Efnisyfirlit. Inngangur Markmið Leiðir að markmiðum Heimildaskrá

Relevanta dokument
Áherslur Ferðamálastofu við breyttar aðstæður

Ert þú með réttu gleraugun? Stuðningsefni til að samþætta sjónarmið barnaréttinda og ungmenna við starf Norrænu ráðherranefndarinnar

Jafnréttismál eru sveitarstjórnarmál SAMBAND ÍSLENSKRA SVEITARFÉLAGA

ÞJÓNUSTA VIÐ FÖTLUÐ BÖRN OG FULLORÐNA TRAUST SVEIGJANLEIKI ÞRÓUN FRAMTÍÐARSÝN- OG STEFNA

UNGT FÓLK ÁN ATVINNU - VIRKNI ÞESS OG MENNTUN

SVONA Á AÐ SKIPTA UM PERU

Verkmenntaskólinn á Akureyri

Um mikilvægi rannsóknaseturs á sviði opinberrar stjórnsýslu

Að ryðja úr vegi. ólík sjónarhorn starfsendurhæfingar. Kristjana Fenger, lektor í iðjuþjálfunarfræði við Háskólann á Akureyri

Frá styrkjakerfi til heilbrigðs rekstrarumhverfis

NTR- ráðstefna í Svíþjóð 2012

MINNISBLAÐ. NVF fundur með formönnum og varaformönnum íslenskra NVF nefnda

TILMÆLI. Samstarf innan ferðaþjónustu á Norðurlöndum. Norðurlandaráð

Eflt norrænt löggjafarsamstarf Tækifæri og áskoranir

Íslensk kvikmyndagerð fyrir íslenska menningu, áhorfendur og tungu.

Reglugerð um aðgerðir gegn einelti á vinnustað

Skýrsla velferðarráðherra um aðgerðir samkvæmt aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar vegna ofbeldis karla gegn konum í nánum samböndum.

Börn á Norðurlöndum. Norræna velferðarmiðstöðin. Snemmbær úrræði fyrir börn og fjölskyldur

Skólanámskrá Óskalands

Greining og úttekt á LundaMaTs Umferðarstjórnun fyrir höfuðborgarsvæðið RANNSÓKNARSJÓÐUR VEGAGERÐARINNAR OG REYKJAVÍKURBORG

Málþroski og læsi Færni til framtíðar- Leikskólinn Lækjarbrekka Hólmavík HANDBÓK

NVF Fundur íslandsdeildar 29. október Matthildur B. Stefánsdóttir

Skýrsla til Alþingis. Hjúkrunarfræðingar Mönnun, menntun og starfsumhverfi

Frumvarp til laga um breytingar á lagaákvæðum er varða framfærslu barna og meðlag skv. barnalögum nr. 76/2003.

Möguleikar til menntunar fyrr og nú

TILSKIPUN EVRÓPUÞINGSINS OG RÁÐSINS 2014/24/ESB. frá 26. febrúar 2014

Ársskýrsla Jafnréttisstofu 2010

Mars 2010 SÉRAKREINAR STRÆTISVAGNA Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU

HVERNIG VERÐA GÓÐIR VINNUSTAÐIR TIL?

Börn á Norðurlöndum Ungt fólk hefur áhrif!

Matvæli úr dýraríkinu og fóður

Fimmtíu og sex

5.4 Stuðningur sveitarfélaga Verklag ýmissa stofnana og fyrirtækja Skráning hjá Þjóðskrá Íslands Samandregið yfirlit

Listin að finna ekki til

ÖKUFERILS SKRÁ PUNKT AKERFI. Lögreglan

Starfsáætlun Frístunda- og menningarsvið STARFSÁÆTLUN Frístunda- og menningarsvið Grindavíkurbæjar. Nóv. 2015

Norræn starfsmannaskipti skýrsla styrkþega

Ásýnd og skipulag bújarða

Árs- og samfélagsskýrsla 2016

Ætti að heimila langlífari sambúðarmaka að sitja í óskiptu búi?

Námsferð til Malmö í Svíþjóð.

