Námsferð til Malmö í Svíþjóð.

Relevanta dokument
Stokkhólmur Námsferð 5 leikskóla apríl 2012

SVONA Á AÐ SKIPTA UM PERU

Skólanámskrá. Útgefandi: Leikskólinn Holt Stapagötu 10, 260 Reykjanesbæ

Ritnefnd: Arnbjörg Eiðsdóttir, Helga Sigurjónsdóttir, Þóra Kemp og Þorsteinn Hjartarson.

Skólanámskrá Óskalands

Börn á Norðurlöndum Ungt fólk hefur áhrif!

Verkmenntaskólinn á Akureyri

Mamma, pabbi, hvað er að?

Inngangur Vorið 2015 fékk sveitarfélagið Árborg styrk frá Erasmus + til eflingar skólastarfinu í Árborg.

Málþroski og læsi Færni til framtíðar- Leikskólinn Lækjarbrekka Hólmavík HANDBÓK

Að sjá illa en líða vel Krister Inde

Að ryðja úr vegi. ólík sjónarhorn starfsendurhæfingar. Kristjana Fenger, lektor í iðjuþjálfunarfræði við Háskólann á Akureyri

Veiledningshefte. En arbeidsdag på liv og død

Ullarþóf. Þórunn Eiríksdóttir NÁMSGAGNASTOFNUN

Hugmyndabanki. Stærðfræðileikir fyrir ung börn

Vellíðan í vinnunni. Vinnueftirlit ríkisins Fræðslu- og leiðbeiningarit nr. 13

Möguleikar til menntunar fyrr og nú

Hlustið, góðu vinir, nú skal segja ykkur sögu

Jæja elskurnar mínar!! Þá kom loks að því að þið fenguð að sjá og

Börn á Norðurlöndum. Norræna velferðarmiðstöðin. Snemmbær úrræði fyrir börn og fjölskyldur

HVERNIG VERÐA GÓÐIR VINNUSTAÐIR TIL?

Ferð Siri Derkert til Íslands: Siri, Laxness og Ungfrúin góða og Húsið

Ert þú með réttu gleraugun? Stuðningsefni til að samþætta sjónarmið barnaréttinda og ungmenna við starf Norrænu ráðherranefndarinnar

MINNISBLAÐ. NVF fundur með formönnum og varaformönnum íslenskra NVF nefnda

Allt sem ég gerði skorti innihald

Hann, hún og það... eða hvað?

Efnisyfirlit. Mynd 1. Brautryðjandinn. Einar Jónsson LEJ. Ljósmyndasafn.

Sópun snjós af hjólaleiðum og hálkuvarnir með saltpækli. Þróunarverkefni Veturinn

9.5.2 Útgáfa 1.0 Dags Flóttaleiðir. Leiðbeiningar. Leiðbeiningar. Mannvirkjastofnun. 1. Inngangur. 2. Almennar skýringar

Áherslur Ferðamálastofu við breyttar aðstæður

Samtal um KANNABIS. Embætti landlæknis. Directorate of Health

Listin að finna ekki til

Fjárskipti milli hjóna

UNGT FÓLK ÁN ATVINNU - VIRKNI ÞESS OG MENNTUN

Það fer eftir kennurum

5.4 Stuðningur sveitarfélaga Verklag ýmissa stofnana og fyrirtækja Skráning hjá Þjóðskrá Íslands Samandregið yfirlit

2. Meginmál Hvað hefur verið rannsakað?

Vefrallý um Norðurlönd

Jafnréttismál eru sveitarstjórnarmál SAMBAND ÍSLENSKRA SVEITARFÉLAGA

Ásýnd og skipulag bújarða

Fimmtíu og sex

Norrænn byggingardagur Nordisk Byggdag NBD

Betri líðan - Bættur hagur með

safnafaðir Reykvíkinga maí Sýningarskrá

ÖKUFERILS SKRÁ PUNKT AKERFI. Lögreglan

Bankbok som lärobok. Lennart Högstedt

Äventyrsmatematik. Sven-Gunnar Furmark

EFNISYFIRLIT. Prentarinn

Fegurðin fæðist á ný. Fljótvirk, langvirk mýking andlitslína Einföld fegrunaraðferð. Juvéderm ULTRA samanstendur af þremur vörum

NTR- ráðstefna í Svíþjóð 2012

Velferð barna á Norðurlöndum í heila öld

Maí Hraðatakmarkandi aðgerðir

Tæknileg úrræði og heilabilun á Norðurlöndunum

Jambusskollinn á svo þrælslega við íslenskt mál og rím

Norræn starfsmannaskipti skýrsla styrkþega

Sérfræðinám í Svíþjóð - Vænn kostur -

List- og menningarfræðsla á Íslandi. Anne Bamford

Ætti að heimila langlífari sambúðarmaka að sitja í óskiptu búi?

