Skólanámskrá Óskalands

Relevanta dokument
Námsferð til Malmö í Svíþjóð.

Skólanámskrá. Útgefandi: Leikskólinn Holt Stapagötu 10, 260 Reykjanesbæ

Verkmenntaskólinn á Akureyri

Málþroski og læsi Færni til framtíðar- Leikskólinn Lækjarbrekka Hólmavík HANDBÓK

Stokkhólmur Námsferð 5 leikskóla apríl 2012

SVONA Á AÐ SKIPTA UM PERU

Mamma, pabbi, hvað er að?

Börn á Norðurlöndum Ungt fólk hefur áhrif!

Að ryðja úr vegi. ólík sjónarhorn starfsendurhæfingar. Kristjana Fenger, lektor í iðjuþjálfunarfræði við Háskólann á Akureyri

Ritnefnd: Arnbjörg Eiðsdóttir, Helga Sigurjónsdóttir, Þóra Kemp og Þorsteinn Hjartarson.

Ert þú með réttu gleraugun? Stuðningsefni til að samþætta sjónarmið barnaréttinda og ungmenna við starf Norrænu ráðherranefndarinnar

Börn á Norðurlöndum. Norræna velferðarmiðstöðin. Snemmbær úrræði fyrir börn og fjölskyldur

Veiledningshefte. En arbeidsdag på liv og død

Vellíðan í vinnunni. Vinnueftirlit ríkisins Fræðslu- og leiðbeiningarit nr. 13

Hugmyndabanki. Stærðfræðileikir fyrir ung börn

Möguleikar til menntunar fyrr og nú

Reglugerð um aðgerðir gegn einelti á vinnustað

Efnisyfirlit. Inngangur Markmið Leiðir að markmiðum Heimildaskrá

Inngangur Vorið 2015 fékk sveitarfélagið Árborg styrk frá Erasmus + til eflingar skólastarfinu í Árborg.

Ullarþóf. Þórunn Eiríksdóttir NÁMSGAGNASTOFNUN

Jæja elskurnar mínar!! Þá kom loks að því að þið fenguð að sjá og

Áherslur Ferðamálastofu við breyttar aðstæður

Að sjá illa en líða vel Krister Inde

HVERNIG VERÐA GÓÐIR VINNUSTAÐIR TIL?

Velferð barna á Norðurlöndum í heila öld

Það fer eftir kennurum

Allt sem ég gerði skorti innihald

Samtal um KANNABIS. Embætti landlæknis. Directorate of Health

Tæknileg úrræði og heilabilun á Norðurlöndunum

5.4 Stuðningur sveitarfélaga Verklag ýmissa stofnana og fyrirtækja Skráning hjá Þjóðskrá Íslands Samandregið yfirlit

Eflt norrænt löggjafarsamstarf Tækifæri og áskoranir

Frumvarp til laga um breytingar á lagaákvæðum er varða framfærslu barna og meðlag skv. barnalögum nr. 76/2003.

TILLÖGUR ÍSLENSKRAR MÁLNEFNDAR AÐ ÍSLENSKRI MÁLSTEFNU

Starfsáætlun Frístunda- og menningarsvið STARFSÁÆTLUN Frístunda- og menningarsvið Grindavíkurbæjar. Nóv. 2015

NTR- ráðstefna í Svíþjóð 2012

UNGT FÓLK ÁN ATVINNU - VIRKNI ÞESS OG MENNTUN

Hann, hún og það... eða hvað?

ÞJÓNUSTA VIÐ FÖTLUÐ BÖRN OG FULLORÐNA TRAUST SVEIGJANLEIKI ÞRÓUN FRAMTÍÐARSÝN- OG STEFNA

Ásýnd og skipulag bújarða

Fjárskipti milli hjóna

Hlustið, góðu vinir, nú skal segja ykkur sögu

2. Meginmál Hvað hefur verið rannsakað?

ÖKUFERILS SKRÁ PUNKT AKERFI. Lögreglan

MINNISBLAÐ. NVF fundur með formönnum og varaformönnum íslenskra NVF nefnda

Fullriggaren Malevik. Robert Johansson, Anna Malmsköld, Camilla Wingne

Jafnréttismál eru sveitarstjórnarmál SAMBAND ÍSLENSKRA SVEITARFÉLAGA

Miðvikudagurinn 8. júlí 1998 kl. 9: fundur samkeppnisráðs. Erindi vegna útboðs Vegagerðarinnar á vetrarþjónustu á Holtavörðuheiði

Fimmtíu og sex

Norrænn byggingardagur Nordisk Byggdag NBD

Jambusskollinn á svo þrælslega við íslenskt mál og rím

Ferð Siri Derkert til Íslands: Siri, Laxness og Ungfrúin góða og Húsið

Skýrsla velferðarráðherra um aðgerðir samkvæmt aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar vegna ofbeldis karla gegn konum í nánum samböndum.

Betri líðan - Bættur hagur með

Norræn starfsmannaskipti skýrsla styrkþega

List- og menningarfræðsla á Íslandi. Anne Bamford

Äventyrsmatematik. Sven-Gunnar Furmark

Frá styrkjakerfi til heilbrigðs rekstrarumhverfis

SKOGRÆKTARFELAGISLANDS

safnafaðir Reykvíkinga maí Sýningarskrá

Ætti að heimila langlífari sambúðarmaka að sitja í óskiptu búi?

Íslensk kvikmyndagerð fyrir íslenska menningu, áhorfendur og tungu.

Bankbok som lärobok. Lennart Högstedt

Listin að finna ekki til

LAGASVIÐ. Mat á geðrænu sakhæfi Lögfræðilegt eða læknisfræðilegt?

110 m. 260 m. 240 m. 280 m. 400 m. 550 m. 110 m

Efnisyfirlit. Mynd 1. Brautryðjandinn. Einar Jónsson LEJ. Ljósmyndasafn.

