MINNISBLAÐ. NVF fundur með formönnum og varaformönnum íslenskra NVF nefnda

Relevanta dokument
Norrænn byggingardagur Nordisk Byggdag NBD

SVONA Á AÐ SKIPTA UM PERU

Velferð barna á Norðurlöndum í heila öld

Börn á Norðurlöndum Ungt fólk hefur áhrif!

Ert þú með réttu gleraugun? Stuðningsefni til að samþætta sjónarmið barnaréttinda og ungmenna við starf Norrænu ráðherranefndarinnar

Eflt norrænt löggjafarsamstarf Tækifæri og áskoranir

Verkmenntaskólinn á Akureyri

Kennarasamband Íslands, 18. desember 2016

NVF Fundur íslandsdeildar 29. október Matthildur B. Stefánsdóttir

Fimmtíu og sex

Námsferð til Malmö í Svíþjóð.

110 m. 260 m. 240 m. 280 m. 400 m. 550 m. 110 m

Hann, hún og það... eða hvað?

NTR- ráðstefna í Svíþjóð 2012

Ullarþóf. Þórunn Eiríksdóttir NÁMSGAGNASTOFNUN

Áherslur Ferðamálastofu við breyttar aðstæður

UNGT FÓLK ÁN ATVINNU - VIRKNI ÞESS OG MENNTUN

Ásýnd og skipulag bújarða

HVERNIG VERÐA GÓÐIR VINNUSTAÐIR TIL?

Allt sem ég gerði skorti innihald

Veiledningshefte. En arbeidsdag på liv og død

TILMÆLI. Samstarf innan ferðaþjónustu á Norðurlöndum. Norðurlandaráð

ÖKUFERILS SKRÁ PUNKT AKERFI. Lögreglan

Vellíðan í vinnunni. Vinnueftirlit ríkisins Fræðslu- og leiðbeiningarit nr. 13

Stokkhólmur Námsferð 5 leikskóla apríl 2012

Mamma, pabbi, hvað er að?

Ætti að heimila langlífari sambúðarmaka að sitja í óskiptu búi?

Frumvarp til laga um breytingar á lagaákvæðum er varða framfærslu barna og meðlag skv. barnalögum nr. 76/2003.

Norræn starfsmannaskipti skýrsla styrkþega

Að sjá illa en líða vel Krister Inde

Frá styrkjakerfi til heilbrigðs rekstrarumhverfis

Miðvikudagurinn 8. júlí 1998 kl. 9: fundur samkeppnisráðs. Erindi vegna útboðs Vegagerðarinnar á vetrarþjónustu á Holtavörðuheiði

TILLÖGUR ÍSLENSKRAR MÁLNEFNDAR AÐ ÍSLENSKRI MÁLSTEFNU

EFNISYFIRLIT. Prentarinn

Sérfræðinám í Svíþjóð - Vænn kostur -

Ritnefnd: Arnbjörg Eiðsdóttir, Helga Sigurjónsdóttir, Þóra Kemp og Þorsteinn Hjartarson.

Maí Hraðatakmarkandi aðgerðir

Íslensk kvikmyndagerð fyrir íslenska menningu, áhorfendur og tungu.

Matartíminn markviss kaupstefna íslensks matvælaiðnaðar í Perlunni

Hugmyndabanki. Stærðfræðileikir fyrir ung börn

Ferð Siri Derkert til Íslands: Siri, Laxness og Ungfrúin góða og Húsið

Tæknileg úrræði og heilabilun á Norðurlöndunum

Nóvember Hönnun 2+1 vega

Skýrsla Vatnalaganefndar

Fegurðin fæðist á ný. Fljótvirk, langvirk mýking andlitslína Einföld fegrunaraðferð. Juvéderm ULTRA samanstendur af þremur vörum

safnafaðir Reykvíkinga maí Sýningarskrá

Fjárskipti milli hjóna

Jafnréttismál eru sveitarstjórnarmál SAMBAND ÍSLENSKRA SVEITARFÉLAGA

Skýrsla velferðarráðherra um aðgerðir samkvæmt aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar vegna ofbeldis karla gegn konum í nánum samböndum.