Reglugerð um aðgerðir gegn einelti á vinnustað

Eflt norrænt löggjafarsamstarf Tækifæri og áskoranir

Miðvikudagurinn 8. júlí 1998 kl. 9: fundur samkeppnisráðs. Erindi vegna útboðs Vegagerðarinnar á vetrarþjónustu á Holtavörðuheiði

Fullriggaren Malevik. Robert Johansson, Anna Malmsköld, Camilla Wingne

Leiðarvísir fyrir tónmöskva

Frumvarp til laga um breytingar á lagaákvæðum er varða framfærslu barna og meðlag skv. barnalögum nr. 76/2003.

Skýrsla velferðarráðherra um aðgerðir samkvæmt aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar vegna ofbeldis karla gegn konum í nánum samböndum.

Starfsáætlun Frístunda- og menningarsvið STARFSÁÆTLUN Frístunda- og menningarsvið Grindavíkurbæjar. Nóv. 2015

Efnisyfirlit. Inngangur Markmið Leiðir að markmiðum Heimildaskrá

Frá styrkjakerfi til heilbrigðs rekstrarumhverfis

Rændu vopnaðir

Myndlist í mótun þjóðernis

Rósir fyrir alla. Listi yfir úrvals rósir sem Rósaklúbbur Garðyrkjufélags Íslands og Yndisgróður LbhÍ metur sem harðgerðar og blómviljugar á Íslandi.

TILMÆLI. Samstarf innan ferðaþjónustu á Norðurlöndum. Norðurlandaráð

Gandur til Svíþjóðar. Viðskipta- og raunvísindasvið Lokaverkefni 2106 Fjóla Björk Jónsdóttir Leiðbeinandi: Vera Kristín Vestmann Kristjánsdóttir

110 m. 260 m. 240 m. 280 m. 400 m. 550 m. 110 m

Greining og úttekt á LundaMaTs Umferðarstjórnun fyrir höfuðborgarsvæðið RANNSÓKNARSJÓÐUR VEGAGERÐARINNAR OG REYKJAVÍKURBORG

Nóvember Hönnun 2+1 vega

Eftirlitsstaðir fyrir umferðareftirlit Tillögur að útfærslum

Mars 2010 SÉRAKREINAR STRÆTISVAGNA Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU

Matvæli úr dýraríkinu og fóður

TILLÖGUR ÍSLENSKRAR MÁLNEFNDAR AÐ ÍSLENSKRI MÁLSTEFNU

NVF Fundur íslandsdeildar 29. október Matthildur B. Stefánsdóttir

SKOGRÆKTARFELAGISLANDS

LAGASVIÐ. Mat á geðrænu sakhæfi Lögfræðilegt eða læknisfræðilegt?

ÞJÓNUSTA VIÐ FÖTLUÐ BÖRN OG FULLORÐNA TRAUST SVEIGJANLEIKI ÞRÓUN FRAMTÍÐARSÝN- OG STEFNA

Ræktun ávaxtatrjáa á Íslandi

ARBETSTAGARE I NORDEN. exempel på gränshinder

4. tölublað 2015 Fimmtudagur 26. febrúar Blað nr árg. Upplag

Skýrsla Vatnalaganefndar

Villa Villekulla och andra hus

Språkproven i ISLEX problem och potential

Nr janúar 2006 REGLUGERÐ. um framkvæmdasamning við Norðurlandasamning um almannatryggingar frá 18. ágúst 2003.

Ræktun tómata við raflýsingu

TILSKIPUN EVRÓPUÞINGSINS OG RÁÐSINS 2014/24/ESB. frá 26. febrúar 2014

Skipulag sérgreina lækninga á Landspítala - háskólasjúkrahúsi

Velkomin til Tyrklands!*

Íslensk kvikmyndagerð fyrir íslenska menningu, áhorfendur og tungu.

MENNINGARHEIMAR MÆTAST ÁHRIF TRÚAR, MENNINGAR OG ARFLEIFÐAR Á SAMSKIPTI OG MEÐFERÐ INNAN HEILBRIGÐISÞJÓNUSTUNNAR

Um mikilvægi rannsóknaseturs á sviði opinberrar stjórnsýslu

Ársskýrsla Jafnréttisstofu 2010

Kennarasamband Íslands, 18. desember 2016

Transkript:

Námsferð til Malmö í Svíþjóð. Leikskóli Fjallabyggðar 06.06. 10.06. 2012 1

Á vordögum 2011 komu upp umræður hvort að leikskólinn gæti ekki farið í námsferð erlendis, þar sem átta ár var síðan Leikskálar fóru til Danmerkur. Mikill áhugi skapaðist um slíka ferð og var þá skipuð ferðanefnd sem fékk það hlutverk að skoða hvað það var sem leggja ætti áherslu á að skoða og hvar. Haft var samband við aðra leikskóla sem hafa farið í námsferðir erlendis. Mikil áhugi var að fara til Svíþjóðar. Lögðum við upp með það að skoða Reggio Emilia skóla og útikennslu. Á hausmánuðum var haft samband við Leikskólafulltrúa í Malmö og athugað hvort að hún gæti sett upp dagskrá með þetta í huga. Sendi hún okkur þess flottu dagskrá og var því ekki aftur snúið. Ferðin var farinn 06.06. - 10.06.2012. 85% starfsmanna tóku þátt í ferðinni. 2