Orkubúskapur og endurhæfing. Sigrún Ása Þórðardóttir, sálfræðingur og verkefnastjóri HNLFÍ

EFNISYFIRLIT. Prentarinn

Skýrsla Vatnalaganefndar

Sópun snjós af hjólaleiðum og hálkuvarnir með saltpækli. Þróunarverkefni Veturinn

Mars 2010 SÉRAKREINAR STRÆTISVAGNA Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU

Skipulag sérgreina lækninga á Landspítala - háskólasjúkrahúsi

Matvæli úr dýraríkinu og fóður

Nr janúar 2006 REGLUGERÐ. um framkvæmdasamning við Norðurlandasamning um almannatryggingar frá 18. ágúst 2003.

9.5.2 Útgáfa 1.0 Dags Flóttaleiðir. Leiðbeiningar. Leiðbeiningar. Mannvirkjastofnun. 1. Inngangur. 2. Almennar skýringar

TILSKIPUN EVRÓPUÞINGSINS OG RÁÐSINS 2014/24/ESB. frá 26. febrúar 2014

Nóvember Hönnun 2+1 vega

NVF Fundur íslandsdeildar 29. október Matthildur B. Stefánsdóttir

Myndlist í mótun þjóðernis

4. tölublað 2015 Fimmtudagur 26. febrúar Blað nr árg. Upplag

TILMÆLI. Samstarf innan ferðaþjónustu á Norðurlöndum. Norðurlandaráð

Tóbakslausar aðgerðir. Betri batahorfur með því að vera laus við tóbak

Eftirlitsstaðir fyrir umferðareftirlit Tillögur að útfærslum

Fegurðin fæðist á ný. Fljótvirk, langvirk mýking andlitslína Einföld fegrunaraðferð. Juvéderm ULTRA samanstendur af þremur vörum

Skýrsla til Alþingis. Hjúkrunarfræðingar Mönnun, menntun og starfsumhverfi

Ársskýrsla Jafnréttisstofu 2010

TILKYNNINGARSKYLDA HEILBRIGÐISSTARFSMANNA UM ÓVÆNT ATVIK VIÐ HEILBRIGÐISÞJÓNUSTU

F~d. 33. Frumvarp til áfengislaga. [33. mál]

Maí Hraðatakmarkandi aðgerðir

Konsten att inte berätta allt

Rannsókn á hlutdeild kynjanna í námsefni í sögu á miðstigi grunnskóla. Kristín Linda Jónsdóttir

REGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 1255/2012. frá 11. desember 2012

Gandur til Svíþjóðar. Viðskipta- og raunvísindasvið Lokaverkefni 2106 Fjóla Björk Jónsdóttir Leiðbeinandi: Vera Kristín Vestmann Kristjánsdóttir

Kennarasamband Íslands, 18. desember 2016

Ræktun ávaxtatrjáa á Íslandi

Bifreiðaskrá. S k a t t m a t í s t a ð g r e i ð s l u B i f r e i ð a h l u n n i n d i RÍKISSKATTSTJÓRI

Greining og úttekt á LundaMaTs Umferðarstjórnun fyrir höfuðborgarsvæðið RANNSÓKNARSJÓÐUR VEGAGERÐARINNAR OG REYKJAVÍKURBORG

MENNINGARHEIMAR MÆTAST ÁHRIF TRÚAR, MENNINGAR OG ARFLEIFÐAR Á SAMSKIPTI OG MEÐFERÐ INNAN HEILBRIGÐISÞJÓNUSTUNNAR

Formáli. EWF-námsefni

TILLAGA AÐ MATSÁÆTLUN

Transkript:

Skólanámskrá Óskalands Leikskólinn Óskaland Finnmörk 1 Sími: 4834139 netfang: oskaland@hveragerdi.is leikskólastjóri: Gunnvör Kolbeinsdóttir aðstoðarleikskólastjóri: Guðlaug Jónsdóttir

Efnisyfirlit. Inngangur... 3 1. Leikskólinn Óskaland... 4 2. Umhverfisvænn leikskóli... 4 3. Hugmyndafræði leikskólans... 5 4. Þemavinna... 7 4.1. Starf með yngstu börnunum 2ja til 3ja ára 4.2. Starf með börnum 3ja til 4ra ára 4.3. Starf með 5 ára börnum 4.4. Verkefni 5 ára barna 5. Frjáls leikur... 9 6. Námssvið leikskólans...10 6.1. Málrækt 6.2. Tónlist 6.3. Myndsköpun 6.4. Menning og samfélag 6.5. Hreyfing 6.6. Útivera 6.7. Náttúra og umhverfi 7. Hefðir og hátíðir...13 8. Daglegt líf...15 8.1. Að koma og fara 8.2. Að klæða sig í og úr 8.3. Borðhald 8.4. Svefn og hvíld 8.5. Hreinlæti 9. Aðlögun...16 10. Foreldrasamvinna...17 11. Samstarf...17 11.1 Samstarf við grunnskólann 11.2. Aðrir samstarfsaðilar 12. Mat á leikskólastarfinu...18 13. Trúnaður - tilkynningarskylda...18 Heimildaskrá...19 2

Inngangur. Á haustdögum 2004 var hafist handa af fullri alvöru við gerð skólanámskrár Óskalands. Lítillega hafði verið unnið að gerð skólanámskrár veturinn 2003-2004 á meðan starfsemin var enn í gamla húsnæðinu, en ljóst var að bið yrði á því að hún yrði fullkláruð þar til flutningurinn yfir í nýja húsnæðið væri yfirstaðinn. Starfsfólk las Aðalnámskrá leikskóla og annað faglegt efni er tengist gerð námskrárinnar og valdi sér kafla til að skrifa um og semja markmið. Fundir voru haldnir, starfsfólk las yfir handrit og kom með athugasemdir. Hrafnhildur Karlsdóttir leikskólaráðgjafi las einnig yfir skrána og kom með faglegar ábendingar. Ýmsir aðrir lásu einnig yfir skrána og eru öllum þessum aðilum færðar þakkir fyrir aðstoðina. Með því að hafa skólanámskrá með skýrum markmiðum er það einlæg ósk okkar að hún verði leikskólakennurum og öðru starfsfólki leiðarvísir í umönnunar- og uppeldisstarfi Óskalands. Vonumst við til að námskráin styrki og efli það faglega starf sem unnið er, og að starfið þróist og eflist í takt við samtímann og kröfur samfélagsins. Hveragerði í mars 2005. Gunnvör Kolbeinsdóttir Leikskólastjóri leikskólans Óskalands. 3