SKOGRÆKTARFELAGISLANDS

Fjárskipti milli hjóna

2. Meginmál Hvað hefur verið rannsakað?

Það fer eftir kennurum

List- og menningarfræðsla á Íslandi. Anne Bamford

Ritnefnd: Arnbjörg Eiðsdóttir, Helga Sigurjónsdóttir, Þóra Kemp og Þorsteinn Hjartarson.

Eftirlitsstaðir fyrir umferðareftirlit Tillögur að útfærslum

Velferð barna á Norðurlöndum í heila öld

Inngangur Vorið 2015 fékk sveitarfélagið Árborg styrk frá Erasmus + til eflingar skólastarfinu í Árborg.

Skipulag sérgreina lækninga á Landspítala - háskólasjúkrahúsi

Norrænn dagur um daufblindu 2017 innblástur til samstarts

Stokkhólmur Námsferð 5 leikskóla apríl 2012

Norrænn byggingardagur Nordisk Byggdag NBD

110 m. 260 m. 240 m. 280 m. 400 m. 550 m. 110 m

Matartíminn markviss kaupstefna íslensks matvælaiðnaðar í Perlunni

Skýrsla Vatnalaganefndar

Kennarasamband Íslands, 18. desember 2016

9.5.2 Útgáfa 1.0 Dags Flóttaleiðir. Leiðbeiningar. Leiðbeiningar. Mannvirkjastofnun. 1. Inngangur. 2. Almennar skýringar

Miðvikudagurinn 8. júlí 1998 kl. 9: fundur samkeppnisráðs. Erindi vegna útboðs Vegagerðarinnar á vetrarþjónustu á Holtavörðuheiði

Skólanámskrá. Útgefandi: Leikskólinn Holt Stapagötu 10, 260 Reykjanesbæ

Norden i Världen Världen i Norden. Ramprogram för Nordiska rådets verksamhet

TILLÖGUR ÍSLENSKRAR MÁLNEFNDAR AÐ ÍSLENSKRI MÁLSTEFNU

Hann, hún og það... eða hvað?

Mamma, pabbi, hvað er að?

Kynsjúkdómar á Íslandi - greinargerð og tillögur um aðgerðir -

safnafaðir Reykvíkinga maí Sýningarskrá

Greinargerð og úrskurður gerðardóms í ágreiningsmáli Ljósmæðrafélags Íslands og fjármála- og efnahagsráðherra fyrir hönd ríkissjóðs sbr.

Tæknileg úrræði og heilabilun á Norðurlöndunum

Gandur til Svíþjóðar. Viðskipta- og raunvísindasvið Lokaverkefni 2106 Fjóla Björk Jónsdóttir Leiðbeinandi: Vera Kristín Vestmann Kristjánsdóttir

Veiledningshefte. En arbeidsdag på liv og død

Vellíðan í vinnunni. Vinnueftirlit ríkisins Fræðslu- og leiðbeiningarit nr. 13

TILKYNNINGARSKYLDA HEILBRIGÐISSTARFSMANNA UM ÓVÆNT ATVIK VIÐ HEILBRIGÐISÞJÓNUSTU

Samtal um KANNABIS. Embætti landlæknis. Directorate of Health

Dagskrá. Ráðstefna á Nordica hotel mars Mótum framtíð. Stefnur og straumar í félagslegri þjónustu Gildi samþættingar nýir tímar ný sýn

Jambusskollinn á svo þrælslega við íslenskt mál og rím

Nr janúar 2006 REGLUGERÐ. um framkvæmdasamning við Norðurlandasamning um almannatryggingar frá 18. ágúst 2003.

Greinargerð. um innflutning á heyrnartækjum og hlutum í þau á vegum Heyrnar- og talmeinastöðvar Íslands frá 1. janúar 1997 til 31.

Maí Hraðatakmarkandi aðgerðir

Betri líðan - Bættur hagur með

EFNISYFIRLIT. Prentarinn

Allt sem ég gerði skorti innihald

LAGASVIÐ. Mat á geðrænu sakhæfi Lögfræðilegt eða læknisfræðilegt?