4. tölublað 2015 Fimmtudagur 26. febrúar Blað nr árg. Upplag

Inngangur Vorið 2015 fékk sveitarfélagið Árborg styrk frá Erasmus + til eflingar skólastarfinu í Árborg.

SKOGRÆKTARFELAGISLANDS

Ársskýrsla Jafnréttisstofu 2010

Efnisyfirlit. Mynd 1. Brautryðjandinn. Einar Jónsson LEJ. Ljósmyndasafn.

Ræktun tómata við raflýsingu

Jambusskollinn á svo þrælslega við íslenskt mál og rím

Eftirlitsstaðir fyrir umferðareftirlit Tillögur að útfærslum

Mars 2010 SÉRAKREINAR STRÆTISVAGNA Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU

Málþroski og læsi Færni til framtíðar- Leikskólinn Lækjarbrekka Hólmavík HANDBÓK

Hlustið, góðu vinir, nú skal segja ykkur sögu

Samtal um KANNABIS. Embætti landlæknis. Directorate of Health

9.5.2 Útgáfa 1.0 Dags Flóttaleiðir. Leiðbeiningar. Leiðbeiningar. Mannvirkjastofnun. 1. Inngangur. 2. Almennar skýringar

Listin að finna ekki til

Líkan til samanburðar á hagkvæmni steyptra og malbikaðra slitlaga

Möguleikar til menntunar fyrr og nú

Starfsáætlun Frístunda- og menningarsvið STARFSÁÆTLUN Frístunda- og menningarsvið Grindavíkurbæjar. Nóv. 2015

Förändring av resvanor hos bilnationen Island. Några små steg på vägen

Nr janúar 2006 REGLUGERÐ. um framkvæmdasamning við Norðurlandasamning um almannatryggingar frá 18. ágúst 2003.

Skipulag sérgreina lækninga á Landspítala - háskólasjúkrahúsi

Það fer eftir kennurum

ÞJÓNUSTA VIÐ FÖTLUÐ BÖRN OG FULLORÐNA TRAUST SVEIGJANLEIKI ÞRÓUN FRAMTÍÐARSÝN- OG STEFNA

Skólanámskrá Óskalands

Minnihlutastjórnir á Íslandi og Norðurlöndum

2. Meginmál Hvað hefur verið rannsakað?

Fullriggaren Malevik. Robert Johansson, Anna Malmsköld, Camilla Wingne

F~d. 33. Frumvarp til áfengislaga. [33. mál]

Sópun snjós af hjólaleiðum og hálkuvarnir með saltpækli. Þróunarverkefni Veturinn

Betri líðan - Bættur hagur með

TILKYNNINGARSKYLDA HEILBRIGÐISSTARFSMANNA UM ÓVÆNT ATVIK VIÐ HEILBRIGÐISÞJÓNUSTU

ARBETSTAGARE I NORDEN. exempel på gränshinder

Skýrsla til Alþingis. Hjúkrunarfræðingar Mönnun, menntun og starfsumhverfi

Rændu vopnaðir

Um mikilvægi rannsóknaseturs á sviði opinberrar stjórnsýslu

Matvæli úr dýraríkinu og fóður

5.4 Stuðningur sveitarfélaga Verklag ýmissa stofnana og fyrirtækja Skráning hjá Þjóðskrá Íslands Samandregið yfirlit

Rósir fyrir alla. Listi yfir úrvals rósir sem Rósaklúbbur Garðyrkjufélags Íslands og Yndisgróður LbhÍ metur sem harðgerðar og blómviljugar á Íslandi.

Þriðjudagur, 7. júní fundur samkeppnisráðs. Uppgreiðslugjald af neytendalánum. I. Málavextir

Efnisyfirlit. Inngangur Markmið Leiðir að markmiðum Heimildaskrá

Greinargerð og úrskurður gerðardóms í ágreiningsmáli Ljósmæðrafélags Íslands og fjármála- og efnahagsráðherra fyrir hönd ríkissjóðs sbr.