Dagskrá ferðar: 7 juni: 9-12.00 Ett möte i St. Gertruds förskola där förskollärare Anna Lövin berättar för er om sin förskoleverksamhet och Reggio Emilia pedagogik. Därefter delas gruppen i två. Den ena gruppen stannar kvar på St Gertruds förskola och den andra promenerar till Storkens förskola för studiebesök i verksamheten. Anna Lövin: tel: 070 878 35 48, adress till St. Gertrud: Östergatan 3, adress till Storkens förskola: Gasverksgatan 16. 13.30-16.00 Besök i Bladins Montessoriförskola. Den ena gruppen besöker engelsktalande förskola och den andra Montessoriförskolan. Båda arbetar dock med Montessoripedagogik. Rektor Ingrid Hortin, tel: 040 98 79 70, Adress: Själlandstorget 1. 8 juni: 9-12.00 Båda grupperna samlas vid Barnens hus, Möllevångsgatan 24, 4:e våningen. Gemensam information om Verksamhetspärmen samt Intelligenta miljöer och hur uppbyggnaden av dessa miljöer kan se ut. Efter detta delas gruppen i två. Den ena halvan promenerar tillsammans med en förskollärare till Doppens förskola, Nikolaigatan 7 och den andra halvan till Lekattens förskola, Södra Förstadsgatan 97 C, tillsammans med en annan pedagog. Rektor Elisabeth Bergstrand, tel.: 040 34 55 13 Eftermiddag 13-14.00 Besök i Södra Innerstadens förskola som kommer att presentera sitt sätt att arbeta med utepedagogik och visa sin utemiljö. Adress: John Erikssonsväg 10. Kontaktperson Ingela Hagbert, tel: 040-96 70 53 Det går att promenera från förra besöket till detta besök. Lunch efter besöket. 3

S:t Gertruds og Storkens leikskólar Það voru þær Anna Lövin frá S:t Gertruds og Catrine frá Storkens leikskóla sem tóku á móti okkur. Við byrjuðum á að skoða glærusýningu þar sem farið var yfir skólana og þá starfsemi sem er í skólahúsunum. S:t Gertruds og Storkens eru tveir af þremur leikskólum í Carolis leikskóla svæðinu í Malmö. Það eru um 160 leikskólabörn á aldrinum 1 6 ára á þessu svæði. Leikskólarnir vinna eftir Reggio Emilia heimspeki og leggja áherslu á að hver maður er einstakur Dæmi var tekið um vinnu með börnunum sem fjallar um að hver maður er einstakur. Vinnan var fólgin í því að skoða atvinnu og hvers vegna við þurfum að vinna. Er eitthvert starf mikilvægara en annað, börnin byrjuðu á að nefna þessi algengu störf búðarkona, bankamaður, kennari og fl. en eftir því sem verkefnið þróaðist komust þau að því að ruslakarlar væru mjög mikilvægir því ef þeir kæmu ekki þá ættum við heima á ruslahaugum. Mikið er lagt upp úr lýðræði barna þ.e. lýðræðið er eins og leikurinn, það þarf að taka ákvarðanir, semja um valkosti og komast að sameiginlegri niðurstöðu. Þetta er t.d. notað þegar verið er að finna út þema vetrarins, hvar barnið ætlar að starfa yfir daginn og hvað það er sem þau vilja hafa aðgengi að. Það fer eftir aldri barnanna hvernig unnið er að lýðræði. Það er mikilvægt að kennarinn sé til staðar og styðji barnið í námsframvindu sem og að hjálpa því við að leysa sjálft úr vandamálum og deilum sem upp geta komið á milli þeirra. Í Reggio Emilia heimspeki þá er einstaklingurinn mikilvægur horft er á hvaða styrkleikum hann býr yfir og hvaða styrkleika barnið vill öðlast. Þá er áherslan lögð á þann styrkleika í starfinu. Leikskólarnir leggja áherslu á listir og listsköpun því hægt er að tengja það við öll námsviðin. Leiklistin býður upp á að börnin geta unnið með samúð, reynslu og innsýn inní lífið og tilveruna. Listsköpun tekur á hönnun, tónlist, hreyfingu og 4

