9.5.2 Útgáfa 1.0 Dags Flóttaleiðir. Leiðbeiningar. Leiðbeiningar. Mannvirkjastofnun. 1. Inngangur. 2. Almennar skýringar

Relevanta dokument
SVONA Á AÐ SKIPTA UM PERU

Eftirlitsstaðir fyrir umferðareftirlit Tillögur að útfærslum

110 m. 260 m. 240 m. 280 m. 400 m. 550 m. 110 m

HVERNIG VERÐA GÓÐIR VINNUSTAÐIR TIL?

Nóvember Hönnun 2+1 vega

Verkmenntaskólinn á Akureyri

Veiledningshefte. En arbeidsdag på liv og død

Mamma, pabbi, hvað er að?

Börn á Norðurlöndum Ungt fólk hefur áhrif!

Sópun snjós af hjólaleiðum og hálkuvarnir með saltpækli. Þróunarverkefni Veturinn

Maí Hraðatakmarkandi aðgerðir

Miðvikudagurinn 8. júlí 1998 kl. 9: fundur samkeppnisráðs. Erindi vegna útboðs Vegagerðarinnar á vetrarþjónustu á Holtavörðuheiði

Förändring av resvanor hos bilnationen Island. Några små steg på vägen

Leiðarvísir fyrir tónmöskva

Betri líðan - Bættur hagur með

MINNISBLAÐ. NVF fundur með formönnum og varaformönnum íslenskra NVF nefnda

Matvæli úr dýraríkinu og fóður

Ásýnd og skipulag bújarða

Mars 2010 SÉRAKREINAR STRÆTISVAGNA Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU

ÖKUFERILS SKRÁ PUNKT AKERFI. Lögreglan

Fjárskipti milli hjóna

Að sjá illa en líða vel Krister Inde

Ert þú með réttu gleraugun? Stuðningsefni til að samþætta sjónarmið barnaréttinda og ungmenna við starf Norrænu ráðherranefndarinnar

Ætti að heimila langlífari sambúðarmaka að sitja í óskiptu búi?

Námsferð til Malmö í Svíþjóð.

NVF Fundur íslandsdeildar 29. október Matthildur B. Stefánsdóttir

Hann, hún og það... eða hvað?

Eflt norrænt löggjafarsamstarf Tækifæri og áskoranir

Hugmyndabanki. Stærðfræðileikir fyrir ung börn

Ullarþóf. Þórunn Eiríksdóttir NÁMSGAGNASTOFNUN

Frumvarp til laga um breytingar á lagaákvæðum er varða framfærslu barna og meðlag skv. barnalögum nr. 76/2003.

Nr janúar 2006 REGLUGERÐ. um framkvæmdasamning við Norðurlandasamning um almannatryggingar frá 18. ágúst 2003.

Að ryðja úr vegi. ólík sjónarhorn starfsendurhæfingar. Kristjana Fenger, lektor í iðjuþjálfunarfræði við Háskólann á Akureyri

UNGT FÓLK ÁN ATVINNU - VIRKNI ÞESS OG MENNTUN

TILSKIPUN EVRÓPUÞINGSINS OG RÁÐSINS 2014/24/ESB. frá 26. febrúar 2014

REGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 1255/2012. frá 11. desember 2012

Allt sem ég gerði skorti innihald

2. Meginmál Hvað hefur verið rannsakað?

SKOGRÆKTARFELAGISLANDS

Vellíðan í vinnunni. Vinnueftirlit ríkisins Fræðslu- og leiðbeiningarit nr. 13

Ræktun tómata við raflýsingu

LAGASVIÐ. Mat á geðrænu sakhæfi Lögfræðilegt eða læknisfræðilegt?