Greining og úttekt á LundaMaTs Umferðarstjórnun fyrir höfuðborgarsvæðið RANNSÓKNARSJÓÐUR VEGAGERÐARINNAR OG REYKJAVÍKURBORG

Leiðarvísir fyrir tónmöskva

Ár endurnýjunar. Árið sem leið í Norðurlandaráði og hjá Norrænu ráðherranefndinni

Skólanámskrá. Útgefandi: Leikskólinn Holt Stapagötu 10, 260 Reykjanesbæ

Norræn listahátíð Nordisk kulturfestival Reykjavík. Dagskrá Program

Bankbok som lärobok. Lennart Högstedt

REGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 1255/2012. frá 11. desember 2012

TILSKIPUN EVRÓPUÞINGSINS OG RÁÐSINS 2014/24/ESB. frá 26. febrúar 2014

Rannsókn á hlutdeild kynjanna í námsefni í sögu á miðstigi grunnskóla. Kristín Linda Jónsdóttir

Niðurskurður verði allt að 56 milljarðar

Gandur til Svíþjóðar. Viðskipta- og raunvísindasvið Lokaverkefni 2106 Fjóla Björk Jónsdóttir Leiðbeinandi: Vera Kristín Vestmann Kristjánsdóttir

Transkript:

Málefni: MINNISBLAÐ NVF fundur með formönnum og varaformönnum íslenskra NVF nefnda Dags.: 16. maí 2018, klukkan 14:30-16:00. Frá.: Dreifing: ÞI Formenn og varaformenn íslenskra NVF nefnda og aðrir þeir sem málið varðar Mætt á fund: Bergþóra Kristinsdóttir, Stjórn NVF á Íslandi og Vägteknologi Bryndís Friðriksdóttir, Trafiksäkerhet och transporter Einar Pálsson, Drift och underhåll G.Pétur Matthíasson, Kommunikationsgruppen Grétar Páll Jónsson, Broar Guðbjörg Lilja Erlendsdóttir, Transport i städer och transportplanering Guðrún Þóra Garðarsdóttir, Broar Halldór Torfason, Stjórn NVF á Íslandi Haraldur Sigursteinsson, Vägteknologi Margrét Silja Þorkelsdóttir, Utforming (í fjarfundarbúnaði) Matthías Loftsson, Tunnlar Nicolai Jónasson, Digitalisering Reynir Óli Þorsteinsson, Klimat och miljö (í fjarfundarbúnaði) Valtýr Þórisson, Utforming Viktor Steinarsson, Digitalisering Þorsteinn R. Hermannsson, Transport i städer och transportplanerin og varaformaður stjórnar NVF á Íslandi Þórir Ingason, ritari NVF á Íslandi Dagskrá fundarins var eftirfarandi: 1. Norræna starfið almennt 2. Starf í nefndum norrænum og íslenskum 3. ViaNordica 2020 4. Önnur mál Í upphafi fundar færði ÞI fundarmönnum bestu kveðjur frá Hreini Haraldssyni, formanni Íslandsdeildarinnar, sem var forfallaður. Þorsteinn Hermannsson, varaformaður stýrði fundi og gengið var til dagskrár. Eftirfarandi kom m.a. fram. 1. Norrænt starf almennt ÞI greindi frá nokkrum atriðum varðandi starfið almennt, sem fram hafa komið á fundum yfirstjórnar NVF og fundum ritara landsstjórna síðan í maí 2017. Síða 1 af 5