Skýrsla um starfsemi Bankasýslu ríkisins 2012

Ullarþóf. Þórunn Eiríksdóttir NÁMSGAGNASTOFNUN

Rannsókn á hlutdeild kynjanna í námsefni í sögu á miðstigi grunnskóla. Kristín Linda Jónsdóttir

4. tölublað 2015 Fimmtudagur 26. febrúar Blað nr árg. Upplag

Hugmyndabanki. Stærðfræðileikir fyrir ung börn

TILLAGA AÐ MATSÁÆTLUN

Ræktun ávaxtatrjáa á Íslandi

Nóvember Hönnun 2+1 vega

Ár endurnýjunar. Árið sem leið í Norðurlandaráði og hjá Norrænu ráðherranefndinni

Efnisyfirlit. Mynd 1. Brautryðjandinn. Einar Jónsson LEJ. Ljósmyndasafn.

Bifreiðaskrá. S k a t t m a t í s t a ð g r e i ð s l u B i f r e i ð a h l u n n i n d i RÍKISSKATTSTJÓRI

Förändring av resvanor hos bilnationen Island. Några små steg på vägen

Að sjá illa en líða vel Krister Inde

Vefrallý um Norðurlönd

komudagur U11 F.h. Sambands íslenskra sveitarfélaga, Guðjón Bragason, sviðsstjóri lögfræði- og velferðarsviðs

Gemensam nordisk anläggningsmarknad

REGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 1255/2012. frá 11. desember 2012

Transkript:

Efnisyfirlit Inngangur Markmið Leiðir að markmiðum Heimildaskrá 3 4 5 12 2

Inngangur Samantektin sem hér birtist er afrakstur af vinnu æskulýðsráðs vegna stefnumótunar í æskulýðsmálum. Stefnumótunin á sér langan aðdraganda og hefur orðið til vegna vinnu ráðsins undanfarin þrjú ár. Á þeim tíma hefur verið haft samráð við félagasamtök og aðra hagsmunaaðila sem starfa að æskulýðsmálum. Á vormánuðum 2012 fékk æskulýðsráð Sigurð Tómas Björgvinsson ráðgjafa hjá Stjórnsýsluráðgjöf ehf. til þess að sjá um verkefnisstjórnun og ritstýra þeirri samantekt sem hér er kynnt. Stýrihópur æskulýðsráðs hélt fjölmarga fundi frá maí til október 2012 þar sem áherslan var lögð á stöðugreiningu og stefnumótun. Svokölluð SVÓT-greining er m.a. afrakstur þeirrar vinnu. Á haustmánuðum 2012 var framkvæmd spurningakönnun sem send var út á netinu. Könnunin var send til þeirra aðila sem standa að æskulýðsstarfi, m.a. félaga, samtaka, hópa og starfsfólks sem vinnur hjá félagsmiðstöðvum sveitarfélaga. Þá átti ráðgjafi viðtöl við starfsfólk ráðuneyta, stofnana og hagsmunaaðila sem tengjast málaflokknum. Stýrihópurinn hafði síðan frumkvæði að því að koma á samráðsfundi Katrínar Jakobsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, með fulltrúum ungmennaráða sveitarfélaga í október 2012. Á fundinn mættu um 50 ungmenni á aldrinum 15-20 ára frá öllum landshlutum. Þau skiptust á skoðunum við ráðherra og tóku síðan virkan þátt í hópavinnu um stöðu og framtíð æskulýðsstarfs. Loks má geta þess að stuðst var við ýmsar heimildir sem liggja fyrir vegna vinnu við greiningu og stefnumótun í æskulýðsmálum á undanförnum þremur árum, auk niðurstaðna rannsókna á þessu sviði. Samantektin er byggð upp með þeim hætti að fyrst eru skilgreind sjö megin markmið sem stefna ber að í æskulýðsmálum á næstu árum. Því næst eru útlistaðar nokkrar leiðir að hverju markmiði fyrir sig. Jafnframt er lagt til hvaða aðilar beri ábyrgð á framkvæmd þeirra leiða sem nefndar eru, auk þess sem árangursmælikvarðar eru tilgreindir. Aftast í samantektinni er að finna skrá yfir þær heimildir sem hafðar voru til hliðsjónar við gerð þessarar stefnumótunar. Lagt er til að meðfylgjandi stefnumótun í æskulýðsmálum gildi frá 2013 til 2018. 3