1. Leikskólar Hveragerðis. Yfirstjórn leikskóla Hveragerðisbæjar er í höndum bæjaryfirvalda og skólanefndar. Fagleg ábyrgð og daglegur rekstur er í höndum leikskólastjóra. Leikskólar Hveragerðisbæjar eru tveir Óskaland og Undraland. Þeir starfa samkvæmt lögum um leikskóla frá 1994 og reglugerð um leikskóla frá 1995. Samkvæmt lögunum er leikskólinn fyrsta skólastigið og í samræmi við þau gaf Menntamálaráðuneytið út Aðalnámskrá leikskóla árið 1999 sem er stefnumótandi leiðarvísir um uppeldistörf í leikskólum. Námskráin var höfð til hliðsjónar við gerð Skólanámskrár Óskalands. Leikskólinn Óskaland Leikskólinn Óskaland var byggður veturinn 2003-2004 og var vígður 14. ágúst 2004. Fyrsta skóflustungan var tekin 6. október 2003 og var hafist handa við byggingu hússins í desember sama ár. Óskaland er tveggja deilda leikskóli fyrir börn 2ja til 6 ára, með möguleika á viðbyggingu fyrir tvær deildir í viðbót. Starfsmannaálman og mötuneytið eru fullgerð. Leikskólinn er við Finnmörk 1 í vestanverðum Hveragerðisbæ, inní íbúðahúsabyggð þar sem stutt er í ósnortna náttúru. Hamarinn og Kambarnir eru í göngufæri við leikskólann. Stutt er í hverasvæði sem býður upp á óþrjótandi rannsóknarefni. Gamla Óskaland var starfrækt í 10 ár í gömlu húsi í eigu Kvenfélags Hveragerðis. Hveragerðisbær leigði húsnæðið af Kvenfélaginu. Núverandi fjöldi barna er 44. Vistunartímar sem boðið er uppá eru frá 4-9 klst. Stöðugildi eru 8,45, þar af eru 3 leikskólakennarar. Boðið er upp á morgunverð, hádegisverð og síðdegishressingu. 2. Umhverfisvænn leikskóli Unnið er að því að leikskólinn verði umhverfisvænn. Börnunum er kennt að spara vatn og rafmagn þar sem þetta eru ekki óþrjótandi auðlindir. Lífrænum úrgangi er safnað í safnkassa úti á lóðinni. Endurvinnanlegt efni s.s. pappír, umbúðir, mjólkurfernur ofl. er ýmist nýtt til listsköpunar eða safnað í kassa sem tæmdir eru í viðeigandi gáma á endurvinnslustöð. Grænmetis- og ávaxtaúrgangi er safnað í safnkassa á lóðinni, en hamingjusamar hænur í Ölfusinu njóta annarra matarafganga. 4

Markmið leikskólans eru miðuð við Aðalnámsskrá leikskóla eru m.a. að ; * auka gleði og vellíðan barnanna með áherslu á holla og góða, fallega framborna næringu, hreyfingu og listsköpun * efla heildarþroska barnsins gegnum leik * auka gleði og samvinnu milli barna, foreldra og starfsfólks og að öllum líði vel * börnin þrói með mér skapandi og gagnrýna hugsun * börnin læri að umgangast náttúruna og umhverfið með virðingu * börnin læri að þekkja eigin tilfinningar og læri að virða tilfinningar annarra og þori að eiga frumkvæði að samskiptum við aðra. 3. Hugmyndafræði leikskólans. Hugmyndafræði leikskólans er sótt í smiðju nokkurra hugmyndafræðinga, en uppeldisstefnur þeirra hafa verið í fararbroddi í leikskólastarfi hér á landi á síðustu árum. Þau eru; John Dewey, Loris Malaguzzi, Kari Lamer, Zoltan Kodály, Carl Orff og Caroline Pratt. Við gerum hér lítillega grein fyrir hverju þeirra: Bandaríkjamaðurinn, kennarinn og hugmyndafræðingurinn, John Dewey (1859-1952) kenndur við framfarastefnuna, lagði á það áherslu að börnin væru m.a. virk í leikjum sínum, að nám barnanna byggðist á uppgötvunum og reynslu og að umhverfi barnanna væri auðugt af þroskandi efnivið. Dewey tengist einnig hugsmíðahyggjunni vegna þess að hann lagði áherslu á að virkja nemendur og vekja áhuga þeirra - einkunnarorð Deweys voru "learning by doing". Dewey og framfarasinnar lögðu áherslu á sjálfstjáningu, ræktun einstaklingsins, frjálsar athafnir, að nemendur læri af eigin reynslu, að nemendur nýti og njóti tækifæri daglega lífsins og að þeir kynnist hinum síbreytilega heimi. Út frá þeirri stefnu vann síðan ítalinn Dr. Loris Malaguzzi (1920-1994), en hann var umsjónarmaður leikskólanna í Reggio Emilia. Hann var kennari og sálfræðingur að mennt og lagði grunninn að hugmyndafræði leikskólanna í Reggio Emilia. 5