er tungumálið rauði þráðurinn í gengum þetta allt. Leikskólinn leggur mikla áherslu á að gera tungumálið sýnilegt. Eins og áður segir þá er ákveðið þema sem unnið er með allan veturinn. Kennarar halda skráningar um þekkingarleit barnanna. Mikið af myndum og könnunarvefir hanga víða um skólann, þetta er gert sjónrænt til að börnin verði meðvitaðri um sitt eigið nám. Einu sinni á ári er sameiginleg sýning þar sem foreldrum, öllum kennurum, almenningi, dagblöðum, útvarpi og sjónvarpi er boðið á sýningu. Í vetur var það miðborgin sem var í brennidepli og börnin unnu út frá því hvað þau vildu fræðast um. Einkunnarorð skólanna eru: Gleði, virðing, sköpun og þekking. Gleði Í vinnu þeirra er gleði ásamt öryggi, grundvöllur þess að börnin læri. Auðveldast er að meðtaka þekkingu þegar umhverfið er jákvætt og viðurkennandi, í gegnum leik og félagslegt samspil þar sem áhugi, kímnigáfa og ímyndunarafl endurspeglast í starfinu. Virðing Í stafi þeirra er borin virðing fyrir hverjum einstaklingi og skoðunum hans. Fjölbreytileiki einstaklinganna auðgar starfið. Allir eiga möguleika á að taka þátt í að móta og hafa áhrif á sinn eigin þroska. Sameiginlegum viðmiðum og reglum er fylgt eftir og allir taka ábyrgð á henni. Sköpun. Í örvandi umhverfi fá börnin tækifæri til að vera skapandi og allir fá að leita svara við spurningum sínum og finna eigin lausnir. Það er ekkert rétt eða rangt, þar sem forvitni allra fær að njóta sín. Þekking. Í starfinu vinna börnin saman að þekkingarleit það gera þau í gegnum leikinn, með því að fylgjast með, rannsaka, skapa og endurspegla vitneskju sína. Þannig nýta þau reynslu annarra og öðlast um leið nýja þekkingu. 5

S:t Gertruds S:T Gertruds leikskólinn er í mjög gömlu og virðulegu húsi. Leikskólinn er á tveimur hæðum. Á neðri hæð eru yngri börnin 1-3 ára og á annarri hæð eru börn frá 4-5 ára. Garðurinn er umvafinn byggingum frá 1800. Það fyrsta sem við tókum eftir var hversu fá leiktæki voru í garðinum, engar rólur né vegasalt. En þar var sandkassi, lítil kastali, sullukar, ásamt nokkrum matjurtakössum. Leist okkur ekki á blikuna þegar við komum inn, okkur fannst leikskólinn frekar subbulegur, þ.e. ekki er mikið lagt upp úr því að hafa nýmálaða veggi eða að gólfin séu hrein. En eftir kynningu og skoðun sáum við að það er verið að vinna frábært starf með börnunum. Allur efniviður er í hæð barnanna, börnin komast í límbyssur og annan efnivið sem við erum með á hærri stöðum og börnin hjá okkur fá aðeins afnot af undir eftirliti. Þarna fær sköpunarkrafturinn að njóta sín. Leikskólinn leggur mikið upp úr lýðræði með vali fyrir börnin. Börnin velja sér viðfangsefni og þau útbúa og rannsaka viðfangsefnið t.d. voru eldri börnin að vinna með veitingahús og þá voru þau búin að útbúa veitingahús í einu herberginu og þar fékk það að vera þangað til að leikurinn tekur aðra stefnu. Það getur tekið nokkra daga. 6

Góðar hugmyndir fyrir okkar starf. Ný hugmynd af hver er ég. Hér er verið að rannsaka hvað er fjölskylda. Skriftarhorn Undir stöfunum var lítið borð með blöðum og pennum. Listahornið þeirra. Vaskar fyrir alla Stærðfærði. Æfa sig að telja. Valspjöld. 7

Tölvan á aðgengilegum stað. Leikhúsið mitt. Mikið lagt upp úr því að skrá og gera könnunarvefi. Unnið með tilfinningar 8

Storkens Leikskólinn er staðsettur í gömlu húsi sem áður var gasverksmiðja. Húsið er mjög bjart og skemmtilegt. þarna eru stórir gluggar sem bjóða upp á gott útsýni. Skólinn deilir garði með nýlistasafninu. Það er eins hér og á S:t Gertrude að leiksvæðið úti er sandkassi, hjól og smá kassar undir ræktun. Mikið er farið í vettvangsferðir um svæðið, bæði í heimsókn í aðra leikskóla á svæðinu og einnig í almenningsgarða. Á Storkens eru börn á aldrinum 1 6 ára. Það eru tvær deildir í leikskólanum, önnur er fyrir 1-3 ára og hinn fyrir 3-6 ára. Mikið er lagt upp úr skráningu og tókum við strax eftir því þegar við komum inn í skólann. Allir veggir og gólf eru þakin skráningum um námsframvindu barnanna. Á Storkens eru öll rými vel nýtt og útbúin rými fyrir börnin eftir því viðfangsefni sem þau fást við hverju sinni. Það sem við tókum helst eftir var að leiksvæðin voru lítil og efniviðurinn ekki mikill en allt vel nýtt. Mikið um verðlausan efnivið. Matráður á Storkens hefur fengið viðurkenningu frá bænum fyrir að bjóða upp á góðan og næringarríkan mat fyrir börnin. Sami inngangur og nýlistasafnið 9

Skráningar á þeim viðfangsefnum sem börnin hafa veið að skoða í vetur. Fuglar Bókstafir í náttúrunni Tré í kringum skólann. Um Malmö Hlutverkakrókur búningar. Skriftarhorn 10

Allt notað sem til fellur í námsferlið Kubbakrókur Tilfinningabækur Speglar unnið með skynjun. 11