Markmið Stefna mennta- og menningarmálaráðuneytisins í æskulýðsmálum tekur m.a. mið af þeim lagaskyldum sem ríkið hefur samkvæmt lögum um æskulýðsráð og samningum sem tengjast félögum, samtökum og hópum sem starfa að æskulýðsmálum. Unnið skal að eftirfarandi markmiðum: 1. 2. Skipulag æskulýðsmála verði samræmt á landsvísu og stuðli þannig að samstarfi allra aðila sem koma að æskulýðsstarfi. Að auka þátttöku ungs fólks í æskulýðsstarfi miðað við þarfir hvers og eins. 3. 4. 5. 6. 7. Að æska landsins hafi næg tækifæri til þess að hafa áhrif á æskulýðsstarf og framboð tómstunda. Tryggja fjármögnun æskulýðsstarfs og gæta að jafnræði við útdeilingu fjármagns. Miða þarf upplýsingamiðlun í æskulýðsmálum þannig að hún gagnist börnum og ungmennum. Mikilvægt er að menntun og þjálfun þeirra sem starfa að æskulýðsmálum uppfylli kröfur samtímans. Efla ber fjölbreytni í rannsóknum í æskulýðsmálum og tryggja að niðurstöður séu nýttar í þágu æskulýðsstarfs. 4

Leiðir að markmiðum 1 Skipulag æskulýðsmála verði samræmt á landsvísu og stuðli þannig að samstarfi allra aðila sem koma að æskulýðsstarfi. Eitt af hlutverkum æskulýðsráðs er að stuðla að samvinnu allra þeirra aðila sem koma að æskulýðsstarfi. Einn af megin veikleikum í skipulagi æskulýðsstarfs á Íslandi er skortur á einum sameiginlegum samstarfs- og samráðsvettvangi. Mikilvægt er að umhverfi og skipulag æskulýðsstarfs sé í stöðugri þróun og taki mið af kröfum nútímans. Mikilvægt er að grundvallar breytingar verði gerðar á skipulagi æskulýðsmála. Stofna einn vettvang allra þeirra sem sinna æskulýðstarfi. Færa yfirstjórn frá ríki til sameiginlegs vettvangs æskulýðsstarfs. Markvisst verði unnið að samstarfi og samráði aðila í æskulýðsstarfi. Innleiða lýðræðislegri áherslur. Tilvist og hlutverk æskulýðsráðs skuli skoðað. Endurskoða þarf æskulýðslög og önnur lög um æskulýðsstarf m.t.t. ólíkra starfsþátta í æskulýðsstarfi. Opna skilgreiningu á því hvað er æskulýðsstarf og æskulýðsfélag. Traustari fjárhagur verði undirstaða skilvirkara skipulags. Ungt fólk hafi greiðari aðgang að stjórnsýslu og þjónustu, með áherslu á nýtingu rafrænnar þjónustu. Ungt fólk hafi beina aðkomu að stjórnun æskulýðsmála og eigi fulltrúa í æskulýðsráði. Ábyrgð: Mennta- og menningarmálaráðuneytið, sveitarfélög og frjáls félagasamtök. 5