Uppeldisstefna Malaguzzi byggir á ýmsum kenningum t.d. Piaget, Dewey og Vygotysky. Malaguzzi sagði að börn byggju yfir 100 málum en þau séu svipt 99, það er hins vegar hlutverk leikskólakennarana að fanga málin og virkja þau. "Það er vitsmunaþroski barnsins sem ræður því hvað það athugar og hversu vel. En síðan er það þessi athugun barnsins sem vitsmunaþroskinn veltur á" (Malaguzzi 1988). Þetta er gert með því að spyrja opinna spurninga, fara í vettvangsferðir og skoða umhverfið, skoða og kynna sér ýmiskonar efnivið í t.d. bókum, myndum o.fl. rannsaka það og skapa út frá reynslunni. Það er á ábyrgð leikskólakennarans að virkja forvitni barnanna, og vera meðvitaður um hvernig börnin leita svara við hinu óþekkta. Í Óskalandi vinnum við eftir stefnum hans með börnunum að 5 ára aldri. Kari Lamer er norsk og byggist hugmyndafræði hennar á eflingu á félagslegri færni. Lamer sækir fræði sín m.a. til Bae, Fullan, Lauvås, Olofson, Piaget, Vygotsky ofl. Hugmyndir Lamer byggja á þeim grunni að börn sem læra að stjórna eigin hegðun, læri að "lesa" líðan annarra og geti verið í hópi og leyst deilur á friðsamlegan máta, þroskist og dafni og lendi síður í erfiðleikum síðar á lífsleiðinni. Börnin verði sjálfstæðir einstaklingar sem geti tjáð líðan sína í hópi og séð hvernig öðrum líður og hvernig eigi að bregðast við því. Í tónlistartímum er aðallega stuðst við hugmyndafræði Ungverjans og tónskáldsins Zoltans Kodály (1882-1967) í tónheyrnarkennslu þ.e. notkun solfakerfis og notkun hjálpartækja í tengslum við það. Kodály sagði m.a. að tónlistarkennsla og söngur í skólum eigi að vekja ánægju og gleði, vekja áhuga nemenda á tónlist sem myndi vara ævilangt. Hann sagði einnig að ef ekki væri vakinn áhugi barna á forskólaaldri á tónlist væri líklegt að áhuginn myndi ekki vakna síðar á lífsleiðinni. Nánar er hægt að lesa um hann á vefslóðunum: www.oake.org/-20kwww.kodaly.hu/ www.iks.hu/kodaly.htm Hugmyndafræði tónskáldsins Carls Orff byggir á hrynþjálfun og notkun skólahljóðfæra. Dagleg hlustun á tónlist er mikilvæg. Hún felur í sér aga við það að hlusta og tilfinningu fyrir takt og hrynjanda sem helst í hendur við væntanlegt lestrarnám við upphaf grunnskólagöngu. Orff taldi að börn lærðu að vera tónelsk með því að beita sér á tónlistarlegan hátt, til dæmis með því að skapa, koma fram og hlusta. Barnið byrjar með virkri þátttöku að skilja tónlist og verður meira skapandi fyrir vikið. Nánar er hægt að kynna sér hugmyndir Orff á slóðinni: http://www3.sk.sympatico.ca/churan/orffmeth.html 6

Caroline Pratt (1867) var bandarískur kennari sem taldi að löngun barna til að læra væri meðfædd og að þau lærðu í gegnum leikinn. Hún sagði að nám barnanna þarfnaðist hagnýtra markmiða, mikillar nálægðar við verkefnin og skiljanlegra verkefna. Hugmyndafræðin byggir á því að gefa börnunum ekki tilbúnar lausnir, heldur að ræða við þau og spyrja börnin spurninga sem geti leitt til lausna. Unnið er með hugmyndafræði Pratt í kubbatímum með Unit blocks kubbana, en Pratt hannaði þá og notaði við kennslu. Nánar er hægt að kynna sér hugmyndir og störf Caroline Pratt á slóðinni: www.cityandcountry.org/cc2pratt.html 4. Þemavinna Aðrir óaðskiljanlegir þættir í þemavinnu eru að: * virkja öll skynfærin og nota öll málin (myndmál, talmál, skrift, líkamstjáningu, hreyfingu, tónlist, stærðfræði ofl.) * láta ímyndunaraflið og skopskynið leika stórt hlutverk þegar umheimurinn er rannsakaður. * skyndihugdettur/hugmyndir geta orðið að stóru rannsóknarefni, þó annað hafi verið ákveðið sem þemaefni * leikurinn sé grundvöllur að allri starfsemi leikskólans. Markmið með þemastarfi er að : * barnið fái að uppgötva umhverfið og skynja heiminn/náttúruna á sem fjölbreyttastan hátt með öllum skynfærunum * þau noti tilfinningu, hreyfingar, sjónræna skynjun, leik, ímyndun og forvitni sem leið að uppgötvunum * barnið sé virkur einstaklingur með trú á eigin getu Með þemavinnu viljum við að börnin verði óhrædd við að takast á við nýjungar og hið óvænta. Við viljum að barnið styrkist í því að tjá sig og standa fyrir sínu og læri að hlusta á sjónarmið annarra og taka tillit til annarra. Leikskólakennarar og starfsfólk leikskólans eru fyrirmyndir barnanna og mótast börnin af umgengni við það. Jákvætt og hlýtt viðmót er mjög mikilvægt í öllum samskiptum í daglegri umönnun og uppeldi barnanna. Sjálfsmynd barnanna eflist og þau öðlast öryggi við það að hafa starfsemina í föstum skorðum. Við dagleg störf og athafnir fá börnin hvatningu miðað við aldur og þroska til að vera sjálfstæð og bjarga sér sjálf t.d. á salerni, í fataklefa og á matmálstímum. Í frjálsum leiktímum fá börnin að velja sér viðfangsefni og leikefni eins og áhugi þeirra segir til um og miðað við það efni sem er í boði hverju sinni. 7