Bladins Það var hún Ingrid aðstoðarskólastjóri sem tók á móti okkur og kynnti skólann. Bladins er alþjóðlegur skóli fyrir börn á aldrinum 3 ára og upp úr. Í skólann sækja börn sem eru með annað tungumál en sænsku. Nú eru nemendur frá 30 löndum í skólanum, öll kennsla fer fram á ensku. Börnin stoppa mislengi í skólanum flest ekki lengur en ca. 2 ár. Þegar börnin koma fyrst í skólann þetta ung þá eru þau hljóð og fylgjast vel með öllu sem fram fer í kringum þau, en eftir tvær til þrjár vikur eru þau farinn að reyna að tjá sig og taka þátt. Börn eru ótrúlega fljót að tileinka sér og aðlagast hlutum eins og við vitum. Bladins skólinn starfar eftir Montessori hugmyndafræðinni sem byggir á þeirri kennslustefnu að stuðla eigi að því að öll börn geti lært á sínum eigin hraða þar sem athafnafrelsi barnsins er mjög mikilvægt. Markmið Montessori stefnunnar er ekki aðeins að auka þekkingu barnsins heldur fremur að þróa andlegan þroska þess: t.d. námsgleði, einbeitingu, sterka sjálfsmynd, sjálfsstjórn, og sjálfstæði í hugsun og verki. Montessori aðferðin þýðir að börn eru ávallt virt sem og nám þeirra. Hjálpaðu mér að gera það sjálfur Það byggir á að barnið getur mun meira en við höldum og kennarinn á að aðstoða barnið og ryðja úr vegi óþarfa hindrunum þannig að barnið geti rannsakað og kannað sem mest sjálft. Það getur komið fullorðnum á óvart hvað það er sem börn vilja læra t.d. 3 ára vilja læra sem mest um himintungl, 4 ára hafa mestan áhuga á því að skrifa og 5 ára hafa þau mestan áhuga á því að tala um mismunandi tegundir af formum. Það er kennarinn sem þarf að útbúa aðstæður og hjálpa þeim til að auka þekkingu sína. 12

Í Bladins er lögð áhersla á að umhverfið einkennist af kærleika og virðingu meðal barna sem og fullorðinna. Börn sem finna ást og kærleika verða sjálfstæðir einstaklingar. Lögð er áhersla á að tíminn í skólanum sé jákvæð reynsla fyrir alla fjölskylduna. Í skólanum er lagt upp úr góðu foreldrasamstarfi því þegar fjölskyldur koma frá mismunandi menningaheimi þá er mikilvægt að skólinn geti bent þeim á foreldra sem eru frá sama landi eða menningaheimi. Þetta er t.d gott fyrir foreldra ef þeir þurfa pössun eða hjálp við að koma sér fyrir í nýju landi. Einkunnarorð skólans eru: Við höfum gaman saman á hverjum degi Við tökum tillit til menningar barna Við leyfum börnum að tjá og sýna tilfinningar sínar. Við hvetjum börnin til að reyna nýja hluti Við trúum á hæfni barna til að þróa hæfileika sína. Við stefnum að því að börnin taki þátt og hafi áhrif á skóladaginn Við mætum hverju barni á þeirra forsendum. Hluti af útisvæði skólans. 13

Allar reglur gerðar sýnilegar Lestrarhorn Aðbúnaður Ingrid að segja okkur frá sögubrúðunum Mikið gert úr sögum Bækur og búið að safna brúðum sem tengjast sögunum 14

Unnið með tilfinningar. Allt gert myndrænt fyrir börnin til að hjálpa þeim að tjá sig. Þemavinna í skólanum voru árstíðarnar. 15

Það er mikið lagt upp úr tungumálinu, bókstafir og smáorð sem koma oft fyrir í enskri tungu eru gerð sýnileg þannig að börnin fara að þekkja orðmyndir. Tölustafir eru einnig gerðir sýnilegir og það er unnið með hvað liggur að baki hverjum tölustaf. Allt er gert myndrænt og áþreifanlegt. 16