Leiðir að markmiðum 2 Að auka þátttöku ungs fólks í æskulýðsstarfi miðað við þarfir hvers og eins. Gera þarf átak í því að auka þátttöku barna og ungmenna í æskulýðsstarfi og huga skal sérstaklega að mismunandi þörfum einstaklinga og hópa. Hafa ber í huga að æskulýðsstarf hefur félags-, forvarna-, uppeldis- og menntunarlegt gildi, og því ber að tryggja öllum börnum og ungmennum jöfn tækifæri til þátttöku í æskulýðsstarfi. Taka markvisst mið af þörfum og skoðunum einstaklinga, hópa og félaga við gerð áætlana í æskulýðsmálum. Gefa æsku landsins aukin tækifæri á beinum áhrifum við mótun æskulýðsstarfs. Börnum og ungmennum verði tryggð jöfn tækifæri til þátttöku í æskulýðsstarfi. Að tryggja þátttöku jaðarhópa í æskulýðsstarfi, með sérstaka áherslu á fatlað fólk, innflytjendur, atvinnulausa og einstaklinga í dreifbýli. Hvetja þarf til þátttöku beggja kynja í æskulýðsstarfi og minnka kynbundinn ójöfnuð. Aukið samstarf og upplýsingaflæði til foreldra leiði til meiri þátttöku og jafnari tækifæra barna og ungmenna í æskulýðsstarfi. Finna leiðir til þess að samþætta betur æskulýsstarf, fjölskyldulíf og nám. Ábyrgð: Mennta- og menningarmálaráðuneytið, velferðarráðuneyti, sveitarfélög og frjáls félagasamtök. 6

Leiðir að markmiðum 3 Að æska landsins hafi næg tækifæri til þess að hafa áhrif á æskulýðsstarf og framboð tómstunda. Mikilvægt er að æskulýðsstarf sé byggt á forsendum barna og ungmenna. Í æskulýðslögum segir: Í öllu starfi með börnum og ungmennum skal velferð þeirra höfð að leiðarljósi og þau hvött til frumkvæðis og virkrar þátttöku. Æskulýðsstarf ætti því að auka félagsfærni og þjálfun til þátttöku í lýðræðislegu samfélagi. Stuðla að auknu barna- og ungmenna lýðræði og áherslu á menntun og þjálfun lýðræðislegra vinnubragða í æskulýðsstarfi. Umhverfi og aðstaða til þess að stunda tómstundir og félagastarf verði gert sýnilegara og aðgengilegra fyrir alla. Að gefa nýjum félögum og hópum jöfn tækifæri á þeim stuðningi sem í boði er á sviði æskulýðsmála. Berjast fyrir auknum réttindum barna og ungmenna. Áhrif ungmennaráða sveitarfélaga verði aukin. Stofnaður verði lýðræðislegur vettvangur barna og ungmenna gagnvart ríkinu að frumkvæði ungs fólks. Boðið verði upp á beinar kosningar á netinu fyrir ungt fólk. Ábyrgð: Mennta- og menningarmálaráðuneytið, innanríkisráðuneytið, sveitarfélög og frjáls félagasamtök. 7

Leiðir að markmiðum 4 Tryggja fjármögnun æskulýðsstarfs og gæta að jafnræði við útdeilingu fjármagns. Fjárhagslegur bakgrunnur þeirra aðila sem standa að æskulýðsstarfi er afar misjafn. Starfsemi á vegum skóla, sveitarfélaga og öflugra samtaka byggja á öruggum fjárframlögum á meðan frjáls félög, hópar og einstaklingar búa við fjárhagslega óvissu. Þennan aðstöðumun þarf að jafna, m.a. með því að leita nýrra leiða við að auka jafnræði við útdeilingu fjármagns. Leita leiða til að tryggja aukna og varanlegri fjármögnun æskulýðsstarfs í landinu. Endurskoða æskulýðssjóð, aðra sjóði í málaflokknum og aðgengi að fjármagni. Endurskipuleggja aðferðir og leiðir við úthlutun fjármagns. Vinna markvisst að því að gæta jafnræðis við úthlutun fjármagns til æskulýðsmála. Sameiginlegur vettvangur æskulýðsfélaga hafi umsjón með skiptingu fjármagns milli aðila. Samhæfa rekstrarþjónustu fyrir allt æskulýðsstarf með það að markmiði að bæta þjónustu. Endurskilgreina sjóði Íslenskrar Getspár (Lottó-sjóðinn) þannig að hann verði jafnt fyrir allt íþrótta-, æskulýðs- og menningarstarf ungmenna. Ábyrgð: Mennta- og menningarmálaráðuneytið, fjármálaráðuneytið, sveitarfélög og félagasamtök. 8