Vinnuplön nefnda, sem lögð voru fram í apríl 2017, voru formlega samþykkt á stjórnarfundi í júní. Nefndirnar sendu inn skýrslur um starfið í nóvember 2017 og fram kom að virkni væri í öllum nefndum, þó hún væri mis mikil. Á stjórnarfundum og fundum ritara hefur verið rætt um virkni meðlima og fram kemur að yfirleitt séu fáir slíkir í hverri nefnd en mun fleiri sem eru það ekki. ÞI gat þess að í ritarahópnum hafi verið rætt um hvað er átt við með virkni (ÞI hefur lýst þeirri skoðun sinni á þeim vettvangi að það sé einnig virk þátttaka að vera með til að afla upplýsinga og þekkingar þó ekki sé mætt á alla fundi). Rætt hefur verið um vef NVF (www.nvfnorden.org) og hvernig hann er notaður. Haustið 2017 var lítið komið inn hjá mörgum nefndum, en efni hefur aukist síðan þá. Gert er ráð fyrir að vefmál verði skoðuð almennt einkum með tillit til þess að marka stefnu um þau fyrir næsta tímabil. Á fundum ritara landsstjórna hefur verið rætt um áhrif nýrrar persónuverndarlöggjafar, sem tekur gildi í ESB núna í maí (og á Íslandi þegar Alþingi hefur sett lög um það). Vegna löggjafarinnar hefur meðlimaskrá NVF sem var á vefnum verið lokað. Danir hafa sent fyrispurn til einstakra danskra meðlima um hvort þeir séu samþykkir því að upplýsingar séu skráðar (tölvupóst, heimilisföng o.s.frv.) og þeim sé deilt til annarra, til dæmis á vef NVF. Hugsanlega gerum við eitthvað svipað hérlendis. ÞI sagði einnig frá því að Danir (í samvinnu við hin löndin) eru farnir að huga að undirbúningi næsta tímabils, 2020-2024. Í því sambandi verður m.a. rætt við formenn og ritara norrænna nefnda um starfið hingað til á þessu tímabili og reynsluna af því. Einnig er gert ráð fyrir að stofna svokallaðan fókushóp, með 2-3 fulltrúum frá hverju landi, sem myndi ræða kosti og galla mismunandi skipulags á veffundi. Ekki hefur verið kallað formlega eftir tilnefningum, en stjórn Íslandsdeildarinnar hefur í huga að tilnefna bæði gamalreynda meðlimi, sem þekkja skipulag fyrri tímabila og einhverja sem hafa komið nýir inn á núverandi tímabili og þekkja starfið út frá því. 2. Starf í nefndum norrænum og íslenskum Viðstaddir formenn og varaformenn gerðu grein fyrir starfi í hverri nefnd, bæði hvað varðar innlent starf sem og norræna samstarfið. Almennt kom fram að virkni íslenskra nefnda er svolítið mismunandi en vettvangurinn til að hittast, ræða málin og kynnast mismunandi fyrirtækjum og stofnunum er litinn mjög jákvæðum augum. Annars kom eftirfarandi fram hjá hverri nefnd: Brýr (GÞG, GPJ) Í íslensku nefndinni eru nú 15 meðlimir og þar af 8 einnig í norrænu nefndinni. Hafa hist þrisvar síðan í maí í fyrra, hjá Verkís, Vegagerðinni og Eflu og fundunum hafa ýmis verkefni verið kynnt. Nota svæðið sem sett var upp fyrir íslensku nefndirnar á vefnum (nvfnorden.org) til að setja inn ýmislegt efni. Norræna nefndin heldur ráðstefnur og fundi. Fundað á Íslandi í lok apríl 2018. 13 á fundinum þar af 6 frá Norðurlöndunum. Starfið í íslensku nefndinni er jákvætt og fólk hefur náð að kynnast. Síða 2 af 5