Skólinn vill að nemendur sem koma frá honum leitist við að vera: Könnuðir Að þeir læri að virkja náttúrulega hæfileika sína og forvitni til að stunda virka þekkingarleit. Fróðleiksfúsir Að þeir rannsaki viðfangsefni og hugmyndir sem hafa þýðingu hvort heldur sem er fyrir þeirra nærumhverfi eða á heimsvísu. Þannig öðlist þeir dýpri skilning á fjölbreyttum málefnum. Hugsuðir Að þeir beiti skapandi og gagnrýninni hugsun við lausn flókinna vandamála og taki rökstuddar siðferðilegar ákvarðanir. Búnir samskiptahæfni Að þeir skilji og geti tjáð hugmyndir og upplýsingar af öryggi á fleiri en einu tungumáli. Einnig að þeir séu fúsir til samstarfs og samskipta við aðra. Samkvæmir sjálfum sér Að þeir starfi af heilindum og heiðarleika. Að þeir öðlist sterka tilfinningu fyrir sanngirni, réttlæti og virðingu fyrir reisn einstaklinga, hópa og samélaga. Taki ábyrgð á gjörðum sínum og afleiðingum sem fylgja þeim. Víðsýnir Að þeir skilji og meti eigin menningu og sögu en séu jafnframt opnir fyrir sjónarmiðum, gildum og hefðum annarra einstaklinga og samfélaga. Að þeir læri að hlusta á og meta margvísleg sjónarmið og séu tilbúnir til að læra af reynslunni. Umhyggjusamir Að þeir læri að sýna samhygð, samúð og virðingu gangvart þörfum og tilfinningum annarra og leitist við að hafa jákvæð áhrif á umhverfi sitt og samferðamenn. Hugrakkir Að þeir mæti framandi aðstæðum og óvissu af hugrekki og framsýni. Að þeir séu óhræddir við að reyna nýjar aðferðir, hlusta á nýjar hugmyndir og takast á við ný hlutverk og tilbúnir til að verja skoðanir sínar. Í jafnvægi Að þeir skilji mikilvægi þess að viðhalda jafnvægi milli líkamlegra, tilfinningalegra og vitsmunalegra þátta í lífinu til að öðlast vellíðan og hugarró. Búi yfir sjálfsþekkingu Að þeir þekki eiginleika sína, styrkleika og takmarkanir og læri að nýta sér þá á margvíslegan hátt við nám og störf. 17

Þetta er haft að leiðarljósi í allri kennslu. Bladins var mjög áhugaverður skóli með gott skipulag á stofum sem mun nýtast okkur. Einnig var gaman að sjá að við erum að vinna mjög vel með tungumálið okkar, s.b. að hafa bókstafi, tölustafi og smáorð í umhverfi barna en alltaf má gera betur og heimsókn í Bladins skólann gaf okkur fullt af nýjum hugmyndum um hvernig við getum bætt við okkar frábæru kennslu. Pilgårdens leikskóla svæðið. Barnahúsið, Droppens og Lekattens leikskólarnir tilheyra allir Pilgårdens leikskólasvæðinu. Það var hún Elísabet skólastjóri leikskólanna sem tók á móti okkur í Barnahúsi ásamt starfsmönnum Droppens og Lekattens. Þær kynntu skólanna og sögðu okkur frá því starfi sem þar fer fram. Skólarnir starfa allir saman, það er einn leikskólastjóri og síðan er hver leikskóli með verkefnisstjóra. Þessa dagana er verið að móta starfið og vinna að skólanámskrá. Leikskólarnir í Pilgårdens vinna allir eftir Raggio Emilia hugmyndafræðinni eða taka það besta 18

sem hentar hverjum og einum. Áhersla er lögð á lýðræði á meðal barna og kennara. Yfirstjórnin hittist einu sinni í viku í 90 mínútur til að fara yfir starfið og hvað þær vilja sjá í starfinu með börnum og starfsmönnum. Það sem þær vilja að sé í brennidepli er að allir starfsmenn á svæðinu vinni í takt og að allt nám fari fram í jákvæðu andrúmslofti og sé gert skemmtilegt. Í skólanum hjá þeim vinnur fólk á mjög dreifðum aldri allt frá 20 ára til 64 ára, sem er talið jákvæt því yngra fólkið sem er nýútskrifað getur kennt því eldra og það eldra getur kennt því yngra af reynslunni. Kennarar leggja jafnframt mat á hvern annan t.d. með vídeóupptökum og benda hver öðrum á til að þróa sig áfram í starfi. Áhersla er á að börn gerir tilraunir og rannsóknir með jafnöldrum og kennurum og fái til þess mismunandi efni, verkfæri og tækifæri. Efniviðurinn á ekki að þvinga börn í eina átt. Leikstofurnar eiga að kalla á börnin þannig að þau vilji vita og rannsaka meira. Nú er verið að horfa í kyn- og staðalímyndir og hvernig því er háttað hjá börnum. Allir leikskólarnir eru vel búnir tækjum þ.e. að börnin hafa aðgang að tölvum og snjalltöflu (whiteboard) til að geta aflað upplýsinga. Barnahúsið Barnahús er opinn leikskóli fyrir alla þ.e. að foreldrar, ömmur og afar, frændur og frænkur geta komið og verið með börn á aldrinum 0 5 ára og þannig hitt önnur börn áður en þau byrja í leikskóla. Það þarf ekki að skrá börnin og viðveran er frí. Það kemur fagfólk sem býður upp á ýmsa starfsemi s.s. söng, hreyfingu og sögustundir. Hér sáum við margar hugmyndir fyrir yngstu börnin okkar og hvað það er auðvelt að útbúa leikefni úr nánast engu. Allt fest upp á veggi. 19

Einföld lausn á sand-, sullu og málningarvinnu. Skrautlegir kubbar gerðir úr allavega kössum og silkipappír. Sniðug hugmynd upp á að nýta pláss. 20