Leiðir að markmiðum 5 Miða þarf upplýsingamiðlun og samskipti í æskulýðsmálum þannig að hún gagnist börnum og ungmennum. Mikil umbylting hefur orðið á miðlun upplýsinga og samskiptum fólks á undanförnum áratugum. Ungt fólk er ávallt skrefi á undan hinum eldri í að tileinka sér nýjungar í upplýsinga- og fjarskiptatækni. Miðlun upplýsinga og samskipti í æskulýðsstarfi eiga sér í auknum mæli stað á samfélagsmiðlum og með snjallsímum. Stjórnvöld verða að aðlaga umgjörð æskulýðsstarfs að þessum breytingum og stuðla að uppbyggilegri nýtingu netsins. Stjórnvöld fylgist vel með samskiptamiðlum og hegðun ungs fólks og nýti nýjustu tækni við að auka þátttöku í æskulýðsstarfi. Hvetja ber ungt fólk til þess að vinna að þróun rafrænna félagsmiðstöðva á netinu. Kynna þarf notkun samfélagsmiðla í æskulýðsstarfi og breyta lagaumhverfi til samræmis við kröfur nútímans. Rannsaka þarf nethegðun og rafræn samskipti í félagsstarfi. Vinna þarf að því að uppræta einelti og misnotkun á netinu. Ábyrgð: Mennta- og menningarmálaráðuneytið, rannsóknarstofnanir, sveitarfélög og félagasamtök. 9

Leiðir að markmiðum 6 Mikilvægt er að menntun og þjálfun þeirra sem starfa að æskulýðsmálum uppfylli kröfur samtímans. Það er sameiginlegt hlutverk ríkisins, sveitarfélaga og aðila sem standa að æskulýðsstarfi að auka fagmennsku, menntun og þjálfun á sviði æskulýðsmála. Byggja upp fjölbreyttari menntun fyrir aðila sem starfa að æskulýðsmálum. Efla nám í frístundafræðum á háskólastigi. Samræma starfsheiti og kröfur til menntunar hjá þeim sem starfa að æskulýðsmálum. Tryggja lagalegan grundvöll þeirra sem starfa að æskulýðsmálum. Skoða þarf sérstaklega þá þjónustu sem opinberir aðilar skulu veita börnum og ungmennum. Samþykkja samræmda námskrá og framkvæmdaáætlun þeirra sem starfa að æskulýðsmálum. Viðurkenna þjálfun og menntun sem fer fram innan einstakra félaga og samtaka. Votta reynslu af æskulýðsstarfi til formlegrar menntunar. Skilgreina þarf lágmarksviðmið fyrir opinbera aðila og félagssamtök sem starfa að æskulýðsmálum. Að ljóst sé til hvers ætlast er af þeim sem reka t.d. félagsmiðstöðvar, frístundaheimili og ungmennahús. Ábyrgð: Mennta- og menningarmálaráðuneytið, háskólar, sveitarfélög, hagsmunasamtök og félagasamtök. 10