5.4 Stuðningur sveitarfélaga Verklag ýmissa stofnana og fyrirtækja Skráning hjá Þjóðskrá Íslands Samandregið yfirlit

Reglugerð um aðgerðir gegn einelti á vinnustað

Tæknileg úrræði og heilabilun á Norðurlöndunum

Jafnréttismál eru sveitarstjórnarmál SAMBAND ÍSLENSKRA SVEITARFÉLAGA

HVS-Nordic Íslensk þátttaka - framkvæmdaskýrsla - Þórir Ingason Rannsóknastofnun byggingariðnaðarins

TILKYNNINGARSKYLDA HEILBRIGÐISSTARFSMANNA UM ÓVÆNT ATVIK VIÐ HEILBRIGÐISÞJÓNUSTU

Bifreiðaskrá. S k a t t m a t í s t a ð g r e i ð s l u B i f r e i ð a h l u n n i n d i RÍKISSKATTSTJÓRI

Greinargerð. um innflutning á heyrnartækjum og hlutum í þau á vegum Heyrnar- og talmeinastöðvar Íslands frá 1. janúar 1997 til 31.

ÞJÓNUSTA VIÐ FÖTLUÐ BÖRN OG FULLORÐNA TRAUST SVEIGJANLEIKI ÞRÓUN FRAMTÍÐARSÝN- OG STEFNA

Það fer eftir kennurum

Áherslur Ferðamálastofu við breyttar aðstæður

Fegurðin fæðist á ný. Fljótvirk, langvirk mýking andlitslína Einföld fegrunaraðferð. Juvéderm ULTRA samanstendur af þremur vörum

Greining og úttekt á LundaMaTs Umferðarstjórnun fyrir höfuðborgarsvæðið RANNSÓKNARSJÓÐUR VEGAGERÐARINNAR OG REYKJAVÍKURBORG

Skipulag sérgreina lækninga á Landspítala - háskólasjúkrahúsi

Sorpeyðing höfuðborgarsvæðisins b.s. VINNSLA LÍFRÆNS ELDHÚSÚRGANGS - NOKKRAR AÐFERÐIR OG KOSTNAÐUR -

Skýrsla velferðarráðherra um aðgerðir samkvæmt aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar vegna ofbeldis karla gegn konum í nánum samböndum.

Hlustið, góðu vinir, nú skal segja ykkur sögu

TILLAGA AÐ MATSÁÆTLUN

Jambusskollinn á svo þrælslega við íslenskt mál og rím

Börn á Norðurlöndum. Norræna velferðarmiðstöðin. Snemmbær úrræði fyrir börn og fjölskyldur

Líkan til samanburðar á hagkvæmni steyptra og malbikaðra slitlaga

Stokkhólmur Námsferð 5 leikskóla apríl 2012

Velferð barna á Norðurlöndum í heila öld

Samtal um KANNABIS. Embætti landlæknis. Directorate of Health

Sérfræðinám í Svíþjóð - Vænn kostur -

Fimmtíu og sex

Skýrsla Vatnalaganefndar

Þriðjudagur, 7. júní fundur samkeppnisráðs. Uppgreiðslugjald af neytendalánum. I. Málavextir

Efnisyfirlit. Mynd 1. Brautryðjandinn. Einar Jónsson LEJ. Ljósmyndasafn.

Vefrallý um Norðurlönd

Ferð Siri Derkert til Íslands: Siri, Laxness og Ungfrúin góða og Húsið

Rósir fyrir alla. Listi yfir úrvals rósir sem Rósaklúbbur Garðyrkjufélags Íslands og Yndisgróður LbhÍ metur sem harðgerðar og blómviljugar á Íslandi.

Norrænn byggingardagur Nordisk Byggdag NBD

TILMÆLI. Samstarf innan ferðaþjónustu á Norðurlöndum. Norðurlandaráð

Inngangur Vorið 2015 fékk sveitarfélagið Árborg styrk frá Erasmus + til eflingar skólastarfinu í Árborg.

Listin að finna ekki til

Málþroski og læsi Færni til framtíðar- Leikskólinn Lækjarbrekka Hólmavík HANDBÓK

Äventyrsmatematik. Sven-Gunnar Furmark

Íslensk kvikmyndagerð fyrir íslenska menningu, áhorfendur og tungu.

