögn: Trjágreinar, þrír steinar og þrír könglar. (hægt er að nota annað efni úr náttúrunni). Einnig er hægt að rissa á stétt eða í sand í stað þess að nota trjágreinar. Leikreglur: Myndið níu samliggjandi ferninga úr greinunum (3x3). Þátttakendur ákveða í sameiningu hvor notar steina og hvor notar köngla (eða annan efnivið). Þeir skiptast svo á að leggja einn hlut í einn reit. Sá sem er fyrstur að ná þremur í röð vinnur þá umferð. Þátttakendur eiga að reyna að koma í veg fyrir að hinn nái að leggja þrjá í röð með því að skoða alla möguleika og leggja sinn hlut niður á æskilegum stað. Markmið: Að nota hluti úr náttúrunni til þess að mynda form og mynstur. Að efla rökhugsun. Heimild: (Adbåge, 2013). 20

Fjöldi þátttakenda: 2-4 Gögn: Spilastokkur Svangur refur Leikreglur: Spilastokk er skipt jafnt á milli allra þátttakenda. Spilin eru lögð niður svo að bakhliðin snúi upp. Hver og einn snýr einu spili við. Sá sem hefur hæsta spilið í hverri umferð tekur spilin til sín og sá sem endar með flest spil er sigurvegarinn í þeirri umferð. Markmið: Að þjálfa talnaskilning með því að nota spil. Að kynnast hugtökunum hæst og lægst. Heimild: (Forsbäck, 2005). 21

Fjöldi þátttakenda: 4-12 Teningakast Gögn: Teningur og eldspýtur Leikreglur: Hver þátttakandi fær fjórar eldspýtur. Allir setjast saman í hring og skiptast á að kasta teningi. Tölurnar á teningnum tákna ákveðna reglu sem á að fylgja. 1: Leikmaður gefur þeim sem situr honum á hægri hönd eina eldspýtu. 2: Leikmaður fær eina eldspýtu frá þeim sem situr honum á hægri hönd. 3: Leikmaður lætur eldspýtu í miðjan hringinn. 4: Leikmaður gefur þeim sem situr honum á vinstri hönd eina eldspýtu. 5: Leikmaður fær eina eldspýtu frá þeim sem situr honum á vinstri hönd. 6: Ekkert gerist. Sá sem klárar sínar eldspýtur er úr leik. Aðilinn sem endar einn með eldspýtur er sigurvegari leiksins. Markmið: Að átta sig á hægri, vinstri og fyrir miðju. Að æfa minni sitt og að fylgja reglum. Heimild: (Sóley Ó. Elísdóttir, 2007). 22

Fjöldi þátttakenda: 1+ Tölusteinar Gögn: 10 sléttir steinar, málning (eða krít) og pensill. Leikreglur: Safnið 10 sléttum steinum og málið þá með málningu. Málið tölustafina frá 1 og upp í 10 á hvern stein. Raðið þeim upp í réttri röð, bæði fram og afturábak Takið einn stein í burtu og finnið út hvaða tölustaf vantar. Skiptið steinunum upp í oddatölur og sléttar tölur. Hér er hægt að vinna með tölur á ýmsan hátt. Jafnvel er hægt að búa til samlagningu, frádrátt og margföldunardæmi fyrir eldri börn. Markmið: Að efla talnaskilning. Heimild: (Adbåge, 2013). 23

Þjófurinn Fjöldi þátttakenda: 2, unnið í pörum. Gögn: Steinar, teningur. Leikreglur: Hvor þátttakandi safnar 10 steinum og leggur þá fyrir framan sig. Annar byrjar á að kasta teningnum. Talan sem kemur upp á teningnum segir til um fjölda steina sem aðilinn á að stela frá hinum leikmanninum. Svona heldur þetta áfram koll af kolli þar til annar leikmaðurinn hefur náð öllum 20 steinunum til sín. Í leiknum eru áþreifanlegir hlutir notaðir til þess að tákna tölur. Það getur aukið talnaskilning hjá ungum börnum. Einnig er hægt að hafa leikinn meira krefjandi með því að fjölga steinum og teningum. Markmið: Að efla talnaskilning. Heimild: (Adbåge, 2013). 24

Heimildir Adbåge, E. (2013). Räkna med naturen: utematte för alla väderlekar. Stokkhólmur: Rabén & Sjögren. Forsbäck, M. (2005). Barn och matematik: 3-5 år. Göteborg: Nationellt centrum för matematikutbildning, Göteborgs universitet. Sótt 29. janúar 2014 af http://www.skolverket.se/publikationer?id=1853 Heuvel- Panhuizen, M.V.D. & Buys, K. (ritstjórar) (2005). Young children learn measurement and geometry: a learning- teaching trajectory with intermediate attainment targets for the lower grades in primary school. Utrecht: Freudenthal Institute, Utrecht University. Hörður G. Gunnarsson og Páll Erlingsson. (1995). Leikabókin. Reykjavík: Námsgagnastofnun. Ragnheiður Jóhannsdóttir. (1994). Stærðfræðileikir í byrjendakennslu. Reykjavík: Námsgagnastofnun. Sóley Ó. Elísdóttir. (2007). 10x10 leikir: 100 skemmtilegir leikir fyrir krakka á öllum aldri. Reykjavík: Mál og menning. 25