Leiðir að markmiðum 7 Efla ber fjölbreytni í rannsóknum í æskulýðsmálum og tryggja að niðurstöður séu nýttar í þágu æskulýðsstarfs. Háskólar, rannskóknarstofnanir og aðilar sem standa að uppbyggingu æskulýðsstarfs geta stuðlað að aukinni þekkingarsköpun og framþróun með öflugu rannsókna- og vísindastarfi. Mikilvægt er að auka fjölbreytni í rannsóknum og tryggja nauðsynlega nýsköpun og nýliðun í æskulýðsrannsóknum. Sérstaklega þarf að gæta að því að gögn og niðurstöður séu nýttar með markvissum hætti til þess að bæta og auðga æskulýðsstarf í landinu. Hagsmunir íslenskrar æsku séu hafðir að leiðarljósi við stefnumótun íslenskra æskulýðsrannsókna. Rannsóknaraðilar auki þjónustu við félagasamtök. Gæta þarf að því að ný viðfangsefni komist reglulega að í íslenskum æskulýðsrannsóknum. Tryggja verður nýsköpun og nauðsynlega nýliðun í æskulýðsrannsóknum. Rannsaka þarf nethegðn og rafræn samskipti í félagsstarfi. Rannsaka hvernig nýta mætti samskiptatækni og nýjar aðferðir til að auka þátttöku jaðarhópa. Mótuð verði stefna um opinn aðgang að gögnum sem safnað er fyrir opinbert fé. Að fela RANNÍS úthlutun rannsóknarfjármagns í umboði ráðuneytis. Ábyrgð: Mennta- og menningarmálaráðuneytið, háskólar, rannsóknarstofnanir, RANNÍS, sveitarfélög og félagasamtök. 11

Heimildaskrá Ábyrgð aðila sem standa fyrir félags- og tómstundastarfi fyrir börn og unglinga. Ragnhildur Helgadóttir fyrir mennta- og menningarmálaráðuneytið og æskulýðsráð, 2012. Barn- och ungdomspolitiskt utvecklingsprogram 2012-2015. Undervisnings- och kulturministeriet, Sverige, 2012. Fundur menntamálaráðherra með fulltrúum ungmennaráða sveitarfélaga, 1 október 2012, samantekt. Íþróttavæðum Ísland. Aukin þátttaka breyttur lífsstíll. Skýrsla starfshóps um mótun íþróttastefnu tillaga að íþróttastefnu Íslands. Menntamálaráðuneytið, janúar 2006. Niðurstöður air opera vinnu á aðalfundi FÍÆT 13 apríl 2012. Félag íslenskra æskulýðs- og tómstundafulltrúa, 2012. Niðurstöður SVÓT greiningar æskulýðsráðs í september 2012. Stjórnsýsluráðgjöf ehf, 2012. Niðurstöður úr samráðsfundi æskulýðsráðs með félagasamtökum og hagsmunaaðilum 4. nóvember 2009. Overview on the Finnish Youth Work and The Finnish Youth Co-operation Allianssi (NYC of Finland). Jarkko Lehikoinen, Alliansi, April 2nd, 2012. Samráðs- og upplýsingafundur æskulýðsráðs, félagasamtaka og annarra hagsmunaaðila með Katrínu Jakobsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra 30 nóvember 2010. Æskulýðsráð 2010. Starfsáætlun æskulýðsráðs 2012-2013. Æskulýðsráð 2011. Stefnumótun mennta- og menningarmálaráðuneytisins í íþróttamálum, mennta- og menningarmálaráðuneytið, 2011. Stöðuskýrsla. Ráðgjafanefnd um æskulýðsrannsóknir, ágúst 2011. Ungt fólk 2012. Menntun, menning, íþróttir, tómstundir, hagir og líðan nemenda í 8, 9 og 10 bekk. Rannsóknir & greining ehf. fyrir mennta- og menningarmálaráðuneytið, 2011. Ungt fólk 2011. Menntun, menning, íþróttir, tómstundir, hagir og líðan nemenda í 5, 6 og 7 bekk. Rannsóknir & greining ehf. fyrir mennta- og menningarmálaráðuneytið, 2011. Ungt fólk 2010 framhlasskólanemar. Menntun, menning, tómstundir, íþróttaiðkun og framtíðarsýn ungmenna í framhaldsskólum á Íslandi. Samanburður rannsókna frá 2004, 2007 og 2010. Rannsóknir & greining ehf. fyrir mennta- og menningarmálaráðuneytið, 2011. Úttekt á stöðu félags- og tómstundamála ungs fólks á Íslandi skýrsla nefnda og tillögur. Menntamálaráðuneytið, 2003. Viðhorfskönnun æskulýðsráðs 2012. Stjórnsýsluráðgjöf ehf. í samvinnu við Kannanir.is, 2012. Æskulýðslög, Alþingi 5. apríl 2007. 12