Fullriggaren Malevik. Robert Johansson, Anna Malmsköld, Camilla Wingne

Möguleikar til menntunar fyrr og nú

Gandur til Svíþjóðar. Viðskipta- og raunvísindasvið Lokaverkefni 2106 Fjóla Björk Jónsdóttir Leiðbeinandi: Vera Kristín Vestmann Kristjánsdóttir

Tóbakslausar aðgerðir. Betri batahorfur með því að vera laus við tóbak

safnafaðir Reykvíkinga maí Sýningarskrá

F~d. 33. Frumvarp til áfengislaga. [33. mál]

Frá styrkjakerfi til heilbrigðs rekstrarumhverfis

Ritnefnd: Arnbjörg Eiðsdóttir, Helga Sigurjónsdóttir, Þóra Kemp og Þorsteinn Hjartarson.

Skýrsla til Alþingis. Hjúkrunarfræðingar Mönnun, menntun og starfsumhverfi

Efnisyfirlit. Inngangur Markmið Leiðir að markmiðum Heimildaskrá

Greinargerð og úrskurður gerðardóms í ágreiningsmáli Ljósmæðrafélags Íslands og fjármála- og efnahagsráðherra fyrir hönd ríkissjóðs sbr.

Formáli. EWF-námsefni

NTR- ráðstefna í Svíþjóð 2012

Rændu vopnaðir

TILLÖGUR ÍSLENSKRAR MÁLNEFNDAR AÐ ÍSLENSKRI MÁLSTEFNU

Rannsókn á hlutdeild kynjanna í námsefni í sögu á miðstigi grunnskóla. Kristín Linda Jónsdóttir

Leiðbeiningar við skráningu fullorðinna í CPEF

SKATTUR Á MENN Einstaklingsskattaréttur

4. tölublað 2015 Fimmtudagur 26. febrúar Blað nr árg. Upplag

Transkript:

gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013 og 280/2014 lög um mannvirki, nr. 160/2010 Flóttaleiðir Í grein í byggingarreglugerð segir: Frá hverju rými byggingar þar sem gera má ráð fyrir að fólk dveljist eða sé statt skulu vera fullnægjandi flóttaleiðir úr eldsvoða. Flóttaleiðir skulu vera einfaldar, auðrataðar og greiðfærar svo að fólk verði ekki innlyksa í skotum og endum ganga. Flóttaleiðir í byggingum skulu rúma þann fjölda fólks sem þarf að nota þær. Þær skulu útfærðar sem auðrataðir gangar, stigar og/eða flóttalyftur sem gera fólki örugglega fært að komast á öruggan stað úti undir beru lofti eða á öruggt svæði. Flóttaleiðir geta einnig verið gönguleiðir um opin rými bygginga sem krefjast út og neyðarlýsingar. Sameiginlegar flóttaleiðir skal hanna m.t.t. fyrirkomulags rýmingar frá viðkomandi svæðum. Við útreikninga á rýmingu skal heildarflóttatími vera styttri en sá tími þegar hættuástand fyrir fólk hefur skapast. Allan þann tíma sem gera má ráð fyrir að flótti úr eldsvoða taki skal tryggja, eftir því sem kostur er, að fólk verði ekki fyrir fallandi byggingarhlutum, t.d. gleri, og að hiti, reykur eða eiturgufur fari ekki yfir hættumörk í flóttaleið eða of léleg birtuskilyrði tefji rýmingu. Flóttaleiðir má ekki innrétta til annars en umferðar. Þó má innrétta ganga til notkunar sem ekki eykur brunaálag að nokkru marki né rýrir hæfni þeirra sem flóttaleiða. Við ákvörðun flóttaleiða skal tekið tillit til krafna um algilda hönnun. Uppdráttur sem sýnir útgönguleiðir í mannvirkjum í notkunarflokki 3 og 4 þar sem seld er gisting skal vera festur á vegg við eða á inngangshurð í öllum gistirýmum ásamt upplýsingum um viðbrögð gesta við eldsvoða. skal gefa út leiðbeiningar um framkvæmd þessarar greinar. Leiðbeiningar 1. Inngangur Samkvæmt 9.2.1. gr. byggingarreglugerðar gildir að meginreglur eru ávallt ófrávíkjanlegar en viðmiðunarreglur eru frávíkjanlegar með tækniskiptum eða brunahönnun enda sé sýnt fram á að brunaöryggi sé ekki skert og uppfyllt séu meginmarkmið reglugerðarinnar og meginreglur þeirra ákvæða sem vikið er frá. Önnur ákvæði þessa hluta reglugerðarinnar eru ófrávíkjanleg nema annað sé sérstaklega tekið fram í viðkomandi ákvæði. 2. Almennar skýringar Flóttaleiðir skulu vera einfaldir, auðrataðir, merktir og greiðfærir gangar, stigar eða viðurkenndar flóttalyftur auk fullnægjandi útganga sem gera fólki örugglega fært að komast á öruggan stað úti undir beru lofti eða á öruggt svæði frá eldsvoða eða annarri vá af eigin rammleik eða með aðstoð annarra á tilgreindum flóttatíma. Bls. 1 af 8