Rekstur og viðhald (EP) EP nefnir dalandi þátttöku í ársfundum norrænu nefndarinnar, telur að það megi rekja til nýja skipulagsins. Gert er ráð fyrir að halda opinn fund í íslensku nefndinni nú í júní 2018, þar sem m.a. verður rætt um vetrarþjónusta hjólreiðasstíga. Íslenski hópurinn er ekki fjölmennur enn, en hugmyndir um að stækka hann, m.a. til að fólk geti hist án skuldbindinga til að ræða rekstrar- og viðhaldsmál. Fram kom að verktakar í vetrarviðhaldi hafi ekki komið inn í nefndina, enda yfirleitt einyrkjar sem starfa í því. Stafrænn heimur (VSt, NJ) Fram kom að þrír fundir séu haldnir í norrænu nefndinni á ári. Næsti norræni fundur verður hér í júní 2018. Tólf eru skráðir á þann fund, sem er heldur minna en hefur verið á fyrri fundum norrænu nefndarinnar. Íslenska nefndin hefur ekki verið mjög virk, en gert ráð fyrir að bjóða íslenskum félögum sumarfundinn nú í júní. Nefndin þetta tímabil er samsett úr tveimur nefndum frá fyrri tíð og NJ telur að sameiningin hafi tekist vel og góður gangur sé í starfinu. Heimasíða norrænu nefndarinnar er uppfærð. Norrænu fundirnir hafa verið skipulagðir frá hádegi til hádegis, sem ekki hentar alltaf fyrir íslenska þátttöku. Umhverfi og loftslag (RÓÞ) Íslenska nefndin hefur hist einu sinni síðan í maí 2017, en boðaður hefur verið fundur í næstu viku, þar sem flutt verða fræðsluerindi. Norræna nefndin var, ásamt nefnd um hönnun, mjög virk í undibúningi fyrir vel heppnaða ráðstefnu um bæjarsamgöngur og breytingar á þróun bæjarumhverfis, sem haldið var í Bergen haustið 2017. Fundur norrænu nefndarinnar verðu hér á landi í haust (12.-13. september) og er unnið að skipulagi hans þessa dagana. Samtals eru skráðir um 30 þátttakendur í norrænu nefndinni og um 10-20 hafa verið að mæta á fundi, en ekki kemur í ljós fyrr en í júní hver þáttakan verður á fundinum hér. Umferðaröyggi og flutningar (BF) Íslenska nefndin er fjölmenn og með tölverða virkni. Í nefndinni hefur verið rætt um virkni og hvað það þýðir, er t.d. þörf á að mæta á fundi norrænu nefndarinnar til að teljast virkur. Norræna nefndin hefur haft starsfundi og er með árlega ráðstefnu, sem er vel sótt. BF nefnir að henni finnst hún hafa fjarlægst norrænu nefndina frá fyrra tímabili eftir að nýtt skipulag tók gildi. Fram kom einnig að BF veit um fólk frá hinum löndunum sem hefur ekki fengið að vera með í norrænu nefndinni þó það vilji. Umferð í bæjum og skipulag samgangna (GLE, ÞH) Um 10 manns eru í íslensku nefndinni og fundir hafa veri haldnir til skiptis hjá meðlimum. Fundargerðir Íslandsdeildar eru inni á íslensku síðunni. Lítil virkni er hins vegar á heimasíðu norrænu nefndarinnar. Um þessar mundir snýr vinna íslensku nefndarinnar að mestu um undirbúning norræns seminars sem verður hér í vor, en einnig er einn fulltrúi frá hverju hinna landanna í undirbúningshópi (um 20 útlendingar eru skráðir á seminarið). Starfið í norrænu nefndinni virkar vel og er keyrt áfram af Svíum sem eru í forsvari, en einnig kom fram að innri kjarni hafi myndast í norrænu nefndinni í sambandið við skipulag og stýringu starfsins. Síða 3 af 5