4.1. Starf með yngstu börnunum 2ja - 3ja ára. Það er mikil breyting fyrir barn að byrja í leikskóla. Hefst þá nýtt skeið í lífi barnsins og foreldranna. Barnið þarf að kynnast nýju og framandi umhverfi, öðlast traust og öryggi og foreldrar verða að treysta leikskólanum fyrir barninu sínu. Börn á þessu aldursskeiði eru að byrja að tala og eru að uppgötva að hegðun þeirra hefur áhrif á umhverfið. Þau eru mjög sjálflæg í hugsun og eiga erfitt með að deila með sér. Þau leika mikinn hluta dagsins í hlutverkaleikjum, aðallega þó einleik þar sem hæfileikinn til að eiga tjáskipti við aðra í leik er ekki þroskaður ennþá. Þau þurfa þar af leiðandi góðan leikefnivið til að fá leikþörfinni fullnægt. Hreyfiþroskann þarf að efla mikið á þessu aldursbili og er því n stór þáttur í leikskóladvölinni. Skipulagðar hreyfistundir eru einnig í salnum til að efla alhliða hreyfiþroska. 4.2.Starf með börnum 3ja - 4ra ára. Börn á þessum aldri eru flest hver orðin vön því að vera í leikskóla og þekkja siði og reglur leikskólans. Á þessu aldursbili er nauðsynlegt að þau þroski með sér samvinnu í leik, þar sem á þessu skeiði þróast leikurinn út í meiri samræður og samleik. Samfara þessu eflist hæfileikinn að eiga samskipti við aðra. Ýmiskonar regluleikir eru vinsælir og leikir sem efla og þjálfa fínhreyfingar eru mikilvægir. Byrjað er að tala um dyggðir og hugtök sem tengjast eflingu á félagslegri færni. Barnið þarf að læra að laga sig að öðrum í leik og starfi og öðrum beinum samskiptum. Vinátta þarf að lærast í daglegum samskiptum (stórum og smáum). Það að laga sig að öðrum er eitt af því mikilvægasta sem barnið lærir í leik. 4.3. Starf með 5 ára börnum. Fimm ára börnin þ.e. börn sem eru á síðasta ári í leikskólanum eru ekki í hefðbundnu þemastarfi heldur kallast hópavinnan þeirra "Lífsleikni". Byrjað er að fara í efnið "Þú og ég og við tvö" eftir Kari Lamer. Unnið er með hugtök er tengjast eigin tilfinningum og líðan sem og tilfinningum annarra. Farið er í leiki sem spunnir eru útfrá efninu. Ýmiskonar stærðfræðileikir og spil eru notuð til að þjálfa börnin í notkun stærðfræðihugtaka. Börnin fá þjálfun í að þekkja nafnið sitt og læra jafnvel að skrifa nafnið sitt. Markmið með lífsleiknivinnunni er að : * barnið læri að viðurkenna eigin tilfinningar og annarra * barnið verði meðvitað um að eigin hegðun hefur áhrif á aðra 8

* barnið læri að stjórna eigin reiði * barnið læri að leysa deilur á friðsamlegan máta án ofbeldis * efla hópkennd og samvinnu meðal barnanna * barnið læri að fara eftir fyrirmælum * barnið læri að taka tillit til annarra og að sýna umhyggjusemi * barnið læri að vinna með hefðbundin ritföng. 4.4. Verkefni 5 ára barna Fimm ára börnin vinna og leysa ýmis konar verkefni sem undirbúa þau undir farsæla skólagöngu. Unnin eru verkefni í: málrækt, þ.e. rím, örsögur, orðaleikir sem auka orðaforða og orðaskilning. Hljóðkerfis- og málvitund er könnuð með Hljóm - 2 prófi. Ritmál, stafir og myndir af orðum. Stærðfræði, tölustafir og magnhugtök, ýmis konar spil og leikir. Tjáning - kynning/ framkoma þ.e. börnin eru æfð í því að kynna sig og segja frá sér og sínum. Heimspekisögur og umræður tengdar þeim. Verkefnin stuðla að aukinni félagslegri færni, auka sjálfstæði og allan almennan þroska. 5. Frjáls leikur Frjáls leikur veitir börnunum mikla gleði um leið og hann er aðal þroska- og námsleið barnanna. Í frjálsum leik mynda börnin tengsl við leikfélagana, hæfni þeirra til tjáskipta eykst, og þau læra að setja sig í spor annarra. Reynsluheimur barnsins speglast í leiknum og er þeim búinn ríkulegur efniviður til leikja bæði úti og inni. Unnið er með einingakubba sem bandaraíski uppeldisfrömuðurinn Caroline Pratt hannaði (unit blocks). Þeir eru hannaðir þannig að stærðfræðihugsun eflist með notkun þeirra, þar sem þeir passa allir saman út frá svokölluðum einingakubb. Einingakubbar eru úr vönduðum efnivið, ólitaðir og bjóða upp á mikla möguleika til rannsóknarvinnu. Markmið með frjálsa leiknum er að börnin geti: * leikið sjálfstætt og sjálfrátt * stjórnað og skapað leikinn út frá eigin upplifunum og hugarheimi. * tekið ákvarðanir og leyst úr vandamálum 9

* einbeitt sér svo þau gleymi stund og stað * verið upptekin af augnablikinu þar sem ferlið skiptir máli * verið laust við utanaðkomandi reglur aðrar en þær sem það setur sjálft eða í samráði við leikfélagana 6. Námssvið leikskólans. Ákveðin námssvið eru undirstaða náms barnanna í leikskólanum. Þessi námssvið skarast öll að meira eða minna leyti og haldast í hendur við leik, daglegt líf og lífsleikni barnanna. 6.1. Málrækt. Tungumálið er mikilvægasta tæki manna til boðskipta. Með því tjá þeir hugsanir sínar og tilfinningar, skoðanir og fyrirætlanir. Í frumbernsku og á leikskólaaldri er lagður grundvöllur að málþroska barnanna. Markviss málörvun er rauður þráður í gegnum leikskólastarfið. Mikið er unnið með málið með sögulestri, umræðum og börnin efld í því að tjá sig. Börnin læra vísur, þulur, rím og sögur. Áhersla er lögð á að spyrja opinna spurninga: Hvað? Hvernig? Hvers vegna?. Spurningar sem þessar stuðla að því að börnin svari, tali við aðra og örva gagnrýna hugsun. Lögð er áhersla á að börnin njóti sín og tjái sig. Markmið með málræktarvinnu er að efla alhliða málþroska, máltjáningu, málvitund og málskilning barnanna. 6.2. Tónlist: Tónlist skipar stóran Þátt í starfinu. Mikil hlustun er á ýmiskonar tónverk frá ýmsum löndum. Börnin kynnast skólahljóðfærum og fá tækifæri til að prófa þau. Þau eru efld í að hreyfa sig bæði frjálst og í takt við tónlistina. Daglegar söngstundir eru einnig þar sem áhersla er á að kynna " röddina bak við augun", þ.e. að börnin syngi með fallegri söngrödd. 10