Droppens leikskóli Leikskólinn er á tveimur hæðum. Á neðri hæð eru börn á aldrinum 1-3 ára og á efri börn á aldrinum 4-6 ára. Við byrjuðum að skoða efri hæðina og má segja að við urðum dáleiddar af starfinu sem þar fer fram. Þarna er aðallega notaður opinn efniviður og börnin eru mikið að rannsaka og gera tilraunir. Það sést strax að börnin eru með í ráðum. Reglur vor sýnilegar, þ.e. að börnin voru búinn að skrifa og teikna það sem má og það sem ekki má. Skráningar á námi barnanna sást um allan leikskólann, á veggjum, í lofti og á gólfi. Það fyrsta sem við tókum eftir var hvað allt var litskrúðugt og mikið af speglum þannig má segja að skynfærin okkar hafi farið á fullt og er það ekki það sem við viljum sjá hjá börnunum? Á haustin þegar þau byrja þá er farið í gegnum hlutverk eyrans. Þar með er búið að draga úr hávaða. Börnin mæta á fund þar sem þau velja sér svæði sem þau ætla að vera á yfir daginn. Þau komu sér sjálf upp reglum um hvað mættu vera margir á hverju svæði og tekur það smá tíma á haustin að komast að samkomulagi. Eftir það vita þau að ef það eru komnir 6 þá er ekki pláss fyrir fleiri. Á þessum leikskóla eins og öðrum sem við skoðuðum er allt pláss nýtt og til að skapa afslappaða stemmingu þá er loftið tekið niður með þunnum litríkum efnum. Eins eru stóru rýmin stúkuð niður með borðum eða þunnum efnum. Við sáum fyrir okkur að þetta yrði allt togað niður hjá okkur en leikskólakennarinn sagði að það væri aðeins fyrst og börnunum væri gerð grein fyrir því að ef þau toga þá dettur loftið niður á þau. Á yngri deildinni var unnið með liti þ.e. borð og gluggar tileinkað ákveðjum lit. t.d rauða borðið þá var allt rautt í kring og í loftinu fyrir ofan borðið. Einnig unnu þær mikið með bókstafina og að gera börnin meðvituð um ritmálið. Starfsmenn komu sér saman um að hver og einn hefur umsjón með einu herbergi og ræður hvað hann gerir þar inni. Herbergið er hans vinnu svæði og þar hittir hann börnin. 21

Þarna fær hver og einn starfsmaður að vinna á sínu áhugasviði. t.d. var þarna tónlistarherbergi, litaherbergi svo eitthvað sé nefnt. Mjög skrautlegt umhverfi Unnið úr vídeóspólum 22

Það var margt að sjá upp í lofti Sögu- og músíkhornið Unnið með hlustun/eyra á haustin 23

Börnin setja sér reglur þau skrifa og teikna regluna, rautt er það sem er bannað en blátt það sem má. Börnunum fannst skemmtilegra að gera reglur um að sem er bannað. Tæknin nýtt í starfi Sniðug hugmynd fyrir fataherbergið. Stígvélastandur Klemmur fyrir vettlinga merkt hverju barni 24

Gluggaskraut Sniðugar hugmyndir 25

Unnið með kyn-ímynd og einstaklinga Unnið með stafi Okkur langar í svona 26

Lekattens leikskóli Í leikskólanum eru tvær deildir með börnum á aldrinum 1-5 ára. Unnið er í litlum hópum og er börnunum skipt niður eftir áhuga og þroska. Unnið er að því ásamt börnunum að útbúa umhverfið þannig að það hvetji börnin til að afla sér þekkingar og reynslu á fjölbreyttan hátt. Efniviður er aðgengilegur og rækilega flokkaður þannig að allt efni og leikföng eru sýnileg og hver hlutur á sínum stað. Í Lekattens er verið að fikra sig áfram að sambærilegu starfi og unnið er á Droppens og starfsfólk og börn er enn að prófa sig áfram. Þannig er búið að flokka efnivið, gera hann aðgengilegan og skipta húsnæðinu í svæði eftir viðfangsefnum en afraksturinn af vinnu barnanna og skráningar á uppgötvunum þeirra og námi er ekki eins sýnilegur og á Droppens. Útileiksvæðið er sameiginlegt með íbúðunum í kring og ekki er mikið um leiktæki. Útivera er ekki síst í formi könnunarferða um næsta nágrenni og nálæg útivistarsvæði eru heimsótt reglulega. Í Lekattens er lögð áhersla á að allur matur sé eldaður frá grunni úr sem ferskustu og bestu hráefni og hefur leikskólinn fengið viðurkenningu fyrir gæði matarins. Allt umhverfi var mjög snyrtilegt og greinilega var búið að leggja mikla vinnu í að skipuleggja það og finna út hvað hentaði hverju svæði. Við tókum sérstaklega eftir því hversu mikið er flokkað eftir litum og gerðum. Það eru næstum því engin tilbúin leikföng en nóg af kubbum, litum og alls konar opnum efnivið. Einnig er mikið framboð af verðlausu efni sem börnin mega nýta i sköpun og alls konar leikjum. 27

Mikil áhersla er á stærðfræði Allt flokkað eftir litum......meira að segja litirnir Hvert herbergi hefur sérstakan tilgang Allt á sínum stað Skrifstofu horn fyrir matráðinn 28