a) Með annarri vá er átt við að hættuástand getur skapast af öðrum orsökum en eldsvoða, t.d. getur þurft að rýma mannvirki vegna jarðskjálfta, eiturefnaleka, mengunar, straumleysis og sprengjuhótana svo dæmi séu nefnd. b) Með sameiginlegri flóttaleið er átt við flóttaleið sem nýtist fólki úr fleiri en einu rými og þarf að geta nýst þeim samtímis ef upp koma aðstæður þar sem rýmingar er þörf, sbr. 9.5.8. gr. byggingarreglugerðar um gerð flóttaleiða. c) Í 6.1.2. gr. eru almenn ákvæði um algilda hönnun en þar segir m.a.: Með algildri hönnun skal tryggt að fólki sé ekki mismunað um aðgengi og almenna notkun bygginga á grundvelli fötlunar, skerðinga eða veikinda og það geti með öruggum hætti komist inn og út úr byggingum, jafnvel við óvenjulegar aðstæður, t.d. eldsvoða. Í 6.1.3. gr. byggingarreglugerðar eru taldar upp þær gerðir bygginga þar sem gerð er krafa um algilda hönnun. d) Við hönnun flóttaleiða skal forðast eftir fremsta megni að hafa botnlanga og skot þar sem þeir geta lengt flóttaleið og valdið því að fólk snúi við. Á þeim stöðum þar sem svalir eru hluti flóttaleiðar skal tekið tillit til ákvæða 9.5.3. gr. Aðgengi að flóttaleiðum og ákvæða 9.2.6. gr. Þátttaka slökkviliðs í björgun ásamt tilheyrandi leiðbeiningum MVS nr. 9.5.3. og nr. 9.2.6. e) Með fullnægjandi flóttaleið er átt við flóttaleið sem uppfyllir skilyrðin í köflum 6.4. Umferðarleiðir innan bygginga, 9.4. Öryggisbúnaður vegna brunavarna í byggingum og 9.5. Rýming við eldsvoða. Með þessu skal tryggt að kröfur um göngulengd og breidd þeirra séu uppfylltar og að hvert rými skuli hafa a.m.k. einn reykfrían útgang sem liggur annað hvort beint út á öruggt svæði eða liggur að öðru brunahólfi (gangi) sem er með 2 óháðar flóttaleiðir. Flóttaleið getur þó ekki talist fullnægjandi ef hún liggur í gegnum rými/aðstæður þar sem hætta getur skapast. f) Tryggja skal að allar flóttaleiðir séu alltaf greiðfærar og skal ekki hindra aðgengi að þeim eða notkun þeirra á nokkurn hátt, sjá myndir 1 og 2. Mynd 1. Dæmi um hvernig á ekki að ganga um flóttaleið. Flóttaleið skal vera hindrunarlaus, einnig þegar unnið er við framkvæmdir. Mynd 2. Dæmi um hvernig á ekki að ganga um flóttaleið. Flóttaleið skal vera greiðfær. Bls. 2 af 8