Markmið með því að iðka tónlist með leikskólabörnum er að : * örva tónlistargleði og hæfileika barnanna * börnin kynnist mismunandi tónlist * börnin kynnist mismunandi hljóðfærum * örva málþroska og skilning hugtaka * þroska samhæfingu, hreyfingu og hreyfivitund * þroska og þjálfa söngrödd barnanna og vekja með þeim vitund um þetta hljóðfæri (raddvernd) * þroska tilfinningu fyrir laglínu og hryn, einnig fyrir formi og byggingu og tilfinningu fyrir tíma og rúmi * kynna fyrir börnunum grunnþætti tónlistarinnar, púls, hryn, laglínu og form 6.4. Myndsköpun Öll börn hafa mikla sköpunarþörf og hafa þörf fyrir að tjá sig. Í Óskalandi er þeim búinn ríkulegur efniviður til myndlistarstarfs. Mikið er unnið með "verðlaust" efni sem til fellur. Einnig er unnið með t.d. málningu, leir, lím, liti og fleira. Frjáls myndsköpun eflir sjálfstraust, hugtakamyndun og frumkvæði barnanna. Fínhreyfiþroskinn eykst, hugur og hönd sameinast, og þau fá mikilvæga útrás fyrir reynsluheim sinn. Markmið með myndsköpun er að : * barnið tjái sig frjálst og að sköpunargleðin fái að njóta sín á sem fjölbreytilegastan hátt * barnið kynnist fjölbreytilegum efnivið til myndsköpunar 6.4. Menning og samfélag: Maðurinn er óhjákvæmilega þátttakandi í því samfélagi sem hann býr í. Hefðir eru ákveðin menning og tengsl við sögu okkar og fortíð. Í leikskólanum kynnist barnið ýmsu í menningu samfélagsins t.d. með því að læra gamlar þulur og vísur. Í leikskólanum myndast ákveðnar hefðir sem verða mikilvægar sem hluti af leikskólastarfinu. Í þeim felst öryggi og í flestum tilfellum eitthvað sem gleður hjartað, það að gera sér dagamun. 11

Sameiginleg markmið með hefðum, menningu og samfélagi er að: * öllum líði vel óháð litarhætti, menningu, trú, tungu og getu * jafnan ríki jafnrétti í leikskólanum, kennsla og leikur fari fram án fordóma, og að það sé í lagi að vera ólíkur öðrum * jafnan sé góð og öflug foreldrasamvinna þar sem við búum í fjölmenningarlegu samfélagi. Hver og einn býr við eigin menningu og við mismunandi fjölskylduaðstæður * auka virðingu barnanna fyrir fjölbreytileikanum í samfélagsmenningunni * leikskólinn starfi án fordóma með trú á getu hvers einstaklings 6.6. Hreyfing Börn hafa mikla þörf fyrir að hreyfa sig frjálst og óhindrað. Hreyfing stuðlar að líkamlegri og andlegri vellíðan, gleði, snerpu og þoli. Í leikskólanum er hreyfiþörfin virt og börnin örvuð til að hreyfa sig bæði úti og inni, með því læra börnin að þekkja og skynja líkama sinn. Athafnasvæðið úti er stórt og býður upp á mikla möguleika til eflingar á gróf- og fínhreyfingum. Stór salur er í Óskalandi og þar eru hreyfingar efldar þegar lítið færi gefst til útiveru. Markmið með hreyfistundum er að : * efla alhliða hreyfiþroska barnanna með tilliti til fín- og grófhreyfinga * efla líkamlega og andlega vellíðan, snerpu, hreyfigetu og þol. 6.7. Útivera Mikil áhersla er lögð á að börnin geti verið úti daglega. Í útiveru örvast gróf- og fínhreyfingar, þol eflist og börnin fá mikla útrás um leið og þau anda að sér hreinu lofti. Þau rannsaka umhverfið, lífið í náttúrunni og kynnast nánasta umhverfi sínu í gönguferðum. Stutt er í ósnortna náttúru og fá börnin ríkuleg tækifæri til að kynnast henni. Markmið með útiveru er að: * börnin öðlist jákvæða afstöðu til útiveru og hreyfingar * börnin fái tækifæri til að hreyfa sig frjálst og óhindrað * börnin geti hlaupið, stokkið og klifrað, verið í ærslaleikjum, hrópað og kallað * starfsmenn taki þátt í útileikjum barnanna. 12

6.8. Náttúra og umhverfi Kynni barnsins við náttúruna og umhverfið eru þýðingarmikil fyrir þroska þess. Mikilvægt er að börnin upplifi náttúruna af eigin raun og læri að njóta hennar sér til yndisauka. Í leikskólanum er stuðlað að virðingu barnanna fyrir náttúrunni og náttúruvernd og þeim séð fyrir fjölbreyttum möguleikum á að kynnast henni t.d. með vettvangsferðum. Fjölbreytileiki árstíða og veðurfar er gott rannsóknar- og athugunarefni í vettvangsferðum. Á vorin er farið í Reykjafjall fyrir ofan Hveragerði og gróðursettar trjáplöntur í stað grenitrjánna sem við sækjum fyrir jólin. Markmið með umhverfisfræðslu er að: * börnin læri að umgangast náttúruna með virðingu * börnin læri að nýta það sem náttúran gefur * barnið læri að þekkja sitt nánasta umhverfi. 7. Hefðir og hátíðir Með því að halda upp á hátíðir og hefðir sem tengjast íslenskri menningu eflist þjóðarvitundin. Leikskólinn gegnir hér mikilvægu hlutverki. Í Óskalandi eru ákveðnar hefðir ríkjandi sem hafa það að markmiði að miðla menningararfi okkar til barnanna: Jólin. Desember mánuður er helgaður jólunum, fæðingu frelsarans og jólahaldi Íslendinga. Sóknarprestur Hveragerðiskirkju hefur boðið leikskólunum í heimsókn í kirkjuna og frætt börnin um helgihald jólanna. Jólaföndur með foreldrum er þannig að foreldrar koma og föndra með börnunum eina síðdegisstund og borða piparkökur. Mörg undanfarin ár hefur börnunum verið boðið í ísveislu í Eden fyrir jólin. Farið er í Reykjafjall fyrir ofan Hveragerði og jólatré sótt í skóginn þar, sem er síðan skreytt og stendur það úti í garði. Jólaball er haldið og er þá dansað kringum jólatréð, jólasveinn heimsækir börnin og jólamatur borðaður. Jólaleiksýning í boði foreldrafélagsins hefur verið fastur liður í mörg ár. Þorrablót. Á Þorranum er haldið þorrablót. Þá er einnig fjallað um gamlar hefðir í íslenskri matargerð og lifnaðarháttum. Bolludagur Á bolludaginn eru borðaðar bollur og fjallað um hefðir og siði er tengjast þessum degi. Sprengidagur Á sprengidaginn er borðað saltkjöt og baunir í hádeginu og fjallað um hefðir og siði er tengjast þessum degi. 13