Södra Innerstadens leikskóli Það var hún Ingela sem tók á móti rennandi blautum leikskólakennurum (það rignir víst í Malmö) Ingela sagði okkur lítillega frá leikskólanum og starfi hans áður en haldið var út á lóð skólans. Leikskólinn er staðsettur við hliðina á sjúkrahúsinu og er opnunartími hans í tengslum við það. Leikskólinn er opinn frá kl. 6 22 á kvöldin. Leikskólinn er jafnframt opinn alla daga allt árið um kring. En það er mjög mismunandi hvað börnin eru lengi. Þau geta komið fyrri part og svo aftur seinni part af deginum eða að þau eru í nokkra daga fríi. Lóðin sem leikskólinn stendur á var áður undir smáhýsi en þangað kom fólkið úr miðborg Malmö áður fyrr þegar það átti frí. Þegar það datt upp fyrir var farið að huga að því hvað ætti að gera við lóðina og kom þá upp sú hugmynd að stofna leikskóla sem væri með áherslu á útisvæði því að góð lóð er við skólann og stutt í skóginn. Útisvæðinu er skipt upp í nokkur svæði, eitt til að laða að pöddur sem hægt er að skoða og rannsaka. Þau setja niður matjurtir er það allt á einum stað allt sem má borða. Þarna er einnig laut þar sem þau fara og borða úti, smíðasvæði, óræktað land og leikskólinn vinnur moltu. Það er oft farið út fyrir lóð eða að skóginum og þar er eldað og unnið með náttúruna dag langt. Börnin í skólanum þekkja það ekki að hafa garð heima hjá sér þar sem þau búa öll í blokkum. Það var því talið mikilvægt að börnin kæmust í snertingu við náttúruna. Smíðasvæði Útivistarlautin. 29

Óhefðbundið leiksvæði Blautar en glaðar konur Rigningavatni safnað. Ingela að fræða mannskapinn Hefðbundin leiktæki. Öndin þeirra. 30

Glaður hópur Snemma í undirbúningsferlinu fyrir fræðsluferðina okkar var ákveðið að fara til Svíþjóðar þar sem leikskólastarf þar er byggt á svipuðum grunni og okkar íslenska kerfi og því auðvelt að samsama sig þeirra aðstæðum. Sænskir leikskólar hafa líka margir nýlega gengið í gegnum sameiningarferli líkt og við í Leikskóla Fjallabyggðar og því fannst okkur forvitnilegt að vita hvernig þeim hefði tekist til og hvort við gætum eitthvað lært af þeim. Samgöngusjónarmið réðu því svo að ákveðið var að fara til Malmö þar sem tiltölulega ódýrt er að fljúga til Kaupmannahafnar og þaðan eru greiðar samgöngur til Malmö. Ferðin hafði tvíþættan tilgang: Annars vegar langaði okkur til að fá tækifæri til að kynnast mismunandi leikskólastarfi, kynnast straumum og stefnum í leikskólauppeldi. Hins vegar fannst okkur mikilvægt að fá tækifæri til að öðlast sameiginlega reynslu, kynnast innbyrðis og hrista hópinn saman. Hópurinn samanstóð af starfsmönnum Leikhóla og Leikskála og fyrir þessa ferð höfðu ekki gefist mjög mörg tækifæri til að kynnast, fræðast og gleðjast saman. Óhætt er að segja að báðum markmiðunum var náð. Við skoðuðum marga ólíka leikskóla, sáum bæði margt sem okkur fannst til mikillar fyrirmyndar og líka eitt og annað sem við myndum seint samþykkja í okkar leikskólastarfi. Við fengum 31

mikið af fræðsluefni og tókum óteljandi margar myndir. Sköpuðust oft fjörugar umræður eftir heimsóknirnar um aðstæður, efnivið og umhverfi. Síðan náði starfsmannahópurinn að kynnast betur innbyrðis og til dæmis var farið saman út að borða tvö kvöld. Hópurinn varð smám saman samhentari og óþvingaðri í samskiptum sín á milli. Sérstaklega var gaman að sjá hvað allir pössuðu vel upp á samferðafólk sitt í ferðunum að allir væru örugglega komnir í lestina, rútuna o.s.frv. Þolinmæði og þrautseigja kom hópnum heilum í gegnum langt og strangt ferðalag, rútuferðir, næturflug, lestarferðir o.s.frv. sem vissulega tóku í hjá mörgum. Hjálpsemi, gleði og hlátur voru einkennandi í ferðinni hvort heldur sem var á löngum gönguferðum milli leikskóla (þar sem einkunnarorðin voru: Við erum rétt að verða komin ) eða í búðarrölti laugardagsins og óformlegum samkomum í lobbyinu. Þessi ferð var vel heppnuð í alla staði og reynist okkur örugglega dýrmæt innistæða í reynslubankanum þegar við höldum áfram að vinna að okkar sameiginlegu markmiðum og framtíðarsýn hjá Leikskóla Fjallabyggðar Umsjón með skýrslu voru : Kristín María Hlökk Karlsdóttir Olga Gísladóttir 32