Flóttaleiðir skulu vera þannig gerðar að þær tryggi að flæði fólks sem þarf að nota þær skerðist ekki t.d. með bröttum tröppum/halla sem hægir á ferð fólks, snjóþyngslum eða með göngum sem eru þrengri en samanlögð breidd hurða sem liggja að þeim, sjá myndir 3 og 4. Benda má á að gönguhraði upp og niður stiga er alltaf minni en á láréttum fleti og getur við bestu aðstæður orðið tæplega 80% af láréttum hraða og stundum minni en það. Ekki má auka brunaálag á gangi í flóttaleið með t.d. opinni setustofu eða eldhúseiningu né rafbúnaði sem skert getur brunaöryggi. Í byggingum sem eru með úðakerfi má þó í einstaka tilfellum víkja frá þessu í samráði við viðkomandi byggingaryfirvöld enda sé þá gerð fullgild brunahönnun af viðkomandi byggingu þar sem gerð er ítarleg grein fyrir brunaöryggi hennar. Gangur í flóttaleið skal almennt vera Mynd 3. Dæmi um flóttaleið þar sem flæði getur verið skert sjálfstætt brunahólf nema sýnt sé vegna trappa sem hægja á ferð fólks. fram á fullnægjandi brunaöryggi með öðru fyrirkomulagi sbr. 9.5.8 gr. Gerð flóttaleiða. g) Þar sem flóttaleið opnast út skal hún vera vel upplýst að utanverðu. Ef ekki er fullnægjandi lýsing fyrir utan t.d. frá götu eða göngustíg skal setja upp neyðarlýsingu. Mynd 4. Dæmi um flóttaleið í halla þar sem flóttahurðir opnast út og þrengja leiðina og snjór takmarkar virkni hennar. Bls. 3 af 8

h) Uppdrættir fyrir útgöngu og flóttaleiðir ásamt texta um viðbrögð við vá/eldsvoða skulu gerðir skv. ISO 23601 staðlinum og má sjá dæmi um slíkan uppdrátt á mynd 5 og stærri mynd í Viðauka 1. Mynd 5. Dæmi um uppdrátt gerðan skv. ISO 23601 staðlinum. i) Um aðgengi fólks er fjallað um í 6. hluta byggingarreglugerðar nr. 112/2012., Aðkoma, umferðarleiðir og innri rými mannvirkja. Í leiðbeiningarblöðum um þann hluta er að finna ýmis hagnýt atriði er varða aðgengi fyrir alla sem getur verið gott að skoða. j) Neyðarlýsingu er ætlað að lýsa upp flóttaleiðir til að gera hana greiðfærari og flýta rýmingu hvort sem um er að ræða flóttaleið inni eða úti. Í 9.4.12. gr. Neyðarlýsing er að finna upplýsingar um kröfur til neyðarlýsingar flóttaleiða og í 9.5.11 gr. Leiðamerkingar á flóttaleiðum má finna upplýsingar um merki og skilti sem vísa leiðir að útgöngudyrum Sjá einnig leiðbeiningar MVS nr. 9.4.12. og nr. 9.5.11. k) Við brunahönnun skal miða við eftirfarandi hættumörk fyrir áreiti í töflu 1 sem byggð eru á INSTA 950 staðlinum. Þessi gildi miðast við flóttatíma sem er að hámarki 10 mínútur. Bls. 4 af 8