Öskudagur Á öskudaginn er haldið náttfataball og sprellað í salnum. Páskar Viku fyrir páska er byrjað að föndra með páskaföndur og börnin frædd um krossfestinguna. Útskrift elstu barna Farið er í ferðalag með útskriftarárganginn á vordögum. Vorferð Á vorin er ýmist farið í sveitaferð eða fjöruferð með öll börnin. 17. júní Fjallað er um þjóðhátíðina og rætt um það hvers vegna haldið er upp á þjóðhátíðardaginn. Sungin eru íslensk lög og unnið með þjóðfánann. 8. Daglegt líf Daglegar athafnir í leikskóla mótast af andlegum og líkamlegum þörfum barnanna. Mikilvægt er að fastar venjur séu eins skipulagðar frá degi til dags, það skapar öryggi hjá börnunum. Markmiðið er að börnin verði sjálfstæð og sjálfbjarga. Líkamleg og andleg umönnun og uppeldi stuðlar að almennri vellíðan barnsins. Návist leikskólakennarans og starfsfólks við barnið í leik og starfi gefur dvöl þess dýpra gildi. Mánud. Þriðjud. Miðvikud. Fimmtud. Föstud. 8.00-8.30 Rólegheit, spil, teiknun Rólegheit spil, teiknun Rólegheit, spil, teiknun Rólegheit, spil, teiknun Rólegheit spil teiknun 8.30-9.00 Söngstund Söngstund Söngstund Söngstund Söngstund 9.00-9.40 Morgunverður Morgunverður Morgunverður Morgunverður Morgunverður 9.40- Frjáls leikur Frjáls leikur Frjáls leikur Frjáls leikur Frjáls leikur 10.40 10.40-11.50 Hópastarf / Hópastarf / Hópastarf / Hópastarf / Tónlist, glens og gaman 12-13 Hádegismatur /hvíld Hádegismatur /hvíld Hádegismatur /hvíld Hádegismatur /hvíld Hádegismatur / hvíld 13-14 Hópastarf/ Hópastarf/ Hópastarf/ Hópastarf/ Hópastarf/ 14.00- Frjáls leikur Frjáls leikur Frjáls leikur Frjáls leikur Frjáls leikur 14.45 14.45- Söngstund Söngstund Söngstund Söngstund Söngstund 15.00 15.00-15.40 Síðdegis - hressing Síðdegis - hressing Síðdegis - hressing Síðdegis - hressing Síðdegis - hressing 15.40-16.00 Sögustund, málrækt Sögustund, málrækt Sögustund, málrækt Sögustund, málrækt Sögustund, málrækt 16-17 Frjáls leikur Frjáls leikur Frjáls leikur Frjáls leikur Frjáls leikur 8.1. Að koma og fara Lögð er áhersla á að tekið sé vel á móti hverju barni svo það finni sig velkomið í leikskólann. Góð samskipti við leikskólakennara, starfsfólk, foreldra og önnur börn hafa úrslitaþýðingu fyrir vellíðan barnsins. Mikilvægt er að barninu og foreldrum sé heilsað við 14

komuna í leikskólann, þannig er lagður grunnur að góðum degi. Sömuleiðis er mikilvægt að kveðja og þakka fyrir daginn. 8.2. Að klæða sig í og úr Í fataklefanum eru börnin hvött til sjálfsbjargar með því að klæða sig sjálf um leið og þroski þeirra leyfir. Með því að gefa þeim góðan tíma til þessara athafna, gefst tími til að ræða um ýmis líkamsheiti, liti og heiti á fatnaði ofl. Það eykur sjálfstæði þeirra og styrkir sjálfsmyndina. 8.3. Borðhald Í leikskólanum borða börnin morgunverð, hádegisverð og síðdegishressingu. Lögð er áhersla á að maturinn sé hollur, ferskur og fallega fram borinn. Börnin læra að matast sjálf, nota hnífapör og læra almenna borðsiði. Við borðhaldið gefst góður tími til skemmtilegra samræðna. Þau aðstoða við að leggja á borð og hjálpa hvert öðru og læra að ganga frá eftir matinn. Þetta er mikilvægur þáttur í uppeldi þeirra til sjálfstæðis og sjálfsbjargar. 8.4. Svefn og hvíld Eftir hádegisverðinn fá öll börnin hvíldar-/slökunarstund. Yngstu börnin sofa, þau sem ekki sofa fá hvíldarstund við sögulestur og slökun. Lögð er áhersla á að skapa rólegt og þægilegt andrúmsloft í hvíldinni. 8.5. Hreinlæti Mikil áhersla er lögð á það að kenna börnunum hreinlæti. Góð samvinna er við foreldra í bleiumálum. Börn án bleiu læra að fara sjálf á salerni og handþvott á eftir. Fyrir matmálstíma þvo börnin sér um hendur. 9. Aðlögun Aðlögun barns er einn þáttur í uppeldisstarfinu og skiptir miklu máli fyrir líðan barnsins hvernig til tekst. Að byrja í leikskóla 15