Jarðgöng (ML) Íslenska nefndin er í raun sameinuð jarðgangafélaginu, sem heldur fundi með fræðsluerindum tvisvar til þrisvar á ári. Um 20-30 manns mæta á þá fundi. Norræna nefndin skiptir sér í vinnuhópa, hver þeirra fundar kannski tvisvar á ári, en þó mismunandi. Íslendingar hafa sótt fundi og haldnir hafa verið skype fundir í einhverjum undirnefndum. Undirnefndirnar hafa einnig haldið sérstök seminör. ML telur að meiri tengsl hafi verið innan nefndarinnar í fyrra skipulagi, en starfið nú virki vel hvað varðar upplýsingastreymi. Hönnun (VÞ, MSÞ) Íslenska nefndin fundar tvisvar á ári til skiptis hjá meðlimum. Norræna nefndin stóð (ásamt umhverfis og loftslagsnefndinni) að tveggja daga ráðstefnu um bæjarsamgöngur og breytingar á þróun bæjarumhverfis, í Bergen haustið 2017. Norræna nefndin heldur fundi að vori og seminar að hausti. Í vor var haldinn fundur í Finnlandi, þar sem meðal annars gafst tækifæri til að skoða svæði þar sem gerðar eru tilraunir með sjálfkeyrandi ökutæki við vetraraðstæður. Í haust verður seminar í Svíþjóð um áhrif loftslagsbreytinga á veghönnun. Gert er ráð fyrir fundi norrænu nefndarinnar á Íslandi á næsta ári. Fram kom að um 10-15 manna hópur sæki norrænu fundina. VÞ nefnir jákvæða breytingu að fleiri sækja fundi nefndarinnar en bara formenn og ritarar viðkomandi lands, eins og e.t.v. var í gamla skipulaginu. Vegtækni (HaS, BK) HaS sýndi vef Íslandsdeildarinnar, þar sem fram koma ýmsar upplýsingar um starfið auk annars fróðleiks. Ársfundur norrænu nefndarinnar verður haldinn hér nú í lok maí. Bæði verður fundur nefndar og eins dags sjálfstætt seminar með erindum frá ýmsum löndum. Starfið í norrænu nefndinni hefur verið svolítið á floti. Reglulega stendur norræna nefndin fyrir veffræðslufundum (webinar), sem er gott. Samt vantar eitthvað og ef fólk hittist ekki í eigin persónu og kynnist þannig, minnkar það möguleika á styrkingu norræns samstarfs. Velta fyrir sér hvort ástæða sé til meira starfs í íslensku nefndinni. 3. ViaNordica 2020 Fram hefur komið að ráðstefnan verður haldin í Malmö, frá hádegi 10. júní til hádegis 12. júní 2020. Yfirskrift ráðstefnunnar hefur verið ákveðin: Future mobility sutainable ways. Gert er ráð fyrir að fagna 20 ára afmæli Eyrarsundsbrúarinnar að kvöldi miðvikudagsins og boðið verður upp á léttan kvöldverð á fimmtudagskvöldinu. Engin gala dinner og ekki verður skipulögð dagskrá fyrir maka. Tungumálið á ráðstefnunni verður enska. Miðvikudag og föstudag verða sameiginlegir fyrirlestrar. Ekki er búið að ákveða efni sameiginlegu fyrilestranna, en Svíar hafa m.a. óskað eftir tillögum frá nefndum um það. Fimmtudagur verður dagur nefnda með fjórum samhliða fyrirlestrum, 16 fundir (1-1,5 klst hver). Haldinn var fundur í undirbúningsnefnd (sem samanstendur m.a. af fulltrúum frá öllum norrænu nefndunum) þann 15. maí 2018. ÞI fylgdist með fundinum á Skype. Á fundinum var byrjað að leggja drög að efni á dagskrá, en nefndir höfðu verð beðnar um að senda Síða 4 af 5

inn tillögur að efni, sem passaði við þemun fjögur sem sett voru fyrir starf NVF á þessu tímabili (Säkra och miljövänliga transporter; Kvalitet och resursoptimala transport; Kompetenta och effektiva organisationer; Innovation och förnyelse). Þemun verða yfirskriftir hinna fjögurra samhliða fyrirlestra. Gert er ráð fyrir að næsta haust verði komin nokkuð góð mynd á dagskrána, þannig að nefndir geti hafið undirbúning. ÞI gerir ráð fyrir að íslenskir þátttakendur í norrænu nefndunum komi að þeirri vinnu. Fram kom að skipulag einstakra funda (sessiona) þarf ekki að vera hið hefðbundna fyrirlestrarform. Til dæmis er gert ráð fyrir að það megi nýta umhverfið í Malmö í einhverjum tilvikum (svipað og gert var í Þrándheimi 2016). Þó er gert ráð fyrir að auðvelt verði að fara á milli fyrirlestra, sem haldnir eru undir mismunandi yfirskriftum. Á ráðstefnunni er gert ráð fyrir sýningu. Ekki verða sérstakir básar fyrir hverja nefnd, en þær fá sameiginlegt svæði á sýningunni. 4. Önnur mál Rætt var um að e.t.v. mætti auglýsa seminör og ráðstefnur betur innan NVF hópsins í heild og e.t.v. víðar í þeim tilvikum sem við á, t.d. var nefnt að hægt væri að gera það gegnum Verkfræðingafélagið hér á landi. Á norræna vísu hefur líka stundum verið sent út fréttabréf NVF með upplýsingum um norrænar ráðstefnur sem hafa víðtæka skírskotun. Fleira ekki skráð. Fundi slitið klukkan 16:00 /ÞI Síða 5 af 5