Áhættuþáttur Hættumörk Hitastig reyklags Að hámarki 80 C Skyggni Að lágmarki 3 m fyrir rými 100 m 2 Að lágmarki 10 m í 2 m hæð fyrir rými > 100 m 2 Geislun Að hámarki 2,5 kw/m 2 CO CO 2 O 2 Hæð frá gólfi að reyklagi Að hámarki 2000 ppm af öndunarlofti Að hámarki 5% af öndunarlofti Að lágmarki 15% af öndunarlofti 1,6 m + 0,1 x hæð rýmis Tafla 1. Viðmiðunargildi hættumarka skv. INSTA 950 staðlinum 3. Um hönnun flóttaleiða Heimilt er miðað við. raunhæfar forsendur að framkvæma útreikninga með viðurkenndum aðferðum til að færa rök fyrir því að hægt sé að rýma mannvirki á öruggan hátt ef eldur eða önnur vá kemur upp í byggingu. Í grófum dráttum er hægt að velja á milli tveggja eftirtalinna aðferða við að ákvarða fyrirkomulag útgönguleiða til að uppfylla þetta markmið: a. Mæliaðferð: Mæliaðferð er einföld aðferð til að meta flóttaleiðir. Hún gengur í stórum dráttum út á eftirfarandi: Meta hámarksfjölda fólks í þeim hluta húss sem er til athugunar. Tryggja að ætíð séu minnst tvær óháðar flóttaleiðir frá hverjum stað í húsi. Tryggja að breidd flóttaleiða sé a.m.k. 1 cm á hvern mann sem nota á flóttaleiðina. Tryggja að hámarksgöngulengd flóttaleiða að stigahúsi, öðru brunahólfi eða útgangi sé skv. töflum 9.04 og 9.05 í 9.5.6. gr. byggingarreglugerðar. Mæla skal lengdina meðfram veggjum og hornrétt á þá. b. Reikniaðferð: Reikniaðferð gengur m.a. út á að reikna út flóttatíma en honum má skipta upp í þrjá hluta: Uppgötvunartíma Ákvörðunartíma Ferðatíma Uppgötvunar og ákvörðunartími eru metnir eftir aðstæðum og búnaði, til dæmis ræðst uppgötvunartími mikið af viðvörunarbúnaði. Hægt er að sjá nánar samhengi milli hinna mismunandi atburða í eldsvoða í töflu 2, sem er að finna í INSTA 950 staðlinum. Bls. 5 af 8

Tafla 2. Samhengi atburða í bruna, sjá INSTA 950 staðlinum. Ferðatíma er hægt að reikna út, bæði með viðurkenndum handreikniaðferðum og hermilíkönum. Ferðatími ræðst m.a. af fjölda fólks og hreyfigetu, gerð flóttaleiða og útganga og fjarlægð að útgöngum. Í INSTA 950 staðlinum, 6. Kafla, er að finna upplýsingar um reikniaðferðir til að reikna ferðatíma. Þegar búið er að reikna út flóttatíma þarf að sýna fram á að flóttatíminn sé styttri en sá tími sem líður þar til aðstæður verða þannig að fólk getur ekki yfirgefið húsnæði með góðu móti. Dæmi um þetta getur t.d. verið þegar reyklag er komið niður í 2 m hæð yfir gólf. Þetta er hægt að gera með handreikniaðferðum eða hermilíkönum og byggist á því að ákvarða svokallaðan hönnunarbruna. Þannig má segja að eftirfarandi skilyrði þurfi að vera uppfyllt: t flótti < t krítískt Þar sem t flótti er útreiknaður nauðsynlegur flóttatími fólks en t krítískt er útreiknaður tími á því hvenær aðstæður verða orðnar of hættulegar fyrir fólk. Öryggismörk eru reiknuð sem: Öryggismörk = t krítískt t flótti Öryggismörk geta verið háð ýmsum þáttum eins og t.d. notkunarflokki byggingar og ástandi fólks sem er í þeim. Þar sem flóttatími getur ákvarðast af mjög mörgum þáttum er æskilegt að öryggismörk séu 1,5 x t flótti. Bls. 6 af 8

4. Heimildir og ítarefni Lög nr. 75/2000 um brunavarnir með siðari breytingum. Mannvirkjalög nr. 160/2010. Byggingarreglugerð nr. 112/2012 með síðari breytingum. Leiðbeiningar MVS nr. 9.5.3 9.5.11. ISO 23601:2009: Safety identification Escape and evacuation plan signs. INSTA 950, Fire Safety Engineering Verification of fire safety design in buildings. The SFPE Handbook of Fire Protection Engineering. Boverket; Utrymningsdimensionering (Rapport 1994:10). Brandskyddslaget LTH brandteknik,; Brandskydd, teori & praktik, 1994. Brandskyddshandboka, Brandskyddslaget, LTH brandteknik. Aðgengi fyrir alla, Nýsköpunarmiðstöð, (Rannsóknarstofnun byggingariðnaðarins, 2002). Bls. 7 af 8

5. Viðauki 1 Bls. 8 af 8