er ný reynsla, allt er framandi og ókunnugt og því er mikilvægt að vel sé staðið að málum. Með því er lagður góður grunnur að framtíðinni. Markmiðið er að efla öryggiskennd og vellíðan barnsins og foreldra þess í framandi aðstæðum og stuðla að gagnkvæmum kynnum á milli fjölskyldu barnsins og leikskólans. Það er ný reynsla fyrir barnið þegar það færist á milli deilda. Leikskólakennarar vinna sameiginlega að því að auðvelda hverju barni þann flutning. Þegar barn byrjar í Óskalandi, kemur það í stutta heimsókn fyrsta daginn. Síðan í samráði við deildarstjóra er ákveðið hvernig aðlögun skuli háttað. Oftast tekur aðlögun um það bil viku, stundum örlítið lengur, fer það aðallega eftir aðlögunarhæfni barnanna hversu fljótt þau verða örugg. Aðlögun milli deilda gengur hraðar fyrir sig þar sem börnin þekkja sig ágætlega innanhúss og fá þau oft að fara í heimsóknir milli deilda. 10. Foreldrasamvinna Mikil áhersla er lögð á að eiga góða samvinnu og jákvæð og vinsamleg samskipti við foreldra. Í foreldrasamtölum skapast trúnaður og traust þar sem skipst er á upplýsingum um börnin. Skipulögð foreldraviðtöl eru einu sinni á ári en foreldrar geta hvenær sem er fengið viðtöl við leikskólakennara óski þeir eftir því. Foreldrar bera meginábyrgð á uppeldi barna sinna, en leikskólanám er góð viðbót við uppeldi barnanna. Foreldrafélag er starfandi í samvinnu við leikskólann Undraland. Félagið hefur staðið fyrir ýmsum skemmtilegum uppákomum s.s. sumarhátíð og leiksýningum. Hefð er komin fyrir því að bjóða upp á tvær leiksýningar á ári, fyrir jólin og á vorin. Einnig hefur foreldrafélagið tekið þátt í kostnaði við útskriftarferð elstu barnanna á vorin. 11. Samstarf Leikskólinn á samstarf við ýmsa aðila. Þeir eru foreldrar, grunnskóli, leikskólaráðgjafi, félagsmálastjóri, heilsugæsla og Hveragerðiskirkja. 11.1 Samstarf við grunnskólann Góð samvinna við grunnskólann er mikilvæg. Kennarar beggja skólastiganna hittast mánaðarlega yfir vetrartímann og skipuleggja samstarfið. Elstu börnum leikskólans er boðið í nokkrar heimsóknir í grunnskólann, íþróttahúsið og í frímínútur. Þau vinna ýmiskonar verkefni með 1. bekk fyrir jólin og fara á skemmtanir tengdar árshátíð 1. bekkjar. Nemendur 1. bekkjar heimsækja "gamla" 16

leikskólann með kennara sínum. Með leyfi foreldra geta upplýsingar um börnin fylgt þeim í grunnskólann. Markmið með samvinnu við grunnskólann er að skólaganga barnanna sé ein samfella og ekki skapist gjá á milli þessara skólastiga enda er leikskólinn fyrsta skólastig barnsins. 11.2. Aðrir samstarfsaðilar Á Skólaskrifstofu Suðurlands starfa sálfræðingur og leikskólaráðgjafi. Leikskólinn leitar til þessara aðila telji leikskólakennarar þörf á því. Vakni t.d. grunur um einhverskonar þroskafrávik er í samráði við foreldra leitað til sálfræðings. Leikskólaráðgjafi er til stuðnings leikskólastarfinu. Samstarf við heilsugæslu er þegar koma upp einhverskonar smitsjúkdómar, lús eða eitthvað tengt heilsu barnanna, einnig þegar börnin fara í læknisskoðun við 3 ja og 1/2 árs og 5 ára aldur. Hveragerðiskirkja hefur í mörg ár boðið leikskólunum að nota aðstöðu kirkjunnar fyrir utanaðkomandi leiksýningar í boði foreldrafélagsins. 12. Mat á leikskólastarfinu Samkvæmt reglugerð ber leikskóla að móta aðferðir til að meta uppeldisstarfið svo og stjórnunarhætti, samskipti innan leikskólans og tengsl við aðila utan hans. Leikskólinn hefur notað Ecers kvarðann sem metur í heild umhverfi leikskólans og starf leikskólakennara og starfsfólks. Kvarðinn er einnig notaður til að meta einstaka þætti starfsins. Höfundar kvarðans eru Thelma Harms og Richard M. Clifford, þýðendur eru Sesselja Hauksdóttir og Gerður Guðmundsdóttir. Meginmarkmið með því að meta innra starf og aðbúnað er að auka gæðin í starfinu með börnunum. Þau atriði sem lögð eru til grundvallar við matið eru: * hvað þarf hvert barn í leikskóla til að þroskast andlega, félagslega, tilfinningalega og vitsmunalega? * hvernig skipuleggja leikskólakennarar umhverfið þannig að það mæti sem best þörfum barnanna? 13.Trúnaður - tilkynningarskylda Leikskólinn leggur áherslu á að fullur trúnaður ríki um allar upplýsingar er varða börnin og foreldra þeirra sem og aðrar aðstæður. Hverjum starfsmanni er skylt að gæta þagmælsku um atriði er hann fær vitneskju um í starfi sínu. Allt starfsfólk leikskóla undirritar sérstakt þagnarheit sem helst þó látið sé af starfi. Ef leikskólakennarar telja að líkamlegum og/eða andlegum þörfum 17

barns sé ekki sinnt ber að tilkynna það barnaverndaryfirvöldum Hveragerðisbæjar sbr. 13. grein laga um málefni barna og ungmenna. 18

Heimildaskrá 1. Anonymus; 1999. Aðalnámsskrá leikskóla Menntamálaráðuneytið. 2. Barsotti, Mæchel, Wallin; 1988. " Börn hafa hundrað mál" Þýðandi Aðalsteinn Davíðsson, Menntamálaráðuneytið. 3. Barsotti, Mæchel, Wallin; 1992 "Ett barn har hundra språk" Utbildningradio AB. 4. Dahlberg og Åsen;1995 "Den pedagogiska filosofin i Reggio Emilia" Stockholm: Reggio Emilia institutet. 5. Lamer; 1997 "Du og jeg og vi to" Oslo: Universitetsforlaget. 6. Lindquist; 1989 "Från fakta til fantasi" Lund: Studentlitteratur. 19